Færsluflokkur: Menning og listir

Um skapandi hugsun í pólitík og almennri hugsun

Fyrir tæpu ári síðan var ég beðin um að skrifa grein um ástandið á Íslandi í internationalt/alþjóðlegt  netfréttablað. Ég hef aldrei birt það hérna á blogginu, en hef þó haft það á facebook. Í morgun fékk ég þá hugmynd að setja það líka inn hérna. Bloggið er líka gott, því má ekki gleyma. 

Ljós og Kærleikur til alls

Steinunn Helga Sigurdardóttir

Denmark/Iceland

In Iceland, my home country, the crisis has been and is extremely violent. The population has experienced a natural catastrophe, which has a huge influence on the farmers in the southern part of the country, and not least on their domestic animals.

As we recall, Eyjafjallajökul has been active for a longer period, and ash, lava and soil have destroyed the fields and the environs on the entire southern part of the country. Nobody yet knows the extent of the damage this has caused for the agriculture in this area.

The other crisis is the wrecked Icelandic economy, which happened with a bang about 2 years ago. The impact on the country’s economy of the fraud and greediness of a few people was so catastrophic that it will take generations to rebuild the economy of the country again.

It has been interesting for me to follow this process as a person from outside, who nevertheless feels so involved in the country. It was as if the population woke up from a longer dream in fairy-tale-land, where everything was possible just moments before, but now no longer.

The population woke up in the middle of a nightmare, and the nightmare continues. For months, hundreds of people gathered outside the Parliament building every Saturday; equipped with pots, pans and wooden spoons and with beating hearts and fear of loss, they tapped a sound together in the hope that the politicians would wake up and do their part in saving what could be saved.

What differed from what I have seen before, elsewhere, was that most of them were artists, people who had lived a bit away from the rest. They were their own masters and you can definitely say that politics did not play a big role in their lives.

My own background is the artistic milieu in Iceland, and therefore I know the space well in which you are totally distanced from politics, but where any expression related to life, death, politics, aesthetics and the human condition happens in artistic ways.   

But now it seemed the time had come, the time for something new, the time to be a part of the community and pass on new ideas, which could be used to build something different from before.

After a while, in the cold of winter, with mittens, winter coats and  icy faces outside the parliament building, armed with pots and pans and the will to change for the whole and for oneself, they succeeded in getting the old government out, the government which was part of catastrophe descending on the whole country. And they succeeded in getting a new government, which could put the pieces together and attempt to reconstruct what was left, in the ruins.

It became a great victory for the green parties in Iceland.

But the story did not end with ‘everybody living happily forever after’. The problem was/is big and reconstruction will take a long- long time.  

On the 29th of May 2010 municipal elections were held in Iceland and this did not happen quietly.

 In Reykjavik a new party saw the light of day, The Best Party.    

Following a period where the citizens of Reykjavik had been exceedingly dissatisfied with the old system, because of the wrecked economy and corruption among other things, The Best Party won with a majority of 34.7 % of the votes in the local elections and thus became the biggest party in Reykjavik.  Jon Gnarr Kristinsson, the new mayor in town, has on his CV: stand-up comedian, actor and radio-host – and now mayor!

The Best Party differs a lot from what we have seen before. Most of the other members are artists and therefore in contact with new ideas, which is very obvious in the goals of the party.

It started as a JOKE,

with an idea,

with love for one’s town,

with love for one’s country.

That joke became serious when the citizens, very unexpectedly, turned their hopeful faces towards The Best Party. It was a desperate action to take such a radical decision, to give your vote to something so fundamentally different, but it was also a decision that the old had to go to make space for the new.

It was not because the party promised the earth, it was because it touched something in the population, which it was ready to receive, in desperation.

The mission of The Best Party is among other things to eliminate fear and anger from society and to create a platform which facilitates a different kind of dialogue!

They have decided always to be helpful and accommodating and always to strive to find positive solutions in all cases.

They work very consciously from the creative thought and from positive energy, to be optimistic rather than pessimistic.

They strive to see possibilities rather than limitations!

The Best Party takes responsibility for the whole and includes nature.

I would like to give an example of this. In the Danish newspaper Politiken Jon Gnarr says: ‘We have exceptional possibilities to create something truly unique, because we are placed close to the edge of the wilderness, which is not easy to find in Europe. And which, due to rapid climate changes, becomes more and more exposed at this time. Because of the changes, icebergs from Greenland come to Iceland more often, and with them also polar bears. Last year three polar bears arrived in this way, and as the law dictates, they were shot and killed with a riffle. I think that is sad. Next time a polar bear arrives in Iceland, we are going to receive it in a very friendly way. We will attempt to find the resources and the technology to catch it alive and to have some kind of facility in the zoo, where it can live.’

He comes up with more fine ideas about constructing an area in the landscape, where polar bears can live in peace and quiet, and Iceland is big enough for that!

From what goes on in Iceland I can see the creative energy all over, it assists in lifting the consciousness of the population from the level of greed to the level of ideas and in that way to create new possibilities to live in a different way.

Suddenly when everything collapses it becomes possible to think in new ways. That is what it takes.

With its 300.000 inhabitants living on the island, Iceland is a small country. Iceland is known for its fantastic nature and for its artists.

It is not only Jón Gnarr, the new mayor of Reykjavik, who has been visible in national and international politics. It is also Björk who is world famous for her music.

Björk is now on a mission to save the natural resources in her country, Iceland, from investors, who she suspects, will exploit the financial crisis in Reykjavik.

For a longer time I have been following the development going on in Iceland, and I am convinced that if it goes the right way and the population uses the resources at its disposal, something quite unique will emerge from which other countries can learn a lot.

It is extraordinary that in such a small country as Iceland, where we live consciously next to our neighbours, elves, trolls and lives from the inner dimensions, and where more than half of the population is innovative and creative, that exactly there the biggest catastrophe happens, that the whole country collapses and that the possibility to create something new materialises.

It will be exciting to follow what happens in the near future. It is obvious that all Icelanders are forced to wake up and to act, and it is interesting that the artists are doing it first. They take responsibility for the country because of their love for it and because of the creative energy they live in.

The creative energy has always been present everywhere in Iceland, and the link between nature, the nature elements and the human being has always been strong. For centuries we have cooperated with devas and elves, but now the time has come to think on a larger scale to influence the whole world, because what happens in Iceland has the attention of the whole world.

It is my hope that the hard time my people are experiencing will contribute to creating something which will be of use to everybody, in small and in bigger ways anywhere in the world.

Each time a human being strives towards the beautiful or the good, in the form of a painting, a sculpture, a song, a silence, politics, a thought, new ideas - or a wish - for oneself, one’s family, for one’s town, for one’s country, for Mother Earth or for the Universe, this human being becomes equal to the Angels of God’s Hand.  


þegar lífið er

1332.jpgÉg sakna þess að hafa ekki tíma til að blogga, eða gera fleiri video . Ég hef því miður barasta ekki tíma þessa dagana eða réttara sagt síðasta ár.

Undanfarinn vetur hefur verið ótrúlega annasamur með báða skólanna. Ég hef haft einn dag frí á viku sem hefur líka verið upptekinn, því allt sem ég náði ekki aðra daga setti ég  á þann dag.

Eins og gerist þegar mikið er að gera þá bitnar það á vinum og vandamönnum. Ég hef hreinlega ekki verið í sambandi við aðra en þá sem ég vinn með, eða er í hugleiðslu grúppum með.  Ég sakna samskipta við bloggheim, ég sakna samskipta við vini mína og vandamenn.  Ég vona þó að það verði betra næsta vetur. Ég er hætt að kenna í öðrum skólanum, eða barnagrúppunum. Ég verð í listaskólanum og mér var boðið að kenna unglingum í Lejre myndlist einu sinni í viku, ég sagði já við því. Ég kem einnig til með að vera með námskeið fyrir ófrískar konur í hugleiðslu og myndlist. Svo er að sjá hvort álagið verði minna.

Það er bráðum skólalok hjá listaskólanum SJÁ allir á fullu að vinna lokaverkefnið, vorsýningu skólans Það er mikið að gera og mikið gaman.img_0532.jpgimg_0547.jpg

Við erum með fókus á proces, eða þróun verksins, en ekki útkomuna, mjög gaman.

Þann 20 maí, varð ég 50 ára, átti ljúfan dag með mínum nánustu.

Ég var vakin snemma með afmælissöng, marensköku og góðu kaffi og ekki má gleyma gjöfunum. Svo kom fólk svona  eitt af öðru, þeir sem mundu eftir því að ég átti afmæli. Ég hafði ekki boðið í neina veislu þann dag. Ég held upp á afmælið 21 ágúst með vinum og vandamönnum í garðinum mínum.

Daginn eftir afmælið mitt  fór ég til  Ítalíu. Ég var þar í viku uppi í fjöllunum með kærum vinum, frá hinum ýmsu stöðum í heiminum. Við hittumst einu sinni á ári og hugleiðum saman. Núna hugleiddum við fyrir Kærleikanum, til sjálfsins, nágrannans, mannkyns. _mg_3033_999761.jpg

Þetta var algjörlega yndislegt og gaf innri ró og frið að nota svona mikinn_mg_3036.jpg tíma til að íhuga og fókusera á það sem er svo mikilvægt.

Tengdafaðir minn lést á meðan ég var þarna.  Það var ekki auðvelt að vera ekki með sínum nánustu á þeirri stundu. En þar sem ég veit og er meðvituð um að við lifum í mörgum víddum, var ég með þeim öllum og honum, þó að ég í líkamlegu ástandi væri ekki með þeim eða honum._mg_3048.jpg

Lífið heldur áfram, með minningar sem eru með til að skapa framtíðina og gera  hana að því sem hún verður. Í dag var hugmyndin að matarklúbburinn kæmi til okkar að borða, en vegna forfalla var því frestað. Ég var bara smá feginn því. Í staðin vorum við í garðinum og plöntuðum blómum og fl.  

Eftir smá tíma, fer ég í sumarfrí, daginn eftir förum við á Þýska eyju  “Hiddenzee” . Við dveljum þar með vinkonum okkar og börnum. Ég hlakka mikið til. Ég ætla að taka með mér krimmabækur og konublöð og lesa og lesa, án þess að hugsa.

img_0542.jpgÁðan þegar við vorum að elda fór Sól að tala við pabba sinn um heimsmeistarakeppnina í fótbolta !!! Hún sagði okkur að í kvöld keppa Englendingar og Ameríkanar, huuuhummmm, pabbi ssgði Sól: eigum við að horfa á þetta saman. Skil ekkert í því að litla skottan mín hafi sagt þetta, eða hafi áhuga á þessu. Ég tek mig þó saman og horfi með og reyni að fylgjast með eins og ég get. Ég hef bara engan áhuga á fótbolta, en ég ætla að þykjast.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


Þegar lífið fer í hring og minningar verða öðruvísi með tímanum

img_5253.jpgVið vorum nánar ég og Sólveig gamla.. Kannski ekki nánar eins og maður oft hugsar það,en við vorum nánar í hugum okkar.

Sólveig var 94 ára eða 80 og eitthvað, ég man það ekki alveg, ég var 11 ára.

Sólveig gamla átti heima í litlu húsi undir fjalli í þorpinu sem ég ólst upp í. Sólveig átti margar kisur, kannski hundrað, kannski þúsund, ég taldi þær aldrei.

Sólveig var alltaf í svörtum kjól með svuntu sem einu sinni hafði sennilega verið hvít, en var nú ljósgrá. Hún virkaði hrein en þegar maður andaði að sér lyktinni hennar var lyktin rykug og gömul, án nokkurs  sápuilms.

Það sem var gaman að gera með Sólveigu var að ganga um fjallið og leita að kisunum hennar. Það var ævintýri líkast. Fjallið var stórt og hvönnin óx þar um allt, á stærð við mig, og börn á mínum aldri.

Sólveig talaði ekki við mig þegar við vorum að kalla á kisurnar hennar. Kannski talaði hún aldrei við mig yfir höfuð, ég man það ekki, enda er það ekki mikilvægt. Við vorum saman í þessari athöfn sem var eins og hluti af einhverju öðru og dýpra en það virtist í fyrstu sýn

Sólveig kallaði einn tón eftir annan sem bergmálaði í fjallinu og endaði með að bergmálið ómaði hver annan upp svo það var eins og það væri kallað frá öllum áttum. KKKKkkkkkiiiiiiiiiissssssssssKissssssskiiiiiiisssssssss...........

Sólveig gekk við gamlan tréstaf, og gekk einhvernvegin eins og í eigin heimi á meðan hún framkallaði þessi kisuköll. Bæði vetur sumar vor og haust man ég hana á þessari göngu í þessum fötum með sjal yfir herðarnar og silfurlit kringlótt gleraugun. Ég man ekki hvernig sjalið var mjög skýrt, en mig minnir að það hafi verið í svipuðum lit og hárið hennar og þess vegna hef ég ekki tekið sérstaklega eftir því.  _mg_9810_772655.jpg

Ég fylgdi bara með henni og fannst þetta ævintýri sem var algjörlega tíðlaust fyrir mér. Við mættum sjaldan fólki á þessum göngum, en ef við gerðum það héldum við ferðinni áfram án þess að heilsa viðkomandi. Það var eins og það myndi brjóta upp formið sem hafði verið byggt upp í mörg mörg ár af henni og svolítið af mér.

Ég var með Sólveigu í þessum göngum af og til í mörg ár. Ég man aldrei eftir að kisurnar kæmu til okkar, eða fylgdu okkur heim.

Húsið hennar var lítil viðbygging við annað stærra hús sem afi minn og amma bjuggu í. Húsið hennar Sólveigar var alltaf fullt af kisum, það voru kisur allsstaðar. Það var erfitt að sjá að þarna byggi manneskja, því allt var á einhvern hátt innréttað sem kisuhreiður. Það voru tveir gluggar í herberginu sem hún svaf í. Alltaf þegar ég kom inn til Sólveigar gömlu var allt krökkt af kisum í hverjum krók og kima. Gluggarnir voru smáir, svo það var ótrúlegt að það væri pláss fyrir allar þessar kisur þarna í gluggakistunni.

Herbergið var lítið. Það var pláss fyrir lítið rúm, sem var fullt af teppum í allavega litum bæði hekluð, prjónuð og ofinn og skinn voru þarna líka undir teppunum, sá maður ef vel var að gáð.

Rúmið hennar var fullt af kisum sem kúrðu hver upp að annarri. Meðfram veggjunum voru teppatætlur og skinn tætlur sem lágu eins og þeim hefði verið hent tilviljunarkennt hingað og þangað. Þar kúrðu kettlingar, í öllum stærðum og gerðum. Það var ekki hægt að sjá að einhverjir af þeim væru nánari en aðrir, því allir lágu í einni hrúgu þar sem var mjúkt og notalegt.

Eitt borð var þarna inni, það borð var sett upp við rúmið, sem einskonar náttborð. Á borðinu var gamall hárbursti. Þessi bursti fannst mér fallegur.Hann var silfurlitaður með munstri á skaftinu og á bakinu. Munstrið var af blómum og páfugli. Burstinn var mjög framandi þarna í þessu herbergi. Það eina sem sannfærði mig um að burstinn væri raunverulegur og í eigu Sólveigar voru hárin á burstanum. Löng ljósgrá næstum hvít hárin sem höfðu fests í þegar hún greiddi langa þunna hárið sitt í  eina fléttu á morgnana. Fléttan varð með hverju árinu lengir og lengri og þynnri og þynnri. Við hliðina á burstanum var vatnsglas með gömlu vatni í með matarkrumlum sem flutu ofan á vatninu.

Ef ég kom of snemma á morgnana, sem ég stundum gerði, uppgötvaði ég að glasið var geymslustaður tannanna hennar á meðan hún svaf. Einnig var þarna á borðinu gömul og slitin sálmabók. Þetta voru í raun einu persónulegu hlutirnir inni í húsinu hennar.

Í húsinu var lítill eldhúskrókur, með einum skáp sem var áfastur veggnum. Það var vaskur á skápnum og  einn efriskápur. Ég sá hana lítið nota þetta borð og vaskinn, nema einu sinni þegar hún lagaði mat fyrir kettlingana sína.

Sólveig hafði veitt mús í gildru og músina skar hún í smá bita fyrir kettlingana, til að auðveldara væri fyrir þessi grey að borða kjötið.

Ég sá Sólveigu aldrei elda mat fyrir sjálfa sig, enda fékk hún mat á disk frá nágrönnum sínum, sem eins og áður sagði voru afi minn og amma.

Ég þekkti ekki sögu Sólveigar áður en hún flutti í bæinn, eða hvort hún alltaf bjó í bænum. Hún var bara konan með kisurnar sem var öðruvísi en aðrir og lifði lífi sínu með kisunum sínum án svo mikilla afskipta við aðra.

Einn daginn ákvað ég að venju að leggja leið mína til Sólveigar. Ég gerði eins og ég alltaf gerði, gek bara inn án þess að banka. Ég kallaði nafnið hennar á meðan ég fór úr úlpunni og stígvélum. Það kom ekkert svar og ég upplifið óvenjulega þögn í húsinu, þögn sem ég ekki hafði heyrt áður

Ég gekk frá anddyrinu í gegnum eldhúskrókinn og inn í herbergið. Þar var ekkert ! Engar kisur, engin Sólveig!  Allt lá eins og vanalega þegar ég kom snemma á morgnana, einnig tennurnar í glasinu voru þarna, en ekki Sólveig og engar kisur eða kettlingar.

Ég settist á rúmið hennar og skoðaði mig um. Allt var gamalt og slitið, vel notað og  nýtt til hins ýtrasta. Ég stóð upp af rúminu og gekk fram í anddyrið. Ég klæddi mig í skóna og úlpuna og gekk inn í hrap eins og við kölluðum það svæði sem Sólveig gamla vanalega gekk um þegar hún kallaði á kisurnar sínar. Ég gekk um og kallaði nafnið hennar, ekkert svar. Ég heyrði hvergi óminn af kallinu hennar til kisanna sinna, ég heyrði óminn aldrei aftur á þessum stað á þessum tíma.

Það var eins og fjallið hefði gleypt hana og allar kisurnar hennar. Það liðu dagar og það liðu ár. Það sást aldrei til ferða hannar aftur og kisurnar hennar voru horfnar líka.

Húsið hennar var rifið niður, og amma og afi byggðu í staðin fína stofu við húsið sitt og lítið herbergi sem við notuðum til að hlusta á útvarpsöguna í útvarpinu.

Ég varð eldri og flutti  burtu frá þorpinu. Fyrst flutti ég til Reykjavíkur svo erlendis.

Ég flutti í þorp úti á landi hérna í þessum framandi stað Ég flutti í gamalt hús með stórum garði. Nokkrum dögum, ekki mörgum uppgötvaði ég svolítið þegar ég var að sýsla í bakgarðinum mínum. Ég sá að innarlega í bakgarðinum var lítið hús, í húsinu býr eldri kona með kisunum sínum. Kannski hundrað, eða kannski þúsund, ég, veit það ekki því ég hef aldrei talið þær.

Hún er svolítið yngri núna, en hún var þá, kannski 65 ára eða 70 ára, ég hef aldrei spurt hana. Hún varð ánægð að sjá mig aftur og vildi heyra allt um það sem hafði gerst hjá mér síðan síðast.  Hún er ennþá með langa fléttu í hárinu sínu og hárið er ennþá þunnt eins og áður. En núna er hárið ekki svo grátt. Kannski grá hár hér og þar en voða lítið. Hún er öðruvísi klædd núna en áður. Núna er hún í allavega fötum í hinum og þessum litum  og blandar öllu eins og barn sem vil leika sér með alla liti heimsins og hefur loksins tækifæri til þess núna

Hún er þó ennþá með gleraugu eins og áður en aðeins öðruvísi formuð. Hún virkar hrein en þegar maður andar að sér lyktinni hennar var lyktin rykug og gömul, án nokkurs sápu ilms Hún heitir núna Else Marie

Hún gengur um bæinn og kallar á kisurnar sínar með dóttur mína sér við hönd. Else Marie kallar einn tón eftir annan sem bergmálar í bænum. img_3596.jpg KKKKkkkkkiiiiiiiiiissssssssssKissssssskiiiiiiisssssssss

Else Marie á heima í litlu húsi í bakgarðinum okkar. Húsið hennar er meira innréttað fyrir kisurnar hennar en fyrir manneskju að búa í. Við förum reglulega með mat á disk yfir til hennar eins og afi og amma gerðu í gamla daga, þó ekki á hverjum degi eins og þau gerðu, en eins oft og við getum.

Else Marie elskar kisurnar sínar, meira en allt annað, hún vil allt fyrir kisurnar sínar gera sem henni ekki tókst áður, á öðrum stað á öðrum tíma. Hún passar þær fyrir öllu því sem gæti skaða þær. Hún passar þær svo vel að margar þeirra fá aldrei að fara út, sumar eru í bandi í garðinum hennar en þær sem eru lausar eru þær sem hún gengur um og kallar á með dóttur mína sér við hönd.

Hún hefur beðið mig um það, að þegar þar að kemur og hennar tími hér er liðin og tími til að fara annað. Að  ég passi kisurnar hennar fyrir hana og sjái fyrir því að ekki komi neinn þegar hún er farinn og setji kisurnar hennar í poka og hendi út í sjó eins og svo oft gerist þegar fólk veit ekki betur svoleiðis segir hún með sorg í augunum.

Hverjum dytti það í hug , segi ég með hryllingi. En hún segist hafa minningu frá öðrum stað á öðrum tíma þar sem lausn bæjarbúa var sú, þegar hennar tími var komin að taka hundrað kisur, kannski þúsund. Setja þær í stóran poka og henda þeim út í  brimið og láta öldurnar um að klára það verk sem þeir sjálfir áttu að gera en höfðu ekki kjarkinn til þess. Hafið gerir verkið á þeim tíma sem það nú getur tekið að klára svona erfitt og sorglegt verk með skelfinguna hljóma úr brúnum poka .

Ég skil ekki alveg minninguna , en hún kemur frá einhverjum stað frá einhverjum tíma og mér er fært að breyta þeirri minningu í annað og betra, núna þegar ég er fullorðin. Svo vil verða.

Þetta er minning, blandað með hinni innri minningu sem vil minnast öðruvísi 

 

 

 

 

 

 


Minnig sem breitist við umfjöllun

_mg_7389_960920.jpgÉg átti í mesta basli við að binda garnið saman, til að allt leystist ekki upp það sem ég hafði setið og prjónað allan fyrripartinn.

Ég ákvað að taka smá pásu frá handavinnunni og settist í sófann inni í stofu. Sófinn var karrýgulur með brúnum röndum. Hann var mjúkur og það var þægilegt að sitja í honum. Ég lét mig hlunkast niður í sófann, setti fæturna upp á hringlaga borðið og hallaði mér makindalega niður í mjúkt sófabakið. Ég var í rauðum sokkum sem blöstu við mér þegar ég setti fæturna svona upp í loftið.

Fyrir framan mig var stór gluggi sem sneri að hafinu. Ég gat, ef ég lagði við hlustir heyrt óm af öldunum í fjarlægð.

Ég elskaði hafið, ég elskaði hljóðið frá hafinu, ég fann að ómur hafsins sló í takt við hjartað mitt. Ég einbeitti mér að andadrættinum mínum og lét hann anda í takt við andardrátt hafsins, sem gerði mig eitt með hafinu.

Þetta var góð tiflininning, það var eins og ég félli saman með þessum djúpa takti ég fann að meðvitund mín beittist í hálfgerðan svefn, að mér fannst. Ég fann þunga i höfðinu, ekkert vont eða óþægilegt en öðruvísi.

Það leið einhver tími, ég veit ekki hve langur en einhver tími þó. Ég heyrði eins og rödd í höfðinu á mér. Ég vissi ekki hvort það var mín eigin, eða einhvers annars.
Ég ákvað að einbeita mér að röddinni og reyna að skilja hvað hún eða ég sagði. Ég einbeitti mér í dálitla stund, eða þar til ég heyrði sagt: Farðu að hafinu, ég þarfnast hjálpar.

Ég hugsaði með mér, hvað þetta gæti verið, hvort þetta væri ég , eða einhver annar. Ég ákvað að prufa aftur að einbeita mér að röddinni og ákvað með sjálfri mér að ef ég heyrði það sama og áður myndir ég rölta niður að sjó og sjá hvers kyns væri.
Ég einbeitti mér aftur einhvernvegin inn í höfðið á mér. Reyndi að halda öllum hugsunum úti.
Þarna kom hún aftur “röddin” og ennþá ákveðnari en áður.

Ég þarf hjálp !

Ég stóð upp af hæglegum sófanum og kallaði á Tító hundinn minn. Hann elskaði að fara með niður á strönd og ég gæti alveg eins tekið hann með, það gæfi mér líka öryggi að hafa hann.

Ég klæddi mig vel, í úlpu, vettlinga, húfu og ullarsokka. Það var vindur úti og það var kalt og það var snjórigning.

Við gengum í áttina að sjónum. Það er ekkert sérlega löng leið tekur kannski 10 mínútur að ganga þangað rösklega.

Við gengum saman ég og Tító með vindinn og slydduna í andlitið. Ég sá glitta í hafið og það var úfið og kannski reitt ég vissi það ekki. Við komum að lokum inn á sandinn og ég renndi augunum með ströndinni. Það var ekkert að sjá svo langt sem augað sá.

Ég gekk lengra nær fjallinu og rýndi í átt að stóru steinunum sem liggja upp við fjallið. Þar gæti verið eitthvað. Ég fann allt í einu smá hræðslu í maganum því upp í huga minn koma atburður sem hafði gerst þar nokkrum árum áður.

Það hafði sést til ungrar konu þarna í klettunum sem engin þekkti til í bænum og hennar var leitað alla leið frá Reykjavík. Hún fannst aldrei. Talið var að hafið hefði tekið hana og ekki skilað henni aftur. Ég beindi þessum hugsunum í burtu og beindi athygli minni að Tító. Hann virtist sallarólegur og virtist bara ánægður með þennan óvænta göngutúr.

Nú vorum við næstum komin að klettunum þegar ég sá eitthvað lítið hreyfast þar sem alda og sandur mætast í faðmlögum. Ég gekk lengra að og sá að þetta var lítill kópur. Hann var einn og ósköp umkomulaus.Ég fann stað þar sem ég gat fest Tító því hann gæti fælt þetta litla líf sem lá þarna bjargarlaus.

Þegar ég var viss um að Tító væri örugglega fastur við stein gekk ég rólega að kópnum. Ég sá að hann var hræddur en þó var eins og hafið héldi utan um hann og öldurnar vögguðu honum fram og til baka til að róa hann og fullvissa hann um að hann væri ekki einn. Ég settist niður smá spöl frá honum, þar sem ég var viss um að öldurnar gætu ekki náð mér.

Ég gaf mér dágóðan tíma til að horfa á þetta litla líf og tala rólega til hans. Ég horfði í augun hans og sá tár í augunum hans. Ég fann til með honum, en vissi ekki alveg hvað ég átti að gera.

Ég ákvað svo að loka augunum og athuga hvort ég gæti talað við hann, eða heyrt röddina hans eins og þegar ég heyrði röddina áður. Ég lokaði augunum og einbeitti mér að höfðinu eins og ég hafði gert áður. Það leið svolítil stund og ég hlustaði á hljóð hafsins og fuglagarg í kringum mig. Ég heyrði í Lunda og Mági held líka að ég hafi heyrt öskur í fýl einhversstaðar.
Svo kemur röddin og segir: Takk fyrir að koma, viltu hjálpa barninu mínu út í dýpri ölduna svo hann geti synt út, þar skal ég taka á móti honum og hjálpa honum áleiðis þangað sem honum er ætlað.

Ég sat svolitla stund og reyndi að átta mig á hver það var sem talaði inni í höfðinu á mér. Eftir því sem ég komst næst í þeim skilningi var það hafið !

Ég ákvað að láta vera að hugsa of mikið um það, stóð upp og gekk rólega í áttina að litla kópnum. Hann varð skelfingu lostin og gaf frá sér hræðsluóp og baksaði með litlu höndunum sínum en maginn var of stór til að hann gæti fært sig afturábak eða áfram.

Ég stoppaði og velti fyrir mér hvað ég gæti gert til að nálgast hann án þess að hræða hann svona eins og ég gerði núna. Ég hugsaði dálitla stund um litla kópinn, þegar ég gerði það var eins og eitthvað gerðist sem var svo stórfenglegt og ég hafði aldrei upplifað fyrr. Ég fann eins og hugar okkar mættust. Ég horfði í augun hans og sagði í huganum, eins og röddin hafði talað til mín áður:

Vertu ekki hræddur, ég ætla að hjálpa þér út í hafið svo hafið geti hjálpað þér þangað sem þín leið er.

Ég fann ró færast yfir mig, ég fann ró færast yfir hann. Ég gekk að honum og ýtti honum í áttina að hafinu. Öldurnar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að hjálpa, en ég fann einnig að þær vildu ekki hrífa mig með. Við gerðum þetta í dágóða stund. Ég fann svo að selurinn flaut áfram á öldunni sem kom. Ég kallaði upp af gleði og öldurnar kölluðu upp að gleði og litli kópurinn kallaði líka af létti og ánægju yfir að vera laus frá sandinum og komin í faðm hafsins sem ég sá svo bera hann í fanginu sínu áfram lengra út.

Ég stóð dálitla stund og fann gleðina brjótast í mér yfir þessum góða endi. Endi sem ég var svo þakklát fyrir og var fyrir mér það eina rétta af svo mörgu sem hefði getað gerst. Ég veit ekki hversu lengi ég stóð þarna áður að ég mundir eftir Tító sem var bundinn við stein. Ég gekk til hans og sagði nafnið hans. Hann stóð þarna svo fínn og fallegur og rófan hans dansaði í takt við skrefin sem ég tók.

Ég settist niður á sandinn við fæturna á Tító og hann hlammaði sér strax á milli fóta mér og vildi láta kela við sig.

Ég lagði hendurnar mínar um hann og nefið mitt í feldinn hans. Við sátum svona upp að hvert öðru og hugsuðum um þennan atburð sem við höfðum verið með í að skapa. Ég fann gleði eins og einhverjum hnút hefi verið eitt og það væri hamingjurúm í maganum mínum. Ég lagðist á bakið í sandinn og dormaði smá stund.

Ég sá myndir koma og fara, minningar sem vildu láta muna sig, sem ég ekki vildi hleypa að. Ég sá minningu sem var á leið í burtu frá mér en vildi munast. Ég reyndi að ýta henni frá mér en hún kom og vildi ekki hverfa. Ég fann að mótstaða mín minnkaði. Hvað gerðist svo veit ég ekki. Ég fann mig á einhvern óskiljanlegan hátt leysast upp eins og sandkorn.

Ég átti í mesta basli við að binda garnið saman, til að allt leystist ekki upp það sem ég hafði setið og prjónað allan formiddagen.

Ég ákvað að taka smá pásu frá handavinnunni og settist í sófann inni í stofu. Sófinn var karrýgulur með brúnum röndum. Hann var mjúkur og það var þægilegt að sitja í honum. Ég lét mig hlunkast niður í sófann, setti fæturna upp á hringlaga borðið og hallaði mér makindalega niður í mjúkt sófabakið. Ég var í rauðum sokkum sem blöstu við mér þegar ég setti fæurnar svona upp í loftið.

Fyrir framan mig var stór gluggi sem snéri að hafinu. Ég gat, ef ég lagði við hlustir heyrt óm af öldunum í fjarlægð.

Ég elskaði hafið, ég elskaði hljóðið frá hafinu, ég fann að ómur hafsins sló í takt við hjartað mitt. Ég einbeitti mér að andadrættinum mínum og lét hann anda í takt við andardrátt hafsins, sem gerði mig eitt með hafinu.

Þetta var góð tiflininning, það var eins og ég félli saman með þessum djúpa takti ég fann að meðvitund mín beittist í hálfgerðan svefn, að mér fannst. Ég fann þunga i höfðinu, ekkert vont eða óþægilegt en öðruvísi.

Það leið einhver tími, ég veit ekki hve langur en einhver tími þó. Ég heyrði eins og rödd í höfðinu á mér. Ég vissi ekki hvort það var mín eigin, eða einhvers annars.
Ég ákvað að einbeita mér að röddinni og reyna að skilja hvað hún eða ég sagði. Ég einbeitti mér í dálitla stund, eða þar til ég heyrði sagt: Farðu að hafinu, ég þarfnast hjálpar.
Ég hugsaði með mér, hvað þetta gæti verið, hvort þetta væri ég , eða einhver annar. Ég ákvað að prufa aftur að einbeita mér að röddinni og ákvað með sjálfri mér að ef ég heyrði það sama og áður myndir ég rölta niður að sjó og sjá hvers kyns væri.
Ég einbeitti mér aftur einhvernvegin inn í höfðið á mér. Reyndi að halda öllum hugsunum úti.

Þarna kom hún aftur “röddin” og ennþá ákveðnari en áður.

Ég þarf hjálp !

Ég stóð upp af þægilegum sófanum og kallaði á Tító hundinn minn. Hann elskaði að fara með niður á strönd og ég gæti alveg eins tekið hann með, það gæfi mér líka öryggi að hafa hann.

Ég klæddi mig vel, í úlpu, vettlinga, húfu og ullarsokka. Það var vindur úti og það var kalt og það var snjórigning. Við gengum í áttina að sjónum. Það er ekkert sérlega löng leið tekur kannski 10 mínútur að ganga þangað rösklega.

Við gengum saman ég og Tító með vindinn og slydduna í andlitið. Ég sá glitta í hafið og það var úfið og kannski reitt ég vissi það ekki. Við komum að lokum inn á sandinn og ég renndi augunum með ströndinni. Það var ekkert að sjá svo langt sem augað sá.

Ég gekk lengra nær fjallinu og rýndi í átt að stóru steinunum sem liggja upp við fjallið. Þar gæti verið eitthvað. Ég fann allt í einu smá hræðslu í maganum því upp í huga minn koma atburður sem hafði gerst þar nokkrum árum áður.

Það hafði sést til ungrar konu þarna í klettunum sem engin þekkti til í bænum og hennar var leitað alla leið frá Reykjavík. Hún fannst aldrei. Talið var að hafið hefði tekið hana og ekki skilað henni aftur. Ég beindi þessum hugsunum í burtu og beindi athygli minni að Tító. Hann virtist sallarólegur og virtist bara ánægður með þennan óvænta göngutúr.

Nú vorum við næstum komin að klettunum þegar ég sá eitthvað lítið hreyfast þar sem alda og sandur mætast í faðmlögum. Ég gekk lengra að og sá að þetta var lítill kópur. Hann var einn og ósköp umkomulaus.Ég fann stað þar sem ég gat fest Tító því hann gæti fælt þetta litla líf sem lá þarna bjargarlaus.

Ég skimaði í kringum mig og sá að Baldur, Brandur og Sólveig koma aðvífandi. Þau skiptust til að hlaupa og ganga en töluðu mikið. Ég vinkaði til þeirra. Það var ekki oft sem ég hitti bekkjarsystkini mín hérna niður á strönd um helgar. Þau koma hlaupandi að okkur og ráku augun í kópinn.

Brandur sagði með það sama að við yrðum að ná í fullorðin, því kópurinn gæti aldrei komist hjálparlaust í sjóinn og að auki þá hefðum við krakkarnir fengið skilaboð um að ef við finndum eitthvað í fjörunni ættum við alltaf að ná í einhvern fullorðin.

Við hin vissum ekki alveg, en kinkuðum kolli að auðvitað ættum við að ná í einhvern fullorðin til að hjálpa kópnum.

Brandur og Sólveig hlupu af stað upp í bæ en ég og Baldur settumst niður í svartan sandinn og biðum átekta.

Tító lagði sig við hliðina á mér, svolítið órólegur því hann vildi hlaupa og leika sér . En eftir smá stund varð hann rólegur og virtist sofa.

Við sögðum ekki mikið, en biðum bara. Baldur var í bekk með mér. Hann var stór og mikill með mikið svart hár sem stóð í allar áttir.

Við sáum bíl koma keyrandi í sandinum. Þetta var Land Rover blár og hvítur. Við sáum að það var Gummi Geirs sem keyrði og í farþegasætinu var Hákon Ármann. Afturí sátu Sólveig og Brandur.

Bíllinn keyrði alveg upp að okkur og myndaði djúp för í sandinn. Allir stigu út og það var einhver spennan í gangi. Ég fann óþægnilega tilfinningu læðast um mig. Ég sá líka að Tító varð órólegur og eyrun hans voru alveg til baka, hann var hræddur.

Gummi kom að okkur og Baldur og ég stóðum upp.

Gummi: hæ krakka, hvað hafið þið nú fundið.

Ég: við fundum kóp, hann kemst ekki út í sjó, það þarf að hjálpa honum .

Hákon: flott krakkar að þið náðuð í okkur, við reddum þessu.

Þeir virkuðu spenntir eins og þeim hlakkaði til. Ég fann kvíðann í maganum,

Hræðsluna við það sem ég hræddist mest.

Gummi. Ok krakkar mínir nú ert best að þið farið heim og við göngum frá þessu.

Ég: en ætlið þið ekki að hjálpa honum út?

Hákon: nei það er ekki hægt, hann lifir það aldrei af. Við verðum að slátra honum, það er það besta í þessari aðstöðu.

Ég fann örvæntingu mína brjótast út, þið getið ekki bara slátrað honum !

Hákon, svona krakkar af stað heim !

Ég gekk að einum klettinum, með Tító en of lömuð til að taka eftir honum eða vita hvað ég ætti að gera. Ég sá þá ganga að kópnum með kylfur. Ég sá hræðsluna í augunum hans og ég heyrði öldurnar öskra til að reyna að breyta því sem ekki var hægt að breyta. Ég sá fyrsta höggið, ég heyrði örvæntingaróp frá litla dýrinu. Ég sá annað höggið , ég fann örvæntinguna brjótast út og hún gargaði, hún gargaði allt það henni kom í hug. Ég sá hafið hamast við að reyna að hjálpa, en höggin voru of mörg, og djúp. Ég sá líflausan kroppinn liggja þarna og blóðið lita sandinn og hluta af öldunni sem kom til að kveðja.

Ég vissi af mér eftir einhvern tíma. Ég var lömuð, ég hafði upplifað svik sem setti spor.

Ég lagðist í sandinn, Tító lagist á milli fóta mér og vildi láta strjúka sér.

Ég lagði hendurnar mínar um hann og nefið mitt í feldinn hans. Við lágum svona upp að hvert öðru og hugsum um þennan atburð sem við höfðum upplifað, fundum sorgina í maganum og ekkann í hálsinum sem hristi allan líkama minn.

Ég dormaði smá stund.

Ég vaknaði upp eftir einhvern tíma, ég veit ekki hversu langan. Tító var þarna líka og horfði áhyggjufullur á mig.

Ég mundi eftir samvinnu minni og Hafsins og ég fann gleði yfir því.

Ég stóð upp og fann að ég var köld og blaut. Ég hafði legið lengi og var blaut inn að beini.
Ég gekk nokkur skref að hafinu og sendi því þakklæti fyrir að hafa kallað á mig, og ég sendi þakklæti til mín yfir því að hafa hlustað.

Þrátt fyrir að það væri farið að rökkva, sá ég blóð í sandinum. ÉG vonaði bara að hann hefði komist þá leið sem hann átti að fara og hafði hafi hjálpað honum á leið eins og lofað.

Kann þetta varla orðið

_mg_1086.jpgÞað er langt síðan ég hef skrifað, varð þar af leiðandi ekki lítið hissa þegar ég sá að enþá slæðist fólk hérna inn á síðuna mína, þrátt fyrir margra mánaða þögn frá mér, en svona er nú það. Það er mikið að gera hjá mér, tvöföld vinna og fullt af öðrum verkefnum.

Ekki er þó allt jafn gaman, mikið sparað hjá sveitafélögunum hérna í Danmörku og því miður bitnar það líka á mínum kæru skjólstæðingum frá Kunstskolen Rammen. en það er lítið annað að gera en reyna að finna leiðir svo þau séu ekki tekin úr því umhverfi sem þeim líður vel í.

 þrátt fyrir krísun, eða kannski vegna krísunnar erum við að opna nýja deild, "grafísk teiknistofa" þar hef ég ráðið ungan mann Henrik sem er grafískur hönnuður og hefur unnið mikið bæði á teiknistofum og við fjöldamargt annað spennandi kreatívt. Hann er sem sagt að byggja upp þessa deild til að koma á móti þeirri Þörf sem er í samfélaginu, sem er að allir eiga að komast á vinnumarkaðinn, hvort sem það er raunhæft eða ekki. Við getum að sjálfsögðu ekki lofað nemendum vinnu eftir námið, en við getum þó kennt þau grundvallaratriði sem þarf og reynt að skapa tengsl á milli teiknistofa og nemenda og það ætlum við að gera.

Einnig erum við byrjuð á því sem við köllum "overbygning" þar hef ég ráðið kennara sem tekur þá nemendur sem hafa verið mjög lengi í skólanum og fer með þau á sýningar, skoðar byggingar "arkitektur" og þess háttar, eiginlega meiri teori en áður. Það verður spennandi að sjá hvað gerist með það. 

 Það gengur vel með nýja skólann "skolen for kreativitet og visdom", mikið að gera og spennandi. Við erum byrjaðar að kenna á barnaheimili tvisvar í mánuði, tvo tíma í einu. Einnig erum við með kennslu fimmtudaga og sunnudaga. Við stefnum á fleiri námskeið á næsta ári, en það er allt í vinnslu.

Af okkur fjölskyldunni er allt gott að frétta, erum að byggja og breita og er það voða spennandi. Ég fæ nú stærri vinnustofu, það sem var stofan, verður nú vinnustofa. Mjög kærkomið, ég er nefnilega að vinna að sýningu sem er í enda mars mánaðar. 

Núna er ég ein heima með kæru kvikindunum mínum, sit í sófanum  með nokkur af þeim í kringum mig. Ég ætla að njóta kvöldsins fyrir framan sjónvarpið og drekka sykurlaust eitthvað  gott og njóta þess að vera ein í kotinu. 

Hafið það gott kæra fólk, þeir sem koma orðið inn hérna....

img_1364.jpgimg_1360.jpg

 

 


Fimmtudagshuggulegheit

_mg_0207.jpgÓsköp friðsælt núna hérna í eldhúsinu. Brenniofninn hitar allt í kringum sig og við sitjum hérna hver við sína tölvu og hvílum okkur smá eftir daginn og kvöldmatinn. Sól og vinkona hennar voru að baka þegar ég kom heim, og núna njóta þær afraksturins af því og sitja uppi í herbergi og horfa á bíómynd og borða köku í desert eftir kvöldmatinn.

Við förum á eftir að taka gamla vinnuherbergið í gegn, það á að verða að herberginu hennar Sólar, Sólar herbergi verður að sjónvarpshugguherbergi og stofan verður að sameiginlegri vinnustofu. Okkur bráð vantar aðstöðu fyrir allt mögulegt sem við bardúsum bæði saman og hver fyrir sig.

Annars er lítið að frétta frá mér, allt er ekki auðvelt, en verður auðveldara dag frá degi. Skólarnir báðir ganga mjög vel, mikið spennandi að gerast á báðum stöðum.

Listaskólinn sem ég ásamt tveimur öðrum setti á laggirnar fyrir 8 árum og er nú skólastjóri í, er að stækka í báða enda. Við erum byrjuð með það sem heitir ungdommsuddannelse, sem er tilboð fyrir ungt fólk með sérþarfir, þar sem bæði er hægt að læra myndlist og einnig dönsku, reikning og önnur samfundfög. Þetta er svo tilboð með skólanum þar sem aðalega er kennd  myndlist og hefur alltaf áður bara verið kennd myndlist.

Einnig erum við að opna það sem kallast vinnustofa, sem er fyrir þá sem eru búinn að vera lengi í skólanum, en nokkrir hafa verið í 8 ár, og eru ekkert á leiðinni að hætta.

Til að það verði einhver hreyfing á nemendum gerum við þessar vinnustofur. Ef engin fer út úr skólanum, höfum við ekki pláss fyrir nýja.

Þetta er bæði mjög spennandi og tekur líka mikinn tíma.

Hinn skólinn, “Skolen for kreativitet og visdom” stækkar dag frá degi, það koma endalaust nýir nemendur inn og við verðum brátt að huga að því hvað við gerum eftir áramót.

Skemmtilegt er að við vorum beðnar að skrifa grein um skólann í mjög gott blað sem kemur út í desember, þrjár síður !! við erum að sjálfsögðu mjög ánægðar með það og erum á fullu að skrifa.

Núna í næstu viku er haustfrí, og ætlum við að hvíla okkur. Ég nota einhvern tíma til að skrifa að þessari grein, og svo ætlum við í sund og bíó og þess háttar.

Núna ætla ég að kveðja að sinni, kannski verður tími til að skrifa í næstu viku.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


gólfmottann Dimmalimm

_MG_5841

Skyndileg breyting á fyrirparti dagsins gaf möguleika á göngutúr með Lappa Kóng, Múmín prins og Gólfmottunni henni Dimmalimm ! Veðrið yndislegt og engin á ferli nema við. Mottan var kát að vanda og skoðaði hvern krók og kima á leiðinni, en að lokum skulfu litlu fæturnir undir henni svo sú gamla tók hana upp á arminn upp brekkuna að húsinu.

Mottan var þó ekki alveg á að fara inn þegar ég setti hana niður þegar við vorum komin í garðinn heldur hljóp hún bak við hús og reyndi að fela sig. Hún er svo fyndin litla skottan.

Í gær átti heimasætan afmæli, hún varð 12 ára. Við buðum nánustu vinum og frænkum. Það var mikið fjör og mikið gaman.

Allir mögulegir leikir voru leiknir og hoppað á trambolíni og við hin "fullorðnu" spjölluðum um allt milli himins og geyma.

IMG_5948

Gunni og ég vorum ansi sein með allt, vorum að byrja að elda þegar gestirnir komu kl 11 hehe.En ekkert mál allir fóru í sving með okkur, vöskuðu upp, hjálpuðu með eldamennskuna og voru með til að gera allt auðveldara. Það er svo mikið að gera hjá okkur báðum að við erum eins og heilasoðin bæði. Fengum svo góðan mat og bakaraköku sem við höfðum pantað daginn áður hjá lokalbakaranum. Drukkum te, kaffi, vatn og eplamost.

Ekkert nammi fyrir börnin, hafði keypt ægilega góðan ís, en gleymdi að bjóða hann gestum. Á morgun byrjar vinutörn. Lokasprettur fyrir lokasýningu í skólanum. Dimmalimm gólfmotta kemur með í skólann og hjálpar mér að kenna og setja upp sýninguna. Heimasíða nýja skólans er komin upp, mjög flott að mínu mati, hérna kemur Link inn á síðuna : http://skolenforkreativitetogvisdom.dk/.Ég hef engan tíma til að kíkja á ykkur kæru bloggvinir, en vonandi er mér fyrirgefið. Set inn nokkrar myndir frá afmælinu í gær og óska ykkur alls hins besta .....Kærleikur og Ljós

_MG_5975_MG_5989_MG_6005_MG_6025_MG_6066_MG_6072_MG_6080IMG_6085

 


Ég hef litlu við að bæta þessa dagana.

 Ég hreinlega hleyp frá einum stað til annars og gleymi því sem ég gerði fyrir augnabliki þegar ég fer í það næsta.

Það er samt gaman, en þó finn ég að þetta er aðeins að verða of mikið.

Ég fæ smá sting undir brjóstið af og til, eins og spenningur.

Ég hef þó ekki tíma til að huga að þessu fyrr en eftir hvítasunnu.

Í dag vorum við að rakubrenna í skólanum, það er alveg ferlega gaman og spennandi að sjá verkin verða til eftir svona langan tíma. Við brennum verk sem hafa verið gerð fyrir ári síðan. Við kennararnir erum líka með eitthvað sem við höfum gert, þannig að það klappa allir sínum litlu höndum þegar deginum er lokið.

Í kvöld förum Ulrikka og ég og lesum alla texta yfir á heimasíðunni fyrir nýja skólann svo er heimasíðan tilbúinn. Siggi var í allt gærkvöld að kenna mér að vinna á heimasíðunni sjálf, svo nú kann ég það.

Á morgun næ ég svo í 1.5oo bæklinga um nýja skólann sem við dreifum hérna um bæinn um helgina. Spennandi.
Set inn myndir sem sýnir hvernig bæklingurinn lítur út.

mail-1.jpgmail.jpg

Á mánudaginn er svo góður og stór dagur. Skandinavisk hátíð fyrir andlega hópa sem hittast í Kaupmannahöfn. Ég ásamt nokkrum öðrum höfum staðið fyrir þessu, það verður gaman að hitta svona margt fólk sem með sömu hugsun og maður sjálfur. Gunni minn og Uffi gera matinn, sem verður örugglega góður. Þeir gera matinn hérna í eldhúsinu okkar og svo keyra þeir matinn í bæinn.

Svo á sunnudagskvöldið náum við í litlu Dimmalimm, nýji hundurinn okkar. Hún er svo sæt lítil og falleg. Ég hef svo næstu viku heima til að vera með henni og hjálpa henni til að aðlaga sig Lappa kóngi, fjórum kisum, páfagaukum og Birni naggrísi. Það verður yndislegt.

Ég fer svo að vinna vikuna eftir og þá tek ég bara litlu skottuna með í vinnuna, það verður gaman fyrir bæði nemendur og kennara.

Sem sagt, mikið að gera en lífið er ljúf, þaðrf bara að muna að anda inn og anda út.

Lappi minn er svo heppinn, nágranni var að koma til að fá að fara með hann í göngutúr :o)_mg_5642.jpg_mg_5657.jpg

Kærleikur og Ljós til ykkar allra bræður mínir og systur


allt er eins, þó ekkert

img_5244.jpgAllt er betra núna, þó allt sé eins og áður. Jafn óljóst og hræðsluvekjandi og áður, en hugurinn er annar.

Það er gott þegar maður finnur að hægt er að flytja hugsunina frá einum punkti til annars, eins og þegar maður flytur gula manninn frá einum fletinum til annars í lúdó.

Ég flutti hugann frá einum fleti yfir á annan, og allt leit öðruvísi út. Allt sem fékk magann til að hoppa á haus og fram og til baka varð rólegt og yfirvegað.

Í dag vinn ég í garðinum, sem áður var tilgangslaust. Í dag plana ég hvort eða hvort ekki við eigum að fá hænur aftur. Ég skoða blómin mín og fallegu laukana sem koma upp úr moldinni hér og þar og ég nýt þeirra eins og alltaf, án hræðslunnar að allt þetta er ekki með í framtíðinni.

Ég sit á kvöldin og byggi heima til næstu sýningar, ég tek brot og lími saman í heild sem segir ekkert, en segir þó kannski allt, það skiptir engu máli.

Ég talaði við gamla vinkonu mína í langan tíma í morgun. Hún hringdi í mig í fyrsta sinn í nokkur ár. Við fórum hver sína leið eins og gerist. Hún fór sína leið í reiði sem var á þeim tíma ekki auðvelt fyrir okkur. Við höfðum byggt Listaskólann upp saman og svo margt annað.

Hún stóð svo einn daginn við dyrnar mínar og ég bauð henni að sjálfsögðu inn. Við töluðum, við töluðum mikið og í hverju orði var heilun til hver annarra. Hún hringdi svo aftur í morgun og við héldum áfram að tala þar sem frá var horfið eins og ekkert hefði gerst og við værum saman fyrir fjórum árum. Við vitum heldur ekki hversu langan tíma við höfum saman. Hún er mikið veik og lifir einn dag og kannski spáir í næsta, hver veit. Við viljum sjá hvort við getum hugleitt saman fljótlega, einu sinni gerðum við það oft.

Það er svo mikilvægt að muna í samskiptum við vini eða ekki vini að kannski fer annað hvor yfir á innri plön, á eftir, á morgun eða annan dag , við vitum ekkert.img_5255.jpg

Ég er svo þakklát fyrir að við náum að heila sambandið okkur hérna í þessu lífi en bíðum ekki með það.

Ég fór í gönguna mína með Lappa í morgun. Það var að venju yndislegt. Við hittum Ulrikka. Hún er sú sem ég er að opna nýja skólann með. Við ræddum saman og vorum glaðar því við fengum styrk til skólans í gær og það gefur okkur rými til að gera ýmislegt. Ég sagði henni frá því að ég hafði næstum því  fengið mér lítinn hvolp. Það munaði næstum engu. Ég útskýrði líka að í þeirri hugsun að vilja fá hvolp var flótti frá því hversu mikið er að gera hjá mér og ég þrái eitthvað sem er svo nálægt og áþreifanlegt sem það er að fá nýjan hund. Það setti huga minn í ró.

Það er eins og minni mynd af því að vera bóndi. Ég sagði henni líka frá því að þegar ég var lítil óskaði ég þess að vera bóndi og grafa í jörðina, setja nefið í kýrnar og liggja í sófanum með hundinn minn og fylgjast með veðrinu í sjónvarpinu._mg_5234.jpg

Drekka kaffi í eldhúsinu og hlusta á hádegisfréttirnar með glerglasið mitt fullt af kaffi, mjólk og sykri. Það skrítna er að ég er allt hann bóndinn, aldrei húsmóðirin. Ulrikka sagði mér að þegar hún var lítil dreymdi hana um að vera fornleifafræðingur. Vera með fingurna í jörðinni og finna fortíðina. Við hlógum að þessum fallegu draumum og vorum sammála um að það væri gott að hafa þá að halla sér að þegar of mikið er að gerast og okkur vantar ró.

Við fáum bæklingana í næstu viku og heimasíðan opnar vonandi í næstu viku. Allt er að skella á. Allt í einu á meðan við stóðum þarna og sögðum frá, varð Múmin minn sem er rauði kisi pirraður á þessu blaðri hljóp á milljón upp í tré með halann sinn pirraðan. Okkur var ljóst að hann vildi halda áfram. Við kysstum hvor aðra og gengum hver sína leið. Hún var svo falleg þarna með rauða hárið sitt og í fallega grænum og bláum fötum.

Það er nóg að gera með hinn skólann. Bráðum skólaslit með sýningu og skemmtilegheitum.   Nýir nemendur á leiðinni inn næsta haust. Að sjálfsögðu fer engin út en við höfum ákveðið að taka tvo nýja inn. En það reddast allt eins og alltaf.

Núna ætla ég út með kornkaffið mitt, setjast aðeins í sólina og setja svo aðeins fingurna í moldina. Set inn myndir frá garðinum mínum og eina af mér og hvolpinum sem ég var næstum því búinn að kaupa !!!
Kærleikur og Ljós til ykkar allra

_mg_5233.jpg_mg_5350.jpg


Myndin er send út til allra sjónvarpsstöðva í Danmörku og á Íslandi

000.jpgÆtla að blogga smá, eða þangað til ég get skúrað gólfin. Ástæðan fyrir að ég get ekki skúrað strax er að heimasætan er að taka til í herberginu sínu, það eru tröppur frá herberginu hennar niður í eldhús og það er opið allt á milli. Í herbergi heimasætunnar eru parakítafuglar og naggrís og þessu fylgir mikið af allavega kornagrasarusli. Ég þarf sem sagt að skúra hennar gólf fyrst.

Annars er ég búinn að vera mikið veik alla vikuna og smá af hinni vikunni líka. Ég hef verið með ferlega verki í maganum og svakalegan höfuðverk. Höfuðverkurinn gæti verið orsök þess að ég hef verið að afeitra mig af koffíni. Ég er sem sagt hætt að drekka kaffi og svart te. Ekki spyrja af hverju, ég hlustaði á kropinn minn og fékk þessi skilaboð og þar sem ég hef ákveðið að vinna með honum/henni en ekki á móti, þá er ekki annað að gera, en gera það. 

Í morgun var ég í mínu morgunbaði, eins og flestir sennilega gera og í leiðinni að spjalla við Gunna sem var að raka sig. Glugginn var opinn samkvæmt venju. Allt í einu skellur glugginn aftur með miklum hávaða og við heyrum mikil hljóð. Gunni kíkir út, en sá ekkert í fyrstu svo sér hann fálka fyrir neðan gluggann í slagsmálum við smáfugl, vá ekki lítið undarlegt að sjá þetta bara metir frá okkur og lætin svo mikil að þeir flugu á gluggan, grei litli fuglinn! Gunni horfði á þetta lengi, enda áhugamaður um mat, en ég horfði bara smá, en nóg til að muna þetta undarlega augnablik.Við erum með alveg ofsalega mikið af fuglum í garðinum okkar, þó svo að við séum með fjóra ketti og einn hund. En ástæðan er sú að við fóðrum þá út um allt af eplum, fitu og korni. Ég veit ekkert huggulegra en að sitja og horfa á þá gúffa í sig öllu þessu góðgæti. Það versta er að allt er útskitið á tröppunum í kringum húsið.  

Allt gengur vel við undirbúninginn á skólanum. Við erum búinn að fá aðstöðu í frábæru húsi hérna í miðbænum. Ég hef oft áður notað þetta hús við hin ýmsu listaprojekt, en núna getum við leigt ár frá ári. Getið hvað það kostar á ári ???? 2000 dk til 5000 dk ! Ótrúlegt. Sjá mynd:images-1_806628.jpg

Við höldum marga fundi og skrifum mikið, því við byrjum í september.

Annars er ég hamingjusöm, fátæk, en hamingjusöm. Fórum út að kaupa inn í gær og urðum hálf hissa á hversu mikill munur það er orðið að versla núna en bara fyrir stuttu. Allt orðið dýrara og það finnst greinilega. Við erum líka kúnnar hjá Danske Bank og þar er allt í panik núna, engin lán ekkert að hafa þar. Vorum að spá í að kaupa nýjan bíl, en nei ekkert lánað. Okkur leið eins og við værum einhverjir aula kúnnar híhí. Bílinn okkar verður sem sagt að duga smá áfram.

Í næstu viku byrjar vinnutörn hjá mér og hlakka ég til eftir þennan veikindatíma. Hlakka til að vera með skemmtilegum nemendum og kennurum skólans. Það eru að gerast skemmtilegir hlutir þar. Við erum að gera bók um verk nemendanna. Einn af kennurum skólans stendur fyrir því verkefni. Hann Hartmut, þýskur listamaður alveg yndislegur. Hann hefur skaffað okkur mjög góðan listfræðing til að skrifa texta í bókina. Vikuna áður en ég veiktist sendi ég kvikmyndina um skólann út til allra sjónvarpsstöðva í Danmörku og líka þeirra íslensku. Vonandi vilja þeir sýna þessa frábæru mynd sem á erindi til allra. að mínu mati, þessi mynd er verk í sjálfu sér, því hún er svo róleg og falleg með yndislegri músík. Einnig kynnir hún skólann alveg frábærlega vel. Við höfum aldrei  upplifað það áður en núna er stöðugur straumur af fólki sem vil inn í skólann, við fáum gesti í hverri viku og eins og staðan er núna erum við með þó nokkra á biðlista. Við höfum hreinlega ekki fleiri pláss. "Lúxusvandamál"

hgh.jpg

Jæja kæru vinir og bloggvinir það verður ekki meira að sinni. En ég sendi ykkur öllum KærleiksLjós með ósk um allt það besta til ykkar samkvæmt Guðdómlegum lögum og reglum

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband