Færsluflokkur: Menning og listir
betra seint en aldrei, opnun í dag á Akureyri !!
1.12.2007 | 08:38
Steinunn Helga Sigurðardóttir opnar sýninguna "að snertast í augnablikinu" á Café Karólínu laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14. Það verður gaman að sjá verkin hennar Steinu á þessu ljómandi kaffihúsi. Nú stendur yfir frábær sýning Birgis Sigurðssonar en henni lýkur á föstudag. Hér er tilkynning um sýningu Steinu:
Steinunn Helga Sigurðardóttir
að snertast í augnablikinu
01.12.07 - 04.01.08
Velkomin á opnun laugardaginn 1. desember 2007, klukkan 14
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
---
Laugardaginn 1. desember, 2007, klukkan 14 opnar Steinunn Helga Sigurðardóttir sýninguna "að snertast í augnablikinu", á Café Karólínu á Akureyri.
Steinunn Helga Sigurðardóttir útsrifaðist úr MHÍ 1993 og stundaði framhaldsnám í myndlist hjá Jannis Kounellis í Kunstakademie Düsseldorf. Hún hefur verið búsett í Danmörku frá árinu 1993. Hún hefur haldið fjölda sýninga og einnig skipulagt sýningar undanfarin ár.
Steinunn Helga segir um sýninguna "Sýningin er tilraun til að setja í form þær pælingar sem ég hef verið upptekin af. Hugsanir, drauma, raunveruleikann og myndunarheiminn.
Hvað er raunverulegt? Er lífið í hinum ytra heimi meira raunverulegt en lífið í hinum innra heimi?
Hvort er meira abstrakt, þar sem ég sit meðvituð og skrifa þennan texta og hlusta á þvottavélina mala í bakgrunninum, hundarnir mínir hrjóta við tærnar á mér, eða það sem gerist inni í höfðinu á mér. Þar sem ég bæði hugsa um þennan texta sem ég er að skrifa, og ýmislegt annað, sem er eins og smá myndir og hugsanir sem koma við og vilja láta hugsa sig?
Myndir sem vilja láta sjá sig, og vilja að ég gefi þeim tíma, en ég ýti þeim burtu því ég þarf að vera í hinum ytra heima þessa stundina, eða er ég það?
Ég hef engin svör, enda er það í raun ekki það sem ég hef áhuga á, en ég geri þessar pælingar að leik, þar sem ég leik mér með þessum báðum tilverum og leyfi þeim að koma fram og stjórna því sem kemur, án þess að dæma til eða frá.
Lejre. 10 nóv. 2007
Steinunn Helga Sigurðardóttir"
Nánari upplýsingar um verk Steinunnar Helgu er að finna á síðunni www.steinunn.eu og nánari upplýsingar veitir hún í steinunnhelga(hjá)gmail(punktur)com og hún bloggar á http://steina.blog.is
Sýningin á Café Karólínu stendur til 4. janúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 1. desember, klukkan 14.
Á sama tíma stendur yfir sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
05.01.08-02.02.08 Guðrún Vaka
03.02.08-02.03.08 Steinn Kristjánsson
03.03.08-04.04.08 Unnur Óttarsdóttir
05.04.08-02.05.08 Guðmundur R Lúðvíksson
03.05.08-06.06.08 Kjartan Sigtryggsson
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þegar Ljósið loksins skín á lífið, þá gerast kraftaverk
7.11.2007 | 21:40
Ég hef áður skrifað blogg um skólann MINN, eins og ég hugsa hann af öllu mínu hjarta. Ég veit að þetta er ekki bara minn skóli, en ég hugsa hann svona.
Skólinn er fyrir fólk sem þarf að taka meira tillit til en hjá sumum.
Það gerast stundum undur og stórmerki í lífinu, sem sumir taka ekki eftir, og sumum finnst ekki undur og stórmerki.
Í skólanum mínum gerast oft undur og stórmerki, það finnst ekki bara mér, en líka hinum sem eru áhorfendur.
Ég vil í þessu segja frá einu undrinu sem er að gerast fyrir augunum á mér á hverjum degi, stundum tek ég ekkert sérstaklega eftir því, en í dag tók ég eftir því, og aðra daga líka. Í dag fékk ég löngun að segja ykkur söguna um K .
K er á fjórða ári í skólanum, hann á að halda lokasýningu í júní, og vinnur að því hörðum höndum.
Áður er K byrjaði í skólanum kom hópur fólks frá skólanum sem hann var í . Þessi hópur var i raun desperat að leita eftir plássi fyrir hann. Við fengum að vita fullt um hann, og margt ekki gott. Hann var myrkur, var mín upplifun. Við fengum að vita hversu erfiður hann væri. Við ákváðum að sjá hvernig gengi.
K byrjaði í skólanum, og hann var myrkur. Oft með fúlan svip, og leiðinleg komment til annarra nemanda. Hann átti það til að hvæsa að þeim. Þetta var ekki auðvelt. Einu sinni fóru samskipti milli hans og annars mjög illa, en því var bjargað fyrir horn, og við leigðum stærra húsnæði, þannig að hann fengi sér herbergi og að hann gæti verið fyrir sig, og hljóðin frá hinum trufluðu hann ekki, og að hinir gætu slappað af fyrir leiðinlegum kommentum frá honum. Þetta gekk allt saman á rólegu nótunum í nokkurn tíma en þó þurftum ég og kennararnir að breyta hinu og þessu í því hvernig við vorum gagnvart honum. Við þurftum að vera með allt á hreinu gagnvart honum, og aldrei að sýna óöryggi í því efni sem við komum inn á. Það þýddi ekkert að finnast eitt í dag og annað á morgun. Hann varð að læra að það var hægt að stóla á okkur og að það sem við sögðum stóðst. Þetta er ekki alltaf auðvelt.
Þegar K byrjaði í skólanum, og fyrstu tvö árin vildi hann aldrei koma með ef við fórum eitthvað.
Á föstudögum höfum við alltaf það sem kallast rundt om bordet eða þar að segja við söfnumst öll saman og ræðum um hvernig okkur finnist vikan hafa gengið, og við tökum umræður um verkin sem þau eru að vinna að. Þetta var alveg pína fyrir K. Hann dansaði fram og til baka á stólnum og stundi út í það óendanlega.
Hann borðaði líka alltaf einn, og hann vildi ekki vera með í að borga í kaffikassann. Þetta var ekki alltaf auðvelt, fyrir okkur, eða hann.
Þetta var líka mjög erfitt fyrir fjölskylduna hans . Þegar K byrjaði í skólanum hafði hann mikinn áhuga á að teikna, MANGA stíl. Hann var ekkert sérlega duglegur að teikna, en hann hafði viljann.
Svona gekk þetta semsagt í langan tíma. Hann vann að fullum krafti við að verða betri í teikningunni,
Við keyptum MAC tölvu fyrir skólann með photoshop svo hann gæti unnið á sem besta máta.(núna höfum við fjórar) Við vorum svo heppinn að fá kennara sem er grafískur hönnuður og kunni allt á tölvur og gat farið inn í þessi verkefni. Á þann hátt ósk sjálfstraustið hjá K hægt og rólega. Við mættumst í verkunum hans og gátum rætt saman um ákveðið efni sem hafði allan hans áhuga.
Einn nemandinn átti afmæli, daginn áður en við áttum að fara í afmælið hringdi mamma K og sagði að hann ætlaði að fara með, því annars yrði hún svo leið þar átti hann við nemandann sem átti afmæli. Við vorum mállausar ég og mamman. Þetta var eitt stig svo komu fl. og fl. hlutir sem gátu hreinlega fengið mann til að tárast. Hann fór að fara í túra með okkur. Það gekk ekki alltaf vel í byrjun, eða þar til við fundum út úr að við yrðum að vera rosalega skipulögð með hvert smáariði.
Hann fór að finna upp á að standa við hliðina á manni og halda hendinni um axlirnar á manni, VÁ !!!
Hann hafði á orði ef það voru ekki margir nemendur, hann saknaði þeirra.
Hann fór að borga í kaffikassann.
Hann fór að borða með okkur.
Um síðustu jól þegar við höfðum rundt om bordet hélt hann smá ræðu, þakkaði fyrir gott ár, og góða samveru.
Í vor hringdi mamma hans í mig og sagði að K vildi bjóða okkur öllum heim. Lét hún fylgja að hún væri orðlaus, því þetta hefði hún aldrei upplifað, hann á einn vin, sem kemur ca einu sinni í mánuði og þeir leika sér saman í tölvunni. Hann átti annan sem dó tveimur árum áður.
Á þessum tíma voru byrjaðir tveir strákar í skólanum sem K var mikið með, Það var mikil tilhlökkun hjá okkur öllum. Við fengum vægast sagt frábærar móttökur, hjá allri fjölskyldunni. Pabbinn tók frí í vinnunni til að koma við og heilsa upp á okkur.K og tveir vinir hans fóru inn á herbergi og léku sér við tölvuna meira og minna allan tímann, stelpurnar fóru inn og höfðu gaman að. Foreldrarnir sýndu okkur landareignina og gáfu okkur fullt af plöntum til að planta í garðana okkar. Þetta var frábær dagur fyrir okkur og K. Mamma hans sýndi okkur mynd af honum frá því hann var 5 ára, brosandi og glaður, fallegur strákur. Svo sagði hún okkur frá sorglegri skólagöngu sem braut niður þennan litla dreng. Hann hætti að brosa, varð myrkur. Honum var strítt. Hann var öðruvísi. Hann kunni ekki að skrifa. Hann var útundan, hann átti erfitt með að tengjast, hann skildi ekki af hverju allir voru á móti honum. Þarna byrjar barátta hans og foreldranna. Þarna byrjar ferli um að allir eru á móti manni, og kerfið og allir vilja manni bara það versta.
Ég vil taka það fram að hann er ekki þroskaheftur, en hann hefur núna fengið greiningu sem með asberger sindrom.
Núna er hann á síðasta ári, en hann hugsar sig í skólanum endalaust. Hann vinnur hörðum höndum að lokasýningu, en hann sér sig í skólanum næsta ár, og þar næsta ár. Hann er glaður hlær, á vini, hlýr við alla nemendur og kennara.
Hann lokast um leið og það kemur einn út frá, en hann þarf tíma til að venjast nýju og treysta nýju.
Núna sit ég hérna og hef áhyggjur yfir hvort hann fái leyfi til að halda áfram næsta ár.Við viljum alveg hafa hann i fl ár, en við ráðum því ekki.
Er ekki öllum leyfilegt að lifa í hamingju. Hann er hamingjusamur núna, hann hreinlega dansar af gleði, voru orð mömmu hans þegar ég talaði við hana í gær. En gleði hans er í höndum annarra, aðrir geta ákveðið hvort þessi hamingja fær leifi til að vaxa, eða ekki.
Þið getið séð myndir af verkunum hans hérna og vinnuaðstöðunni. Hann hefur sjálfur teiknað allar myndirnar, hannað persónurnar og allt það sem er á myndunum. allt birt með hans leyfi.
Þessi ferill er fyrir mér kraftaverk.
Það gerast svona dásamlegir hlutir á mörgum stöðum, en við tökum ekki alltaf eftir því.
Að mæta honum á stað sem báðir aðilar voru sterkir var rétt og færði okkur á þann veg sem við gátum mæst á sem manneskjur á fleiri fletum.
Hann gefur knús þegar við hittumst eftir frí.
Hvað er lífið þegar það er harmony, er það ekki þegar öll hlutverk eru tekin ? Hver mannvera hefur ákveðið verkefni á jörðinni, ekki hafa allir sama hlutverk, heldur höfum við hvert okkar hlutverk. Þannig sé ég mikilvægi þess að við öll séum hérna, K kennir mér jafn mikið og ég honum, það er mikilvægt að við skiljum mikilvægi hvers annars, sama hversu ólík við erum.
Er Lífið ekki dásamlegt.
Menning og listir | Breytt 8.11.2007 kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
New York
24.10.2007 | 18:58
Þá er ég komin heim frá New York.
Þetta var alveg frábær ferð í flesta staði. Byrjaði ekki of vel, með manni sem reyndi að plata okkur í bílinn sem sem var stór og svartur (bæði bíllinn og maðurinn) um leið við komum út af flugvellinum, barnið, Sólin okkar sem ældi alla leiðina frá Kennedy flugvelli til hótelsins , hótelherbergi sem var svo ömurlegt að við stoppuðum þar í hálf tíma og tókum svo allt hafurtaskið með út í nóttina í leit að öðrum svefnstað, sem ekki tókst strax, en næst strax. Borguðum sem sagt tvö hótelherbergi þessa viku.
Þetta var bara leiðinleg byrjun, en allt hitt var frábært. 30 stiga hiti. Brodway, músík um Mary Poppins ævintýrið. Guggenheim, Metropolitan, Náttúrulistasafnið. Alla Manhattan upp og niður.
Ég er mjög dösuð núna. Við komum heim á sunnudagsefstirmiddag, fórum í vinnu á mánudeginum. Þetta verður ekki meira núna. en skrifa meira seinna um listasýningar og fl. matur og matarkúltur var líka spennandi upplifun. Keypti mér flottustu myndavél í heimi, sem ég er alveg húkt á núna.
AlheimsLjós til ykkar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Hvað sameinar okkur ?
17.9.2007 | 15:21
Það er tími til komin að ég fari að skrifa aftur blogg !
Ég hef haft svo mikið að gera við margt skemmtilegt ! Fjölskyldan er nú sameinuð og í gær buðum við Gunni, Sigga, Sigyn og Sól börnunum okkar, og Alina og Albert tengdabörnunum okkar og Lilju og Aron barnabörnunum okkar til Svíþjóðar ! Við tókum lest til Malmö. Fórum á Listasafnið, sáum þar góða sýningu með David Shringley.
Við borðuðum svo á Listasafninu. Þetta er góður veitingastaður, mæli með honum. Þarna var spiluð lifandi músík. Sem sagt ósköp notalegt !
Annars fara dagarnir í hitt og þetta. Erum að gera fullt við húsið, hjálpa Sigyn og Albert með krakkana og margt annað.
Ég heyri oft fólk sem hefur helgað sínu lífi Kristinni trú, segja um hvað það var sem breytti lífi þeirra. Þetta finnst mér oft mjög áhugavert. Núna langar mig að segja hvað það var sem fékk mig til að finna mína leið í kærleikann. Eða eins og oft er kallað að vera esoterisker.
Þetta gerðist fyrir nokkrum árum, kannski svona 5 til 6 árum. Ég hef alltaf verið trúuð, en ekki aðhyllst neina kirkju, eða söfnuð. Heldur eins og margir myndu segja ég hafði mína trú, og svo kemur alltaf á eftir, en ég trúi ekki á neinn hvíthærðan mann sem hægt er að kalla Guð !
Ég sem sagt var bara sátt við lífið og tilveruna, og sá lífið með mínum augum, oft út frá hinum og þessum persónulegum plönum. En ég vil meina að ég hafði mikinn Kærleik í mér til alls lifandi.
Svo sá ég einu sinni að það átti að vera fyrirlestur hérna í samkomuhúsinu um hvaða þýðingu múskinn hefur haft á andlega þróun mannkyns. Vinkona mín ætlaði að fara og vildi hafa mig með. Ég var svona á báðum áttum, enda sama dag átti að vera opnun í gallerí þar sem ég var einn af sýningarstjórunum, og tíminn mjög knappur til að ná báðum hlutunum ! Ég lét þó til leiðast, þó svo ég hafi einhversstaðar ekki viljað fara.
Fyrirlesarinn heitir Niels Brønsted. Ég sest inn bara ansi cool. Flestir í þessu bæjarfélagi vita hver ég er vegna ýmissa uppákoma sem ég hef staðið fyrir og sem hefur vakið athygli á þessum dásamlega bæ. Þannig að maður kemur inn og er bara ansi cool.
Ég sest á fremsta bekk og fyrirlesturinn hefst. Þetta var þannig byggt upp að það var spiluð músík sem hafði haft hvað mest áhrif hverju sinni í að lyfta meðvitund fólks á hverjum tíma í gegnum aldirnar.
Það var ekki komið langt inn í efnið þegar eitthvað brestur í mér sem var svo cool og ég byrja bara að grenja og grenja, og ég gerði það allan fyrirlesturinn, svo mikið að ég þurfti að halda niður ekkanum svo ég myndi ekki stynja yfir allan salinn. Þetta var í raun alveg hræðilegt, því ég gat ekki stjórnað þessu. Svo rétt áður en fyrirlestrinum líkur lauma ég mér út, eins og maður getur nú laumað sér út frá fremsta bekk, allur út grátinn.
Ég fer heim og er eiginlega alveg uppgefinn og skil ekkert í neinu, gleymi þessu svo bara og lífið heldur svo áfram.
Einn daginn er ég svo í skólanum og Lena sem var með mér og Morten til að byrja með myndlistaskólann kemur með bækling og segir við mig , hvort við eigum að byrja í þessum skóla Esoterisk skole Skandinaven !
Nei segi ég og hendi bæklingum til baka til hennar. Um leið og ég gerði það þá veit ég svona eins og gerist og gengur að það er það sem ég á að gera þó svo að þetta sé algerlega óskrifuð bók fyrir mig. Ég tek bæklinginn aftur , hringi inn og læt skrifa mig inn í næsta skólaár. Þetta var tveggja ára nám. Ótrúlega spennandi finnst mér.
Við lærðum hugleiðslu, esoteriska stjórnmála og samfélagsfræði, esoteriska trúarbragðarfræði, esoteriska sálfræði esoteriska heimsspeki og esoteriska anatomi.
Þetta nám gerði að ég fékk dýpri og nýja sýn á allt, hlutir hafa fleiri víddir, allir hlutir hafa fleiri víddir.
Ég kláraði þetta nám og er í mínu lífi Esoteriker inn í hjartað og í mínu daglega lífi.
Ég vil meina að það sem er mikilvægt sem bæði Kristinn, Esoteriker og í raun hver trúar sem er sé okkar skilda að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa meðbræðrum okkar og systrum (einnig dýraríkinu, plönturíkinu og mineralríkinu) sem ekki hafa það eins gott og við hérna á jörðinni. Fyrir mér er ekki aðalatriðið hverrar trúar manneskja er, því það eru margar leiðir til Guðsríkis, heldur hvort viðkomandi hefur Kærleikann í sér, og það hafa flestir meðvitað eða ómeðvita.
Sennilega væri best að við saman styddum hvert annað og fókuseruðum á hvað það er sem við eigum sameiginlegt en ekki hvað það er sem skilur okkur að. Það er í raun og veru það sem er mikilvægast fyrir allt mannkyn, ef alltaf ef fókuserað á það sem aðskilur okkur, verða áfram styrjaldir, fordómar, hatur og ......
Hvað er það sem sameinar okkur gaman væri að hugsa svolítið um það og senda því hugsun!
AlheimsLjós til ykkar
Vakna á mánudegi, með þreytuna í höfðinu !
3.9.2007 | 14:09
Við komum heim frá Kassel seint í gærkvöldi eftir frábæra ferð á Documenta. Mér fannst sýningin í heild ekki góð, þó svo að mörg verkana væru góð.
Við Gunni vorum með góðum vinum okkar, og það er alltaf gott. Fórum gott út að borða töluðum um myndlist allan tímann og það var líka gaman !
Nú er ca mánuður þar til við fjölskyldan Gunni Sól og ég fórum í ferð til NY , það verður gaman líka.
Ég fór þreytt og kannski smá tens í vinnuna í morgun og þurfti að hugsa hvert orð sem ég sagði við samkennara mína, vissi að ég væri mikið í persónuleikanum, og þó svo mér finnist hlutir sem sagðir voru ekki meika sens, þá var það sennilega ekki rétt upplifun heldur eitthvað sem ég út frá þreyttum tilfinningum fannst !
En allt fór vel, enda sat ég mest og vann við tölvuna!
Þegar ég kom heim fór ég beint og fékk mér gott expresso kaffi með heitri undanrennu, nammi nammi, ég sem var hætt að drekka kaffi er byrjuð aftur eftir að þessi frábæra kaffimaskína kom í húsið !
Vinur minn Guðni Már Henningsson er komin á bloggið, endilega að kíkja á hann !
Annars er ég bara þreytt og bíð eftir Gunna til að fara út að versla.
Eins og ég hef svo oft fjallað um á blogginu og í lífinu mínu er að við erum eitt, við erum öll hluti hvert af öðru. Það eru auðvitað alltaf einhverjir sem fara mjög öfgafullar leiðir í hvaða þjóðfélagi sem er. Hjá okkur eru tildæmis ný nasistar sem eru kannski öfgahópur á móti heittrúuðum öfgafullum múslimum !
Við erum Eitt, með Einn andardrátt, eina Jörð Eina MóðurJörð.
Ég fékk þessar myndir sendar frá einum sem er mér mjög kær , þerapistanum mínum í Kaliforníu.
Deili þessu með ykkur og njótið vel myndum frá daglega lífinu í Iran !
AlheimsLjós
Steina
Menning og listir | Breytt 4.9.2007 kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimar Mætast
23.8.2007 | 19:00
Samsýning Guðsteinn Haukur Barkarson og Steinunn Helga Sigurðardóttir ! Endilega skoðið hinn hlutann af sýningunni sem er á rými Guðsteins hér
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Við heyrum ekki alltaf í núinu, við heyrum oftast frá fortíðinni
10.8.2007 | 15:24
Komum heim eftir 9 daga ferð til Svíþjóðar. Þetta var ferð með miklu, upplifun, tilfinningum upp og niður.
Sem sagt lærdómsrík. Við keyrðum fyrst í Pippiland, þar að segja í garð í Smálöndum þar sem er hægt að upplifa öll ævintýrin hjá Astrid Lindgren í leikritum, leikjum húsum og bæjum. Við fórum þangað fyrir 3 árum og það var þvílík upplifun hjá Sól dóttur okkar og Lilju barnabarni okkar sem var þá 2 ára.Þarna var aftur gaman að vera, nema ég er orðin of gömul fyrir að nenna svona tjaldveseni !!! Við skoðuðum líka nýtt safn sem hefur verið gert um Astrid Lindgren. Við hérna á bær höfum verið mjög hrifinn af bókunum hennar og lesið upphátt fyrir Sól. Bræðurnir Ljónhjarta er mitt uppáhald. Græt með ekkahljóðum þegar ég les þessa dásamlegu bók. Þessi kona hefur verið stórmerkileg og langt á undan sinni samtíð og er ég þá að skoða sýn hennar á dýr og dýravelferð.
Hún barðist mikið fyrir þessa bræður okkar og systur .
Hún fékk m.a. í afmælisgjöf frá Sænska ríkinu þegar hún varð 9o ára,ný lög sem segja að öll dýr eiga að hafa aðgang að ökrum og útiveru. Þetta finnst mér frábær afmælisgjöf !! Þetta þýðir að það eru engin búrdýr í Svíþjóð !
Við vorum sem sagt þarna í 4 daga, mjög gaman fyrir okkur öll.
Við fórum svo að hitta hugleiðslugrúppuna og fjölskyldur þeirra. Við vorum með þeim í 5 daga í húsinu í skóginum við vatnið. Frábær staður, frábær náttúra.
Húsið var risa stórt pláss fyrir ca 30 manns. Við hugleiddum á morgnana frá 8 til 9. Á meðan fóru Gunni og Sól að synda í vatninu. Við vorum svo allan daginn að svamla, syngja, spila, tala, leika, horfa í bálið, borða góðan mat, mála, teikna, syngja karókí (ég söng karókí) Þetta var dásamlegt Við komumst langt inn í hvert annað, sáum barnið hvert í öðru, sársaukann hvert í öðru, gleðina hvert í öðru. Þetta var gott fyrir grúppuna.
Ég varð meðvitum um hversu mikilvægt það er að vinna með sjálfan sig og þá fortíð sem maður hefur, hvernig fortíðin getur haft áhrif á þá sýn sem við upplifum í okkar daglega lífi. Hvernig fortíðin getur fengið okkur til að heyra hluti á ólíkum plönum. Við heyrum ekki það sem er sagt, en við heyrum frá fortíðinni, sem getur haft alvarlegar afleiðingar.
Við upplifðum svo mikið þegar við erum börn frá bæði foreldrum okkar og þeim sem eru í kringum okkur. Við höfðum í raun engar varnir gagnvart þeirri orku og þeim orðum sem voru í kringum okkur.
Aðgát skal höfði í nærveru sálar, sérstaklega vil ég meina þeim sem hafa engan möguleika á að sortera frá það sem ekki er gott fyrir sig. Það var í raun stórmerkilegt, en mjög erfitt að upplifa þessa hluti svo tens sem ég upplifði. Það er líka gjöf, því þá verð ég meðvituð um hversu mikilvægt það er fyrir mig að vinna áfram með Gordon (sem ég er í þerapí hjá). Lífið er einn langur lærdómur.
Við komum heim í gærkvöldi. Ég vaknaði svo í morgun og fór í vinnuna. Þegar ég kom heim var nýja kisa komin, Ingeborg.
Ingeborg átti að fara yfir í kattasálina. Við vorum beðin að taka hana því eigendur hennar pössuðu ekki vel upp á hana. Getur maður sagt nei, þó svo maður sé með 3 aðra ketti, tvo hunda og tvo páfagauka.
Nei við gátum það ekki , þannig að Ingeborg er hérna liggur á vinnustofunni minni hjá mér , ofan á öllu dótinu frá ferðalaginu og sefur. Hún er 4 ára og voða sæt.
Núna er föstudagur, ég ætla að hvíla mig mikið um helgina, erum samt að spá í að mála eldhúsið !
Ljós og friður til ykkar allra.
Gamall maður, Einhyrningur, henda og minningar !!
22.7.2007 | 12:48
Í dag er fallegur rigningardagur, þörf er á, allt orðið skráþurrt í garðinum. Sólin litla ástin okkar er komin og farinn. Kom frá Íslandi í gær, og fór til vinkonu sinnar í sumarhús i við ströndina. Þar verður hún næstu fjóra daga þessi elska með bestu vinkonunum.
Hugsanir mínar hafa verið um minninguna þessa síðustu daga. Minningin , ansi spennandi fyrirbrygði.
Ég var að gera fínt á vinnustofunni minni, henda, henda, henda, Svo kom að verki sem ég gerði fyrir 5 árum, sem fyllir heilann bóndabæ, ég hugsaði og hugsaði. Tímdi ekki alveg, fékk sting í magann, á ég , á ég ekki. Þetta verk er dokumenterað í katalog, flottur fínn bæklingur. Einnig í flottri bók sem kom út í Danmörku í fyrra. Manuel for dansk Samtidskunst !!! Voða flott dokumentation ! En svo koma spurningar, kem ég til með að sýna þetta aftur, hæpið !! Hvers vegna að geyma og geyma, Þetta er minning, sem ég held fast í ef ske kynni að ég myndi sýna þetta aftur, Verkið hefur verið sýnt á Charlottenborg, Sophienholm, Hornafirði, Kongsbakka, (Svíþjóð) Hafnarborg. Er það ekki nóg. Jú það er fínt, en hræðslan við að henda einhverju dýrmætu lúrir þarna
Ég geymi og geymi. Útihúsin eru full af einhverju sem ég get aldrei notað aftur, Vinnustofan mín er full af einhverju sem ég et aldrei notað aftur.Hlutir eru í raun eins og hugsanir. Til að hafa pláss fyrir nýjar hugsanir, þurfa gamlar að fara út. Til að hafa pláss fyrir nýju verkin mín þurfa þau gömlu að fara út. Mjög lógiskt !
Ég sem sagt henti verkinu !!!
Var með í maganum allan daginn eftir. En fann svo rónna smám saman læðast að mér. Það þarf að losa sig við til að byrja upp á nýtt.
Við geymum, gömul bréf, við geymum gamla hluti sem hafa enga fúnksjón ! Til hvers ? Til að halda fast í hugsanaform, sem er gamalt. Ef allt lífinu væri flæði, hlutir, peningar, hugsanir, kærleikur, væru þá þau vandamál sem eru í heiminum í dag ? Ef við sjáum þetta fyrir okkur eins og mynd, allt streymir frá einu til annars, engar stíflur. Allir hafa bara það sem þeir þurfa í heiminum, og ekkert meira ! Ég held að þá væri nóg fyrir alla af öllu !
Ég er svo gjörn á að safna að mér allavega hlutum, sem ég nota pláss og orku í að hugsa um og passa.
Þessu má og þarf ég að breyta.
Henda út, skapa nýtt.
Þegar ég var svo að henda og henda, fann ég handskrifað ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ég hafði skrifað upp eftir bók fyrir 16 árum. Þegar ég las þetta yfir sá ég eins og bíómynd þegar ég heyrði þetta dásamlega ljóð fyrst.
Ég sat í eldhúsinu með henni Dísu vinkonu minni. Við vorum að borða kleinur og drekka kaffi. Hún bjó þá rétt hjá Myndlista og handíðaskólanum og ég fór oft í kaffi til hennar. En einu sinni þegar við sátum hver á móti annarri í eldhúsinu hennar þá las hún þetta ljóð upphátt fyrir mig með sinni fallegu rödd, það snerti mig djúpt. Málaði einhyrning á eftir. Minningin er falleg og það er ekkert að því að hafa þessa fallegu minningu í huganum, bara ef hún er ekki þarna aftur og aftur.
En stundum erum við bara minningarnar. Minningar sem eru eins og hugsanaform, sem stöðugt sveima í kringum okkur og minna okkur á sig. Halló mundu mig, mundu mig ,mundu mig, og við liggjum og látum okkur dagdreyma um löngu horfnar stundir. Við höldum í raun orkunni, (minningarforminu) föstu. Þá gerist að ég held svolítið skrítið, við hleypum ekki nýrri orku (hugsanaformi) inn. Við stoppum lífsflæði. Við sjáum þetta oft þegar það er slæmt í eldra fólki sem bara lifir í fortíðinni. Það kemur engin ný orka inn, ekkert nýtt flæði. Það eru sagðar sömu setningarnar aftur og aftur og vitnað í gamla daga aftur og aftur. En við yngri gerum þetta líka, stundum í öðrum formum stundum í þessum formum. Sumir kaupa verðbréf fyrir mikla peninga. Sumir safna ofboðslega miklum peningum í bankabækur. Þetta er líka að stoppa flæði. Peningar eru líka orka sem þarf að flæða frá manni til manns, til manns .
Við söfnum hlutum í kringum okkur, sumt þurfum við aldrei að nota, en við stöflum því upp og geymum. Við söfnum minningum í albúm, og notum tíma að skoða og skoða og rifja upp og rifja upp. Í staðin fyrir að vakna upp á hverjum degi, með enga fortíð. Þá er ég ekki að meina bókstaflega. Auðvitað höfum við safnað lífsreynslu í gegnum árin og lífin, en við hugsum of mikið til baka, í staðin fyrir að vera alltaf í flæði, orka fram á við. Ekki orka smá fram og tvö eða fimm til baka.
Lífið er að mínu mati orka sem flæðir áfram. Allt það sem við höldum að sé svo mikilvægt, er í raun alveg tilgangslaust. Það sem er mikilvægast í þessu lífi er að vera góð manneskja.
Og hvað þurfum við til þess ?
Að lifa áfram, ekki afturábak. Að gera okkur grein fyrir að lífið er í raun bara augnablik, of stutt til að reyna að eignast allt,
RIGHT HUMAN RELATIONS er að mínu mati það sem er mikilvægast !
Læt þetta duga að sinni, en hérna pikkaði ég þetta fallega ljóð inn og ég hvet ykkur til að lesa það og njóta
Alheimskærleikur til ykkar allra
Skáld á tali við Einhyrning!
Apríl morgun.
Gamalt skáld signir sig til dagsins úti fyrir húsdyrum sínum. Þá kemur Einhyrningurinn um víðan veg innan úr sólarbirtunni líkt og ævilega þegar svo stendur á, og krýpur niður, samt blíðlegar en nokkurtíma hafði verið.
Gamli maðurinn undrast þetta. Hann drjúpir höfði litla stund á báðum áttum, herðir síðan upp hugann, af því Einhyrningurinn krýpur svo blíðlega frammi fyrir honum, Starir í augu dýrsins og mælir hiklaust en rólega, eins og hann hefði kannað lengi hvert orð:
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.
Í skjóli föðurgarðsins
Og í skelfingu bersvæðanna
Átti ég þig að, leiðtogi minn
Nálæg hver tilsögn þín, alskír.
Og í áfangastað kvaðst þú bíða.
Þú varst mér ilmur
af eplum og greni.
Þú sem ert fiskur ristur á vegg
rökkvaða jarðfylgsna hinna ofsóttu
Þú sem ert Einhyrningur
og enga myrkviður skelfist.
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns
En þig missti ég
Og þín er ég að leita sífellt...
Einhyrningurinn hlustar kyrr, en svarar ekki neinu.
Gamli maðurinn heldur áfram:
Dag einn
Dreymdi mig þig
Einhyrningurinn
Aleinn sit ég við fótskör þína
Hugur minn er kvíðafullur
Hornið fram úr enni þér gnístir !
Hjartaslag eftir hjartaslag
hnikar því nær
og rakleitt
að rótum dýpstu bænar minnar.
Ég hugsa: lifi ég, lifi ég
Svo lengi að það standi
Gegnum mig
Og í gaflinn dökka mér að baki ?
Endurleysi mig ?
Engu svaraðir þú, en mæltir:
Eitthvert sinn þegar ókomnar stundir líða
ber ég eld að sjálfum mér.
Í augsýn
alls heimsins mun ég loga !
Ég er íþyngdur spádómsritum
íþyngdur testamentum
játningum og jarteiknum.
Eitthvert sinn
Þegar ókomnar stundir líða
þyrla ég sögunni frá enni mér
þvílíkt sem skýjum
og brenni sjálfan mig
til svartrar ösku
Fylli svo aftur hvern hlut
fylli nálægðirnar
fylli víðátturnar
vængjaður sögulausum geislum !
Og hjarta mitt kyrrist
Það kveið engu framar.
Hjarta mitt átti sér gleðisöng
Engin takmörk !
Þetta voru orð skáldsins.
Einhyrningurinn rís nú upp, mjallahvítur. Hann bregst ekki á neinn hátt við draumnum, en mælir stillt um leið og hann hverfur aftur langt inn í sólarbirtuna:
Ávallt fylgi ég þér
Og öllum hinum dýrunum
Horn mitt er geisli
Það heggur í tvennt vegleysuna !
Ég renn á undan ykkur
Um rautt myrkur skóganna.....
Sama hvort er banggrátt
blik tungls um granir ykkar
ellegar þið berið
í alsælu leiðslu
á herðakambinum
háa stjörnu......
Ég renn á undan ykkur
Sjá ég er vatnið
Sem var og er, þótt það brenni !
Maðurinn lagði sér á minni svör einhyrningsins, þó tók hann ekki orð sín aftur, heldur mælti að nýju:
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.
En þig missti ég.
Og þín er ég að leita , sífellt......
Menning og listir | Breytt 26.7.2007 kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Jannis Kounellis prófessorinn minn frá Dusseldorf
19.7.2007 | 10:15
Jannis Kounellis var prófessorinn minn þegar ég var í Listaakademiunni í Dusseldorf !
Fyrir mig er hann stórkostlegur listamaður og maður.
Hann fékk mig til að trúa að ég GÆTI !
Hann var með til að styrkja mig í að það er jákvætt að vera sá sem maður er í verkunum sínum, en ekki að kópía aðra.
Hann fékk mig til að sjá trúna í því sem ég geri.
Hann var eitt að því besta sem ég hef upplifað í þróun minni sem manneskja því hjá honum fékk ég trúna á sjálfa mig!
Þegar ég hugsa um hann og það sem hann gaf mér sé ég hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur.
Þegar ég hugsa um marga af öðrum kennurum sem ég hef haft í gegnum lífið sem hafa rifið mig niður en haldið að þeir væru að byggja mig upp hugsa ég líka um hversu mikilvægt það er að við séum meðvituð um það sem við segjum og gerum við aðrar manneskjur. Orð hafa áhrif, uppbygging eða niðurrif.
Ég upplifði hjá honum að vera séð sem myndlistamaður og tekin alvarlega í því sem ég var að gera.
Ég upplifið skilning á mínum hugarheimi, sem var dýpri en ég hafði sjálf,
Ég hafði áður haft marga kennara, en enginn hafði það sama og hann.
Hann sá langt inn í sálina mína og með einhverjum töfrum fékk hann allt það sem ég hafði fram , þangað, sem ég gat notað það og trúað að það væri rétt.
Honum er ég eilíflega þakklát fyrir þau 3 ár sem ég var nemandi hans.
Hérna er tvö video um verkin hans
Alheimskærleikur til ykkar og hans !
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Hver man ekki eftir honum !!!
17.7.2007 | 21:54