Færsluflokkur: Sjónvarp

jólahugga í Lejre

Halló frá Lejrekotinu.foto_460.jpg

Frívika framundan, eða næstum því.  Ég fer þó á fund á fimmtudaginn og á föstudaginn fer ég með skólanum í jólaferð til Malmö í Svíþjóð.

Ég og Sól erum hérna saman í huggu, eins og svo oft áður. Gunni er í mannapartý hérna við hliðina. Það hittast cirka 30 kallar, alltaf á þessum árstíma, keppa í mannakeppnum, borða baunasúpu , fullt af kjöti og drekka einhver ósköp af snaps.

Þannig að ég og Sól njótum þess að vera hérna með smá kvennasælu.

Við fórum í dag að sjá leiksýningu í leiklistarskólanum sem Sól er í. Það var mjög gaman. Á eftir fórum við í verslunarmiðstöð í Hóraskeldu og keyptum smá aðventugjafir til hvers annars. Þegar við komum heim fórum ég og Sól að horfa á bíómynd og höfum gert það síðan.
Það er mikið um að vera í þessum jólamánuði. Við eigum eftir að klára gjafirnar til Íslands og senda þær. Við eigum eftir að baka eitthvað og klára það konfekt sem við vorum byrjuð á.

Við förum í jólaboð í einum matarklúbbnum sem við erum í. Einn saumaklúbbur, sem verður hjá mér á miðvikudaginn.  Ég ætla líka að skrifa einhverjar greinar sem ég þarf eiginlega að byrja á á morgun.

Eins og flestir erum við langt á eftir þeirri áætlun sem við vildum vera á.  Við sendum sennilega engin jólakort í ár, það er þó ekkert nýtt því ég næ því aldrei.
Einu sinni sendi ég jólakortin í janúar !

foto_462_744642.jpg

Á morgun ætlar Gunni á jólaball með Sól og barnabörnunum, ég verð heima að vinna.

Ég sé fram á kvöld með hverjum jólakalandernum á eftir öðrum,.Þannig er það alla desembermánuði á þessu heimili. Sól sappar frá einni stöðinni á aðra til að ná þessum herlegheitum. Jólakalander er skemmtileg og góð hefð hérna í Danmörku sem allir fylgjast með í hérna í danaveldi.
Set inn vídeó með smá frá tveimur julekalender :
Mikkel og Guldkortet og The Julekalander, sem er uppáhaldið okkar hérna. Það var sýnt fyrir mörgum árum hérna og við erum miklir aðdáendur þessa þátta og njótum þess að sjá þá endursýnda núna.

Sá þriðji sem ég set inn, er snilld !!!  Jul på Vesterbro, við eigum það meira að segja á dvd !!

Jólin eru á svo margan hátt svo dásamlegur tími, en ég veit þó að það eru margir sem ekki hafa það gott á þessum tíma. Það er fleiri og fleiri fjölskyldur sem ekki eiga pening fyrir mat  eða jólagjöfum hérna í Danmörku. Margar fjölskyldur eru að missa heimilin sín á þessum tíma, bæði hér og þar. Þetta er líka erfiður tími fyrir fjölskyldur sem hafa eitthvert áfengisvandamá á heimilinu og það eru margar fjölskyldur.

Einnig eru margir sem láta lífið fyrir okkur á þessum tíma, svo við getum haft góðan mat á borðum, þeim megum við ekki gleyma að þakka.

Verum góð hvert við annað á þessum tíma, brosum til hvers annars og gefum hvert öðrum allt það jákvæða sem við eigum í okkur.

Hugsum aðeins út fyrir okkur sjálf, til annarra. Falleg hugsun gerir kraftaverk, það er gott að hafa í huga.

Það eru jólin !

Kærleikur í hjartanu til Lífsins !

 

 

 

 


Talent 2008...

 

Núna er byrjað enn eitt talent show hérna í Danmörku sem ég og Sólin mín komum til með að fylgjast með í vetur. Set inn litlu Mæju sem söng í gær, hvað skildi hún hafa verið í sínu fyrra lífi? 

Ég er veik núna svo ég skrifa ekki meira en ÞETTA........

 

 


Dagur úr lífi Steinunnar..... myndir af myndum af lífi

_MG_7225_MG_7209Eins og ég hef skrifað þá er myndin komin, ég skoða hana aftur og aftur og reyni að sansa þessa litlu stelpu, og kannski tekst mér að sameina essensin frá fortíðinni við essensin í nútíðinni.
Það er bæði gaman, skrítið og erfitt að skoða kvikmyndina.
Allar tilfinningar koma upp .
Núna ætla ég að rífa mig frá myndinni í dag, er á leið í skógarpiknik með fullt af vinum.

Ég er að byrja á spennandi process sem ég af og til deili með ykkur.....

Tók myndir af myndinni, set nokkrar inn. Er held ég, byrjuð á verki .....
Kærleikur og Ljós á netheim.

_MG_7387

 _MG_7389


þegar fortíðin kemur í lit....


IMG_6538Það gerðist svolítið svo gott í dag, ég fann fortíðina, og er svo lánsöm  að ég get horft á hana og skoðað í krók og kima, rannsakað og séð hvað hafi gerst sem gerði það sem gerðist.

Kannski gerðist ekkert en sennilega hefur eitthvað gerst inni í mér sem hefur áhrif  á vitund mína í dag,

kannski  !

Ég hef fundið í nokkurn tíma að leitin að fortíðinni er nauðsynleg
Líkaminn minn gefur mér merki eftir merki þar sem undirmeðvitundin mín er að segja mér að þarna og þarna liggi sársauki. Kannski út frá vanrækslu, sennilega hefur hitt og þetta haft meiri áhuga minn en þessi kroppur sem er ekki ég, en þegar vel er skoðað er gott að muna að hann lánar sig til mín á meðan ég er hér.

Það sem maður lánar passar maður upp á. IMG_6542

Þegar ég var lítil telpa, bara tólf ára snót í sveitinni, kom kvikmyndafólk frá Danmörku og gerði hálf tíma kvikmynd um þessa litlu sveitasnót.

Snótin hoppaði og skoppaði yfir móa og mýri og lét kvikmynda sig í bak og fyrir.

Hún skildi ekkert í þessu framandi tungumáli sem var talað í kringum hana í nokkrar vikur en brosti bara sínu blíðasta til þessa dásamlega fólks sem var alltaf að kvikmynda hana.

Í dag er tungumálið hennar og það væri gaman að hlusta til baka og skilja það sem sagt var með þeim skilningi sem er hennar í dag.

Í dag skrifaði ég sem fullorðin kona sem í næstu viku verður ennþá meira fullorðin til Danmarks Radio og spurði góða konu um myndina , kl var 10.00.

Klukkan 10.09 fékk ég netpóst, þar sem hún tjáði mér að hún hefði fundið fortíðina mína í lit og ég gæti fengið hana í pósti á næstu dögum !

Það verður skrítnara en skrítið að sitja og skoða sig að framan og aftan í hinu og þessu lífi sem ég lifði og gerði þegar ég var aðeins 12 ára.

Það sendur þetta um myndina:

Beskrivelsen lyder: Børneudsendelse. Om den 12-årige pige Steinunn, der bor i den lille by Vik på Islands sydkyst. Der gives et indblik i hendes dagligdag, idet man ser hende passe et barn, drikke kaffe i hjemmet, på ridetur med sine kammerater i den storslåede natur, på fisketur med sin far, svømme i et svømmebassin, spille plader på sit værelse og på cykeludflugt med sine kammerater. Fåreskilning, hvor børn og voksne går rundt i en centralt beliggende fold og fanger deres øremærkede får, de kommes over i beliggende folde, og drives hjem af ryttere og heste .

Það er ekkert annað en gjöf að hafa möguleika á að fara svona aftur í tímann og skoða sig þegar maður var næstum því nýfallin snjór.

Fara til baka og sameina sig þessari stelpu sem var ekkert annað en yndisleg.

Taka það besta frá fortíðinni og sameina því nútíðinni, það ætla ég að gera við þessa gjöf.

Núna er föstudagur og sólin skín á mig og okkur hérna í sveitinni.

Ég ætla að vinna í garðinum mínum alla helgina og mánudag og þriðjudag líka.

Megi sólin skína á ykkur líka

_MG_6552


Langar að deila með ykkur honum Martin frá Jótlandi

Kæru öll ! Hann þessi litli drengur vann x factor hérna í Danmörku. Hann er bara 15 ára, og að okkar mati hérna í DK snillingur. Sendi þessum litla manni hamingjuóskir og vona að hann getir haldið sér á þeirri braut sem hann er núna. Það fer nefnilega oft illa fyrir barnastjörnum. Martin er frá Jótlandi og er algjör sveitastrákur ! Blessi ykkur öll !

 


Hugur Fílls og ég, nútíð, fortíð, framtíð.

elephantgirlcl0-1Laugardagur og ósköp ljúft hérna heima. Vindurinn hamast á gluggunum. Reyndar eina skiptið sem ég upplifi smá pínku lítinn vetur í ár..
Það er þó ekkert vetrarlegt. Rósirnar eru komnar með knúppa, runnarnir eru með fyrstu fögru grænu blöðin, en ég læt eins og það sé smá vetur því það er svo huggulegt.

Við erum einar heima mæðgurnar með öllum blessuðum dýrunum.
Gunni fór að hjálpa Sigyn stóru dóttur okkar og Albert manninum hennar að þrífa veitingastaðinn sem þau voru að kaupa. Þetta er fiskiveitingarstaður við ströndina á Norður Sjálandi. Mjög flott og á frábærum stað, alveg við hafið dásamlega.  Ég fór ekki með því ég er, eða eiginlega á að vera að skrifa grein um Ísbirni og hvernig þeim vegnar á jörðinni í dag og sennilega á morgun líka ! Sólin, Lappi og ég fórum þó í göngutúr í rokinu. Fórum heim til Sigyn og Albert að gefa Rósu og Birni (kanína og hamstur) að borða og drekka. Ég hef  þó eiginlega bara  verið að lesa með teð mitt og notalegheit.Gerði líka smá pönnsur, það passar svo vel við svona daga.

Hef setið og lesið og lesið í dag, hef hreinlega varla getað sleppt þessari bók sem vakti í mér óhugnuð, samkennd, sársauka, sorg, gleði og allt þar á milli.
Bókin heitir Under en strålende sol eftir Khaled Hosseini !9788777148378
Þetta er sami rithöfundur og skrifaði Drageløberne ( ég held að hún heit  Drekahlauparinn á íslensku)
Ég hef lesið Drekahlauparinn líka og snerti hún mig svo djúpt.
Þessi bók sem ég kláraði fyrir augnabliki er ekki síðri, ég mæli með henni.

Á morgun fer ég til Malmö að hitta hugleiðslugrúppuna mína sem er þó svo margt annað líka. Við erum að fara að skrifa grein um þessi átök á milli Íslamista og Danmörku. Það verður spennandi því við erum með mjög ólíkar skoðanir. Það verður spennandi að sjá hvort við getum fundið essensinn af því sem við meinum og skrifað góða grein um það.

Í gærkvöldi horfðum við á X faktor, eins og alltaf. Ég algjörlega heilluð af einni sem heitir Heidi ! Ég verð eiginlega algjörlega lömuð af að hlusta á hana, hún snertir allt í mér í hvert sinn. Hún fær mig til að gráta, ég fæ hreinlega gæsahúð um allt þegar hún syngur. Að mínu mati er þarna sannur, sannur djúpur listamaður sem á eftir að setja spor sín í tónistaheiminn, þar sem tónlistaheimurinn er með til að lyfta þeim sem hlusta aðeins hærra í meðvitundinni. Endilega gefið ykkur tíma til að hlusta á Heidi hérna fyrir neðan.

Í næstu viku byrjar vinnan og þá verður lítill tími til að blogga, en þið sem komið oft ættuð að vera farinn að þekkja þetta munstur, oft, sjaldan, aldrei!!

Blessun til ykkar allra frá gamla Konungaveldinu, Lejreweek01-1


Daily Show John Stewart. og Island, mjög skemmtilegt !!


Þetta er alveg magnað, Keith Olberman's special comment

 Já ég er í sumarfríi, en ég varð að setja þetta inn, þetta er svo magnað !!Ég hvet ykkur til að hlusta og sjá !

Ljós og Kærleikur til ykkar allra 


Fyrsta viðtal við Michael Moore í 5 og 1/2 ár

Hann er alveg snillingur, og með hjartað á réttum stað. Ljós og Kærleikur til ykkar

Þvílík fegurð í dansi hests og konu


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband