Lífið í Leirulæk og nágrenni...

_MG_7727

 

Alveg yndislega fallegur dagur !

Allt er samt á hvolfi hérna heima eftir hann Gunna tunna sem var að gera mat fyrir veislu í alla nótt. Þegar hann fór út með matinn var eldhúsið sem er nokkuð stórt á hvolfi. Pottar, pönnur, föt, skálar ausur og ég veit ekki hvað skítugt út um allt.

Hvað gerir ekki góð kona, tekur til hendinni og þrífur, skrúbbar og bónar. Ég er alls ekki búinn, en ætla að taka smá pínu pásu.

 

Fór með Lappa tappa í göngutúr í morgun sem er ekki frásögu færandi, en segi það samt, því ekki er það minna mikilvægt en svo margt annað.

Í gær var ennþá einn stór dagur í skólanum. Enn einn nemandinn útskrifaðist úr skólanum okkar. Hann hefur sem sagt verið fjögur ár hjá okkur. Ég hef skrifað um hann áður hérna á blogginu.
Þegar hann byrjaði í skólanum var okkur sagt margt miður gott um hann sem var allt satt og rétt og hann kunni varla að teikna en var mjög áhugasamur._MG_7691

Þið getið séð hérna a myndunum hvaða árangri maður getur náð ef líf manns er gott og manni er sagt nógu oft hversu duglegur maður er og að maður getir í raun næstum allt sem maður vil.

Hann er í dag ekki til vandræða vegna þess hversu erfiður hann er, hann er bara alveg frábær !

Ég var komin aðeins á undan á opnunina svo ég var svo heppinn að sjá hvernig fjölskyldan hans brást við þegar þau sáu verkin hann, þau trúðu varla því sem þau sáu og sögðu aftur og aftur, gerði M. þetta virkilega. Ohh ég var svo ánægð fyrir hans hönd. Það hlýtur að vera alveg frábært eftir svo mög áföll og neikvæðar upplifanir í gegnum skólasýstemið að standa uppi með þennan líka frábæra árangur.

Hann var líka svo stoltur og ánægður og knúsaði svo oft.Plakat 8 Full
Ég tek það fram að hann er ekki þessi stóri knúsari dags daglega, en þarna réð hann ekki við sig.

M. er með greiningu asberger/einhverfur. Hann hefur ekki átt auðvelt líf og hann á eftir að upplifa margt erfitt í framtíðinni vegna þeirrar fötlunar sem hann hefur.
En eftir svona upplifun eins og í gær styrkist sjálfsmyndin sem gerir mann sterkari til að takast á við þau áföll sem bíða mann í framtíðinni, það er alveg á hreinu.
Set inn nokkrar myndir af sýningunni og af verkunum hans.

Hann var með 14 myndir mjög stórar. Plagat stærð. 

Myndirnar eru allar teiknaðar í hönd, skannaðar inn í tölvu og litirnir settir inn í photoshop. Hann hefur sjálfur fundið upp allar persónurnar sem hann teiknar, fötin og sögurnar í kringum hverja mynd og unnið alla tölvivinnu . Hann hefur sem sagt unnið þetta frá a til ö. Hann fékk kennsu í byrjun en náði svo tökum á þessu sjálfur.

Það er svo sárt að vera vitni að hversu fáir möguleikar eru fyrir þá sem eiga við einhverja fötlun að stríða. Hérna reyna sveitarfélögin að spara eins mikið og mögulegt er hjá þessum hóp. Ég upplifi svo sterkt í minni vinnu að við vinnum eins og á móti hver öðrum. Við og sveitafélögin.

Þeir gera allt sem þeir geta að spara og spara alveg sama á hvers kostnað. Það eru teknar ákvarðanir um líf þessa einstaklinga án þess að þau fáu nokkru um ráðið.

Skólinn er öðruvísi tilboð en sveitafélögin eru með og þar af leiðandi hefur það tekið langan tíma að opna augu og skilnings þeirra sem vinna að málum þessara einstaklinga að þarna er eitthvað nýtt sem gefur aðra möguleika en að setja skrúfur í poka eða einhverja einhæfa vinnu sem er góð fyrir suma en ekki alla.

Ég er ekki að segja að eitt sé betra en annað, en sumir hafa aðrar þarfir en aðrir og það á við um okkur öll sömul. Af hverju er ekki hægt að taka tillit til þess þó svo viðkomandi eigi við einhverja fötlun að stríða.

Fötlun gerir þig ekki að minni manneskju með aðrar tilfinningar eða óskir og drauma, en manneskju sem á einhvern hátt vantar getur til einhvers ákveðins hlutar.

Ég er að vona að í framtíðinni verði meiri fókus á þennan hóp sem geri það að verkum að þau fái sömu mannréttindi og allir aðrir.

Annars er allt bara gott héðan. Mikið að gera eins og ég tönglast á í öllu því sem ég skrifa og við alla sem ég tala. Ætti sennilega að athuga þessa setningu mína og hugsa þetta meira jákvætt en ég geri. Ég er alltaf að bíða eftir sumarfríinu mínu, er ekki nógu mikið í því að njóta þess að vera í núinu, njóta þess að hafa mikið að gera.

Einu sinni þótti mér það gaman, ég elskaði þegar ég var að kafna í verkefnum, en núna get ég það ekki.
Ég vil hest bara dúlla hérna heima, lesa, vera í garðinum, spjalla við dýrin mín og jú fjölskylduna mína og hugleiða. Virkar sennilega leiðinlegt en svona er það nú samt.

Læt mér dreyma um að fá mér hest !plakat 2 full    K ærleikur í Ljósheima....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var ekki alveg viss um það hvort ég ætti að skrifa þetta... læt það fljóta; Ég táraðist við að lesa þessa færslu.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.5.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri gunnar, þú skilur, þú þekkir, þú lifir þetta í þínu lífi.

knús á þig og þína

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegt þegar verunni fer fram og fundið viðurkenningu í heiminum okkar sem er allt of harður og grimmur!

Til hamingju með góðan árangur hjá nemandanum sem hefur greinilega unnið mikið í sjálfum sér með góðri aðstoð.

www.zordis.com, 31.5.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri rolf, takk fyrir komment

kæra sigga. það var akkúrat þess vegna sem við stofnuðum þennan skóla, vegna þess að það er einhvernveginn komin stöðluð mynd inn hjá sumum hvað á að gera. það vill jú oft gerast þegar einn lærir af öðrum. við sem stofnuðum skólan erum með akademiska menntun og gerum kröfur út frá þeim staðli. við sjáum annað og aðra möguleika en þeir sem eru lærðir þroskaþjálfarar og setja fókus á þá fötlun sem er hjá viðkomandi einstaklingi. það er líka jafn mikilvægt og það sem við komum með, en það þarf að koma með nýjar hugmyndir og möguleika til að fatlaðir fái fleyrir möguleika en eru nú í boði. það er sem betur fer vakning fyrir þessu hérna. Í fyrra opnaði tildæmis leikhús rekið af fötluðum og leiklistarskóli. núna í vetur opnaði skóli til að læra að verða aðstoðarmanneskja í eldhúsi og sá sem er yfir þar er einn af bestu kokkum damerkur.

nú kallar koddinn minn, góða nótt mín kæra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 22:35

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir sólargeislana og hlýjuna sem þú færir í hjarta mitt

Heiða Þórðar, 1.6.2008 kl. 13:54

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Eitt er víst hjartans vinurinn minn, þú verður aldrei leiðinleg.... það er frábært að fá að vera heima hjá sér, maður á að nýta sér þau forréttindi að eiga heimili, það eru ekki allir sem búa við slíkt. Ég er stoltur af þér, en ég sakna þín, vil fara að hitta þig..

Guðni Már Henningsson, 1.6.2008 kl. 14:34

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

hér er ein falleg staka eftir Leirulækjar Fúsa:

Þú sem gafst oss þessa skál
þinn bið ég Drottinn veri.
Kvinnunnar hressist sinni og sál
svo að hún ávöxt beri.

Guðni Már Henningsson, 1.6.2008 kl. 14:45

8 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Falleg og góð færsla elsku Steina. Það er engin tilviljun að Guð setti þig í fötlunargeirann, beint eða óbeint. Gleðilega Sjómannadagshátíð :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 1.6.2008 kl. 16:58

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir yndisleg komment. var að koma heim eftir yndislegan dag. vorum við stórt vatn hérna rétt hjá að synda og synda með  þennan líka fallega skóg allt í kring og við fjölskyldan sama . frábært. ætlum að gera þetta oft í sumar. fara með kvöldmatinn mð okkur og svo synda í náttúrunni. það er ekki nema 10 mín að keyra þangað héðan.

guðni minn, viltu ekki skreppa til okkar  ?

gleðilegan dag elsku frænka mín .

knús kæra heiða !

siggi mín það er aldrei neitt of seinnt.

bless inn í komandi viku " 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 20:50

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Blessi þig Steina mín inn í nýja viku

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:06

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært starf sem þið eruð að vinna í skólanum. Já, þessir einstaklingar geta náð að tjá ótrúlega margt, ef aðstoð og hvatning eru fyrir hendi.

Ég get sko vel skilið að þú viljir helst dúlla heima við ....! Þið búið í Paradís.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:49

12 Smámynd: Karl Tómasson

Sæl kæra Steina og takk fyrir fallega færslu um þennan listamann sem var svo alsæll á sýningu sinni. Ég hitti elskulegan vin þinn og þá miklu manneskju Guðna Má eftir tónleika John Fogerty, þú barst til tals og orðin sem hann lét falla um þig komu mér ekki á óvart.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 1.6.2008 kl. 23:15

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Frábær færsla. Þú lætur verkin svo sannarlega tala. Blessun til þín.

Svava frá Strandbergi , 2.6.2008 kl. 13:05

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

tak til ykkar og knús !

kæri kalli, hahaha gaman hefði verið að vera fluga á vegg þarna. guðni er vinur minn, hann segir svo margt

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 2.6.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband