Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Lífið í Leirulæk og nágrenni...

_MG_7727

 

Alveg yndislega fallegur dagur !

Allt er samt á hvolfi hérna heima eftir hann Gunna tunna sem var að gera mat fyrir veislu í alla nótt. Þegar hann fór út með matinn var eldhúsið sem er nokkuð stórt á hvolfi. Pottar, pönnur, föt, skálar ausur og ég veit ekki hvað skítugt út um allt.

Hvað gerir ekki góð kona, tekur til hendinni og þrífur, skrúbbar og bónar. Ég er alls ekki búinn, en ætla að taka smá pínu pásu.

 

Fór með Lappa tappa í göngutúr í morgun sem er ekki frásögu færandi, en segi það samt, því ekki er það minna mikilvægt en svo margt annað.

Í gær var ennþá einn stór dagur í skólanum. Enn einn nemandinn útskrifaðist úr skólanum okkar. Hann hefur sem sagt verið fjögur ár hjá okkur. Ég hef skrifað um hann áður hérna á blogginu.
Þegar hann byrjaði í skólanum var okkur sagt margt miður gott um hann sem var allt satt og rétt og hann kunni varla að teikna en var mjög áhugasamur._MG_7691

Þið getið séð hérna a myndunum hvaða árangri maður getur náð ef líf manns er gott og manni er sagt nógu oft hversu duglegur maður er og að maður getir í raun næstum allt sem maður vil.

Hann er í dag ekki til vandræða vegna þess hversu erfiður hann er, hann er bara alveg frábær !

Ég var komin aðeins á undan á opnunina svo ég var svo heppinn að sjá hvernig fjölskyldan hans brást við þegar þau sáu verkin hann, þau trúðu varla því sem þau sáu og sögðu aftur og aftur, gerði M. þetta virkilega. Ohh ég var svo ánægð fyrir hans hönd. Það hlýtur að vera alveg frábært eftir svo mög áföll og neikvæðar upplifanir í gegnum skólasýstemið að standa uppi með þennan líka frábæra árangur.

Hann var líka svo stoltur og ánægður og knúsaði svo oft.Plakat 8 Full
Ég tek það fram að hann er ekki þessi stóri knúsari dags daglega, en þarna réð hann ekki við sig.

M. er með greiningu asberger/einhverfur. Hann hefur ekki átt auðvelt líf og hann á eftir að upplifa margt erfitt í framtíðinni vegna þeirrar fötlunar sem hann hefur.
En eftir svona upplifun eins og í gær styrkist sjálfsmyndin sem gerir mann sterkari til að takast á við þau áföll sem bíða mann í framtíðinni, það er alveg á hreinu.
Set inn nokkrar myndir af sýningunni og af verkunum hans.

Hann var með 14 myndir mjög stórar. Plagat stærð. 

Myndirnar eru allar teiknaðar í hönd, skannaðar inn í tölvu og litirnir settir inn í photoshop. Hann hefur sjálfur fundið upp allar persónurnar sem hann teiknar, fötin og sögurnar í kringum hverja mynd og unnið alla tölvivinnu . Hann hefur sem sagt unnið þetta frá a til ö. Hann fékk kennsu í byrjun en náði svo tökum á þessu sjálfur.

Það er svo sárt að vera vitni að hversu fáir möguleikar eru fyrir þá sem eiga við einhverja fötlun að stríða. Hérna reyna sveitarfélögin að spara eins mikið og mögulegt er hjá þessum hóp. Ég upplifi svo sterkt í minni vinnu að við vinnum eins og á móti hver öðrum. Við og sveitafélögin.

Þeir gera allt sem þeir geta að spara og spara alveg sama á hvers kostnað. Það eru teknar ákvarðanir um líf þessa einstaklinga án þess að þau fáu nokkru um ráðið.

Skólinn er öðruvísi tilboð en sveitafélögin eru með og þar af leiðandi hefur það tekið langan tíma að opna augu og skilnings þeirra sem vinna að málum þessara einstaklinga að þarna er eitthvað nýtt sem gefur aðra möguleika en að setja skrúfur í poka eða einhverja einhæfa vinnu sem er góð fyrir suma en ekki alla.

Ég er ekki að segja að eitt sé betra en annað, en sumir hafa aðrar þarfir en aðrir og það á við um okkur öll sömul. Af hverju er ekki hægt að taka tillit til þess þó svo viðkomandi eigi við einhverja fötlun að stríða.

Fötlun gerir þig ekki að minni manneskju með aðrar tilfinningar eða óskir og drauma, en manneskju sem á einhvern hátt vantar getur til einhvers ákveðins hlutar.

Ég er að vona að í framtíðinni verði meiri fókus á þennan hóp sem geri það að verkum að þau fái sömu mannréttindi og allir aðrir.

Annars er allt bara gott héðan. Mikið að gera eins og ég tönglast á í öllu því sem ég skrifa og við alla sem ég tala. Ætti sennilega að athuga þessa setningu mína og hugsa þetta meira jákvætt en ég geri. Ég er alltaf að bíða eftir sumarfríinu mínu, er ekki nógu mikið í því að njóta þess að vera í núinu, njóta þess að hafa mikið að gera.

Einu sinni þótti mér það gaman, ég elskaði þegar ég var að kafna í verkefnum, en núna get ég það ekki.
Ég vil hest bara dúlla hérna heima, lesa, vera í garðinum, spjalla við dýrin mín og jú fjölskylduna mína og hugleiða. Virkar sennilega leiðinlegt en svona er það nú samt.

Læt mér dreyma um að fá mér hest !plakat 2 full    K ærleikur í Ljósheima....


hver sagði líka að lífið væri alltaf dans á rósum...

-1
Ég er einhvernvegin að kafna í vinnu og verkefnum. Það er lokasprettur í skólanum. Eftir rúmar tvær vikur fer ég til Bandaríkjanna og ég þarf að ná mjög miklu áður, veit ekki alveg hvernig. Skólanum líkur fyrst í lok júní.

Einhver sagði við mig að skrifa lista, ég svaraði á móti að ég væri með fullt af listum en væri alltaf að bæta við á þessa lista nýju og nýju og listarnir væru orðið út um allt.

Ofan á allt þetta fékk ég að vita að eitt af nágrannahúsunum og garði ætti að ryðja alveg í burtu! Það hefur staðið autt í nokkur ár, þar af leiðandi er mikið líf í garðinum. Það eru dúfu par sem hefur búið í einu grenitrjánna í nokkur ár, þær eru svo spakar og yndislegar. Einnig eru tveir íkornar sem eru mikið á ferli þarna í garðinum og okkar garði líka. En þau dýr er nú erfitt að flytja. En það er líka fullt af broddgöltum sem búa þar og hafa búið lengi. Þetta á að gerast í fyrramálið.

Þannig að ég og nágranni minn förum á eftir og reynum að finna blessuð dýrin og tökum þau í fóstur og reynum að venja þau við garðana okkar.

Broddgeltir eru með unga í maganum á þessum tíma og þar af leiðandi er þetta ekki alveg góður tími fyrir svona inngrip.

Við fórum að kíkja í fyrradag og það var fullt af smá stígum um allt, sem er merki um þarna hafa þeir skapað sér líf og sælu.

Ég hef ekki mikinn tíma til að kíkja á ykkur kæru bloggvinir, vonandi getið þið lifað við það, haha.
Sendi ykkur hérna Sól Sól Sól og fullt af Kærleika.

-8


Dagur úr lífi Steinunnar..... myndir af myndum af lífi

_MG_7225_MG_7209Eins og ég hef skrifað þá er myndin komin, ég skoða hana aftur og aftur og reyni að sansa þessa litlu stelpu, og kannski tekst mér að sameina essensin frá fortíðinni við essensin í nútíðinni.
Það er bæði gaman, skrítið og erfitt að skoða kvikmyndina.
Allar tilfinningar koma upp .
Núna ætla ég að rífa mig frá myndinni í dag, er á leið í skógarpiknik með fullt af vinum.

Ég er að byrja á spennandi process sem ég af og til deili með ykkur.....

Tók myndir af myndinni, set nokkrar inn. Er held ég, byrjuð á verki .....
Kærleikur og Ljós á netheim.

_MG_7387

 _MG_7389


Ég leita eftir stað til að gráta

_MG_6410

Tími varla að skrifa aðra færslu og fara frá þeirri fyrri sem er afmælisdagurinn minn með öllum fallegu kveðjunum ykkar til mín.

En lífið heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég holaði mér í skúffuna af feimni fyrir allri athyglinni á daginn minn, var þar í bláu sokkunum mínum, sem ég horfði á verða gula og hvíta til skiptis, til loka dags, fór þá úr skúffunni og las áfram skilaboðin fallegu.
Lífið heldur áfram, dagarnir koma einn af öðrum og áframhaldandi vinna við að rækta sig til betri manneskju í dag en ég var í gær.

Ég get nú ekki klappað mér á öxlina fyrir árangur morgunsins sem var í lakara laginu. Ég vaknaði að venju kl sex, fór í bað og hugleiddi. Það var gott eins og alla daga. Vakti svo stelpurnar, Sólina og barnabarnið okkar litla hana Lilju yndislegu sem við erum svo heppin að hafa um tíma.

Siggi sonur er hérna líka þessa dagana hann er á milli húsnæða blessaður.

Stelpurnar voru lengi að öllu og þurftu mikið að tala saman.
Ég var hin rólegasta, gaf dýrunum, sumum, og þær sumum. Ég þurfti að segja þeim að gera hvern minnsta hlut af því sem gera þurfti, ekkert kom einhvernvegin að sjálfum sér.

Þegar klukkan var nokkrar mínútur í átta, voru þær ekki tilbúnar, þá kom reykur upp úr höfðinu á gömlu konunni, og hún þrumaði allt mögulegt í litlu barnaandlitinn, og fannst ekkert athugavert við það !
Hún þrumaði yfir barnshöfðunum alla leið í bílinn, leifði kyrrðinni ekki komast að því þá þyrfti hún að horfast í augu við atburðinn á meðan á honum stóð, og það er verst. Hún kvaddi með áminningar og kossa. _MG_7018

Dagurinn leið og upp kom : aðgát skal höfð í nærveru sálar, púuuha það var ekki notaleg tilfinning.

Ennþá einu sinni brást hún of harkalega við, sagði égið við konuna.
Þetta kom upp í hugann af og til, og augljóst var að biðjast varð fyrirgefningar á þessum hamagangi.
Égið kallaði dömurnar á fund við heimkomuna, beðist var innilegrar afsökunar, og í sameiningu fundin lausn til að koma í veg fyrir svona hamagang aftur á annasömum morgnum.

Sem betur fer fyrir konuna voru dömurnar fljótar að fyrirgefa þessari bráðu kellu sem svo oft hefur dottið um hamaganginn í sér, og notar það mesta af tíma sínum í þessu lífi til að temja þetta indæla skap sem kemur oft að gagni, en er líka oft til trafala.

Núna erum við heima og það er ósköp notalegt. Gunni er að fara á eitthvað Gala eitthvað í Kaupmannahöfn í kvöld, Siggi ætlar lika til Kaupmannahafnar svo ég og skotturnar verðum heima.

Ég ætla að hafa það notalegt með þeim og ekki má gleyma Lappa sem elskar án skilyrða.

Ég fékk bók í afmælisgjöf frá skólanum, sem ég keypti sjálf. Bókin er skrifuð af alveg frábærum dönskum rithöfundi sem heitir Helle Helle. Bólin heitir : Niður til hundanna. Ég byrjaði að lesa í gærkveldi, og ég fann að þetta verður ein af þeim perlum sem ég les aftur og aftur og nýt hverrar setningar sem er hrein og tær fegurð fyrir hugann

Bókin byrjar svona : Ég leita eftir stað til að gráta !!!
   


Litfríð og ljóshærð og heitir Sigrún Sól

growing_header

Hún er ástin mín fallega....
Hún er sumarblómið mitt sem kom um sumarið í fallega brakandi sól
Við gáfum henni nafnið Sól, því hún með sitt fallega vesen kallaði á nafnið sitt.
Hún er yndið mitt á morgnana, þegar við vöknum saman , fáum okkur morgunmat og ræðum lífið og tilveruna á meðan morgunverkin eru kláruð
Hún er yndið mitt á kvöldin þegar ég fæ að halda í litlu höndina hennar og finna hitann og orkuna streyma frá henni yfir til mín
Hún er yndið mitt alla daga, með því að vera eins og lítill álfur á blómi með brosið sitt fallega

og vitund sína sem vil að
allir séu góðir við alla,
allir elski alla
allir komi öllum við.

Hún safnar öllu, og fyrir henni er allt lifandi,

engu má henda.

Hún safnar stráum.
Hún safnar steinum.
Hún safnar kuðungum.
Hún safnar pappír.
Hún safnar blómum
Hún safnar öllu sem hugsast getur.

Þegar hún varð 10 ára óskaði hún sér blóma í afmælisgjöf.
Hún á núna fullt af blómum

Kesi_miniHún ættleiddi órangutanga unga í haust, þar notar hún hluta af vasapeningunum sínum mánaðarlega. Hún fylgist með litla unganum sínum Kesi á heimsíðunni hjá  Nysru Menteng í regnskóginum stóra.

hún var svo agnar smá þegar hún kom í heiminn.

Þó maður sé smár, getur maður fyllt heiminn með Kærleika, Yndi, Fegurð...........
Það gerir hún

Hún saumar föt og töskur handa litlu stúlkunum okkar í Afríku og Tælandi.

Ég er svo innilega þakklát fyrir þessa litlu stúlku sem er smátt og smátt að verða unglingur.

Ég er þakklát fyrir allt það sem hún hefur kennt mér á bara þessum fáu árum sem hún hefur verið hjá okkur.
Ég held að maður getir aldrei sagt nógu oft við börnin sín og um börnin sín hversu mikilvæg þau eru manni og hversu heitt þau eru elskuð.....

 Hún
                                   Sigrún Sól Gunnarsdóttir Gunnarsson

_MG_6497


þegar fortíðin kemur í lit....


IMG_6538Það gerðist svolítið svo gott í dag, ég fann fortíðina, og er svo lánsöm  að ég get horft á hana og skoðað í krók og kima, rannsakað og séð hvað hafi gerst sem gerði það sem gerðist.

Kannski gerðist ekkert en sennilega hefur eitthvað gerst inni í mér sem hefur áhrif  á vitund mína í dag,

kannski  !

Ég hef fundið í nokkurn tíma að leitin að fortíðinni er nauðsynleg
Líkaminn minn gefur mér merki eftir merki þar sem undirmeðvitundin mín er að segja mér að þarna og þarna liggi sársauki. Kannski út frá vanrækslu, sennilega hefur hitt og þetta haft meiri áhuga minn en þessi kroppur sem er ekki ég, en þegar vel er skoðað er gott að muna að hann lánar sig til mín á meðan ég er hér.

Það sem maður lánar passar maður upp á. IMG_6542

Þegar ég var lítil telpa, bara tólf ára snót í sveitinni, kom kvikmyndafólk frá Danmörku og gerði hálf tíma kvikmynd um þessa litlu sveitasnót.

Snótin hoppaði og skoppaði yfir móa og mýri og lét kvikmynda sig í bak og fyrir.

Hún skildi ekkert í þessu framandi tungumáli sem var talað í kringum hana í nokkrar vikur en brosti bara sínu blíðasta til þessa dásamlega fólks sem var alltaf að kvikmynda hana.

Í dag er tungumálið hennar og það væri gaman að hlusta til baka og skilja það sem sagt var með þeim skilningi sem er hennar í dag.

Í dag skrifaði ég sem fullorðin kona sem í næstu viku verður ennþá meira fullorðin til Danmarks Radio og spurði góða konu um myndina , kl var 10.00.

Klukkan 10.09 fékk ég netpóst, þar sem hún tjáði mér að hún hefði fundið fortíðina mína í lit og ég gæti fengið hana í pósti á næstu dögum !

Það verður skrítnara en skrítið að sitja og skoða sig að framan og aftan í hinu og þessu lífi sem ég lifði og gerði þegar ég var aðeins 12 ára.

Það sendur þetta um myndina:

Beskrivelsen lyder: Børneudsendelse. Om den 12-årige pige Steinunn, der bor i den lille by Vik på Islands sydkyst. Der gives et indblik i hendes dagligdag, idet man ser hende passe et barn, drikke kaffe i hjemmet, på ridetur med sine kammerater i den storslåede natur, på fisketur med sin far, svømme i et svømmebassin, spille plader på sit værelse og på cykeludflugt med sine kammerater. Fåreskilning, hvor børn og voksne går rundt i en centralt beliggende fold og fanger deres øremærkede får, de kommes over i beliggende folde, og drives hjem af ryttere og heste .

Það er ekkert annað en gjöf að hafa möguleika á að fara svona aftur í tímann og skoða sig þegar maður var næstum því nýfallin snjór.

Fara til baka og sameina sig þessari stelpu sem var ekkert annað en yndisleg.

Taka það besta frá fortíðinni og sameina því nútíðinni, það ætla ég að gera við þessa gjöf.

Núna er föstudagur og sólin skín á mig og okkur hérna í sveitinni.

Ég ætla að vinna í garðinum mínum alla helgina og mánudag og þriðjudag líka.

Megi sólin skína á ykkur líka

_MG_6552


Hið stóra samhengi

Í dag sé ég allt, _MG_6395

skil allt
heyri allt
og skynja allt,

því í dag er ég í þakklát ,
sæl og full af lífsgleði.

Það eru ekki alltaf svona dagar, en að vakna við fuglasöng, heyra ungana tísta í hreiðrinu í þakskegginu og kalla á mömmu og pabba og vilja mat mat og mat.

Vera í fríi til bara að vera

Hugleiddi, og það var gott, þó svo að lífið í garðinum mínum hafi kallað á athyglina mína oft.

Fékk mér kaffi, við eigum svo góða kaffivél, þá bestu í heimi, sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að við fáum góða byrjun á deginum.

Lappi, Múmin og ég fórum í morgungöngu, sólin skein á okkur, við týndum gleymdu mér ekki ástin mín til að setja á eldhúsborðið og gera fallegt fallegra.

Ég bað blómálfana um leyfi til að fá blómin með heim, þeir kinkuðu kolli.

Hvernig væri heimurinn ef við öll vöknuðum svona og værum meðvituð um þá dýrð sem umlykur okkur, látum Ljósið streyma á líf okkar í staðin fyrir hin myrku öfl sem vilja svo mikið ráða yfir okkur og hugsunum okkar.

Það er samt svo skrítið að hugsa til þess að við höfum alltaf val, val um hvernig við viljum

Vakna
Sofna
Tala
Hugsa
Heyra
Skynja

Lifa

Allt hangir saman, það varð ég svo vör við í gær.

Mér er illt í hnjánum, svo illt að stundum er erfitt að ganga, sitja og standa. En í gær sá ég með hjálp, hvaðan það kemur og hvers vegna og hvað ég get gert.
Er það ekki ótrúlegt hvað hlutirnir geta verið augljósir þegar við verðum meðvituð og fókuserum á það sem er sárt eða erfitt, gefum því þá athygli ”loving space” sem þörf er á og þá kemur hjálpin frá sjálfinu..

Ég veit og finn að helgin verður okkur góð hérna á Kirkebakken við kirkjuna í Lejre.
Við verðum með fullt af börnum, gestabörn sem ætla að vera með okkur og njóta veðursins.

Við fengum fleiri dýr í vikunni, þetta er alveg næstum því að verða dýragarður.

Ég veit að hestar eru komnir langt í þróuninni og fílar líka, en ég hef ekki aðstöðu fyrir svona stór dýr. En ég er með svo mörg önnur dýr sem veita okkur gleði og ánægju.

Þegar við förum í göngutúr heilsum við upp á íslensku hestana sem eru í girðingum hérna um allt, ég set nebbann minn inn í feldinn og er í augnablik á Íslandi í barninu í Vík í Mýrdal og heyri kríuna garga og vara við hættunni í sér, heyri öldurnar kallast á við sandinn og steinana, en þetta er bara í augnablik, en nóg til að ég sjái samhengið með öllu,
allt er eitt

Nútíð,
Þátíð
Framtíð,

Það eru bara við sem  skynjum ekki það sem er, ennþá..

Það er svo margt að vera hamingjusamur yfir, það þarf ekki ferðalög, peninga, frægð, veislur, það eru til dæmis augnablik eins og á þessari mynd sem gera mig hamingjusama

_MG_6392.

 


Hafið þið haft svipaðar hugsanir sem þið viljið deila með mér ?

IMG_6383Núna er svo heitt og mikil sól að ég verð að taka smá pásu með að bera olíu á garðhúsgögnin. Það er 37 stiga hiti í garðinum mínum. Ekki það að svona sé í allri Danmörku, en hérna hjá mér er hitapottur, sem er alveg frábært. Ég ætla að taka klukkutíma pásu, enda á ég bara 3 stóla eftir. Ég er algjör sólarkona. Ég skil ekki af hverju ég er ekki fædd í heitari landi en á Íslandi. En það er sennilega ástæða fyrir því eins og öllu öðru. Ég er í svo miklu sólskinsskapi þegar sólin skín svona á mig. Ég nýt þess a dúlla í garðinum og hugsa hitt og þetta pæla um allt milli himins og jarðar. Velti fyrir mér ástandinu í Ísrael, þar sem margir í Tel Aviv vilja gjarna gefa Jerúsalem til Palestínumanna til að fá frið á þessum svæðum. Í Jerúsalem vilja bæði gyðingar, kristnir og íslam eiga borgina sem sína höfuðborg. En ég lét nú hugann flakka þaðan til þess sem er meira nærliggjandi. Ég var á bloggsíðu hjá einni bloggvinkonu minni henni Grétu, það sem hún spyr hvort við munum eftir einhverju frá því við vorum þriggja ára, ég kommentaði að sjálfsögðu nokkru af því sem ég mundi. Fór svo út að bera olíu á og hugsaði áfram frá þessari spurningu og svari. Ég man að sjálfsögðu eftir fullt af hlutum frá því ég var lítil, sumt ekkert skemmtilegt en sumt skemmtilegt. Ég er óttalega sjaldan að hugsa hvernig hlutirnir voru og þess háttar, ég fókusera fram á við og aftur áfram. Þar af leiðandi hef ég gleymt mörgu sem svo rifjast upp fyrir mér þegar ég er í þerapí hjá Gordon og þarf að vinna á hinum ýmsu persónubrestum, eða því sem væri gott fyrir mig að vinna á til að geta betur tekist á við nútímann og framtíðina. Ég ætlaði heldur ekkert að skrifa um það, en það sem ég ætlaði að skrifa um er hvernig manni er oft haldið í sporum sem maður var í fyrir mörgum árum, ekki af manni sjálfum heldur þeim sem hafa þekkt mann einu sinni og halda að þannig sé maður enn. Hver kannast ekki við setninguna , ”þú hefur nú alltaf verið svo löt að taka til, þú settir alltaf allt draslið inn í skáp þegar þú áttir að taka til í herberginu þínu”_MG_6378
Eða ”þú hefur nú alltaf verið svo ábyrgðarlaus” Eða ”þú vildir alltaf ráða í öllum leikjum” og þannig gæti ég haldið áfram og áfram. Það er eins og maður þróist aldrei frá einum stað til annars. Ég hef búið hérna úti í 16 ár og margt hefur gerst á þessum árum. En þegar ég kem heim og hitti sumt fólk þá er eins og maður þurfi að hoppa til baka í spor sem maður var í fyrir mörgum árum svo að hlutirnir getir verið í lagi. Kannski er þetta misskilningur á báða bóga hugsa ég núna, að ég haldi að ég þurfi að vera eins og einu sinni og hinn aðilinn haldi það líka og til að við höldum að við getum mæst á góðum grundvelli, þá hoppum við bæði til baka í fortíðina og mætumst þar sem hvorugur aðilinn er í dag. Þetta er ansi sorglegt því þá eru samskiptin ekki heil hjá hvorugum aðilanum. Ég á oft erfitt með þetta sérstaklega ef ég hitti viðkomandi sjaldan, og þá vill maður að samveran verði sem best fyrir alla aðila, og fer í hlutverk sem maður heldur að passi fyrir alla. Ég gæti svosem sagt , heyrðu góða/góði, ég á erfitt með þegar þú talar svona við mig, ég er bara ekki á þessum stað meira og þú verður að virða það ef við eigum að geta haldið samskiptunum áfram !!! Kannski færi allt í klessu, og kannski er það bara alveg í lagi, því vináttan er á einhvern hátt ekki sú sama og var, eða hvað? Hvað er vinátta, er það ekki að geta sagt það sem manni býr í brjóti, og að það gerir ekkert til að vera margir, eða ein með þessum og hin með öðrum, að mæta öllum þar sem þeir eru, og að vinátta sé ekki svo eingingjörn að allir þurfi einhvernvegin að virða það að maður breytist, er það ekki algjört aukaatriði þegar heildin er skoðuð. Að það sé gott að einhver muni mann eins og maður var og minni mann á þann hluta af manni sem er líka mikilvægt að muna, þekkja og elska. Kannski er hitt einhver hégómi sem maður getur brosað að, því þarna er einhver stoltatilfinning sem vil komast að, en hún stolta hefur bara ekkert að segja, en það er gott að hún kemur upp og sýnir sig og lætur mig skrifa þetta blogg vonandi til gagns fyrir einhverja aðra en mig.Svona geta hugsanir verið eins og rennibraut, frá einum stað til annars og þó svo ekkert eitt svar sé réttara en annað þá er þetta einhvernvegin svo magnað hvernig maður getur farið frá einni skoðun til annarrar, flutt sig smá til betri skilnings. Þá dettur mér í hug þegar sagt er ”hann/hún stendur alltaf fast á skoðunum sínum, henni getur maður treyst !!!!” Er ekki algjört bull að segja svona? Hvar er þá þroskinn sem við þurfum að ganga í gegnum, þroskinn  sem kemur einmitt á því að skipta um skoðun, að sjá hlutina í nýju ljósi sem gerir að við sjáum að það sem okkur fannst í gær stenst ekki, því við höfum flutt okkur frá þeim stað og hingað, þannig hefur lífið á jörðinni þróast, svona gæti ég haldið áfram í allan dag en ég ætla út núna og setja olíu á síðustu stólana. Megir vera friður í hjartanu ykkar._MG_6382


Ljósmyndir frá Fjóni

Þvílíkt veður hefur verið alla helgina og líka í dag. Ég er í smá pásu frá að þvo og pússa pússa nússa tússa garðhúsgögnin mín sem eru orðin grá og litlaus til að verða fagur olíuborinn tré húsgögn. Í garðinum mínum er 35 stiga hiti !
Við fórum til Fjónar og það var gaman. Ég er ansi mikið í frí þessa viku og það verður heitara seinni parts viku, þannig að það er garðvinna á prógramminu.
Set inn útvaldar myndir frá helginni og ef þið viljið sjá meira á er hægt að sjá hérna
barnaland.
AlheimsLjós til ykkar allra kæru

_MG_6035_MG_6062_MG_6192_MG_6201_MG_6237_MG_6215_MG_6273_MG_6291_MG_6344IMG_6207

 


Ég horfði á himininn

og nálgaðist Guðdóminn sem hvíslaði að mér leyndarmáli Alheimsins,,,,

_MG_6014 _MG_6015_MG_6016_MG_6017_MG_6019_MG_6025


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband