Hið stóra samhengi

Í dag sé ég allt, _MG_6395

skil allt
heyri allt
og skynja allt,

því í dag er ég í þakklát ,
sæl og full af lífsgleði.

Það eru ekki alltaf svona dagar, en að vakna við fuglasöng, heyra ungana tísta í hreiðrinu í þakskegginu og kalla á mömmu og pabba og vilja mat mat og mat.

Vera í fríi til bara að vera

Hugleiddi, og það var gott, þó svo að lífið í garðinum mínum hafi kallað á athyglina mína oft.

Fékk mér kaffi, við eigum svo góða kaffivél, þá bestu í heimi, sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að við fáum góða byrjun á deginum.

Lappi, Múmin og ég fórum í morgungöngu, sólin skein á okkur, við týndum gleymdu mér ekki ástin mín til að setja á eldhúsborðið og gera fallegt fallegra.

Ég bað blómálfana um leyfi til að fá blómin með heim, þeir kinkuðu kolli.

Hvernig væri heimurinn ef við öll vöknuðum svona og værum meðvituð um þá dýrð sem umlykur okkur, látum Ljósið streyma á líf okkar í staðin fyrir hin myrku öfl sem vilja svo mikið ráða yfir okkur og hugsunum okkar.

Það er samt svo skrítið að hugsa til þess að við höfum alltaf val, val um hvernig við viljum

Vakna
Sofna
Tala
Hugsa
Heyra
Skynja

Lifa

Allt hangir saman, það varð ég svo vör við í gær.

Mér er illt í hnjánum, svo illt að stundum er erfitt að ganga, sitja og standa. En í gær sá ég með hjálp, hvaðan það kemur og hvers vegna og hvað ég get gert.
Er það ekki ótrúlegt hvað hlutirnir geta verið augljósir þegar við verðum meðvituð og fókuserum á það sem er sárt eða erfitt, gefum því þá athygli ”loving space” sem þörf er á og þá kemur hjálpin frá sjálfinu..

Ég veit og finn að helgin verður okkur góð hérna á Kirkebakken við kirkjuna í Lejre.
Við verðum með fullt af börnum, gestabörn sem ætla að vera með okkur og njóta veðursins.

Við fengum fleiri dýr í vikunni, þetta er alveg næstum því að verða dýragarður.

Ég veit að hestar eru komnir langt í þróuninni og fílar líka, en ég hef ekki aðstöðu fyrir svona stór dýr. En ég er með svo mörg önnur dýr sem veita okkur gleði og ánægju.

Þegar við förum í göngutúr heilsum við upp á íslensku hestana sem eru í girðingum hérna um allt, ég set nebbann minn inn í feldinn og er í augnablik á Íslandi í barninu í Vík í Mýrdal og heyri kríuna garga og vara við hættunni í sér, heyri öldurnar kallast á við sandinn og steinana, en þetta er bara í augnablik, en nóg til að ég sjái samhengið með öllu,
allt er eitt

Nútíð,
Þátíð
Framtíð,

Það eru bara við sem  skynjum ekki það sem er, ennþá..

Það er svo margt að vera hamingjusamur yfir, það þarf ekki ferðalög, peninga, frægð, veislur, það eru til dæmis augnablik eins og á þessari mynd sem gera mig hamingjusama

_MG_6392.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg neðsta myndir, eitthvað svo friðsæl og kósý, eru þetta pelargoníur í pottunum. Flottur litur.  Takk fyrir þessa frábæru færslu elsku Steina mín, já þegar manni lærist að vera bara til og þakka fyrir allt það góða, þá líður manni svo miklu betur á allan hátt.  Og ekkert er betra en að komast í gott samband við líkama sinn.   Knús á þig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

OOHHH ég vildi að ég væri komin til þín í allan gróðurinn fegurðina og friðsældina...ég sem betur fer þekki svona daga, þar sem maður er uppfullur af þakklæti fyrir lífið og allt það yndislega sem það hefur uppá að bjóða..bestu kveðjur....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.5.2008 kl. 12:15

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

 Hlakka til að komast í garðinn ykkar...allt gott hérna meginn...

Guðni Már Henningsson, 9.5.2008 kl. 12:42

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Yndisleg færsla. þú virðist búa í Paradís með öll þessi blóm og dýr. Knús til þín.

Svava frá Strandbergi , 10.5.2008 kl. 00:07

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegt

....og knús á kokkinn frá mér

Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 00:50

6 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góð færsla ástin mín. Hlakka svo til að vera í sólinni með þér nú um helgina. Þú á lævstælsýningu og ég að grafa upp arfa og hnausa í matjurtagarðinum Borðum svo saman með John og Mette " i aften" skat.

Gunni Palli manninn þinn. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 06:03

7 identicon

Dejlige Danmark

Kveðja ... 

Sonja (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 10:29

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þið gefið lífinu lit, tilgang og eruð dásamlegar fyrirmyndir. Þakklæti og klemmur til ykkar beggja!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.5.2008 kl. 13:00

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Oooooo er ekki lífið stundum yndislegt! Svona dagar eru dýrðin ein. Hér er aftur á móti allt orðið hvítt aftur eftir stórt norðan áhlaup í gærkvöldi. En það kennir manni bara að njóta góðu daganna enn betur. Bíddu nú við? Hvað er ég að segja? Þessi dagur er auðvitað dásamlegur þrátt fyrir snjóinn! Eg ætla að láta hann verða dásamlegan!

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.5.2008 kl. 14:26

10 Smámynd: Dísa Dóra

Yndislegir svona dagar.

Eigið góða helgi

Dísa Dóra, 10.5.2008 kl. 21:09

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Heyrðu, já, hvernig dýr eru þetta sem þið voruð að fá? Býflugur eða eitthvað meira líka?

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.5.2008 kl. 22:35

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku frænka, kanína og naggrís !

knús á ykkur öll.

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 22:50

13 Smámynd: Hlynur Hallsson

Kæra Steina, flottar myndir. Njótið veðurbíðunnar og alls. Bestu kveðjur til ykkar allra, Hlynur

Hlynur Hallsson, 11.5.2008 kl. 12:31

14 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Yndisleg færsla og æðisleg mynd... mig langar að vera þarna.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 15:42

15 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Heyrðu! Hvernig var þegar ég ætlaði að kaupa kanínu fyrir Sigrúnu? Þú BANNAÐIR mér það! Sagðist myndu DREPA mig!

Nú er ég sár!

Ekkert mjög reyndar. Hlakka til að sjá Naggrísinn, elska Naggrísi :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.5.2008 kl. 17:19

16 Smámynd: www.zordis.com

Skrítið tölvukerfið núna, ég kommenta og ekkert birtist!

En ég er sammála um að hamingjan sé t.d. kokkur í slökun í fallegum garði!  Að sitja í eldhúsinu og leika sér í tölvu á meðan kvöldverðurinn mallar ....

Kærleikskveðjur til dk.

www.zordis.com, 11.5.2008 kl. 18:52

17 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gleðilega hvítasunnu elsku vinir...skilaðu kveðju til Sigynar, vona að henni líði betur..

Guðni Már Henningsson, 11.5.2008 kl. 21:15

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Lífið er yndislegt og hamingjan þarf ekki að vera flókin dásemdin fellst í okkur sjálfum

Solla Guðjóns, 12.5.2008 kl. 15:27

19 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sólarkveðja frá Als.

Guðrún Þorleifs, 12.5.2008 kl. 19:44

20 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Helgarknús til þín

Marta B Helgadóttir, 12.5.2008 kl. 22:43

21 Smámynd: Guðni Már Henningsson

ég sakna þín....

Guðni Már Henningsson, 13.5.2008 kl. 00:02

22 identicon

Sæl Steina,

Flott færsla og hvenær er DAGURINN?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 03:19

23 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Kæra Steina.

Alltaf sendir þú frá þér góðar bylgjur.

Vonandi finnurðu þær endurkastast til þín

Ef ég væri á leið til Danmerkur, myndi ég ábyggilega langa að hitta þig og sjá dýrin og umhverfi þitt. Nú læt ég nægja að hugsa hlýlega til þín. 

Vonandi líður þér betur í hnjánum.

Kær kveðja úr Hveró,

Linda 

Linda Samsonar Gísladóttir, 15.5.2008 kl. 18:10

24 Smámynd: Karl Tómasson

Ég þekki hana ekki, hef aldrei séð hana en langar óskaplega til þess.

Furðuleg tilfinning en sönn. Segir hún ekki meira en mörg orð? ég held það.

K. Tomm.

Karl Tómasson, 16.5.2008 kl. 00:30

25 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

guðninn minn, ertu ekkert á leiðinni til mín í sumar ?

Þórarinn hahaha 20 maj,

kæri linda og tommi, þið eruð að sjálfsögðu velkomin,

alltaf.

knús a ykkur öll.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.5.2008 kl. 05:39

26 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða og gleðiríka helgi.

Kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 16.5.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband