Færsluflokkur: Bloggar
Ég elska þessa setningu !
23.3.2007 | 15:17
"Og sýndu miskunn öllu því, sem andar."
Núna í fyrsta sinn í 10 ár erum við ekki með hænur. Blessuð sé minning þeirra.Gunni lógaði þeim öllum í fyrra vegna fuglainflúensunnar ! Það var ekki auðvelt verk. Við fengum klögur frá fólki vegna þess að hænurnar voru ekki lokaðar inni í hænsnahúsinu, það vildum við ekki því það er ekkert líf að okkar mati. Sérstaklega var erfitt fyrir okkur öll sömul þegar litla gráa dverghænan var dáin, hana höfðum við átt frá upphafi. Mikil varphæna og einnig frábær mamma fyrir ungana sína. Hún fékk oft unga tvisvar sinnum yfir sumartímann. Við þorðum ekki að fá okkur hænur aftur vegna látanna sem voru í fyrra í sambandi við þessa flensu.
En svona getur þetta verið. Þetta var allt blásið svoleiðis upp í fjölmiðlum hérna , þó svo að aðeins 90 manns hafið látist af völdum innflúensunar á 9 árum í öllum heiminum. Ef við líkjum þessu við hversu margir látist vegna reykinga, umferðarslysa og annara hluta, er þetta algjörlega út í hött. En þar sem fuglabú er orðin svona mikil peningamaskína þá fer allt í hrærigraut vegna þessa, því miklir peningar gætu verið í húfi fyrir þessa stórbændur ef flensan kæmist til þeirra..
Langar aðeins að skrifa um dýrin þar sem ég er að skrifa um hænurnar mínar. Ég er nú soddan rosa dýraelskari og hef alltaf verið. (dreymdi um að verða bóndi þegar ég var lítil) Það setur fullt af hugsunum í gang, þetta með fuglainnflúensuna og fyrir nokkrum árum var kúariða. Hvað er það sem veldur, er það vegna alls eiturs sem sett er á akrana, fóðrið þeirra, (beinamjöl af kúm) eða í því sem andað er inn. Það kemur ekki bara út af engu. Við erum völd að svo miklum hörmungum gagnvart blessuðum dýrunum.
Oft líka þeir sem eru með dýr sem gæludýr, hunda , ketti og fl. Sem halda að hundurinn og kötturinn hafi sömu þörf og manneskjan. Að reyna að gera dýrið að manneskju, sem er svo mikill miskilningur. Ég hef sjálf gert þetta með mín dýr, sérstaklega með hana Iðunni mína, (sem er orðin 11 ára) hún var algjörlega ótemjandi, þar til einn daginn að ég gerði nér grein fyrir því að hún var hundur, og ég gerði henni mikinn óleik með að umgangast hana og gera kröfur til hennar eins og hún væri manneskja. Eftir það hefur hún fengið leyfi til að vera hundur, og við reynum að umgangast hana sem hund, og hún er alveg frábær sem hundur, en ferleg sem manneskja. Við erum líka með Lappa, sem er tveggja ára. Hann höfum við alltaf umgengist sem hund, og hann er algjör hundur.
Við vitum öll um fólk sem á dýr, sem þau vanrækja og jafnvel fara mjög illa með. Ég veit ekki hvort þeir sem eru í því að reyna að breyta dýrunum sínum í manneskjur eru eitthvað skárri. Það er ofbeldi í því að gefa þeim ekki leyfi til að vera það sem þau eru.
Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að hafa dýr, og alltof margir fá sér dýr án þess að hugsa um að þegar maður er orðin þreyttur á þeim, getur maður ekki bara hent þeim, þetta er binding, líka tilfinningalega að fá sér gæludýr. Veit það vel, er með tvo hunda, þrjá ketti, tvo páfagauka,var með margar kanínur, og var með 15 hænur! Ég hef alla tíð átt mjög erfitt með líkamlega misþyrmingu á dýrum. Ég heyrði í fyrra að í Kína er stórt lokað svæði þar sem framleiddur er pels í föt, sem er mjög mikil eftirsókn í. Þetta er pels frá einhversskonar villihundum. Framleiðslan er mikil, og þar af leiðandi er margir hundar drepnir daglega, og það verður að gerast hratt. Það gerist það hratt, að hundarnir fá enga deyfingu, heldur er pelsinum bara svift af dýrinu, og svo er hundinum án pels kastað í hrúgu af öðrum hundum, sem liggja og kveljast til dauða. Þetta er ekkert einsdæmi um hvernig við manneskjan förum með dýrin hérna á jörðinni, sem við hljótum að bera ábyrgð á. Þar sem það á að heita að við séum komin lengst í þróuninni af þeim dýrum sem eru á jörðinni. Þessi saga um villihundana, er því miður sönn. Ein sem ég þekki er dýralæknir, og hún hafði fengið videoupptöku senda , þar sem allt þetta var sýnt. Þetta gerist því miður ekki bara þarna !
Virðingin fyrir þessum blessuðum dýrum er engin, við viljum fá og fá, hvað sem það kostar, og helst ódýrt. Ég get alveg séð og skilið að við notum bæði kjöt, og pels af dýrum, en það er hvernig þessir hlutir eru gerðir, með svo miklu virðingarleysi. Dýrin eru ekki reiknuð fyrir neitt. Sagt er að þau hafi ekki tilfinningar, hver segir það, og ef það eru vísindamenn, hvernig vita þeir það, er hægt að mæla tilfininngar ?
Ég get séð það á mínum dýrum að þau hafa tilfinningar. Kannski á öðru plani en við, en tilfinningar hafa þau. Meira að segja kanínur og hænur. Hundar og kisur , hafa mikinn tilfinningaskala. Kannski er þetta sagt til að þurfa ekki að horfast í augu við það sem maður gerir þessum dýrum sem eru á t.d. tilraunasstofum, í sláturhúsunum, mörgum dýragörðum og fl. fl.
Darwin kom með þróunarkenningunna, sem fyrir mér er sönn að nokkru leiti, fyrir mér vantar þar, að við sem sálir, þróumst frá dýri til manneskju. Sálin fæðist í kropp sem hún notar í ákveðið tímabil, til að safna reynslu og fullt fullt fl, sem er efni í aðra grein!!!
Í Búddiskri trú, segja þeir að við fæðumst aftur og aftur, en við getum skipst á að vera manneskja og dýr Í kristinni trú er ekki endurholgun. Jesús reis upp frá dauðum,( var reyndar að kaupa mér bók um hvaða skoðun kirkjan hefur líf eftir dauðann . Kirke og reinkarnation). Þó svo að fólk túlki þetta hver á sinn hátt. Þá er einhver sannleikur í þessu öllu finnst mér eins og í þeim trúarbrögðum sem ég hef lesið um. Og ef við gerum ráð fyrir að við blöndum þessu saman, og dýrin verða að manneskjum, þá hvílir mikil ábyrgð á okkur. Þetta eru verðandi manneskjur, sem við berum ábyrgð á, eins og þeir sem eru þróaðri en við bera ábyrgð á okkur (Guð, englar, og æðri verur).
Við ættum í raun að umgangast dýrirn að sömu virðingu og við viljum að aðrir umgangast okkur.
Við ættum að umgangast þau sem dýr, en með kærleika og virðingu fyrir dýrinu, því að í því trúi ég að mesta virðingin sé fólgin. Núna þegar svo mörg dýr pínast og þjást af manna völdum, ættum við að hugsa um hvað við getum gert til að hjálpa. Það er hægt að hjálpa án þess að vera á staðnum, það er hægt að hjálpa með hugarkraftinum.(Ef þið viljið vita meira hvað ég er að tala um þá sendið mér mail).
Sem dæmi um að dýr eru dýr, og manneskjur eru manneskjur. Þá lét ég gelda hann Lappa minn, og kisurnar mínar þrjár!. Þetta geri ég því að hann þjáist af þörf sem hann getur aldrei uppfyllt. Að vera með tíkum. Svo ég tók ákvörðun um að svona yrði þetta að vera.
ÉG myndi aldre taka þessa ákvörðun fyrir son minn, sem hefur ekki ennþá eignast börn :O)
En ég vel þetta fyrir Lappa, því ég vil að hann geti haft það gott, í því umhverfi sem hann lifir í. Og hann veit ekki að það er hægt að fá svona aðgerð, en ég veit það. Og þar sem ég er passa hann í þessu lífi hans, er það á mína ábyrgð að hann geti fengið gott og harmoniskt líf !!!
En nóg í bili, ætla núna að taka til og svo að glugga í nýju bókina mína sem ég keypti í dag ! Vejen til frihed eftir Nelson Mandela.. Hlakka til að lesa og fara smá inn í hans hugarheim !
Ljós og kærleikur til ykkar allra!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Óttinn, hræðslan, óöryggið !
21.3.2007 | 15:53
Stundum lendir maður í áföllum í lífinu sem eru bæði minni og stærri en annara áföll.
En í augnablikinu er þetta stórt áfall, sem maður finnur að læðist inn í tilfinningarnar og gerir það að verkum að maður getur jafnvel fundið fyrir ótta yfir því sem:
gæti gerst,
er að gerast,
eða gerist ekki !
Þessi tilfinning, óttinn, hræðslan, óöryggið!
Að finna hversu smár maður er,og hversu háður maður er hinum !
Ég meina að þetta sé það besta sem lífið getur boðið manni, það er þarna sem maður vex, verður skilningsríkari, og á stundum fordómalaus, því maður hefur sjálfur verið á svo mörgum stöðum og þekkir mannlegt eðli,
ekki frá sjónvarpsþáttum, tímaritum, eða sögusögnum, en út frá eigin dýptum, reynslu sem gefur manni meiri skilning á mannlegt eðli, sem gefur skilning á lífinu og þeim átökum sem það býður upp á, og á óttanum sem hinn ber !
Ég hef oft sagt, sumir spila á píanó í gegnum lífið.
Á árum áður vildi ég líka vera þar.
Enn núna tek ég gjarnan á móti því sem kemur og er svolítið spennt að finna hvernig ég bregst við ólíkum áföllum. Ég skoða viðbrögð mín, og finn fyrir þakklæti þegar ég sé að ég hef náð lengra frá því óttinn síðast kom inn !
Spurningin er.
Hver er það sem skoðar viðbrögðin ?
Hver er það sem skoðar tilfinningarnar ?
Hvað er óttinn ?
Hvað er hræðslan ?
Ég fann þetta allt í dag og ég skoðaði það, og fann að ég gat horft niður til þessara tilfinningar skoðað þær og látið þær hverfa.
Hver er það sem skoðar ?
Ljós frá mér !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Trúir þú á engla ?
20.3.2007 | 11:24
Já ég trúi á engla !
Við ölumst upp með fallega sálma um engla.
Við lærum í bænunum okkar um engla.
Við heyrum í dægurlagatekstum um engla,
Við köllum hvert annað engla.
Við segjum .Við börnin okkar að þau séu englar.
Í biblíunni er talað um engla. En trúum við á engla?
Já ég trúi á engla.
Ég trúi á Maríu mey, sem stórann engil, sem hjálpar öllum börnum að komast í heiminn.
Við þurfum bara að fá hana inn í hjartað í daglega lífinu. Ég trúi að María Mey hjálpi öllum sem eiga um sárt að binda. Manneskjum, dýrum, plöntum.....
Við þurfum bara að vita það í hjartanu okkar.
Ég trúi að María Mey, sé engill fyrir Móður Jörð, haldi við öllu lífi á jörðinni.
Engill fyrir allar konur, og börn.
Ég trúi að ef við meðvituð biðjum um hjálp, þá fáum við hjálp. Hjálpina skiljum við betur, ef við erum meðvituð, þá getum við lært að vinna, með englum. Leita ráða hjá englum, sem hjálpar okkur þegar við þurfum á að halda.
Væri það ekki frábært ef englaríkið og manneskjuríkið ynnu saman? Ef við myndum opna okkar innra auga og sjá inn í þeirra heim. Ég er viss um að englar eru það þróaðir að þeir sjá inn í okkar heim. Sjá hversu erfitt við oft höfum það. En þar sem við hvorki heyrum sé sjáum englana, getum við ekki mótekið þá hjálp að fullu, sem þeir efalaust vilja gefa okkur.
Ef við í öllu okkar lífi gætum séð verndarengilinn okkar, skilið þau skilaboð sem hann vill koma til okkar, þá held ég að það eina sem við þurfum að gera er að tjúna inn, og hlusta.........
Hver veit hvað við fáum að vita.
Þá er heimurinn fleiri víddir, en þrjár. Þá er hann fjórar víddir.
Ég sé fyrir mér í framtíðinni, og vona, að við manneskjur, englar og öll þau ríki sem eru til í alheiminum, vinnum saman, og hjálpum, þar sem þarf að hjálpa.
Og það þarf mikið að hjálpa til á okkar blessaðri jörð.
Ljós frá mér sem er í vinnunni !
Steina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
The Message og helgardraumur
18.3.2007 | 13:57
Við áttum alveg yndislega helgi !
Fórum í strandferð,
skógarferð,
það var rok,
sól
ekki rok
ekki sól !
Ég horfði á tvær góðar bíómyndir! Eina um Jesús og eina um Dalai Lama ! Þegar ég horfi á svona myndir, hugsa ég alltaf um allt sem ég gæti gert fyrir heiminn, í staðin fyrir að sitja og horfa á bíómyndir !
Úti er kallt, og ég var að koma heim úr vinnunni !
Geri mér fulla grein fyrir að andinn er ekki yfir mér núna,
á mánudegi,
seinni partinn,
kallt úti.
En á morgun kemur annar dagur, sem líka er annasamur !
En hinn daginn kemur líka dagur sem líka er annasamur !
Svona er lífið.
Megi ljós skína á ykkur
Steina
Bloggar | Breytt 19.3.2007 kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sophocles: Wisdom is the supreme part of happiness.
16.3.2007 | 09:16
Föstudagur til friðar ! Frí vikan mín er að verða búinn !
Átti yndislegan dag í gær. Þegar ég var búinn að koma Sólinni í skólann fór ég í göngutúr með hundanna. Ég gekk niður að Lejreá, það var ekki svo mikið vatn í henni eins og hefur verið, en allt var að spretta upp úr moldinni. Við förum alltaf á sumrin niður að þessari ár og hundar,kisur og börn leika sér í ánni.
Eftir göngutúrinn fór ég með lestinni til Kaupmannahafnar . Ég hafði mælt mér mót með Sigga syni mínum (sem býr í KBH) í gallerí Nordlys. Sá þar alveg frábæra sýningu með Finni Arnar. Mjög flott sýning. Gaman var að spjalla við þær stöllur Steinu frænku og Bryndísi sem reka þetta gallerí og teiknistofu.
Þarna kom Siggi og saman fórum við og gengum í gegnum bæinn. Við keyptum okkur pizzu og fórum svo í stúdíóið hans Sigga. Ég fékk fiðring í magann að koma þarna inn eins og alltaf þegar ég heimsæki hann.
Minningarnar koma upp, lyktin og hljóðin af fullt af fólki sem málar, skapar, og sprautar.
Það er ekki svo langt síðan ég var sjálf í námi í bæði Dusseldorf og í Mynd og hand, en samt er eins og það séu hundrað ár síðan
Ég sagði við Sigga að ég fylltist alltaf pínu öfund þegar ég kæmi til hans í skólann, því þetta hefðu verið mín bestu ár að læra og taka á móti alla daga. Að vera í púlsinum ! Svo taka árin við sem maður þarf að standa á eingin fótum, en svona er jú þróuninn í lífinu.
Hann sýndi mér það sem hann var að gera, sem mömmu fannst náttúrulega rosa flott, en gátum sammt líka rætt þetta á faglegu nótunum.
Við settum inn á bloggið mitt tvö frábær myndbönd sem ég hvet fólk að sjá ! Þau eru svo lífsgefandi bæði.
Á eftir þetta innlit í DDKK fórum við í Marmarakirkjuna og hugleiddum í tæpan klukkutíma. Það var yndislegt.
Eftir það löbbuðum við í gegnum bæinn til Hovedbanegaarden, bærinn iðaði af lífi og vori ! Ég tók lestina heim. Það er ca 800 metrar frá lestarstöðinni og heim til mín, og á leiðinni heim á túninu mætti ég Gunna, Sól, Lappa, Iðunni og Múmin (einni af kisunni okkar) Þau höfðu ákveðið að taka á móti mér. Við gengum svo í rólegheitum heim, klæddum okkur upp og fórum á frábæra tónleika í skólanum hérna. Þetta voru tónleikar með bekknum hennar Sólar. Þau spiluðu frumsamið, og við foreldrar vorum auðvitað með tár í augum og áttum ekki orð yfir snillingunum okkar.
Svona getur lífið líka verið gott og fallegt. Ljós frá Lejre til ykkar allra !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gary Jule - Mad World / Free Hug campaign
15.3.2007 | 13:48
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Kindness is more important than wisdom, and the recognition of this is the beginning of wisdom.
13.3.2007 | 06:24
Hérna eru nokkrar dásamlegar myndir, til að minna á undur lífsins, hvað mannveran er frábær til að fá það besta úr því sem er !
Í dag ætla ég að baka brauð, fá vinkonu mína í morgunkaffi, og taka til í garðinum ! Það er vor í lofti 12 til 13 stiga hiti og sól ! Hafið fallegan dag, og megi ljósið skýna á leið ykkar !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er gott að nördast í myndlistinni !
11.3.2007 | 11:48
Sunnudagur til sælu, svo sannarlega ! Er ein heima, Gunni og Sól fóru á epla plantekruna að taka til. Ég hafði þörf fyrir að slappa af, og vera með sjálfri mér. Opnuninn í gær gekk mjög vel, það komu yfir 200 gestir . Meðal annars kom Magnea sem var með mér í Mynd og hand. Hún var í heimsókn í Svíþjóð og ákvað að skella sér yfir, það var alveg frábært ! Það var gaman að hitta alla Íslendingana, og tala líka á íslensku. Ég seldi verkið mitt, og get þar með látið drauminn rætast og keypt mér góða myndavél og samt átt pening eftir !! Opnuninn var frá 13.00 til 17.00. Margir fóru út að borða, en ég Gunni, Elena og Siggi fórum heim og elduðum okkur dýrindis mat. Flest okkar eru grænmetirætur og þar af leiðandi vildum við heldur borða heima því að það er mjög sjaldan hægt að fá góðan grænmetismat á veitingahúsum, Gunni er besti kokkur í heimi þannig að við vorum ansi örugg á að við fengjum góðan mat hérna heima.
Fyrir rúmum tveim árum ákvað ég að taka pásu í myndlistinni. Ég hafði í nokkur ár haft svo mikið að gera að ég hafði hvorki tíma fyrir fjölskylduna mína eða sjálfa mig. Á sama tíma ofan í allt byrjuðum við (Morten, Lena og ég) með myndlistaskólann, sem var líka rosalega mikil vinna. Maður getur sagt að ég brann út. Ég fékk ógeð á myndlist og myndlistalífinu. Ég sagði mig úr öllu, sýningarstjóra verkefnum, sýningum, og myndlista hópum og hætti að fara á opnanir á hverju föstudagskvöldi. Ég fór svo að vinna við að finna harmomi/jafnvægi bæði í innra og ytra líf mínu. Ég fór að hugleiða, sem ég vil meina að hafi bjargað mér, ég hugleiði núna tvisvar á dag, á morgnana og á kvöldin . Ég hef samt notað mikinn tíma í myndlistarskólann, enda stækkar skólinn jafnt og þétt. Núna eru 6 kennarar, og við erum með biðlista inn í skólann. Ég finn að með þessum skóla bætum við lifsgæði hjá fullt af fólki, það er líka mikilvægt. Árið 2005 var ég svo með sýningu í Kling og Bang á Íslandi, og það var bara svolítið gaman, en það fékk mig ekki til að vilja fara á fullt aftur í listalífið. Svo var mér boðið að vera með á þessari sýningu í Stalke. Ég get sagt að við það að gera verkið sem ég sýndi fann ég gamla tilfinningu gleði við að skapa sem var alveg yndislegt ! Þessi tilfinning hefur ekki verið þarna frá því fyrir 2001 ! Ég ætla samt aðeins að taka því rólega og sjá hvað gerist. Ég átti langt samtal við gallerístan í gær (sem er listsafnari og það var hann sem keypti verkið mitt) um það að vera listamaður, með stóru L eða nörd eins og ég er orðin. Þar að segja að vera listamaður til að gera list sköpunarinnar vegna eða að vera sölumaður(ég veit að auðvitað er þetta ekki svona ferkantað, en það hefur verið það fyrir mér, og þannig hljóðaði það í þessu samtali) ! Hann þekkir þennan heim inn og út, það var hann sem Ólafur Elíasson var hjá í byrjun ferilsins, áður en hann var stórstjarna. Það að vera listamaður með stóru L er markaðsetning, söluvara. Þetta var ég farinn að finna á sínum tíma (þó svo ég hafi alls ekki verið nálægt stórstjörnunum), og þá hvarf gleðin, og um leið eitthvað inni í mér. Ég hef svo síðustu tvö árin nördast hérna heima, með dýrin mín garðinn minn, sem ég get týnt mér í á sumrin, epla plantrekrunni okkar, lesið góðar bækur og síðast en ekki sístverið með fjölskyldunni minni.
Ég hef farið í sumarfrí síðustu tvö árin, til að fara í frí, ekki fengið alla fjölskylduna með og notað fríið til að fara annað hvort á milli sýningarstaða eða sjálf verið að sýna. Í gær fann ég samt smá kvíða í mér, því það er svo auðvelt að fara í svíng, finna þetta rúss, þegar manni er hrósað of mikið. Það er mjög mikilvægt að taka gleði og sorg með sama jafnvægi, þetta er allt hluti af því sama. Þetta hef ég mjög í huga mínum núna í dag, til að halda mér í ró.
Það er mikilvægt að spyrja sjálfan sig : hvað er það sem er mikilvægast í lífinu ! fyrir mig er það harmoni/jafnvægi og gleði. Þegar ég hef það , hef ég eitthvað að gefa af sjálfri mér til umhverfisins.
Það er skrítið að skrifa svona um sjálfan sig á netið, en fyrir mig er það hluti af því að taka sjálfa mig ekki of hátíðlega, og kannski er einhver sem getur þekkt eitthvað í því sem ég skrifa og deilt því með mér og öðrum. Við erum jú öll hluti af því sama, þegar upp er staðið.
Þegar Sól og Gunni koma heim ætlum við til Hróarskeldu í bíó og út að borða, það verður notalegt.
Þeir sem vilja sjá myndir frá opnuninni geta farið inn á og séð myndir á http://www.barnaland.is/barn/20432
Einnig er hérna mynd af verkinu mínu frá sýningunni.
Ljós og friður héðan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Listen to the Exhortation of the Dawn
10.3.2007 | 06:33
- Allir eru sofandi nema ég hundarnir og kettirnir ! Morguninn er svo hljóður, ég elska svona helgarmorgna. Siggi og Elena komu í gærkvöldi og borðuðum við súpu saman kl. 10. Sendi þessa fallegu morgunkveðju með von um að allir fái fallegasta dag í heimi.
Steina - Kalidasa:
- Listen to the Exhortation of the Dawn!
- Look to this Day!
- For it is Life, the very Life of Life.
- In its brief course lie all the
- Verities and Realities of your Existence.
- The Bliss of Growth,
- The Glory of Action,
- The Splendor of Beauty;
- For Yesterday is but a Dream,
- And To-morrow is only a Vision;
- But To-day well lived makes
- Every Yesterday a Dream of Happiness,
- And every Tomorrow a Vision of Hope.
- Look well therefore to this Day!
- Such is the Salutation of the Dawn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Svona geta börn verið dásamleg
9.3.2007 | 14:32
Svona geta börn verið dásamleg. Við fullorðnir getum lært mikið af þeim, til dæmis að tala oftar út frá hjartanu, þó heilinn og sé góður,þá er hægt að blanda þessu saman !










Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)