Dýrin eru send í hræðilegustu ferðalögin, stundum í 30 daga !

f_r3_322956fHef setið í allan dag og unnið, og líka kíkt á blogg, og bloggvini. Það er ekki alltaf sem ég hef svona mikinn tíma til þess. Hérna er gott veður og fallegt að horfa út í garðinn minn sem er fullur að laukum sem eru að kíkja upp úr moldinni.

Heyrði dásamlega, en sorglega frétt í dag. WSPA sem eru dýraverndunarsamtök um allan heim, eru búinn ásamt öðrum dýraverndunarsamtökum um allan heim að vinna að dokumentarmynd "Handle with Care" um dýraflutningar í tvö ár með leynilegum upptökum.Þetta eru flutningar þar sem dýr eru flutt lifandi frá einu landi til annars til að verða slátrað. Stundum 30 daga í einu, bæði í bíl, með skipi eða með flugi.

Þau verða sturluð af hræðslu,
þau fá ekki vatn,
þau fá ekki mat.
Það deyja þúsundir og aftur þúsundir af grísum, hestum, kindum, geitum og kjúklingum á ári í þessum flutningum.

Þetta er kjöt sem við borðum. Dýrunum er fórnað með þjáningarlífi svo við getum borðað, því við hugsum um krónur og aura þegar við kaupum mat, og föt.... Við getum valið að kaupa vörur af dýrum sem við vitum að hafa haft gott líf, bæði hvað matvörur og fatnað varðar.hest_322932f

Það eru milljónir og aftur milljónir af dýrum sem þjást, vegna okkar, og það minnsta sem við gætum gert er að gera þeim dauðan eins friðsælan og sársaukalausan og unnt er. Ég skoðaði nokkur video, en ég verð að segja að ég gat ekki horft á þetta, ég varð bara alveg miður mín. Ég vil bara ekki vera hluti af þeirri dýrategund sem getur fengið sig til að gera þessa hluti. Þetta er bara of mikið...
Set inn eitt video, ef þið getið þola að sjá það.

Í 125 ár hefur verið hægt að senda frosið kjöt á milli landa og landshluta, hvers vegna er það ekki gert ? Í viku hverri eru 1.000.000.000 dýr send í þessa hræðilegu flutninga. Dýrin eru flutt frá  Spáni til Ítalíu, frá Kanada til Hawaii frá Brasilíu til Líbanon og frá Ástralíu til Jórdaníu. . Það er talið að á milli Ástralíu og Jórdan  deyji allt upp í 40.000 kindur á hverju ári vegna hungurs !

gris_322933fÉg vona svo innilega að þessi dokumentarmynd veki fólk alvarlega til umhugsunar um það líf sem við bjóðum þessum minni bræðrum okkar og systrum, sem við berum ábyrgð á, á þessari jörð. Það er á allra okkar ábyrgð að hækka vitund mannkyns sem væri hjálp fyrir dýrin og í raun allt annað líf á jörðu. Það þarf ekki endilega að vera með því að vera grænmetisæta, en að hver og einn vinni að því markvisst að verða betri manneskja. Því það er nú svoleiðis að því fleiri sem ná andlegum þroska á jörðinni, því hærra verður energíið og vitundarstigið á jörðu, sem svo hefur áhrif á allt líf á jörðu.

Ég fer á fund með hugleiðslugrúppunni minni í kvöld, það verður gott.

Hafið fallegan dag, eða það sem er eftir af honum.

Blessi ykkur 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á ekki orð...

Ég veit að ég breyti litlu, en ég ætla að hugsa mig um áður enn ég kaupi kjöt næst.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.2.2008 kl. 16:25

2 Smámynd: halkatla

skelfilegt, það er óþolandi hvað mannskepnan getur verið hörð, skilningsvana og grimm

halkatla, 12.2.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Linda

Er þetta svona hér á Íslandi, maður getur gert eitthvað í þessu, hér, og ef maður er erlendist að borða bara grænt og ávexti, ég held að það sé best..æi ég er svo sorgmædd.

Linda, 12.2.2008 kl. 16:35

4 Smámynd: halkatla

en að hver og einn vinni að því markvisst að verða betri manneskja. Því það er nú svoleiðis að því fleiri sem ná andlegum þroska á jörðinni, því hærra verður energíið og vitundarstigið á jörðu, sem svo hefur áhrif á allt líf á jörðu.

það eru alltof margir sem taka peninga og upphefð fram yfir það  

halkatla, 12.2.2008 kl. 16:36

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir að sýna okkur þetta...það er greinilega mikil þörf á því að skapa meðvitund og umræðu um þessi mál.....mannkynið er aðeins eitt og jörðin ein...látum velferð annarra manna og dýra okkur varða.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.2.2008 kl. 17:54

6 Smámynd: www.zordis.com

Óhugguleg og grimm meðferð sem er sýnd hér. 

Takk fyrir þennan pistil!

www.zordis.com, 12.2.2008 kl. 21:19

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri gunnar, það er einmitt málið, margt smátt gerir eitt stórt.

kæra linda, ég veit ekki hvort það eru þessar löngu flutningar á dýrum á íslandi, en margt má betur fara í dýravernd og umræðu á íslandi. það væri tildæmis best að slátra dýrum sem næst heimilum sínum, en ekki keyra með þau langt ! öll dýr eiga rétt á að fara út úr húsi á hverjum degi, það er ekki gert á stórum bæjum. t.d kjúkklingar og fl.

kæra anna. já því miður, en ef hver byrjar með sig, þá hefur það áhrif á aðra í kringum, eins og hringur í vatni sem breiðir yfir.

kæra hrafnhildur, akkúrat, eitt líf, ein jörð, einn andardráttur...

kæra inga, það eru oft strangar reglur um matvörur sem eru lífrænt ræktað. við kaupum beint af bóndabæ þar sem dýrin eru sögð ganga frítt í náttúrunni, við veljum að trúa því, það er oft erfitt að  sjá í gegnum þessa hluti, knús til þín í boston 

knús og ljós til ykkar allra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 21:20

8 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Stundum er sagt að stærsta skepna jarðarinnar er maðurinn. Við erum ótrúleg að gera svona ennþá, eins og við höldum okkur vera þróuð! Á síðunni www.handlewithcare.tv.dk eru fleiri vídeo og myndir. Einnig eru þar undirskriftarlistar þar sem hægt er að skrifa sig á. Það þarf ekkert að kíkja á, bara að skrifa. En myndirnar tala sínu máli.

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 12.2.2008 kl. 21:41

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

úff já. Og það sem meira er, við, mannskepnan förum lítið betur með hvort annað. Fólk um allan heim er fótum troðið, vinnur fyrir næstum ekkert svo að við getum verslað vörur á hlægilega lágu verði, mannslífin einskis metin þegar olía, peningar og trúarbrögð eru annars vegar... maður verður svo depremiseraður af því að hugsa um þetta.... best að fá sér bara te og reyna að hugleiða eitthvað fallegt!

Ylfa Mist Helgadóttir, 13.2.2008 kl. 01:18

10 identicon

Sæl Steina mín.

Já,mikið getum við MANNFÓLKIÐ, verið miskunnar laust gagnvart MÁLLEYSINGJUNUM. MANNSTU EFTIR KÚNNI  Á FLATEYRI SEM SYNTI YFIR FJÖRÐIN TIL AÐ FORÐAST AFTÖKU.ÞAÐ er eitt hið merkilegasta sem ég hef lesið um dýr.Hafðu Guðsþökk fyrir að bera umhyggju fyrir dýrunum og öllu sem lifir.

Án þín, hér á MOGGABLOGGINU, væru litirnir litlausir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 03:43

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er ein ástæðan fyrir því að ég hreinlega hætti að éta dýr fyrir 6-7 árum. Hef ekki gert það síðan og sakna þess ekki.

Villi Asgeirsson, 13.2.2008 kl. 20:50

12 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég sakna þín...hlakka til að hitta þig í mars...

Guðni Már Henningsson, 14.2.2008 kl. 10:32

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vona að þessi hreyfing nái hingað ég hef fordæmt fluttninga með fé og önnur sláturdýr milli landshluta við ömurlegar aðstæður.  Ég las í blaði í Danmörku að einn dýraflutningsmaður var dæmdur í fangelsi fyrir að deyða yfir 70 svín með hrottaskap, þau fengu ekki vott né þurrt, og dóu úr vanrækslu.  Þetta er hræðilegt að sjá og heyra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.2.2008 kl. 12:43

14 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ekki saknarðu mín, Guðni? Nei, varla. Tók þetta til mín því ég verð meima í viku í mars, en þú færir ekkert að sakna mín.

En þetta er ljótt mál og það versta er að það kemur ekkert á óvart. 

Villi Asgeirsson, 14.2.2008 kl. 13:00

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll takk fyrir komment, elsku guðni minn ég hlakka líka til að hitta þig í mars , kannski saknaðru líka villa, þá verðuru að segja það við hann

bless i dag

á morgun er föstudagur !!!!

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.2.2008 kl. 14:33

16 Smámynd: Brynja skordal

úff þetta er sorglegt að lesa

Brynja skordal, 14.2.2008 kl. 18:26

17 Smámynd: Sylvía

það er einsog ég segi, ég forðast kjöt hér í ameríku...

Sylvía , 14.2.2008 kl. 22:36

18 Smámynd: Ólafur fannberg

á ekki orð algjör skepnuskapur...

Ólafur fannberg, 15.2.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband