Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Um að vilja ekki líkama sinn !

_mg_0023.jpgOffita er vaxandi vandamál, Einn af hverjum þremur yfir 20 ára þjást af offitu. Einnig er sagt að 27% barna og unglinga í heiminum séu of feit. Þetta eru bara tölur, á bak við hverja tölu er einstaklingur með sögu og baráttu sem erfitt er að fá hjálp til að leysa.

Þegar ég var lítil, fannst mér ég alveg eins og ég átti að vera. Þá var ég kannski tveggja ára, eða einhverstaðar nálægt því.
Þegar ég var 8 ára fannst mér ég líka vera eins og ég átti að vera. Ég var sennilega oft óþæg, en ég fann ekki fyrir neinu sem ekki væri í lagi með mig. Sennilega hef ég hugsað mig sem nafla alheims eins og öll börn gera.

Svo þegar ég varð tólf ára gerðist eitthvað sem gerði það að verkum að ég fann nýja tilfinningu, sú tilfinning var sú að vera öðruvísi. Þann dag var læknisskoðun í Víkurskóla. Þá vorum við mæld, skoðuð og viktuð. Ég var 54 kíló. Vinkona mín var 52 kíló. Þarna man ég eftir að hafa hugsað að ég væri of þung. Hvaðan sú hugsun kom veit ég ekki en sennilega hefur eitthvað verið sagt sem snerti mig í því óöryggi sem ég hafði fyrir._mg_9810.jpg

Ég varð unglingur og var falleg eins og ég sé það í dag. Ég varð meðvituð um líkama minn en var á einhvern hátt strax óánægð með hann. Ég byrjaði að svelta hann og refsa honum með hungri og fæði sem hvorki var gott fyrir hann, né mig.

Ég gerði eins og margir gera á lífsleiðinni, gifti mig og eignaðist börn. Líkami minn átti erfiða tíma í gegnum þessi tímabil, því ég gaf honum ekki tækifæri á að jafna sig eftir fæðingarnar með hollu fæði og kærleika, en ég þvingaði hann í "rétt" form, með hungri og meira hungri.

Ég fór í nám í Myndlista og handíðaskóla Íslands, sem breytti öllu hjá mér, það var dásamlegur tími með sköpun og ævintýri fyrir mig. En líkami minn fékk ekki að vera með í þessu gleðirússi. Hann passaði mér ennþá ekki, var ekki eins og ég vildi hafa hann. Ég  svelti ég hann áfram og til að refsa honum ennþá meira lét ég hann tæma magann af öllu í klósettið, oft mörgum sinnum á dag.

_mg_7379.jpg Svona var sambandið á milli mín og hans í mörg ár, afneitun og pirringur. Auðvitað var þetta upp og niðurleið með misjafnlega miklum þjáningum okkar á milli eða þar til núna fyrir ekkert voða löngu síðan.  Ég fór að gera mér grein fyrir að líf mitt gæti ekki haldið áfram með þessari óvináttu milli mín og hans. þessu varð að ljúka og það varð að vera ég sem tók fyrsta skrefið til sátta, því það var ég sem hafnaði líkamanum á sínum tíma.

Ég byrjaði á því í hugleiðslu að skapa samband og traust okkar á milli. Það var svo skrítið að líkami minn tók strax í höndina mína, þegar ég rétti höndina mína til hans. Það tók svolítinn tíma fyrir mig að skilja þau skilaboð sem komu frá honum og senda skýr og einföld skilaboð til baka. En það koma allt saman með æfingunni. Næsta skref var að finna hvað væri best fyrir líkama minn og mig að borða, svo hann fengi allt það best til að byggja sig upp að nýju eftir margra ára svelt og ofát eftir því hvað passaði hverju sinni._mg_9982.jpg

Ég gerði mér grein fyrir að sykur væri ekki góður, en átti í vandræðum með að neita mér um sykur. Ég uppgötvaði líka að sykur er í svo mörgu sem maður gerir sér ekki grein fyrir að geti verið sykur í. Það er ekki auðvelt sem neitandi að sjá í gegnum þann matvörufrumskóg sem er í verslunum. Það gekk  svolítill tími, ég var orðin örvæntingarfull yfir að geta ekki haldið það loforð, sem ég hafði gefið líkama mínum.
Svo gerðist það sem svo oft gerist  þegar maður kallar á hjálp að hún kemur til manns. Vinkona mín gömul fann mig á netinu og hún var með hjálpina til mín og líkama míns.  Hún hefur hjálpað mér, eins og aðrir hafa hjálpað henni og svo koll af kolli.

Ég fann mína leið, minn sannleika. En ég veit að það eru jafn margir sannleikar og við erum mörg.
Ein lausnin fyrir mér er að borða rétt, það vita allir. Önnur lausnin er að elska sig og líkama sinn nógu mikið til að leita hjálpar við því sem við ekki ein ráðum við. Þriðja lausnin er hugarfarsbreyting í þjóðfélaginu gagnvart því sem er öðruvísi, ekki eins og staðall sem búinn er til af örfáum, en lifað af mörgum

_mg_0097_772649.jpg Því út frá þessum fordómum skapast vandamálið, að leita sér ekki aðstoðar gagnvart þeirri fíkn sem ræður ríkjum í þeim sem slæst við vandamálið. Hræðsla við fordóma annarra gerir það að við sem þjáumst lokum augunum fyrir vandamálinu eins lengi og mögulegt. Ekki af því að við erum hrædd við aðra, nei af því að við erum sýkt af sama viðhorfi, fordómum gagnvart þeim sem hafa ekki stjórn á lífi sínu og við viljum ekki vera ein af þeim.

Núna er komið nýtt ár, með nýjum möguleikum og ég fer með gleði inn í þetta nýja ár með öllum þeim verkefnum sem bíða mín þar.  Ég ætla að byggja um sambandið á milli mín og hans svo það verði traust og gott inn í framtíðina.

Ég set inn myndir af mér frá þeim tíma þegar ég hélt fyrst að ég væri offitusjúklingur !

Mörg ykkar hafa spurt mig um hugleiðslu sem ég gæti sett inn á bloggið. Þessi er mjög auðveld og allir geta nýtt sér hana.

Góð leið að byrja daginn, til að tengja sig Sálinni og Almættinu.

Sestu niður,  lokaðu augun, sittu bein i baki með hendurnar afslappaðar  og fæturna  fast tengdar gólfinu.
Finndu ró og frið streyma um þig í smá stund. Finndu fullkomin frið streyma um þig og í kringum þig.
Finndu frið og Kærleika streyma um þig og inní þér. Engar neikvæðar hugsanir eða tilfinningar komast að þér.
Finndu andardráttinn þinn, rólegan og ákveðin, ímyndaðu þér að þú andir inn Friði og Kærleika og út öllum áhyggjum og neikvæðum hugsunum. Gerðu þetta í smá stund.
Þegar þú finnur að þú ert í fullkomni ró og tengingu við sjálfið segir þú í huganum:

Ég er Sálin
Ég er Guðdómlegt Ljós
Ég er Kærleikurinn
Ég er Viljinn
Ég er hið fullkomna , sem Sálin hefur skapað hér og Nú !
Sittu svo smá stund í þögninni  og upplifðu hana.
_mg_9810_772655.jpg




Eynhyrningur safnar draumum manna í hornið sitt.

 157023025_769043.jpg

Var að leita að texta í tölvunni minni og fann þetta fallega ljóð. Svona falleg ljóð eru aldrei of oft birt, þess vegna birti ég hluta af blogginu með ljóðinu aftur hér.

Gangið á Guðs vegum kæru vinir mínir.

Ég fann handskrifað ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ég hafði skrifað upp eftir bók fyrir 16 árum. Þegar ég las þetta yfir sá ég eins og bíómynd þegar ég heyrði þetta dásamlega ljóð fyrst.
Ég sat í eldhúsinu með henni Dísu vinkonu minni. Við vorum að borða kleinur og drekka kaffi. Hún bjó þá rétt hjá Myndlista og handíða skóla Íslands þar sem ég þá var nemandi og ég fór oft í kaffi til hennar.

En einu sinni þegar við sátum hver á móti annarri í eldhúsinu hennar þá las hún þetta ljóð upphátt fyrir mig, það snerti mig djúpt. Málaði einhyrning á eftir. Minningin er falleg og það er ekkert að því að hafa þessa fallegu minningu í huganum, bara ef hún er ekki þarna aftur og aftur.

En stundum erum við bara minningarnar. Minningar sem eru eins og hugsanaform, sem stöðugt sveima í kringum okkur og minna okkur á sig.

Halló mundu mig, mundu mig ,mundu mig, og við liggjum og látum okkur dagdreyma um löngu horfnar stundir. Við höldum í raun orkunni, (minningarforminu) föstu. Þá gerist að ég held svolítið skrítið, við hleypum ekki nýrri orku (hugsanaformi) inn. Við stoppum lífsflæði. Við sjáum þetta oft þegar það er slæmt í eldra fóki sem bara lifir í fortíðinni. Það kemur engin ný orka inn, ekkert nýtt flæði. Það eru sagðar sömu setningarnar aftur og aftur og vitnað í gamla daga aftur og aftur. En við yngri gerum þetta líka, stundum í öðrum formum stundum í þessum formum. Sumir kaupa verðbréf fyrir mikla peninga. Sumir safna ofboðslega miklum peningum í bankabækur. Þetta er líka að stoppa flæði. Peningar eru líka orka sem þarf að flæða frá manni til manns, til manns .

Við söfnum hlutum í kringum okkur, sumt þurfum við aldrei að nota, en við stöflum því upp og geymum. Við söfnum minningum í albúm, og notum tíma að skoða og skoða og rifja upp og rifja upp. Í staðin fyrir að vakna upp á hverjum degi, með enga fortíð. Þá er ég ekki að meina bókstaflega. Auðvitað höfum við safnað lífsreynslu í gegnum árin og lífin, en við hugsum of mikið til baka, í staðin fyrir að vera alltaf í flæði, orka fram á við.

Ekki orka smá fram og tvö eða fimm til baka.
Lífið er að mínu mati orka sem flæðir áfram. Allt það sem við höldum að sé svo mikilvægt, er í raun alveg tilgangslaust. Það sem er mikilvægast í þessu lífi er að vera góð manneskja. Og hvað þurfum við til þess ?
Að lifa áfram, ekki afturábak. Að gera okkur grein fyrir að lífið er í raun bara augnablik, of stutt til að reyna að eignast allt,

RIGHT HUMAN RELATIONS er að mínu mati það sem er mikilvægast  !
Læt þetta duga að sinni, en hérna pikkaði ég þetta fallega ljóð inn og ég hvet ykkur til að lesa það og njóta

Skáld á tali við Einhyrning!

Apríl morgun.

Gamalt skáld signir sig til dagsins úti fyrir húsdyrum sínum. Þá kemur Einhyrningurinn um víðan veg innan úr sólarbirtunni líkt og ævilega þegar svo stendur á,  og krýpur niður, samt blíðlegar en nokkur tíma hafði verið.
Gamli maðurinn undrast þetta. Hann drjúpir höfði litla stund á báðum áttum, herðir síðan upp hugann, af því Einhyrningurinn krýpur svo blíðlega frammi fyrir honum, Starir í augu dýrsins og mælir hiklaust en rólega, eins og hann hefði kannað lengi hvert orð:
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.

Í skjóli föðurgarðsins
Og í skelfingu bersvæðanna
Átti ég þig að, leiðtogi minn

Nálæg hver tilsögn þín, alskír.
Og í áfangastað kvaðst þú bíða.

Þú varst mér ilmur
af eplum og greni.
Þú sem ert fiskur ristur á vegg
rökkvaða jarðfylgsna hinna ofsóttu

Þú sem ert Einhyrningur
og enga myrkviður skelfist.


Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns
En þig missti ég
Og þín er ég að leita sífellt...

Einhyrningurinn hlustar kyrr, en svarar ekki neinu.
Gamli maðurinn heldur áfram:

Dag einn
Dreymdi mig þig
Einhyrningurinn
Aleinn sit ég við fótskör þína
Hugur minn er kvíðafullur
Hornið fram úr enni þér gnístir !
Hjartaslag eftir hjartaslag
hnikar  því nær
og rakleitt
að rótum dýpstu bænar minnar.
Ég hugsa:  lifi ég, lifi ég
Svo lengi að það standi
Gegnum mig
Og í gaflinn dökka mér að baki ?
Endurleysi mig ?
Engu svaraðir þú, en mættir:

Eitthvert sinn þegar ókomnar stundir líða
ber ég eld að sjálfum mér.
Í augsýn
alls heimsins mun ég loga !
Ég er íþýngdur spádómsritum
íþýngdur testamentum
játningum og jarteiknum.

Eitthvert sinn
Þegar ókomnar stundir líða
þyrla ég sögunni frá enni mér
þvílíkt sem skýjum
og brenni sjálfan mig
til svartrar ösku

Fylli svo aftur hvern hlut
fylli nálægðirnar
fylli víðátturnar
vængjaður sögulausum geislum !

Og hjarta mitt kyrrist
Það kveið engu framar.
Hjarta mitt átti sér gleðisöng
Engin takmörk !

Þetta voru orð skáldsins.
Einhyrningurinn rís nú upp, mjallahvítur. Hann bregst ekki á neinn hátt við draumnum, en mælir stillt um leið og hann hverfur aftur langt inn í sólarbirtuna:
Ávallt fylgi ég þér
Og öllum hinum dýrunum

Horn mitt er geisli
Það heggur í tvennt vegleysuna !

Ég renn á undan ykkur
Um rautt myrkur skóganna.....
Sama hvort er bang grátt
blik  tungls um granir ykkar
ellegar þið berið
í alsælu leiðslu
á herðakambinum
háa stjörnu......

Ég renn á undan ykkur

Sjá ég er vatnið
Sem var og er, þótt það brenni !

Maðurinn lagði sér á minni svör einhyrningsins, þó tók hann ekki orð sín aftur, heldur mælti að nýju:

Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.
En þig missti ég.
Og þín er ég að leita , sífellt......


Alheimskærleikur til ykkar allra
 

 
  

 


Til að skilja átökin í Mið Austurlöndum verður maður að fara aftur í tímann og sjá hlutina frá sögulegu sjónarmiði.

Þessa færslu skrifaði ég fyrir ári síðan. Langar að birta hana hérna aftur.

2mwfp1d.jpg

Þetta verður lengsta blogg í heimi. Hef hugsað um það í langan tíma að skrifa þessar pælingar  mínar niður, og núna geri ég það !

Til að skilja átökin í Mið Austurlöndum verður maður að fara aftur í tímann og sjá hlutina frá sögulegu sjónarmiði.

Hver hefur réttin til Jerúsalem ?


Aðalátökin í Miðausturlöndum eða Israel/Palestina er sennilega um hver hefur réttinn til að ráða yfir/búa í Jerúsalem. Bæði kristnir, gyðingar,og múslimar teljasig hafa réttinn.

Það er mikið fókuserað á það sem skilur að, í þessum þremur trúarbrögðum, og að það sé í raun ástæða þessa stríðs sem ríkir þarna á milli þeirra, en það hefur ányggilega ekki verið hugsun Guðs að skapa þessar þrjú ”ólíku” trúarbrögð til að splitta fólk hvert frá öðru, en er sennileg það sem við manneskjur veljum að túlka hver trúarbrögð fyrir sig, sem er orsök þessara deilna.

Kristintrú, gyðingatrú og Islam eiga öll upptök sín í miðausturlöndum. Kristrintrú og gyðingatrú hafa rætur sínar í núverandi Ísrael. Gyðingar vilja meina að Guð hafi gefið þeim þetta land, kristnir meina að landið tilheyri þeim, af því að Jesús lifði og dó þar. Islam hefur rætur sínar í Saudi Arabíu, en fluttist til Palestínu, og þar á eftir yfirtóku múslimar Jerúsalem, og gerðu Jerúsalem að heilagri borg.

Í aldaraðir lifðu múslimskir arabar, gyðingar saman í friði , eða þar til kristnir frá Evrópu fyrirskipuðu heilagt stríð svo Palestína gæti aftur orðið kristið svæði.Í því stríði drápu kristnir þúsundir af bæði gyðingum og múslimum. Frá þeim tíma og þar til í dag hafa verið fjölda stíða á milli þessara trúarbragða á þessu svæði. Deilan hefur ekki eingöngu verið trúarlegseðlis, en einnig um sögu, menningu og síðast en ekki síst völd.

Hvað þýðir það að vera trúaður ?


Trúarbrögð eru mikilvægur hluti mannkyns, bæði nú og áður, og þar af leiðandi mikilvægt að koma inn á það efni þegar hugað er að framtíð jarðar.

Að vera trúaður er það að trúa á Guð, eða eitthvað æðra en maður sjálfur.

Þessi þrjú stærstu trúarbrögð sem ég hef áður nefnt hafa margt sameiginlegt.
Bæði kristnir, gyðingar  og múslimar trúa á að það sé einn Guð, og að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum, einngi að við sem mannfólk getum haft samtal við Guð. Þau er einnig sammála um að Guð skapaði fyrstu manneskjur á jörðinni (Adam og Evu) og að þeim var freystað af Satan þegar þau borðuðu af eplinu í Paradís.
Í kristinni trú og gyðingatrú eru Adam og Eva sköpuð í Paradísargarðinum, en í Islam eru þau sköpuð á himninum, en á eftir sköpunina færð í Paradísargarðinn.

Abraham, kallaður Ibrahim í Islamskri trú er afkomandi Adam og Evu. Abraham gegnir stóru hlutverki í öllum þremur trúarbrögðum. Bæði gyðingar og múslimar telja sig afkomendur Abraham. Abraham er fyrstur manna til að trúa á einn Guð.Árið 1800 fyrir okkar tímatal fær hann skilaboð frá Guði um að hann eigi eftir að verða ættfaðir mikils hóps mannkyns. Abraham á þó erfitt með að trúa því, þar sem eiginkona hans Sara er orðin of öldruð til að fæða börn. Þar af leiðandi fær hann son sem fékk nafnið Ismael með Hagar sem er þræll hans. Ismael er sá sem grunnleggur Islam. Tl mikillar undrunar verður Sara eiginkona hans ófrísk og fæðir sonin Isak. Hann er sá sem grunnleggur gyðingdóminn

Það er hægt að vera trúaður á margan hátt.


Það eru þeir sem eru ofsatrúarfólk, sem lifa ortodoks eftir Biblíunni, Kóraninum eða Toraen. Ofsatrúarhópar finnst ekki eingöngu innan Islam. Þeir finnast einnig innan gyðingatrúar og kristinnar trúar. Það eru þessi hópur sem við heyrum um í fjölmiðlum, því það eru þessir hópar sem hefur öfgafullar skoðanir sem þeir réttlæta í Guðs nafni.

Þar sem þessir öfgahópar lifa eftir sinni þýðingu/túlkun á trúnni, sem aðeins er hægt að túlka á þeirra hátt, gæti maður sagt að þeir lifi í gömlum hugsunarformum, sem heldur þeim fast í því, að það er aðeins hægt að trúa og lifa á einn hátt. Þegar maður þvermóðskulega stendur og heldur fast í eigin túlkun, og segir þær einu réttu, og ekki getur ekki á nokkurn hátt séð að aðrir getir haft aðra sýn á hlutunum, og sú sýn er jafn rétt fyrir þann aðila og mann sjálfan. Þá gerast átökin sem við sjáum í því trúarbragðarstríði sem herjar á jörðinni.

Gyðingar meðal annars, halda krampakennt fast í gömul hugsanaform, sem t.d. að sjá sig sem Guðs útvalda fólk, og að Guð hafi gefið þeim Palestínu. Hérna meina ég að gyðingar hafi rangt fyrir sér. Ég trúi að allt mannkyn sé Guðs útvalda þjóð. Gyðingar ættu að skoða stolt sitt á eigin þjóð, sem liggur í þeirri hugsun að halda að maður sé meiri en annar..
”Réttrúaðir” gyðingar í Ísrael aðskilja sig frá okkur hinum hlutnum af mannkyninu, þegar þeir telja sig rétta eigendur af Ísrael Þeir óska ekki að vera hluti af hinum hlutanum af mannkyninu. Þessi hugsun getur ekki verið góð fyrir heidina, fyrir mannkynið, fyrir það guðdómlega. Það er að mínu mati löng leið að samruna mannkyns, hvort sem er gyðingar, múslima er kristnir, á ég þá við þá sem hugsa sig ”þá rétt trúuðu”. Það er að blanda saman bæði trúarbrögðum, og kynþáttum. Gifta sig yfir landamæri þess sem ekki eru við. . Þetta sjáum við í ríkari mæli nú en áður. Þetta veldur eldri kynslóðinni miklum harmi, en er að mínu mati leiðin fram að einu lífi, einu mannkyni, einni þjóð.

Stríðið í Mið Austurlöndum er í dag tjáning fyrir aðskilnað, egoisma/sjálfselsku, efnishyggju ,valdabaráttu og græðgi sem fyllir líf alls mannkyns á jörðu.Þetta er það sem ógnar heimsfriðnum í dag á jörðinni. En það er ekki eingöngu stríð í Mið Austurlöndum, einnig stórríki eins og Bandaríkin, Kína og Rúsland,sem spila á strengi valdsins, friðaumræðu, vopnasalar, og ekki síst, olíuáhuga á þessum svæðum.

Leiðtogamenn í heiminum hafa reint að vinna að friði á þessum svæðum. En það er hægt að mínu mati að setja spurningarmerki við ástæðuna á bak við það sem þeir eru að gera. , margir vilja tryggja sér aðgang að olíusvæðunum, og að koma í veg fyrir að öll þessi svæði séu yfirráðasvæði múslima, sem vestræn þjóðfélög sjá sem hryðjuverkamenn.

Það er greinilegt að olian frá Mið Austurlöndum  hefur mikil áhrif á líf okkar vesturlanda. Ef það eru sprenginar og óeirðir á þessum svæðum, þá hækkar olíuverðið hjá okkur. Þar af leiðandi erum við mjög háð öllu því sem gerist á þessum svæðum, hvort sem við viljum það eða ekki. Olían hefur óhugguleg völd í okkar heimi, og daglega lífi.Það er í miðausturlöndum sem mest hráolía finnst í heiminum í dag.

Hormuzstræde er mikilvægt svæði á þessum svæðum, Þar sigla i gegn fjórðungur af allri olíu á jörðinni. Hormuzstræde er skurður sem tengir saman Persisku Bugtina í suðvestur og Omanbugten  sem liggur að Arabíska Hafsins.

Í dag eiga olíufustarnir og fjölskyldur þeirra alla þessa olíu, og eru þar af leiðandi óhuggulega ríkir. Ef olian væri í eigu landanna sjálfra og fólksins væri hægt að nota þá peninga sem koma í stað olíunnar til að byggja upp og þróa landið til ánægju fyrir íbúa þessara landa.Peningarnir gætu þjónað mörgum, í stað fárra.

Ef Mið Austurlönd innu sjálfir hráolíuna í heimalandinu sínu, í staðin fyrir að senda hráolíuna til vestrænna ríkja til að fá hana unna, myndi það skapa meiri efnahagslegan vökst í heimalandi þeirra, það myndi skapa þúsindir atvinnumöguleika, sem myndi verða til þess að atvinnuleysi myndi minnka og velferð aukast.Þetta gæti orðið til þess að heilbrigðiskerfið yrði betra svo fátækir jafnt sem ríkir fengi þá læknisþjónustu sem þeim ber.Einnig myndi þessi efnahagslegi vöxtur gefa fleyrum möguleika á menntun, og menntun er eins og við vitum máttur, og besta leiðin inn í framtíðina.

Við erum öll hluti af þessu á einn eða annan hátt, við erum öll hluti af mannkyninu, og þar af leiðandi vil ég meina að við höfum ábyrgð á því sem gerist hvar sem er í heiminum, við höfum ábyrgð á því að heimurinn verði betri á morgun en hann er í dag. Okkur ber skilda til að byggja brú á milli fólks, án hugsunar um kynþátt, trúarbrögð, eða þjóðerni. Við skulum sjá möguleika í staðin fyrir ekki möguleika. Við skulum sjá að það hversu ólík við erum sem styrk, en ekki veikleika. Við skulum taka það besta frá fortíðinni, sem við getum notað í framtíðnni, og svo skulum við nota það í nútíðinni.


Við skulum ekki bara tala um frið, við skulum bretta upp ermarnar og skapa frið, svo það verði friður. Friður næst ekki í stríði. Friður næst með að tala saman, með virðingu, og svo að finna lausn með skilningi fyrir hinu ólíka og fyrirgefningu á fortíðinni. Fyrirgefning er það að skilja. Skoðanaskiptin/dialog verður að vera í Kærleikanum, og virðingu fyrir hverjum og einum. Verknaðurinn framkvæmist í Kærleika til allra og alls og fyrir það heila.Bara á þann hátt vinnum við stríðin , í gegnum fólks hjarta, og Kærleikurinn mun vinna mannkynið.

Hugsunarformin hafa ógurlega mikin áhrif á því hvernig við lifum lífinu okkar. , hvernig við hugsum, skiljum, finnum og gerum hlutina. Það er viljinn í hugsuninni sem stjórnar tilfinningunum okkar í ákveðnar brautir og skapar svoleiðis hverning við bregðumst við, við allar aðstæður. . Í praksis er mjög erfitt að aðskilja tilfinningar og hugsanir. Því þær virka í mjög nánum tengslum hver við aðra. En það er munur á þeim. Hugsunin færir viljan inn á ákveðna braut, það er þess vegna sem orka fylgir hugsun.
Við höfum bæði ómeðvituð hugsunarform, og meðvituð hugsunarform. Þær ómeðvituðu eru m.a. þau hugsunarform á bak við uppeldi, trú, samfélag og þess háttar.

Sem sagt hugarkrafturinn hefur mikin kraft. Ef við hugsum neikvætt höfum við áhrif á umhverfi okkar á neikvæðan hátt. Við höfum geri ég ráð fyrir öll upplifað hvernig neikvæðni getur smitað frá sér. Ef við erum í herbergi með manneskju sem er neikvæð, finnum við fljótlega hve mikil áhrif það getur haft á okkur.Við finnum líka að ef við erum með jákvæðu fólki hvernig það getur smitað til allra um kring.

Lifum við eftir boðskap Guðs um náungakærleika, eða lifum lifum við í efnishyggju hugsanaformi, þar sem við höfum nóg með okkur sjálf !


Hræðslu, þunglyndi, neikvæðni, sjálfselska og hatur, sé ég sem efnishyggjuhugsanaform. Hugsanaform sem eru réttlætt í Guðs og efnishyggjunnar nafni. Hugsanaform sem við sem einstaklingar og við sem mannkyn höfum byggt upp kynslóð eftir kynslóð. Við sjáum núna að þetta eru þau hugsanaform sem við getur orðið til þess að hvorki við sem mannkyn, né Jörðin sem pláneta getur lifað mikið lengur.
Er mögulegt að vinna á og breita þessum hugsunarformum sem eru það sem er verst, Þannig að hræðsla verði frelsi, þunglyndi verði gleði, neikvæðni verði jákvæðni, sjálfselska verði að óeigingirni og hatur verði að Kærleika. Já, það er ég viss um að sé hægt ! Það er hægt að eyða gömlu hugsunarformi, sem heldur fólki föstu í ákveðnum munstrum, munstrum hvernig við bregðumst við og hugsum.

Ef við viljum leysa upp gömul hugsunarform þá er hægt að gera það á mjög einfaldan hátt. Í hverju hugsunarformi er og hefur einhverntíma verið jákvæðni, sem gerir að þarna finnst ljós, Sjáðu þetta ljós skínandi og fagurt. Sjáðu ljósið vaxa og verða bjartara í hugsunarforminu. Sjáðu ljósið vaxa þar til allt hugsunarformið er eingöngu Ljós. Einbeittu þér svo að hugsunarforminu. Sendu bjart og eins mikið Ljós á hugsunarformið, þar til það leysist upp í kærleikanum. Þegar þetta gamla hugsunarform er horfið, leyst upp í ljósi Kærleikans, myndast pláss fyrir nýjar hugsanir, hugsanir í Ljósinu, sköpunni og frelsinu .

Við sem einstaklingar berum ábyrgð á hugsunum okkar og því lífi sem við veljum að lifa. Við getum ákveðið með sjálfum okkur að hugsa aðeins fallega um og til annarra.. Í hvert sinn sem sem neikvæð hugsun rekur inn nefið, höfum við vald til að afvísa henni. Við getum valið að elska náungan, og við getum sýnt það í umhyggju til þeirra sem verða á vegi okkar.Við getum valið að vera ekki sjálfselsk, og að vera heiðarleg, og afvísað efnishyggjuandanum.

Það fólk sem á heima í Mið Austurlöndum og sérstaklega unga fólkið er meira og meira mótækileg fyrir nýjum hugsunarformum i staðin fyrir þau gömlu. Ný hugsunarform sem eru sköpuð í Kærleikans Ljósi og orku. Flestir sem búa þarna óska eftir friði á heimasvæðinu, og þau sjá að stríð er ekki leiðin sem leysir trúarbragðardeiluna.Það er eitthvað sem reynslan og sagan hefur sýnt þeim .
Flestir á þessum svæðum hafa haft sorgina inni í hjartanu, fátækt í lífinu, missir af nánum, eða ættingjum, afleyðingar af stríði kynslóð eftir kynslóð.

Í ljósi þess að við komum nær og nær hvert öðru, landamæri verða ósýnilegri, með þeirri tækni sem gerir okkur kleift að sjá og upplifa það sem gerist á öðrum stöðum i heiminum, eins og gerðist inni í eigin stofu.Sérstaklega er yngri kynslóðin opin fyrir þessum möguleikum. Þar af leiðandi eru þau opnari fyrir þeim möguleika að lífinu er hægt að lifa á margan ólíkan máta.Þau sjá í fjölmiðlum og á netinu að aðrar manneskjur hafa ólíka sýn á deilurnar á þeirra heimaslóðum, en stjórnmálamenn, og trúarleiðtogarar í heimalandi þeirra. Þetta opnar augu þeirra fyrir nýjum hugsunum, nýjum möguleikum, sem er eins og fræ sem sáð er og gefið möguleiki á nýju lífi. Þessi nýja kynslóð í Mið Austurlöndum eru þar af leiðandi meira krítisk fyrir því sem þeim er sagt. Þeir hafa meiri möguleika en eldri kynslóðir að sjá nýjar leiðir en áður voru hugsaðar.

Einnig eru fleiri sem vinna að sameiningu ólíkra trúarhópa með menningu og íþróttum. Til dæmis Middle East Peace Orchestra. Þar hefur Henrik Goldsmith tekist að fá tónlistafólk frá þessum þremur trúarhópum sem um er rætt til að spila saman.
Í heimi íþróttanna hefur verið safnað í baskebold lið. Þar sem hópur ísraela og palestínubúa spila saman í liði. Ég veit að þetta er ekki nóg til að skapa frið, það er greinilegt að það að finna áhugasvið þar sem þess konar samvinna er möguleg gefur jákvæða og nýja möguleika. Samvinna sem sameinar í staðin fyrir að sundra.Þess slag samvinna á örugglega eftir að breiða um sig eins og hringir í vatni, og þar af leiðandi  vera með til að skapa frið í heiminum.

Fjöldi manns vinnur að því að skapa frið á milli þessara ríkja. Það er lögð mikil áheysla á að finna lausn á þessum deilum, svo mögulegt sé fyrir alla aðila að lifa saman í eins mikilum friði og mögulegt.

En það er ekki nóg að skapa frið hjá öðrum, við þurfum einnig hver og einn að vinna að því að verða betri manneskur til að vera með til að gera skapa betri jörð fyrir okkur öll.
Við ættum hver og einn daglega í samspili okkar við aðra, að sýna Kærleika, þar er ég ekki bara að meina kærleika til fjölskyldu okkar og vina. Ég er að tala um Kærleika sem nær lengra en til okkar nánusta og dýpra en það hversdagslega.
Kærleikurinn er djúpur, innilegur, óeigingjarn umhyggjusamur og sýnir skilning fyrir öllu lífi á jörðinni. Kærleikurinn er umhyggja fyrir öllum bræðrum okkar og systrum hvar sem er á jörðinni. Kærleikurinn nær einnig til allra dýra, plantna og inn til sjálfrar Móður Jarðar.

Kærleikurinn og óeigingyrni er ekki eitthvað sem við förum út og kaupum. Hann/það finnst í okkur öllum. Við erum öll Guðdómleg, við höfum öll Guðs orku í okkur.

Við, ég og þú verðum sjálf að taka ábyrgð á hugsunum okkar, tilfinningum, því sem við gerum, og gerum ekki. Við verðum að upplifa okkur sem eina heild, og við verðum að hugsa og vera saman með hugsun um falleg samskipti okkar á milli. Þannig og bara þannig gerum við Jörðina að góðum stað að lifa á.

Ég hef með þessum skrifum minum reynt að gefa smá mynd, kannski mína mynd af ástandinu í Mið Austurlöndum. Kannski líka einn af þeim möguleikum sem ég tel vera mögulega til að skapa frið á þessum svæðum. Þar á ég við hvernig maður getur eitt og skapa hugsunarform.
Þessar deilur verða ekki leystar á stuttum tíma. Það þarf tíma til að eyða gömlum frystnum hugsunum. En ég er vis sum að við öll getum verið með á þennan einfalda hátt til að skapa frið í heiminum.
Fyrir hvert neikvætt hugsunarform, sem er skipt út fyrir jákvæða hugsun. Í hvert sinn sem við sýnum skilning í staðin fyrir fordóma erum við skrefi nær friðsamlegri lausn á trúardeilunum....


Leiðin til heilbrigðs líkama er auðveld, trúið mér, ég veit...

2stemmedroseslstem.gif

Dagur tiltektar hérna í Lejrekotinu. Byrjaði loksins að taka til í fataskápunum, sem ég ætlaði að vera búinn að fyrir jólin. En annir hafa verið miklar og engin tími til þess háttar smáatriða.

Ég er eiginlega að tæma fataskápana til rauðakrossins og þeirra sem vilja. Kílóin hrynja af mér og ég hef einhvernvegin engan skilning á því. Ég bara léttist og fötin stækka á mér !
Cirka 15 kíló eru farin frá því 27 ágúst þegar ég byrjaði á þessum nýja lífsstíl.
Ef einhver ykkar er í sömu sporum og ég hef verið alla tíð. Verið í hverjum megrunarkúrnum á eftir öðrum og bara bætt meiru og meiru á sig.

Ömurlega erfitt !!

Ef þið viljið breyta lífinu til frambúðar og virkilega vinna á þessu á sál og líkama þá er til leið, trúið mér, leiðin er auðveld. Ég hef aldrei haft svona auðvelt með þetta. Jólin voru auðveld, áramótin voru auðveld, ég hlakka til dagsins á morgun, því hann verður auðveldur.

Ef þið eruð virkilega tilbúinn, hafið samband við mig steinunnhelga@gmail.com
Þetta er ekki töfrakúr, þetta er hugarvinna, þetta er skilningur og ást á sjálfinu og líkamanum.

Það er til leið og ég var svo heppin að finna hana. Í fyrsta sinn í mörg ár hlakka ég til sumarsins og léttu kjólanna og að baða í vatni og sjó.

Ég er ekki neinn líkamsdýrkandi, allir eru fagrir með Ljósið sem skín í gegnum þá !
En með líkama sem er of þungur til að gera lífið létt er erfitt að vera meðvitaður um það. Það er of margt í daglega lífinu sem verður erfitt þegar kílóin eru of mörg.

Annað til þeirra sem búa á Skagaströnd, þarna í bænum er listamaður sem hefði gaman af að kynnast íslendingum, hann heitir Philip Simmons, endilega gefið ykkur á  tal við hann!

Kærleikur til ykkar allra


munum eftir hinum á jólunum

Laugardagskvöld !img_3818.jpg
Sól og ég slöppum af og horfum á jólamúsíkþátt og Gunni spjallar við Einar bróðir sinn inni í eldhúsi.
það hefur verið mikið að gera yfir jólin. Á aðfangadag vorum við hjá Sigyn, Albert og börnum á N. Sjálandi. Á jóladag voru 9 fullorðnir og 7 börn í heimsókn. hjá okkur Það var alveg rosalega mikið fjör hjá bæði fullorðnum og börnum. Börnin spiluðu playstation og sungu með ABBA og við hin fullorðnu spiluðum. Þetta var mjög international hópur. Það var töluð íslenska, danska, þýska og franska.

Á 2. Jóladag komu Tumi, Ráðhildur og börn sem eru ekki lengur börn heldur afskaplega skemmtilegt ungt fólk. Við fórum með Ráðhildi og Tuma í skógartúr hérna í skóginum okkar í yndislegu veðri, set nokkrar myndir inn.

Í dag kom Einar bróðir hans Gunna og verður hann hjá okkur í nokkra daga.
Það er svo skrítið, eins og ég er lítið félagsleg manneskja þá er alltaf erill hérna hjá okkur. Alltaf fólk að koma og fara og það er æfing fyrir mig að vera með í þessu. Hún skrítna sem ég hef skrifað um áður, sem stal kettinum okkar og klippti runna niður og fl. Og fl. Er næstum daglegur gestur hjá okkur.

 Þannig er að hún hún var í heimsókn hjá okkur nokkuð fyrir jól, á 3. í aðventu. Við sátum og vorum að spjalla við hana. Hún talar mikið og liggur mikið á hjarta. Hún situr meðal annars og horfir á aðventukransinn og segir: ég hef ekki verið með öðrum manneskjum á aðventunni frá því ég var barn (hún er 62 ára) !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Ég hafði svo ákveðið að spjalla við vinkonu mína á skypinu og sagði ég það við nágrannakonu að ég þyrfti að tala við vinkonu mína og það gæti tekið tíma. Segir hún þá: má ég sitja, hlusta og fylgjast með ykkur í smá stund, það er svo notalegt að vera í kringum manneskjur og fylgjast með heimilislífi !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Að sjálfsögðu. Ég spjallaði við vinkonu mína í tæpan klukkutíma og nágranni sat og hlustaði og drakk kakó.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

 Eftir símtalið spyr ég hana svo, hvað hún ætli að gera um jólin, það verður smá þögn og svo segir hún : ég á erfitt með þennan árstíma.....ég er alltaf ein með kisunum mínum. Hummmm, ég fékk illt í magann !

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Í 13 ár hefur hún búið við hliðina á okkur og hefur verið ein öll jól !!!

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Ég fann mikla vanlíðan yfir þessu. Spyr hún svo hvort hún megi bjóða okkur í eplaskífur daginn eftir og koma með þær yfir til okkar. Það var að sjálfsögðu í lagi.

img_3790.jpgDaginn eftir kemur hún hingað yfir og er í ansi miklu stressi, því hún kunni ekki að baka þær! Hún bað Gunna að hjálpa sér sem og hann gerði. Ég spurði hana hvernig stæði á því að hún hafði boðið okkur þegar hún kynni ekki að baka þær. Hún sagði að mamma hennar hafi verið svo dugleg að baka eplaskífur og þar af leiðandi hélt hún að hún gæti líka. Ég gerði grín af henni (í góðu) og sagði að svona nokkur færi ekki í arf, en þyrfti að læra. Við fengum þó yndislegar eplaskífur og fallegt kvöld. Við buðum henni svo í hrísgrjónagraut í hádegismat á aðfangadag og deildum þá gjöfum til hvers annars. Hún bað um að fá að fara í göngutúr með Lappa sem við þökkuðum feginn fyrir því að við höfðum mikið að gera fyrir kvöldið.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Á jóladag var henni boðið hingað með fullt af fólki og það var yndisleg upplifun fyrir okkur og hana. Hún var yndisleg og setti líf í boðið. Hún er skrítin, hún er öðruvísi en flestir en það er lífið að við erum ólík og öðruvísi.

Hún kom með gjöf fyrir heimilið, hún kom með spegil sem er yfir 120 ára gamall og gerður úr steypujárni og giltur. Ofsalega fallegur spegill sem föðurafi hennar hafði smíðað.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Núna hefur hún komið daglega og beðið um að fá að fara í göngutúr með Lappa sem við höfum að sjálfsögðu alltaf sagt já við. Lappi nýtur góðs af, við njótum góðs af og nágranni nýtur góðs af.

Svona nokkuð vekur mann til umhugsunar

Já það er svo margt við þessi samskipti sem vekur mig til umhugsunar ! Hvernig er það hægt að einhverjir eru svo miklir einstæðingar að þeir eru einir á jólunum, áramótunum, hátíðardögum.
Hvernig stendur á því að ég í öll þessi ár hef ég ekki spáð í það að í litla húsinu í bakgarðinum mínum væri kona ein, á jólunum, Hátíð Krists. Er það ekki einmitt tíminn sem við komum hvert öðru við, erum tengd frá hjarta til hjarta.

Nágranni verður aldrei aftur ein alla jóladagana, það sjáum við um.

Gleðileg Jól kæru netvinir og takk fyrir öll yndisleg kommentin ykkar og jólakveðjur.

_mg_0.jpg_mg_4.jpg_mg_5.jpg_mg_6.jpg_mg_7.jpg_mg_8.jpg


hver er hún tilfinningin sem heimsækir mig þessa dagana

foto_466.jpgKlukkan er sjö mínútur í átta og morgunútvarpið malar í bakgrunninum. Þeir tala við Stein Bagger sem er í L.A með marga marga peninga. En auðvitað er þetta bara einn annar útvarpamaður sem er að plata hlustendur, hann er í plötuskapi.

Ég er einhvernvegin svo glöð núna. Ég var glöð í gær, ég finn gleðina ennþá í maganum og hjartanu.

Ég veit ekki alveg hvað það er sem gerir mig glaða.

Ég er ekki ennþá búinn að pakka gjöfunum og senda til Íslands til minnar kæru fjölskyldu. Var að minna Sól á það áðan að við þyrftum að gera það í kvöld.

Ég er ekki búinn að setja skrautið upp. Það bara komin aðventukrans og rauð kerti  inn í húsið og jólaljós fyrir utan og að sjálfsögðu er herbergið hennar Sólar eins og ekta jólastofa.

Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég gef börnunum mínum í jólagjöf. Var að spyrja Sól áðan hvort ég ætti að kaupa jólagjöf handa Gunna í dag, hún var alveg með ákveðna hugmynd sem erfitt verður að uppfylla: jólapeysu með blikkandi ljósum. Ég sagði nú að þetta væri ekki alveg praktískt þegar við værum ekki með svo mikið af peningum, að kaupa peysu sem bara er hægt að nota á jólunum. Hún benti mér nú á að það væri líka hægt að vera í henni við julefrokost. hummm

Ég er ekki glöð af því að húsið er hreint og fínt fyrir jólin, nei hér er allt einhversstaðar annarsstaðar en það á að vera, en svona geta nú hlutir fundið sér nýja og aðra og kannski betri staði, sem fara þeim betur og það borgar sig ekkert að vera að blanda sér í það.

Ekki er gleðin yfir því að ég hafi peninga inni á reikningnum mínum fyrir þessum tveim ferðum sem ég er að fara í eftir áramót. Sá áðan að það hafði verið tekið út fyrir hótelinu í London yfir 600 dollara. En svona er það, ef maður þarf, þá þarf maður.foto_468.jpg

Klukkan er núna fjórar mínútur yfir átta og ég finn ennþá gleðina í maganum, þó svo að ég telji allt upp sem er ekki í röð og reglu.

Ég er hvorki fræg, falleg eða rík, ég er bara ósköp venjuleg kona í sveit með fjölskylduna sína og dýrin sín, en þó finn ég lukku í maganum. Lukkan er ekki yfir neinu, en þó getur alveg verið að hún komi yfir því sem ég tel vera svo sjálfsagt í lífinu. Eitthvað sem ég tek ekki eftir og bara er þarna með sinn vilja og ég tek bara sem er sjálfsagt.

Ég varð glöð í gær yfir að ég kláraði tvær greinar sem ég var nokkuð ánægð með. Ég var líka glöð yfir fundinum í gær með hugleiðslugrúppunni  og Gordon. Yndisleg hugleiðsla , yndislegt efni sem við stúderuðum saman öll í samveru. En það er einhvernvegin ekki það sem gerir mig alveg svona glaða, held ég, því ég var líka svona glöð í gærdag.

Ég er líka að fara að hitta ástina mína, hana Sigyn á eftir í Kaupmannahöfn, ég er glöð yfir því, en þó held ég ekki að það sé það.

Þetta er svona róleg þægileg gleði sem lúrir eins og á yfirborðinu og er alveg að koma. Ég finn hana ólga smá núna þegar ég heyri Kim Larsen syngja jólalag um Jesú og afmælið hans.

Ósköp er þetta notalegt, hann liggur þarna svo fallega á gólfinu hann Lappi minn, öruggur um að ég sé ekki að fara neitt og að við tvö séum að vera saman í dag í þeim rólegheitum sem passar okkur svo vel

Ég verð eiginlega að fara með hann í göngutúr áður en ég fer í borgina.

Sennilega eru þetta jólin sem ég er með í maganum. Jólin eru í raun ekki um neitt utanað komandi en tilfinning sem er þar frá því ég var litla barnið og hlakkaði til að eiga jól og gleði með fjölskyldunni minni. Fá bækur sem yljuðu mér fram í janúar. Sögðu mér sögur um framandi heima og ævintýri.

Ég hef ekki alltaf haft þessa tilfinningu á þessum tíma, sennilega ekki frá því að ég var barn. Jólin hafa í mörg ár verið um annað en þessa jólatilfinningu sem ég finn núna. Í raun hafa jólin verið erfið á svo margan hátt. Sennilega hefur hugurinn verið fastari við efnið en við það andlega. Matur hefur verið það sem hefur tengt mig við jólin og fyrir nokkrum árum gott vín og góður matur, sem er í sjálfu sér í lagi en ekki þegar það er það sem jólin verða um. Ég held að þessi tilfinning núna sé á léttari plani en áður.

foto_467_746724.jpg

Gleðin við, að bara vera, án þess að fókusera á hvað á að borða, drekka og borða drekka. Núna veit ég að auðvitað kem ég til að borða og drekka vatn, en það er ekki það sem þessir dagar eru um.

Núna veit ég einhversstaðar inni í mér og yfir mér að Kærleiksorkan er meiri á þessum tíma svífandi og það er kannski hún sem ég finn og nýt að vera í þessa dagana. Kærleiksorkan sem allir eru að senda og hugsa til hvers annars.

Sennilega er það sú tilfinning sem er Jólin. Krists tilfinningin, já


jólahugga í Lejre

Halló frá Lejrekotinu.foto_460.jpg

Frívika framundan, eða næstum því.  Ég fer þó á fund á fimmtudaginn og á föstudaginn fer ég með skólanum í jólaferð til Malmö í Svíþjóð.

Ég og Sól erum hérna saman í huggu, eins og svo oft áður. Gunni er í mannapartý hérna við hliðina. Það hittast cirka 30 kallar, alltaf á þessum árstíma, keppa í mannakeppnum, borða baunasúpu , fullt af kjöti og drekka einhver ósköp af snaps.

Þannig að ég og Sól njótum þess að vera hérna með smá kvennasælu.

Við fórum í dag að sjá leiksýningu í leiklistarskólanum sem Sól er í. Það var mjög gaman. Á eftir fórum við í verslunarmiðstöð í Hóraskeldu og keyptum smá aðventugjafir til hvers annars. Þegar við komum heim fórum ég og Sól að horfa á bíómynd og höfum gert það síðan.
Það er mikið um að vera í þessum jólamánuði. Við eigum eftir að klára gjafirnar til Íslands og senda þær. Við eigum eftir að baka eitthvað og klára það konfekt sem við vorum byrjuð á.

Við förum í jólaboð í einum matarklúbbnum sem við erum í. Einn saumaklúbbur, sem verður hjá mér á miðvikudaginn.  Ég ætla líka að skrifa einhverjar greinar sem ég þarf eiginlega að byrja á á morgun.

Eins og flestir erum við langt á eftir þeirri áætlun sem við vildum vera á.  Við sendum sennilega engin jólakort í ár, það er þó ekkert nýtt því ég næ því aldrei.
Einu sinni sendi ég jólakortin í janúar !

foto_462_744642.jpg

Á morgun ætlar Gunni á jólaball með Sól og barnabörnunum, ég verð heima að vinna.

Ég sé fram á kvöld með hverjum jólakalandernum á eftir öðrum,.Þannig er það alla desembermánuði á þessu heimili. Sól sappar frá einni stöðinni á aðra til að ná þessum herlegheitum. Jólakalander er skemmtileg og góð hefð hérna í Danmörku sem allir fylgjast með í hérna í danaveldi.
Set inn vídeó með smá frá tveimur julekalender :
Mikkel og Guldkortet og The Julekalander, sem er uppáhaldið okkar hérna. Það var sýnt fyrir mörgum árum hérna og við erum miklir aðdáendur þessa þátta og njótum þess að sjá þá endursýnda núna.

Sá þriðji sem ég set inn, er snilld !!!  Jul på Vesterbro, við eigum það meira að segja á dvd !!

Jólin eru á svo margan hátt svo dásamlegur tími, en ég veit þó að það eru margir sem ekki hafa það gott á þessum tíma. Það er fleiri og fleiri fjölskyldur sem ekki eiga pening fyrir mat  eða jólagjöfum hérna í Danmörku. Margar fjölskyldur eru að missa heimilin sín á þessum tíma, bæði hér og þar. Þetta er líka erfiður tími fyrir fjölskyldur sem hafa eitthvert áfengisvandamá á heimilinu og það eru margar fjölskyldur.

Einnig eru margir sem láta lífið fyrir okkur á þessum tíma, svo við getum haft góðan mat á borðum, þeim megum við ekki gleyma að þakka.

Verum góð hvert við annað á þessum tíma, brosum til hvers annars og gefum hvert öðrum allt það jákvæða sem við eigum í okkur.

Hugsum aðeins út fyrir okkur sjálf, til annarra. Falleg hugsun gerir kraftaverk, það er gott að hafa í huga.

Það eru jólin !

Kærleikur í hjartanu til Lífsins !

 

 

 

 


Hérna er mjög áhugaverð grein sem Björk okkar allra skrifað í TimesOnline !

foto_430.jpgÉg og Lappi englabossi vorum að koma úr göngutúr. Ég tíu kílóum léttari en áður fyrr og Lappi jafn fallegur og áður fyrr. Göngutúrinn var líka meira svífandi bæði á líkama og sál. 

Við hittum nokkra hunda sem bæði vildu heilsa okkur og svo líka nokkrir sem vildu ekkert tala við okkur. Þeir fengu svo sannarlega að heyra það, Lappi lætur sko ekki bjóða sér hvað sem er, hann er sko Lappi kóngur, Íslands eina vona, Lappi Steinuson !!!

Við löbbuðum í klukkutíma, heilsuðum hestunum, beljunum og fuglunum, allt á ljúfu nótunum og Lappi ekkert að rífa sig.

Veðrið er dásamlegt, sól og kalt loftið, engin vindur.

Laufblöðin liggja um allt í allavega brúnum, grænum og rauðum tónum. Eplin voru þarna líka um alla jörð. Hugsaði mér á leiðinni að plata Sól og Gunna á sunnudaginn á Dyrehavsbakken til að sjá öll dádýrin í pörunarástandi.

Einu sinni fyrir mörgum, mörgum árum fórum Siggi, Gunni og ég þangað á þessum tíma og það var alveg frábært. Við gátum nánast snert dádýrin og hornin þeirra. Við sjáum til hvort þau hin í fjölskyldunni hafi einhver plön. Við höfðum talað um að fara til Sigynjar og fjölskyldu, þau búa ekki svo langt frá þannig að þetta gæti verið í leiðinni.

Ég fékk pakka áðan frá besta vini mínum, ég elska að fá pakka og fæ alltaf fiðrildi í magann þegar ég sé að það liggur svona leyndarmál og bíður mín, þegar ég opna póstkassann.

Takk vinur minn !

Annars er lífið bara ljúft eftir þau átök sem hafa verið undanfarið. Ég finn að þó svo þetta hafi verið svona erfitt þá hefur þetta verið svo lærdómsríkt fyrir mig og ég er þakklát þeim sem voru með til að skapa þetta vandamál. Það þarf nefnilega svo oft erfiðleika til að vaxa í þroska og auka skilning sinn í meiri víddum. foto_429.jpg

Í dag ætla ég að setja niður síðustu laukana í garðinn og taka aðeins til í honum fyrir veturinn. Njóta sólarinnar og  selskap með sjálfri mér. Næsta viku bíður upp á vinnu og fundi og mikið að gera. Einn nemandinn í skólanum sem hefur verið hjá okkur í sex ár, hættir í næstu viku. Sveitarfélagið sem hún kemur frá vill ekki borga meira fyrir hana þrátt fyrir að foreldrarnir hafi  gert sem var í þeirra valdi.
Þetta er ósköp leiðinlegt, en ekkert hægt að gera við því. Við erum sem betur fer með biðlista af nemendum sem vilja komast inn í skólann. En engin þeirra getur fyllt það skarð sem hún skilur eftir sig. Svo yndisleg stúlka sem hefur gefið okkur öllum yndislegar minningar til að gera líf okkar ríkara en ella..

Jæja kæru vinir á blogg heiminum KærleiksLjós til ykkar allra og ósk um að þið fáið fallega helgi.

Hérna er mjög áhugaverð grein sem Björk okkar allra skrifað í TimesOnline !

http://www.timesonline.co.uk/tol/comment/columnists/guest_contributors/article5026175.ece


ómeðvitað einelti

9821009_709495.jpgNúna fer Danmörk frá sumartíma yfir á vetrartíma. Ég hef eiginlega aldrei skilið þetta dæmi og það er erfitt að fatta hversvegna. Ein reglan segir að til að muna hvort við förum fram eða til baka í tíma, þá segjum við að á vorin setjum við garðhúsgögnin út, sem þýðir að tíminn fer fram og á haustin tökum við garðhúsgögnin inn, einn tími til baka. Sem sagt núna er bara eins tíma munur á Danmörku og Íslandi en á sumrin er tveggja tíma mismunur.

Það er rigning úti og haustlegt og það er voða huggulegt. Ég og Sól sitjum hérna inni í stofu saman í sitt hvorri tölvunni, við kertaljós til að auka á hugguna.
Sól ímyndar sér að það sé líka mikilvægt fyrir hana að hafa sjónvarpið keyrandi í bakgrunninum, því hún er líka að fylgjast með barnaefninu. Ég vel að vera ekkert að nöldra yfir því, enda vel ég vandlega hvað ég vil nöldra yfir þessa dagana.

Það hefur verið erfiður tími undanfarið, en mjög lærdómsríkur. Ég hef fundið fram fullt af hlutum sem ég þarf að vinna betur á hjá mér og það er alltaf jákvætt og gott.

Ég hef oft í gegnum árin í samræðum og umræðum bara samþykkt það sem sagt er, ef ég hef ekki haft neina sérstaka skoðun á efninu. Sérstaklega á það við hjá þeim sem mér þykir vænt um. En nú er tími breytinga, ég þarf að skoða í hvert sinn, hvað mér finnst um öll málefni, því annars getur það rúllað upp á sig og farið illa og eyðilagt og meitt.

Vegna þessa hef ég misst nána vini mína. 4929330.jpg

Ég hef verið eins og lömuð undanfarið og ekki getað annað en lokað mig af og sleikt sárin. Núna er ég að skoða hvernig ég hefði getað gert þetta öðruvísi og betra fyrir heildina. Ég get að sjálfsögðu ekki eingöngu fókuserað á hvað hinir sem voru hluti af þessari krísu gerðu rangt eða rétt. Ég þarf að einbeita mér að því hvernig ég hefði getað gert hlutina betur og það er margt.

Þetta hefur allt haft langan aðdraganda og fullt af samtölum, með hjálp utan frá til að reyna að redda þessu eins vel og hægt var, en það dugði ekki.

Út frá því sem ég hef upplifað undanfarið, þá hef ég í raun hugsað hversu auðvelt það er að verða vafinn inn í að leggja í einelti án þess að gera sér alveg grein fyrir því hvað það er sem er að gerast. Ég hef í langan tíma verið hluti af því, án þess að gera mér grein fyrir því að það er í raun það sem hefur verið að gerast, á hinum innri plönum.

Ég hef í langan tíma samþykkt reiði kærar vinkonum minnar. til annarrar persónu í grúppunni okkar. Ég hef samþykkt það sem hún hefur sagt og við öll verið hluti af pirring til hans sem ekkert vissi en var allt það sem pirringurinn beindist að. Við gátum séð að betur mátti fara hjá honum, gleymdum að skoða hvað betur mátti fara hjá okkur sjálfum, sem er það sem þetta er allt um. Ég hef hlustað og hlustað og oftast verið sammála og með því verið þáttakandi í að senda þessa reið yfir á hann sem okkur fannst geta gert hlutina betur. Hann var í sínu líkamlega lífi alls óvitandi um það sem gerðist. En áhrifin hafa örugglega sett sín spor á hann án þess að hann vissi. 1490854397_m.jpg

Það er nú þannig að ég hef oft upplifað svona áður og verið þáttakandi í baktali um aðra, en aldrei upplifað það sem einelti, ég hef ekki hugsað það neitt sérstakt, því þetta er nú einu sinni hluti af okkur mannkyni. En núna upplifi ég þetta mjög sterkt sem ein grein af því að leggja í einelti og senda vonda orku yfir á aðra, sem er í raun að senda vonda orku yfir á sjálfa mig. Við erum nefnilega öll hluti af því sama.

Það þurfti að koma svo langt að talið var að hann væri ekki hæfur, þá loksins vaknaði ég upp frá þessari martröð og varð að segja það sem hjartað sagði. Það kom að sjálfsögðu öllum í opna skjöldu, bæði honum, þeim og mér.

Ég fékk vont bragð í munninn yfir mér, yfir að bregðast ekki við út frá hjartanu frá upphafi, en að bregðast við út frá því sem var þægilegast á þeim tíma. Að standa með vinum mínum í hinu líkamlega lífi, á móti bróður mínum á innri plönum. Ég sé hversu langt er í land með að verða það sem ég óska mér.

auralovers.jpg

Ég hef þó fengið skilning í gegnum þessar vikur, ekki bara sem einhver orð sem ég heyri, en ég skil alveg inn frá hjartanu að allir gera það besta sem þeir geta, það besta út frá því hvar viðkomandi er. Það er hvers og eins að skoða sjálfan sig og elska. Ef við elskum og virðum ekki okkur sjálf, þá er ómögulegt fyrir okkur að elska bræður okkar og systur,

Það er hægt að sjá þetta í heimsmyndinni hvernig við meiðum og drepum hvert annað, þannig erum við við okkur sjálf.

Ég held að svona þátttaka eins og ég hef verið hluti af, sé eitthvað sem flestir þekki sig í og sé í raun mikið vandamál allsstaðar. Í fjölskyldum,  á vinnustöðum, í vinahópum, andlegum grúppum og svona mætti lengi telja.

Ég sé einnig að reiði er á einhvern hátt meira sjálfstæð en ég gerði mér grein fyrir. En reiðin notar okkur sem verkfæri til að eyðileggja góð mannleg samskipti eins og reiðinni er mögulegt. Reiðin notar okkar veikleika til að breiða út eins mikilli reiði á eins fljótan hátt og mögulegt. Við í okkar veikleika gefum reiðinni, baknaginu, vondri orku leifi til að nota okkur, því það er ákveðin fullnæging í að rægja aðra niður, þar að segja okkur sjálf því. því við eigum ekkert betra skilið, finnst okkur. Við elskum ekki okkur sjálf, við elskum ekki náungann !

Það væri gott ef allir hugsuðu sig vel um og skoðuðu það sem er að gerast áður en það meiðir eða splittar fólki hvert frá öðru. Það ætti alltaf að vera móttó að safna fólki saman, en ekki splitta fólk frá hvert öðru.

Hugsa sig um áður en við samþykkjum eitthvað sem annar segir illt um annan. Það að við bregðumst ekki alltaf rétt við, er ekki að við séum vondar manneskjur, en ef við höfum einhverja reiði til okkar sjálfra, eða höfum minnimáttarkennd eða eitthvað annað, þá gerum við það sama við náunga okkar.
Það sem ég hef reynt að einbeita mér að, er að ekki dæma sjálfan mig, en samþykkja og vera meðvituð um að ég gerði það besta sem ég gat á þessum tíma en að skoða án gagnrýni málið frá öllum hliðum til að læra og vaxa á því.

Kærleikur inn í fallegan sunnudag til ykkar allra kæru bræður og systur.


Obama, önnur tilraun /börnin vita

-1wzzxd.jpg-2molbd.jpg-3qtrhd.jpg-4jjtzq.jpg-6rawgr.jpg-5olsmx.jpg-7zpwrk.jpg-8iqhvd.jpg-9dseau.jpg-11.jpg-12.jpg-13_706325.jpg

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband