Að flytja fjöll !

 

Ég horfi nú ekki oft á sjónvarpið, en í síðustu viku horfði ég á átakanlegan þáttimages lona

”Kvinden med aberne” . Þetta var  barátta ungrar danskrar konu Lone Dröscher Nielsen fyrir lífi þessarar dýrategundar. Hún var með 600 orangutanger í garðinum hjá sér sem hún passaði og fóstraði. Garðurinn hennar er risa stór að sjálfsögðu og er í Borneo i Indonesien.. Hún er eiginlega móðir allra þessara manneskjuapa.

Flesta fékk hún þegar þeir voru pínu ponsu litlir, en sumir komu líka stærri. Hún er með fólk í vinnu að sjálfsögðu því  þetta var mjög mikil vinna.

Hún vinnur sjálf næstum allan sólarhringinn.

img_46e4ecb31acc0

Á kvöldin sá maður að hún og aðrir sem unnu þarna voru inni í húsinu með fullt af litlum apabörnum í litlum plastkörfum sem voru eins og lítil rúm. Það voru apabörn út um allt. Hún hafði eitt stórt vandamál, hún hafði enga peninga til að reka þetta áfram. Hvað gerir maður þá ?

Hún fór á milli staða til að fá hjálp hjá hinum og þessum samtökum, að lokum vildu WSPA styðja hana í allavega eitt ár, hvað gerist svo? Það sorglega er með þessa aba er að ef ekki verður gert neitt til að bjarga þessum stofni þá deyir þessi apategund út eftir 15 ár.

Borneo og Sumatra er eina svæði sem er mögulegt fyrir þessa apa að lifa villt, en svæðið minnkar og minnkar dag frá degi, vegna þess að Indónesiska ríkisstjórnin samþykkir að það svæði sem er rutt sé til að planta pálmaolíutrjám.

Sum svæðin voru bara orðin vatnasvæði því trjánum hafði verið rutt í burtu til að planta pálmaolíutrjám, en svo hafði það flosnað upp. Það þarf mikið að trjám til að nýta (sjúga upp) allt það regn sem kemur á þessum svæðum, og þegar það gerist ekki myndast vatnasvæði.

 

Lone hafði áður verið gift með manni sem kom frá þessu svæði, en hjónabandið gekk ekki upp, því hún vildi ekki fá börn. Hún sér þetta verkefni sitt sem Lífsverkefni sem tekur alla krafta, og litlu apabörnin taka allan tímann.

Ég get séð og það kom fram í þættinum að hún desperat reynir að finna villt svæði til að láta þá apa sem var búið að þjálfa til að bjarga sér úti í náttúrunni, út í náttúrunna aftur. Það var bara alveg ómögulegt því ekkert svæði er eftir, þannig að allt er yfirfullt af þessum manneskjuöpum, og stöðugt koma fl. og fl. Þetta er ótrúlega hetjuleg barátta hjá einni manneskju.

Hún kynnti okkur fyrir einum apa, sem var kvenapi. Man ekki hvað hún heitir. En saga hennar var átakanleg. Hún hafði verið notuð í vændi. Allt hár var rakað af kroppnum hennar, og svo var hún hlekkjuð við vegg á einum fætinum. Svo lá hún á gólfinu og var seld þurfandi mönnum inn á hana ! Það tók langan tíma að láta hana treysta aftur, en enn þann dag í dag var hún hrædd við menn.images lille

Þetta skal mig í hjartað. Sumt fólk er því miður ekki komin lengra í þróuninni en sum dýr, en hafa þó ákveðin þroska og illsku sem er í manneskjunni, sem gerir þetta fólk  er mikið hættulegra og dýr eru.

Það var oftast lókalfólkið sem hafði samband við Lone af því að þau höfðu “fundið “ apabarn ! Lone átti erfitt þegar hún fór að ná í þessi apabörn, því hún vissi að móðirin hafði verið drepinn. Apamömmur skilja aldrei eftir sig börnin sín, fyrr en þau er 7 ára.

Hún reyndi að útskýra fyrir fólkinu að þessir apar hefðu tilfinningar og finndu sársauka eins og við og í raun væri þessi apategund með heila sem væri líkastur heilanum í manninum.

lonemedlilleskiltVið vitum að 15 prósent af öllum dýrategundum í heiminum eru í mikilli útrýmingarhættu. En við vitum ekki hvaða tegundir eru mikilvægar í keðjunni til að halda lífi á jörðinni.

Það er ógnvænlegt !

Einstein sagði að ef býflugur deyja út, þá deyr mannkynið út fjórum árum seinna !

Býflugur frjóvga blómin sem eru mikilvæg í lífskeðjunni.

Ég ætla að biðja ykkur sem lesa þetta að hjálpa mér á mjög einfaldan hátt til að hjálpa Lone og þeim sem vilja að dýrin systur okkar og bræður fái betra líf , betri meðferð á jörðinni.

 

 

Ef þið ímyndið ykkur að það streymi orka frá ykkur, með Ljósi og Krafti á milli þriggja punkta í þríhyrning !

Einn punkturinn er WSPA sem eru stór samtök dýraverndunarsinna um allan heim, annar punktur er Greenpeace sem berst fyrir náttúrunni og verndun dýra og þriðji punkur er Lone Dröscher Nielsen og starf hennar fyrir lífi þessarar dýrategundar.

 

Þetta er mjög einföld leið til að hjálpa, og trúið mér þetta hefur áhrif !

við vitum öll að hugsun hefur kraft í sér sem setur hluti af stað,

Hugsun er orka, það er hægt að nota hana til að hjálpa, eins og bænin.

Með bæninni biðjum við um hjálp, með því að gera þetta hjálpum við sjálf til að hjálpa,

en orkan kemur í þessu tilfelli frá Almættinu.

Við getum líka til að vera viss um að það sé rétt sem við gerum sagt í huganum.

“ Megi þetta gerast eftir guðdómlegum lögum og reglum”

Þá gerist það sem á að gerast

raskar ekki því sem örlögin vilja.

Ef Þessi dýrategund á að deyja út, en hreinlega tími þess sé búinn hérna á jörðinni,

það gerist það sem á að gerast!

 m_a206a8d6c4b43660bff377320722faf9

 

Vonandi verðið þið við þessari bón minni, því mikið liggur við Ef þið viljið vita meira um þessa konu og baráttu hennar er hérna linkur á hana

http://www.orangutang.dk/ 

 Megi AlheimsLjósið streyma í gegnum ykkur til þeirra sem eru í nærveru ykkar

cooltext47760015-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

takk Steina enn og aftur fyrir að láta okkur vita af svona alvarlegum málum, og fyrir hvatninguna um að við getum bætt heiminn, það gefur okkur svo mikið sem sitjum annars bara í vonleysi. Ég órangútanapa svo mikið, ég hef séð þátt um þetta heimili líka, það er langt síðan og ekki sami þáttur en ji hvað ég hef hugsað oft til þessa fólks og apanna síðan. ég skil ekki mannlega illsku Guð gefi að þessi kona fái allan þann stuðning og hjálp sem hún þarf! Ég óska þér líka bara blessunar og ævarandi hamingju. Takk fyrir allt.

halkatla, 12.9.2007 kl. 18:42

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég óska henni alls góðs með þetta fallega verkefni sitt.  Vona að hún fái það sem þarf til að blessuð dýrin hafi það sem best.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.9.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 13.9.2007 kl. 11:23

4 Smámynd: www.zordis.com

 Þú ert yndislega kröftug og hefur góðan samhug og hugsun.  Með sameiginlegum vilja er hægt að gera allt!

www.zordis.com, 13.9.2007 kl. 15:24

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ekki veitir af......

Ylfa Mist Helgadóttir, 13.9.2007 kl. 17:05

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

tek undir með Ylfu Mist...góða nótt mín kæra.

Heiða Þórðar, 13.9.2007 kl. 23:55

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segi eins og Jóna, þetta er átakanlegt.

Óska henni alls hins besta og mun hugsa í þríkraft

Hrönn Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 19:44

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sá ekki þennan þátt, en heyri að hann hefur snert þá sem sáu hann.

Kær kveðja  

Guðrún Þorleifs, 15.9.2007 kl. 07:48

9 identicon

elsku konan með apana sína yndislegu, þau fá allar mínar fallegu hugsanir, treysti svo að þetta fari eins og á að fara.

ljós 

jóna björg (IP-tala skráð) 15.9.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband