Ég á nágranna sem er mjög sérstök !

1-yin_yang

 

 

Þegar við fluttum hingað fyrir 11 og hálfu ári kom hún eins fljótt og hún gat inn í lifið okkar. Ef hún heyrði að það væru gestir kom hún hlaupandi um leið, og tók þátt í selskapnum !

Hún var hérna hjá okkur í tíma og ótíma. Við áttum ansi erfitt með að átta okkur á henni í byrjun og enn þann dag í dag á ég stundum erfitt með að átta mig á henni !

Hún kom stundum með svona einkennilega hluti eins og : þið skuluð ekki láta ykkur bregða þó svo að ég sé í baðinu hjá ykkur þegar þið komið heim humm, maður brosir bara og heldur að þetta sé djók, en ekki aldeilis þetta hefur hún gert hjá öðrum nágrönnum, og líka bara farið inn og notað símann án þess að fólk sé heima.

Hún er að mörgu leiti alveg rosalega klár en á öðrum sviðum mikið öðruvísi.

Hún er algjör dýramanneskja og garðmanneskja, þar höfum við getað spjallað saman um sameiginleg áhugamál og er það oft ansi gaman, nema það er eiginlega bara hún sem talar !

Við vorum einu sinni með fullt af hænu ungum í  hænsnagarðinum ! Á þeim tíma var alveg rosalega mikið að gera hjá mér en ég sá að dag frá degi hurfu hænu ungar, og ég sá líka að þeir komust einhvernvegin út úr hænsnagarðinum. Ég gerði svo sem ekkert í því , svona er jú lífið hugsaði ég. En á hverjum degi þegar ég kom út í garð var hún þar og alveg miður sín yfir þessu . Ég fann að ég varð pirraðri og pirraðri en sagði ekki neitt !

Einn daginn komum við heim ég, Sól og vinkona hennar, við förum út í garð og týndum epli handa kanínunum. Ég naut þess að hafa smá pásu og njóta augnabliksins.6fgsrd1

Kemur þá nágranni og segir að ég verði að gera eitthvað við þessu með ungana, því það séu ekki svo margir eftir !!!

Ég varð einu orði sagt alveg brjáluð, ég sagði margt miður fallegt og ég heyrði orðin, „öskrin“ koma niður frá maganum. Annar nágranni sem heyrði þetta var að spá í að koma og skerast í leikinn því hún hafði aldrei heyrt svona frá mér !

Nágranni fór að gráta undan látunum og orðunum frá mér, en mér var algjörlega sama ! Rauk inn með litlu dömurnar sem hafa örugglega ekkert skilið neitt í neinu!

Það sem ég held að hafi gerst var að auðvitað hafði hún rétt fyrir sér, en ég gat ekki horfst í augu við það ! Allur pirringur sem ég hafði haft til hennar í gegnum árin kom fram. En hún hafði rétt fyrir sér ég hefði átt að finna út hvar ungarnir komust út og laga það.

Svo liðu nokkur ár og ég sá hana eiginlega aldrei ! En á tímabili plöntuðum við runna á milli hennar garðs og okkar garðs. Runninn var að verða ansi stór og flottur. Einn daginn kem ég heim og fer út í garð, eitthvað finnst mér þetta allt skrítið og tómt þarna hjá matjurtargarðinum okkar. Tek ég þá eftir að runninn er alveg klipptur niður, og allt hreinsað og fínt í kringum hann. Ég fer inn til Gunna og spyr hann hvort hann hafi klippt runnann ? Nei það hafði hann ekki, það gat ekki verið neinn annar en nágranni. Gunni fer yfir til hennar og spyr hana pent hvort hún hafi gert þetta. JÁ segir hún og sallaróleg, runninn skyggði á plönturnar mínar. Hún gat ekki séð að þetta væri ekki í lagi og við hringdum til sveitafélagsins (sveitafélagið á húsnæðið)og þeir lofuðu að tala við hana, sem þeir gerðu. Runninn er núna stór og flottur.

Einhveratíma á þessu tímabili mæti ég henni á göngu, og það verður einhvernvegin vandræðalegt í kringum þessa mætingu, eigum við að heilsast eða hvað. Ég vel að ganga til hennar og gefa henni knús. Hún verður mjög ánægð, grætur pínu og við ræðum þessi mál. Við vorum að sjálfsögðu ósammála um margt en við gátum og ákváðum að tala saman af og til.

Fyrir 6 árum fengum við kisu sem vinkona okkar fann úti á einhverjum akri, litill sætur kisi sem við skýrðum Fredrik. Hann er alveg dásamlegur allir eru í raun voða hrifnir af honum því hann er svo kelinn og sætur.

5xpz037

Fyrir tveim árum hverfur Fredrik og við erum svona alltaf af og til að leita að honum. Þetta var um vetur og við vorum ansi áhyggjufull. Það liðu nokkrir mánuðir og við sáum hann ekki. Um vorið byrjaði hann að koma af og til inn í garðinn okkar þegar við kölluðum.

Einn daginn er ég að spjalla við nágranna yfir runnanum og segir hún svo allt í einu : Fredrik er fluttur yfir til mín og svona er það bara !! Ég verð alveg hvumsa og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Hún segist hafa gefið honum að borða allan veturinn og hann byggi nú hjá henni. Ég fer inn og ræði þetta við Sólina sem verður að sjálfsögðu mjög leið. Ég fer aftur yfir til nágranna og segi henni að þetta sé ekki í lagi og margt margt annað, en án þess að verða reið ! Hún vill ekki hlusta á neitt, þar til ég segi að ef hún ekki lofi mér að hún ekki gefi honum að borða þá verði hann inniköttur, eða hann verði settur í ól . (hann er algjör útiköttur) Hún mumlar verður reið grætur og allt mögulegt, en ég stend fast á því sem ég segi þar til hún lofar að nú sé  það stopp með að fóðra hann.

Við höfum reynt allt til að venja hann inn til okkar en það hefur ekki  tekist. Hann kemur af og til og sefur inni og hann kemur líka alltaf þegar við köllum á hann. Það er sem sagt komið eitthvað rugl í litla heilann „“hvar á ég heima“

Við fengum svo Ingeborg um daginn ný kisa fjögurra ára, voða sæt. Hún slapp út fljótlega eftir að við fengum hana. Eftir tvo daga settum við auglýsingu hjá kaupmanninum. Daginn eftir birtist nágranni með Ingeborg !! Halló hugsa ég hvað er í gangi. Hún kemur inn og hún talar og talar. Við erum að sjálfsögðu mjög þakklát yfir að hún kom með Ingeborg . Ég vil taka það fram að nágranni á 7 kisur fullt af kanínum og hömstrum.

Þegar hún var hjá okkur að ræða um kisur og kisur sagði hún svona inn á milli. Fredrik býr hjá mér og ég læt bólusetja hann (minnir að það heiti það á íslensku) og hann fær líka ormalyf hjá mér. Ég verð paff og segi, við gerum það líka, þannig að hann fær tvöfaldan skammt !

Hugsa mig svo smá um og segi, það er þá þannig að þú gerir það í framtíðinni, svo hann fái ekki tvennt af öllu !

Ég hef verið að hugsa mikið um þettað allt saman, þetta er í raun margra ára krísa á milli mín og hennar.

Ég get líka setið hérna og horft á fréttir í sjónvarpinu og rætt um hvernig standi á því að mörg löndin í miðausturlöndum geti ekki fundið út úr því að vera nágrannar !

Ætli það sé ekki best að hver byrji á sjálfum sér.

Ég held hreinlega að þetta sé eitt af frábærri verkefnum sem ég hef fengið í þessu lífi að fá hana sem nágranna, því hún hlustar hreinlega ekki og hefur engar grensur  á sama stað og ég.

Það er að sjálfsögðu algjörlega hennar mál hvað hún lærir á þessum samskiptum !f_240908g1anlm_3eb3dd6

Þessar hugsanir komu í raun upp í dag hjá mér þegar ég var að keyra bæði til og frá vinnu. Ég var að hugsa um krísuna í miðausturlöndum, sérstaklega í Ísrael. þá komu þessar minningar upp milli mín og nágranna, sem er líka nágranna krísa, ólíkar persónur, hugsanir, kultur og margt annað að sjálfsögðu í minni skala en krísur á milli landa.  En hugsunin hjá mér var mjög skýr að hver á að byrja á sér, það er fyrsta skrefið í áttina að hinu eina Lífi. Ástæðurnar fyrir að ég hugsaði um Ísrael eru margar, en ein af þeim að ég fer kannski þangað í maí mánuði. Ég veit það betur eftir tvær eða þrjár vikur.

AlheimsLjós til ykkar allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það er ekki orðum aukið að nágranni þinn er sérstakur!

Mér finnst frábært hjá þér að taka fyrsta skrefið og knúsa hana. Þó þið séuð ólíkar og ósammála um flest þá er alltaf best að koma fram með kærleikann að leiðarljósi.  Það skilar sér alltaf betur finnst mér og mér líður betur fyrir vikið.  

Ljós&kærleikur til þín, elsku Steina. 

SigrúnSveitó, 5.9.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Dásamlega ófyrirleitin og fyndin kona!!! Ég svaraði þér í kommentakerfinu hjá mér kæra frænka. Vona að þú móðgist ekki þó ég sé hrifnari af mínu landi en þínu!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.9.2007 kl. 17:43

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert svo yndisleg.

Ég væri til í að vera nágranni þinn.........

knús á þig og þína

Hrönn Sigurðardóttir, 5.9.2007 kl. 18:45

4 identicon

Spes, mjög spes. Mikið er ég fegin að nágrannakona mín er alveg hreint frábær :D

Ragga (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 19:24

5 Smámynd: www.zordis.com

Ég skil þakklæti þitt yfir útvöldu verkefni um sátt og kærleika.  Getur vel tekið í pirrtaugar að fá svona nágranna og hún er nú fremur ófyrirleitin að eigna sér Frederik.  Með ólíkindum hreint og hún alveg grenslaus og laus við allt siðferði!

Fyrirgefning í hjartanu og í alheimi er það besta til að halda þræðinum hátt á lofti!

kærleikur til dejlige Lejre  Írak hljómar fremur einkennilegur áfangastaður.

www.zordis.com, 5.9.2007 kl. 20:43

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Steina...þú ert ekkert nema dásamleg manneskja... það er ekki oft sem mér finnast tölvur fyndnar...en núna skemmti ég mér..... og hugsaði að það var einsgott að HÚN var ekki nágranni þinn á tímum hælisins... þá hefði getað orði fjör... oG þú sem varst að hugsa um Ísrael og útkoman var þessi... ég elska þig..

Guðni Már Henningsson, 5.9.2007 kl. 20:48

7 Smámynd: halkatla

alheimsljós til þín Steina

þú átt heiður skilinn fyrir þessa sjálfsstjórn gagnvart nágrannanum, ég hef sjaldan heyrt um svona erfiða manneskju. Þessi saga minnir mig bara á klisjuna "góður granni er gulli betri" hehe, eða "það er gott að eiga góða granna"

en ef granninn er erfiður þá má hann alveg tala lítið og halda sig til hlés. Ég óska þér bara góðs gengis í samskiptunum við hana framvegis, og bið að heilsa Ingeborg sætu sem minnir mig á Kassí og öllum hinum dýrunum þínum

halkatla, 5.9.2007 kl. 21:25

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Já já,,,,, hún er ábyggilega voðalega sæt hún nágranninn okkar. Hvílík skelfing og óáran fussumsvei. Vesalings maðirinn frá sveitafélaginu sem átti að tala við nágrannan útaf runnunum. Hann hlakkaði EKKI til að vaða í hana. En það lífgar óneitanlega upp á tilveruna að hafa svona nágranna og við fáum HELLING af sögum handa barnabörnum og ættingjum af nágranna sem gerir undarlega hluti.

Gunnar Páll Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 22:38

9 Smámynd: Karl Tómasson

Er konan í sambúð?

Þetta var allavega makalaus lesning.

Ég nenni sjaldan að lesa langar færslur en einhverrahluta vegna, alltaf þínar.

Kertaljós til þín úr Mosó.

Karl Tómasson, 6.9.2007 kl. 10:30

10 Smámynd: Karl Tómasson

Gaman að sjá vin þinn Guðna Má í bloggheimum, hann er gamall Mosfellingur.

Karl Tómasson, 6.9.2007 kl. 10:32

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sammála Hrönn 100%

Heiða Þórðar, 6.9.2007 kl. 11:23

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk kæru öll fyrir góð komment, guðni minn, hún hefði sennilega ekki búið lengi við hliðina á mér einhverra hluta vegna ef þeta hefði verið á hælistímanum ! kæri kalli, nei hún er ekki í ambúð en sögur herma að húna hafi einu sinni verið það, og kærastinn hafi stundum flúið inn til nágranna hérna við hliðna á mér, sem er kolleftif með 5 fjölskyldum , allt frábært fól. þar faldi han sig af hræðslu við eiginkonuna, því hún barði hann. en þegar hún segir söguna þá var það öfugt, hann barði hana, en dæmi hver fyrir sig. 

það er dásamlegt að guðna minn í bloggheiminn, 

Ljós til allra og takk fyrir að vera

steina

p.s. við höfum upplifað svo margt með þessa dásamlegu konu að það veri efni í margar bækur !!1 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 14:15

13 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

" Sýnishorn af sambúð " Þú virðist alveg gera þér grein fyrir eigins handritaskrifum í þessu sem og svo mörgu öðru. Hægt að líta á þetta sem gjöf til sjálfrar þín, - því auðvitað erum við öll englar í mismunandi hlutverkum fyrir hvort annað.  - um eitthvað verður þetta að snúast eða hvað, hjartans Ljósið mitt!

Vilborg Eggertsdóttir, 6.9.2007 kl. 14:42

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Fyrirgefðu Guðmundur ég er blogg granninn þinn og mér fannst athugasemdin þín vera flott:

Ég vissi ekki hvort ég átti að hlægja eða gráta á meðan ég las þetta, en ég er bara þakklátur fyrir nágranna mína - svona nágrannar eru meiriháttar orkuþjófar í allri þeirri merkingu sem það þýðir. Vá - ég á ekki orð yfir "nágrannanum".

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.9.2007 kl. 18:24

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er alveg hægt að hlæja að svona löguðu akkúrat  á meðan það pirrar mann ekki en ég segi eins og fleir ég þakka fyrir mína nágranna þó svo að akkúrat núna standi yfir hljómsveitaræfing í einhverju af næstu húsum

Solla Guðjóns, 6.9.2007 kl. 22:09

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það virðist allt á eina bókina lært hjá henni blessaðri.  Þ.e. hún leitar inn til ykkar, meðan þið látið hana i friði, svona mín tilfinning.  Von að þú verðir pirruð.  Það er farið yfir það svæði sem maður vill hafa prívat.  Og þegar henni er bent á það, bregst hún þannig við að þið fáið samviskubit...  Erfitt tilfelli.  Knús til þín Steina mín, þetta er erfitt, en eins og þú segir gefandi til þroska. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2007 kl. 01:02

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Viltu kíkja á síðuna mína og helst kommenta eitthvað því ég ætla að koma þessu í umræðuna.

Kveðja Solla

Solla Guðjóns, 7.9.2007 kl. 11:26

18 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ég er þolinmóður, en ....  hugs hugs .... ég held ég væri samt búinn að fá mér Vúdúdúkku og prjón  ...

Hólmgeir Karlsson, 8.9.2007 kl. 00:04

19 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta er erfitt verkefni sem þú hefur fengið að hafa svona granna. Ljós til þín.

Svava frá Strandbergi , 8.9.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband