krísuástand inni í maganum

_mg_3103.jpgSólin er ennþá veik, en þó eitthvað að lagast. Við höfum tekið svolítið til í dag, en annars dúllað okkur.
Fórum þó í göngutúr með lappa tappa og var það átakalaust.

Á morgun er ég að fara að hitta hana Steinu frænku í Kaupmannahöfn og ætlum við á sýningarrölt og spjallilabb um borgina.

Annað kvöld fer ég heim til Jan að hitta hugleiðslu grúppuna. Borða saman tala saman og kl. 8 er Worldwide Conference Call fyrir alla meðlimi WSI. Þetta er risa stór hópur frá öllum heiminum. Við ætlum að tala saman, hugleiða saman og deila upplifunum saman. Það verður nú gaman.

Það gerðust undur og stórmerki áðan sem fékk Sólina til að brosa út að eyrum, það snjóaði !!!!! Nokkur snjókorn sem liggja enn.

Það tala allir um efnahagskrísuna allsstaðar, líka hérna í Danmörku.

Ég skil vel óttann við að þurfa að breyta lífi sínu, líka við að missa allt. Það er ekki þægileg tilfinning þegar fólk heldur sig komin á góða braut og fjarlæg er hugsunin að þetta taki enda.

Ég skil vel það að vilja vera öruggur með líf sitt, öruggur með framtíðina, öruggur með fjölskylduna sína. Öruggur með allt það sem veitir okkur það öryggi sem gerir lífið þægilegt og fyrirsjáanlegt.
Þegar erfiðleikar steðja að mér, þá vil ég flytja til Ísland. Það er í raun sama hvers eðlis þessir erfiðleikar eru, mín hugsun er alltaf að nú vil ég flytja heim. Búa í litlu sjávarþorpi  og lifa einföldu og fallegu lífi með allt “öruggt” í kringum mig.

Einu sinni vildi ég alltaf flytja til Þýskalands, en það er önnur saga._mg_3105.jpg

Ég hef líka þessa hræðslu í mér að missa það sem gefur mér öryggi. Missa manninn minn, missa börnin mín, missa dýrin mín og svo framvegis.

En ekkert er í raun öruggt neinstaðar og ef þeir hlutir gerast að maður missir það sem maður telur vera öruggt, sem gefur þá tilfinningu eins og fótunum sé kippt undan manni, þá er það í raun oftast atburður sem gefur meiri dýpt í manneskjunni, vekur upp tilfinningar sem sennilega oft hafa legið í dvala en skerpast á þessu augnabliki og verða svo lifandi.

Eina öryggið sem er mikilvægt að finna og byggja upp, er öryggið inni í sjálfum sér. Það öryggi getur engin fjarlægt þegar því hefur verið plantað í hjartað, af manni sjálfum.

Allir erfiðleikar eru til að þroska okkur, vekja okkur og skerpa okkur, ef við notum tækifærið og nýtum okkur það sem er að gerast.

Ég held að í raun séu erfiðleikar það besta sem mætir okkur á lífsleiðinni. Ég er aldrei meðvituð um það á þeirri stundu sem erfiðleikarnir standa yfir , en eftir á, þegar ég fer í gegnum tímabilið í huganum, er ég alltaf þakklát og ég get séð að þetta var enn ein lífsreynslan til að gera mig að betri manneskju en ég var fyrir atburðinn.

Að missa peninga er hverjum holt held ég.

Ég hef misst fullt af peningum (á mínum mælikvarða)  og það var alveg hræðileg tilfinning. ÉG hef nefnilega verið aurapúki. Vildi helst ekki lána neinum krónu. Sparaði í budduna mína og passaði aurana mína. En ég fékk lexíu sem var stór fyrir mig, missti nokkrar milljónir rrrrrrrrrrrrrrr hvað það var erfitt ég panikaðist alveg upp í eyru.

En ég lifði af, auðvitað.

Það var á einhvern hátt léttir eftir þessa lífsreynslu og aðallega léttir við þá hugsun að peningar eru ekki mikilvægir, þeir eru aukaatriði í því lífi sem ég lifi.

Ég þarf að sjálfsögðu peninga til að hafa fyrir daglegum hlutum, en ekki meir en það.

Ef ég hef fjölskylduna mína og mig er allt gott !

Tíminn sem við lifum í núna, held ég að sé tímabil þar sem þroski mannkyns tekur stórt stökk. Það þarf alltaf stór áföll svo að við missum takið og í sameiginlegri alheimsorku lyftum okkur yfir á hærra plan.
Það er nauðsynlegt að það gerist. Annað hvort er leiðin niður á við til græðgi, eigingirni og sjálfshyggju (við vorum á góðri lei þangað) eða leiðin upp á æðri plön með samvinnu, sjálfsskoðun og nærveru.
Við erum í raun þvinguð þangað af öðrum öflum sem er ansi skondið “,græðgisöfl, neikvæð öfl” (meiri peninga, meiri peninga, meiri peninga)

Þannig að neikvæð öfl eru með til að hjálpa okkur til að þroska okkur upp á æðri plön.

Á morgun byrjum við hérna í kotinu á því að kveikja á kerti í garðinum okkar við leiðið hennar Iðunnar okkar.

Á morgun er eitt ár síðan hún fór frá okkur yfir í Hundasálina. Ég sakna hennar á hverjum degi.
Í gær fann ég litla hjartaöskju í skúffu, í öskjunni voru hár af henni sem við klipptum af henni látinni. Ég setti þau upp að nefinu mínu og andaði ilminum hennar inn í mig. Ég er svo þakklát fyrir þau 13 ár sem ég hafði með henni ástinni minni.img_1347.jpg

Kærleikur til alls Lífs img_1348_733490.jpg


mbl.is 5000 bílar úr landi?
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Elsku Steina, ef erfiðleikar eru það besta sem við fáum í lífinu hlýt ég að vera með heppnari mönnum!!! Iðunn var stór og sterk og ég er feginn að ég kom til þín þessa síðustu daga sem hún lifði. Montinn yfir því að hún vildi sofa inni hjá mér. Skil vel að þú viljir flytja heim, hér drúpir smjör af hverju strái, kauphækkanir eru daglegar og vextir á stöðugri niðurleið...

Guðni Már Henningsson, 21.11.2008 kl. 16:57

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku guðni minn, þú ert með heppnari mönnum, með spekina þína, dýptina þín, kærleikann þinn sem hefur skapast í kringum þig í gegnum það líf sem þú hefur lifað. 

Já Iðunn fann líka allt það fagra í þér, þess vegna vildi hún deila sæng með þér á síðustum dögunum sínum. 

ástæðan fyrir að ég vil flytja heim, er meðal annars að ég sakna vinar míns með allt það sem áður var upp talið, tungumálsins míns og þess sem er svo stór hluti af mér.

ást

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.11.2008 kl. 17:31

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Elsku Steina, ef þú flytur heim bíð ég fagnandi útá flugvelli í marga daga áður en þú kemur.. Alveg væri ég til í að flytja með þér og ykkur í eitthvert þorpið og eyða því sem eftir er æfinnar þar. Ganga niður að sjó eða inn á milli fjalla eða vera bara húðlatur út í garði, með kaffisopa á bryggju að dorga, skrifa kvæði og horfa á þig mála.... vertu alltaf velkomin heim hvenær sem þér dettur það í hug...ég elska þig besti vinur í heimi..

Guðni Már Henningsson, 21.11.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Heyr! Heyr! Loksins,- loksins, talar einhver af VITI um það sem er raunverulega að gerast.

Áfram Steina! Áfram Steina!

Takk, elsku dúllan mín.

Vilborg Eggertsdóttir, 21.11.2008 kl. 19:56

5 Smámynd: Sylvía

enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur...

Sylvía , 21.11.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Anna Vala Eyjólfsdóttir

Oooohh þetta er svo falleg færsla svona eins og Sigur ros lögin sem hafa hljómað í eyrunum á mér. Ef bara fleiri sæju hlutina svona. Tja ekki var ég óhamingjusöm í Afríku með ekkert. Ekki kvartaði fólk eða var í fílu.

Anna Vala Eyjólfsdóttir, 21.11.2008 kl. 21:12

7 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Eins og við töluðum um Steinunn mín þá höfum við bara gott af þessu, held ég. Knús til þín elsku Steinunn. Mikið hefur hún Iðunn verið falleg :o)

Kristborg Ingibergsdóttir, 21.11.2008 kl. 22:26

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Góð færsla.Það er alveg rétt að að öll reynsla sem við öðlumst er okkkur á einn eða annan hátt góð þó oft sé hún erfið meðan á stendur.

Ég kveiki á kerti fyrir Iðunni.Mér finnst ekki vera liðið heilt ár síðan þið kvödduð hana

Solla Guðjóns, 22.11.2008 kl. 00:06

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Texti sem vekur til umhugsunar. Fyrst held ég að þeir séu fáir sem syrgja peningana sem þeir missa í því sem yfir Ísland gengur núna. Gremjan felst meira í því að (aðallega) ábyrgðarlausir ofurlaunamenn og (sumpart)áhugalaus stjórnvöld skuli voga sér að setja heila þjóð á hausinn og steypa afkomendum í hrikalegar skuldir, bara til þess að lifa eins og flottræflar. Og fyrir suma eru afleiðingarnar missir hluta sjálfsvirðingar (vinnu til dæmis) og öryggis (vinna/húsnæði/þurfa að fara í röðina hjá Mæðrastyrksnefnd). Alltaf má deila um hvað sé nægileg félagsleg aðstoð og hvort fólk þurfi að mæla verðleika sína í vinnu og ytra öryggi, en það er staðreynd að margir eru í þeirri stöðu núna að missa hvort tveggja. Auðvitað er reiði alltaf verst við þá sem eru reiðir, sem er auðvitað ekki gott.

Svo er það þetta persónulega:

Fyrst missir góðra vina og þar deili ég því með þér að ég lít á dýrin mín sem nána vini. Kettirnir: Grámann okkar sem hvarf á fjórtánda ári, Mjallhvít sem slasaðist og dó fimmtán ára og Bjartur pabbi þeirra sem fór allt of ungur fyrir bíl, og hundurinn Tinni sem var farinn að kveljast of mikið til að hægt væri að hindra það, blindur og ellimóður, þeirra er allra sárt saknað.

Annað: Sem áhugakona um anarkisma og sunnudagshippi hef ég átt mitt ástar-/haturssamband við peninga. Vildi njóta sums þess sem þeir hafa fært mér (notalegt umhverfi og ákveðið ferðafrelsi) en hef sveiflast á milli þess að vera í nöp við söfnun dýrra hluta og stöðutákna og bara að vilja ekki vera (of mikið) með í þeim leik. Hef aldrei verið rík, stundum svo blönk að það hefur reynt á þolrifin en alltaf lifað af og oft vel. Ég vildi svo sannarlega ekki þurfa að pæla í peningum og geta séð annað þjóðskipulag en við höfum, en á móti kemur að svona er samfélagið víðast hvar um heiminn og því erum við ekki búin að breyta.

Anarkistaspakmæli sem ég þekki bara á ensku er svona: ,,The urge to destroy is also a creative urge". Ég er ekki í vafa um að eitthvað gott mun spretta upp úr núverandi ástandi, dýrkunin á veraldarauð var orðin sjúkleg og gagnrýnileysið (í verk) á ofurlaunaprinsana gerði heila þjóð meðvirka, líka okkur sem þóttumst vera að reyna að malda í móinn. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.11.2008 kl. 02:07

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Takk fyrir góða færslu

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 22.11.2008 kl. 07:54

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 09:09

12 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Takk

Þ Þorsteinsson, 23.11.2008 kl. 01:21

13 identicon

Takk fyrir þessa færslu. Ég óska þér alls hins besta og mikils kærleiks. Ég er sjálfur aðeins byrjaður að hugleiða, er byrjaður í lotushusi. En þeir eru með frí námskeið í boði hjá þeim. En þetta var bara aðeins um mig. Hafðu það gott aftur :)

Daníel Þórhallsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 02:26

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll, takk fyrir innlit og comment.

Kæra Anna, já það er einmitt hluti af því sem ég er að skrifa að það að lenda í svona krísu skerpir hugsunina og út frá því tekur fólk ábyrgð á því sem er að gerast í kringum mann.

Eins og hlutirnir hafa verið og við erum upptekinn af því veraldlega þá erum við ekki vökul yfir þeirri ábyrgð sem hvílir á okkur við að vera þegnar á jörðinni og látum aðra um að ákveða svo mikið í llífi okkar. þessir aðrir eru jú líka bara mannelskur, með græðgi og allt það sem fylgir  að vera manneskja og eins og hefur sýnt sig á íslandi sópa peningum í sig sjálfa. 

það að þessi krísa kom meina ég að gerði eitthvað sem er í raun frábært! Skapaði samstöðu fólks á milli, vakti fólk upp af blundi sem var nauðsynlegt að vakna af. Ekki bara þá sem eru pólitískt hugsandi, en alla sem á einhvern hátt koma landinu við. 

Ég skil þessa reiði, en oftast eins og þú segir snýst reiðin að manni sjálfum vegna þess að maður lét þetta yfir þjóð ganga !

Takk fyrir frábært innilegg Anna.

Kæri Daníle, yndislegt að þú ert farin að hugleiða, það er best og gerir bara gott.

Kærleikur á allt líf

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.11.2008 kl. 09:27

15 Smámynd: Dísa Dóra

Já það eru svo sannarlega erfiðleikarnir sem að oftast þroska mann og gera mann að sterkari persónu en áður.  Vissulega blótum við erfiðleiknum oft á meðan á þeim stendur en eftir á sjáum við að þeir hafa styrkt okkur og þroskað. 

Það er líka svo sannarlega rétt að peningarnir skipta í raun minnstu máli heldur eru það fjölskyldan og vinirnir sem eru það dýrmætasta sem við eigum ásamt ýmsum andlegum málum jafnvel.  

Kærleikskveðja til þín og þinna

Dísa Dóra, 23.11.2008 kl. 14:52

16 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Guðni og Steina, ég sting uppá Bolungarvík ;) verið bara velkomin!

Ylfa Mist Helgadóttir, 23.11.2008 kl. 20:12

17 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk fyrir að koma þessari umræðu af stað, Steina. Hún fékk mig alla vega til þess að staldra við.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.11.2008 kl. 00:36

18 identicon

Já já já !!! þið megið alveg flytja til Íslands  Eyrarbakki er nú við ströndina og rétt hjá okkur. væri bara ekki leiðinlegt !

Ingunn og Margrét (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:30

19 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Mig langar að byrja að hugleiða

Anna Karlsdóttir, 25.11.2008 kl. 22:59

20 identicon

Sæl Steina mín .

Ég segi það með erfiðleikana sem ég hefi gengið í gegnum .                    þeir eru ekki neitt þegar ég horfi í kring um mig.

Eini missirinn sem virkilega tekur á  er að missa einhvern af þeim sem er okkur svo nákominn( úr fjölskyldu,mjög góður vinur,kunningi og svo frv).

En öll þess konar áföll hafa gefið mér þroska.

Kærleikskveðja til þín og allra þinna.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 02:42

21 identicon

Sæl aftur.

Ég gleymdi að þakka fyrir þennan sérlega góða pistil.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 02:43

22 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:40

23 Smámynd: www.zordis.com

Takk elsku Steina fyrir sannleiksgildi um lífid og zad sem byr í zví. Erfidleikarnir gera okkur vissulega ad nyjum manneskjum og vonandi bötnum vid fram í andlátid.

Kaerleikskvedjur til Idunnar og ykkar sem búid hérna megin.

www.zordis.com, 27.11.2008 kl. 20:12

24 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 28.11.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband