Smá föstudagskveðja frá Lejrekotinu

foto_431.jpgÉg segi nú bara eins og svo margir, loksins komin helgi !!!!
Það er einhvernvegin svo dimmt og drungalegt þessa dagana. Það kom snjór í nokkra daga og þá var eins og birti í sinninu, en svo fór snjórinn og núna er 7 til 8 stiga hiti. Sit hérna við opinn gluggann með tvö af blessuðum dýrunum mínum við hliðina á mér.

Á morgun koma kennararnir í skólanum í jólaboð. Við ákváðum að vera snemma í því, það er nefnilega alltaf svo mikið um að vera í desember og þá er erfiðara að finna tíma sem allir geta hist.

Ég meira að segja hlakka til á morgun, það er ekki alltaf sem ég geri það þegar ég á að vera með mikið af fólki.

Ég og Sól höfum verið að taka aðeins til í kvöld fyrir morgundaginn, en ákváðum að fara frekar snemma í ró og vakna bara fyrr í fyrramálið og halda áfram að taka til.

Húsið er annars á hvolfi ! Gunni er að setja upp arinn í eldhúsinu og það er nú svona með gömul hús að það er ekkert að bara setja upp arinn í eldhúsinu. Það kom nefnilega í ljós að veggurinn þar sem arininn átti að vera var ónýtur og þurfti að rífa niður og byggja svo upp. Þannig að húsið ber þess greinilega merki. Ég var að vona að arininn yrði komin upp á morgun, en það næst ekki. En næstu helgi ætti allt að vera klappað og klárt.

Ég kem sennilega heim til Íslands í febrúar, mamma mín verður 70 ára, alveg ótrúlegt til þess að hugsa það er svo stutt síðan ég var 5 ára og hún aðeins eldri.

En svona er þetta víst, tíminn líður......

Ég hlakka til að sjá landið mitt.

Set inn þessa fallegu sögu :

    Sporin í sandinum

    Nótt eina dreymdi mann draum.
    Honum fannst sem hann væri á gangi
    eftir ströndu með Drottni. Í skýjum
    himins flöktu myndir úr lífi mannsins.
    Við hverja mynd greindi hann tvenns-
    konar fótspor í sandinum, önnur hans
    eigin, og hin Drottins.

    Þegar síðasta myndin birtist fyrir augum hans,
    Leit hann um öxl á sporin í sandinum. Hann
    tók eftir því að víða á leiðinni voru aðeins ein spor.
    Hann sá einnig að það var á þeim augnablikum
    Lífsins, sem hvað erfiðust höfðu reynst.
    Þetta olli honum miklu hugarangri og hann tók
    það ráð að spyrja Drottinn hverju þetta sætti.

    “ Drottinn, þú sagðir að þegar ég hefði ákveðið að
    fylgja þér, myndir þú ganga alla leiðina í fylgd með mér.
    En ég hef tekið eftir að meðan á erfiðustu stundum
    lífs míns hefur staðið, eru bara ein fótspor í sandinum.
    Ég get ekki skilið hvernig þú gast fengið af þér að skilja
    mig eftir einan þegar ég þarfnaðist þín mest ”.

    Drottinn svaraði: “Þú dýrmæta barn mitt.
    Ég elska þig og myndi aldrei skilja þig eftir eitt.
    Á meðan þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu
    – þar sem þú sérð aðeins ein fótspor –
    Var það ég sem bar þig “.

Kærleikur til ykkar frá konunni í Lejre


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kærleikskveðja til baka.

Hrönn Sigurðardóttir, 28.11.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Karl Tómasson

Kæra Steina og öll þín fallega fjölskylda.

Góðar kveðjur úr Mosó.

Hver veit nema að í febrúar 2009 verðum við í Mosó. Eigum við ekki að reyna að stefna að því og fá gamla Mosfellinginn, Guðna Má með, það væri ekki slæmur félagsskapur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm.

P.s. Hvað er Gunni að drolla með að koma upp arninum. Í dag er hægt að kaupa svona gerfi arna, er það ekki málið?

Karl Tómasson, 28.11.2008 kl. 22:50

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þetta verður aldeilis flott eldhús hjá ykkur!!!

Kærar kveðjur frá Als

Guðrún Þorleifs, 28.11.2008 kl. 22:51

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Innlitskvitt og bloggknús :)

Hólmgeir Karlsson, 28.11.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: www.zordis.com

En skemmtilegar breytingar á eldhúsi! Hjartahlyjan á eftir ad ilja gestum ykkar og zid maedgur verdid saetar upp snemma á eftir.

Kaerleiksknús til ykkar i Lejre.

www.zordis.com, 28.11.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Sjáumst í febrúar...

Guðni Már Henningsson, 29.11.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Yndisleg saga Hlakka rosalega til að fá þig heim í febrúar. Knús til ykkar fallega fjölskylda

Kristborg Ingibergsdóttir, 29.11.2008 kl. 00:20

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll, góðan daginn frá lejrekotinu. takk fyrir yndisleg komment. kalli minn, ekki spurning, það væri yndislegt að hittast í mosó með guðna minn með !!ég verð nú að heyra hann gunna minn um þennan gerfibrenniofn. híhi

hafið fallegan dag öll og gangið á Guðs vegum

s

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.11.2008 kl. 05:53

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

KALLI! Gerfi hvað??? Annars er ódýrasta lausnin bara geisladiskur með mynd af arni og fallegum loga í.

Skemmtið ykkur vel og fallega um helgina. (ég mun gera mitt besta)

Gunni Palli kokkur.

Gunnar Páll Gunnarsson, 29.11.2008 kl. 07:37

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þessa fallegu sögu, og friðin í frásögninni þinni Steina mín.  Ég þarf að heyra þessa sögu reglulega, því hún er svo yndisleg.  Takk mín kæra fyrir allt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.11.2008 kl. 11:39

11 Smámynd: Dísa Dóra

Kærleikskveðja til þín

Dísa Dóra, 29.11.2008 kl. 20:49

12 identicon

 takk fyrir þetta

jóna björg (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 22:29

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég var lengi að velja mér nýjan lampaskerm á gamla stednlampafótinn frá mömmu..fann svo einn sem mér líkaði. Og hann er alveg eins og lampaskermurinn þinn. Einn hjá mér og einn hjá þér.

Kærleiksknús til Lejre.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband