Ég er þú og þú ert ég, við erum eitt

Billede 1147Í gær var gulur dagur, Pálamasunnudagur. Ég og Siggi (sonur minn)Billede 1150
fórum við Malmö til að fara á fuldmånemeditation.(Hugleiðslu á fullu tungli). Við ákváðum að fara snemma og einnig nota ferðina til að fara á sýningu í Malmö Kunsthall, og vera saman í útlöndum.

Það var dásamlegt veður, og við vorum glöð.

Við komum til Malmö með lest og skelltum okkur beint á sýninguna. Þetta var góð sýning og gaman að vera saman að skoða og spekúlera.Við fengum okkur kaffi á listasafninu
og kíktum aðeins í bókabúðina. Á eftir fórum við á kaffihús og fengumokkur grænmetis lassagne, sem bragðaðist vel.

Billede 1155
Þá var tími til komin að taka stefnu á hugleiðslustaðinn sem við vissum ekki hvar var, en vorum með góðar leiðbeiningar. Við fundum að sjálfsögðu staðinn, enda miklir heimsborgarar bæði tvö, en vorum klukkutíma of snemma.

 

Þegar inn var komið mætir okkur ljúfur maður sem virðist svolítið vera að flýta sér. Ég spyr hvort það verði ekki fuldmånemeditation kl 19,00.

Nei! svo segir hann ekki vera, það sé á morgun ! Við supum hveljur, og við kominn alla þessa leið. Þá býður þessi væni maður okkur að vera með í þeirra hugleiðsu sem byrjar núna, segir hann ! Þetta var búddisk
hugleiðsa. Við vorum bæði á því að svoleiðis hlyti þetta að vera,örlögin, og við skelltum okkur með.

Ekki vil ég tjá mig meira um það.

En við vorum bæði ánægð á eftir og fannst fólkið ljúft að bjóða okkur með. Þetta var góð reynsla sem gaf innsýn í þann heiminn.

Þessi ferð var sem sagt vel heppnuð í alla staði. Ég tel mig svo heppna að geta verið með syni mínum í því sem fyllir huga minn, bæði myndlist og því andlega.

Ég vil skoða aðeins orðið Kærleikur, því ég fann mikið fyrir þeirri tilfinningu í gær, til sonar míns og fjölskyldu. Kærleika á tilfinningasviðinu

Ég er lánsöm að vera í góðu og kærleiksríku sambandi við börnin mín, þó svo að leiðin þangað hafi oft verið þyrnum stráð. Kærleikur getur að mínu mati verið á mörgum stigum. Við höfum flest kærleika til barnana okkar, vina og ættingja, en þegar lengra nær (þeir sem við þekkjum ekki) upplifum við ekki kærleika, nema
kannski tilfinningalega.

Ég held að kærleikur til alls lífs sé á annari bylgjulengd en kærleikur til ættingja og vina. Kærleikur til alls lífs er ekki á tilfinningasviðinu, en á einhvern hátt fókuseruð í hjartanu, en ekki tilfinningunni.Billede 1154

Þegar við elskum, á tilfinningasviðinu, er það oftast um okkur sjálf. Við fókuserum fyrst inn í okkar tilfinningar,
og svo frá þeim yfir í þann sem við elskum. Þess vegna verðum við bæði reið, sár og glöð þegar  viðkomandi gerir annað en passar okkur, eða nákvæmlega það sem passar okkur. Þegar við elskum og finnum til með einhverjum, þá finnum við fram tilfinninguna um okkar eigin sorg, og eigin hræðslu, sem gerir okkur kleift að syrgja eða gleðjast með hinum aðilanum. Það er ekkert slæmt í þessu að mínu mati, sýnir það mér bara
að það er langt í land í nú.

Einu sinni fannst mér það kostur að vera perónuleg, núna reyni ég í mínu daglega lífi að vera ópersónuleg en sýna kærleika. Mín meining er sú að þegar maður  er persónulegur, sér maður allt út frá sjálfum sér, þegar maður er ópersónulegur og sýnir kærleika er maður skynsamur, og sér hlutina frá hærra plani.

Kannski frá Sálinni, kannski ennþá hærra og þá er þetta ekki um mig og þig en um alla aðra líka.
 

Þegar ég hugsa um Alheimskærleikan,þá hugsa ég að þegar við erum komin þangað þá er hugsunin,

ég er þú og þú ert ég, við erum eitt.

Við mætum betlara á götu, við gefum honum pening án þess að koma með hugsanir eins og hann drekkur bara fyrir alla peningana. Eða þegar við sjáum þjáningar í kringum okkur og við segjum, svona er þetta bara,
hefur alltaf verið og verður alltaf
. Við hugsum: hvað getum við gert,snýst það um peninga, gefum við peninga, því þessi hluti af mér hefur þörf fyrir hjálp.

Við hugsum allt í heild. Allt hluta af hinu.

Það fyrsta er að gera sér grein fyrir hvað það er sem vantar, og hvert er stefnan tekinn, svo held ég að framhaldið komi að sjálu sér. Það er svo margt fólk með góðar hugsarnir, og vilja það besta fyrir alla,og það er alltaf skrefið sem þarf til næsta skrefs.Billede 1162

Ég trúi á Kærleikann,
 

Ég veit og trúi að mannkynið kemst inn á Alheimskærleikan, ég vinn með mig alla daga, og það gerir hver og einn þar sem hann er, og að endingu náum við að láta sálir okkar mætast svo við snertumst og verum

Eitt með öllu.

Ljós til netheims og alls heims á fallegum mánudegi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Magnaður pistill og mjög vel skrifaður og skýr um hvað er hvað.

Mér finnst vera munur á því að sýna samúð og svo aftur samkennd.  Samúðin er svolítið um mann sjálfan líka..maður finnur til með hinum og kann að blandast inn í hans sorg án þess þó að vera honum styrkur. Samkenndin er af allt öðrum toga..getur sent styrk og aðstoð til sálar sem finnur að maður stendur með henni..en á ópersónulegri hátt en með samúðinni.... en á sama tíma svo stærri og kærleiksríkari. Samkenndin er mögnuð.

Takk fyrir fráæra hugleiðinug. Hugsa um hana á eftir þegar við erum komin niður að ströndinni. Þarf svo að komast í snertingu við hafið og óendnlegt útsýni alla leið yfir til Frakklands. Með fjölskyldumeðlimunum og kærleiksrússinu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.4.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

alveg sammála þér Katrín, það er stór munur á þessu tvennu.

lj´so og kærleikur til þín og njóttu strandar með útrýni til Frakklands 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.4.2007 kl. 12:38

3 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Heimurinn er lítill. Systir þín var í morgunkaffi hérna í Norðurbyggðinni og biður fyrir kveðjur.

Svavar Alfreð Jónsson, 2.4.2007 kl. 12:49

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Ljós og kærleikur til þín líka, kæra Steina.  Yndislegur pistill um kærleikann.

Magnað með hugleiðsluna í Malmø.  Ég trúi ekki á tilviljanir svo ég  nokkuð viss um að það hefur verið einhver tilgangur með þessu.

SigrúnSveitó, 2.4.2007 kl. 12:55

5 identicon

Fyrir mér er þetta svo einfalt mál. Mér er alveg sama hvað betlarar eru margir, hvernig þeir líta út, hvað þeir eru gamlir. Ef manneskja biður mig um hjálp og ég get með einhverju móti veitt hana, þá veiti ég hana. Burtséð frá því hvernig hún nýtir hjálpina. Það kemur mér ekki við. Ef barn biður mig um peninga fyrir brauði fyrir utan túristastað í útlöndum, þá gef ég því peninga fyrir brauði. Af því að ég get það. Og af því að það eru líkur á því að barnið eigi ekki nóg að borða. Ef ekki, -nú þá er barnið lánsamara en ég hélt og það er gott.

Ylfa frænka (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 16:12

6 Smámynd: www.zordis.com

Det var dejligt ...... Ég sendi þér hlýtt faðmlag fyrir að sýna þig eins innilega og þú ert.  Hljóð er ljósið frá mér til þín!

www.zordis.com, 2.4.2007 kl. 19:23

7 Smámynd: halkatla

Geggjaður pistill einsog vanalega, viðeigandi, fær mann til þess að hugsa og ég veit ekki hvað og hvað

kærleikur til þín kæra Steina

halkatla, 2.4.2007 kl. 19:41

8 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 2.4.2007 kl. 22:17

9 Smámynd: Margrét M

kærleikskveðja

Margrét M, 3.4.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband