Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Velkomin á opnun í Ringsted galleriet Danmörku

 

 

Ringsted Galleriet har den glæde at inviterer til

Udstillingen

 

Tegning !?

  

Fernisering lørdag den 6.september 2008

kl. 13:00-15:00

Kunstnerne vil være tilstede

 

Udstillingen kan ses frem til den 28. september 2008

Åbent dagligt 13.17, tirsdag lukket

 

Venlig hilsen

Ringsted Galleriet

Bøllingsvej 15, 4100 Ringsted, 57 67 09 80

Daglig leder

Maria Nicolaisen

26412199

ringstedgalleriet@mail.dk

www.rigall.dk

 

Vi arbejder ud fra begrebet "Tegning", hvad er tegning og hvor ligger grænsen fra tegningen til noget andet, eller er alt en slags tegning.
Det er vores udgangspunkt på udstillingen.
Det er med blyanten de første tanker og ideer finder udvikling og udtryk. Det er det værktøj/ udtryksform på papir hvor ideerne og tankerne  får frit spil og oftest er det der, værket bliver fuldført hvis det kaldes "tegning"
Men vi har I løbet af det halve år givet tegningen lov til at vokse og udvikle sig i den retning den vil, den har fået sit eget liv blandet med vores personlige oplevelser i dagligdagen og uden begrænsning om begrebet "tegning"
Vi vil på udstillingen forsøge os med at blande vores "tegninger" med hinanden, hvis de vil blandes!

Steinunn Helga
siger om sin tegning på udstillingen:
Jeg er optaget af det virkelige liv.
Hvad er det virkelige liv? Et det virkelige liv, når vi drømmer ,når vi tænker, når vi mediterer, eller når vi er vågne?
Hvad er mere virkeligt end andet? Er Dyrene virkelige? Er naturen virkelig? Er det virkeligt som jeg ikke kan se? Eller er det kun virkeligt det som jeg kan se? Er min hund som ligger på gulvet og jeg ikke kan se, virkelig?
Er alt kun virkeligt i det det øjeblik jeg kan se det.
Hvor er det henne når jeg ikke kan se det ?
Jeg undersøge og leger med ideen. Jeg søger ikke svar på spørgsmålet, men jeg lader tanken føre mig hen hvor den vil og ud fra det kommer det resultat som kan ses på udstillingen.
www.steinunn.eu

John Krogh
The Wave.
Bølgen, Flux, et sindbillede på evig bevægelse og omskiftelighed ,tegningen, stregen som organisk struktur, sort og hvid. 
Jeg udfører bølgen, tegnet i træ, som en ting der bevæger sig,  imellem tegning og virkelighed..
Lige meget tegning og ting. Alt går i bølgebevægelser, alle menneske skabte ting tilstande i evig bevægelse, fra en tilstand til en anden, svingninger. Bølgen som billede på vores kultur, dens kunnen og dens mangler. Materiale skyllet op på strandbredden, i vilkårlige og kaotiske ophobninger, som brugt viden, minder, slid i gennem tiden. Jeg prøver at fastholde tiden, som en bevægelig streg.
www.tifinger.dk

Mette Dalsgård
siger om sin tegning på udstillingen:
Souvenirs.
Når livet leves sættes der spor. Det kan være meget konkrete spor som de genstande man ophober. Måske har tingen en betydningen. Det kan være et arvestykke, en souvenir, en gave. Eller bare en brugsgenstand man lever med. Kroppen får også sine spor. Forfald, ar, rynker og tillagte tics og kropsholdninger. Så længe hjernen er frisk bærer man minderne med sig. Gode og dårlige. Nogle glemmes, fortrænges, og nye kommer til. Spor kan også tage form af relationer. Relationer til venner, uvenner, familie og ikke mindst børn.
Og så er der de skrevne spor. Breve, mails, opgaver, regnskaber, lyrik. Og der er fotografierne, filmene, ting man skaber, huset man bygger, træet man planter og fælder osv.  osv.
Et menneske trækker et uendeligt spor efter sig. En mosaik der danner en identitet.
Disse spor der er betinget af både vilje og tilfældighed er udgangspunkt for mine tegninger.
www.tifinger.dk
 


Brúðkaup í grænu...

_MG_1730Er núna heima með Sól og við erum báðar dauð þreyttar. Við vorum í brúðkaupi í gær hjá nágrönnum okkar. Gunni eldaði matinn og var með til að spila brúðarvalsinn , ég var ljósmyndari og Sól var brúðarmey.

Þessir nágranna búa í kolleftífi, þar að segja það eru 5 fjölskyldur sem búa í sama húsinu. Þau eru reyndar með hver sína íbúð en deila eldhúsi og ýmsu öðru saman. Þetta er gamall fjögurra lengja bóndabær. Þetta fólk er alveg yndislegt og erum við í mjög góðu sambandi við þau öll.

Ég vaknaði klukkan 7 og sá út um svefnherbergisgluggann  fröken yndislegu  brjáluðu sem ég hef sagt ykkur frá áður, vera úti hjá nágrönnunum að gera blómavendi. Hún er semsagt líka nágranni bara ekki á_MG_1558 þessari hlið. Ég fór niður í eldhús og gerði gott kaffi handa henni og trítlaði yfir til hennar. Hún var á fullu að hjálpa og varð þakklát kaffinu. Set inn mynd af henni.

Allt byrjaði kl eitt með drykk og halló ! Ég var fyrst með klukkan  tvö  þegar það var leikhússýning í boði brúðarparsins hérna rétt hjá. Öllum bæjarbúum var boðið og það voru alveg rosalega margir !  Leiksýningin var alveg mögnuð.  Brúðguminn er leikari og þar að leiðandi passaði þetta vel inn í heildarmyndina 

_MG_1643

Ég dreif mig svo heim með Sól  þar sem við fórum í bað og í festfötinn. Sólin í síðan fallega gula kjólinn sem hún hafði daginn áður stytt og lagað svo hún gæti passað í hann. Hún var falleg og yndisleg.
Við drifum okkur yfir hérna við hliðina. Ósköp notalegt því það liggur lítill stígur frá okkar garði yfir til þeirra.. Fyrst var matur fyrir gestina sem eins og ég sagði áður Gunni gerði hérna í okkar eldhúsi og hljóp með yfir í veisluna í mörgum ferðum.. Hérna er mynd af Gunna mínum í axsjón hérna heima.

Maturinn var alveg frábær og á meðan fólk borðaði var hljómsveit að spila (sinfóníuhljómsveit) Mjög fallegt._MG_1544

Klukkan átta mínútur yfir átta var giftingin. Sú sem gifti þau var stjórnmálakona í SF. Athöfnin var mjög falleg og þau voru falleg bæði tvö. Kvöldsólin skein svo fallega í garðinum á meðan.
Gunni ásamt tveim öðrum bæjarbúum spiluðu valsinn þegar brúðarmeyjan kom inn í garðinn.
Það var fullt af brúðarmeyjum og einn brúðarsveinn. Dætur Christian (hann sem gifti sig) voru að sjálfsögðu brúðarmeyjar. Önnur þeirra er ein af bestu vinkonum hennar Sólar. Svo voru tvö önnur sem búa í kolleftífinu og svo tvö sem ég þekkti ekki. _MG_1923

Eftir afhöfnina voru ræður til brúðhjónanna, klipptur sokkur hjá brúðgumanum., brúðhjónin kysstust uppi á borði og undir borði. Eftir ræðu brúðgaumagns fór ég aðeins yfir að hringja í Bobbu á Íslandi sem er bloggvinkona mín og gömul vinkona frá Hornafirði. Við hittumst nýlega aftur á blogginu. Höfum annars ekki verið í sambanadi í 22 ár. Sólin litla kom með og var þreytt. Ég var sjálf alveg búinn enda nota ég alltaf mikla orku að vera með mörgu fólki. Það er ekki mín sterkast hlið.

Ég og Sól ákváðum bara að skríða í bólið. Gunni fór í ný hrein föt og skellti sér í veisluna og ég og Sól sofnuðum við yndislega músík frá veislunni sem var notalegt. _MG_1927

Gunni fór svo í morgun snemma af stað á einhverja ráðstefnu, og ef ég á að vera hreinskilin veit ég ekki hvar. En hann kemur heim annað kvöld.

Ég og Sól ákváðum að hún yrði heima í dag og við myndum taka afslöppunardag. Við höfum legið undir sæng í stofunni og horft á hverja teiknimyndina eftir aðra.
DAUÐÞREYTTAR !!!

_MG_1906

Á morgun fer ég í vinnuna og annað kvöld fer ég á fund sem ég hlakka til að fara á. Þetta er undirbúningsfundur fyrir Skandinavíska ráðstefnu sem á að halda næsta ár. Þetta er fólk sem vinnur að betri heimi frá innri sviðum.Það er ein manneskja frá hverri grúppu sem hafa tilmelt sig sem mætir annað kvöld.

Á laugardaginn byrja ég daginn á að fara í fertugsafmæli hjá nágrannakonunni minni á hinni hliðinni (við höfum nágranna frá þremur hliðum). Hún heitir Annetta. Hún bíður öllum konunum sem búa hérna í kring í morgun/hádegismat. Ég get bara verið þar í klukkutíma því ég og Gunni förum svo í brúðkaup hjá Bente og Benny klukkan eitt í Sólrød._MG_1885

Það er einn kennarinn í skólanum að gifta sig eftir 25 ára sambúð. Þetta verður heljarinnar brúðkaup mjög hefðbundið og með stórri veislu  og herlegheitum.

Ég opna sýningu 6 september, ég veit ekki hvenær ég get klárað að vinna þau verk sem ég er að gera, en það er nú lúxusvandamál ekki satt, því lífið er fallegt!

Ég set inn nokkrar myndir frá gærdeginum 

Jæja kæru bloggvinir ætla að kúra með Sól undir sæng og horfa á “Madagaskar”

Kærleikur á netheim ! 

_MG_2090

IMG_2160

_MG_2115

_MG_2051

_MG_1831

_MG_2045

_MG_2023

_MG_1980

 

_MG_1876


ég átti mér draum, sem ég lifi núna.

_MG_1463 Þegar ég var lítil átti ég mér draum um að lifa fallegu lífi. Ég vissi samt ekki hvað það var að lifa fallegu lífi en einhvernvegin inni í litla höfðinu mínu var mynd í einskonar móðu hvernig það ætti að vera.

Draumurinn var að vinna við að teikna, ég vissi jú ekki hvað það var að vera myndlistarmaður. Ég vildi líka vera dýralæknir. Sá draumur hvarf þó þegar ég upplifði að stór hluti af starfi dýralæknis er að aflífa dýr og svo varð ég vitni að því þegar hestar voru geldir og það situr enn á nethimnunni hjá mér.

En ég vildi eiga dýr, kannski verða bóndi. En bændur þurfa að verða praktískir og láta frá sér í slátrun og þess háttar, þannig að ég hætti líka við það fljótlega. En ég vildi eiga dýr og teikna myndir. Þetta var draumur sem var geymdur þarna einhversstaðar og kom ekkert sérstaklega oft upp.

Ómeðvitað vann ég mig hægt og rólega að þessum draum, án þess þó að vera svo mikið meðvituð um það. Ég fór fullt af krókaleiðum upp brattar brekkur, yfir og undir sjóinn og straumharðar ár. Ég datt oft á leiðinni, rúllaði langt niður í dal og byrjaði allt upp á nýtt. En ég var heldur ekki svo meðvituð um það, ég gerði bara það sem gera þurfti.

Í dag segir fólk við mig hversu heppinn ég er að lifa svona fallegu lífi ! það er rétt, ég er mjög heppinn að lifa svona fallegu lífi,

það erum við öll.

Því við lifum öll fallegu lífi.

_MG_1450Það er nefnilega þannig að flest gerist í höfðinu á okkur og þaðan getum við valið hvernig lífi við lifum. Þá er ég ekki að tala um hversu stórt hús við búum í eða hversu stóran bíl við eigum. Nei ég er að tala um hvernig við veljum að sjá það líf sem við lifum. Við getum nefnilega valið hvernig við sjáum þá hluti sem gerast í kringum okkur. Við getum valið þegar við erum að sligast af áhyggjum yfir peningum eða einhverju öðru að fara út í garð og njóta þeirrar fegurðar sem er þar. Ilma af blómunum og vera þakklát fyrir þá dýrð sem er í kringum okkur.

Við getum horft á börnin okkar og verið þakklát fyrir þau augnablik sem við höfum með þeim. Ég er ekki að segja að við eigum að loka augunum fyrir þeim erfiðleikum sem koma, en ég er að segja að við getum valið hvernig við sjáum þessa erfiðleika. Við getum valið að sjá þá sem möguleika til að komast áfram í þroska og verða betri manneskjur. Það er allt spurning um val.

Þegar við byrjum að rífast við kallinn eða kerluna, þar liggur stórt val. Vil ég eyðileggja daginn með rifrildi?

Ekki bara eyðileggja daginn fyrir mig, líka fyrir alla sem eru í kringum mig. Ég þarf ekki að vera sammála öllu sem hann eða hún segir eða gerir en það er hægt að ræða hlutina á margan hátt og án þess að meiða sjálfan sig og aðra í kringum sig.

Það er líka hægt að velja hvernig við bregðumst við þegar það kemur rukkun frá skattinum ! Í staðin fyrir að flippa út og láta öllum illum látum, getum við séð þetta sem möguleika á að vinna á þeirri tilfinningu sem kemur aftur og aftur þegar þessi bansetti reikningur kemur á hverju ári. Takast á við þetta, betur í ár en á síðasta ári.

Við getum valið hvernig við bregðumst við þegar við lesum hitt og þetta blogg ! Við getum ælt reiði og hörmungum yfir bloggheim, eða séð og viðurkennt að það eru jafn margir sannleikar og við erum mörg.

Við getum valið að lesa yfir öðrum hversu mikilir fábjánar þeir eru að trúa hinu og þessu, eða trúa ekki hinu og þessu, eða við getum séð hlutina frá hærra vitundarstigi og séð að við veljum hver okkar leið og sú leið sem hver og einn velur er rétt fyrir þann aðila.  

Ég lifi fallegu lífi, en ég eins og allir aðrir á við fullt af vandamálum að stríða sem ég vel að takast á við á eins jákvæðan hátt og mér er mögulegt. Það er oft svo erfitt að ég er alveg að kafna en mér tekst betur og betur að vinna á þeim andlega þunga sem fylgir því að láta áhyggjur ráða ríkjum í huganum.

Ég vel eins og mér er mögulegt að fókusera á það sem gengur vel. Það sem er fallegt í kringum mig. Ég loka ekki augunum fyrir því sem þarf líka að takast á við og er kannski eins fallegt og hitt en ég læt það bara ekki fylla líf mitt.._MG_1453

Stundum gerist það að átök í einhverri af þeim grúppum sem ég er að vinna í eru alveg að sliga mig og ég hef SVO miklar áhyggjur fyrir krísufundi sem eiga að vera. Þetta getur eyðilagt daga fyrir mér. En núna er ég að verða ansi sjóuð.

Ég veit að það besta sem ég get gert og eina sem ég get gert er að segja það sem mér finnst. Segja minn sannleika og á þann hátt gefa það sem ég get í þá grúppu sem við á. Þetta á líka við vinnustað og yfirmenn mína. Minn sannleikur er kannski ekki sá eini rétti og þá er kúnstin að vera opin fyrir nýjungum á þeim lausnum sem aðrir koma með.

Þetta hefur verið svo mikill léttir fyrir mig að finna þessa einföldu lausn.

Áður var ég alltaf að reina að finna meðalveginn og átti erfitt með að finna hvað mér fannst best, því mér finnst oft svo margt rétt, allt eftir því hvernig maður sér hlutina. Ef ég er í þeirri aðstöðu þá segi ég bara: "Ég get ekki svarað því núna hvað mér finnst, ég þarf að hugsa um það" !

Núna er ég að reyna að gefa líkamanum mínum jákvæða athygli. Það hef ég ekki verið dugleg við. Ég hef lifað stressuðu lífi oft á tíðum og ég hef ekki gefið líkamanum þá athygli sem er nauðsynleg. Það er ekki svo gott, en svona hefur það verið. Núna vil ég gera mitt besta fyrir hann sem hefur lánað mér sig á meðan ég er á jörðinni í þessu lífi._MG_1456

Núna er tíminn fyrir hann. Ég er farinn að labba mikið. Alla síðustu viku labbaði ég ca 5 kílómetra á dag, til og frá vinnu. Svo er auðvitað göngutúr með hundinn og mikið labb í vinnunni. Ég er svo ánægð með þessa göngutúra. Á föstudagskvöldið varð ég svo veik og var veik þar til í morgun sunnudag. Ég held hreinlega að þetta hafi verið viðbrögð hans blessaðs við allt það eiturefni sem streymdi frá vöðvunum og liðunum við alla þessa hreyfingu!

En ég hef valið að mér finnst yndislegt að ganga !!!

Það gerir lífið svo miklu einfaldara að að sjá lífið með þeirri sorg og gleði sem lífinu fylgir með jákvæðum augum.

ég átti mér draum þegar ég var lítil og ég lifi hann núna. Ég lifi drauminn með öllu því sem fylgir því að lifa, gleði, hræðslu, máttleysi, reiði, brjálæði, hrifningu þakklæti......... _MG_1461

Set inn myndir með þessari færslu sem ég tók áðan af daglega lífinu okkar.Þetta hljóðfæri sem er þarna á gólfinu er gjöf frá Christian nágranna okkar til Gunna. Gunni á að spila á það brúðarvalsinn á miðvikudaginn við brúðkaupið hjá Christian og Inge !

Kærleikur til alls lífs.  


Talent 2008...

 

Núna er byrjað enn eitt talent show hérna í Danmörku sem ég og Sólin mín komum til með að fylgjast með í vetur. Set inn litlu Mæju sem söng í gær, hvað skildi hún hafa verið í sínu fyrra lífi? 

Ég er veik núna svo ég skrifa ekki meira en ÞETTA........

 

 


hitt og þetta mánudagsbull..

 

_MG_1425Þegar ég kom heim í dag tók ég eftir svolitlu skemmtilegu.

Ég vissi það svosem en hafði ekki alveg tekið eftir því. En það var komið nýtt tré í garðinn okkar. Ekki bara hvaða tré sem er heldur mírabellutré ! Mírabellur eru litlar plómur, alveg mjög góðar. Ég sá allt í einu fullt af gulum plómum á trénu og þá vissi ég að loksins hefðum við fengið mírabellutré sem ég hef alltaf óskað mér. Það hefur bara vaxið sig stórt án þess að ég tæki eftir því, við hliðina á fuglabúrinu.

Svona getur náttúran verið frábær.

Það var fyrsti dagurinn í skólanum í dag.

Frábær dagur með glöðum nemendum. 

Húsnæðið er algjört æði.
Allt í einu höfum við fullt af plássi og fjóra nýja nemendur. Sennilega koma tveir aðrir nýir í næsta mánuð.
Fullt af fundum, síminn hringir endalaust og það er líf og fjör. Við erum ekki búinn að tengja símann í skólanum og þar af leiðandi hringir minn prívat gemsi endalaust. Síminn byrjaði að hringja kl  rúmlega 7 í morgun. Hann hringdi og hringdi og hringdi og hringdi..

Á morgun byrja ég að taka opinberar samgöngur í vinnuna og heim. Það tekur mig ”BARA” einn og hálfan tíma á dag að komast í vinnuna., sem sagt þrjá tíma á dag hehe. Það sem er gott við þetta er að ég kem til með að ganga mikið. Ég geng ca 5 kílómetra á þessari leið.

Ég er á fullu að undirbúa sýninguna mína í september á milli þess sem ég fæ góða gesti og hitti gott fólk.IMG_1388

Eins og hann hérna leyndarmálamaðurinn sem vill ekki láta taka mynd af sér sem var góður gestur í gær með fallegu fjölskylduna sína! 

Var á göngu um daginn með Lappa minn. Rakst ég þá á nágranna minn hann Henrik sem líka er listamaður. Við höfðum ekki sést  allt sumarfríið og það var gaman að spjalla um allt milli himins og jarðar. Við ákváðum að skella okkur í að gera ljósmyndasýningu í nóvember hérna í Lejre. Ljósmyndasýningu um Lejre. Við erum bæði mjög upptekinn af að taka ljósmyndir. Við plönuðum allt á þessum stutta tíma, svo ég  fer í gang þegar þessi sýning sem ég er að vinna að  er búinn.

Á fimmtudaginn fæ ég góða vini mína frá Íslandi í heimsókn í skólann og eftir heimsóknina koma þau og borða hjá okkur hérna í kotinu. Þetta eru vinir sem ég haft í 20 ár en þau hafa aldrei heimsótt mig hingað í sveitina svo það verður gaman að fá þau hingað.

Á laugardaginn er ég búinn að bjóða kennurunum frá skólanum og mökum þeirra heim, það verður vonandi gott veður svo við getum verið úti. Það er nefnilega svo notalegt á ”seinntsumarkvöldum” að sitja úti í góðra vina hópi og njóta samverunnar.

Annars er lífið bara gott hérna í kotinu.

Jæja ég er andlaus og stoppa núna !
Set myndir hérna fyrir neðan frá skólanum í dag sem eru að sjálfsögðu bara smá vinklar af hinu og þessu horni og kössum sem er ekki búið að tæma. Set líka inn myndir af tveim yndislegum kennurum ! Bara smá……
Kærleikur til ykkar og allra

p.s

Lífið í hinu smáa er svo dásamlegt og ég fæ meira út úr því en ferðalög til framandi landa.

Þegar ég hætti áðan að skrifa kom fröken dásamleg,skrítna, brjálaða nágrannakona sem ég kann betur og betur að meta . Henni lá mikið á hjarta, en var með enn eina gjöfina til okkar. Kertastjaka fyrir 36 sprittkerti úr svörtu járni. Um daginn kom hún með alveg ferlega flottan póstkassa. Allt frá frábærlega flottri búð sem er hérna á lestarstöðinni, þar sem hún af og til hjálpar. Þetta hefur hún fengið gefins, sem hún svo gefur til okkar.

Ennn hún kom og þurfti að tala, það var eitthvað voða fallegt við það. Hún borðaði svo með okkur, það var líka eitthvað fallegt við það. Gunni lagði sig, það var ekkert sérlega fallegt, en allt í lagi hehehe. Síminn hringi til mín og það var Morten sem ég spjallaði við í svolítinn tíma. Nágranni sat og borðaði köku sem Gunni bakaði í gær. Þegar ég var búinn að spjalla kom Christian nágranni og vildi tala við Gunna sem hraut í stofunni. Gunni er að fara að elda mat fyrir brúðkaupið hans og Inge á miðvikudaginn. (okkur er að sjálfsögðu boðið og Sólin okkar verður brúðarmey) Christian vakti Gunnar og þeir fóru út og hún elsku nágranni minn spjallaði smá stund meira við mig, Sól og Lappa. Það sem ég er kannski að segja er að þessi nálægð við aðra hérna í öðru landi er mér svo mikils virði. Að það sé hægt að flytja í annað land og láta drauminn um lítið samfélag þar sem við komum hvert öðru við rætast, þó svo maður hafi ekki búið þar alla ævi. Við komum frá öðrum kúltur, annarri menningu en samt erum við svona stór hluti af þessu fólki og höfum myndað sambönd sem verða.... 

Þegar ég upplifi svona hversdagslega hluti eins sterkt og núna er ég svo meðvituð um að njóta þess í augnablikinu, því hvert augnablik er einstakt og verður fortíð eftir augnablik. 

Hérna er vídeó með sólinni (hún er þessi með bláa klútinn í bleika stjörnu bolnum) okkar og bestustu vinkonum hennar sem var sett á netið af kennaranum þeirra, þetta er neðððððððððððst !!

njótið vel ! 

_MG_1420

_MG_1403

_MG_1415

_MG_1400

_MG_1399

_MG_1397

_MG_1405


sorg.....


smá innlit í bloggsumarfríi :o)

Yndisleg rigning rigning rigning !!!_MG_1289

Það hefur rignt frá því í nótt og ég sé hvernig þurr jörðin sýgur í sig næringuna !!!
Vinnan gengur vel fyrir sýninguna, ég leik mér eins og lítið barn sem lætur hugmyndirnar fljóta í gegnum hendurnar á sér og verða að litum og formum. Hugmyndin vex sig í heild, sem gerir mig glaða.
Það er gaman að vinna að sköpun, það er gaman að vera með í þessu flæði af hugmyndum sem bara fá að ráða og skapa sig sjálfar._MG_1296

Einu sinni gerði ég mikið af því að stjórna hugmyndunum inn á “rétta” braut sem ég sjálf ekki vissi hvað var. Það gerði mig leiða. Það er ekki gaman að skapa það sem maður veit ekki hvað er. Núna leyfi ég hugmyndunum að streyma og skapa sig sjálfar og í lokin skoða ég það með öðrum augum og vel og hafna og byggi sýninguna upp með þeirri fagmennsku sem reynslan hefur kennt mér. Það hefur reynst mér besta leiðin, en það hefur tekið tíma að komast þangað.

Ég þurfti að byggja upp sjálfsöryggi og komast í kontakt við þau energi sem er brunnurinn sem ég sæki hugmyndir mínar til.

Set inn nokkrar myndir sem ég tók áðan af rigningunni og ekki kláruðum verkum. Læt vita betur þegar nær dregur fyrir þá sem vilja koma á opnunina.
Kærleikur til ykkar 

_MG_1294

IMG_1300
IMG_1302


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband