ætla að muna eftir öllum sannleikunum

 Foto 202

Ég held að það sé fimmtudagur ! Ég er ein heima með blessuðum dýrunum mínum. Þetta hafa verið dásamleg jól. Lesið, borðað konfekt, fengið gesti, farið í heimsókn, horft á sjónvarp, hlustað á músík..... Sólin okkar fékk bæði geisladiskinn frá Sigur Rós, og DVDín. Sáum DVDín í gær og fengum heimþrá, sáum Víkina mína, Kirkjubæjarklaustur, Langaði heim... en bara í huganum. Við sáum líka Mýrina í gær, okkur lagaði heim...en bara í huganum.
Það er alveg frábært að hafa Sigyn og Albert hérna í næsta nágrenni, droppum þangað við af og til þegar við förum í göngutúr með Lappa, fórum í gærkvöldi, fengum kaffi, te og konfekt. Hef aldrei getað ímyndað mér að það væri svona frábært. Sól varð eftir hjá þeim, og svaf þar í nótt. Gunni fór í vinnu í morgun, þannig að ég sit hérna, ný búinn að hugleiða,  er að borða banana, hlusta á Magnús Þór sem þú elsku Guðni minn gafst okkur í jólagjöf (takk fyrir það) og drekk kaffi latte. Lífið á Kirkebakken er ljúft.
Að sjálfsögðu á þessum tímamótum hugsar maður fram og til baka, hvað náði ég sem ég er sátt við, og hvað vil ég ná á næsta ári. Ég var með til að gera tvær grúppur sem ég er ánægð með The One Earth Group. Aðal hugarefni okkar þar er Móðir Jörð, með þeim dýrum og öllu lifandi sem á henni er. Ef þið viljið skoða þá er heimasíðan www.oneearthgroup.net. Hin grúppan er fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á andlegum efnum, en vita ekki hvert þau eiga að leita til a finna þá sem hugsa eins. Það er fullt af ungu fólki sem er leitandi, en hvorki kirkjan múslímar eða hina trúarsamfélögin uppfylla það sem þau leita að.
Þessi gruppa er fyrir þau. Sjá : esotericyouth.

Það sem mig langar að gera á næsta ári.... hummmm. Ég hef hugsað tvennt, ég veit að það er ekki auðvelt, en það er það sem ég ætla að reyna að vinna að.
1.    Ekki hugsa eða tala illa um aðra. Ég er ekki  að tala um að ég ætli ekki að hafa skoðanir, annað væri óeðlilegt. En vera meðvituð um að allir hafa sinn sannleika, og þó svo að aðrir hugsi ekki eða sjái hlutina eins og ég, þá er það í lagi. Minn sannleikur er ekki sá eini rétti, við höfum hver okkar sannleik, og það vil ég virða. Í dag virði ég það, en ég vil ná að virða það alveg inn i hjartað, bæði þá sem ég ekki þekki og mína nánustu, sem verður sennilega það erfiðasta.
2.    Ég ætla að sinna minni líkamlegu dívu, þar að segja kroppnum mínum. Æfa hann og huga að þeirri næringu sem ég gef honum. Vera þakklát fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig, og gefa honum þá athygli sem hann á skilið.Ég hef sennilega verið mest í höfðinu, og lítið gefið þessum kroppi mínum það sem hann á skilið. Árið 2008 verðir breyting á því.

Þetta er sem sagt það sem verður nr. 1. Annars ætla ég bara að lifa því lífi sem ég geri og sem ég elska. Ég er soddan sveitalubbi, og elska að vera hérna í sveitinni. Ég ætla að vinna að myndlistinni minni meira en á síðasta ári, hef saknað þess. Er með einhverjar sýningar og get notið þess að vinna að þeim. Ég fer nú í einhver ferðalög,t.d til íslands í mars, systir mín á Bolungavík er að ferma hann Nikulás, ég Siggi og Alina ætlum þangað. Ég hef ekki farið til Bolungavíkur í 10 ár.við ætlum að gera nýtt baðherbergi, nýtt altan, við gaflinn á húsinu og og og.

Sigyn mín var að hringja, þau eru á leiðinni í heimsókn, svo ég  ætla að  setja yfir kaffi 1
AlheimsLjós á ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get alveg tekið undir þessa tvo liði hjá þér með kroppinn og hreinleika hugans, það er bara mjög gott og þarft að vinna í því hvorttveggja. 

Og elsku Steina mín, ef þú kemur til Bolungarvíkur þá kíkir þú ef til vill við í kúlunni.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku cesil, að sjálfsögðu kem ég við í kúlunni !!!

BLESS

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.12.2007 kl. 13:29

3 Smámynd: Sigyn Huld

Takk fyrir kaffið og félagskapinn

Sigyn Huld, 27.12.2007 kl. 18:21

4 Smámynd: www.zordis.com

Æðislegt að lesa, huga að því góða og að bæta sig.  Við getum alltaf bætt við okkur fegurð í nýju ljósi, nýju formi, í sjálfum okkur!

Hver á sinn sannleika eru orð að sönnu og augu sálar okkar sjá og upplifa út frá karmanu sem við getum unnið í og bætt út frá eigin sannfæringu.  Ég ætla að kasta upp í birtuna ósk sem ég vona að komi til baka, ósk um leiðbeiningu um betri hug og hjarta!

Kærleikur til þín góða kona

www.zordis.com, 27.12.2007 kl. 21:24

5 identicon

Skemmtileg lesning og sér í lagi þetta með næsta ár.Ég er á leiðinni í betrumbætingu með mig, svo það er alltaf gott, að fá hugmyndir frá öðrum.

Maður á ekki að öfunda,en alveg gæti ég hugsað mér að búa í sveit með náttúrunni og öllu því sem þar er að finna.(Old farmer)!.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 05:52

6 Smámynd: halkatla

alltaf gott að lesa bloggið þitt Steina (þú ferð ábyggilega að fá leið á öllu þessu hrósi bráðum ha? ) markmiðin þín eru ekkert smá háfleyg, ég gæti þetta sko ekki en ég óska þér alls hins besta með þau og ef einhver fer létt með að ná þessu þá er það ábyggilega þú 

halkatla, 28.12.2007 kl. 12:27

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Elsku Steina mín bestust og fallegust. Katrín mín fermist líka í mars, á pálmasunnudag, svo ef þú verður á ferðinni!!! Ég held áfram að reyna að hringja.....

Guðni Már Henningsson, 28.12.2007 kl. 12:33

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Knús og góðar óskir til þín, elsku kona birtunnar og ljóssins!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.12.2007 kl. 00:54

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég gætir sagt þér sögu hér og nú, hvernig ég einu sinni hafði hugsað mér að gabba Guðna Má til að senda mér plötu vikunnar, sem var í það skiptið Paparnir, var búin að skálda hugljúfa sögu um fatlað fól hvurs eina hugðarefni í lífinu var að hlusta á tónlist og þá sérstaklega með Pöpum....... en ég sá að mér og sagði honum sannleikann, lét samt upphaflegu söguna fylgja með......

....og viti menn! Ég fékk diskinn sendann, þrátt fyrir að tíminn hefði verið útrunninn  Svona getur nú sannleikurinn haft sitt að segja, eða kannski fékk ég diskinn út á söguna??? Veit ekki og hef aldrei lagt í að spyrja. Hinsvegar hlusta ég oft á diskinn og hann er góður.

Knúsaðu kokkinn frá mér.

Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 01:49

10 Smámynd: SigrúnSveitó

Hljómar vel þetta þarna nr 1 og nr 2.  Einmitt það sem ég reyni eftir fremsta megni að lifa eftir. 
Undanfarin ár hef ég lært að fólk hefur rétt á sínum skoðunum, og ekki minnst að ÉG hef líka rétt á mínum skoðunum.  Ég þarf ekki að vera sammála síðasta ræðumanni, heldur má ég alveg hafa mína eigin, án þess að þurfa að troða henni upp á aðra.  Og það er æði.  Geta rökrætt án þess að VERÐA að hafa rétt fyrir mér.  Mér finnst þetta yndisleg speki; "Wanna be right or wanna be happy?!". 

Ljós&kærleikur til þín frá mér

SigrúnSveitó, 29.12.2007 kl. 15:42

11 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég ætla líka að sinna líkama mínum betur á næsta ári. Nú er ég búin að vera reyklaus í rúmt ár og tími til komin að fara að huga að aukakílóunum sem safnast hafa á mig . Sendi þér mínar bestu óskir um gæfuríkt nýtt ár og friðarljós til þín.

Svava frá Strandbergi , 29.12.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband