Þetta er dagurinn sem ég vildi skrifa eitthvað fallegt


 Ég vaknaði og hafði fullt af gleði í hjartanu, sólin skein og ég heyrði fuglatraðk á þakinu.Billede 1098

Ég fór niður, setti hundana út og gaf þeim að borða. Sólin mín litla sem er í páskafríi eins og ég settist í sængina í sófann og fór að horfa á sjónvarpið.

Ég hafði ekkert verið á tölvunni í gær, þannig að ég opnaði tölvuna og fór að skoða mails og þess háttar. Ég ákvað að finna video sem ég vissi að væri einhversstaðar í mailboxinu mínu, sem ég hafði sennt út i fyrra þar sem flóðhestur sýnir að mínu mati umhyggju fyrir annari dýrategund. Ég kíki í gegnum nokkrar myndir, og opna svo eina sem ég einnig hafði sennt út í fyrra og er líka um meðferð á dýrum,

Guð minn góður hvað þetta var hræðilegt. Eftir að hafa skoðað videoið fór ég upp og hugleiddi, ég átti erfitt með að einbeita mér því ég hugsaði stöðugt um þvílíkar ændstæður þessi video væru í raun og veru, flóðhesturinn og með manneskjunni. Hvað er hvað. Mér tókst þó að klára að hugleiða. Fór niður og lagaði mér te. ristaði mér speltbrauð með yndislegum geitaosti.

Á meðan ég gerði þetta allt hugsaði ég um hvernig best væri að skrifa um þetta á blogginu, Hvað var það sem ég vildi segja. En ennþá á meðan ég skrifa er ég ekki alveg viss hvað ég vil skrifa eða hvernig. Ef ég hugsa út frá flóðhestamyndbandinu, þá er það um villt dýr að ræða, sem er talið mjög hættulegt, þarna á myndbandinu visar flóðhesturinn tilfinningar sem ég hef aldrei heyrt að þeir hafi til annars en afkvæma sinna. Hans eigin tegund. Hitt myndbandið er um hrikalegt dýraofbeldi. Dýr sem við sem manneskjur pössum og nærum okkur á. Þar er eina tilfinningin sem maður sér reiði og ofbeldi. Auðvitað er þettað einangrað fyrirbæri , í raun bæði tvö, en samt er þetta örugglega ekki í einu skiptin sem þetta gerist.

 Ég fékk bréf frá dönsku dýraverndunarsamtökunnum í gær þar sem rætt var enn og aftur um dýraflutninga. Þar var flutningamaður stoppaður á landamærunum til Póllands að mig minnir með yfir 1500 smágrísi, og aðkoman var hörmuleg, Ég ætla ekki að fara nánar út í það. En það sýnir og við vitum að meðferð dýra í heiminum oftast er hræðileg.

 Ég vildi svo gjarnan einbeita mér að því sem gott er, kærleikanum, friði, þar sem er í raun best er að vera að mínu mati. En þar sem ég get ekki hlaupið frá því að þróun okkar sem mannkyn í átt að meira Ljósi skiptir mig mjög miklu máli, tel ég mjög mikilvægt að vera meðvitaður um allt sem er að gerast. Eitt er okkar smá árekstrar í þjóðfélaginu, og fjölskyldum og okkar mannvera á milli. það er fyrir mig hluti af þróuninni, við slípum hvort annað, til að verða betri manneskjur. En þegar kemur að því sem fyrir mig er þeir sem minna mega sín, þeir sem ekki geta varið sig, Manneskjur, Börn Dýr og Plöntur, þá finnst mér mikilvægt að  að setja fókus á það. Um leið og settur er fókus á óréttlæti sem fær fullt af fólki til að hugsa um oftast fórnarlambið, sendir að mínu mati fórnarlambinu orku, sem aðeins getur gert gagn.

 Orka fylgir hugsun, og þess vegna er mjög mikilvægt að vanda þær hugsanir sem við höfum. Að senda kærleika til böðla er að mínu mati ekki það rétta að gera, það gefur böðli meiri orku til að vinna áfram sitt verk. Að senda hugsun/orku til fórnarlambs meina ég að sé fórnarlambinu til mikillar hjálpar. Ég er á því að það sé líka hægt að hjálpa böðlinum, en þar þarf annars konar orka og hugsun sem er efni í annan pistil

Við erum öll börn Guðs, manneskjur, dýr, plöntur og málmar, misjafnlega á veginn komin. Það er mikilvægt að muna það. Þegar ég horfði á þetta hræðilega myndband, sat ég og dæmdi þá sem gerðu dýrunum mein. En það er í raun ekki mitt að dæma. Best er að hafa í huga það sem Jesús sagði á krossinum,

Faðir fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera. Það er bara oft svo erfitt.

En hvernig tilfinning er það inni í okkur þegar við dæmum. Fyrir mér er það tilfinningar í kroppnum. Ég finn greinilega að hugsuninn er ekki hátt uppi, en situr í kroppnum. Þar finnst mér munur á. Ef ég reyni að einbeita mér upp, og reyni að sjá það sem gerist frá hærra plani, lítur myndin öðruvísi út. Þá hefur maður stærra yfirlit, og sér að í raun að allt þetta er þróun fram á við og stundum pínulítið til baka. Þeir sem misþyrma dýrum eru líka börn Guðs, en hversu þróuð eru þessar manneskju tilfinningalega. Hvað liggur að baki því sem þau gera. Það getur verið svo margt sem við ekki vitum. Það er líka hægt að misþyrma dýrum á svo margan hátt. Rannsóknir, sem koma öllum til góða, Snyrtivörubransinn hundaeigendur sem halda að þeir geri rétt, en gera vitlaust og fl og fl. Og á meðan við kaupum snyrtivörur og á margan hátt njótum góðs af þeim rannsóknum sem eru gerðar á kostnað dýranna, þá styðjum við það sem gerist.Einnig vitum við að þegar við notum eiturefni út í náttúrunna, þá hefur það áhrif á dýrin á jörðinni. Það er líka á okkar ábyrgð að vera meðvitum um þær vörur sem við kaupum, hvort það sé með hjálp barnaþrældóms eða dýramisþyrming eða eitthvað annað...

Við skulum ekki dæma, því við sjáum hlutina bara út frá okkur sjálfum, það geta verið aðrir sannleika fyrir þessu fólki sem við ekki getum sett okkur inn í. Það er minn sannleikur og það er þinn sannleikur og það er þriðji sannleikurinn.

 Þeir sem eru í pólitík gætu gert stórt gagn , bæði með því að vinna að dýravelferð, og einnig að vinna að því að manneskjur í þessum bransa(dýrapössun, sláturhúsum) fái meiri þekkingu og mannsæmandi laun. Lífsgæði geta haft mikla þýðingu fyrir þá sem passa dýrin. Svo eru þeir sem eiga dýrin, þeir sem vilja græða pening á þessum greyjum þeir eru líka á einhverjum stað í þróuninni, og verða að lifa það, græðgi, eftir peningum, er að mínu mati þekkt tilfinning,  græðgi eftir fötum, hlutum, eftir völdum, eftir einhverju til að gera líf mitt/þitt þess virði að lifa því. Þegar við svo finnum að í raun og veru þörfin eftir að eignast eitthvað, hverfur um leið og við eignumst það. Þá kemur þörfin/græðgin eftir að eignast eitthvað annað. Stærst er gleðin þegar við erum að planleggja það og borga/fá, en þegar því er lokið er spenningurnn horfinn. Ég held að þegar við höfum prófað þetta nógu oft, kemur þörfin eftir einhverju dýpra, sem gefur meira og lengur. Þá kemur þörfin/græðgin eftir því Guðlega. Þessa leið held ég að við öll förum, höfum farið.

 Ég held að þetta sé allt liður í þróuninni á jörðinni, og því lengra sem við komum því betur komum við fram hvert við annað og blessuð dýrirn okkar. Ef við hver fyrir sig vöndum okkur gagnvart hver öðrum og látum Ljósið okkar skína eins bjart og mögulegt sem hefur það áhrif á þá sem við mætum á lífsleið okkar og svo þeir sem við mætum verða fyrir áhrifum af okkur og gera svo það sama og svo koll af kolli.

Ég set bæði videoen inn það með flóðhestinum kemur fyrst, mæli með því. Hitt er ekki fyrir viðkvæmar sálir. Skoðið það á eigin ábyrgð.

Ljós til alls sem lifir.Billede 1101



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Amen, ég er bara búin að lesa, en varðandi þetta með flóðhestinn, þá er yndislegt að sjá dýr sína hvert öðru umhyggju, mig hlakkar til að skoða myndbandið en veit ekki hvort ég höndla hitt, sjáum til. Megi dagurinn halda áfram að vera gleðilegur og bjartur í Danmörku, Íslandi og allsstaðar

halkatla, 4.4.2007 kl. 11:54

2 Smámynd: Ester Júlía

Mikið er æðislegt að til séu svona góðar sálir eins og þú sem hugsa fallegt og fallega.  Og sem hugsa um dýrin.  Ég treysti mér ekki til að skoða þessi myndbönd..hreint ekki.  Er mjög lítil í mér þegar kemur að illri meðferð á dýrum.  Ég get tekið til minna ráða ef ég verð vitni að illri meðferð dýra en ég get ekki horft á svona. 

Ester Júlía, 4.4.2007 kl. 11:55

3 Smámynd: halkatla

þetta er ótrúlegt!!! ég er viss um að dýr gera þetta oft, en þessi flóðhestur er hetja, dýrin hafa svo miklar tilfinningar, þessi flóðhestur er greinilega dýravinur einsog við

halkatla, 4.4.2007 kl. 11:59

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þú skrifar reyndar mjög oft eitthvað fallegt, en mér finnst þú í rauninni segja það sem okkur vantar oft orð um, að ef manni á að þykja virkilega vænt um aðra, menn og dýr, þá getur maður ekki alltaf lifað í eintómri lukku, það þarf líka að láta í sér heyra um það sem ekki er í lagi, eins og þú gerir. 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.4.2007 kl. 12:24

5 Smámynd: Ester Júlía

Ég horfði á myndbandið með flóðhestinum og bara VÁ! Þvílíkt æðislegt dýr, ég er með tárin í augunum.

Ester Júlía, 4.4.2007 kl. 13:13

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einlæg og falleg færsla. Það er svo frábært að rekast á fólk eins og þig Steina sem þorir að vara það sjálft og segja og lifa það sem býr í hjartanu og hafa vilja til að deila því með öðrum. Því það er svo mikilvægt að gefa öðrum fordæmi fyrir þessu öllu og tækifæri til að finns sitt innra á sinn hátt og nota það í daglegu lífi eins og þú gerir.

Takk.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 20:38

7 Smámynd: bara Maja...

Yndislega falleg færsla, og þetta myndband með flóðhestinum er ótrúlegt, svo fallegt en svo sorglegt á sama tíma.

bara Maja..., 4.4.2007 kl. 21:27

8 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Þetta sýnir heim andstæðanna! Shine your Light.  

Vilborg Eggertsdóttir, 4.4.2007 kl. 21:28

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir allt það fallega sem þið skrifið. fyrir mér er lífið svo stutt, að á þeim stutta tíma vil ég gera það sem ég get til að hafa áhrif hér á jörðinni, hvar sem ég kem og er. í því stóra og í því stóra þetta verður lífsstíll sem mér líður vel með. við höfum öll jafn mikið að gefa í kringum okkur, við þurfum bara að vera meira meðvituð um það hversu mikil áhrif hver og einn getur haft. ég , þú, og þið

ljós til ykkar frá mér.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 21:30

10 Smámynd: Ólafur fannberg

flóðhesturinn er talinn hættulegasta dýr Afríku en á samt þetta í sér Margur maðurinn ætti að taka hann sér til fyrirmyndar

Ólafur fannberg, 5.4.2007 kl. 06:02

11 Smámynd: halkatla

Ég tek undir með öllum hér, það er eitthvað svo dýrmætt að koma hingað. Maður verður tilfinningalega ríkari á eftir, ég get ekki útskýrt það. Kærar kveðjur til þín Steina og takk fyrir öll innlitin á mitt blogg

halkatla, 5.4.2007 kl. 11:33

12 Smámynd: Bragi Einarsson

Það er rétt hjá þér, Stein, öll erum við börn Guðs. En hvers vegna högum við ökkur eins og skepnur við allt og alla? Grimmasta dýr jarðar er maðurinn sjálfur.

Takk fyrir góða færslu. 

Bragi Einarsson, 5.4.2007 kl. 12:20

13 Smámynd: www.zordis.com

Falleg færsla!  Hippo myndbandið er djúpt ... seinna næ ég ekki að opna sem er kanski bara gott þar sem ég er ekki í nógu góðu jafnvægi til að taka á ljótleika þessa stundina!

www.zordis.com, 5.4.2007 kl. 18:39

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já bragi það er áhugavert, ætla aðeins að hugleiða um það, og skrifa svo þegar ég hef meiri tíma. Gæti ímyndað mér að það sé eitthvað með greind/eða hvað maður á að kalla það. , ef við t.d kíkjum á háhirninga og delfína, það eru ansi þróaðar skepnur, en þessar tegundir pína líka sér til skemtunar. við ættum samt ekki gleyma að það eru mjög margar yndislegar manneskjur í heiminum, fleiri en illar. en þær illu eru bara meira sýnileg. en ég hef jú engar sannanir fyrirví sem ég skrifa, bara hugrenningar. ljós héðan

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 5.4.2007 kl. 19:20

15 identicon

Knús til þín frænka á þessum fallega skírdegi!

ylfamist@simnet.is (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 21:48

16 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

"Sannanir " eru ofmetnasta fyrirbæri ever. Það þarf ekkert að sanna að kærleikur virkar betur en grimmd til dæmis. Það þarf heldur enginn að geta sannað hvað honum finnst eða hversvegna. Svo eru bara flestar þessar vísindalegu sannanir á brauðfótum og lifa sjaldnast lengi.

knús. Ég get sannað að ég knúsaði þig í huganum...fyrir sjálfri mér og það er nóg.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 22:40

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæra Katrín , ég gæti ekki verið meira sammála þér, það sem vísindinn eru að  sanna núna , vissu  margir tesófiker fyrir mörgum mörgum árum. steinar kenningin, er líka gömul, en það er líka verið að sanna það vísindalega nú á dögum. svo er því miður ekki allt svo hreinnt í vísindunum, þar spilar pólitík og peningar miklu máli. Kærleikurinn er alltaf til að stóla í sér. ég sendi þér líka stórt knús  og ég fann þinn knús.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.4.2007 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband