Vakna á mánudegi, með þreytuna í höfðinu !

rainbowrose

 

 

 

Við komum heim frá Kassel  seint í gærkvöldi eftir frábæra ferð á Documenta. Mér fannst sýningin í heild ekki góð, þó svo að mörg verkana væru góð.Billede 3701

Við Gunni vorum með góðum vinum okkar, og það er alltaf gott. Fórum gott út að borða töluðum um myndlist allan tímann og það var líka gaman !

 Billede 3746

Nú er ca mánuður þar til við fjölskyldan Gunni Sól og ég fórum í ferð til NY , það verður gaman líka.

Ég fór þreytt og kannski smá tens í vinnuna í morgun og þurfti að hugsa hvert orð sem ég sagði við samkennara mína, vissi að ég væri mikið í persónuleikanum, og þó svo mér finnist hlutir sem sagðir voru ekki meika sens, þá var það sennilega ekki rétt upplifun heldur eitthvað sem ég út frá þreyttum tilfinningum fannst !

En allt fór vel, enda sat ég mest og vann við tölvuna!

Þegar ég kom heim fór ég beint og fékk mér gott expresso kaffi með heitri undanrennu, nammi nammi, ég sem var hætt að drekka kaffi er byrjuð aftur eftir að þessi frábæra kaffimaskína kom í húsið !

Vinur minn Guðni Már Henningsson er komin á bloggið, endilega að kíkja á hann !

Annars er ég bara þreytt og bíð eftir Gunna til að fara út að versla.

Eins og ég hef svo oft fjallað um á blogginu og í lífinu mínu er að við erum eitt, við erum öll hluti hvert af öðru. Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem fara mjög öfgafullar leiðir í hvaða þjóðfélagi sem er. Hjá okkur eru tildæmis ný nasistar sem eru kannski öfgahópur á móti heittrúuðum öfgafullum múslimum !

Við erum Eitt, með Einn andardrátt, eina Jörð Eina MóðurJörð.verdens.aspx

Ég fékk þessar myndir sendar frá einum sem er mér mjög kær , þerapistanum mínum í Kaliforníu.

Deili þessu með ykkur og njótið vel myndum frá daglega lífinu í Iran !

AlheimsLjós

Steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Heimurinn væri friðsæll og indæll ef allir hefður þinn skilning á samhengi hlutanna
Bros og kveðja :)

Hólmgeir Karlsson, 3.9.2007 kl. 19:28

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Falllegar myndirnar og tónlystin yndir.

Alheimsfriður væri efst á óskalistanum ætti ég hann....nú átta ég mig á því að ég á óskalista.

Solla Guðjóns, 3.9.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Velkomin heim. Espressó er gott með fuuuullt af heitri mjólk. Kaffi latte, það er minn drykkur ;o)

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 22:27

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Velkomin heim.

Megi dagurinn í dag verða þinn.

Guðrún Þorleifs, 4.9.2007 kl. 08:11

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Velkomin heim aftur, heima er alltaf best.  Takk fyrir alla fegurðina og ljósið sem streymir alltaf frá þér elsku Steina mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 10:26

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það liggur þreyta yfir heimsbyggðinni.....

Farðu vel með þig Steina mín. Fallegar myndirnar frá þerapistanum þínum og gott að sjá eitthvað annað en stöðugar hryllingsmyndir þaðan. Maður tengir miklu betur við fólkið þar í sínu eðlilega umhverfi. Bless til þín og allra.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.9.2007 kl. 10:35

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Alheimsljós til þín

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.9.2007 kl. 18:17

8 identicon

já þetta er merkilegt með öfgarnar, fólk með öfgar út í annað fólk með öfgar, hmmm. verst hvað það fylgir oft mikil reiði öllum öfgum

ljós á þig Steina mín.

jóna björg (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 09:42

9 Smámynd: www.zordis.com

Góðar kaffivélar eru hættulegar, mín er í viðgerð og kaffidrykkja á undanhaldi! 

Það er svo gott að koma heim e. ferðalög og anda í takt við umhverfið.  Ég næ ekki að opna myndirnar í þessari tölvu minni .... 

Njóttu dagsins og tilverunnar!

www.zordis.com, 5.9.2007 kl. 11:18

10 identicon

Elsku Steina...hvenær farið þið aftur til NYC?

Guðni Már (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 12:30

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri guðmundur frábært að heyra það !! það sem mér finnst best er að hugleiða !!!

guðni minn már við förum 14 oktober

knus og ljós til ykkar allra og falleg komment ! 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 13:26

12 identicon

Mér finnst rósin efst algjör draumur.. ! Enda er ég ansi veik fyrir þessum litum.. Einu sinni dreymdi mig að slíkir litir flæddu út úr fingrunum á mér´og ég gat galdrað eins og mér sýndist.. síðan þá hef ég verið húkt á þessum litum einhverra hluta vegna. Ætli það minni mig ekki á drauminn.. besti draumur sem ég hef haft..

Björg F (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband