Færsluflokkur: Menning og listir

Eynhyrningur safnar draumum manna í hornið sitt.

 157023025_769043.jpg

Var að leita að texta í tölvunni minni og fann þetta fallega ljóð. Svona falleg ljóð eru aldrei of oft birt, þess vegna birti ég hluta af blogginu með ljóðinu aftur hér.

Gangið á Guðs vegum kæru vinir mínir.

Ég fann handskrifað ljóð eftir Hannes Pétursson, sem ég hafði skrifað upp eftir bók fyrir 16 árum. Þegar ég las þetta yfir sá ég eins og bíómynd þegar ég heyrði þetta dásamlega ljóð fyrst.
Ég sat í eldhúsinu með henni Dísu vinkonu minni. Við vorum að borða kleinur og drekka kaffi. Hún bjó þá rétt hjá Myndlista og handíða skóla Íslands þar sem ég þá var nemandi og ég fór oft í kaffi til hennar.

En einu sinni þegar við sátum hver á móti annarri í eldhúsinu hennar þá las hún þetta ljóð upphátt fyrir mig, það snerti mig djúpt. Málaði einhyrning á eftir. Minningin er falleg og það er ekkert að því að hafa þessa fallegu minningu í huganum, bara ef hún er ekki þarna aftur og aftur.

En stundum erum við bara minningarnar. Minningar sem eru eins og hugsanaform, sem stöðugt sveima í kringum okkur og minna okkur á sig.

Halló mundu mig, mundu mig ,mundu mig, og við liggjum og látum okkur dagdreyma um löngu horfnar stundir. Við höldum í raun orkunni, (minningarforminu) föstu. Þá gerist að ég held svolítið skrítið, við hleypum ekki nýrri orku (hugsanaformi) inn. Við stoppum lífsflæði. Við sjáum þetta oft þegar það er slæmt í eldra fóki sem bara lifir í fortíðinni. Það kemur engin ný orka inn, ekkert nýtt flæði. Það eru sagðar sömu setningarnar aftur og aftur og vitnað í gamla daga aftur og aftur. En við yngri gerum þetta líka, stundum í öðrum formum stundum í þessum formum. Sumir kaupa verðbréf fyrir mikla peninga. Sumir safna ofboðslega miklum peningum í bankabækur. Þetta er líka að stoppa flæði. Peningar eru líka orka sem þarf að flæða frá manni til manns, til manns .

Við söfnum hlutum í kringum okkur, sumt þurfum við aldrei að nota, en við stöflum því upp og geymum. Við söfnum minningum í albúm, og notum tíma að skoða og skoða og rifja upp og rifja upp. Í staðin fyrir að vakna upp á hverjum degi, með enga fortíð. Þá er ég ekki að meina bókstaflega. Auðvitað höfum við safnað lífsreynslu í gegnum árin og lífin, en við hugsum of mikið til baka, í staðin fyrir að vera alltaf í flæði, orka fram á við.

Ekki orka smá fram og tvö eða fimm til baka.
Lífið er að mínu mati orka sem flæðir áfram. Allt það sem við höldum að sé svo mikilvægt, er í raun alveg tilgangslaust. Það sem er mikilvægast í þessu lífi er að vera góð manneskja. Og hvað þurfum við til þess ?
Að lifa áfram, ekki afturábak. Að gera okkur grein fyrir að lífið er í raun bara augnablik, of stutt til að reyna að eignast allt,

RIGHT HUMAN RELATIONS er að mínu mati það sem er mikilvægast  !
Læt þetta duga að sinni, en hérna pikkaði ég þetta fallega ljóð inn og ég hvet ykkur til að lesa það og njóta

Skáld á tali við Einhyrning!

Apríl morgun.

Gamalt skáld signir sig til dagsins úti fyrir húsdyrum sínum. Þá kemur Einhyrningurinn um víðan veg innan úr sólarbirtunni líkt og ævilega þegar svo stendur á,  og krýpur niður, samt blíðlegar en nokkur tíma hafði verið.
Gamli maðurinn undrast þetta. Hann drjúpir höfði litla stund á báðum áttum, herðir síðan upp hugann, af því Einhyrningurinn krýpur svo blíðlega frammi fyrir honum, Starir í augu dýrsins og mælir hiklaust en rólega, eins og hann hefði kannað lengi hvert orð:
Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.

Í skjóli föðurgarðsins
Og í skelfingu bersvæðanna
Átti ég þig að, leiðtogi minn

Nálæg hver tilsögn þín, alskír.
Og í áfangastað kvaðst þú bíða.

Þú varst mér ilmur
af eplum og greni.
Þú sem ert fiskur ristur á vegg
rökkvaða jarðfylgsna hinna ofsóttu

Þú sem ert Einhyrningur
og enga myrkviður skelfist.


Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns
En þig missti ég
Og þín er ég að leita sífellt...

Einhyrningurinn hlustar kyrr, en svarar ekki neinu.
Gamli maðurinn heldur áfram:

Dag einn
Dreymdi mig þig
Einhyrningurinn
Aleinn sit ég við fótskör þína
Hugur minn er kvíðafullur
Hornið fram úr enni þér gnístir !
Hjartaslag eftir hjartaslag
hnikar  því nær
og rakleitt
að rótum dýpstu bænar minnar.
Ég hugsa:  lifi ég, lifi ég
Svo lengi að það standi
Gegnum mig
Og í gaflinn dökka mér að baki ?
Endurleysi mig ?
Engu svaraðir þú, en mættir:

Eitthvert sinn þegar ókomnar stundir líða
ber ég eld að sjálfum mér.
Í augsýn
alls heimsins mun ég loga !
Ég er íþýngdur spádómsritum
íþýngdur testamentum
játningum og jarteiknum.

Eitthvert sinn
Þegar ókomnar stundir líða
þyrla ég sögunni frá enni mér
þvílíkt sem skýjum
og brenni sjálfan mig
til svartrar ösku

Fylli svo aftur hvern hlut
fylli nálægðirnar
fylli víðátturnar
vængjaður sögulausum geislum !

Og hjarta mitt kyrrist
Það kveið engu framar.
Hjarta mitt átti sér gleðisöng
Engin takmörk !

Þetta voru orð skáldsins.
Einhyrningurinn rís nú upp, mjallahvítur. Hann bregst ekki á neinn hátt við draumnum, en mælir stillt um leið og hann hverfur aftur langt inn í sólarbirtuna:
Ávallt fylgi ég þér
Og öllum hinum dýrunum

Horn mitt er geisli
Það heggur í tvennt vegleysuna !

Ég renn á undan ykkur
Um rautt myrkur skóganna.....
Sama hvort er bang grátt
blik  tungls um granir ykkar
ellegar þið berið
í alsælu leiðslu
á herðakambinum
háa stjörnu......

Ég renn á undan ykkur

Sjá ég er vatnið
Sem var og er, þótt það brenni !

Maðurinn lagði sér á minni svör einhyrningsins, þó tók hann ekki orð sín aftur, heldur mælti að nýju:

Þig átti ég að bróður
Í þagnarljósi barnshjarta míns.
En þig missti ég.
Og þín er ég að leita , sífellt......


Alheimskærleikur til ykkar allra
 

 
  

 


Leiðin til heilbrigðs líkama er auðveld, trúið mér, ég veit...

2stemmedroseslstem.gif

Dagur tiltektar hérna í Lejrekotinu. Byrjaði loksins að taka til í fataskápunum, sem ég ætlaði að vera búinn að fyrir jólin. En annir hafa verið miklar og engin tími til þess háttar smáatriða.

Ég er eiginlega að tæma fataskápana til rauðakrossins og þeirra sem vilja. Kílóin hrynja af mér og ég hef einhvernvegin engan skilning á því. Ég bara léttist og fötin stækka á mér !
Cirka 15 kíló eru farin frá því 27 ágúst þegar ég byrjaði á þessum nýja lífsstíl.
Ef einhver ykkar er í sömu sporum og ég hef verið alla tíð. Verið í hverjum megrunarkúrnum á eftir öðrum og bara bætt meiru og meiru á sig.

Ömurlega erfitt !!

Ef þið viljið breyta lífinu til frambúðar og virkilega vinna á þessu á sál og líkama þá er til leið, trúið mér, leiðin er auðveld. Ég hef aldrei haft svona auðvelt með þetta. Jólin voru auðveld, áramótin voru auðveld, ég hlakka til dagsins á morgun, því hann verður auðveldur.

Ef þið eruð virkilega tilbúinn, hafið samband við mig steinunnhelga@gmail.com
Þetta er ekki töfrakúr, þetta er hugarvinna, þetta er skilningur og ást á sjálfinu og líkamanum.

Það er til leið og ég var svo heppin að finna hana. Í fyrsta sinn í mörg ár hlakka ég til sumarsins og léttu kjólanna og að baða í vatni og sjó.

Ég er ekki neinn líkamsdýrkandi, allir eru fagrir með Ljósið sem skín í gegnum þá !
En með líkama sem er of þungur til að gera lífið létt er erfitt að vera meðvitaður um það. Það er of margt í daglega lífinu sem verður erfitt þegar kílóin eru of mörg.

Annað til þeirra sem búa á Skagaströnd, þarna í bænum er listamaður sem hefði gaman af að kynnast íslendingum, hann heitir Philip Simmons, endilega gefið ykkur á  tal við hann!

Kærleikur til ykkar allra


Jólahugga í Lejrekotinu

Ummm dejlig dag !!!
Ég byrjaði daginn á að fara á ruslahaugana í bæ cirka 45 mín hérna frá okkur.  Ég keypt fullt af barnabókum og öðrum spennandi hlutum. Dóttir vinkonu okkar er mikill lestrarhestur og ég fann góðar bækur fyrir hana í jólagjöf. Ég fann bækur fyrir Sól, nokkrar sem hún fær á morgun í aðventugjöf. Fimm bækurnar og fleiri klassísk ævintýri. Munið þið ekki eftir “Fimm bókunum”?

Ég keypti líka mjög fallega kertastjaka fyrir ömmu Sólar hérna í Danmörku. Sól er nefnilega svo heppinn að hafa ömmu hérna í Danmörku. Sú mæta kona hefur ákveðið að það sé hennar hlutverk. Amma Sólar heitir Marianna og vann á barnaheimilinu sem Sól var á.
Marianna og Allan maðurinn hennar bjóða okkur alltaf í mat á Þorláksmessukvöld og þá fær Sól jólagjöf frá Marianna. Við höfum haldið í þessa fallegu hefð í mörg ár og er það yndislegt.

Önnur hefð sem er ofar mörgum öðrum hefðum hjá okkur. Það er hinn stóri bökunardagur hjá Gunna og firekløverne. Það er Sól og vinkonur hennar þrjár: Andrea, Cecilia og Vera. Þá baka þær með Gunna jólakökur, það er mikið fjör. Ég held þó að í ár hafi þær gert þetta að mestu sjálfar.

Ég set inn myndir teknar í dag af þeim á þessum góða degi.

Stundum hugsa ég að ég vildi óska að þær yrðu alltaf svona eins og þær eru núna. Þær verða 12 ára á næsta ári, en lifa svo sannarlega í heimi barnsins og ævintýranna. Þegar þær eru saman klæða þær sig upp í hin og þessi hlutverk og leika leikrit, syngja og dansa. img_3577.jpg

Stundum fara þær í bæinn í þessum búningum og eiginlega performera fyrir bæjarbúa. Í sumar fóru þær í búningum og spurðu alla sem þær mættu hvort þeir tryðu á álfa, í þessum leik varð eiginlega keppni um hvort áfar myndu lifa af, hvort það væru fleiri sem tryðu, eða sem ekki tryðu og álfarnir unnu að lokum til mikillar gleði fyrir þær, því fleiri sögðust trúa á álfa, en ekki.

Kærleikur til barna og Jóla og munum að passa upp á barnið í okkur....

img_3560.jpg img_3564.jpgimg_3570.jpgimg_3589.jpgimg_3596.jpgimg_3599.jpgimg_3614.jpgimg_3622.jpgimg_3620_753758.jpgimg_3628.jpgimg_3631.jpg


morgungull í bláu auga

mamma_og_siggi.jpg

Sit inni í stofu, allt er svo kyrrt og yndislegt.

Sólin er heima í dag full af kvefi, hún var ekki alveg að vilja fara í skólann og ég gaf leyfi til heimaveru.
Það er fátt yndislegra en svona morgnar það sem ég get notið morgunkaffisins og bara verið. Kertin flökta í hálfrökkrinu og birtan úti kemur í rólegheitum.

Það er ekkert mikið að frétta. Ég var í Kaupmannahöfn í gær , fór á sýningarrölt með Sigga syni mínum. Að mestu sátum við á kaffihúsi og lékum okkur við að skoða effekta á tölvunni hans Sigga . Hann gerði þessa fínu mynd af okkur sem er hérna að ofan.

Við gengum heil ósköp, á göngu er hægt að tala mikið og það gerðum við. Við fórum allan skalann, töluðum tilfinningar, og við rifumst og við hlógum. Dagurinn var yndislegur og ég hugsaði á leiðinni hversu heppinn ég er að vera í svona góðu sambandi við hann Sigga minn.

Við eigum líka svo margt sameiginlegt sem gerir að við getum mæst á svo jöfnum grundvelli.

Ég hitti eina gamla vinkonu mína á röltinu í gær, hún var líka á sýningarrölti. Hún var ansi stressuð, maðurinn hennar vinnur hjá Sterling flugfélaginu og þau biðu bara eftir að fá skilaboð um hvað yrði um hann. Við ákváðum þó að hittast í janúar, þau gæru komið í heimsókn til mín og Gunna og við gætum borðað saman. Við ræddum líka um að athuga með að sýna saman, en allt það ætlum við að skoða í janúar.

Ég kynntist henni þegar við vorum ný flutt til Danmerkur. Ég hafði þá verkstæði á Nørrebro. Þetta var verkstæði með 10 til 15 öðrum listamönnum. Ég elskaði að vera þar. Ég og hún Michala höfðum pláss við hliðina á hver annarri. Við urðum miklar vinkonur. Hún átti það til að senda mér svo falleg handskrifuð bréf með fallegum teikningum og litlum vatnslitamyndum.

Stundum sendi hún mér líka litlar gjafir , bækur eða eitthvað sem henni fannst passa fyrir mig. Vinskapurinn var mér dýrmætur. Hún var sú fyrsta sem ég kynntist hérna í Danmörku. Ég kynntist líka foreldrum hennar mjög vel og þau komu trúföst á allar opnanir sem ég hafði hérna í Danmörku, sem voru margar.

Hún kom líka með mér til Íslands og við áttum yndislegan tíma þar saman.

Hún var einhleyp á þessum árum og það gaf sennilega svigrúm til þess háttar vinskaps. Gunni minn hefur alltaf verið svo einstakur að það hefur alltaf verið pláss fyrir næstum því hvað sem er í okkar sambandi.

Ég og Michala ræddum mikið trúmál og vorum mikið á sömu línu um þau mál , við skyldum hvað hin stóð fyrir og vorum á einhvern hátt hluti af því.

Michala kynntist Henrik sem flutti inn á verkstæðið. Hann var góður drengur, en það gerðist eitthvað í sambandinu á milli mín og hennar. Við áttum þó samskipti í nokkur ár á eftir. Okkur var boðið í brúðkaupið þeirra og þau komu í skírnina hjá Sólinni okkar með yndislegt málverk sem Michala hafði málað af litla englinum okkar.

Það sem ég held að hafi breyst á milli mín og hennar var að hún fékk aðra skoðun á svo mörgu í sambandi við það sem hafði í raun tengt okkur saman. Henrik kom frá sértrúarsöfnuði einhverjum sem hafði áhrif á hana og hennar hugsun, en sem gat ekki borið okkar vinskap.

Vinskapurinn fjaraði út og við hittumst ekkert í mörg ár. Fyrir hálfu ári fór ég svo á opnun hjá henni inni í Kaupmannahöfn og hitti hana. Hún hafði greinilega fylgst með því sem ég var að gera því hún gat kommentað þær sýningar sem ég hafði haft og við gátum borið saman bækur okkar

Við kvöddumst glaðar yfir þessum endurfundi og ákváðum að hittast fljótt.
Ekki hefur það tekist enn, en núna verður það i janúar og ég hlakka mikið til að hitta þessa fallegu vinkonu mína frá fortíðinni.

Í gærkvöldi fórum Gunni og ég á tónleika hjá tónlistarskólanum hérna í Lejre. Sólin okkar er í barnakórnum . Það eru reindar bara 6 telpur í honum, af þeim eru þær fjórar bestu vinkonurnar, Sól, Andrea, Cesilia og Vera. Þær fluttu tvö lög, eitt af lögunum var teksti og lag eftir þær fjórar. Lagið heitir "að dreyma og er svo fallegt og tekstinn svo fullorðinn. Við hjónin sátum þarna með stút fullu húsi af fólki, með tár í augunum yfir hversu duglegar og flottar þær voru stelpurnar. Þær hafa verið bestu, bestu, bestu vinkonur í 5 ár og eru svo kreatívar og flottar saman. Þær hafa samið lög og teksta á heilan cd sem gerður var með þeim í klúbbnum. Þær eru saman í myndlistarskólanum, tónlistarskólanum og tvær af þeim, Sól og Cesilia eru í mjög góðum leiklistarskóla. Ég fæ stundum í magann yfir því hversu heppinn Sól er á þessum barna árum sínum hérna í litla þorpinu.

Núna er orðið bjart úti, best að fara að útbúa morgunmat og fara í göngutúr með Lappa í nýju flottu stígvélunum mínum sem ég keypti í gær.
Kærleikur til ykkar allra.
32l_non_glow.jpg


Velkomin á opnun í Ringsted galleriet Danmörku

 

 

Ringsted Galleriet har den glæde at inviterer til

Udstillingen

 

Tegning !?

  

Fernisering lørdag den 6.september 2008

kl. 13:00-15:00

Kunstnerne vil være tilstede

 

Udstillingen kan ses frem til den 28. september 2008

Åbent dagligt 13.17, tirsdag lukket

 

Venlig hilsen

Ringsted Galleriet

Bøllingsvej 15, 4100 Ringsted, 57 67 09 80

Daglig leder

Maria Nicolaisen

26412199

ringstedgalleriet@mail.dk

www.rigall.dk

 

Vi arbejder ud fra begrebet "Tegning", hvad er tegning og hvor ligger grænsen fra tegningen til noget andet, eller er alt en slags tegning.
Det er vores udgangspunkt på udstillingen.
Det er med blyanten de første tanker og ideer finder udvikling og udtryk. Det er det værktøj/ udtryksform på papir hvor ideerne og tankerne  får frit spil og oftest er det der, værket bliver fuldført hvis det kaldes "tegning"
Men vi har I løbet af det halve år givet tegningen lov til at vokse og udvikle sig i den retning den vil, den har fået sit eget liv blandet med vores personlige oplevelser i dagligdagen og uden begrænsning om begrebet "tegning"
Vi vil på udstillingen forsøge os med at blande vores "tegninger" med hinanden, hvis de vil blandes!

Steinunn Helga
siger om sin tegning på udstillingen:
Jeg er optaget af det virkelige liv.
Hvad er det virkelige liv? Et det virkelige liv, når vi drømmer ,når vi tænker, når vi mediterer, eller når vi er vågne?
Hvad er mere virkeligt end andet? Er Dyrene virkelige? Er naturen virkelig? Er det virkeligt som jeg ikke kan se? Eller er det kun virkeligt det som jeg kan se? Er min hund som ligger på gulvet og jeg ikke kan se, virkelig?
Er alt kun virkeligt i det det øjeblik jeg kan se det.
Hvor er det henne når jeg ikke kan se det ?
Jeg undersøge og leger med ideen. Jeg søger ikke svar på spørgsmålet, men jeg lader tanken føre mig hen hvor den vil og ud fra det kommer det resultat som kan ses på udstillingen.
www.steinunn.eu

John Krogh
The Wave.
Bølgen, Flux, et sindbillede på evig bevægelse og omskiftelighed ,tegningen, stregen som organisk struktur, sort og hvid. 
Jeg udfører bølgen, tegnet i træ, som en ting der bevæger sig,  imellem tegning og virkelighed..
Lige meget tegning og ting. Alt går i bølgebevægelser, alle menneske skabte ting tilstande i evig bevægelse, fra en tilstand til en anden, svingninger. Bølgen som billede på vores kultur, dens kunnen og dens mangler. Materiale skyllet op på strandbredden, i vilkårlige og kaotiske ophobninger, som brugt viden, minder, slid i gennem tiden. Jeg prøver at fastholde tiden, som en bevægelig streg.
www.tifinger.dk

Mette Dalsgård
siger om sin tegning på udstillingen:
Souvenirs.
Når livet leves sættes der spor. Det kan være meget konkrete spor som de genstande man ophober. Måske har tingen en betydningen. Det kan være et arvestykke, en souvenir, en gave. Eller bare en brugsgenstand man lever med. Kroppen får også sine spor. Forfald, ar, rynker og tillagte tics og kropsholdninger. Så længe hjernen er frisk bærer man minderne med sig. Gode og dårlige. Nogle glemmes, fortrænges, og nye kommer til. Spor kan også tage form af relationer. Relationer til venner, uvenner, familie og ikke mindst børn.
Og så er der de skrevne spor. Breve, mails, opgaver, regnskaber, lyrik. Og der er fotografierne, filmene, ting man skaber, huset man bygger, træet man planter og fælder osv.  osv.
Et menneske trækker et uendeligt spor efter sig. En mosaik der danner en identitet.
Disse spor der er betinget af både vilje og tilfældighed er udgangspunkt for mine tegninger.
www.tifinger.dk
 


Talent 2008...

 

Núna er byrjað enn eitt talent show hérna í Danmörku sem ég og Sólin mín komum til með að fylgjast með í vetur. Set inn litlu Mæju sem söng í gær, hvað skildi hún hafa verið í sínu fyrra lífi? 

Ég er veik núna svo ég skrifa ekki meira en ÞETTA........

 

 


hitt og þetta mánudagsbull..

 

_MG_1425Þegar ég kom heim í dag tók ég eftir svolitlu skemmtilegu.

Ég vissi það svosem en hafði ekki alveg tekið eftir því. En það var komið nýtt tré í garðinn okkar. Ekki bara hvaða tré sem er heldur mírabellutré ! Mírabellur eru litlar plómur, alveg mjög góðar. Ég sá allt í einu fullt af gulum plómum á trénu og þá vissi ég að loksins hefðum við fengið mírabellutré sem ég hef alltaf óskað mér. Það hefur bara vaxið sig stórt án þess að ég tæki eftir því, við hliðina á fuglabúrinu.

Svona getur náttúran verið frábær.

Það var fyrsti dagurinn í skólanum í dag.

Frábær dagur með glöðum nemendum. 

Húsnæðið er algjört æði.
Allt í einu höfum við fullt af plássi og fjóra nýja nemendur. Sennilega koma tveir aðrir nýir í næsta mánuð.
Fullt af fundum, síminn hringir endalaust og það er líf og fjör. Við erum ekki búinn að tengja símann í skólanum og þar af leiðandi hringir minn prívat gemsi endalaust. Síminn byrjaði að hringja kl  rúmlega 7 í morgun. Hann hringdi og hringdi og hringdi og hringdi..

Á morgun byrja ég að taka opinberar samgöngur í vinnuna og heim. Það tekur mig ”BARA” einn og hálfan tíma á dag að komast í vinnuna., sem sagt þrjá tíma á dag hehe. Það sem er gott við þetta er að ég kem til með að ganga mikið. Ég geng ca 5 kílómetra á þessari leið.

Ég er á fullu að undirbúa sýninguna mína í september á milli þess sem ég fæ góða gesti og hitti gott fólk.IMG_1388

Eins og hann hérna leyndarmálamaðurinn sem vill ekki láta taka mynd af sér sem var góður gestur í gær með fallegu fjölskylduna sína! 

Var á göngu um daginn með Lappa minn. Rakst ég þá á nágranna minn hann Henrik sem líka er listamaður. Við höfðum ekki sést  allt sumarfríið og það var gaman að spjalla um allt milli himins og jarðar. Við ákváðum að skella okkur í að gera ljósmyndasýningu í nóvember hérna í Lejre. Ljósmyndasýningu um Lejre. Við erum bæði mjög upptekinn af að taka ljósmyndir. Við plönuðum allt á þessum stutta tíma, svo ég  fer í gang þegar þessi sýning sem ég er að vinna að  er búinn.

Á fimmtudaginn fæ ég góða vini mína frá Íslandi í heimsókn í skólann og eftir heimsóknina koma þau og borða hjá okkur hérna í kotinu. Þetta eru vinir sem ég haft í 20 ár en þau hafa aldrei heimsótt mig hingað í sveitina svo það verður gaman að fá þau hingað.

Á laugardaginn er ég búinn að bjóða kennurunum frá skólanum og mökum þeirra heim, það verður vonandi gott veður svo við getum verið úti. Það er nefnilega svo notalegt á ”seinntsumarkvöldum” að sitja úti í góðra vina hópi og njóta samverunnar.

Annars er lífið bara gott hérna í kotinu.

Jæja ég er andlaus og stoppa núna !
Set myndir hérna fyrir neðan frá skólanum í dag sem eru að sjálfsögðu bara smá vinklar af hinu og þessu horni og kössum sem er ekki búið að tæma. Set líka inn myndir af tveim yndislegum kennurum ! Bara smá……
Kærleikur til ykkar og allra

p.s

Lífið í hinu smáa er svo dásamlegt og ég fæ meira út úr því en ferðalög til framandi landa.

Þegar ég hætti áðan að skrifa kom fröken dásamleg,skrítna, brjálaða nágrannakona sem ég kann betur og betur að meta . Henni lá mikið á hjarta, en var með enn eina gjöfina til okkar. Kertastjaka fyrir 36 sprittkerti úr svörtu járni. Um daginn kom hún með alveg ferlega flottan póstkassa. Allt frá frábærlega flottri búð sem er hérna á lestarstöðinni, þar sem hún af og til hjálpar. Þetta hefur hún fengið gefins, sem hún svo gefur til okkar.

Ennn hún kom og þurfti að tala, það var eitthvað voða fallegt við það. Hún borðaði svo með okkur, það var líka eitthvað fallegt við það. Gunni lagði sig, það var ekkert sérlega fallegt, en allt í lagi hehehe. Síminn hringi til mín og það var Morten sem ég spjallaði við í svolítinn tíma. Nágranni sat og borðaði köku sem Gunni bakaði í gær. Þegar ég var búinn að spjalla kom Christian nágranni og vildi tala við Gunna sem hraut í stofunni. Gunni er að fara að elda mat fyrir brúðkaupið hans og Inge á miðvikudaginn. (okkur er að sjálfsögðu boðið og Sólin okkar verður brúðarmey) Christian vakti Gunnar og þeir fóru út og hún elsku nágranni minn spjallaði smá stund meira við mig, Sól og Lappa. Það sem ég er kannski að segja er að þessi nálægð við aðra hérna í öðru landi er mér svo mikils virði. Að það sé hægt að flytja í annað land og láta drauminn um lítið samfélag þar sem við komum hvert öðru við rætast, þó svo maður hafi ekki búið þar alla ævi. Við komum frá öðrum kúltur, annarri menningu en samt erum við svona stór hluti af þessu fólki og höfum myndað sambönd sem verða.... 

Þegar ég upplifi svona hversdagslega hluti eins sterkt og núna er ég svo meðvituð um að njóta þess í augnablikinu, því hvert augnablik er einstakt og verður fortíð eftir augnablik. 

Hérna er vídeó með sólinni (hún er þessi með bláa klútinn í bleika stjörnu bolnum) okkar og bestustu vinkonum hennar sem var sett á netið af kennaranum þeirra, þetta er neðððððððððððst !!

njótið vel ! 

_MG_1420

_MG_1403

_MG_1415

_MG_1400

_MG_1399

_MG_1397

_MG_1405


sýningarpælingar út í það óendanlega

 _MG_0022

Þetta eru yndislegir dagar með gesti frá Íslandi.

Jóna Ingibjörg og Þórir hafa verið hjá okkur og Sólrún dóttir þeirra og núna eru tengdamamma og Margrét krútt í heimsókn.

Jóna og Þórir eru svo farinn í annað hús og okkur var boðið í morgunmat til þeirra í morgun sem var alveg yndislegt. Gunni er svo með alla á Bakken og ég er heima að undirbúa og hugsa næstu sýningu.
Það setur svo margt í gang að vinna að þessari sýningu. Ég ætla að vinna úr minningabankanum á einhvern hátt og er ég þá aðallega að skoða, þá meina ég grandskoða myndina “Dagur í lífi Steinunnar sem ég hef fjallað um hérna áður.

_MG_0011 _MG_0004

Það er að sjálfsögðu óendanlegir möguleikar á hvernig ég get útfært þetta, en allt krefur það þess að ég setji mig alla inn í þá tíð sem var og á einhvern hátt nálgist mína hugsun frá því þá. Það geri ég meðal annars með því að horfa á myndina og fókusera hugann inn í litlu stelpuna sem er í myndinni og skoða , hugsa, skynja og sjá.

Það koma margar tilfinningar upp bæði sárar og góðar.

Ég get líka á einhvern hátt skynjað einhverja fjarlægð í þessari litlu stelpu frá raunveruleikanum en jafnframt ótrúlega nærveru á stað og stund.

Þegar ég sé þetta verður mér hugsað til hversu mikill vandi það er að vera í kringum börn, og að allt það góða sem barn upplifir sé nauðsynlegt og ekki bara það góða því allt það erfiða er líka nauðsynlegt.

Ég veit með mig sem fullorðna í dag vil ég verja litlu Sólina mína fyrir öllum áföllum og vil helst að hún komist áfallalaust í gegnum lífið. En þegar ég horfi á þessa litlu sætu stelpu sem er 12 ára í myndinni þá hefur hún ekki komist áfallalaust í gegnum lífið, og allt sem hún/ég hef upplifað hefur gefið víddir og skilning sem annars væri ekki til staðar. Ég hefði aldrei viljað missa af því.

Ég sé líka þetta barnslega sakleysi í litlu stelpunni sem er ég einu sinni, ég sé líka hræðslu sem ég skil og man e_MG_0097ftir og gefur mér sting í magann.

Ég velti fyrir mér hvort þessi tími sem ég vil fjalla um sé í raun of nálægt nútímanum, hvort ég geti vegna þess hugsað allt það sem ég vil hugsa eins upphátt og ég vil eða hvort ég verði að velja að pakka þeim hugsunum vel inn svo að ég fái þær ekki alveg út í lífið, eða kannski þurfi ég að velja að bíða lengur þar til ég finn tímann alveg komin fyrir mig og umhverfi mitt. Kannski er það ekki rétta lausnin, eða kannski sú rétta.

Ég finn bara þegar ég skrifa hérna að ég get ekki leift öllum hugsunum mínum að koma upp, sumar verða hreinlega að vera smá í felum þar til jarðvegurinn er alveg tilbúinn til að taka við því sem kemur upp.

Þegar ég hugsa mig inn í þessa yndislegu stelpu skil ég ekki af hverju hún fann ekki meiri gleði inni í sér og þakklæti fyrir lífið, en hún gerði. Hún var oft hrædd og óendanlega óörugg. Hún var alltaf að bíða eftir einhverjum öðrum tíma, Hún var stundum eins og í vitlausri kvikmynd. Hún var reyndar í vitlausri kvikmynd þar til hún varð fullorðin, það var bara engin sem tók eftir því og allir voru að leika hlutverk á móti henni sem hún skildi ekki. Skrítið._MG_9991

Hún skynjaði að hún var ekki vel liðin af öllum og hún var ekki velkomin allsstaðar, það er ekki góð tilfinning fyrir börn.

Enn þann dag í dag finn ég fyrir þessari gömlu tilfinningu og þarf að taka mig saman til að verða ekki litla stelpan í Vík aftur, en fullorðin kona með þann skilning sem lífið hefur gefið mér á fólki.

Það er ekki mitt vandamál ef fólk á í erfiðleikum með að vera í samvistum við mig, það er þeirra vandamál.

Ég vildi að ég sem lítil stelpa hefði haft þennan skilning og getað nýtt mér hann sem sú sem ég var.

Tíminn er annar núna en þá, vitneskjan um svo margt er meiri og það er pláss fyrir að við séum ekki öll í sama formi. Við vorum ekki öll eins í Vík, ég átti dásamlegar vinkonur sem voru með mér og voru mér nánar.

Ég held að sá vinskapur hafi í raun átt stóran þátt í að gera mann að þeirri manneskju sem maður er í dag. Þessar vinkonur mínar deildu með mér gleði og sorg, þar var maður sýnilegur sem sá sem maður var, langt fram eftir aldri. Við vorum eins og fagrar rósir í ryðgaðri skál hugsa ég oft í dag þegar ég minnist æskustöðva minna Vík í Mýrdal þar sem skilningur fyrir litagleði var lítill og bitnaði það meira á sumum en öðrum. Ég gæti samt hugsað það öðruvísi, að það hafi gefið manni möguleika á að þroska skilning  til seinna meir. Þetta er víst allt spurning um val á hvernig maður sér hlutina i einu eða öðru ljósi.

Eins og ég kom inn á áðan þá er  ég óendanlega þakklát fyrir allt það sem ég hef gengið í gegnum, sérstaklega það sem hefur verið erfiðast og gefið mér dýpstu sárin, því dýpstu sárin hafa gefið mér dýpsta skilningin.

_MG_9809

Þegar hlutirnir eru erfiðir eins og þeir eru oft er ekki auðvelt að minna sig á að þetta sé í raun yndisleg gjöf sem maður gengur í gegnum sem mun gefa manni skilning á ennþá öðruvísi sársauka sem gefi manni svo annan skilning á lífinu sem maður vonandi getur einhveratíma nýtt sér í samskiptum sínum við aðra og á þann hátt gefið eitthvað til baka til lífsins.

Ég gæti ekki hugsað mér að hafa lifað lífi án erfiðleika !

Þetta voru hinar lengstu vangaveltur um sýninguna mína í september, en læt það vaða....

_MG_9458

 


Washington DC

_MG_8132

Alveg  er þetta ótrúlegt, ég ligg hérna á hótelhelbergi í Washington DC kl sex um morgun og get ekki sofið.
Ég hef verið vakandi frá því klukkan fjögur.
Ég hef verið óvenju lengi að jafna mig á tímamismun og sennilega er eteriski kroppurinn minn eitthvað ekki alveg á sínum stað.

Það hefur verið mikið að gera hjá okkur. Við komum tveim dögum fyrir fyrstu mætingu á ráðstefnuna.

Þá fórum við og skoðuðum hitt og þetta, þó aðallega sýningar.
Gunni og ág vorum í New York í október og þess vegna höfum við verið að líkja þessum borgum saman, og það er langt á milli. Þetta eru alveg rosalega ólíkar borgir.

Á föstudaginn er síðasti dagurinn á ráðstefnunni og eftir það höfum við nokkra daga til að spóka okkur.

Ég hef ekki mikið að segja um sjálfa ráðstefnuna ennþá, nema að það hafa verið alveg magnaðar hugleiðslur.

Dagurinn í gær var fyrsti dagurinn og það var spennandi. Það voru tvær magnaðar hugleiðslur og svo unnið í grúppum. Aðalefnið er í raun grúppuvinna. Hvernig við mannkyn verðum betri grúppa, hvernig getur þín opnað fyrir heiminum, eða þetta er svoleiðis sem ég túlka það, það eru sennilega aðrir sem myndu koma með langa þeoríu um þetta efni.

Ég finn mikið fyrir ólíkum kúltur. Ég er að sjálfsögðu mikið með dönum, og þar er ég eins og fiskur í vatni, en meiri hlutinn af þeim sem eru hérna eru ameríkanar.
Þar er mikil munur á okkur ísbúum og þeim. Ég finn mikið fyrir því í grúppuvinnu.

Ég kynnti okkar grúppu fyrsta kvöldið og læt fylgja með hvernig ég gerði það :

Vi are from The One Earth Group : Gunnar, Lisbeth Annette and I
The  name represents our thought that we work for:

One World
One Life
One Earth

Vi work for a better world: Right Human Relations– between humans – between animals and humans – between the earth and humans. If one can focus on this, then everybody can join our work.
The One Earth Group work  in all kingdoms and want to be involved in
the beautiful things that happen on earth and also what needs more attention. We try to make an impact where it is possible and try our best to serve the Devine plan, from what we do, to what is needed
The One Earth Group work  in all kingdoms and want to be involved in
the beautiful things that happen on earth and also what needs more attention. We try to make an impact where it is possible and try our best to serve the Devine plan, from what we do, to what is needed.
We meditate upon the relations between the deave kingdom, humanity, the animal kingdom, the plant kingdom and the mineral kingdom. We read books and articles which have been written about the different kingdoms and we try to relate our esoteric knowledge to the writings.

Í gærkvöldi var svo farið út að borða, en ég var of uppgefin og var heima að horfa á Animal Planet, hvað annað.

Það er alveg rosaleg heitt hérna 38 til 40 stiga hiti og mjög rakt.
Núna ætla ég að drekka teð mitt og borða mangó. Gunni biður örugglega að heilsa, hann er að strauja.

Ljós og Kærleikur til ykkar allra. Ég kíki við á ykkur í kvöld,_MG_8206_MG_8150




Lífið í Leirulæk og nágrenni...

_MG_7727

 

Alveg yndislega fallegur dagur !

Allt er samt á hvolfi hérna heima eftir hann Gunna tunna sem var að gera mat fyrir veislu í alla nótt. Þegar hann fór út með matinn var eldhúsið sem er nokkuð stórt á hvolfi. Pottar, pönnur, föt, skálar ausur og ég veit ekki hvað skítugt út um allt.

Hvað gerir ekki góð kona, tekur til hendinni og þrífur, skrúbbar og bónar. Ég er alls ekki búinn, en ætla að taka smá pínu pásu.

 

Fór með Lappa tappa í göngutúr í morgun sem er ekki frásögu færandi, en segi það samt, því ekki er það minna mikilvægt en svo margt annað.

Í gær var ennþá einn stór dagur í skólanum. Enn einn nemandinn útskrifaðist úr skólanum okkar. Hann hefur sem sagt verið fjögur ár hjá okkur. Ég hef skrifað um hann áður hérna á blogginu.
Þegar hann byrjaði í skólanum var okkur sagt margt miður gott um hann sem var allt satt og rétt og hann kunni varla að teikna en var mjög áhugasamur._MG_7691

Þið getið séð hérna a myndunum hvaða árangri maður getur náð ef líf manns er gott og manni er sagt nógu oft hversu duglegur maður er og að maður getir í raun næstum allt sem maður vil.

Hann er í dag ekki til vandræða vegna þess hversu erfiður hann er, hann er bara alveg frábær !

Ég var komin aðeins á undan á opnunina svo ég var svo heppinn að sjá hvernig fjölskyldan hans brást við þegar þau sáu verkin hann, þau trúðu varla því sem þau sáu og sögðu aftur og aftur, gerði M. þetta virkilega. Ohh ég var svo ánægð fyrir hans hönd. Það hlýtur að vera alveg frábært eftir svo mög áföll og neikvæðar upplifanir í gegnum skólasýstemið að standa uppi með þennan líka frábæra árangur.

Hann var líka svo stoltur og ánægður og knúsaði svo oft.Plakat 8 Full
Ég tek það fram að hann er ekki þessi stóri knúsari dags daglega, en þarna réð hann ekki við sig.

M. er með greiningu asberger/einhverfur. Hann hefur ekki átt auðvelt líf og hann á eftir að upplifa margt erfitt í framtíðinni vegna þeirrar fötlunar sem hann hefur.
En eftir svona upplifun eins og í gær styrkist sjálfsmyndin sem gerir mann sterkari til að takast á við þau áföll sem bíða mann í framtíðinni, það er alveg á hreinu.
Set inn nokkrar myndir af sýningunni og af verkunum hans.

Hann var með 14 myndir mjög stórar. Plagat stærð. 

Myndirnar eru allar teiknaðar í hönd, skannaðar inn í tölvu og litirnir settir inn í photoshop. Hann hefur sjálfur fundið upp allar persónurnar sem hann teiknar, fötin og sögurnar í kringum hverja mynd og unnið alla tölvivinnu . Hann hefur sem sagt unnið þetta frá a til ö. Hann fékk kennsu í byrjun en náði svo tökum á þessu sjálfur.

Það er svo sárt að vera vitni að hversu fáir möguleikar eru fyrir þá sem eiga við einhverja fötlun að stríða. Hérna reyna sveitarfélögin að spara eins mikið og mögulegt er hjá þessum hóp. Ég upplifi svo sterkt í minni vinnu að við vinnum eins og á móti hver öðrum. Við og sveitafélögin.

Þeir gera allt sem þeir geta að spara og spara alveg sama á hvers kostnað. Það eru teknar ákvarðanir um líf þessa einstaklinga án þess að þau fáu nokkru um ráðið.

Skólinn er öðruvísi tilboð en sveitafélögin eru með og þar af leiðandi hefur það tekið langan tíma að opna augu og skilnings þeirra sem vinna að málum þessara einstaklinga að þarna er eitthvað nýtt sem gefur aðra möguleika en að setja skrúfur í poka eða einhverja einhæfa vinnu sem er góð fyrir suma en ekki alla.

Ég er ekki að segja að eitt sé betra en annað, en sumir hafa aðrar þarfir en aðrir og það á við um okkur öll sömul. Af hverju er ekki hægt að taka tillit til þess þó svo viðkomandi eigi við einhverja fötlun að stríða.

Fötlun gerir þig ekki að minni manneskju með aðrar tilfinningar eða óskir og drauma, en manneskju sem á einhvern hátt vantar getur til einhvers ákveðins hlutar.

Ég er að vona að í framtíðinni verði meiri fókus á þennan hóp sem geri það að verkum að þau fái sömu mannréttindi og allir aðrir.

Annars er allt bara gott héðan. Mikið að gera eins og ég tönglast á í öllu því sem ég skrifa og við alla sem ég tala. Ætti sennilega að athuga þessa setningu mína og hugsa þetta meira jákvætt en ég geri. Ég er alltaf að bíða eftir sumarfríinu mínu, er ekki nógu mikið í því að njóta þess að vera í núinu, njóta þess að hafa mikið að gera.

Einu sinni þótti mér það gaman, ég elskaði þegar ég var að kafna í verkefnum, en núna get ég það ekki.
Ég vil hest bara dúlla hérna heima, lesa, vera í garðinum, spjalla við dýrin mín og jú fjölskylduna mína og hugleiða. Virkar sennilega leiðinlegt en svona er það nú samt.

Læt mér dreyma um að fá mér hest !plakat 2 full    K ærleikur í Ljósheima....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband