Færsluflokkur: Menntun og skóli

Friðsamleg stund í Gro Akademi.

Hérna er bara ég, allir hinir eru farnir. En ég nýt þess að vera ein hérna og finna orkuna í húsinu.

IMG_2668

Á sama tíma eftir viku, verður opið hús í tilefni af menningarnótt í bænum.

Hef heyrt að margir séu á ferðinni á menningarnóttum, svo hérna verður örugglega fullt hús af skemmtilegu fólki.

Við bjóðum upp á sýningu hérna í skólanum með topp myndlistarmönnum, enda mjög flott rými með hátt til lofts. Næsta vika verður málað og málað, mest í hvítu, en notum þó aðra liti líka.

Hérna í Danmörku er fallegt haustveður, sólin ekki eins hátt á lofti og vanalega og skuggarnir orðnir langir. Ég elska þessa árstíð. Ávaxtatrén eru svo of troðin af ávöxtum, þetta árið, við getum á engan hátt notað, allar plómurnar og eplin sem eru að sliga trén í garðinum okkar. En eitthvað ætla ég að týna um helgina, til að sulta fyrir veturinn. Ég elska plómur og epli, á morgunmatinn minn.

Það er rólegt og það er notalegt. Eina sem er á hreyfingu hérna í húsinu, er húsfluga, sem vill vera í námunda við mig, það má hún að sjálfsögðu.

Margar hörmunar eru að gerast úti í heimi og það getur verið erfitt að fylgjast með og sjá hversu margt fólk hefur það erfitt og að við í raun getum gert svo lítið.

Ég veit að hugleiðsla virkar, svo í gegnum hugleiðslu, sendi ég kærleika og heilun til þeirra sem á þurfa að halda, vitandi að það hefur áhrif.

Ég er á leiðinni til Ísrael/Palestínu eftir 5 vikur. Þar ætla ég ásamt góðum vinum að vinna hugleiðslustarf, eins og ég gerði í fyrra. Það þýðir ekkert að gefast upp, þó hlutirnir gerist hægt. Það ansi mikil þróun í gangi þar á meðal fólksins, þar sem allavega samvinna er reynd á milli gyðinga og Palestínubúa. Ég fer meðal annars að hitta fólk sem er að vinna að þessum málum, til þess hlakka ég mikið til.

Ég er sátt og ánægð, en svolítið slöpp. Hefði getað málað, hérna, en hef einhvernvegin ekki krafta, enda sennilega með smá hitavellu ennþá.

Þegar það gerast svona miklar hörmungar úti í heimi, nýt ég þess að upplifa lítið, vera í augnablikinu og hafa ró til þess, án þess að þurfa að óttast neitt.

Í gær var svolítill merkisdagur hjá okkur hjónum. Fyrir fjórum árum, vorum við plötuð ansi harkalega af nánum vin, sem við treystum. Sem gerði það að við höfum í þessi 4 ár, borgað mjög háar upphæðir mánaðarlega, fyrir utan lögfræðireikninga og annarra upphæða sem fylgdu þessu máli.

Engin trúði að við gætum þetta. Bankinn vildi ekki hjálpa okkur, engin gat hjálpað okkur og við vorum hvött til að láta setja húsið á uppboð.

Við áttum mjög erfitt á þessum árum, mikil örvænting var hjá okkur báðum, sem hafði áhrif á allt í kringum okkur.

Við settumst niður saman, ákváðum að standa saman og komast í gegnum þetta, tvö, án hjálpar frá öðrum.

Í dag fjórum árum seinna, erum við búinn að borga allt, síðasta greiðslan var send í gær. Samband okkar hefur aldrei verið betra og við erum farinn í gang með nýtt verkefni., við tvö og þrír aðrir  Stærsta hjálpin í gegnum þessa krísu, var hugleiðsla og mikil vinna með Joyful Evolution. Sem er þerapíuform, sem ég nú hef lært, til að geta hjálpað öðrum. Við höfum bæði, Gunnar og ég, farið í gegnum þetta þerapíuform, til að vinna úr hræðslunni/óttanum fyrir að missa, óttanum við það óþekkta og svo ótrúlega margt annað gott og gagnlegt.

Þegar óttinn ekki ræður ríkjum, þá getur maður farið á vit nýrra ævintýra, eftir svona áfall og það höfum við gert

IMG_2779

Ég sagði upp skólastjórastarfi mínu, til að helga mig þessu nýja verkefni okkar.  Ég hef ekki misst trúna á samferðafólkið mitt, þó svo að nú viti ég að það er fólk þarna úti, sem svífst einskis til að afla sér peninga. En ég veit líka að það er fólk þarna úti, sem gjarnan vill lyfta ævintýrum saman.

Ég er þakklát fyrir þessa reynslu sem við fengum, sem gerir okkur sterkari saman en nokkur tímann áður, nógu sterk til að takast á við annað stórt og spennandi verkefni saman.

Við hefðum getað splundrað öllu og sett heimilið á uppboð, þegar engin trúði að við gætum komist í gegnum þetta. En við völdum að vinna mjög mikið í fjögur ár og klára þetta saman.

Ég er svo innilega sátt við þá ákvörðun.

Þess vegna sit ég hérna í Gro Akademi. Stórt hús á lestarstöðinni í bænum. Fullt af ótrúlegum möguleikum. Fólk laðast að verkefninu eins og flugur að hunangi, og vill vera með til að lyfta upp ævintýrinu með okkur. Við fáum alla þá aðstoð sem við þurfum.

IMG_1779Enn og aftur segi ég, lifðu drauminn. 

 


Ég vildi að við hefðum tilfinningareynslubanka sem allir hefðu aðgang að

Kæru vinir íslenskir og íslenskir !img_0642.jpg

 

Núna er sumarfrí og ég er strax farinn að kvíða fyrir að fara að vinna aftur, þó svo að ég upplifi að ég ekki sé í sumarfríi ennþá. Það er samt mánuður þar til að ég fer að vinna aftur og ég geri mér fulla grein fyrir að ég á að að njóta þess að hafa fríi og njóta þess að bara vera.

 

Ég geri það líka, ég nýt þess að vera, drekk te gert úr jurtum í garðinum mínum. Ég hlusta á ljúfa músík, ég sest á vinnustofuna mína og vinn smá, ég fæ gesti af og til, nýt þess að spjalla um allt og ekkert, en undir öllu þessu kvíði ég fyrir því að fara að vinna þann 11 ágúst.

 

Ég hef aldrei upplifað þetta áður, ég hef elskað vinnuna mína, elska að kenna og byggja upp aðstæður fyrir fólk til að skapa og gera myndlist. Skólinn er nú að byrja sitt 9 ár, og hvert ár hefur verið spennandi, með nýja möguleika og ný verkefni, en ég hef notið þess.

 

Hvað hefur gerst sem fær mig til að fá illt í magann þegar ég hugsa um vinnuna ?

 

Kannski er það að ég opnaði nýjan skóla í fyrrahaust með vinkonu minni, skóla fyrir börn og fullorðna. ”skolen for kreativitet og visdom” .

 

Kannski var það of mikið og hefur gert það að verkum að ég misst alla löngun, varð of hengd upp í vinnu, já það er möguleiki.

 

En ef ég hugsa dýpra þá var það ekki bara það ! Ef allt hefði verið gott í listaskólanum, hefði þetta gengið upp, verið erfitt, en ekkert of erfitt.

 img_0744.jpg

Það sem var erfiðast, var örvæntingin í lok skólans, örvæntingin hjá foreldrum, kennurum og nemendum. Örvæntingin yfir því að sveitafélögin eru að spara, og spara mikið. Það er sparað þar sem er hægt að spara, og hver skilur það ekki?

 

Ég veit að allir þurfa að vera með í að spara.

Þar sem ég finn svo til, er að í þessum sparnaði er frelsi tekið frá einstaklingum, frelsi yfir að ráða yfir sínu eigin lífi.

 

Nemendur sem ég hef haft í mörg ár, fá allt í einu neitun um að halda áfram að mennta sig ! Þeir fá ekki sjálfir að vera með í að skapa sitt eigið líf, ákvörðun er tekin yfir höfuðið á einstaklingum, án þess að þeir hafi möguleika á að gera eða segja neitt. Þetta hefur verið erfitt.

 

Örvæntingin hefur verið erfið hjá þessum einstaklingum og ekki síður foreldrum, sem sitja tíma eftir tíma fyrir utan skrifstofudyr borgarstjóra til að reyna að fá viðtal, hringja mörgum sinnum á dag til að biðja um stuðning, sem ég í raun get ekki gert. Ég get skrifað bréf til sveitafélagsins, sem ég hef gert, en ekkert annað.

 

Ég veit að það þarf að spara, en ég hugsa með sjálfri mér, það hlýtur að vera hægt að spara annarsstaðar. Því ég veit sem er, að í þeirri hugsun lúrir minn ótti við þau áhrif sem þetta hefur á skólann minn ! þetta þýðir að kennarar þurfa að finna aðrar leiðir til að lifa, þéna pening, þetta er keðjuverkun, sem ég hef erfitt með að skoða án tilfinninga, það gerir vinnuna og ákvarðanir erfiða.

 

Viðbrögð kennara, eru erfið, brjálæðið sem kemur upp, þegar hver og einn sér sínu ógnað, það er erfitt. Þú sérð hlið á þeim sem þú hélt að þú þekktir vel og best, en þegar lífi og starfi fólks er ógnað, þá eru viðbrögð óumflýjanleg, hvað er hægt að gera annað en að reyna að hamra út það sem hægt að hamra út af peningum, og það kostar fundi, loforð um að finna lausnir, sem ég veit ekki hvort ég get.

 

Ég veit að ég á að njóta þess að hvíla mig, og vera í sumarfríi, en lífi margra er ógnað og ábyrgðin er stór, hver ákvörðun er mikilvæg og hefur áhrif á einhvern !

 

Ég vildi stundum óska að tilfinningarnar væru ekki svona yfirráðandi, en þó er í tilfinningu hlutir sem er mikilvæg öllum sem vinna með annað fólk, eða fyrir annað fólk, og það er tilfinningin, ”ég er þú og þú ert ég”, og ég vil gera allt fyrir mig til að bjarga mínu lífi/þínu lífi og það er það sem ég geri og þess vegna get ég ekki bara farið í sumarfrí og geymt vinnuna þar til í ágúst, heldur er að reyna að finna lausnir til að allir komi sem best út úr þessu.img_0685.jpg

 

Stundum vildi ég óska að fleiri deildu hugsunum sínum um hvernig hver ákvörðun í hverju fyrirtæki, hjá hverjum yfirmanni hefur áhrif á þann sem hefur ábyrgð, þar væri reynslubanki fyrir alla !

 

Við deildum hugsunum, og sýndum að við erum manneskjur með tilfinningar, við hjálpum hvert öðru, og við deilum hvert öðru með hverju öðru. Allt er gegnsætt, allir hafa aðgang að hver öðrum, það væri gott fyrir mig núna…….  og alla aðra sem finna tilveruna vagla undir fótum sér vegna ákvarðanna sem eru teknar af öðrum um aðra.....


þegar lífið er

1332.jpgÉg sakna þess að hafa ekki tíma til að blogga, eða gera fleiri video . Ég hef því miður barasta ekki tíma þessa dagana eða réttara sagt síðasta ár.

Undanfarinn vetur hefur verið ótrúlega annasamur með báða skólanna. Ég hef haft einn dag frí á viku sem hefur líka verið upptekinn, því allt sem ég náði ekki aðra daga setti ég  á þann dag.

Eins og gerist þegar mikið er að gera þá bitnar það á vinum og vandamönnum. Ég hef hreinlega ekki verið í sambandi við aðra en þá sem ég vinn með, eða er í hugleiðslu grúppum með.  Ég sakna samskipta við bloggheim, ég sakna samskipta við vini mína og vandamenn.  Ég vona þó að það verði betra næsta vetur. Ég er hætt að kenna í öðrum skólanum, eða barnagrúppunum. Ég verð í listaskólanum og mér var boðið að kenna unglingum í Lejre myndlist einu sinni í viku, ég sagði já við því. Ég kem einnig til með að vera með námskeið fyrir ófrískar konur í hugleiðslu og myndlist. Svo er að sjá hvort álagið verði minna.

Það er bráðum skólalok hjá listaskólanum SJÁ allir á fullu að vinna lokaverkefnið, vorsýningu skólans Það er mikið að gera og mikið gaman.img_0532.jpgimg_0547.jpg

Við erum með fókus á proces, eða þróun verksins, en ekki útkomuna, mjög gaman.

Þann 20 maí, varð ég 50 ára, átti ljúfan dag með mínum nánustu.

Ég var vakin snemma með afmælissöng, marensköku og góðu kaffi og ekki má gleyma gjöfunum. Svo kom fólk svona  eitt af öðru, þeir sem mundu eftir því að ég átti afmæli. Ég hafði ekki boðið í neina veislu þann dag. Ég held upp á afmælið 21 ágúst með vinum og vandamönnum í garðinum mínum.

Daginn eftir afmælið mitt  fór ég til  Ítalíu. Ég var þar í viku uppi í fjöllunum með kærum vinum, frá hinum ýmsu stöðum í heiminum. Við hittumst einu sinni á ári og hugleiðum saman. Núna hugleiddum við fyrir Kærleikanum, til sjálfsins, nágrannans, mannkyns. _mg_3033_999761.jpg

Þetta var algjörlega yndislegt og gaf innri ró og frið að nota svona mikinn_mg_3036.jpg tíma til að íhuga og fókusera á það sem er svo mikilvægt.

Tengdafaðir minn lést á meðan ég var þarna.  Það var ekki auðvelt að vera ekki með sínum nánustu á þeirri stundu. En þar sem ég veit og er meðvituð um að við lifum í mörgum víddum, var ég með þeim öllum og honum, þó að ég í líkamlegu ástandi væri ekki með þeim eða honum._mg_3048.jpg

Lífið heldur áfram, með minningar sem eru með til að skapa framtíðina og gera  hana að því sem hún verður. Í dag var hugmyndin að matarklúbburinn kæmi til okkar að borða, en vegna forfalla var því frestað. Ég var bara smá feginn því. Í staðin vorum við í garðinum og plöntuðum blómum og fl.  

Eftir smá tíma, fer ég í sumarfrí, daginn eftir förum við á Þýska eyju  “Hiddenzee” . Við dveljum þar með vinkonum okkar og börnum. Ég hlakka mikið til. Ég ætla að taka með mér krimmabækur og konublöð og lesa og lesa, án þess að hugsa.

img_0542.jpgÁðan þegar við vorum að elda fór Sól að tala við pabba sinn um heimsmeistarakeppnina í fótbolta !!! Hún sagði okkur að í kvöld keppa Englendingar og Ameríkanar, huuuhummmm, pabbi ssgði Sól: eigum við að horfa á þetta saman. Skil ekkert í því að litla skottan mín hafi sagt þetta, eða hafi áhuga á þessu. Ég tek mig þó saman og horfi með og reyni að fylgjast með eins og ég get. Ég hef bara engan áhuga á fótbolta, en ég ætla að þykjast.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


Fimmtudagshuggulegheit

_mg_0207.jpgÓsköp friðsælt núna hérna í eldhúsinu. Brenniofninn hitar allt í kringum sig og við sitjum hérna hver við sína tölvu og hvílum okkur smá eftir daginn og kvöldmatinn. Sól og vinkona hennar voru að baka þegar ég kom heim, og núna njóta þær afraksturins af því og sitja uppi í herbergi og horfa á bíómynd og borða köku í desert eftir kvöldmatinn.

Við förum á eftir að taka gamla vinnuherbergið í gegn, það á að verða að herberginu hennar Sólar, Sólar herbergi verður að sjónvarpshugguherbergi og stofan verður að sameiginlegri vinnustofu. Okkur bráð vantar aðstöðu fyrir allt mögulegt sem við bardúsum bæði saman og hver fyrir sig.

Annars er lítið að frétta frá mér, allt er ekki auðvelt, en verður auðveldara dag frá degi. Skólarnir báðir ganga mjög vel, mikið spennandi að gerast á báðum stöðum.

Listaskólinn sem ég ásamt tveimur öðrum setti á laggirnar fyrir 8 árum og er nú skólastjóri í, er að stækka í báða enda. Við erum byrjuð með það sem heitir ungdommsuddannelse, sem er tilboð fyrir ungt fólk með sérþarfir, þar sem bæði er hægt að læra myndlist og einnig dönsku, reikning og önnur samfundfög. Þetta er svo tilboð með skólanum þar sem aðalega er kennd  myndlist og hefur alltaf áður bara verið kennd myndlist.

Einnig erum við að opna það sem kallast vinnustofa, sem er fyrir þá sem eru búinn að vera lengi í skólanum, en nokkrir hafa verið í 8 ár, og eru ekkert á leiðinni að hætta.

Til að það verði einhver hreyfing á nemendum gerum við þessar vinnustofur. Ef engin fer út úr skólanum, höfum við ekki pláss fyrir nýja.

Þetta er bæði mjög spennandi og tekur líka mikinn tíma.

Hinn skólinn, “Skolen for kreativitet og visdom” stækkar dag frá degi, það koma endalaust nýir nemendur inn og við verðum brátt að huga að því hvað við gerum eftir áramót.

Skemmtilegt er að við vorum beðnar að skrifa grein um skólann í mjög gott blað sem kemur út í desember, þrjár síður !! við erum að sjálfsögðu mjög ánægðar með það og erum á fullu að skrifa.

Núna í næstu viku er haustfrí, og ætlum við að hvíla okkur. Ég nota einhvern tíma til að skrifa að þessari grein, og svo ætlum við í sund og bíó og þess háttar.

Núna ætla ég að kveðja að sinni, kannski verður tími til að skrifa í næstu viku.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


Samvinna milli engla og okkar.

_mg_0141.jpg

Allt með rólegra móti miðað við hvernig gæti verið. Stundum virðist heimurinn hristast, og allir sem einn erum með í þeim skjálfta. Ég finn að í dag get ég hægt á skjálftanum, með því að biðja um hjálp til að takast á við það sem koma skal og hjálp til að hafa styrk til að takast á við það sem er óumflýjanlegt, hvað sem verður og í hvaða átt sem er .

Eftir þessar bænir finn ég innri ró og vissu fyrir því að allt fer á þann veg sem er best fyrir mig og best fyrir það heila.

Í gær fórum við mæðgur í göngutúr í skóginn okkar hérna rétt hjá. Við tókum Lappa og Dimmalimm með. Þetta var yndislegt í haustlitunum sem skarta sínu fegursta núna.

Það er svo flott slott þarna, fallegur garður, en líka villtur skógur. Hundarnir nutu þess að ganga og þefa upp alla þá lykt sem varð á vegi þeirra og við mæðgur leystum öll heimsins vandamál, bæði okkar á milli og í stærra samhengi. _mg_0169.jpg

Þessi vika er sú vika sem ég ekki er að kenna í Listaskólanum, en ég kenni þessa vikuna í Skolen for kreativitet og visdom. Það gengur mjög vel,  við höfum núna 14 nemendur og það er mikil gleði sem ríkir. Þess má geta að það bætast stöðugt nýjir nemendur við, því fólk fréttir að því sem við erum að gera.

 Við vinnum í svo góðri orku sem við höfum byggt upp með hugleiðsu í langan tím og samvinnu við þá engla sem við höfum markvisst unnið að því að fá samband við.

Mig dreymir um þann tíma þar sem samvinna milli engja og okkar verður hluti að því að draga andan. Fyrr á tímum, var þetta algengt, en núna er eins og mannkyn hafi misst kontaktin við sitt innra og aðrar víddir, sennilega vegna þess að við höfum svo mikla efnisþörf, eða þar að segja, við dýrkum og erum þrælar peninga, húsa og annars sem í raun að lokum færir okkur ekki neitt.

En núna er allt rifið úr höndunum á okkur með krísum, bæði efnahagslega og náttúruöflin. Við erum sem sagt ekki eins mikir herrar yfir lífi okkar og við viljum vera láta. Ég segi stundum að það eina sem ég finn að ég get stjórnað, er hvað ég borða.   En þá verðum við að finna aðrar leiðir til að upplifa okkur lifandi, sem ég vona svo innilega að  verði til þess að við leitum á önnur mið, hin innri mið, því þar er allt sem við þurfum! Bara að gefa þeim heimi  sjéns, þeim heimi sem bíður eftir að við opnum augun fyrir þeim.

Þetta er í raun allt svo einfallt, en við gerum það svo flókið.

Megi friður og englar vera með ykkur._mg_0176.jpg


Eftir hundrað ár og súrkál finn ég tíma til að setjast niður og gefa frá mér hljóð.

_mg_6142.jpgHeimasætan nýr farinn út úr húsi með nágrönnunum á leið til Stokkhólms í lúxusferð á flottu hóteli og næturgisting á eyðibýli á leiðinni.

Nágrannar okkar eru alveg hreint frábærir. Við erum í miklu og góðu sambandi við þau öll. Ræddum um það um daginn að við ættum eiginlega að byggja glergöng á milli okkar! Þetta er kolleftiv með nokkrum fjölskyldum og þrjár af fjölskyldunum fara af stað. Sól er mikil vinkona barnanna og þar af leiðindi var henni boðið með. Aldeilis frábært. Hún kemur heim á sunnudagskvöldið eða mánudagsmorgun.

Gunni er úti í skóla að elda mat fyrir þá nemendur sem eru að klára skólann til að fara áfram eitthvað annað.

Ég sit hérna við opin gluggann, bíð eftir þrumum og eldingum sem búið er að lofa í kvöld. Ég sit undir teppi þreytt og sæl eftir undanfarnar vikur sem hafa verið frábærar og erfiðar.

Í dag var lokasýning í listaskólanum með fullt af glöðum gestum sem nutu frábærra verka nemanda. Á morgun hef ég frí en vinn svo mánudag og þriðjudag og er svo komin í sumarfrí, yndislegt. Hérna er hægt að sjá heimasíðu skólans

Um síðustu helgi var “prufudagur” í nýja skólanum, SKOLEN FOR KREATIVITET OG VISDOM. Nýtt og ótrúlega spennandi verkefni sem Ulrikka vinkona mín og ég erum að setja í gang. Skólin er ætlaður fyrir börn frá 6 til 9 ára í einum bekknum og 10 til 14 ára í hinum. Við vinnum að sköpun í mörgum _mg_6333.jpgformum. Við hugleiðum, segjum ævintýri, syngjum, spilum tónlist, málum, teiknum, vinnum með leir, ræðum heimspeki, finnum fram það innra og túlkum það fram í það ytra. Engin sköpun er röng og öll sköpun er leyfileg. Við gefum tíma til að skoða og finna fram það sem vill koma fram í því formi sem passar hverjum og einum. Sum hugsun kallar á ákveðna leið til að vera séð og sú leið fær hjálp til að verða sýnileg.
Við höfðum 7 börn í hverju holli og dagurinn var alveg hreint frábær. Ég var svo sæl og sátt á eftir og við báðar tvær. Hægt er að sjá heimasíðuna hér ._mg_6319.jpg

Ulrikka og ég höfum unnið að þessu verkefni undanfarna sex mánuði og nú er þetta að verða raunverulegt. Fólk er mjög hrifið að þessu og nú er bara að vona að við byrjum með tvo fulla bekki í haust. Þetta er til að byrja með á fimmtudögum og sunnudögum en að sjálfsögðu reiknum við með að þetta verði meira í framtíðinni. Þrjú barnaheimili hafa haft samband við okkur til einhverskonar samvinnu, en við ætlum að skoða það eftir sumarfríið. Spennandi spennandi.

Núna hef ég nokkra daga til að vinna að sýningunni á Íslandi . Ganga frá kúnstskólanum fyrir sumarfrí klára þar sem klára þarf þar og loka, þar til 3 ágúst.

Við erum í þeirri frábæru aðstöðu eftir 7 ár að vera með fullt hús og nemendur á biðlista og fólk sem vil kenna á biðlista líka. Lúxus :o)2009_06130219_869678.jpg

Sól og ég komum nú heim til Íslands, þann 4 júlí verðum eitthvað pínu lítið í Reykjavík, einn dag að mig minnir. Fljúgum svo til Ísafjarðar verðum þar til 10 Júlí, förum svo til Reykjavíkur og verðum í viku. Ég veit eitt, að ég ætla að heimsækja æskuslóðirnar og sýna Sól það umhverfi sem ég ólst upp í annað er ekki ákveðið.

Ég hef af og til skrifað um barnaheimilið sem Sól var á þegar hún var lítil. Ég vann þar líka þegar barnaheimilið var að byrja og þess vegna var Sól svo heppin að vera ein af fyrstu börnunum á þessu barnaheimili. Þetta barnaheimili er bóndabær og algjörlega einstakur ataður. Það er þar sem við fengum Lappa, Múmín kisuna okkar og núna Dimmalimm. En um daginn varð barnaheimilið 10 ára og það var að sjálfsögðu haldið upp á það með stæl. Öllum börnunum sem höfðu hætt til að byrja í skóla var boðið að koma og eiga kvöldstund og nótt á bóndabænum. Morgunmatur var líka og þar gátu foreldra verið með. Margt á þessum barnaheimili voru hlutir sem við foreldra sáum um, til dæmis hreingerning og garðvinna. Frábær staður með mikilli ábyrgð á foreldrum barnanna. Gunni og ég vorum mjög aktiv þarna og að sjálfsögðu stóð Gunni fyrir matnum og hann var líka með í tjaldi til að passa börnin um nóttina._mg_5893.jpg_mg_5898.jpg_mg_5931.jpg_mg_5933.jpg_mg_5934.jpgÞað er svo frábært að Sól ennþá eftir 6 ár, elskar barnaheimilið sitt og hún gat varla beðið eftir að dagurinn stóri rynni upp. Þetta var mikil upplifun og gaman að sjá allt þetta fólk aftur.

 

 

 

Á bóndabænum eru fjöldin allur af dýrum og umhverfið algjörlega yndislegt. Byggingarnar og hugsunin á bak við staðinn er allt lífrænt. Ég set inn nokkar myndir af deginum.  

Annað að frétta að Dimmalimm er fallinn vel inn í hérna á heimilinu. Hún er aldeilis frábær hundur svo fyndin og skemmtileg. Ég hef haft hana mikið með í vinnuna og þar er hún elskuð heitt af öllum og nemendurnir voru bara fúlir í dag þegar hún kom ekki með. Ég lofaði að eftir sumarfríið tæki ég hana með af og til svo þau gætu haldið sambandi við hana áfram. Lappi litli er alveg frábær við hana svo lítið félagslyndur sem hann er, tekur hann öllum hennar árásum bara með stakri ró.
Hún er algjör morgunkúra. Á morgnana þegar við vöknum þarf ég að bera hana niður hálf sofandi setja hana út á gras til að láta hana pissa og kúka og hún hangir með hausinn í nokkurn tíma áður en hún nennir að gera eitthvað. Mjög öðruvísi en ég er vön með hina hundana, þar sem við þurftum að rjúka niður eldsnemma með þá til að vera á nógu fljót áður en pissað var.

Ég vona kæra fólk að þið hafið það alveg yndislegt öll og sólin nái að skína á ykkur oft á dag bæði hin innri sól og hin ytri.

_mg_6174.jpg


gólfmottann Dimmalimm

_MG_5841

Skyndileg breyting á fyrirparti dagsins gaf möguleika á göngutúr með Lappa Kóng, Múmín prins og Gólfmottunni henni Dimmalimm ! Veðrið yndislegt og engin á ferli nema við. Mottan var kát að vanda og skoðaði hvern krók og kima á leiðinni, en að lokum skulfu litlu fæturnir undir henni svo sú gamla tók hana upp á arminn upp brekkuna að húsinu.

Mottan var þó ekki alveg á að fara inn þegar ég setti hana niður þegar við vorum komin í garðinn heldur hljóp hún bak við hús og reyndi að fela sig. Hún er svo fyndin litla skottan.

Í gær átti heimasætan afmæli, hún varð 12 ára. Við buðum nánustu vinum og frænkum. Það var mikið fjör og mikið gaman.

Allir mögulegir leikir voru leiknir og hoppað á trambolíni og við hin "fullorðnu" spjölluðum um allt milli himins og geyma.

IMG_5948

Gunni og ég vorum ansi sein með allt, vorum að byrja að elda þegar gestirnir komu kl 11 hehe.En ekkert mál allir fóru í sving með okkur, vöskuðu upp, hjálpuðu með eldamennskuna og voru með til að gera allt auðveldara. Það er svo mikið að gera hjá okkur báðum að við erum eins og heilasoðin bæði. Fengum svo góðan mat og bakaraköku sem við höfðum pantað daginn áður hjá lokalbakaranum. Drukkum te, kaffi, vatn og eplamost.

Ekkert nammi fyrir börnin, hafði keypt ægilega góðan ís, en gleymdi að bjóða hann gestum. Á morgun byrjar vinutörn. Lokasprettur fyrir lokasýningu í skólanum. Dimmalimm gólfmotta kemur með í skólann og hjálpar mér að kenna og setja upp sýninguna. Heimasíða nýja skólans er komin upp, mjög flott að mínu mati, hérna kemur Link inn á síðuna : http://skolenforkreativitetogvisdom.dk/.Ég hef engan tíma til að kíkja á ykkur kæru bloggvinir, en vonandi er mér fyrirgefið. Set inn nokkrar myndir frá afmælinu í gær og óska ykkur alls hins besta .....Kærleikur og Ljós

_MG_5975_MG_5989_MG_6005_MG_6025_MG_6066_MG_6072_MG_6080IMG_6085

 


Myndin er send út til allra sjónvarpsstöðva í Danmörku og á Íslandi

000.jpgÆtla að blogga smá, eða þangað til ég get skúrað gólfin. Ástæðan fyrir að ég get ekki skúrað strax er að heimasætan er að taka til í herberginu sínu, það eru tröppur frá herberginu hennar niður í eldhús og það er opið allt á milli. Í herbergi heimasætunnar eru parakítafuglar og naggrís og þessu fylgir mikið af allavega kornagrasarusli. Ég þarf sem sagt að skúra hennar gólf fyrst.

Annars er ég búinn að vera mikið veik alla vikuna og smá af hinni vikunni líka. Ég hef verið með ferlega verki í maganum og svakalegan höfuðverk. Höfuðverkurinn gæti verið orsök þess að ég hef verið að afeitra mig af koffíni. Ég er sem sagt hætt að drekka kaffi og svart te. Ekki spyrja af hverju, ég hlustaði á kropinn minn og fékk þessi skilaboð og þar sem ég hef ákveðið að vinna með honum/henni en ekki á móti, þá er ekki annað að gera, en gera það. 

Í morgun var ég í mínu morgunbaði, eins og flestir sennilega gera og í leiðinni að spjalla við Gunna sem var að raka sig. Glugginn var opinn samkvæmt venju. Allt í einu skellur glugginn aftur með miklum hávaða og við heyrum mikil hljóð. Gunni kíkir út, en sá ekkert í fyrstu svo sér hann fálka fyrir neðan gluggann í slagsmálum við smáfugl, vá ekki lítið undarlegt að sjá þetta bara metir frá okkur og lætin svo mikil að þeir flugu á gluggan, grei litli fuglinn! Gunni horfði á þetta lengi, enda áhugamaður um mat, en ég horfði bara smá, en nóg til að muna þetta undarlega augnablik.Við erum með alveg ofsalega mikið af fuglum í garðinum okkar, þó svo að við séum með fjóra ketti og einn hund. En ástæðan er sú að við fóðrum þá út um allt af eplum, fitu og korni. Ég veit ekkert huggulegra en að sitja og horfa á þá gúffa í sig öllu þessu góðgæti. Það versta er að allt er útskitið á tröppunum í kringum húsið.  

Allt gengur vel við undirbúninginn á skólanum. Við erum búinn að fá aðstöðu í frábæru húsi hérna í miðbænum. Ég hef oft áður notað þetta hús við hin ýmsu listaprojekt, en núna getum við leigt ár frá ári. Getið hvað það kostar á ári ???? 2000 dk til 5000 dk ! Ótrúlegt. Sjá mynd:images-1_806628.jpg

Við höldum marga fundi og skrifum mikið, því við byrjum í september.

Annars er ég hamingjusöm, fátæk, en hamingjusöm. Fórum út að kaupa inn í gær og urðum hálf hissa á hversu mikill munur það er orðið að versla núna en bara fyrir stuttu. Allt orðið dýrara og það finnst greinilega. Við erum líka kúnnar hjá Danske Bank og þar er allt í panik núna, engin lán ekkert að hafa þar. Vorum að spá í að kaupa nýjan bíl, en nei ekkert lánað. Okkur leið eins og við værum einhverjir aula kúnnar híhí. Bílinn okkar verður sem sagt að duga smá áfram.

Í næstu viku byrjar vinnutörn hjá mér og hlakka ég til eftir þennan veikindatíma. Hlakka til að vera með skemmtilegum nemendum og kennurum skólans. Það eru að gerast skemmtilegir hlutir þar. Við erum að gera bók um verk nemendanna. Einn af kennurum skólans stendur fyrir því verkefni. Hann Hartmut, þýskur listamaður alveg yndislegur. Hann hefur skaffað okkur mjög góðan listfræðing til að skrifa texta í bókina. Vikuna áður en ég veiktist sendi ég kvikmyndina um skólann út til allra sjónvarpsstöðva í Danmörku og líka þeirra íslensku. Vonandi vilja þeir sýna þessa frábæru mynd sem á erindi til allra. að mínu mati, þessi mynd er verk í sjálfu sér, því hún er svo róleg og falleg með yndislegri músík. Einnig kynnir hún skólann alveg frábærlega vel. Við höfum aldrei  upplifað það áður en núna er stöðugur straumur af fólki sem vil inn í skólann, við fáum gesti í hverri viku og eins og staðan er núna erum við með þó nokkra á biðlista. Við höfum hreinlega ekki fleiri pláss. "Lúxusvandamál"

hgh.jpg

Jæja kæru vinir og bloggvinir það verður ekki meira að sinni. En ég sendi ykkur öllum KærleiksLjós með ósk um allt það besta til ykkar samkvæmt Guðdómlegum lögum og reglum

 

 


hitt og þetta frá Lejrekotinu

_mg_3519.jpgVið Lappi sæti vorum að koma úr göngutúr, ósköp huggulegt, eins og vanalega, með allar þrjár kisurnar í halarófu á eftir okkur, Alex var síðust allaf á varðbergi gagnvart ógnum heimsins, Ingeborg í miðjunni, veit ekki alveg hvar í hirakíinu hún er, enda nýjust og Múmín eins og þeytibrandur, fyrstur, ætlar ekki að missa af neinu.

Við mættum manni á göngu með herralausan hund, við reyndum að sjá hvað stæði á hálsbandinu hans hvutta, en vorum bæði með gömul augu og sáum lítið. Að lokum gat maðurinn glimt í eitthvað sem líktist símanúmeri. Hann tjáði mér þó að hann gæti ekki tekið hvutta heim, þar sem hann væri með tvo hunda heima sem myndu fara í trylli, eins og Lappi minn var í, á því andartaki. Það var svosem auðséð að hvutti ætti ekki að koma heim til mín. Það skildust leiðir og sem betur fer fylgdi hvutti eftir vænsta kostinum sem voru ekki Lappi og ég.

Við hittum hesta og fallegt útsýni og vorum bara sátt þegar við komum heim, með kisurnar eina eftir annarri í halarófunni.

Það var alveg frábær ferð til Malmö á föstudaginn með góðri myndlist og góðu fólki. Þeir myndlistarmenn som voru að sýna í Kunsthallen voru:
Doug Back, Canada,Ralf Baecker, Germany,Kerstin Ergenzinger, Germany, Serina Erfjord, Norway, Jessica Field, Canada,Voldemars Johansons, Latvia, Diane Morin, Canada, Kristoffer Myskja, Norway, Erik Olofsen, Netherlands,Bill Vorn, Canada

Ég kom frekar seint heim, en við höfðum það gott fjölskyldan um kvöldið.

Á laugardaginn vorum við bara, við dúlluðum okkur við hitt og þetta, við Gunni fórum í langan göngutúr með Lappa, sem var alveg yndislegt á meðan stóra barnið klæddi sig í hin skrítnustu föt fyrir kvöldið. Okkur var nefnilega boðið í matarklúbbinn með þeim sem við borðum svo oft með. Sól hlakkar alltaf alveg rosalega til að hitta þetta fólk, því ein hjónin eru foreldrar einnar bestu vinkonu Sólar._mg_3536.jpg
Kvöldið var einu orði sagt frábært, mikið talað og spáð í lífið og tilveruna.

Frægð og frami og karríer voru þó mest á vörum okkar. Ein hjónin eru bæði rithöfundar og voru að senda frá  sér handrit, nokkrum dögum áður. Við vorum sammála um það öll, að það að velja sér listabraut er engin sælubraut, en á einhvern hátt lífsnauðsynleg okkur sem vorum þarna um kvöldið.

Ég hlakka svolítið til á miðvikudaginn, þá ætlum við að hittast sem komum til sýna saman á Ísafirði í sumar. Það eru , Morten Tillitz, Ole Broager, Ráðhildur Ingadóttir og ég. Ég hlakka til þessarar ferðar og að vinna að þessari sýningu. Reikna með að byrja í janúar þegar jólagleðinni líkur.

_mg_3548_2.jpg

Ég ætla að ljúka þessari færslu með smá um eina mjög góða vinkonu mína. Stundum heldur maður að hún sé engill, en sem betur fer hefur hún líka þrjóskusvið í sér sem gerir hana mannlega og stundum óþolandi.
Hún heitir Bente. Bente á engin börn en góðan mann sem hún elskar mikið. Bente og maðurinn hennar áttu gamla kisu sem hafði flutt inn til þeirra fyrir mörgum árum og elskuðu þau þess kisu afar heitt. Í sumar dó blessuð kisan þeirra og það var mikil sorg á heimilinu hjá þeim. Eftir einhvern tíma ákváðu þau svo að fá sér aftur kisu og fóru á stúfana að skoða. Þau fóru á svona stað sem er með heimilislaus dýr og sáu þar þessa yndislegu kettlinga. Þeir voru fjórir og hver öðrum fallegri. Bente gat ekki fengið sig til að skilja kettlingana frá hver öðrum. _mg_3499.jpg

Hvað gerir maður þá.

Jú Bente ákveður að taka tvo kettlinga og platar svo mömmu sína sem er gömul kona til að taka tvo. Mamman er ekki alveg á þessu, en eins og ég sagði er Bente líka mjög þrjósk og fær talað mömmu sína til að taka tvo, með því skilyrði af ef mamman ekki magtar þetta þá taki Bente þá.

Það er nú svo að það er ekki auðvelt fyrir gamlar konur að vera með kettlinga upp um allar gardínur og borð svo að sjálfsögðu gafst gamla kona upp.

Bente spáði í að finna einhverja sem hún þekkti til að taka þessa tvo dásamlegu kettlinga, það voru þó nokkrir sem vildu það gjarnan, en Bente fannst leiðinlegt að skilja þá frá hver öðrum og ákvað að taka þá heim til sín.

Núna er líf og fjör hjá Bente og manninum hennar með fjóra sprellandi hálfstóra kettlinga. n1633923829_642.jpg
Hérna er mynd af þessum elskum og nokkrar aðrar sem ég tók nýlega.
Kærleikur til alls lífs


Lífið í Leirulæk og nágrenni...

_MG_7727

 

Alveg yndislega fallegur dagur !

Allt er samt á hvolfi hérna heima eftir hann Gunna tunna sem var að gera mat fyrir veislu í alla nótt. Þegar hann fór út með matinn var eldhúsið sem er nokkuð stórt á hvolfi. Pottar, pönnur, föt, skálar ausur og ég veit ekki hvað skítugt út um allt.

Hvað gerir ekki góð kona, tekur til hendinni og þrífur, skrúbbar og bónar. Ég er alls ekki búinn, en ætla að taka smá pínu pásu.

 

Fór með Lappa tappa í göngutúr í morgun sem er ekki frásögu færandi, en segi það samt, því ekki er það minna mikilvægt en svo margt annað.

Í gær var ennþá einn stór dagur í skólanum. Enn einn nemandinn útskrifaðist úr skólanum okkar. Hann hefur sem sagt verið fjögur ár hjá okkur. Ég hef skrifað um hann áður hérna á blogginu.
Þegar hann byrjaði í skólanum var okkur sagt margt miður gott um hann sem var allt satt og rétt og hann kunni varla að teikna en var mjög áhugasamur._MG_7691

Þið getið séð hérna a myndunum hvaða árangri maður getur náð ef líf manns er gott og manni er sagt nógu oft hversu duglegur maður er og að maður getir í raun næstum allt sem maður vil.

Hann er í dag ekki til vandræða vegna þess hversu erfiður hann er, hann er bara alveg frábær !

Ég var komin aðeins á undan á opnunina svo ég var svo heppinn að sjá hvernig fjölskyldan hans brást við þegar þau sáu verkin hann, þau trúðu varla því sem þau sáu og sögðu aftur og aftur, gerði M. þetta virkilega. Ohh ég var svo ánægð fyrir hans hönd. Það hlýtur að vera alveg frábært eftir svo mög áföll og neikvæðar upplifanir í gegnum skólasýstemið að standa uppi með þennan líka frábæra árangur.

Hann var líka svo stoltur og ánægður og knúsaði svo oft.Plakat 8 Full
Ég tek það fram að hann er ekki þessi stóri knúsari dags daglega, en þarna réð hann ekki við sig.

M. er með greiningu asberger/einhverfur. Hann hefur ekki átt auðvelt líf og hann á eftir að upplifa margt erfitt í framtíðinni vegna þeirrar fötlunar sem hann hefur.
En eftir svona upplifun eins og í gær styrkist sjálfsmyndin sem gerir mann sterkari til að takast á við þau áföll sem bíða mann í framtíðinni, það er alveg á hreinu.
Set inn nokkrar myndir af sýningunni og af verkunum hans.

Hann var með 14 myndir mjög stórar. Plagat stærð. 

Myndirnar eru allar teiknaðar í hönd, skannaðar inn í tölvu og litirnir settir inn í photoshop. Hann hefur sjálfur fundið upp allar persónurnar sem hann teiknar, fötin og sögurnar í kringum hverja mynd og unnið alla tölvivinnu . Hann hefur sem sagt unnið þetta frá a til ö. Hann fékk kennsu í byrjun en náði svo tökum á þessu sjálfur.

Það er svo sárt að vera vitni að hversu fáir möguleikar eru fyrir þá sem eiga við einhverja fötlun að stríða. Hérna reyna sveitarfélögin að spara eins mikið og mögulegt er hjá þessum hóp. Ég upplifi svo sterkt í minni vinnu að við vinnum eins og á móti hver öðrum. Við og sveitafélögin.

Þeir gera allt sem þeir geta að spara og spara alveg sama á hvers kostnað. Það eru teknar ákvarðanir um líf þessa einstaklinga án þess að þau fáu nokkru um ráðið.

Skólinn er öðruvísi tilboð en sveitafélögin eru með og þar af leiðandi hefur það tekið langan tíma að opna augu og skilnings þeirra sem vinna að málum þessara einstaklinga að þarna er eitthvað nýtt sem gefur aðra möguleika en að setja skrúfur í poka eða einhverja einhæfa vinnu sem er góð fyrir suma en ekki alla.

Ég er ekki að segja að eitt sé betra en annað, en sumir hafa aðrar þarfir en aðrir og það á við um okkur öll sömul. Af hverju er ekki hægt að taka tillit til þess þó svo viðkomandi eigi við einhverja fötlun að stríða.

Fötlun gerir þig ekki að minni manneskju með aðrar tilfinningar eða óskir og drauma, en manneskju sem á einhvern hátt vantar getur til einhvers ákveðins hlutar.

Ég er að vona að í framtíðinni verði meiri fókus á þennan hóp sem geri það að verkum að þau fái sömu mannréttindi og allir aðrir.

Annars er allt bara gott héðan. Mikið að gera eins og ég tönglast á í öllu því sem ég skrifa og við alla sem ég tala. Ætti sennilega að athuga þessa setningu mína og hugsa þetta meira jákvætt en ég geri. Ég er alltaf að bíða eftir sumarfríinu mínu, er ekki nógu mikið í því að njóta þess að vera í núinu, njóta þess að hafa mikið að gera.

Einu sinni þótti mér það gaman, ég elskaði þegar ég var að kafna í verkefnum, en núna get ég það ekki.
Ég vil hest bara dúlla hérna heima, lesa, vera í garðinum, spjalla við dýrin mín og jú fjölskylduna mína og hugleiða. Virkar sennilega leiðinlegt en svona er það nú samt.

Læt mér dreyma um að fá mér hest !plakat 2 full    K ærleikur í Ljósheima....


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband