hitt og þetta frá Lejrekotinu

_mg_3519.jpgVið Lappi sæti vorum að koma úr göngutúr, ósköp huggulegt, eins og vanalega, með allar þrjár kisurnar í halarófu á eftir okkur, Alex var síðust allaf á varðbergi gagnvart ógnum heimsins, Ingeborg í miðjunni, veit ekki alveg hvar í hirakíinu hún er, enda nýjust og Múmín eins og þeytibrandur, fyrstur, ætlar ekki að missa af neinu.

Við mættum manni á göngu með herralausan hund, við reyndum að sjá hvað stæði á hálsbandinu hans hvutta, en vorum bæði með gömul augu og sáum lítið. Að lokum gat maðurinn glimt í eitthvað sem líktist símanúmeri. Hann tjáði mér þó að hann gæti ekki tekið hvutta heim, þar sem hann væri með tvo hunda heima sem myndu fara í trylli, eins og Lappi minn var í, á því andartaki. Það var svosem auðséð að hvutti ætti ekki að koma heim til mín. Það skildust leiðir og sem betur fer fylgdi hvutti eftir vænsta kostinum sem voru ekki Lappi og ég.

Við hittum hesta og fallegt útsýni og vorum bara sátt þegar við komum heim, með kisurnar eina eftir annarri í halarófunni.

Það var alveg frábær ferð til Malmö á föstudaginn með góðri myndlist og góðu fólki. Þeir myndlistarmenn som voru að sýna í Kunsthallen voru:
Doug Back, Canada,Ralf Baecker, Germany,Kerstin Ergenzinger, Germany, Serina Erfjord, Norway, Jessica Field, Canada,Voldemars Johansons, Latvia, Diane Morin, Canada, Kristoffer Myskja, Norway, Erik Olofsen, Netherlands,Bill Vorn, Canada

Ég kom frekar seint heim, en við höfðum það gott fjölskyldan um kvöldið.

Á laugardaginn vorum við bara, við dúlluðum okkur við hitt og þetta, við Gunni fórum í langan göngutúr með Lappa, sem var alveg yndislegt á meðan stóra barnið klæddi sig í hin skrítnustu föt fyrir kvöldið. Okkur var nefnilega boðið í matarklúbbinn með þeim sem við borðum svo oft með. Sól hlakkar alltaf alveg rosalega til að hitta þetta fólk, því ein hjónin eru foreldrar einnar bestu vinkonu Sólar._mg_3536.jpg
Kvöldið var einu orði sagt frábært, mikið talað og spáð í lífið og tilveruna.

Frægð og frami og karríer voru þó mest á vörum okkar. Ein hjónin eru bæði rithöfundar og voru að senda frá  sér handrit, nokkrum dögum áður. Við vorum sammála um það öll, að það að velja sér listabraut er engin sælubraut, en á einhvern hátt lífsnauðsynleg okkur sem vorum þarna um kvöldið.

Ég hlakka svolítið til á miðvikudaginn, þá ætlum við að hittast sem komum til sýna saman á Ísafirði í sumar. Það eru , Morten Tillitz, Ole Broager, Ráðhildur Ingadóttir og ég. Ég hlakka til þessarar ferðar og að vinna að þessari sýningu. Reikna með að byrja í janúar þegar jólagleðinni líkur.

_mg_3548_2.jpg

Ég ætla að ljúka þessari færslu með smá um eina mjög góða vinkonu mína. Stundum heldur maður að hún sé engill, en sem betur fer hefur hún líka þrjóskusvið í sér sem gerir hana mannlega og stundum óþolandi.
Hún heitir Bente. Bente á engin börn en góðan mann sem hún elskar mikið. Bente og maðurinn hennar áttu gamla kisu sem hafði flutt inn til þeirra fyrir mörgum árum og elskuðu þau þess kisu afar heitt. Í sumar dó blessuð kisan þeirra og það var mikil sorg á heimilinu hjá þeim. Eftir einhvern tíma ákváðu þau svo að fá sér aftur kisu og fóru á stúfana að skoða. Þau fóru á svona stað sem er með heimilislaus dýr og sáu þar þessa yndislegu kettlinga. Þeir voru fjórir og hver öðrum fallegri. Bente gat ekki fengið sig til að skilja kettlingana frá hver öðrum. _mg_3499.jpg

Hvað gerir maður þá.

Jú Bente ákveður að taka tvo kettlinga og platar svo mömmu sína sem er gömul kona til að taka tvo. Mamman er ekki alveg á þessu, en eins og ég sagði er Bente líka mjög þrjósk og fær talað mömmu sína til að taka tvo, með því skilyrði af ef mamman ekki magtar þetta þá taki Bente þá.

Það er nú svo að það er ekki auðvelt fyrir gamlar konur að vera með kettlinga upp um allar gardínur og borð svo að sjálfsögðu gafst gamla kona upp.

Bente spáði í að finna einhverja sem hún þekkti til að taka þessa tvo dásamlegu kettlinga, það voru þó nokkrir sem vildu það gjarnan, en Bente fannst leiðinlegt að skilja þá frá hver öðrum og ákvað að taka þá heim til sín.

Núna er líf og fjör hjá Bente og manninum hennar með fjóra sprellandi hálfstóra kettlinga. n1633923829_642.jpg
Hérna er mynd af þessum elskum og nokkrar aðrar sem ég tók nýlega.
Kærleikur til alls lífs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kærleikskitl.......;)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.12.2008 kl. 13:07

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Yndislegt Steinunn mín  Heyrðu ég athuga þetta með kúahlandið  Það er örugglega ókeypis.

Kristborg Ingibergsdóttir, 15.12.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Solla Guðjóns

 ást og hamingja til þín.

Solla Guðjóns, 16.12.2008 kl. 07:13

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ hvað það var gott að þeir gátu verið saman litlu krílin.  Vonandi hefur hvutti líka fundið leiðina heim til sín.  Það er svo leiðinlegt að hugsa sér dýr á vergangi.  Og þá man ég eftir kattaprammanum í Amsterdam, þar sem heimilislausar kisur fengu heimili.  Okkur hættir til að hugsa ekki nógu vel um sálir sem eru ekki eins og við mennirnir.  Samt hafa þau líka tilfinningar, alveg ótrúlega líkar okkar.  Þó þau tjái sig á annan hátt.  Takk elsku Steina mín fyrir smá glims í danskt aðventulíf. Það verður gaman þegar þið komið til að sýna í Edinborg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2008 kl. 10:52

5 Smámynd: www.zordis.com

Mikið er bláminn í myndunum dulúðlegur. Þú hefur þvílíka fegurð með þér í morgungöngunni þinni.

Svo gaman að lesa svona fallega færslu, bara notalegheit í heimsókn hjá þér!

www.zordis.com, 16.12.2008 kl. 19:11

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Ljós og kærleikur til þín mín kæra vinkona.

Sigríður B Svavarsdóttir, 16.12.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

til þín og allra þinna!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.12.2008 kl. 20:51

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Úff... fjórar kisur! Það er þokukennt andrúmsloftið í Danmörku af myndunum að dæma.  Fallegar, bláar myndir. Hér er snjór, frost og stilla. Voðalega jólalegt og fallegt. Hlakka til þegar þú kemur í sumar! Þá verður nú gaman hjá okkur!

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.12.2008 kl. 00:09

9 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Falleg færsla sem gaman er að lesa. Myndin þín af hestinum er frábær, eins og úr ævintýri :)

Hólmgeir Karlsson, 19.12.2008 kl. 00:04

10 Smámynd: Karl Tómasson

Kisurnar, hesturinn, húsið og allt í kringum þig, meira að segja rafmagnsstaurinn með sex hendur verður lifandi.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 19.12.2008 kl. 23:20

11 Smámynd: Dísa Dóra

Falleg færsla eins og ávalt hjá þér.

Kærleikskveðja til þín

Dísa Dóra, 20.12.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband