Nýjar hugsanir, nýjir möguleikar

hbvc.jpgVið sitjum hérna gömlu hjónin og gónum hver í sína tölvuna. Sólin okkar gerir sig klára í verslunarferð með klúbbnum sínum.

Ég hugsa mikið þessa dagana, er sennilega að undirbúa mig undir meiri vinnu og minni tíma til að flakka á facebook og bloggi. Ekki það að ég hafi verið mikið að blogga. Ég hef verið að finna gamla vini og fjölskyldumeðlimi á facebook og tengst böndum þar aftur við fortíðina mína.
Nú verð ég að taka mig saman og einbeita mér að því sem framundan er, sem er ansi margt og viðamikið.

Það er svolítið svo spennandi að gerast, smá af því ætla ég að deila með ykkur hérna.
Eitt af því sem mér finnst mest spennandi , er að  ég ætla að opna nýjan skóla !
Ég og vinkona mín, Ulrikka erum að undirbúa það verkefni núna. Skólin er hugsaður fyrir börn frá 4 til 6 ára og börn frá 10 til ca 14 ára.

Ég er ánægð með vinnuna mína, en stundum gerast hlutir sem maður verður að fylgja. Þannig var að Ulrikka bauð mér og Sól í leikhús (Sól og Cesilia dóttir Ulrikku eru bestu vinkonur) Sem sagt Þær buðu okkur mæðgum á mjög skemmtilegt leikrit inni í Kaupmannahöfn. Á leiðinni heim í lestinni vorum við að spjalla um listir. Ulrikka er rithöfundur og var ný búinn að senda inn handrit og vorum við að tala um það og einnig að hana langaði að taka tíma til að fara að vinna að einhverju skapandi úti i samfélaginu. Hún er líka art terapist og sá það sem möguleika.

En til að komast aftur að þræðinum þá vorum við þarna í miklum samræðum, þessum samræðum fylgdi ákveðin orka sem á einhvern hátt tók yfir og streymdi yfir okkur nýjum hugmyndum sem á einhvern hátt tóku yfirhöndina. hbx.jpg

Þegar við lentum í Lejre, þar sem við búum, vorum við einhvernvegin hissa á því sem hafði streymt yfir okkur og ákváðum að hittast sem fyrst og ræða þessi mál nánar.

Við hittumst að viku liðinni og vorum ennþá mjög spenntar fyrir hugmyndinni og byggðum áfram á því sem við höfðum rætt.

Núna er hugmyndin komin lengra og við stefnum á því að opna næsta haust. Nú fer ég í gang að semja um húsnæði hérna í bænum sem ég hef áður lánað fyrir hin ýmsu projekt.

Við ætlum að skipta þessum skóla í tvo helminga til að byrja með !

Annar er fyrir stærri börnin:
Þar höfum við hugsað okkur að byrja með laugardagskennslu, þar sem lögð verður áheyrsla á myndlist, tónlist, leiklist, þjóðsögn, heimsspeki og hugleiðslu. Allt í einum pakka.

Svo ætlum við að einbeita okkur að barnaheimilunum og bjóða upp á kennslu fyrir  börn í kringum 4 til 6 ára. Þar sem við annað hvort förum á barnaheimilin, eða fáum hluta af hóp frá barnaheimilunum til okkar. Þar verður lögð áheyrsla á sköpun, túlkun og sköpun hugans. Smá hugleiðsla verður einnig sett þar inn.

steina_34_ara.jpg

Það er staðreynd að það að hugleiðsla tengir viðkomandi við hærri energi sem er mikilvægt í allri sköpun. Einnig er hugleiðsla góð leið til að þróa einbeitingu hjá öllum bæði börnum og eldra fólki.

Ég veit að það verður mikið að vera bæði í þessu verkefni og skólastjóri í myndlistarskólanum, ennnn spennandi.

Það sem ég hef verið upptekinn af í mörg ár er að skólar almennt eru byggðir upp á rangan hátt. Það eru að mínu mati rangar áheyrslur á það sem nemendur eiga að kunna og er grundvöllur að geta/kunna, til að komast í áframhaldandi nám.

Bæði ég og allavega tvö af börnunum mínum eru með það sem ég myndi kalla skapandi gáfur. Við getum hugsað mjög abstrakt, í myndum og hugmyndum. Þessar gáfur eru ekki þær gáfur sem koma þér áfram í skólakerfinu, þó svo að þessar gáfur séu í raun þær sem ég meina að geti bjargað heiminum frá því ástandi sem heimurinn er í, í dag. 

gift.jpg

Þessar gáfur geta skapað nýjar hugmyndir í þjóðfélaginu. Þessar gáfur geta hugsað allt upp á nýtt og séð nýja möguleika í öllu.

Ég er ekki með þessu að segja að hinar gáfurnar, séu ekki nauðsynlegar, en saman geta þessar gáfur gert kraftaverk.

Einn heilahelmingurinn getur ekki á hins verið.

Ég held að einmitt núna þegar allt virðist vera að hrynja í kringum okkur sé tíminn til að fanga þær hugmyndir sem eru sendar til okkar frá hinu æðra.

Við þurfum að vera opin fyrir því sem kemur til okkar og móta nýja möguleika fyrir það þjóðfélag sem við búum í. Við höfum öll ábyrgð á því að skapa nýtt, skapa lífið í kringum okkur. Það hefur í raun aldrei verið eins mikil þörf á nýrri hugsun eins og í dag.

Núna er komið kvöld. Náði ekki að ljúka þessari færslu að ýmsum ástæðum. Það var sumaklúbbur hjá mér í kvöld með íslenskum komum, ósköp notalegt.

Ég bíð góðar nætur kæru bræður og systur.

Set til gamans inn gamlar myndir úr fjölskyldualbúminu. Var að uppgötva skannara á prentaranum. sigrun_3_ara.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

" Þessar gáfur geta skapað nýjar hugmyndir í þjóðfélaginu. Þessar gáfur geta hugsað allt upp á nýtt og séð nýja möguleika í öllu."

Innsæið getum við kallað það kæra Steina, - eða sköpunarkraft? Held við gætum þurft að búa til ný orð?

En greinilegt að þú hefur sjálf verið slegin af þessum nýsköpunarkrafti!

Gangi þér allt í haginn með það og allt annað.

kær kv. vilborg

Vilborg Eggertsdóttir, 19.2.2009 kl. 02:22

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Elsku Steina þetta er skemmtilegt að lesa..ég er á kafi sem endranær og sakna þess að heyra ekki í þér, koma tímar og koma ráð. Ég á eftir að ræða betur við þig varðandi það sem þú ert að gera, get sjálf gert svipaða hluti þar sem ég kem til með að vera. Gangi þér sem best og ég hlakka til þegar við tölum saman næst.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.2.2009 kl. 08:35

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Spennandi verkefni sem þú stefnir að. Gang þér allt í haginn.

Kær kveðja

Guðrún Þorleifs, 19.2.2009 kl. 09:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En skemmtilegt hjá ykkur.  Ég er viss um að þetta verður mikil blessun.  Það er gefandi fyrir börn að fá að vinna í andlegu starfi, gefur þeim heilmikið út í lífið framundan.  Gangi ykkur vel með þetta Steina mín.  Innilega knús á þig og þína.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2009 kl. 17:59

5 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl kæra Steina.

Á næstu dögum mátt þú eiga von á ljósmynd frá mér.

Hún tengist fallegri mynd hér að ofan í færslu þinni.

Bestu kveðjur til þín og þinna frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 19.2.2009 kl. 23:06

6 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Gangi ykkur vel með þetta spennandi projekt. Vildi að yngri sonur minn væri dönskumælandi þá gæti hann mætt til ykkar, það ætti vel við hann.

kærleikskveðjur

Anna

Anna Karlsdóttir, 19.2.2009 kl. 23:21

7 identicon

Flott hjá ykkur vinkonunum.Gangi ykkur vel með skólann.Myndirnar fínar.Sá hvíti og kisa ferlega krúttleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 10:17

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Kæra Steina, sem ávallt var gott og gefandi að lesa færsluna þína. Spennandi verkefni sem þið eruð að fara í.

Takk fyrir mig, þú gefur mér alltaf svo mikið í færslunum þínum.

Stórt knús og alheimsljós til þín, mín kæra.

SigrúnSveitó, 20.2.2009 kl. 11:07

9 identicon

Vá! Ég tek ofan af fyrir þér að fara í svona verkefni. Ég hef mikla trú á ykkur! Þetta er akkurat það sem börn á þessum aldri þurfa. Sérstaklega finnst mér börn á aldrinum 4-6 ára þurfa að fá einbeitingu í athygli og að róa hugann. En allaveganna.. Ég óska ykkur lukku í komandi verkefni, megi þetta verða eins árangursríkt og hægt er fyrir þessi börn :) Mjög spennandi efni, sem að mætti svo sannarlega vera kennt fyrir þessa aldurshópa.

Kærleikur til þín

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband