Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

stundum kemur eldurinn og allt er öðruvísi á eftir

20060127150303_3

Núna er frídagur og Sól, Lilja og ég erum heima. Við fórum í bíó til Hróarskeldu í morgun og var það gaman. Núna sit ég í sófanum, drekk kaffi og ætla að blogga smá. Síðasti sólarhringur hefur verið viðburðarríkur og það þýðir lærdómsríkur.

Gunni var að vinna að veislu í gær og dag.
Í gær var ég í vinnunni og það var ferlega mikið að gera. Þegar hann náði í mig sem hann gerði í gær því hann þurfti að nota bílinn til að kaupa inn fyrir veislurnar. (ein veisla í dag og önnur á morgun) Ég sá fyrir mér afslöppun þegar ég kæmi heim, enda dauðþreytt eftir þennan annasama dag. Lilja litla barnabarnið kom heim til okkar eftir skóladagheimilið og Sólin eftir klúbbinn. Ég tók til og svo horfðum við á mynd með vöfflum og cider. Huggulegt og lofaði vel. 20060127151730_1

Gunni kom svo heim og fór í gang með veisluna. Við vorum samt bæði dauð þreytt og ákváðum að fara snemma að sofa.

Við vorum ekki búinn að liggja lengi þegar síminn hringdi og var það Sigyn dóttir alveg miður sín, við héldum að þetta væri eitt að mörgum lygasögum sem hún er svo dugleg að nota á okkur og alla. Hún hefur ótrúlegt ímyndunarafl og hefur svo oft logið okkur langt yfir hausinn bæði sinn og minn og okkar.
Það sem hún segir er

”Gunni það kviknaði í veitingastaðnum”
Gunni segir aftur og aftur, enda vorum við bæði á milli svefns og vöku
: ertu ekki að ljúga Sigyn ?
Það sem fær okkur til að trúa henni og stífna upp er að hún segir
: ég verð að rjúka, það er einhver sem þarf að tala við mig !

sjá myndir af brunanum. 

Við liggjum svo þarna og vitum ekkert hvað við eigum að gera eða segja.

Sigyn og Albert maðurinn hennar keyptu þennan veitingastað fyrir stuttu og eru bara búinn að hafa opið í nokkrar vikur. Fyrir þessar þrjár vikur eru þau búinn að nota mánuð í að þrífa og setja staðinn í stand. Þetta er yndislegur staður á norður Sálandi alveg við ströndina.
20060127153021_0
Eftir smá stund hringjum við í Sigyn og segir hún okkur að það sé allt fullt af slökkviliðsmönnum og löggum og ég veit ekki hvað. Hún er að sjálfsögðu alveg miður sín , en það hefði getað farið verr vorum við sammála um. Eldhúsið er algjörlega ónýtt og allt er fullt af sóti, það verður verk að vinna fyrir þau blessunin bæði tvö. Það munaði ekki miklu að illa færi, án þess að ég vilji fara inn í smáatriði. Við vorum í sambandi þar til seint um kvöldið, og snemma í morgun.

Núna eru þau bæði í sjokki og þannig ,sem er alveg hægt að skilja.
Ég finn svo mikið til með þeim, þau hafa verið svo dugleg að berjast áfram með veitingastaðinn (söstjarnan) og ég vildi að ég gæti gert eitthvað til að láta hlutina verða öðruvísi, en sum lífsreinsla er manns eigin og mikilvæg í þeirri þróun sem maður er í, og því verður ekki breitt.

Gunni fór svo með veisluna áðan, fullan bíl af mat og hvað gerist annað en að bíllinn bilar á leiðinni langt uppi í sveit. Þetta er að sjálfsögðu ekki nein krísa en truflar gang mála ansi mikið. Hann er með aðra veislu á morgun og hvað gerum við þá bíllaus.
Á morgun ætlum við til Fjónar til vina okkar og Sól ætlar að vera þar yfir helgina á sveitabænum þeirra með börnunum þeirra og dýrum Liljan barnabarnið okkar ætlaði að koma með. Á leiðinni heim ætluðum við, Gunni, Lilja og ég að koma við á veitingastaðnum hjá Sigyn og Albert og skila Lilju til þeirra. Það verður sennilega ekkert farið nema hér í kringum kotið okkar. Svona fer einhvernvegin allt úr skorðum á augnabliki hjá okkur og þeim. 20060127152113_5
Það er best að skoða þetta án tilfinninga þó svo það sé ekkert auðvelt, en spurningin er hvað er hægt að fá út úr svona lífsreynslu sem er að lenda í brennudívunum. Hvernig fær maður það besta út úr því ? Það er mikilvægt að skoða það, því annars gerast hlutir aftur og aftur þar til maður hefur lært.

Þekkið þið ekki dæmi þess að það er eins og maður lendi í hinu og þessu endalaust og fyrst þegar maður fer að vera meðvitaður um þann lærdóm sem fengist getur af þessari lífsreynslu þá er eins og hlutirnir falli í ró.
Sem dæmi vil ég nefna peningamál frá okkar daglega lífi hérna í Lejre.
Gunni og ég erum/vorum ekki þau mest skipulögðu í peningamálum. Við höfum verið ansi laus í þeim efnum, heldur viljað gera það sem hugurinn vil, til dæmis vinna að myndlist sem gefur lítið í aðra hönd, það er það sem ég hef gert og svo taka hinum ýmsu spennandi atvinnumöguleikum sem hafa verið ansi ostabíl sem Gunni hefur gert. Þetta kostaði okkur ansi mikið óöryggi í peningamálum. Við lentum í hinu og þessu sem ég nenni ekkert að vera að telja upp, en sem gerði að við vorum hreinlega með allt á hakanum,  enda fannst okkur peningamál ekki  eins mikilvæg og annað sem við vorum að fást við.
Auðvitað er það ekki eins mikilvægt, en við vorum farin að nota ansi mikla orku í það sem við vildum ekki nota orku í, ”peningaáhyggjur” Það þarf að vera jafnvægi í öllu annars verður ójafnvægi, svona einfalt er það.
Þannig að við fórum að ræða þessi mál, og sáum að þarna höfðum við eitthvað sem við yrðum að setja fókus  á og takast á við ef við ætluðum ekki að vera í þessu basli alla tíð.
Við gerðum það, og tókum þetta verkefni mjög alvarlega, lærðum af reynslunni. Núna er harmoni á þessum fleti og ég vona svo sannarlega að svo verði áfram. Ég veit að svo er á meðan við notum þann fókus sem skal.
 Þetta er eitt af þeim verkefnum sem við áttum að læra á.

Þessi eilífu peningaáföll. Núna þurfa Sigyn og Albert að skoða hvað það er sem þau geta lært af þessari lífsreynslu sem þau upplifðu í nótt. Sjá allt sem möguleika, en ekki erfiðleika. Hægara sagt en gert, en besta leiðin til að takast á við áföll og lifa þau af.
Núna ætla ég að taka til eftir Gunna minn, eldhúsið er í rúst eftir matseldina hjá honum. Sigrún sól alveg miður sín yfir að komast ekki til Fjónar og og og og....

Lífið er bæði kallt og heitt og allt þar á milli, en í því er fegurðinn frá ólíkum sjónarhornum og ólíkum hugsunum sem er samhljómi lífsins, verður eins og hafið sem mótast af dropum.

Blessi ykkur öll héðan frá Lejre

20060127152206_6


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband