Færsluflokkur: Menning og listir
Dagur úr lífi Steinunnar..... myndir af myndum af lífi
25.5.2008 | 13:03
Eins og ég hef skrifað þá er myndin komin, ég skoða hana aftur og aftur og reyni að sansa þessa litlu stelpu, og kannski tekst mér að sameina essensin frá fortíðinni við essensin í nútíðinni.
Það er bæði gaman, skrítið og erfitt að skoða kvikmyndina.
Allar tilfinningar koma upp .
Núna ætla ég að rífa mig frá myndinni í dag, er á leið í skógarpiknik með fullt af vinum.
Ég er að byrja á spennandi process sem ég af og til deili með ykkur.....
Tók myndir af myndinni, set nokkrar inn. Er held ég, byrjuð á verki .....
Kærleikur og Ljós á netheim.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ljósmyndir frá Fjóni
5.5.2008 | 12:14
Þvílíkt veður hefur verið alla helgina og líka í dag. Ég er í smá pásu frá að þvo og pússa pússa nússa tússa garðhúsgögnin mín sem eru orðin grá og litlaus til að verða fagur olíuborinn tré húsgögn. Í garðinum mínum er 35 stiga hiti !
Við fórum til Fjónar og það var gaman. Ég er ansi mikið í frí þessa viku og það verður heitara seinni parts viku, þannig að það er garðvinna á prógramminu.
Set inn útvaldar myndir frá helginni og ef þið viljið sjá meira á er hægt að sjá hérna
barnaland.
AlheimsLjós til ykkar allra kæru
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Ég horfði á himininn
3.5.2008 | 11:54
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
hef haft þetta áður, en sumt er hægt að sýna oft....
21.4.2008 | 13:38
Langar að deila með ykkur honum Martin frá Jótlandi
6.4.2008 | 05:55
Kæru öll ! Hann þessi litli drengur vann x factor hérna í Danmörku. Hann er bara 15 ára, og að okkar mati hérna í DK snillingur. Sendi þessum litla manni hamingjuóskir og vona að hann getir haldið sér á þeirri braut sem hann er núna. Það fer nefnilega oft illa fyrir barnastjörnum. Martin er frá Jótlandi og er algjör sveitastrákur ! Blessi ykkur öll !
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 05:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
við ræðum lífið, ég og Tómas Guðmundsson
13.3.2008 | 15:28
Sem talar upp úr rauðum svefni vors blóðs, sem rennur í æðum þjóðar okkar, saman en þó svo langt hvert frá öðru. Blóð sem heldur okkur nær hvert öðru, en er þó blóð jarðar, sem rennur í öllum æðum til allra.
Úr óminnisfyrnsku, um farveg aldanna runnin,sem er saga sem við munum og höldum okkur hluta af, skilningurinn flytur sig ekki í örófi alda, það glyttir þó í nýja sýn, nýja möguleika, nýjar vonir, sem tengir þjóðir en ekki þjóð,
Vor fortíð leitar oss uppi og kveðjur sér hljóðs, þegar við viljum forðast, byrja upp á nýtt, verða ný, önnur, ekki hluti af einu, en þó hluti af öllu, er það draumur, eða veruleiki. Er það óskhyggja eða von, um þá framtíð sem ég svo djúpt djúpt óska mér, þér og okkur. Skilningur okkar eykst í takt við tímann, fjarlægðir verða hugtök, því engar fjarlægðir finnast. Við fléttum okkur hvert inn í annað, og viljum hvert annað, meira og meira, þó forsendur séu misjafnar, þá skín í einstaka tilfelli inn í kærleikann þar sem augu snertast og hugur mætist.
En það er mótum minninganna og drauma sinna, það er sem sagt, minningar og draumar, eru veruleiki sem er kannski hinn sanni veruleiki, hvað er meiri veruleiki, eða hvað er rétti tíminn, er það tíminn sem þú lifðir í eða er það tíminn sem ég lifi í.Eru það báðir tímar samtímis, því get ég ekki svarað, því þú ert hérna svo raunverulegur í minningunni, sem ég er hérna í þessu núi, nú.
Sem mannsins heimþrá skal sína ættjörð finna. En ættjörð er móðir jörð, fyrir mér nú, en þó skil ég þránna í það sem er þekkt, í öllum vitum, Ísland sem ilmar af kulda, fortíð, æsku, vexti og minningum, kærleika, sakleysi, illsku.
Því draumur og minning er leiðin til sama lands, að hvað, segir hver fyrir sig, sem saknar þess sem var, en er ekki meira.
Og landið er uppruni, saga og framtíð hans.eða fortíð, ef vill. Mín fortíð er landið mitt, og skilningur minn er að svoleiðis verður það að vera, því með skilningi, þroska og víðsýni liggur leiðin aldrei til baka, í það sem var. En ég get tekið upp minningamyndirnar og gælt við þær um stund, þegar ég þarf að finna öryggi í þessum heimi, sem getur skapað svo mikið óöryggi. Þá sit ég í rólunni minni fyrir utan sýslumannsbústaðinn gamla í Vík og róla svo hátt, næstum því upp í himininn og syng í hæstu hæðum karlinn í tunglinu og ég hlæ hátt og finnst lífið svo frjálst og veit ekki um neitt annað en stað og stund. Svo er róin komin inn í hugann minn og ég get staðið upp aftur og haldið göngunni áfram með bjartan huga og ég veit að þeir bíða og fylgjast með mér, og ef á þarf að halda, taka þeir í höndina mína og hjálpa mér yfir stokka og steina, eða þar til ég get sjálf.......
Kæru bloggvinir, leiðin liggur til gamla landsins!
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þeir byggja í glugganum mínum, og úti í garði !
8.3.2008 | 14:02
Núna eru þessir frábæru byggingarmeistarar á fullu í gluggunum mínum að skapa fegurstu blóm vorsins !
Það er unun að fylgjast með þeim frá degi til dags. Blómálfar gefa okkur svo mikla gleði í lífinu, en þó vilja svo fáir vita af þeim !
Núna er laugardagur og við erum á leið á tónleika. J.S. Bach !
90 söngvarar, Barrokhljómsveit og gleði !
Það fer lítið fyrir bloggi og heimsóknum á blogg þessa dagana. En svona er það þegar mikið er að gera. Vorum með matarklúbbinn í mat í gærkvöldi. góður matur, mikið talað og allir horfðu á X faktor ! Hef ekki haft gesti áður þar sem horft hefur verið á sjónvarpið. Allt Danmörk hefur mæst á einum punkti og það er þessi tónlistarkeppni.
Í fyrramálið er stefnan tekin í sundlaugina og svo ætla ég að rúnta á blogginu og sjá hvað þið kæru vinir eruð að bauka.
Set myndir inn af verkum byggingarmeistaranna og frá huggukvöldinu í gær.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra á fallegum laugardegi
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hugur Fílls og ég, nútíð, fortíð, framtíð.
1.3.2008 | 17:45
Laugardagur og ósköp ljúft hérna heima. Vindurinn hamast á gluggunum. Reyndar eina skiptið sem ég upplifi smá pínku lítinn vetur í ár..
Það er þó ekkert vetrarlegt. Rósirnar eru komnar með knúppa, runnarnir eru með fyrstu fögru grænu blöðin, en ég læt eins og það sé smá vetur því það er svo huggulegt.
Við erum einar heima mæðgurnar með öllum blessuðum dýrunum.
Gunni fór að hjálpa Sigyn stóru dóttur okkar og Albert manninum hennar að þrífa veitingastaðinn sem þau voru að kaupa. Þetta er fiskiveitingarstaður við ströndina á Norður Sjálandi. Mjög flott og á frábærum stað, alveg við hafið dásamlega. Ég fór ekki með því ég er, eða eiginlega á að vera að skrifa grein um Ísbirni og hvernig þeim vegnar á jörðinni í dag og sennilega á morgun líka ! Sólin, Lappi og ég fórum þó í göngutúr í rokinu. Fórum heim til Sigyn og Albert að gefa Rósu og Birni (kanína og hamstur) að borða og drekka. Ég hef þó eiginlega bara verið að lesa með teð mitt og notalegheit.Gerði líka smá pönnsur, það passar svo vel við svona daga.
Hef setið og lesið og lesið í dag, hef hreinlega varla getað sleppt þessari bók sem vakti í mér óhugnuð, samkennd, sársauka, sorg, gleði og allt þar á milli.
Bókin heitir Under en strålende sol eftir Khaled Hosseini !
Þetta er sami rithöfundur og skrifaði Drageløberne ( ég held að hún heit Drekahlauparinn á íslensku)
Ég hef lesið Drekahlauparinn líka og snerti hún mig svo djúpt.
Þessi bók sem ég kláraði fyrir augnabliki er ekki síðri, ég mæli með henni.
Á morgun fer ég til Malmö að hitta hugleiðslugrúppuna mína sem er þó svo margt annað líka. Við erum að fara að skrifa grein um þessi átök á milli Íslamista og Danmörku. Það verður spennandi því við erum með mjög ólíkar skoðanir. Það verður spennandi að sjá hvort við getum fundið essensinn af því sem við meinum og skrifað góða grein um það.
Í gærkvöldi horfðum við á X faktor, eins og alltaf. Ég algjörlega heilluð af einni sem heitir Heidi ! Ég verð eiginlega algjörlega lömuð af að hlusta á hana, hún snertir allt í mér í hvert sinn. Hún fær mig til að gráta, ég fæ hreinlega gæsahúð um allt þegar hún syngur. Að mínu mati er þarna sannur, sannur djúpur listamaður sem á eftir að setja spor sín í tónistaheiminn, þar sem tónlistaheimurinn er með til að lyfta þeim sem hlusta aðeins hærra í meðvitundinni. Endilega gefið ykkur tíma til að hlusta á Heidi hérna fyrir neðan.
Í næstu viku byrjar vinnan og þá verður lítill tími til að blogga, en þið sem komið oft ættuð að vera farinn að þekkja þetta munstur, oft, sjaldan, aldrei!!
Blessun til ykkar allra frá gamla Konungaveldinu, Lejre
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Flytja fókus frá hinu trysta til hins fagra
15.2.2008 | 16:54
Núna er föstudagskvöld, og ég er komin í vetrarfrí !
Ætla að því tilefni að flytja fókus frá hinu trysta til hins fagra, ykkur til yndis og ánægju
Einn nemandinn minn var að útskrifast, eftir 4 ár í skólanum. Að því tilefni var hún með einkasýningu, sem var svo falleg, svo falleg !
Set myndir af bara nokkrum verkum eftir hana. Myndirnar hérna eru ekki toppkvalitet, en gefur þó góða mynd af hæfileikum hennar Gitte !
Njótið kæru vinir og megin helgin vera ykkur góð.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bækur eru bestar í Janúar ! Svo kemur salt....
23.1.2008 | 15:38
Þessa dagana er ég alltaf að lesa, ef ég er ekki að vinna eða eitthvað sem ég verð að gera þá les ég og les. Ég keypti mér þrjár bækur í síðustu viku. Ég er að klára fyrstu bókina sem heitir á dönsku Biernes hemmelige liv skrifuð af Sue Monk Kidd
Alveg frábær bók. Ég flýti mér upp í rúm á kvöldin til að lesa. Mæli sannarlega með þessari bók. Íslenska þýðingin er sennilega Leyndarmál Býflugnanna. Önnur bókin sem liggur á náttborðinu mínu og bíður heitir "Drageløberen" skrifuð af Khaled Hosseini.
Hef heyrt að þetta sé stórkostleg bók. Þriðja bókin heitir Sjælen og dens redskap eftir Lucilla Cedercrans. Bók um sálina og hvaða hún getur gert, eða hvernig hún hjálpar.
Janúar er mánuður þar sem á að liggja og lesa og horfa á góðar bíómyndir. Það er nú samt ekkert janúarlegt hérna, garðurinn er allur í litlum gulum blómum, runnarnir með knúpa og einstaka rósir í blóma.
Ég sendi út fréttabréf í dag frá The One Earth Group um Sæljónin, og þeirra lífsbaráttu. Bréfið er á dönsku, en þið sem getið lesið dönsku hvet ég til að lesa og hugsa aðeins um þessi blessuðu dýr. Hérna er bréfið.
Kæru öll, góðan miðvikudagseftirmiðdag til ykkar allra.
Ætla að fara í göngu með Lappa, setjast svo með te og ullarteppi inn í stofu að lesa.
Kære Brødre og Søstre !
Nu er det tid, at vi fokuserer vores healings og kærligheds energi til en ny dyreart.
Det aktuelle dyr er Søløven.
Søløven er det første dyr vi hjælper fra havet, men helt sikkert ikke det sidste.
Søløven er et af mange dyr, som kæmper i havet for sin overlevelse.
Klimaforandringer.
Vi ved, at på grund af klimaforandringer, er det en kamp at overleve i havet.
Vi bruger giftstoffer som aldrig før. Vi forurener naturen med kemiske stoffer, olieudslip, affald, urenset spildevand, radioaktivt udslip og en masse anden forurening.
Giftstoffer, som er i atomsfæren, er noget, som ikke bare forsvinder, men gør stor skade på alt liv på Jorden. Der er en stigende mængde CO 2 i atmos-færen og de klimaforandringer dette medfører, er en af de største trusler imod havets økosystem.
Men der er flere giftstoffer som truer havet, POP´erne (Persistent Organic Pollutants) er tungt nedbrydelige kemikalier. Det kan være industri-kemikalier som PCB og også DDT, som er insektgifte og er et eksempel på, hvordan et kemisk stof kan påvirke dyr. DDT blev i høj grad tidligere brugt til at dræbe insekter, f.eks. myg, der spredte malaria. Men 1960 blev det opdaget, hvilken indflydelse det havde på dyrene, og i dag er det heldigvis forbudt i de fleste lande.
Når dyr og mennesker får giftstofferne ind i kroppen, ophobes de i fedtet.
Disse stoffer kan fremkalde kræft og andre sygdomme i dyr og mennesker. Giftstofferne forsvinder aldrig, de er her på vores Jord og gør stor skade både nu og i fremtiden.
IUCN´s Rødliste.
Vi ved fra IUCN´s Rødliste, at 1101 arter af verdens pattedyr er enten kritisk truede, truede eller sårbare. Det svarer til 20% af alle de pattedyr, som man kender.
Vi ved også, at 1213 arter af verdens fugle er truede eller sårbare, 304 arter af verdens krybdyr, 1856 arter af verdens padder og 801 arter af verdens fisk. Mange af de dyr, som vi ikke mener, har en videnskabelig betydning, har en vigtig funktion, alles liv her på Jorden har en funktion i længere og kortere perioder, både på de indre og på de ydre planer. Men det som er en katastrofe er, at vi ikke ved hvilke dyr, der er vigtige for Jordens overlevelse!
Døden har været et faktum her på jorden fra tidernes morgen. Døden har ramt planter, dyr og mennesker fra livets begyndelse, det er naturens gang, men i den senere tid, ser vi en anden form for død og i en så stor mængde og helt uden, at vi overhoved kan kontrollere det.
Søløven tilhører øresælsfamilien.
Det er Stellers Søløve, Sydamerikansk Søløve, Australsk Søløve, Hookers Søløve og den nok bedst kendte Søløve, er den Californiske Søløve, der lever langs den amerikanske Stillehavskyst, men findes også i fangenskab i akvarier og zoologiske haver over hele jorden.
Søløverne er ikke beskyttet af CITES (liste over truede dyrearter), men det er en lokal beskyttet art. Søløvernes eksistens på Californiens kyst er udsat.
De jages af de hvidhajer og spækhuggere, som patruljerer langs kysten. Der bliver mindre og mindre føde i havet, og derfor bliver de Søløvekolonier hårdt udsat for rovdrift af disse store dyr. Søløven har en meget lille chance i denne kamp.
Australske søløver er truede og regeringen på Cook Island ved New Zealand oprettede i 2001, et beskyttet område for søløver til at beskytte dem mod jagt.
Hvorfor
Søløve er et af de dyr fra havet, som giver meget glæde til os mennesker. Hvem kan ikke huske dem i Zoologiske Haver og Cirkus alle steder i verden? Vi husker den skønne film Bidske Bæster, en komedie fra 1997 med John Cleese, Jamie Lee Curtis, Michael Palin og Kalvin Kline i hovedrollerne. Der er Søløverne udtalt som Kronen på Guds skaberværk.
Disse skønne dyr kommer tæt på os mennesker og giver glæde og minder, som er positiv energi, der hjælper os mennesker i vores udvikling.
Søløven er et af de dyr vi tæmmer og mange steder, lever tæt samen med os mennesker. De kan være meget knyttet til sine trænere og vi ved, at ud fra dette samarbejde, kommer evnen til at elske og tjene, som er vigtig i dyrenes udvikling.
Vi som menneskehed skal nu hjælpe vores brødre og søstre på deres vej.
Vi har igennem længere tid været grusomme over for dem, men det er dyrerigets uundgåelige karma der udlignes.
I de fjerne mørke tider var menneskene dyrenes føde. Dyrene var meget stærkere end menneskene. Menneskene var hjælpeløse overfor dyrenes grufulde overgreb.
Dengang var menneskers instinkt ikke langt over dyrene instinkt. Først da tusinder år var gået og menneskers intelligens og dygtighed begyndte at gøre sig gældende, blev menneskeheden stærkere end dyrenes. Siden da, har vi mennesker hærget dyrene. Nu er det tid til Kærlighedstonen mellem menneskeriget og dyreriget. Og vi som deres ældre brødre, må hjælpe dem i deres udvikling.
Vi mennesker har fået betroet den opgave, at lede dyreriget frem til frigørelse, der giver adgang til det fjerde naturrige, som er dyrenes næste opgave.
(menneskeheden er det fjerde naturrige og blev etableret for 18,5 millioner år siden).
Vi fra The One Eart Group sender jer alle sammen Kærlighed og Lys.
Menning og listir | Breytt 24.1.2008 kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)