hitt og þetta

_MG_7885Á mörgum sviðum er ég vanamanneskja. Núna sit ég hérna, ný komin heim með kornkaffi án koffíns  með h.hnetur sýróp. Geri þetta núna á hverjum degi við heimkomu. Ég held að svona vanar geri mig örugga í lífinu, finnst ég vera örugg frá einu augnabliki til annars.

Dagurinn í dag var yndislegur, langur en yndislegur. Vaknaði eins og oftast kl. 5.oo og hugleiddi til kl. 6. Fór með lestinni kl. 7 og það var bjart, en kalt. Ég fór með húfu, trefil og vettlinga, ekki beint sumarlegt. En ég naut lestarferðarinnar og las í áhugaverðri bók”viljens psykologi “ eftir Poberto Assagiolo. Ég hef átt þessa bók lengi en núna virtist vera komin tími til að lesa hana. Virkar mjög áhugaverð.
Dagurinn í dag í skólanum, frá frábær, allt á fullu við að gera grafík, það hanga grafíkverk um öll loft.

Ég fór svo röska göngu inn í bæinn og keypti nýjan DVD fyrir skólann. Sá gamli er ónýtur og við horfum á bíó á morgun. Eftir skóla var svo fundur milli mín og einnar sem ég vinn mikið með í sambandi við allt mögulegt sem hefur með skólann að gera. Það dásamlega var að við héldum fundinn úti í sólinni !!!

Á leiðinni heim gekk ég í gegnum Köge og það var mikið líf og fjör. Mikið af ungu fólki sem var ansi léttklætt, enda geta þau ekki beðið eftir að það komi sumar. Í lestinni sat ég bara og horfði út um gluggann og það var svo mikið dýralíf. Fullt af dádýrum og fuglum. Ég var svo heppinn að ná lestinni beint heim frá Roskilde og var komin hingað heim kl. Hálf fimm.

Þegar ég kom inn í húsið var mér tekið fagnandi, bæði af Lappa og kattakúkalykt sé ég fór strax á veiðar eftir. Fújjj hvað það var vond lykt. Ég fann sökudólginn undir eldhússkápnum ☹ Ég veit hver gerði þetta, það er hún Alex gamla kisan okkar sem er að gera mig gráhærða með þessu, þessi elska.

Ég er með kattasand inni, fyrir hana. (Hinir kettirnir fara bara út og gera sínar þarfir). En Alex, hún vill ekki út og hún vill ekki skíta í kattakassa. Sem betur fer fer að vera heitt og þá sér maður hana varla.
Eftir 14 daga fer ég til London, ein................

Ljós og Kærleikur til ykkar allra frá frú bloglötu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn kæra Steina mín og takk fyrir tessa fallegu færslu.Vid ökum sömu leid  med lestinni en ég fer bara sjaldnar og sjaldnar í langferd.Køge er yndislegur bær tangad fer ég reglulgega tar sem sonurinn býr tar.

Gott ad heyra hvad gengur vel í skólanum tínum.

Hjartanskvedja frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 20.3.2009 kl. 08:04

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Gaman að heyra frá þér Steina

Góðar kveðjur til vorsins - hér eru fuglarnir byrjaðir að syngja á morgnana og birtan hin besta. Það er yndislegt.

Anna Karlsdóttir, 20.3.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dagurinn hjá þér virðist vera bæði pródúktívur og yndislegur - fyrir kannski utan kattarúrgangslyktina! Vonandi fer kisa að sjá að sér, þegar vorar meira. Danskt vor er yndislegt og djúsí. Allra bestu kveðjur til ykkar!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.3.2009 kl. 13:19

4 identicon

Dejligt! Fyrir utan kattaskítinn sko.

jóna björg (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 14:01

5 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Knús

Kristborg Ingibergsdóttir, 20.3.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Knús.. kattaskítur.. OJ!

Hér voru þrír hundar í gær og í dag. Við vorum með fólk í heimsókn, þau eiga sveitahund sem ekki kann að pissa og kúka úti..... það var ekkert næs. Samt rosa næs að hafa þau sko!! En hundapiss og kúkur innandyra.... úff...

Eigðu góða helgi elsku steina.

Ylfa Mist Helgadóttir, 21.3.2009 kl. 14:53

7 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 21.3.2009 kl. 16:27

8 Smámynd: www.zordis.com

Kisurassar sem kúka inni ... æj, bara pjattrófa!

Njóttu London og þess sem veröldin sendir þér ....

www.zordis.com, 24.3.2009 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband