það er langur tími, þó svo að ég sé ný flutt !

 

20050711132448_0

Í sumar hef ég búið í Danmörku í 14 ár ! Það er langur tími , en samt finnst mér ég vera ný flutt , þó svo að mér finnist ég alltaf hafa búið hérna.  Sigyn var 14 ára, Siggi var 8 ára. Núna er Sigyn 28 ára og Siggi 22 ára. Þegar ég horfi á þau geri ég mér fyrst grein fyrir því hversu tíminn líður. Við bjuggum fyrstu 3 árin í Kaupmannahöfn, en keyptum okkur svo 125 ára gamalt hús hérna í Lejre. I þessu húsi höfum við svo búið í 11 ár. Ég hef aldrei átt heima í sama húsi svona lengi. Það gerist eitthvað þegar maður hefur búið á sama stað í svona langan tíma. Maður fær allt líf í bæði húsinu og garðinum í blóðæðarnar.Á þessum tíma í mars, apríl, sér maður hvar laukarnir eru að koma upp úr moldinni, þeir sömu og í fyrra og þeir sömu og í hittifyrra. Það eru staðir í garðinum sem eru heilagir. Í þessu horni grófum við hana Þrúði, kisuna okkar. Sem var keyrt yfir af Bitten mömmu hennar Andreu sem er í bekk með Sól. Í þessu horni er Langøri kanína, grafinn, sem kom alltaf með okkur inn, og gekk rúnt á gólfinu. Sem svo óheppilega vildi til að Sól sem bara var þriggja ára missti flösku á hausinn á honum, þannig að hann lá lengi á gólfinu án þessa að hreifa sig. Eftir ca klukkutíma tókum við blessuðu kanínuna upp sem var svolítið stíf, en vonandi ekki dauð og keyrðum með hann til Anne Marie dýralæknis sem var á hestbaki með manninum sínum sem hún núna er skilin við fyrir nokkrum árum og hún þurfti bara aðeins að horfa og sagði svo „hann er dauður“ Fjölskyldan lömuð, höfðum ekki haft dautt dýr áður. Á öðrum stað er önnur kanína grafinn sem var risa stór en fékk alltaf ígerð í hálsinn sem við þurftum með jöfnu millibili að taka inn og hreinsa út úr hálsinum. Svo eru það allir fuglarnir sem við höfum grafið hér og þar í garðinum. Kanínur einnig grafnar  hér og þar í garðinum. Við erum með okkar eigin dýrakirkjugarð í garðinum. Við getum aldrei selt og flutt. Það er svo mikil fjölskyldusaga á þessu svæði.

20050525061021_0Ég rifja upp sögur af Iðunni, hvíta scheffernum okkar.  Þegar við fluttum hingað var hún hvolpur. Hún hefur á þessum tíma alið upp kisurnar: Þrúði, Véstein, Mattilde, Alex, Múmín og Freðrik. Hún hefur verið með til að ala upp Lappa litlaþ Hún hefur tekið ástfóstri við allar þær kanínur sem við höfum haft inni og passað og hjúkrað í gegnum árin. Hún hefur sleikt þær og passað. Ég man eftir öllum hænunum sem við höfum haft hérna inni og hjúkrað og passað. Stundum tókum við inn egg sem hænurnar höfðu farið frá þegar unginn var komin hálfa leið út. Við hjálpuðum ungunum út , með hvatningu og smá pilli hjálp. Við tókum ungana oft í fangið og vorum með þá í rúminu, og á gólfinu þar sem Iðunn sleikti þá og ýlfraði umhyggjusöm. Við höfðum þessa unga þar til þeir urðu að hænum eða hönum og gátu bjargað sér í hænsnahúsinu.20050423210503_4

Einn unginn er mér sérstaklega minnisstæður. JURI GAGARIN. Hann fann ég liggjandi í hænsnakofanum , kaldur. Það var sól úti og ég settinst með hann og ákvað að athuga hvort ég gæti blásið lífi í hann. Ég sat í langan tíma og blés í litla gogginn, hugsaði ekki hvað tímanum leið. Allt í einu heyri ég að hann gefur frá sér hljóð. Hann var lifandi. Hann reyndist svo vera Hún.  En hún bjó inni hjá okkur lengi. Það tók mjög langan tíma að venja hana til að vera í hænsnahúsinu. Við gerðum það í langan tíma að hún var úti á daginn en við tókum hana inn í hús á kvöldin. Eitt kvöldið komum við seint heim, það er komið myrkur. Við heyrum um leið og við komum út úr bílnum reiðilegt garg. Ég geng að hænsnagarðinum og þar er þessi elska, hundpirruð, gargar og öskrar á mig. Ég beygi mig niður og tek þessa reiðu hænu upp, sem setur höfuðið í hálsakotið á mér og kvartar pínu lítið, en sofnar svo.  Nokkrum árum seinna fundum við hana án 20050714075138_4höfuðs í hænsnahúsinu. Hún er líka grafin í garðinum okkar.

Þegar við förum í göngutúr með hundana förum við alltaf niður að Lejreá.

Við höfum gengið þessa leið svo mörgum sinnum. Við þekkjum hvern stokk og stein. Við skoðum ána og sjáum hvort það er lítið eða mikið í ánni. Við rifjum upp hvernig það var fyrir 10 árum þegar við gengum með Iðunni á aðfangadagskvöld niður að ánni. Ég með Sólina í maganum. Við höfðum rifist vegna smámuna og vorum þung á brún. Þegar við komum niður að ánni þá var snjór yfir öllu. Stjörnubjart og máninn fullur. Við rifjum ekki upp að við höfðum verið óvinir. En við rifjum upp hversu áinn var falleg og hversu stillt var. Hverning snjórinn glitraði í túnglskininu.

 

Núna erum við að gera fullt við húsið okkar. Við fáum nýja glugga og útihurð í þessari viku. Við erum að gera flott stórt eldhús og nýtt bað. Þetta er allt saman voða gaman, enda mikil þörf á.20050714075138_3

Við göngum núna um húsið og rifjum upp hverning það var áður. Þegar efri hæðin var bara eitt stórt svæði sem við notuðum undir geymslur. Hverning var þegar við bjuggum heilt sumar úti í garði vegna þess að við vorum að pússa fallegu tréloftin. Þegar ég háólétt reif niður ömurlegu eldhúsinnréttinguna og henti henni út um gluggan. Og grey Gunni þurfti að  ”klára” verkið á meðan ég lá undir japanska kirsuberjatrénu með magann út í loftið.  Þegar við héldum jól og elduðum jólamat í húsi sem hafði enga eldhúsinntéttingu, og næstum ekkert ljós virkaði í húsinu. Við tölum um þennan tíma með kærleika og væntumþykju. Við munum þetta allt sem eitthvað gott og fallegt,

                                                               þó svo að á 20060121155244_1þessum tíma var þetta erfitt. Það var erfitt þegar dýrin dóu. Það var erfitt að búa í húsi sem var að hruni komið. Það var bæði sorg og gleði á þessum tíma. En við munum eftir því góða, og það slæma er hluti af því góða. Þegar ég hugsa um þetta sé ég að sagan okkar, hússins og garðsins er falleg

 

 

Í gær í eitt augnablik sá ég fram í 100 ár þar sem önnur fjölskylda lánar þetta hús og skapar sína sögu með húsinu og garðinum, þá erum við löngu farin en sagan okkar er þarna ennþá.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegur pistill og fullur af kærleika til lífsins.  Takk fyrir mig

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndisleg saga.  Ástarþakkir fyrir allt það fallega sem þú skrifar alltaf, og ljósið og kærleikann sem streymir frá þér gegnum bloggið.

SigrúnSveitó, 26.3.2007 kl. 18:24

3 identicon

Jeg synes det var smuk historie, nu ved jeg hvor jeg kommer fra
Elsker dig mor


Iggis (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 18:45

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Frábær saga.

Guðríður Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 19:11

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það sem grípur mig eru tengslin við dýrin í tilverunni, þetta eru svo miklir vinir manns, þótt við eigum bara eina nöldurskjóðu í kattarkroppi núna, þá er maður aldrei einn með dýrunum. En það fylgir dýrunum bæði gleði og sorg, því þau eru sjaldnast eins langlíf og maður vildi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.3.2007 kl. 19:58

6 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Já það er undarlegt hvernig upplifun okkar og reynsla breytist þegar fjær dregur. Út af hverju getum við ekki séð þetta svona í NÚINU?

Vilborg Eggertsdóttir, 26.3.2007 kl. 21:52

7 Smámynd: Ólafur fannberg

frábær saga knús og kveðja

Ólafur fannberg, 27.3.2007 kl. 05:56

8 identicon

skemmtilega skrifað og þetta með tíman mér fynst ég líka vera nýfluttur frá íslandi þó að ég sé búin að vera 17 ár í Svíþjóð

kv

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 08:50

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku jóna mín , við kíkjum sko í heimsókn ! það versta er að við komum svo sjaldan saman vegna dýranna ! en sjáum nú til hann siggi minn passar orðið stundum.

siggi minn sæti takk fyrir kveðjuna til mömmu.

þið hin kæru bloggvinir, ljós til ykkar allra. frá fallegasta vori í heimi, hérna úti í garði.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 09:53

10 Smámynd: halkatla

yndislegar sögur og gaman að heyra um dýrin, þau lifa einsog annað áfram í fallegum minningum og gleðinni sem þau veita. Takk fyrir enn einn frábæran pistil  

halkatla, 27.3.2007 kl. 11:00

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er HEIMILI  Fyrir menn og dýr og greinilega troðfullt af kærleika og ljósi. ó að það mættu allir eiga slíkt HEIMILI

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 14:15

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Fallleg skrif.Takk fyrir þau.

Solla Guðjóns, 27.3.2007 kl. 15:06

13 identicon

Falleg og skemmtileg saga elsku frænka! Þú kemur endalaust á óvart með einægni þinni sem er svo fágæt og dýrmæt í þessari hröðu veröld þar sem enginn má vera að því að hugsa fallegar hugsanir. En þú ert ein af þeim fáu. Mér finnst líka mikill húmor í sögunni. Þessi hérna bútur t.d " og hún þurfti bara aðeins að horfa og sagði svo „hann er dauður“ Fjölskyldan lömuð, höfðum ekki haft dautt dýr áður." fékk mig til að springa úr hlátri. Ekki af því að þetta var svo fyndið þannig séð, -auðvitað er sorglegt að missa fallega kanínu, þetta er bara svo myndrænt móment og ég sé ykkur í anda stara á dýralækninn. Með stífa kanínuna á borðinu!!! Nú er ég aftur farin að hlæja en það er allt í lagi því að það sorglega þar líka að hafa sitt comic releaf.

Knús til þín elsku frænka.

Ylfa (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 21:55

14 Smámynd: www.zordis.com

Falleg sýn á líf sem er fullt af ást sem skapar sögu.  Ástin er svo yndislega við hvort sem við höfum sáttina eða sorgina.  Falleg lesning um venjulegt líf, í venjulegu húsi í venjulegu landi!!!  Det er saa dejilt!

www.zordis.com, 27.3.2007 kl. 22:32

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ylfa mín þetta var líka kómískt, kanínan var orðin stíf, hún gat séð það frá hestabakinu. en ég hélt að hún væri bara rotuð, neitaði að sjá sem væri. knús til ykkar allra.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.3.2007 kl. 04:10

16 Smámynd: Bragi Einarsson

Yndislegur pistill, takk fyrir mig.

Bragi Einarsson, 28.3.2007 kl. 13:28

17 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

,,Eftir því sem ég kinnist fólkinu betur elska ég hundinn minn meira".

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.4.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband