Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
sumt kemur bara og vill skrifast.
5.5.2009 | 20:33
Þessi orð kalla á mig og vilja skrifast.
Hef reynt að ýta þeim frá mér, því allt er of nálægt mér eins og er.
Oftast er best að skrifa um eitthvað þegar það er liðið hjá og maður er ekki í þeim tilfinningum á meðan farið er yfir það sem þarf að fara yfir.
En þessi grein vil út til þeirra sem á þurfa að halda núna, burtséð frá minni þörf og mínum tilfinningum.
Það segir mér að þörfin sé mikil fyrir umræðu og orð um þessa tilfinningu sem við berum öll í okkur meira eða minna, kannski meira núna þessa dagana en minna.
Hugtakið er hræðsla/ótti Ég finn þessa tilfinningu læða sér inn hjá mér þessa dagana í tíma og ótíma og ég upplifi ekki að ég geti varist henni. Veit þó að til er leið og tækni til þess, en á því augnabliki sem tilfinningin er þarna upplifi ég mig varnarlausa.
Ég hugsa sennilega of mikið og reyni of mikið að skilja það sem gerist í óttanum á skynsemisplaninu, á meðan ég ætti sennilega að vera að gefa óttatilfinningunni minni, þann kærleika og skilning sem henni ber.
Ég held að óttinn liggi yfir Móður Jörð núna og láti engan ósnortin. Ég finn eins og óttinn geri mig lamaða, sem verður til þess að ég get ekki hugsað skírt og rökrétt, en í staðin sveima hugsanirnar aftur og aftur í höfðinu mínu án upphafs, endis eða möguleika til að komast út úr aðstæðunum sem virðast óyfirstíganlegar.
Þetta er í raun mjög skrítið, ég næ ekki að vera herra yfir þeim, sennilega vegna þess að ég reyni að þvinga þær í burtu með rödd skynseminnar, vil ekkert vita af þeim sem hluta af mér, sem ég þó veit að er hluti af mér, þó ekki ég.
Ég óttast það, sem ég get ekki stjórnað, ég óttast að missa það sem ég á. Ég veit allt með skynseminni, en hún er ekki samstíga tilfinningunum.
Ég get misst, já, það veit ég. Það er hluti af því að vera á lífi. En það að missa getur verið það sem þarf til að fá eitthvað betra.
Ég óttast að missa heimilið mitt, já það er líka möguleiki á að ég missi heimilið mitt. En kannski er það ekki það versta sem getur gerst. Til að nýir hlutir geti gerst, verður að gefa þeim pláss. Ekkert er endalaut, ekkert í lífinu er endalaust, nema kannski lífið sjálft.
Ég hef verið í þessari skrítnu leiðslu undanfarna daga, sveiflast á milli vinnugleði með ný og spennandi verkefna til tilgangsleysis og örvæntingu yfir því sem ég get ekki stjórnað. Ég sé hlutina stundum að ofan og skil dýptina og tilganginn með öllu sem gengur yfir mig og okkur, en stundum upplifi ég það sama í tilfinningunni, óttanum, sem gerir mig máttvana og örvæntingarfulla. Ég get ekki, að mér finnst, valið hvaðan ég sé og upplifi, það kemur eins og að sjálfu sér.
Ég vildi svo mikið óska að ég gæti alltaf fókuserað að ofan á aðstæður og sægi hlutina í hinu stóra samhengi. Það myndi gera mér betur kleift að halda jafnvægi sem gerði mér auðveldara um vik að vinna þau verk sem kalla á hér og nú.
En kannski er það einmitt mikilvægt að ég upplifi mig máttvana og örvæntingarfulla, því það gerir mér kleift að skilja og læra það sem svo margir ganga í gegnum. Ég er hluti af óttaafli sem herjar á heiminn. Að vera hluti af þeirri tilfinningu, gerir að ég skil hana og skil þar af leiðandi aðra betur en ella.
Ef mér tekst að vinna á óttanum, verð ég meistari á því sviði og get þar af leiðandi verið öðrum hjálp í þeirri baráttu sem aðrir herja.
Eitt finn ég og veit, að það er mikilvægt fyrir mig og alla, að fá það besta út úr öllum erfiðleikum. Sjá erfiðleika, ótta, sorg, máttleysi eða hvað sem kemur sem möguleika til að vaxa. Hvað er mikilvægast fyrir mig að læra hér og nú. Hvað get ég nýtt mér þessa upplifun á sem bestan máta.
Sennilega er mestir lærdómurinn sem ég get fengið úr þessari tilvistarkrísu, að fara frá því að trúa á hinn innri heim, yfir í það að VITA og TREYSTA ! Það finn ég á þessu augnabliki, að er verkefnið.
Ég VEIT, ég treysti á að ef ég geri allt það besta sem ég get gert, þá er það sem gerist, það besta fyrir mig.....
Blessun og Kærleikur
Fegurðin í náttúruríkjunum
16.4.2009 | 14:18
Er allt að fara H. til, hugsa ég oft á dag í þeirri krísu sem herjar á heiminn ! En ég reyni að minna mig á það sem er mikilvægt, að muna sérstaklega á þessum tímum, tímum hruns og uppbyggingar sem var og er óumflýanlegt. En ég ætla ekki að skrifa um það. En annað sem alltaf gleymist á svona tímum sem nú.
Besta dæmið eru leyfðar hvalveiðar, sem er mér óskyljanlegt, en segir í raun svo margt um mitt litla land, Ísland.
En ég ætla heldur ekki að skrifa um það.
það er svo margt mikilvægt í lífinu sem ég get stjórnað með hugsuninni einni og það ætla ég að einbeita mér að, á meðan þetta ástand varir.
Ég held að flest okkar sem lifum í þessu ástandi beinum hugsununum á einhverjum tíma í burtu frá því stóra, til þess smá, því við uppgötvum að það smáa er líka það stóra, og skiptir ekki minna máli en annað, því allt hangir saman, hvort sem okkur líkar það eða ekki !
Eitt er það sem aldrei er gefin nógu mikill gaumur að, það eru litlu bræður okkar og systur frá náttúruríkjunum sem lifa oft í miklum hörmungum.
Mörg þeirra eru á mörkum þess að deyja út og önnur eru í þvílíkri fjöldaframleiðslu, bara til að fæðast og vera slátrað, án nokkurrar virðingar fyrir því lífi sem þau bera í sér.
Hugrenningar mínar fara til þeirra, sem hafa ekkert til þeirra þjáningar unnið. Nema bara að vera til og að vera samferða okkur í þróuninni hérna á Jörðinni.
Flest okkar njóta afurða þeirra á einn eða annan hátt. Meðal annars maturinn okkar, fötin okkar. Gleðin sem þau gefa okkur í samskiptum okkar við þau.
Ber þá að nefna undurfegurð náttúrunnar sem við njótum í því landi sem við búum í, eða ferðalögum okkar til annar landa. Ekki má gleyma gleðinni við að njóta samveru við dýrin eða bara að horfa á þau í þeirra lífi.
Mig langar að bjóða þér með mér í smá ferðalag!
Lokaðu aðeins augunum, bara smá stund:
Sjáðu Jörðina fyrir þér í huganum, sjáðu Jörðina fyrir þér með öllu því lífi sem á Jörðinni er. Renndu huganum yfir fjöll og dali, vötn og skýin fallegu á himninum, sem er í öllum regnbogans litum, allt það sem heldur jörðinni saman og í jafnvægi og gerir hana mögulega til að lifa á , elska á og vera á.
Sjáðu nú trén, grasið, blómin og gróður hafsins, allt það sem gefur okkur súrefni til að geta lifað á Móður Jörð.
Einbeitum okkur svo að dýraríkinu með allri þeirri fegurð sem þar er. Við sjáum dýrin á sléttunum, við sjáum dýrin í hafinu, við sjáum fugla himinns, við sjáum heimilisdýrin í fangi eiganda sinna umvafinn Kærleika á báða vegu, við sjáum húsdýrin okkar, beljur, hesta, kindur, grísi og hænur sem við hugsum ekki í einingum, í matvörum eða peningum, heldur sjáum við sem lifandi verur sem hafa jafnan rétt til Móður Jarðar, Lífsins og við höfum. Við sjáum gleðina og sorgina sem þau gefa okkur í þeim samskiptum sem við höfum með þeim, sem er með til að þroska okkur sem einstaklinga og gefa okkur fæði og klæði í lífinu.
Ekkert að því er sjálfsagt eða sjálfgefið.
Nú sjáum við nýja mynd innra með okkur. Við sjáum Jörðina, en engin dýr, hafið er þögult, sléttan er hljóð, ekkert tíst frá himninum, engin dýr að gæla við eða gefa hlýju til þeirra sem á þurfa að halda! Hvað þýðir það fyrir okkur ? Ekkert kjöt, engin mjólk, engin föt, engin skordýr til að frjóvga trén og blómin, en það er ekki allt sem þau gera fyrir okkur, ef við hugsum um allt hitt sem við fáum frá þessum litlu bræðrum okkar og systrum.
Getum við sem manneskjur lifað án dýranna og plantnanna hérna á Móður Jörð ?
Hugsum svo aðra hugsun inn í hugann: Jörðin eins og áður með öllu því lifandi sem er, nema mannkyninu !
Það myndi sennilega ganga betur, en eitt getur ekki án annars verið, svoleiðis held ég að lögmálið sé. En það er umhugsunarvert að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hver þarf á hverjum að halda hérna á Jörðinni. Sú hugsun ætti að fá okkur til að sýna náttúruríkjunum bæði þakklæti og virðingu fyrir þá hjálp og Líf sem þau gefa okkur svo við höfum möguleika á að þróast og lifa hérna á Jörðinni.
Við höfum möguleika á að gefa eitthvað til baka, fyrir allt það sem þau gera fyrir okkur.
Það er svo einfalt og það kostar okkur ekkert annað er þrjár sekúndur, eða kannski minna, eða meira
Áður en við tökum fyrsta bitann af máltíðinni okkar frá dýraríkinu, eða plönturíkinu, segðu í hljóði:
Takk fyrir að fórna þér fyrir mig !
Einu sinni var falleg hefð á mörgum heimilum, kannski er tími til komin að taka þá hefð upp aftur.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra
Sjálfsþekkingar hugleiðsla
22.3.2009 | 17:49
Kærleikur og Ljós til ykkar allra !
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2009 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
hitt og þetta
19.3.2009 | 16:47
Á mörgum sviðum er ég vanamanneskja. Núna sit ég hérna, ný komin heim með kornkaffi án koffíns með h.hnetur sýróp. Geri þetta núna á hverjum degi við heimkomu. Ég held að svona vanar geri mig örugga í lífinu, finnst ég vera örugg frá einu augnabliki til annars.
Dagurinn í dag var yndislegur, langur en yndislegur. Vaknaði eins og oftast kl. 5.oo og hugleiddi til kl. 6. Fór með lestinni kl. 7 og það var bjart, en kalt. Ég fór með húfu, trefil og vettlinga, ekki beint sumarlegt. En ég naut lestarferðarinnar og las í áhugaverðri bókviljens psykologi eftir Poberto Assagiolo. Ég hef átt þessa bók lengi en núna virtist vera komin tími til að lesa hana. Virkar mjög áhugaverð.
Dagurinn í dag í skólanum, frá frábær, allt á fullu við að gera grafík, það hanga grafíkverk um öll loft.
Ég fór svo röska göngu inn í bæinn og keypti nýjan DVD fyrir skólann. Sá gamli er ónýtur og við horfum á bíó á morgun. Eftir skóla var svo fundur milli mín og einnar sem ég vinn mikið með í sambandi við allt mögulegt sem hefur með skólann að gera. Það dásamlega var að við héldum fundinn úti í sólinni !!!
Á leiðinni heim gekk ég í gegnum Köge og það var mikið líf og fjör. Mikið af ungu fólki sem var ansi léttklætt, enda geta þau ekki beðið eftir að það komi sumar. Í lestinni sat ég bara og horfði út um gluggann og það var svo mikið dýralíf. Fullt af dádýrum og fuglum. Ég var svo heppinn að ná lestinni beint heim frá Roskilde og var komin hingað heim kl. Hálf fimm.
Þegar ég kom inn í húsið var mér tekið fagnandi, bæði af Lappa og kattakúkalykt sé ég fór strax á veiðar eftir. Fújjj hvað það var vond lykt. Ég fann sökudólginn undir eldhússkápnum ☹ Ég veit hver gerði þetta, það er hún Alex gamla kisan okkar sem er að gera mig gráhærða með þessu, þessi elska.
Ég er með kattasand inni, fyrir hana. (Hinir kettirnir fara bara út og gera sínar þarfir). En Alex, hún vill ekki út og hún vill ekki skíta í kattakassa. Sem betur fer fer að vera heitt og þá sér maður hana varla.
Eftir 14 daga fer ég til London, ein................
Ljós og Kærleikur til ykkar allra frá frú bloglötu
Lífið er fallegt
2.3.2009 | 06:22
This is a story about a dog who was born on Christmas Eve in 2002.
He was born with 3 legs - 2 healthy hind legs and 1 abnormal front leg which needed to be amputated. He of course could not walk when he was born.Even his mother did not want him.
He was rejected and scorned.
His first owner also did not think that he could survive.
Therefore, he was thinking of putting him to sleep..
At this time, his present owner Jude Stringfellow came into his life and wanted to take care of him.
She was determined to teach and train this dog to walk by himself. She thought, all we need is a little faith.
Therefore she named him 'Faith.'
In the beginning, she put Faith on a surf board to let him feel the movements of the water. Later she used peanut butter on a spoon as a lure and to reward him for standing up and jumping around. Even the other dogs at home helped to encourage him to walk. Amazingly, after only 6 months, like a miracle, Faith learned to balance on his 2 hind legs and jumped to move forward. After further training in the snow, he can now walk like a human being.
Faith loves to walk around now.
No matter where he goes, he just attracts all the people around him. He is now becoming famous on the international scene. He has appeared in various newspapers and TV shows. There is even one book entitled 'With a little faith' being published about him.
His present owner Jude Stringfellow has given up her teaching job and plans to take him around the world to preach,
'that even without a perfect body,
one can have a perfect soul.'
In life there are always undesirable things.
Perhaps a person who feels things are not going as well as they could will feel better if they change their point of view
and see things from another perspective.
Perhaps this message will bring fresh new ways
of thinking to everyone.
Perhaps everyone can appreciate and
be thankful for each beautiful day that follows.
Life is the continual demonstration of having faith.
Believe in yourself.
Never lose faith.
Blessun
25.2.2009 | 19:22
Blessun matarins : Haltu hægri hendi yfir matnum og vinstri hendi lyftirðu upp með lófann fram á við. Segðu frá hjartanu á meðan þú lætur Kærleika og Ljós streyma yfir matinn þinn.
Lát þessa fæðu gefa þá næringu sem þarf til að öðlast andlega vöknun
Nýjar hugsanir, nýjir möguleikar
18.2.2009 | 23:22
Við sitjum hérna gömlu hjónin og gónum hver í sína tölvuna. Sólin okkar gerir sig klára í verslunarferð með klúbbnum sínum.
Ég hugsa mikið þessa dagana, er sennilega að undirbúa mig undir meiri vinnu og minni tíma til að flakka á facebook og bloggi. Ekki það að ég hafi verið mikið að blogga. Ég hef verið að finna gamla vini og fjölskyldumeðlimi á facebook og tengst böndum þar aftur við fortíðina mína.
Nú verð ég að taka mig saman og einbeita mér að því sem framundan er, sem er ansi margt og viðamikið.
Það er svolítið svo spennandi að gerast, smá af því ætla ég að deila með ykkur hérna.
Eitt af því sem mér finnst mest spennandi , er að ég ætla að opna nýjan skóla !
Ég og vinkona mín, Ulrikka erum að undirbúa það verkefni núna. Skólin er hugsaður fyrir börn frá 4 til 6 ára og börn frá 10 til ca 14 ára.
Ég er ánægð með vinnuna mína, en stundum gerast hlutir sem maður verður að fylgja. Þannig var að Ulrikka bauð mér og Sól í leikhús (Sól og Cesilia dóttir Ulrikku eru bestu vinkonur) Sem sagt Þær buðu okkur mæðgum á mjög skemmtilegt leikrit inni í Kaupmannahöfn. Á leiðinni heim í lestinni vorum við að spjalla um listir. Ulrikka er rithöfundur og var ný búinn að senda inn handrit og vorum við að tala um það og einnig að hana langaði að taka tíma til að fara að vinna að einhverju skapandi úti i samfélaginu. Hún er líka art terapist og sá það sem möguleika.
En til að komast aftur að þræðinum þá vorum við þarna í miklum samræðum, þessum samræðum fylgdi ákveðin orka sem á einhvern hátt tók yfir og streymdi yfir okkur nýjum hugmyndum sem á einhvern hátt tóku yfirhöndina.
Þegar við lentum í Lejre, þar sem við búum, vorum við einhvernvegin hissa á því sem hafði streymt yfir okkur og ákváðum að hittast sem fyrst og ræða þessi mál nánar.
Við hittumst að viku liðinni og vorum ennþá mjög spenntar fyrir hugmyndinni og byggðum áfram á því sem við höfðum rætt.
Núna er hugmyndin komin lengra og við stefnum á því að opna næsta haust. Nú fer ég í gang að semja um húsnæði hérna í bænum sem ég hef áður lánað fyrir hin ýmsu projekt.
Við ætlum að skipta þessum skóla í tvo helminga til að byrja með !
Annar er fyrir stærri börnin:
Þar höfum við hugsað okkur að byrja með laugardagskennslu, þar sem lögð verður áheyrsla á myndlist, tónlist, leiklist, þjóðsögn, heimsspeki og hugleiðslu. Allt í einum pakka.
Svo ætlum við að einbeita okkur að barnaheimilunum og bjóða upp á kennslu fyrir börn í kringum 4 til 6 ára. Þar sem við annað hvort förum á barnaheimilin, eða fáum hluta af hóp frá barnaheimilunum til okkar. Þar verður lögð áheyrsla á sköpun, túlkun og sköpun hugans. Smá hugleiðsla verður einnig sett þar inn.
Það er staðreynd að það að hugleiðsla tengir viðkomandi við hærri energi sem er mikilvægt í allri sköpun. Einnig er hugleiðsla góð leið til að þróa einbeitingu hjá öllum bæði börnum og eldra fólki.
Ég veit að það verður mikið að vera bæði í þessu verkefni og skólastjóri í myndlistarskólanum, ennnn spennandi.
Það sem ég hef verið upptekinn af í mörg ár er að skólar almennt eru byggðir upp á rangan hátt. Það eru að mínu mati rangar áheyrslur á það sem nemendur eiga að kunna og er grundvöllur að geta/kunna, til að komast í áframhaldandi nám.
Bæði ég og allavega tvö af börnunum mínum eru með það sem ég myndi kalla skapandi gáfur. Við getum hugsað mjög abstrakt, í myndum og hugmyndum. Þessar gáfur eru ekki þær gáfur sem koma þér áfram í skólakerfinu, þó svo að þessar gáfur séu í raun þær sem ég meina að geti bjargað heiminum frá því ástandi sem heimurinn er í, í dag.
Þessar gáfur geta skapað nýjar hugmyndir í þjóðfélaginu. Þessar gáfur geta hugsað allt upp á nýtt og séð nýja möguleika í öllu.
Ég er ekki með þessu að segja að hinar gáfurnar, séu ekki nauðsynlegar, en saman geta þessar gáfur gert kraftaverk.
Einn heilahelmingurinn getur ekki á hins verið.
Ég held að einmitt núna þegar allt virðist vera að hrynja í kringum okkur sé tíminn til að fanga þær hugmyndir sem eru sendar til okkar frá hinu æðra.
Við þurfum að vera opin fyrir því sem kemur til okkar og móta nýja möguleika fyrir það þjóðfélag sem við búum í. Við höfum öll ábyrgð á því að skapa nýtt, skapa lífið í kringum okkur. Það hefur í raun aldrei verið eins mikil þörf á nýrri hugsun eins og í dag.
Núna er komið kvöld. Náði ekki að ljúka þessari færslu að ýmsum ástæðum. Það var sumaklúbbur hjá mér í kvöld með íslenskum komum, ósköp notalegt.
Ég bíð góðar nætur kæru bræður og systur.
Set til gamans inn gamlar myndir úr fjölskyldualbúminu. Var að uppgötva skannara á prentaranum.
ég má ekki vera að því
17.2.2009 | 15:27
ég næ ekkert að blogga orðið, ég er mikið að hugsa og það tekur tíma. Varð þó hugsað til lífs sem var mér samferða um tíma. Þetta líf elskaði börn, dýr, fólk en ekki öll dýr, hún þoldi ekki hunda.
Set inn smá brot af sögu hennar og kveð að sinni !
Kærleiksljós
veturinn hýmir undir súð og bíður færis
10.2.2009 | 16:07
Nú er ég komin heim ! Búinn að fara einn dag í vinnuna og komin aftur heim.
Ég kom heim úr vinnunni, fór í gallann minn frá 66%Norður, húfu vettlinga og stóra góða hlýja kuldaskó. Tók svo Lappa minn í göngutúr í snjókomu. Við röltum þetta í rólegheitum með snjóflyksurnar í andlitið og létum þreytu dagsins berjast burtu með veðrinu. Við komum heim, ég fór í náttbuxur sem passa vel við veðrið fyrir utan og gerði mér te. Fór svo að dúlla á tölvuna. Ég hef ekkert verið dugleg að blogga, enda verið á Íslandi í nokkurn tíma. Ég heimsótti marga, í hópum. Hitti þennan hóp og svo hinn. Marga náði ég ekki að hitta sem mig langaði en svona er þetta alltaf.
Núna sitjum við Sól í sitthvorri tölvunni við kertaljós í stofunni og ferðumst hver um sinn heiminn. Lappi liggur á dýnunni sinni hérna í stofunni
Ég finn einhvern þúngapúka vilja læða sér inn hjá mér, en er ekki alveg á því að hleypa honum að. Finn áhyggjur fólks í kringum mig, líka hérna í Danmörku. Finn líka að ef ég leyfi áhyggjunum að komast að hjá mér, gætu þær fyllt allt á augnabliki.
Einhvernvegin er maður svo mikill öryggisfíkill að allt óöryggi gerir mann óöruggan um tilveru sína. En ég finn líka ákveðin létti vegna þess sem er að hverfa, til að gera pláss fyrir nýju.
Það vita það flestir að þessu gat ekki haldið áfram, er fáum hollt. Við hérna í Lejrekotinu höfum ekki verið rík, en höfum haft nóg. Það var orðið þannig að ef ég sá peysu eða annað sem mig langaði í, gat ég keypt án þess að hugsa mig um.
Það einfaldlega klæðir mig ekki ! Ég er sátt við að þurfa að fara aftur þangað í lífinu mínu, að ég þarf að velta fyrir mér hverri krónu og finna leið að einfaldara lífi. Mörgum finnst líf mitt ansi einfalt fyrir, en ég veit að meiri einfaldleiki klæðir mig og flesta.
Set inn nokkrar myndir frá Landinu mínu fagra og læt þetta duga að sinni !
Kærleikur og Ljós á ykkur öll
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nýir tímar
23.1.2009 | 21:31
Núna er yndislegt föstudagskvöld. Við höfum setið og horft á Disney sjov, X Faktor og núna horfa Gunnar og Sól á músíkþátt frá nýja tónlistarhúsinu í Kaupmannahöfn og ég sé þáttinn með öðru auganu og hlusta með öðru eyranu.
Ég hef í raun gert það sama meira og minna öll föstudagskvöld í þrjátíu ár, einstaka föstudagskvöld hafa farið í annað, en ekki mörg. Ég kvíði því þegar Sólin mín hættir að nenna þessum föstudagskvöldum. Hún er nefnilega síðasta barnið á heimilinu.
Það er notalegt hjá mér núna þessa dagana! Ég finn nýja spennandi strauma koma inn sem gefa mér hugmyndir að nýjum verkefnum. Ég er að byggja upp í huganum nýtt verkefni sem gæti orðið svo spennandi ef ég fæ rétt fólk með mér. Ég hef rekist á þetta rétta fólk sem ég hef tilfinningu fyrir að geti verið fólkið, þarf bara að funda með þeim og ræða hugmyndir. Ég er í sambandi við þau núna um að finna dag til hugmyndauppbyggingu.
Ég er ánægð með skólann minn, ég er ánægð með það sem er að gerast þar og allt það spennandi sem er framundan með skólann. Ég hélt einhvernvegin að þarna yrði ég það sem eftir væri og þetta væri lífsverkefni mitt. Skólinn hefur núna verið til í næstum 7 ár og er alveg stórkostlegur. Hann er eitthvað sem ég held að verði um allan heim í framtíðinni. Ég er ekkert að hætta þar, held ég, en ég finn þessa nýju orku læðast inn með spennandi hugmyndir sem ég á engan hátt get látið vera að taka alvarlega og trúa á, jafnframt að mér sé mögulegt að sinna þessu verkefni ásamt öðrum verkefnum sem ég bæði er að gera og þeim sem koma til mín í framtíðinni.
Það sem þarf, er gott fólk að vinna þetta með mér, svo allri vinnu sé deilt á fleiri hendur.
Ég segi nánar frá þessu þegar verkefnið er komið lengra en á teikniborðið.
Það sem ég finn að er að gerast í mér og ég held allsstaðar eru breytingar. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll að fanga þær hugmyndir sem streyma til okkar með nýja möguleika í framtíðina fyrir það samfélag sem við hver og einn lifum í,
ný verkefni,
önnur hugsun,
gömul hugsunarform sem löngu eru orðin kristölluð fara út, inn komast þá nýjar hugmyndir.
Oft er nauðsynlegt að allt hrynji í kringum okkur, til að byggja aftur upp á nýtt. Ég sé hvernig samfélagið hristist og skelfur hérna í Danmörku vegna fjölda uppsagna og krísu bæði hjá fjölskyldum og fyrirtækjum.
Þetta er að mínu mati tákn um að gömul form eru að hverfa til að gefa pláss fyrir nýtt.
Ég finn fyrir þessari orku í öllu í kringum mig líkamlega sem andlega.
Við finnum flest á einn eða annan hátt fyrir því sem er að gerast í heiminum.
Á Íslandi er ástandið ekki gott. En á Íslandi er fullt af fólki sem er mjög kreatívt og á auðvelt með að fanga hugmyndir, allavega fyrir eigin verkefni. En það er lika mögulegt fyrir þetta sama fólk að hugsa um heildina og einbeita sér að því að fanga hugmyndir til að byggja upp nýtt þjóðfélag. Það er nefnilega það sem kannski er ljósasti punkturinn við allt þetta, að það er í raun hægt að byggja allt upp á nýtt. Það er hægt að hugsa allt upp á nýtt !
Nýjar hugsanir, ný hugsanaform, nýir möguleikar.
Ég held líka að nú sé nýr tími sem byggir upp Kærleika milli fólks. Við finnum einmitt núna þegar krísan herjar á, að við erum sterk saman.
Við stöndum saman.
Við komum hvert öðru við.
Þetta er tilfinning sem er alls virði og við ættum öll að vera þakklát fyrir það, því það er eina leiðin til þess að við sem mannkyn getum þróast í átt að því Guðdómlega. Efnishyggjan sem hefur ráðið ríkjum, og heldur okkur föstum í efninu, er það sem við erum þvinguð til að vinna á. Það getur vel verið að sumir séu meira í efnishyggjunni en aðrir, en við erum öll eitt og þar af leiðandi komumst við ekki áfram án bróður okkar og systur hversu langt sem okkur finnst við vera frá mörgum af þeim.
Obama er nú forseti Bandaríkjanna, það eitt er merki um nýja tíma, nýja hugsun. Ég er þakklát fyrir að vera hérna á jörðinni núna.
Kærleikur til ykkar allra frá Lejrekotinu