Nýir tímar

life-is-beautiful.gif

 

 

Núna er yndislegt föstudagskvöld. Við höfum setið og horft á Disney sjov, X Faktor og núna horfa Gunnar og Sól á músíkþátt frá nýja tónlistarhúsinu í Kaupmannahöfn og ég sé þáttinn með öðru auganu og hlusta með öðru eyranu.

Ég hef í raun gert það sama meira og minna öll föstudagskvöld í þrjátíu ár, einstaka föstudagskvöld hafa farið í annað, en ekki mörg. Ég kvíði því þegar Sólin mín hættir að nenna þessum föstudagskvöldum. Hún er nefnilega síðasta barnið á heimilinu.

Það er notalegt hjá mér núna þessa dagana! Ég finn nýja spennandi strauma koma inn sem gefa mér hugmyndir að nýjum verkefnum. Ég er að byggja upp í huganum nýtt verkefni sem gæti orðið svo spennandi ef ég fæ rétt fólk með mér. Ég hef rekist á þetta rétta fólk sem ég hef tilfinningu fyrir að geti verið “fólkið”, þarf bara að funda með þeim og ræða hugmyndir. Ég er í sambandi við þau núna um að finna dag til hugmyndauppbyggingu.

Ég er ánægð með skólann minn, ég er ánægð með það sem er að gerast þar og allt það spennandi sem er framundan með skólann. Ég hélt einhvernvegin að þarna yrði ég það sem eftir væri og þetta væri lífsverkefni mitt. Skólinn hefur núna verið til í næstum 7 ár og er alveg stórkostlegur. Hann er eitthvað sem ég held að verði um allan heim í framtíðinni. Ég er ekkert að hætta þar, held ég, en ég finn þessa nýju orku læðast inn með spennandi hugmyndir sem ég á engan hátt get látið vera að taka alvarlega og trúa á, jafnframt að mér sé mögulegt að sinna þessu verkefni ásamt öðrum verkefnum sem ég bæði er að gera og þeim sem koma til mín í framtíðinni.

Það sem þarf, er gott fólk að vinna þetta með mér, svo allri vinnu sé deilt á fleiri hendur.

Ég segi nánar frá þessu þegar verkefnið er komið lengra en á teikniborðið.

Það sem ég finn að er að gerast í mér og ég held allsstaðar eru breytingar. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur öll að fanga þær hugmyndir sem streyma til okkar með nýja möguleika í framtíðina fyrir það samfélag sem við hver og einn lifum í,

ný verkefni,

önnur hugsun,

gömul hugsunarform sem löngu eru orðin kristölluð fara út, inn komast þá nýjar hugmyndir.

Oft er nauðsynlegt að allt hrynji í kringum okkur, til að byggja aftur upp á nýtt. Ég sé hvernig samfélagið hristist og skelfur hérna í Danmörku vegna fjölda uppsagna og krísu bæði hjá fjölskyldum og fyrirtækjum.
Þetta er að mínu mati tákn um að gömul form eru að hverfa til að gefa pláss fyrir nýtt.

Ég finn fyrir þessari orku í öllu í kringum mig líkamlega sem andlega.

Við finnum flest á einn eða annan hátt fyrir því sem er að gerast í heiminum.

Á Íslandi er ástandið ekki gott. En á Íslandi er fullt af fólki sem er mjög kreatívt og á auðvelt með að fanga hugmyndir, allavega fyrir eigin verkefni. En það er lika mögulegt fyrir þetta sama fólk að hugsa um heildina og einbeita sér að því að fanga hugmyndir til að byggja upp nýtt þjóðfélag. Það er nefnilega það sem kannski er ljósasti punkturinn við allt þetta, að það er í raun hægt að byggja allt upp á nýtt. Það er hægt að hugsa allt upp á nýtt !

Nýjar hugsanir, ný hugsanaform, nýir möguleikar.

Ég held líka að nú sé nýr tími sem byggir upp Kærleika milli fólks. Við finnum einmitt núna þegar krísan herjar á, að við erum sterk saman.

Við stöndum saman.

Við komum hvert öðru við.

Þetta er tilfinning sem er alls virði og við ættum öll að vera þakklát fyrir það, því það er eina leiðin til  þess að við sem mannkyn getum þróast í átt að því Guðdómlega. Efnishyggjan sem hefur ráðið ríkjum, og heldur okkur föstum í efninu, er það sem við erum þvinguð til að vinna á. Það getur vel verið að sumir séu meira í efnishyggjunni en aðrir, en við erum öll eitt og þar af leiðandi komumst við ekki áfram án bróður okkar og systur hversu langt sem okkur finnst við vera frá mörgum af þeim.

Obama er nú forseti Bandaríkjanna, það eitt er merki um nýja tíma, nýja hugsun. Ég er þakklát fyrir að vera hérna á jörðinni núna.

Kærleikur til ykkar allra frá Lejrekotinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frænkuknús á þig !! Yndislegt að lesa pælingarnar þínar Steina mín

Sólborg Halla (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sigríður B Svavarsdóttir, 23.1.2009 kl. 22:36

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir uppbyggjandi pistil og von mín kæra Steina. Það er eitthvað - og svo margt að gerast núna, knús og kærleikur til þín í kotið góða.

Eva Benjamínsdóttir, 24.1.2009 kl. 00:54

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Mikid er gott ad koma hérna inn til tín kæra Steina mín.Ég var ordin frekar nidurlút eftir alla lesningu á netinu um ríkistjórnina, einhver sagdi eithvad sem hentadi ekki á tessum tímapunkti og tar framm eftir götunum.Takk fyrir gódann og tægjilegann pistil.

Hjartanskvedja frá Jyserup

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 11:26

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Þú er alltaf yndisleg, sama á hvaða degi er litið hérna inn.. Ljós til þín Ljúfust mín..

Sigríður B Svavarsdóttir, 24.1.2009 kl. 14:33

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fallegur pistill - eins og þín er von og vísa.

Blessi þig Steina mín

Hrönn Sigurðardóttir, 25.1.2009 kl. 00:42

7 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Nákvæmlega Steina mín. Nú hefst uppbygging. Kærleikskveðja til ykkar í Lejrekoti

Kristborg Ingibergsdóttir, 25.1.2009 kl. 01:48

8 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Smá knús frá mér hinu megin við fjörðinn

Sigrún Friðriksdóttir, 25.1.2009 kl. 03:21

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 25.1.2009 kl. 14:48

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Steina mín við þurfum að hittast, hringdu til mín 691 2846 þegar þú hefur tíma. Ég bíð í kaffi og ég skal sækja þig. Umfram allt sjáumst á Íslandi í næstu viku. Gangi þér vel, góða ferð og kærleiksljós, eva

Eva Benjamínsdóttir, 24.1.2009 kl. 22:01

Auðvita átti ég að afrita skeytið hingað...

Eva Benjamínsdóttir, 25.1.2009 kl. 16:24

11 Smámynd: www.zordis.com

Ég trúi þvi að heimurinn sé þess megnugur í valdi okkar að taka á móti kærleiksríkum stefnum, með árieiti okkar til framtíðarinnar! Lífið er svo gott þrátt fyrir hvernig komið er fyrir víða. Ég er sammála þér að það þarf að rýma til að geta bætt!

Knús og kærleikur ....

Færslan þín hér fyrir neðan er mjög einlæg og ég held að við getum öll fundið okkur í því að vera óánægð með okkur hvað varðar þyngdina. Ég man eftir því að vera of svona eða hinssegin en svo skoða ég myndir og sé hvað ég var fín og sæt! Dapurt að hleypa neikvæðu tilfinningunum með okkur. Í dag elska ég að vera í sjálfri mér því ég nýt dagsins eins vel og ég get!

Hjartans kveðjur frá San Miguel ...

www.zordis.com, 25.1.2009 kl. 19:58

12 identicon

Sæl Steina.

Góðar kveðjur á línuna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:42

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

ahhhh já akkúrat!!

Breytingar, hugmyndir og nýir góðir straumar í stað þeirra gömlu sem eru nú að lifa sitt skeið. Samstaða og samkennd í stað samkeppni og sundrungar. Jamm

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 13:01

14 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þú ert nú meira krúttið. Alltaf gaman að lesa færslurnar þinar og gott að hafa bjartsýnina að leiðarljósi.

knús - Anna

Anna Karlsdóttir, 27.1.2009 kl. 19:19

15 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Kær kveðja til þín

Guðrún Þorleifs, 27.1.2009 kl. 22:38

16 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

°°°°°°°°°°°°                     °°°°°°°°°°°°                °°°°°°°°°°°°

            Kærleikurinn      °°°°°°°°°°°°°°°°          Lifi

p.s.       

Máni Ragnar Svansson, 28.1.2009 kl. 02:53

17 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Knús tilbaka elsku frænka. Ég er ennþá í RVK. Hvenær kemur þú?

Ylfa Mist Helgadóttir, 31.1.2009 kl. 15:48

18 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Takk fyrir færsluna.

Knús frá mér

Sólveig Klara Káradóttir, 1.2.2009 kl. 18:08

19 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Finn ljós og faðm frá þér, sendi aftur til þín elskuleg!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.2.2009 kl. 00:33

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kærleikskveðja til þín Steina mín úr kúlunni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband