ómeðvitað einelti

9821009_709495.jpgNúna fer Danmörk frá sumartíma yfir á vetrartíma. Ég hef eiginlega aldrei skilið þetta dæmi og það er erfitt að fatta hversvegna. Ein reglan segir að til að muna hvort við förum fram eða til baka í tíma, þá segjum við að á vorin setjum við garðhúsgögnin út, sem þýðir að tíminn fer fram og á haustin tökum við garðhúsgögnin inn, einn tími til baka. Sem sagt núna er bara eins tíma munur á Danmörku og Íslandi en á sumrin er tveggja tíma mismunur.

Það er rigning úti og haustlegt og það er voða huggulegt. Ég og Sól sitjum hérna inni í stofu saman í sitt hvorri tölvunni, við kertaljós til að auka á hugguna.
Sól ímyndar sér að það sé líka mikilvægt fyrir hana að hafa sjónvarpið keyrandi í bakgrunninum, því hún er líka að fylgjast með barnaefninu. Ég vel að vera ekkert að nöldra yfir því, enda vel ég vandlega hvað ég vil nöldra yfir þessa dagana.

Það hefur verið erfiður tími undanfarið, en mjög lærdómsríkur. Ég hef fundið fram fullt af hlutum sem ég þarf að vinna betur á hjá mér og það er alltaf jákvætt og gott.

Ég hef oft í gegnum árin í samræðum og umræðum bara samþykkt það sem sagt er, ef ég hef ekki haft neina sérstaka skoðun á efninu. Sérstaklega á það við hjá þeim sem mér þykir vænt um. En nú er tími breytinga, ég þarf að skoða í hvert sinn, hvað mér finnst um öll málefni, því annars getur það rúllað upp á sig og farið illa og eyðilagt og meitt.

Vegna þessa hef ég misst nána vini mína. 4929330.jpg

Ég hef verið eins og lömuð undanfarið og ekki getað annað en lokað mig af og sleikt sárin. Núna er ég að skoða hvernig ég hefði getað gert þetta öðruvísi og betra fyrir heildina. Ég get að sjálfsögðu ekki eingöngu fókuserað á hvað hinir sem voru hluti af þessari krísu gerðu rangt eða rétt. Ég þarf að einbeita mér að því hvernig ég hefði getað gert hlutina betur og það er margt.

Þetta hefur allt haft langan aðdraganda og fullt af samtölum, með hjálp utan frá til að reyna að redda þessu eins vel og hægt var, en það dugði ekki.

Út frá því sem ég hef upplifað undanfarið, þá hef ég í raun hugsað hversu auðvelt það er að verða vafinn inn í að leggja í einelti án þess að gera sér alveg grein fyrir því hvað það er sem er að gerast. Ég hef í langan tíma verið hluti af því, án þess að gera mér grein fyrir því að það er í raun það sem hefur verið að gerast, á hinum innri plönum.

Ég hef í langan tíma samþykkt reiði kærar vinkonum minnar. til annarrar persónu í grúppunni okkar. Ég hef samþykkt það sem hún hefur sagt og við öll verið hluti af pirring til hans sem ekkert vissi en var allt það sem pirringurinn beindist að. Við gátum séð að betur mátti fara hjá honum, gleymdum að skoða hvað betur mátti fara hjá okkur sjálfum, sem er það sem þetta er allt um. Ég hef hlustað og hlustað og oftast verið sammála og með því verið þáttakandi í að senda þessa reið yfir á hann sem okkur fannst geta gert hlutina betur. Hann var í sínu líkamlega lífi alls óvitandi um það sem gerðist. En áhrifin hafa örugglega sett sín spor á hann án þess að hann vissi. 1490854397_m.jpg

Það er nú þannig að ég hef oft upplifað svona áður og verið þáttakandi í baktali um aðra, en aldrei upplifað það sem einelti, ég hef ekki hugsað það neitt sérstakt, því þetta er nú einu sinni hluti af okkur mannkyni. En núna upplifi ég þetta mjög sterkt sem ein grein af því að leggja í einelti og senda vonda orku yfir á aðra, sem er í raun að senda vonda orku yfir á sjálfa mig. Við erum nefnilega öll hluti af því sama.

Það þurfti að koma svo langt að talið var að hann væri ekki hæfur, þá loksins vaknaði ég upp frá þessari martröð og varð að segja það sem hjartað sagði. Það kom að sjálfsögðu öllum í opna skjöldu, bæði honum, þeim og mér.

Ég fékk vont bragð í munninn yfir mér, yfir að bregðast ekki við út frá hjartanu frá upphafi, en að bregðast við út frá því sem var þægilegast á þeim tíma. Að standa með vinum mínum í hinu líkamlega lífi, á móti bróður mínum á innri plönum. Ég sé hversu langt er í land með að verða það sem ég óska mér.

auralovers.jpg

Ég hef þó fengið skilning í gegnum þessar vikur, ekki bara sem einhver orð sem ég heyri, en ég skil alveg inn frá hjartanu að allir gera það besta sem þeir geta, það besta út frá því hvar viðkomandi er. Það er hvers og eins að skoða sjálfan sig og elska. Ef við elskum og virðum ekki okkur sjálf, þá er ómögulegt fyrir okkur að elska bræður okkar og systur,

Það er hægt að sjá þetta í heimsmyndinni hvernig við meiðum og drepum hvert annað, þannig erum við við okkur sjálf.

Ég held að svona þátttaka eins og ég hef verið hluti af, sé eitthvað sem flestir þekki sig í og sé í raun mikið vandamál allsstaðar. Í fjölskyldum,  á vinnustöðum, í vinahópum, andlegum grúppum og svona mætti lengi telja.

Ég sé einnig að reiði er á einhvern hátt meira sjálfstæð en ég gerði mér grein fyrir. En reiðin notar okkur sem verkfæri til að eyðileggja góð mannleg samskipti eins og reiðinni er mögulegt. Reiðin notar okkar veikleika til að breiða út eins mikilli reiði á eins fljótan hátt og mögulegt. Við í okkar veikleika gefum reiðinni, baknaginu, vondri orku leifi til að nota okkur, því það er ákveðin fullnæging í að rægja aðra niður, þar að segja okkur sjálf því. því við eigum ekkert betra skilið, finnst okkur. Við elskum ekki okkur sjálf, við elskum ekki náungann !

Það væri gott ef allir hugsuðu sig vel um og skoðuðu það sem er að gerast áður en það meiðir eða splittar fólki hvert frá öðru. Það ætti alltaf að vera móttó að safna fólki saman, en ekki splitta fólk frá hvert öðru.

Hugsa sig um áður en við samþykkjum eitthvað sem annar segir illt um annan. Það að við bregðumst ekki alltaf rétt við, er ekki að við séum vondar manneskjur, en ef við höfum einhverja reiði til okkar sjálfra, eða höfum minnimáttarkennd eða eitthvað annað, þá gerum við það sama við náunga okkar.
Það sem ég hef reynt að einbeita mér að, er að ekki dæma sjálfan mig, en samþykkja og vera meðvituð um að ég gerði það besta sem ég gat á þessum tíma en að skoða án gagnrýni málið frá öllum hliðum til að læra og vaxa á því.

Kærleikur inn í fallegan sunnudag til ykkar allra kæru bræður og systur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga Hjólína

Mikið sammála því sem þú segir/skrifar. Það er hins vegar gott þegar maður vaknar upp af meðvirkninni og stendur með sjálfum sér. Nokkur góð orð úr bláu bókinni minni sem samtök sem ég stunda hafa gefið út: Margar góðar ástæður eru fyrir því að forðast að ala með sér reiðilegar hugsanir. Þær geta brotist út í heiftarlegum árásum á annað fólk. Önnur góð ástæða til að sefa reiði sína áður en hún brýst út er að það getur verið hægt að koma í veg fyrir tilfinningaleg sár sem hún annar kynni að skilja eftir sig.  "Þykist vera guðrækinn, en hefur ekki taumhald á tungu sinni, heldur leiðir hjarta sitt afvega, þá er guðrækni hans fánýt" (Hið almenna bréf Jakobs).

Það er svo auðvelt að detta niður í pytti eins og þú bendir okkur á hér að ofan. Reiði, öfund, meðvirkni og annað miður gott.

Gangi þér vel að byggja upp heilbrigt samband við þá sem þú vilt vera í sambandi við, úr hópnum hér að ofan. Gangi þér vel í þínu daglega lífi.

Sigga Hjólína, 26.10.2008 kl. 14:49

2 Smámynd: Líney

Já  við dettum alltof oft í sömu drullupyttina og  eigum erfitt með að læra af reynslunni,samt vitum við  af þessum pyttum,það er  því   framfaraskref þegar  maður fer að gera  sér grein fyrir því og gerir varúðarráðstafanir til að   komast framhjá  pyttinum án þess að falla í hann enn á ný.

Kærleikskveðjur til Danmerkur

Líney, 26.10.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Sendi þér hlýjar hugsanir í dag þegar ég ók yfir Sjálandið á leið heim á eyjuna mína. Svo notalegt að vita af góðri konu á leið sinni.

 Kærar kveðjur frá Als

Guðrún Þorleifs, 26.10.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Elsku besti vinurinn minn. Það er makalaust að alltaf á hverjum degi, í meira en tuttugu ár getur .þú gert mig að betri manni. Ég þarf ekki annað en að tala við þig, lesa það sem þú skrifar eða bara að hugsa til þín og þá  rís ein örlítil sól í huga mínum og lýsir upp skúmaskot. Ég elska þig besti vinur í heimi.

Guðni Már Henningsson, 26.10.2008 kl. 16:55

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Elsku Steina

Mikið kannast ég við þessa tilfinningu. Ég upplifði svona hluti um daginn hvernig að nemendur í hóp byrjuðu að hefja einelti á öðrum nemanda (og við erum að tala um fullorðið fólk). Það tók á mig að skarast í leikinn (af því að það er óþægilegra að gera eitthvað en þykjast vera blinudur), en ég er rosa feginn að ég gerði það, nú.

kærleikskveðjur til þín í Lejre og danskrar kertaljósastemningu

Anna Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 17:21

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kærleikskveður til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 26.10.2008 kl. 19:36

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Skemmtilegur pistill. Hnaut sérstaklega um þennan gullmola: "reiðin notar okkur sem verkfæri til að eyðileggja góð mannleg samskipt"

Ólafur Þórðarson, 26.10.2008 kl. 19:49

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Elsku Steina, takk fyrir frábærlega góðan og heiðarlegan pistil, eins og þér einni er lagið.

Knús til þín í Lejre frá mér á Skaganum :)

SigrúnSveitó, 26.10.2008 kl. 20:26

9 Smámynd: Dísa Dóra

Kærleikskveðja til þín og hafðu þökk fyrir þennan góða pistil.  Þarf að lesa hann aftur til að þetta sýist nú allt alveg inn.

Dísa Dóra, 26.10.2008 kl. 20:26

10 identicon

Elsku Steinunn mín maður er allt lífið að læra. Ég er svo þakklát fyrir að Guð leiddi mig til þín aftur, því mér finnst ég betri manneskja með þig inn í lífi mínu. Takk fyrir að vera til. Kærleikskveðjur og knús til ykkar

Kristborg Ingibergsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 23:07

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elsku Steinunn mín .Mikid er dásamlegt ad lesa tessa grein tína og vekja mann til umhugsunar.Tú ert ad gefa mér óskaplega mikid med tessum skrifum tínum.

Tad er bara svo naudsynlegt ad tala út um hlutina en í hradanum í samfelaginu er mikill skortur á tví.

Kærleikur til tín kæra Steinunn og takk.

Gudrún Hauksdótttir, 27.10.2008 kl. 08:35

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vel að vera ekkert að nöldra yfir því, enda vel ég vandlega hvað ég vil nöldra yfir þessa dagana.

Það er mikil speki fólgin í þessari setningu Steina mín.  Og ég skil alveg hvað þú ert að segja í því sem á eftir kemur.  Ég hef oft verið hugsi, og séð eftir á að ég var að samsinna einhverju sem aðrir upplifðu, en vissi innst inni að ég upplifði ekki það sama, en lét kyrrt liggja af því að það hentaði betur.  Mikið er það rétt, að við eigum að skoða allt út frá okkar eigin tilfinningum, og ekki leggja blessun yfir skoðanir annara ef þær stangast á við okkar eigin.  Þá eigum við að rísa strax upp, og segja meiningu okkar, því með þögninni viðhöldum við atferlinu, sem getur endað á hræðilegan hátt, ef það fer á ystu nöf.

Yndislega kona, gott að eiga þig að, til að halda manni á réttum tilfinningalegum nótum.  Knús á þig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.10.2008 kl. 15:07

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

og

Gangi þér vel að vinna áfram í hlutunum. Ég veit að það tekst.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.10.2008 kl. 22:54

14 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þetta vekur mann sko sannarlega til umhugsunar. Stundum hefur maður unnið með fólki sem hefur breytt ranglega og maður tekur þátt í að dæma það af mistökum sínum í stað þess að taka þátt í endurreisn sjálfs viðkomandi og æru. Við erum oft bara mannskemmandi sjálf. Gleymum líka að bjóða hina kinnina og sáttarhönd, þá sérstaklega þegar maður veit að vandamálin eru flóknari en svo að þau séu bara eitthvað persónulegt af hálfu viðkomandi. Stundum þarf viðkomandi bara að fá að opna sig við einhvern.

Bryndís Böðvarsdóttir, 28.10.2008 kl. 11:02

15 identicon

Frábær færsla og svo sönn.Öll getum við litið í eigin barm og gert betur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 15:45

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú hefur sterkt og gott innsæi og svo mikinn vilja til að verða betri manneskja. Og með því að deila reynslu þinni og lærdómi gefur þú okkur hinum tækifæri til að fá betri innsýn og skilning á okkur sjálfum. Fínn spegill sem þú ert. Kærleikskveðjur og takk fyrir það sem þú sagðir í dag

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.10.2008 kl. 23:05

17 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Oh.... já, svona nokkuð þekki ég líka! Það er svo erfitt að synda móti straumnum, kannski til að verja einhvern sem kemur manni minna við en þeir sem vilja narta í viðkomandi. Þá verður maður, eins og þú segir, að  skoða vel inná við. Hvað er rétt og hvað er rangt.

Ástarkveðja, frænka.

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.10.2008 kl. 11:26

18 identicon

Sæl Steina mín.

Mér finnst alltaf undantekningalaust gaman og fróðlegt að lesa þínar frásagnir og hugrenningar.

Í dg tókst þér mjög vel upp og hefur  þú ábyggilega hreyft við mörgum okkar. Haltu áfram að vera þú með þínum kostum og göllum og deildu með okkur SIGRUM þínum.  Kærleikskveðja til ykkar allra.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 03:35

19 Smámynd: Solla Guðjóns

Mig langar aðallega að segja þér hvað mér finnst þú frábær.

Solla Guðjóns, 5.11.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband