ég er þakklát fyrir að geta lifað í sorg og gleði samtímis í dag...

5682Núna er mánudagur, á föstudaginn förum við Gunni til Washington og verðum þar í tvær vikur.

Við verðum viku með fullt af öðru fólki sem vinnur að því sama og við, sem trúir því að með hugleiðslu sé hægt að gera heiminn að betri stað að vera í. Við verðum ca 100 saman frá öllum heiminum og hugleiðum meira og minna allan tíman, og svo verður ýmislegt annað mjög þroskandi og gott. Svo verðum við hjónakornin viku ein að dúllast.

Ég verð nú að segja að ég hlakka til, en þó er eins og það svo oft er að það koma hlutir sem skyggja á  það að hlakka eins mikið til og þegar manni hlakkaði til þegar maður er barn.

Stundum minnir lífið á sig á erfiðan hátt, og þá verður maður að takast á við það á eins góðan hátt og manni er mögulegt í þeim þroska sem maður nú hefur á þessari stundu .

Ég hef þó reynt að vera í núinu í dag, og láta sársaukann vera  í bakgrunninum á meðan það er mögulegt.
Hjartans vinur minn, sem er systir mín á innri plönum, missti systur sína í þessu lífi á hörmulegan hátt í fyrradag.
Svo hörmulegan, sem skilur aðstandendur eftir í þvílíkum sársauka og örvæntingu að það tekur tíma að komast upp úr þeim hugsunum og ásökunum sem varla eru óumflýjanlegar. Þessi vinur minn er sterk og dásamleg og hefur ekki látið bugast þó svo að öll fjölskyldan hennar hafi farið á þennan hátt, eitt af öðru.

Systkini og foreldrar.

Vonandi getum við sem erum með henni og hjá, verið henni sá styrkur sem hjálpar henni úr sársaukanum. Hún fer með okkur til Washington, ef að Guð leyfir.

Það er skrítið að hugsa til þess að þegar maður er áhorfandi að svona áföllum, þá verður maður meðvitaður um dýrmæti lífsins. Dýrmæti þess að vera þar hvert fyrir annað, alveg þar til yfir líkur.

Vera saman eins og það sé síðasti dagurinn alla daga.

Það er erfitt að muna það í daglega lífinu, en af og til er maður “sem betur fer minntur á það”

Ég á það til eins og flestir held ég að vera fókuseruð á morgun, en ef dagurinn í dag er síðasti dagurinn fyrir mig, eða einhvern sem er mér kær, þá hef ég spillt síðasta augnablikinu.

Við höfum haft það inni í okkar lífi hérna, að dauðinn beið við dyrnar og vildi fá einn fjölskyldumeðlim með, sem betur fer fór betur en á horfði. Þetta vakti okkur virkilega til vitundar um það að allt getur gerst, nú á eftir , eftir smástund, seinna ,á morgun eða einhvern annan dag. Þetta vorum við meðvituð um í nokkur ár eftir þessa lífsreynslu.

En svo fer allt að verða ósköp öruggt, og þetta fjarar út, og maður fer að kaupa sér öryggi með hinu og þessu sem er á einhvern hátt eins og kaup að eilífu lífi.
Maður getur ekki dáið frá nýju húsi, nýjum bíl, nýjum buxum.5663

En við gleymum að nota tíman betur saman, nota peninga í að vera, upplifa eitthvað saman, sem ekki endilega er efnislegt, en huglægt, jafn huglægt og lífið og dauðinn er, eða Kærleikur og draumar.  Það sem gefur okkur minningu sem engin getur tekið frá manni, eða er með til að hjálpa okkur að sjá hvert annað, ekki sjá hvert annað í gegnum vörulista !

Ég er að sjálfsögðu hluti af þessu öllu saman, finnst gaman að kaupa hitt og þetta, kaupa saman inn fyrir hitt og þetta sem veitir augnabliks gleði, og svo ekki meira. Það er gaman að skoða og velja, það er gaman alveg að kassanum, og svo fara vörurnar í poka, og Bummmm, það er strax farið að hugsa um það sem getur veitt næstu fullnægingu.

Það sem ég finn að gerir mig glaðasta er þegar við í raun erum ekki að gera neitt, bara sitjum drekkum te, tölum um daginn og veginn, hlæjum saman, eitthvað sem kostar ekkert en fyllir mig ánægju. Þetta væri gott að muna á meðan á kaupunum stendur.

Í janúar keyptum við risastórt sjónvarp, tipp topp kvalitet, ekki yfir neinu að kvarta og hönnunin er alveg frábær. Svo kemur það fyndna, við horfum næstum aldrei á sjónvarp, ég fer einhvernvegin í vont skap ef ég sit og horfi á sjónvarpið. En við afsökum okkur með því að það er alltaf gaman að sjá náttúrulífsmyndir í góðum gæðum, tónleika og ef það eru góðar bíómyndir.  Ég get ekki annað en hlegið að sjálfri mér yfir svona tilbúinni þörf. 

5684Ég hef sagt ykkur frá verkjunum í liðunum mínum sem ég hef átt við að stríða. Stundum átti ég hreinlega erfitt með gang, og að halda á hlutum, vegna verkja í hnjánum og fingrunum. Nú skuluð þið bara heyra eitt sem er svo gott og frábært. Ég var í þerapí hjá honum elsku þerapístanum mínum á mánudaginn var, og akabadabra, verkirnir horfnir !!!! Eftir marga mánuði, finn ég ekkert til. Ég er aum í liðunum, en ég hef enga verki. Svona er nú gott að vera með góðan þerapísta.

Þetta verður sennilega síðasta færsla fyrir ferðina yfir hafið, skrifa kannski þar ef ég hef tíma.

Set mynd af mér með nýju sólgleraugun sem ég keypti í dag, mikil þörf fyrir þessi gleraugu.

Svo kemur það sem er spaugilegt, ég sé svo illa, að það er næstum ómögulegt fyrir mig að vera með sólgleraugu.
Blessi ykkur öllFoto 342
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Manninum er ekki eðlilegt að miða líf sitt út frá því að hann geti dáið hvenær sem er. Við hrökkvum í kút öðru hverju - þegar dauðinn minnir á sig, en förum svo í sama farið aftur! Sem betur fer kannski?

Góða ferð út og hafðu það gott

Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 17:13

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra hrönn, að hluta til er ég sammála, en ég held að ef við værum meira meðvituð um að við erum bara hérna stutta stund, og svo förum við yfir í annað vitundastig, ef við erum meðvituð um það held ég að við myndum lifa á annan hátt, en það er aldrei hægt að alhæfa, hvorki um þetta né nokkuð annað.

við vitum svo agga lítið um hvernig allt hangir saman.

ljós til þín , ljónshjarta og selfoss!

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 19:57

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Mér þykir óendanlega vænt um þig systir mín í lífinu..

Guðni Már Henningsson, 9.6.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: www.zordis.com

Það er dásamlegt að geta notið þess að vera manneskja með þeim kostum og ekki kostum sem það tekur okkur í gegn um líf vitundina okkar.

Bestu kveðjur inn í nóttina og vonandi verður ferðin ykkar stórkostleg og kroftug.

www.zordis.com, 9.6.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Samhryggist vinkonu þinni sem þú nefnir svo fallega systur á innri plönum. Góða ferð til Washington. Beauty is pain, þó kannski ekki sjónleysi, þú ert bara dásamleg með glereugun!!

PS: Þetta var fyrsta - og sennilega, vonandi - mín síðasta færsla með svona brosköllum. Eru þeir ekki gersamlega það pebbalegasta, amk notað svona inní texta....??? 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.6.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Góða ferð til Washington. Samhryggist þér með systur þína á innri plönum.


Ég þekki sársaukann sem fylgir því að að óttast að missa fjölskyldumeðlim.
Sonur minn fékk eitlakrabbamein nítján ára gamall, þá nýtrúlofaður.
Ég var einhvern veginn frosin allan tímann sem hann barðist við sjúkdóminn.

En Guði sé lof fyrir að hann lifði hann af og hann lifir góðu lífi í dag.

Svava frá Strandbergi , 10.6.2008 kl. 00:49

7 identicon

Sæl Steina mín.

Mjög hjartnæm færsla hjá þér.Jafnvel í sorginni getur okkur birtst fegurð,það er innri fegurðin, hún fegurst allra fegurða.

Njóttu ferðalagsins með húsbandinu(eins og tíðkast að segja hér á blogginu.

Góður Guð vísi ykkur vegin í landi tækifæranna og  svo heim aftur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 04:02

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Alltaf góð! Líka með sólgleraugun :)

Guðrún Þorleifs, 10.6.2008 kl. 07:14

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég samhryggist vinkonu þinni.

Lífið er alltaf að kenna manni og þú líka

Solla Guðjóns, 10.6.2008 kl. 11:48

10 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mikið innilega finn ég til með vinkonu þinni. Og þér. Það er svo erfitt að horfa upp á vini sína þjást. Og já, lífið er stutt. Og ófyrirséð að mestu. Í raun undirbúningur fyrir dauðann, hvað sem tekur við þá.

Guð blessi þig elsku frænka og varðveiti allt það fallega í sál þinni.

Ylfa Mist Helgadóttir, 10.6.2008 kl. 16:47

11 identicon

God færsla og gedveik SOLGLERUGU

Sigyn (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 18:11

12 identicon

Sæl kæra systir, ég samhryggist þér vegna vinkonu þinnar. Allt hefur upphaf og endi og einnig tilgang þó svo að við skiljum það ekki alltaf.

Sendu góðar afmæliskveðjur til nöfnu minnar og segðu henni að pakki sé á leiðinni. Góða ferð í fríið og heyrumst fljótlega þegar þú kemur til baka.

Kveðja frá Sigrúnu systur í Bolungarvík

Sigrún (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 21:37

13 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Leitt að heyra um þennan sorglega atburð.  Það gæti hjálpað að nota líka hugleiðslustundirnar til að senda ljós og kærleik til allra þeirra sem tengjast þessari sorg.

Langar að skrifa þér tilvitnun í Helen Keller tekna úr bókinni Spirituality, suffering and illness eftir Lorraine M. Wright Doctor í fjölskylduhjúkrun:

"Only through experience of trial and suffering can the soul be strenghened, vision cleared, ambition inspired, and success achieved. The world is full of suffering, it is also full of overcoming it".

Dr. Wright segir sjálf í bókinni og finnst mér orð hennar mjög hjálpleg og sönn: "Suffering is significant to life. In my opinion, the law of the struggle is part of the master plan, part of the "set up". I´ll never quite understand why, but we learn so much about ourselves through our trials. I also know trials can make us into better people." ... "I belive that suffering not only allows us to grow, but draws us powerfully to our spiritual self. I have come to understand that, although suffering continues, peace can simultaneously be experienced as we explore and travel a spiritual journey to recovery."

Gott að heyra að þú ert hjá góðum þerapista. Má ég spyrja hvernig þerapíu hann býður uppá? 

Ef þú hefur áhuga þá er bókin The journey eftir Brandon Bay mjög áhugaverð um það hvernig er hægt á auðveldan markvissan hátt að losa um tilfinningasár sem vilja setjast að í líkamanum, ef við höfum ekki haft tækifæri eða aðstæður til að vinna úr þeim, og valda sjúkdómum og eymslum.

Góða hugleiðsluferð og ljós til þín og þinna, Klara

Sólveig Klara Káradóttir, 10.6.2008 kl. 22:33

14 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Falleg grein um þessa sorglegu atburði. En hún kemur nú með okkur til Washington og það verður nú gaman. Hlakka svo til að spranga með þér um götur Washington og þú með þessi líka skæs sólgleraugu.

Gunnar Páll Gunnarsson, 11.6.2008 kl. 13:06

15 Smámynd: Linda Samsonar Gísladóttir

Kæra Steina mín.

Ég samhryggist ykkur innilega en vona um leið að þið getið notið ferðarinnar og félagsskaparins, því einmitt þegar við erum minnt á hverfullleika okkar er gott að sækja styrk til þeirra sem ður á samleið með.

Góða ferð Steina og Gunnar. 

Linda Samsonar Gísladóttir, 11.6.2008 kl. 17:40

16 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Til hamingju með "litlu systur" á Akureyri, hún er fertug í dag, frúin! :)

Love, Ylfasín

Ylfa Mist Helgadóttir, 11.6.2008 kl. 18:05

17 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Ég hef verið svo lánsöm að fá að horfa á eftir mörgum mér nánum yfir móðuna miklu. Lánsöm segi ég vega þess að það kenndi mér snemma á lífsleiðinni hve lífið er dýrmætt. Það er bara þessi dagur, þessi eina stund.

Aldrei geyma til morguns að segja; fyrirgefðu eða ég elska þig. Hef gert ágæta tilraun með að skapa nýjar minningar með mömmu þó hún sé farin frá þessu tilverustigi. Tók hluta af öskunni og setti í fallega maríuhænuöskju og tek mömmu með hvert sem ég fer og bý til nýjar minningar. Lána hana stundu nánum ættingjum á tillidögum og merkilegt nokk þá virðist þessi tilkomulausa athöfn græða saknaðarsárin mun hraðar en ella. Enda er sorgin oft tengd þeirri staðreynd að maður getur ekki skapað nýjar minningar. Hún fór meira að segja með mér til Venezúela nýverið.

En auðvitað er söknuðurinn sár fyrst og ekkert hægt að gera nema leyfa honum að vera það sem hann er. Mæli þó með gamanmyndum eða að vera út í náttúrunni.

Þín andans systir er lánsöm að eiga þig að og sér í lagi að fá þig aftur heim, andans endurnærða eftir hugleiðslur í tonnatali:) í USAnu...

Birgitta Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 18:20

18 Smámynd: Heidi Strand

Takk for det vakre som du skriver. Det gjorde så godt å lese dette. Det er så trist når folk blir revet bort fra sine kjære.
Her har det også vært tunge dager, men livet er ikke akkurat slik som man helst ville ha det.
Håper at du får en riktig god tur til Amerika kjære Steina.

Heidi Strand, 12.6.2008 kl. 16:09

19 Smámynd: Þröstur Unnar

Kveðja og samhyggð til þín, frá "fugli á grein".

Þröstur Unnar, 12.6.2008 kl. 19:48

20 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru öll takk fyrir yndisleg komment við færslunni. ég svara betur þeim spurningum sem eru þarna þegar ég hef meiri tíma, er á leið í flug núna eftir smá stund og hef verið á fullu í vinnuni til að ná þeví sem ég þarf áður en ég færi .

knús í krús til allra.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 04:13

21 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða ferð

Guðrún Þorleifs, 13.6.2008 kl. 06:36

22 Smámynd: Elín Björk

Svo satt að við gleymum okkur allt of oft í lífsgæðakapphlaupinu að við gleymum að lifa. Við höfum víst bara hér og nú, hvorki meira né minna.
Knús á þig Steina og góða ferð til USA

Elín Björk, 13.6.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband