Leiðin til heilbrigðs líkama er auðveld, trúið mér, ég veit...

2stemmedroseslstem.gif

Dagur tiltektar hérna í Lejrekotinu. Byrjaði loksins að taka til í fataskápunum, sem ég ætlaði að vera búinn að fyrir jólin. En annir hafa verið miklar og engin tími til þess háttar smáatriða.

Ég er eiginlega að tæma fataskápana til rauðakrossins og þeirra sem vilja. Kílóin hrynja af mér og ég hef einhvernvegin engan skilning á því. Ég bara léttist og fötin stækka á mér !
Cirka 15 kíló eru farin frá því 27 ágúst þegar ég byrjaði á þessum nýja lífsstíl.
Ef einhver ykkar er í sömu sporum og ég hef verið alla tíð. Verið í hverjum megrunarkúrnum á eftir öðrum og bara bætt meiru og meiru á sig.

Ömurlega erfitt !!

Ef þið viljið breyta lífinu til frambúðar og virkilega vinna á þessu á sál og líkama þá er til leið, trúið mér, leiðin er auðveld. Ég hef aldrei haft svona auðvelt með þetta. Jólin voru auðveld, áramótin voru auðveld, ég hlakka til dagsins á morgun, því hann verður auðveldur.

Ef þið eruð virkilega tilbúinn, hafið samband við mig steinunnhelga@gmail.com
Þetta er ekki töfrakúr, þetta er hugarvinna, þetta er skilningur og ást á sjálfinu og líkamanum.

Það er til leið og ég var svo heppin að finna hana. Í fyrsta sinn í mörg ár hlakka ég til sumarsins og léttu kjólanna og að baða í vatni og sjó.

Ég er ekki neinn líkamsdýrkandi, allir eru fagrir með Ljósið sem skín í gegnum þá !
En með líkama sem er of þungur til að gera lífið létt er erfitt að vera meðvitaður um það. Það er of margt í daglega lífinu sem verður erfitt þegar kílóin eru of mörg.

Annað til þeirra sem búa á Skagaströnd, þarna í bænum er listamaður sem hefði gaman af að kynnast íslendingum, hann heitir Philip Simmons, endilega gefið ykkur á  tal við hann!

Kærleikur til ykkar allra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... ég hef að vísu strækað á alla kúra og bara reynt að hreyfa mig og borða skynsamlega. Kílóin fara ekki - en koma sossum ekki heldur.

Hafðu það gott í dag og alla daga

Hrönn Sigurðardóttir, 4.1.2009 kl. 18:43

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er í alvarlegum pælingum með líkamsástnd mitt..

Fræðin eru í sjálfu sér ekki svo flókin.....það er flóknara að fara eftir þeim.

Þannig ég sendi þér línu

Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 21:02

3 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Kílóin og sendimetrarnir fara ekki alltaf saman.   það er þó nokkuð bil á milli mittis og bumbu.  það væri gaman að finna það jafnvægi aftur..

Sigríður B Svavarsdóttir, 4.1.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Elsku Steinunn. Þú ert algjör perla. Takk fyrir að vera vinkona mín

Kristborg Ingibergsdóttir, 4.1.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Frábært að heyra að þú hefur fundið lífsstíl sem hentar. Vonandi er það eh sem endist til framtíðar. Alltaf gaman og fróðlegt að heyra hvað fólk er að gera sem gagnast því.

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 4.1.2009 kl. 22:55

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Flott hjá þér Steina mín að miðla af lífsreynslunni við aukakílóin. Sjálf er ég að detta í sundur en alltaf frekar þung á þessum árstíma. Ég verð að drífa mig í vöðvapuð, verst hvað maður þarf að éta mikið til að halda sér gangandi. Já, það er ýmist of eða van.Gangi þér allt í haginn.  Kærleiksknús kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 5.1.2009 kl. 10:22

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Lát heyra mín kæra .Oft er törf en nú er naudsyn .Allavega á mínum bæ.

kvedja til tín.

Gudrún Hauksdótttir, 5.1.2009 kl. 10:40

8 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Spennandi. Þetta hlýtur að snúast um það að elska og virða sjálfan sig því þá getur þú ekki annað en hagað þér í samræmi við það sem er þér og líkama þínum fyrir bestu. Sendi þér póst því ég hef líka bætt óþarflega miklu drasli á mig síðustu 3 árin og vil gjarnan losna undan því og finna til meira heilbrigðis.

Knús til þín

Sólveig Klara Káradóttir, 11.1.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband