Hafið þið haft svipaðar hugsanir sem þið viljið deila með mér ?

IMG_6383Núna er svo heitt og mikil sól að ég verð að taka smá pásu með að bera olíu á garðhúsgögnin. Það er 37 stiga hiti í garðinum mínum. Ekki það að svona sé í allri Danmörku, en hérna hjá mér er hitapottur, sem er alveg frábært. Ég ætla að taka klukkutíma pásu, enda á ég bara 3 stóla eftir. Ég er algjör sólarkona. Ég skil ekki af hverju ég er ekki fædd í heitari landi en á Íslandi. En það er sennilega ástæða fyrir því eins og öllu öðru. Ég er í svo miklu sólskinsskapi þegar sólin skín svona á mig. Ég nýt þess a dúlla í garðinum og hugsa hitt og þetta pæla um allt milli himins og jarðar. Velti fyrir mér ástandinu í Ísrael, þar sem margir í Tel Aviv vilja gjarna gefa Jerúsalem til Palestínumanna til að fá frið á þessum svæðum. Í Jerúsalem vilja bæði gyðingar, kristnir og íslam eiga borgina sem sína höfuðborg. En ég lét nú hugann flakka þaðan til þess sem er meira nærliggjandi. Ég var á bloggsíðu hjá einni bloggvinkonu minni henni Grétu, það sem hún spyr hvort við munum eftir einhverju frá því við vorum þriggja ára, ég kommentaði að sjálfsögðu nokkru af því sem ég mundi. Fór svo út að bera olíu á og hugsaði áfram frá þessari spurningu og svari. Ég man að sjálfsögðu eftir fullt af hlutum frá því ég var lítil, sumt ekkert skemmtilegt en sumt skemmtilegt. Ég er óttalega sjaldan að hugsa hvernig hlutirnir voru og þess háttar, ég fókusera fram á við og aftur áfram. Þar af leiðandi hef ég gleymt mörgu sem svo rifjast upp fyrir mér þegar ég er í þerapí hjá Gordon og þarf að vinna á hinum ýmsu persónubrestum, eða því sem væri gott fyrir mig að vinna á til að geta betur tekist á við nútímann og framtíðina. Ég ætlaði heldur ekkert að skrifa um það, en það sem ég ætlaði að skrifa um er hvernig manni er oft haldið í sporum sem maður var í fyrir mörgum árum, ekki af manni sjálfum heldur þeim sem hafa þekkt mann einu sinni og halda að þannig sé maður enn. Hver kannast ekki við setninguna , ”þú hefur nú alltaf verið svo löt að taka til, þú settir alltaf allt draslið inn í skáp þegar þú áttir að taka til í herberginu þínu”_MG_6378
Eða ”þú hefur nú alltaf verið svo ábyrgðarlaus” Eða ”þú vildir alltaf ráða í öllum leikjum” og þannig gæti ég haldið áfram og áfram. Það er eins og maður þróist aldrei frá einum stað til annars. Ég hef búið hérna úti í 16 ár og margt hefur gerst á þessum árum. En þegar ég kem heim og hitti sumt fólk þá er eins og maður þurfi að hoppa til baka í spor sem maður var í fyrir mörgum árum svo að hlutirnir getir verið í lagi. Kannski er þetta misskilningur á báða bóga hugsa ég núna, að ég haldi að ég þurfi að vera eins og einu sinni og hinn aðilinn haldi það líka og til að við höldum að við getum mæst á góðum grundvelli, þá hoppum við bæði til baka í fortíðina og mætumst þar sem hvorugur aðilinn er í dag. Þetta er ansi sorglegt því þá eru samskiptin ekki heil hjá hvorugum aðilanum. Ég á oft erfitt með þetta sérstaklega ef ég hitti viðkomandi sjaldan, og þá vill maður að samveran verði sem best fyrir alla aðila, og fer í hlutverk sem maður heldur að passi fyrir alla. Ég gæti svosem sagt , heyrðu góða/góði, ég á erfitt með þegar þú talar svona við mig, ég er bara ekki á þessum stað meira og þú verður að virða það ef við eigum að geta haldið samskiptunum áfram !!! Kannski færi allt í klessu, og kannski er það bara alveg í lagi, því vináttan er á einhvern hátt ekki sú sama og var, eða hvað? Hvað er vinátta, er það ekki að geta sagt það sem manni býr í brjóti, og að það gerir ekkert til að vera margir, eða ein með þessum og hin með öðrum, að mæta öllum þar sem þeir eru, og að vinátta sé ekki svo eingingjörn að allir þurfi einhvernvegin að virða það að maður breytist, er það ekki algjört aukaatriði þegar heildin er skoðuð. Að það sé gott að einhver muni mann eins og maður var og minni mann á þann hluta af manni sem er líka mikilvægt að muna, þekkja og elska. Kannski er hitt einhver hégómi sem maður getur brosað að, því þarna er einhver stoltatilfinning sem vil komast að, en hún stolta hefur bara ekkert að segja, en það er gott að hún kemur upp og sýnir sig og lætur mig skrifa þetta blogg vonandi til gagns fyrir einhverja aðra en mig.Svona geta hugsanir verið eins og rennibraut, frá einum stað til annars og þó svo ekkert eitt svar sé réttara en annað þá er þetta einhvernvegin svo magnað hvernig maður getur farið frá einni skoðun til annarrar, flutt sig smá til betri skilnings. Þá dettur mér í hug þegar sagt er ”hann/hún stendur alltaf fast á skoðunum sínum, henni getur maður treyst !!!!” Er ekki algjört bull að segja svona? Hvar er þá þroskinn sem við þurfum að ganga í gegnum, þroskinn  sem kemur einmitt á því að skipta um skoðun, að sjá hlutina í nýju ljósi sem gerir að við sjáum að það sem okkur fannst í gær stenst ekki, því við höfum flutt okkur frá þeim stað og hingað, þannig hefur lífið á jörðinni þróast, svona gæti ég haldið áfram í allan dag en ég ætla út núna og setja olíu á síðustu stólana. Megir vera friður í hjartanu ykkar._MG_6382


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

takk fyrir þetta

ég vil að fólk tali hreint út þó að það henti mér ekki endilega, ætli flestir hugsi ekki þannig en bregðast samt oft við með því að segja ekki það sem þeim finnst? 

halkatla, 7.5.2008 kl. 12:12

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Elsku besta Steina mín. Einsog þú veist þarf maður oft að spila hin og þessi hlutverk eftir því hvern maður umgengst. það er með örfáum sem maður getur verið nákvæmlega sá sem maður vill. Við getum það...

Guðni Már Henningsson, 7.5.2008 kl. 12:25

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já guðni minn, við getum það

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 12:37

4 identicon

Kæra Steina, takk fyrir þetta. Ég hef líka upplifað þetta, ég hef mikið breyst og er allt önnur núna en fyrir nokkrum árum og hef fundið fyrir þessu þegar ég hitti fólk sem ég hef ekki séð lengi og það fer að tala eða hegða sér um e-ð gamalt sem ég er komin langt frá, hef fundst það óþægilegt, sem er auðvitað mín meðvirkni.

Líka þetta með föstu skoðanirnar, ég sé allt sem afstætt og get enganvegin sagt að þetta og hitt sé svona og hinseigin og als ekki öðruvísi, finnst það samt há mér að mörguleiti og vildi oft vera með fast skorðaðar skoðanir en ætli ég væri þá ekki föst í kassa..eða hvað.

knús, ljós og kærleikur til  þín og þinna

jóna björg (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 19:14

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Fyrst þetta: Ég elska sólina, hitann, sumarið, sjóinn (ef hann er hlýr) og alltaf jafn hissa á því hvað ég elska Ísland líka, því stóran hluta ársins er ég hér fyrir mikinn misskilning, en legg þó á flótta á hverjum vetri til suðlægari slóða.

Merkilegt að þú skulir skrifa þetta um fortíðina og að festast í henni (það er það sem ég festist í í þínum pistli) því ég var einmitt að endurnýja í enn eitt skiptið sambandið við gamla vinkonu sem passar hvergi inn í félagsbatteríið mitt, mjög góða vinkonu, en ef við viljum vera saman þá verðum við eiginlega að gera það á eigin forsendum, og það er einmitt að gerast aftur núna. Það sem er svo merkilegt er að í hvert sinn byrjum við á nýjum stað, fortíðin kemur ekki upp nema þegar allt í einu eitthvað sem við vitum hvor um aðra kemur upp á yfirborðið, - það að frönskuáhugi hennar nær allt til unglingsáranna og hún var í skóla sem hét Berg, og að ég hef smátt og smátt verið að kynnast systkinum mínum sem áður voru týnd. Annars er það bara nútíðin og framtíðin sem við hrærumst í, og það er einmitt þess vegna sem mér finnst svo gaman að vera með henni á ýmsum tímum. Smá nostalgía er ágæt, en að ákveða hvernig þú ert, hefur verið og munt alltaf verða, það ,,meikar ekki sens" eins og maður segir stundum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 7.5.2008 kl. 19:59

6 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Eg kannast svo sannarlega við þetta! Eg á til dæmis ættingja sem heldur að ég sé á sama stað í þroska og þegar ég var tólf ára. Og nuddar mér oft upp úr hinu og þessu sem ég gerði þá eins og ég eigi að bera einhvers konar ábyrgð á því í dag! Eg lét það alltaf fara í taugarnar á mér þangað til ég uppgötvaði að ég gæti alveg verið frjáls frá þessari manneskju að mörgu leiti! Eg þyrfti bara að skapa ákveðna fjarlægð. Og þegar ég gerði það sá ég að það var ekkert athugavert við það. Það er bara allt í lagi.

Eg er fegin að vera ekki í garðinum þínum núna elskan. Kem þegar hitinn er kominn oní tuttugu stig :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.5.2008 kl. 09:44

7 Smámynd: Solla Guðjóns

J´já er að kannast við allt þetta og hef heyrt setningu á borð við ót´rulega hefur ræst úr þessu tryppi

Lífið hefur mótað kennt mér margt.ÞAÐ SEM AÐ MÉR FINNST MIKILVÆGST Í SAMSKIPTUM ER  heiðarleiki,kærleiki,húmor og hreinskilni.

En stundum má satt kyrrt liggja.

Sólarknús á þig

Solla Guðjóns, 8.5.2008 kl. 14:06

8 Smámynd: www.zordis.com

Vid vöxum saman og í sundur og getum raektad góda veru med zví ad vera bara vid sjálf!

Ég hef stundum spekulerad í zví ad ég er ekki ad missa vini heldur ad graeda nýja zar sem zeir gömlu kenndu mér svo margt!

Zad sagdi vid mig vinkona eftir ára fjarlaegdi "mikid ertu nú útlensk" ??  Ég spurdi aldrei hvad zad zýddi og veit zad ekki enn.  Skil svo margt í zessu hjá zér og talandi um minningar zá vil ég muna inn í framtídina med zeim gódu mótudu hugmyndum sem faedast!  Ást og hamingja eru mikilvaeg zótt ad mótvaegid tylli sér vid líka.

Ég er ekki sólarbarn en bý í mikilli sól, zess vegna dvel ég í blaebrigdum skuggans og nýt hlýjunnar.

www.zordis.com, 8.5.2008 kl. 20:23

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Þú færð mann alltaf til að hugsa.

Takk fyrir það.

Þröstur Unnar, 8.5.2008 kl. 21:31

10 Smámynd: Karl Tómasson

Elskulega Steina, þú setur ekki bara olíu á garðhúsgögnin þín, heldur alla sem lesa textann þinn.

Mig langar góðfúslega að koma með eina ábendingu til þín kæra Steina þar sem ég þykist að einhveju leiti hafa reynslu í blaðaútgáfu og hef fyrir vikið oft fengið leiðbeiningu hjá fagfólki á því sviði. Passaðu uppá að láta texta þinn slitna á réttum stöðum. Þ.e.a.s. hafa greinaskil, eða láta lofta á milli. Hann verður svo miklu skemmtilegri aflestrar fyrir vikið.

Endalausar þakkir og kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 9.5.2008 kl. 01:52

11 Smámynd: Karl Tómasson

Ég ætlaði að segja þægilegri aflestara, ekki skemmtilegri.

Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 9.5.2008 kl. 01:54

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri kalli minn, takk fyrir þetta, ég hef þörf fyrir allar þær leiðbeiningar sem eru mögulegar í að skrifa sem léttlæsilegast. ég hugsa hratt og hugsanirnar flæða. ég vil svo sannarlega að þetta sé sem best sett upp.ég skrifa orðið mikið, bæði hérna á bloggið, fréttabréf fyrir the one earth group og svo hina og þessa artikla, þannig að gott er að fá hjálp til að verða betri og betri með hjálp vina.

knús á þig inn í daginn !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 05:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband