jólahugga í Lejre

Halló frá Lejrekotinu.foto_460.jpg

Frívika framundan, eða næstum því.  Ég fer þó á fund á fimmtudaginn og á föstudaginn fer ég með skólanum í jólaferð til Malmö í Svíþjóð.

Ég og Sól erum hérna saman í huggu, eins og svo oft áður. Gunni er í mannapartý hérna við hliðina. Það hittast cirka 30 kallar, alltaf á þessum árstíma, keppa í mannakeppnum, borða baunasúpu , fullt af kjöti og drekka einhver ósköp af snaps.

Þannig að ég og Sól njótum þess að vera hérna með smá kvennasælu.

Við fórum í dag að sjá leiksýningu í leiklistarskólanum sem Sól er í. Það var mjög gaman. Á eftir fórum við í verslunarmiðstöð í Hóraskeldu og keyptum smá aðventugjafir til hvers annars. Þegar við komum heim fórum ég og Sól að horfa á bíómynd og höfum gert það síðan.
Það er mikið um að vera í þessum jólamánuði. Við eigum eftir að klára gjafirnar til Íslands og senda þær. Við eigum eftir að baka eitthvað og klára það konfekt sem við vorum byrjuð á.

Við förum í jólaboð í einum matarklúbbnum sem við erum í. Einn saumaklúbbur, sem verður hjá mér á miðvikudaginn.  Ég ætla líka að skrifa einhverjar greinar sem ég þarf eiginlega að byrja á á morgun.

Eins og flestir erum við langt á eftir þeirri áætlun sem við vildum vera á.  Við sendum sennilega engin jólakort í ár, það er þó ekkert nýtt því ég næ því aldrei.
Einu sinni sendi ég jólakortin í janúar !

foto_462_744642.jpg

Á morgun ætlar Gunni á jólaball með Sól og barnabörnunum, ég verð heima að vinna.

Ég sé fram á kvöld með hverjum jólakalandernum á eftir öðrum,.Þannig er það alla desembermánuði á þessu heimili. Sól sappar frá einni stöðinni á aðra til að ná þessum herlegheitum. Jólakalander er skemmtileg og góð hefð hérna í Danmörku sem allir fylgjast með í hérna í danaveldi.
Set inn vídeó með smá frá tveimur julekalender :
Mikkel og Guldkortet og The Julekalander, sem er uppáhaldið okkar hérna. Það var sýnt fyrir mörgum árum hérna og við erum miklir aðdáendur þessa þátta og njótum þess að sjá þá endursýnda núna.

Sá þriðji sem ég set inn, er snilld !!!  Jul på Vesterbro, við eigum það meira að segja á dvd !!

Jólin eru á svo margan hátt svo dásamlegur tími, en ég veit þó að það eru margir sem ekki hafa það gott á þessum tíma. Það er fleiri og fleiri fjölskyldur sem ekki eiga pening fyrir mat  eða jólagjöfum hérna í Danmörku. Margar fjölskyldur eru að missa heimilin sín á þessum tíma, bæði hér og þar. Þetta er líka erfiður tími fyrir fjölskyldur sem hafa eitthvert áfengisvandamá á heimilinu og það eru margar fjölskyldur.

Einnig eru margir sem láta lífið fyrir okkur á þessum tíma, svo við getum haft góðan mat á borðum, þeim megum við ekki gleyma að þakka.

Verum góð hvert við annað á þessum tíma, brosum til hvers annars og gefum hvert öðrum allt það jákvæða sem við eigum í okkur.

Hugsum aðeins út fyrir okkur sjálf, til annarra. Falleg hugsun gerir kraftaverk, það er gott að hafa í huga.

Það eru jólin !

Kærleikur í hjartanu til Lífsins !

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Gleðilega helgi á ykkur mín kæra

Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 18:48

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Kærleikur og hlýja til þín Steina mín, Mundu alltaf að þú ert einstök

Sigríður B Svavarsdóttir, 6.12.2008 kl. 21:58

3 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Knús og karm til ykkar

Kristborg Ingibergsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:12

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Knús og karm til ykkar

Kristborg Ingibergsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:12

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Kærleikur til þín Steina mín. Já þú ert einstök það er satt.

Svava frá Strandbergi , 7.12.2008 kl. 00:44

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hljómar vel og kósý.  Hafðu það gott elsku Steina mín og kærleiksknús

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2008 kl. 11:09

7 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Gleðilega jólastemmingu Steina mín, kærleikskveður, eva

Eva Benjamínsdóttir, 7.12.2008 kl. 17:37

8 Smámynd: www.zordis.com

Alltaf notalegt að hygge sig hjemme með dóttlunni. Þið hafið átt góða stund! Skrítið hvernig við verðum stundum á eftir með það sem þarf að gera. Jólin koma og það er um að gera að senda jákvæð skilaboð til allra sem við umgöngumst!

www.zordis.com, 7.12.2008 kl. 20:06

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ha det bra i Sverige

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.12.2008 kl. 22:40

10 Smámynd: Líney

knús

Líney, 7.12.2008 kl. 23:18

11 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Hugguleg jólastemning hjá ykkur í Danmörku. Hér snjóar og snjóar, ég er loksins komin heim til mín og er að fara að byrja á að setja upp jólaljósin og skreyta smá á morgun. En í nótt fer ég á næturvakt. svo dúlla ég mér í þessu fram eftir desember ásamt nokkrum jólaprófum.

Knús í krús.

Ylfa Mist Helgadóttir, 7.12.2008 kl. 23:29

12 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég elska líka þessi julekalender. Sakna þeirra nú á aðventunni. Íslendingar eiga því miður ekki þessa hefð. Kærleikur úr Grænuhlíðarkotinu

Anna Karlsdóttir, 8.12.2008 kl. 01:01

13 Smámynd: Heidi Strand

Kveðjur til ykkar í aðventustemningunni í Danmörku.

Heidi Strand, 8.12.2008 kl. 19:31

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Fullt fang af mjúkum aðventukveðjum til ykkar!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.12.2008 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband