Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Við erum öll Nelson Mandela
22.12.2013 | 11:46
Í gær hafði ég tíma til að hugsa smá yfir það sem síðasta ár, gaf mér af lífsreynslu. Það er ekki lítið. Árið hefur sennilega verið mitt áhrifaríkasta ár, frá upphafi. Það skemmtilega er að ég segi það á hverju ári, sem þýðir bara eitt, að með hverju árinu, fær ég fleiri spennandi verkefni en árið á undan.
Fyrir mér þýðir það, að ég leysi þau verkefni vel af hendi, sem mér eru færð á hverju ári. Það er ekki alltaf jafn auðvelt að sjá það í augnablikinu, hvort ákvörðun er rétt eða röng. Stundum vil einhver hluti af manni, ekki sleppa, á meðan einkennileg orka tekur yfir og maður hefur sagt, B, þegar maður ætlaði að segja A, en svo með tímanum getur maður séð, að B, var besta lausnin.
Árið hefur sett mig í ótrúlega margar hræðslutilfinningar. Þar sem ég hef þurft að taka ákvarðanir, með kvíðann í maganum og allar tilfinningar þandar eins og bogi. Ég hef upplifað að sitja með húðina spennta eins og boga, af kvíða fyrir því sem ég er að gera. Ég hef kastað mér út í verkefni, sem virka algerla út í kött. En ég hef fundið þessa orku taka yfir og ég kasta mér út í djúpu laugina, án þess að ég kunni að synda.
Stærsta verkefnið er að sjálfsögðu GRO Akademi. Ég var í góðri og vel launaðir vinnu, sem skólastjóri í listaskóla. Verkefni sem ég með tveimur öðrum settum á laggirnar fyrir 11 árum. En ég var ósátt við margt sem hafði þróast í gegnum árin. Það var í raun ekkert að neinu, en ég hafði þróast í aðra átt, heimurinn er að þróast í aðra átt og ef verkefnið ekki fylgir þróuninni, þá er verkefnið dauðadæmt. Svo var með listaskólann.
Gro, byrjaði með ólíkindum. Við höfum haft undirbúningsvinnu í tvö ár, með fundum og fleiri fundum, með yfirmönnum sveitarfélagsins í Lejre. Lengri saga, sem ég nenni ekki inn í og þið ábyggilega nennið ekki að lesa. En í ágúst, leigðum við lestarstöðina í Hvalsø/Lejre og erum enn á fullu að byggja upp. Ekki bara auðvelt, en mjög spennandi fyrir okkur að sjá drauminn rætast. Fókus er núna að vinna með ungt fólk sem þarf á hjálp að halda til að fara út í lífið og takast á við það. Við erum með Grafíska hönnun, myndlist/sköpun og hugleiðslu. Hugleiðslan er svo mikilvæg. Ég vil meina og það er í raun eitt af mínum hjartans málum, að hugleiðsla geti komið í staðin fyrir margt af þeim lyfjum, sem við troðum í þetta unga fólk. Hugleiðsla er leið að lífshamingju, einbeitingu, finna innri ró og svo margt annað.
Ég vil vera með til að nota hugleiðslu með því fólki, sem virkilega þarf á því að halda. Hugleiðsla er vel þekkt hjá mörgu fólki, en ekki því fólki sem virkilega þarf á þessu verkfæri að halda. Við tökum hugleiðslu inn sem daglegt verkfæri.
Við erum líka að opna lífrænt kaffihús, lífrænan matjurtargarð og litla verslun. Við erum með allavega uppákomur. Námskeið, fyrirlestra, fastar hugleiðslur á fullu tungli og fl. Stærðar verkefni, sem við fáum fleira og fleira fólk inn til að hjálpa okkur. Það verst hefur verið að við erum tvö sem höfum ekki unnið neitt með, að ráði í annarri launaðri vinnu, en erum þarna alla daga, við þénum enga peninga eins og er. Ferlega erfitt oft á tíðum, en við finnum að við erum að skapa eitthvað sem er stærra en við sjálf, þess vegna er bara ein leið, að halda út, halda út, halda út .
Einnig hef ég verið mikið á ferðalögum, sem hefur verið ótrúlega spennandi, en líka mikil vinna. Engin af ferðalögunum eru bara ævintýri, en vinna og aftur vinna. Ég hef kynnst ótrúlega mörgu dásamlegu fólki á þessum ferðalögum, það hefur opnað vitund mína fyrir nýjum heimi, sem gerir að ég verð betri og betri til að skilja heiminn og mannkyn.
Við í Gro fórum í vinnuferð til Íslands í maí, það var dásamlegt. Við vorum flesta dagana í mínum dásamlega heimabæ, Vík.
Vík klikkar aldrei.
Í vor var ég í New York í 10 daga, vinna, gaman, vinna, gaman. Þaðan fór ég í hvíldarviku til vina minna sem búa á dásamlegum stað inni í skóginum í Massachusetts. Þaðan fór ég svo í dásamlegt ferðalag í Kanada. Ég ferðaðist frá stað til stað, með námskeið, um samvinnu á milli dýraríkisins og mannkyns. Þetta var ótrúlega spennandi og gefandi. Hitti alveg ótrúlega margt spennandi fólk, sem ég kem til með að bera í hjarta mínu alla tíð.
Í Nóvember fór ég til Póllands, gaman og stutt. Í nóvember fór ég líka til Ísrael, vann þar með kærum systrum, kynntist góðu fólki. Ég var líka í Palestínu, áhugavert og kynntist öðru góðu fólki þar. Fer aftur á næsta ári, þriðja árið í röð sem ég verð á þessum slóðum. Ég kynnist þessum löndum betur í hvert sinn, sem gefur mikinn skilning á lífinu á þessum slóðum og þeim átökum sem eiga sér stað.
Í byrjun desember fór ég til Andalúsíu, þar sem ég vann annað verkefni með kærri vinkonu, fyrsta verkefnið okkar af mörgum. Við erum pantaðar þangað aftur í mars 2014.
Lífið hefur verið dans á rósum og þá meina ég dans á rósum, stundum, mjúkt, stundum þyrnar sem stinga.
Ég trúi því alla leið inn í mitt dýpsta, að við sem mannkyn verðum að vera með til að byggja nýjan heim. Við verðum að fylgja hjarta okkar og finna nýjar leiðir, fyrir framtíðina. Það þýðir hugrekki, það þýðir vilja, það þýðir, að sjá sig stærri en maður heldur að maður sé, það þýðir að hugsa út yfir þann kassa sem við erum vön, það þýðir að rétta höndina í áttina, að hvert öðru til að lyfta lífinu saman sem eitt, í áttina að því góða.
Það er engin sem gerir þetta fyrir okkur, en okkur er hjálpað, við þurfum bara að taka á móti þessari hjálp og vera með í því að skapa betri heim.
Ég hef oft verið skelfingu lostin, vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið, því ég er öryggisfíkill, en ég hef orðið að fylgja orkunni, því, hvað er raunveruleiki: húsið mitt, bíllinn, minn, peningar???? Nei, ég veit, það er ekki eitthvað sem ég trúi, en ég veit, að allt það er bara ímyndun, raunveruleikinn er stærri, raunveruleikinn er dýpri, raunveruleikinn er ljósið sem við öll skiljum, hlýjan um hjartað þegar við sjáum eitthvað fallegt gerast í lífinu og við fáum tár í augun, sem við ekki alltaf skiljum. Það er samkenndin fyrir öllu lífi, samkenndin fyrir móður jörð. Það er meira virði, en vasi, mynd, bíll eða hús.
Við verðum öll klökk yfir öllu því sem Nelson Mandela gerði fyrir okkur, en við gleymum, að við erum öll Nelson Mandela, við erum ekki eitthvað sem bara fær ljósið inn frá öðrum, við erum líka þau sem eru með ljósið, sem við getum valið að streymi út til heimsins, til að skapa þann heim sem er bestur fyrir heildina.
Hvað dreymir þig um?
Hvernig getur þú látið drauminn rætast?
Þetta er svona einfalt!!
Það er ekki eitthvað sem ég segi, ég hef lifað það, ég hef gert það, ég lifi drauminn minn núna, hvort sem það á tímum er gott eða slæmt, ég er í flæði, þar sem allt sem ég gat ímyndað mér að gæti gerst í lífi mínu er að gerast.
Það koma óvæntir hlutir inn, sem ég ekki alltaf er jafn ánægð með, en það er til að styrkja mig og gefa nýja vídd í verkefnin. Seinna, get ég alltaf séð styrkinn í því.
Það koma líka óvæntir hlutir inn, sem lyfta mér í hæðstu hæðir og ég þar sem ég er í þróuninni, hefði aldrei getað óskað mér þess, vegna þess að ég hafði ekki vitund til að óska þess.
Næsta ár, verður jafn, ef ekki meira af einhverju til að leysa. Ég er á leiðinni til Ástralíu í janúar, verð þar í nokkrar vikur. Við eigum engan pening, en ég veit að þetta er mikilvægt, eitthvað sem ég þarf að gera (sem betur fer á ég góðan mann, reyndar þann besta, sem skilur), þess vegna fer ég.
Ég er á leiðinni til Argentínu, í júní, líka mikilvægt verkefni, Kanada, nokkur námskeið og margir aðrir staðir sem ég er að fara til í 2014. Ég veit ekki alltaf hvers vegna, en ég veit að þannig er það bara. Ég hef séð á öllu þannig er það bara að það var mikilvægt að fylgja því, á einn eða annan hátt.
Einu sinni skrifaði ég: Each time a human being strives towards the beautiful or the good, in the form of a painting, a sculpture, a song, a silence, politics, a thought, new ideas - or a wish - for oneself, ones family, for ones town, for ones country, for Mother Earth or for the Universe, this human being becomes equal to the Angels of Gods Hand.
Núna lifi ég þessar hugsanir sem ég einu sinni skrifaði.
Hvað dreymir þig um, viltu deila því með okkur og sjá svo hvernig það þróaðist í lok 2014.
Ég elska lífið, ég elska það sem ég mæti, kannski ekki allta í augnablikinu, en alltaf á eftir, því einungis þannig get ég orðið meistari í lífinu.
Hafið falleg jól elsku fólk og sendi Blessun til dýrann
Friðsamleg stund í Gro Akademi.
23.8.2013 | 11:14
Hérna er bara ég, allir hinir eru farnir. En ég nýt þess að vera ein hérna og finna orkuna í húsinu.
Á sama tíma eftir viku, verður opið hús í tilefni af menningarnótt í bænum.
Hef heyrt að margir séu á ferðinni á menningarnóttum, svo hérna verður örugglega fullt hús af skemmtilegu fólki.
Við bjóðum upp á sýningu hérna í skólanum með topp myndlistarmönnum, enda mjög flott rými með hátt til lofts. Næsta vika verður málað og málað, mest í hvítu, en notum þó aðra liti líka.
Hérna í Danmörku er fallegt haustveður, sólin ekki eins hátt á lofti og vanalega og skuggarnir orðnir langir. Ég elska þessa árstíð. Ávaxtatrén eru svo of troðin af ávöxtum, þetta árið, við getum á engan hátt notað, allar plómurnar og eplin sem eru að sliga trén í garðinum okkar. En eitthvað ætla ég að týna um helgina, til að sulta fyrir veturinn. Ég elska plómur og epli, á morgunmatinn minn.
Það er rólegt og það er notalegt. Eina sem er á hreyfingu hérna í húsinu, er húsfluga, sem vill vera í námunda við mig, það má hún að sjálfsögðu.
Margar hörmunar eru að gerast úti í heimi og það getur verið erfitt að fylgjast með og sjá hversu margt fólk hefur það erfitt og að við í raun getum gert svo lítið.
Ég veit að hugleiðsla virkar, svo í gegnum hugleiðslu, sendi ég kærleika og heilun til þeirra sem á þurfa að halda, vitandi að það hefur áhrif.
Ég er á leiðinni til Ísrael/Palestínu eftir 5 vikur. Þar ætla ég ásamt góðum vinum að vinna hugleiðslustarf, eins og ég gerði í fyrra. Það þýðir ekkert að gefast upp, þó hlutirnir gerist hægt. Það ansi mikil þróun í gangi þar á meðal fólksins, þar sem allavega samvinna er reynd á milli gyðinga og Palestínubúa. Ég fer meðal annars að hitta fólk sem er að vinna að þessum málum, til þess hlakka ég mikið til.
Ég er sátt og ánægð, en svolítið slöpp. Hefði getað málað, hérna, en hef einhvernvegin ekki krafta, enda sennilega með smá hitavellu ennþá.
Þegar það gerast svona miklar hörmungar úti í heimi, nýt ég þess að upplifa lítið, vera í augnablikinu og hafa ró til þess, án þess að þurfa að óttast neitt.
Í gær var svolítill merkisdagur hjá okkur hjónum. Fyrir fjórum árum, vorum við plötuð ansi harkalega af nánum vin, sem við treystum. Sem gerði það að við höfum í þessi 4 ár, borgað mjög háar upphæðir mánaðarlega, fyrir utan lögfræðireikninga og annarra upphæða sem fylgdu þessu máli.
Engin trúði að við gætum þetta. Bankinn vildi ekki hjálpa okkur, engin gat hjálpað okkur og við vorum hvött til að láta setja húsið á uppboð.
Við áttum mjög erfitt á þessum árum, mikil örvænting var hjá okkur báðum, sem hafði áhrif á allt í kringum okkur.
Við settumst niður saman, ákváðum að standa saman og komast í gegnum þetta, tvö, án hjálpar frá öðrum.
Í dag fjórum árum seinna, erum við búinn að borga allt, síðasta greiðslan var send í gær. Samband okkar hefur aldrei verið betra og við erum farinn í gang með nýtt verkefni., við tvö og þrír aðrir Stærsta hjálpin í gegnum þessa krísu, var hugleiðsla og mikil vinna með Joyful Evolution. Sem er þerapíuform, sem ég nú hef lært, til að geta hjálpað öðrum. Við höfum bæði, Gunnar og ég, farið í gegnum þetta þerapíuform, til að vinna úr hræðslunni/óttanum fyrir að missa, óttanum við það óþekkta og svo ótrúlega margt annað gott og gagnlegt.
Þegar óttinn ekki ræður ríkjum, þá getur maður farið á vit nýrra ævintýra, eftir svona áfall og það höfum við gert
Ég sagði upp skólastjórastarfi mínu, til að helga mig þessu nýja verkefni okkar. Ég hef ekki misst trúna á samferðafólkið mitt, þó svo að nú viti ég að það er fólk þarna úti, sem svífst einskis til að afla sér peninga. En ég veit líka að það er fólk þarna úti, sem gjarnan vill lyfta ævintýrum saman.
Ég er þakklát fyrir þessa reynslu sem við fengum, sem gerir okkur sterkari saman en nokkur tímann áður, nógu sterk til að takast á við annað stórt og spennandi verkefni saman.
Við hefðum getað splundrað öllu og sett heimilið á uppboð, þegar engin trúði að við gætum komist í gegnum þetta. En við völdum að vinna mjög mikið í fjögur ár og klára þetta saman.
Ég er svo innilega sátt við þá ákvörðun.
Þess vegna sit ég hérna í Gro Akademi. Stórt hús á lestarstöðinni í bænum. Fullt af ótrúlegum möguleikum. Fólk laðast að verkefninu eins og flugur að hunangi, og vill vera með til að lyfta upp ævintýrinu með okkur. Við fáum alla þá aðstoð sem við þurfum.
Enn og aftur segi ég, lifðu drauminn.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Can we meet problems of our own subconscious which is from our family or colleagues?
18.4.2013 | 12:21
Blessuð dýrin enn og aftur
14.4.2013 | 11:11
a boy picking something up and gently throwing it into the ocean.
Approaching the boy, he asked, What are you doing?
The youth replied, Throwing starfish back into the ocean.
The surf is up and the tide is going out. If I dont throw them back, theyll die.
Son, the man said, dont you realize there are miles and miles of beach and hundreds of starfish?
You cant make a difference!
After listening politely, the boy bent down, picked up another starfish,
and threw it back into the surf. Then, smiling at the man, he said I made a difference for that one.
Blessuð dýrin
12.4.2013 | 06:26
Hundanir tjúllast á hverjum morgni þegar ég hreyfi stóru tánna uppi í rúmi, algerlega óþolandi vani hjá þessum annars illa upp öldu hundum. Vil taka það fram að þeir haga sér eingöngu illa hjá mér, ég hef einhver óþekku áhrif á á þá, enda engin uppalandi, hvorki fyrir börn né dýr.
Sé heiminn of mikið sem leikrit og á oft erfitt með að taka hluti of alvarlega, þegar að þessum blessuðu dýrum kemur, vil bara elska þau og gefa þeim kærleika, sumir myndu segja að einmitt með því að ala þá upp, gæfi ég þeim kærleik, en ég sé einhvernveginn alla hunda í heiminum, eins og einn hund, þannig að það þarf að vera litfagurt, ólíkt á öllum stöðum.
Margir hundar eru ferlega vel upp aldir, gera allt sem húsbóndinn segir þeim, mér finnst það svolítið soglegt, dettur alltaf í hug, kúgaður einstaklingur, sem fær ekki að hafa sjálfstæða hugsun, en er stjórnað til hins minnsta. Hvar er plássið til að taka eigin ákvarðanir og finna sína eigin nýju hugsun, það er ekkert pláss fyrir það. En ef við höldum okkur við þá hugsun mína að allir hundar á jörðinni séu einn hundur, með eina sál og eina undirmeðvitund, sá kemur sú reynsla inn með mínum hundum, þeir taka fullt af eigin ákvörðunum, eru elskaðir skilyrðislaust, þrátt fyrir alla vitleysuna og átökin sem kennir okkur hér á bæ og stóra alheimshundinum.
Það versta sem við gerum að mínu mati sem mannkyn gagnvart dýrunum, er að taka frá þeim möguleikann á að þroskast og læra á meðan þau eru hérna, það eru mörg húsdýr sem verða fyrir því.
Verkssmiðjudýr, eins og ég vil kalla þessar elskur, missa algerlega af þeirri upplifun að hafa möguleika á að þroskast, fá aldrei að taka eigin ákvarðanir eða fá aðra upplifun en vonda. En nóg um það, ætla að hitta vin minn frá hinum hnettinum eftir smá stund.
Góðan föstudag heimur
Ég hef svo verið að furða mig á þessu við hinn og þennan og haldið að ég væri bara ekki í lagi.
10.4.2013 | 14:50
Margt gerist í þessu lífi sem eykur skilnings manns á manni sjálfum. Eins og fram hefur komið hef ég í langan tíma verð í mikilli innri vinnu. Það er ekkert alltaf voða gaman, tvo skref fram og eitt afturábak.
Ég hef nú í næstum því eitt ár, verið á einhverjum einkennilegum stað, með skilning minn á líkama mínum. Ég hef verið að læra að skilja hans tungumál og að hafa falleg og jákvæð samskipti við hann.
Þetta hefur gengið upp og niður, stundum ferlega vel og ég hef svifið á skýjunum og í önnur skipti bara niður á við og ég verið á barmi örvæntingar.
Ég sem manneskja sem hef stjórn á flestu í kringum mig, stunda andlega vinnu og aðra spennandi vinnu og ég get ekki einu sinni verið í eðlilegu sambandi við líkama minn, þvílíkt pirrandi.
En ég verð að segja að þetta er svo hollt og þetta er í raun og veru þar sem flest mannkyn stendur í einn eða annan hátt. Bæði það sem varðar peninga eða mataræði og hömluleysi á margan annan hátt. Við höfum litla sem enga stjórn á þessum málum.
Í gær skildi ég svo allt í einu, á öðru plani en venjulega hvernig stendur á þessu, hvað er það sem veldur því að ég hreinlega hef engin tök á þessu, á milli þess sem ég hef tök á þessu.
En aðdragandinn er sá að ég sem mörg ykkar vita, hef verið í alla veganna fráhaldi og aðhaldi og ofáti og búlumínu og mallamíu og ommulíu frá því ég man eftir mér.
Ég hef verið eins og harmonikka alla tíð, upp og niður og líf mitt hefur verið mjög upptekið af þessu. En ég geri mér líka grein fyrir að ég er margt annað en þetta, en þetta er svona rennibraut með hinu öllu skemmtilegu, eða miður skemmtilegu.
Ég hef stundað daglega hugleiðslu í mörg ár, mikla andlega vinnu og verið í þerapí. Ég hef í 9 ár verið í þerapí, sem kallað er Joyful Evolution. Þetta er vinna þar sem er unnið að því að skapa fallegt samband á milli þin, hið meðvitaða ég og undirmeðvitundarinnar. Ég hef sjálf tekið námið sem leiðbeinandi og svo eftir það unnið í tvö ár sem leiðbeinandi í þessari tækni svo ég þekki þessa vinnu mjög vel.
Svo gerðist það fyrir rúmlega ári síðan, að ég hætti í öllu aðhaldi og fór að reyna meðvitað að vinna með líkamanum og mínu innra. Þetta hefur eins og fyrr er sagt verið upp og niður ferðalag. Ég hef skilið að það eru hlutar í mínu innra sem hafa hver sínar þarfir og hef eftir bestu getur unnið að því að skapa fallegt samband á milli mín og þeirra allra.
Undanfarið hef ég þó verið á mjög skrítnum stað, þar sem ég hef haft tilfinninguna, að vita ekki hvað er mikið eða hvað er lítið. Hvað er lítill matur og hvað er mikill matur. Sama á við um peninga, hvað er mikill peningur og hvað er lítill peningur, þetta hefur allt í einu verið mjög abstrakt fyrir mér, ég hreinlega hef ekki fattað hugtakið mikið eða lítið. Áður var þetta bara þannig að svona var þatta bara, svona gerum við þetta bara, án mikillar hugsunar á bak við ákvörðunina.
Ég hef svo verið að furða mig á þessu við hinn og þennan og haldið að ég væri bara ekki í lagi.
Í gær er ég svo enn einu sinni að segja frá þessu og í því að ég er að klára að segja frá þessum vanmætti, þá skil ég hvað er vandamálið, ef vandamál skildi kalla, því að í raun er ég komin á dásamlegan stað, þegar ég skil af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru.
Ég hef í svo mörg ár verið að vinna með undirmeðvitundina á Kærleiksríkan hátt. Verið að vinna með, þann sem stjórnar, , þann sem er reiður , þann sem upplifir sig misskilinn, þann sem er einmanna, þann sem er sorgmæddur, frekjuna, eyðsluklónna, ofætuna, ekki ætuna og svo mætti lengi telja.
Í gær skildi ég allt í einu að það var ekki neinn frá undirmeðvitundinni sem tók yfir og var að ráðskast með hvorki mat né peninga. Þessir partar í mér sem hafa verið meistarar í þessum málum og hafa stjórnað yfir höfuðið á mér, eru nú að vinna með mér en ekki á móti eða ekki á bak við skjöldinn. Þannig að nú er það hin meðvitaða ég, sem þarf að læra að taka við og vinna með líkamanum en ekki á móti, þar sem einhver partur frá undirmeðvitundinni bara stjórnar með harðri hendi, eins og hefur gerst alla tíð.
Ástæðan fyrir að þetta svæði (hvað er mikið eða lítið af hverju sem er, hvað er að eiga mikið, eða eiga lítið, hvað er að kaupa mikið, eða kaupa lítið)) er svo óþekkt fyrir mér nú orðið, er að þetta er óþekkt fyrir hina meðvituðu ég.
Núna verða margir eflaust mjög undrandi, en þannig er að Harvard háskólinn gerði fyrir nokkrum árum rannsókn á hversu mikið við stjórnumst frá undirmeðvitundinni og það kom fram, að í kringum 98% af öllum ákvörðum sem við tökum, eru ákvarðanir sem við tökum frá undirmeðvitundinni. Sem segir okkur, hversu lítið við í raun og verum erum herrar í eigin meðvitaða húsi.
Undirmeðvitundinn er hluti af okkur, eins og sálin, á því leikur engin vafi, en við erum í litlu eða engu meðvituðu sambandi við undirmeðvitundina.
Það sem ég hef svo séð er að í gegnum alla þessa vinnu með undirmeðvitundina, er undirmeðvitundinn búinn að sleppa tökum á peningamálum og matarmálum, sem þýðir að ég hið meðvitaða ég, verð að fara að taka ábyrgð á mínum peningamálum og matarmálum, með samvinnu við líkamann og þeirri visku sem er í betra sambandi við hið æðra og ytra umhverfi, en undirmeðvitundinn er.
Undirmeðvitundinn er dásamleg orka, sem ég mæli fullkomlega með að læra að vinna með, því þaðan kemur líka mikil viska og mikil þekking, en þetta þarf allt að vera í samvinnu við hið meðvitaða ég, ekki ómeðvitað eins og oftast er.
Hver þekki ekki þegar maður allt í einu, verður ösku reiður og lætur ýmislegt flakka og kannski meira, svo þegar reiðin hverfur og maður situr hissa og spyr sjálfan sig hvaðan þetta hafi eiginlega komið. Eða ef maður er sjúklega vatnshræddur, lofthræddur eða eitthvað álíka, en veit í raun og veru ekki af hverju, gettu : undirmeðvitundinn.
Það að skilja af hverju ég allt í einu er er eins og barn að læra að ganga, með mat og peninga, er þvílík gjöf, sem ég hef verið að vinna að í mörg ár, en ég vissi aldrei hvernig útkoman mynd verða, eða hvernig það myndi vera að upplifa það, fyrr en ég gær
Finna hamingjukjarnan, sem alltaf er þarna, þrátt fyrir allt sem gerist!
30.7.2012 | 16:07
Það er fallegur dagur í dag, smá dropar af og til, himininn voldugur með alla vegana litum og sólin sem kemur af og til og skín á okkur.
Ég fór í góðan túr með henni Dimmu minni, sem er byrjunin á röskum göngutúrum sem ég ætla að byrja á til að komast í aðeins betra form, en bara aðeins.
Ég ætlaði að segja ykkur aðra sögu um ferðalaga óhöppin mín, ef það er hægt að kalla það það. En ég hef lent í einhverju óhappi í öllum þeim ferðum sem ég hef farið í það sem af er árinu.
Ég sagði ykkur frá heimferðinni frá USA, í síðustu færsu, sem var ótrúleg og líka ótrúlega lærdómsrík.
Núna ætla ég að segja ykkur aðra sögu, sem gerðist á leiðinni til Íslands núna í júlí.
Við ákváðum, Gunni og ég að gefa Sigrúnu Sól, ferðalag með bestu vinkonu sinni til Íslands. Auðvitað færum við með og keyrðum hringinn í kringum landið. Allt mjög spennandi. Við héldum mikla fermingarveislu hérna, daginn sem hún var fermd í litlu kirkjunni hérna í götunni. Hún var fermd með Andrea bestu vinkonu ( sem var boðið með til Íslands) og David sem á heima hérna fyrir neðan. Dásamlegur dagur, veisla í garðinum með 80 gestum, sólskin og fallegt. Ekkert nema allt frábært um það að segja.
Við ætluðum líka að halda fermingarveislu á Íslandi, enda margir sem standa okkur nær sem höfðu ekki möguleika á að koma hingað og fagna Sólinni okkar.
Gunni fór fyrstur til Íslands, til að undirbúa veisluna. Sól, Andrea og ég áttum pantað flug 12. Júlí kl. 00:10.
Við vorum á góðum tíma. Bitten mamma hennar Andreu keyrði okkur á flugvöllinn og við allar, að sjálfsögðu svakalega spenntar.
Við áttum flug með Iceland Express. Við vorum á vellinum löngu fyrir kl. 10:00 svo við töldum okkur vera með góðan tíma til að kíkja í búðir á flugvelinum, það vildu stelpurnar helst.
Ég fer í röð og fæ leyfi til að tjékka inn, þó svo að við séum svona tímanlega. Maðurinn við afgreiðsluna, fann okkur ekki í tölvunni, hann leitaði og leitaði, horfði svo á mig og sagði: þið eruð sólarhring of seinar, flugið fór eftir miðnætti, núna þann 12 ágúst.
Ég trúði honum ekki, fór í panik og langaði að gubba yfir hann, þetta bara gat ekki verið satt!!!!
Ég spurði hvort það væri einhver leið fyrir okkur að breyta miðunum, en nei því miður. Hann sagði: þetta er því miður alltaf að gerast fyrir fólk sem flýgur á þessum tíma með Iceland Express, og þeir gera ekkert við því. Þú getur kvartað, en af fenginni reynslu, kemur ekkert út úr því.
Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, stelpurnar sitjandi þarna, miður sín, Sól grátandi, Andrea, sagðist eiga 1000 dkkr. hún gæti kannski keypt miða fyrir okkur :o)
Ég hafði fyrir tilviljun kíkt á netbanka reikninginn okkar um morguninn og sá þá að það voru komnir óvæntir peningar inn, 25.000 danskar krónur. Svo ég vissi að ég hefði möguleika á að kaupa farmiða fyrir okkur allar til Íslands.
Ég hringdi í Gunna, sem var eins og áður sagði, á Íslandi og sagði honum hörmungarnar, við ákváðum strax að hann myndi kíkja á internetið og finnaog kaupa farmiða fyrir okkur heim.
Ég beið þarna á meðan hann og Ingunn systir hans voru að skoða möguleikana. Stelpurnar reyndu að gera eins gott úr þessu og mögulegt var.
Ég hringdi í Sigyn elstu dóttur mína og bað um að fá gistingu fyrir okkur hjá þeim um nóttina, vitandi að ekkert flug væri á leiðinni til Íslands fyrr en um morguninn. Það var ekkert mál, þó svo að húsið væri fullt af gestum eftir brúðkaupið þeirra helgina áður. Sigyn á heima rétt hjá flugvellinum, en við búum uppi í sveit, svo ég myndi aldrei ná morgunflugi ef við færum heim að sofa.
Fólkið á flugvellinum, sem hafði verið að afgreiða mig, og aðrir sem voru komnir til, til að aðstoða mig, vorkenndu okkur alveg ferlega, og sögðu sögur af öðrum óheilla krákum sem gerðu svona misstök með svona skrítna flugtíma. Af hverju ekki 23:55, það væru miklu auðveldara að skilja það??? Flugmiðinn var líka skrítinn, ætla svo sem ekkert að fara út í það, en þetta verður síðasta flug með þessu fyrirtæki, eftir allar sögurnar af hinum sem lentu í því sama. Varð hugsað um, hversu mikið fyrirtækið græðir á þessu, ef fólk er á stand by í flugi, þá selja þeir sætin tvisvar. Ég vissi sem sagt að ég gerði misstök, ég hefði ekkert í höndunum til að kvarta, en mér leið eins og ég hefði verið plötuð.
En Gunni og Ingunn fundu flug fyrir okkur daginn eftir, þrír miðar aðra leiðina frá DK til IS, á 12.000 dk, sem er um 250.000 íslenskar, við keyptum miðana.
Við fórum heim til Sigyn og Albert, ég með gubbuna í hálsinum og verki í maganum, yfir öllum þessum peningum, vegna þessara misstaka minna.
Við vöknuðum snemma daginn eftir, eða kl. 5 um morguninn. Ég hafði þó ekkert sofið, vegna gubbunnar í hálsinum og verkjanna í maganum.
Við vorum komin á flugvöllinn kl. 6 um morguninn og allt gekk að óskum. Miðarnir með Icelander, gott að koma þar inn. Fengum okkur góðan morgunverð og ákveðnar í að njóta peninganna út í ystu æsar.
Í fluginu var ég að hugsa þetta allt saman, ennþá illt yfir öllum þessum peningum. Ég ákvað að hugleiða, til að koma ró á hugann. Ég komst fljótlega inn í góða orku og náði algerlega að slaka á. Þarna geri ég mér grein fyrir að þetta var mjög gott fyrir mig og reynsluríkt. Ég er ansi mikill aurapúki, eða aðhaldssöm og á erfitt með þegar eitt er of miklu. Það að við fengum þessa peninga akkúrat þarna daginn áður og meiri pening en við höfðum þörf fyrir, þar að segja, við fengum helmingi meira, en flugmiðarnir kostuðu okkur, svo að í raun kom þetta ekki illa á okkur neinsstaðar.
Ég gerði mér grein fyrir þessu, það var lærdómur í þessu sem var nauðsynlegur. Annað sem ég svo upplifði og sem var lærdómurinn, var hvernig hefði ég brugðist við ef þetta hefði verið Gunni sem gerði þessi mistök, uppsss, það var eins og klútur í andlitið. Ég sá fyrir mér hvernig viðbrögð mín hefðu orðið og ég skammaðist mín. Ég hefði gjörsamlega klikkast og hann hefði sko fengið að heyra það.
Þetta var gott fyrir mig að sjá, en líka vont. Gunni hafði tekið þessu öllu með stakri ró.
Ég fékk líka annað út úr þessu, sem ég var glöð og þakklát fyrir, það var að ég valdi að kaupa nýja miða, þrátt fyrir að það hefði kostað svona mikið. Því ég hugsaði, að ef við förum ekki, munum ég sjá eftir því alla tíð og fá illt í magann yfir að hafa ekki lifað fermingarferðina saman, þetta eru BARA peningar. Þegar ég verð komin yfir þetta, þá er þetta ennþá ein góð saga að segja öðrum :o) Sem ég geri nú.
Það komu margir í fermingarveisluna, ættingjar og vinir sem þekkja Sól, við buðum vinum sem þekkja hana, annars hefðu verið of margir og erfitt að velja.
Það komu um 100 manns og dagurinn var frábær. Það var dásamlegt að hitta allt þetta fólk og gaman fyrir ættingja sem hafa kannski aldrei hitt Sól að hitta hana.
Það var dekrað við okkur á alla kanta á Íslandi. Við fengum lánað húsið hennar Sigrúnar systur, fengum lánaðan bílinn hans Einsa bróður Gunna og fellihýsið hennar Ingunnar systur hans Gunna. Ferðin var dásamleg í alla staði og ég ég þakklát fyrir ALLAR þessar upplifanir. Ég sé að í raun þarf ég að finna hamingjuna inni í mér, sem er þar alltaf þrátt fyrir allar ytri aðstæður, það eru bara ytri aðstæður. Ljós og friður til alls lífs!
Ég lærði svo mikið á þessum átökum, skildi það ekki á því augnabliki, en í flugvélinni
25.7.2012 | 20:06
Langt er síðan síðast, en ég hef verið að velta því fyrir mér í sumarfríinu mínu, hvort ég ætti ekki að byrja aftur að blogga smá.
Undanfarin ár hefur verið svo annasöm, að ég hef hreinlega ekki haft tíma til að setjast niður og skrifa lengri pistla, en bara nokkrar setningar á facebook.
En núna er tíminn kannski komin, til að setja hugsanir mínar á blað, með von um að einhver finni samsvörun, eða tengingu við það sem ég skrifa.
Margt hefur gerst í sumar, sem hefur heldur betur hrist upp í mér, sem hefur verið vont á meðan á því stóð, en eftir á að hyggja hefur kennt mér þá lexíu sem mér er nauðsynleg.
Ég hef velt því fyrir mér hvar ég eigi að byrja, því af mörgu er að taka.
Ætla að taka eitt dæmið sem lengst er síðan að gerðist og fékk mig heldur betur til að missa fótfestu um stund. En eins og allt sem tekur á, þá lærði ég mikið á þessu fótfestufalli!
Ég er oftast flót að finna leiðir, þegar ég virðist á blindgötu, engin útgönguleið sjáanleg, ég er fljót að hugsa nýtt og sjá bestu möguleikana í því nýja, án þess að það valdi mér hugarangri.
En þarna féllust mér hendur!
Í mai fór ég til Kaliforníu í nokkrar vikur, algerlega frábær ferð. Var í raun alveg hissa á hversu falleg hún er og mikil náttúra þarna. Ég var rúmlega viku í Los Angeles á ráðstefnu sem var mjög gaman. Þar hittumst við um 100 manneskjur frá öllum heiminum og hugleiddum og unnum saman fyrir betri heimi, fyrir allt lifandi á jörðu.(þarf lengri útskýringu ef ég ætla nánar útí það sem við gerum)
Eftir dásamlega daga þarna, fórum við með vinkonu okkar, henni Theresa til Mariposa sem liggur í fjöllunum fyrir utan San Francisco. Við erum: Sólrún Braga, kær vinkona og Lisbeth Moberg kær vinkona. Við dvöldum þarna í nokkra daga, héldum námskeið sem gekk mjög vel. Georg og Theresa eru að opna þarna andlega miðstöð sem verður mjög fallegt og spennandi verkefni hjá þeim hjónum.
Þetta var algerlega dásamlegur tími sem við áttum þarna saman. Eftir það skelltum við okkur til San Francisco og þar nutum við okkar vel í þessari fallegu borg. Ég fór svo nokkra daga til vina minna sem eiga heima í San Rafael og naut gestrisni þeirra fram í fingurgóma. Það sem einkenndi þessar heimsóknir svona eftir á að hyggja var hversu fallega þau bjuggu öll sömul og hversu umhverfið var alveg dásamlegt og húsin þeirra falleg.
En það var nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um, þó svo að það sé mikilvægt fyrir mig að fram komi hversu dásamlegan tíma ég hafði haft áður en skelfingin skall yfir mig hehehe. Ég hef held ég aldrei verið eins mikið í hverju augnabliki, hvert augnablik sem þessar vikur.
En heim skildi haldið og ég byrjaði á að tala rútu frá San Rafael sem tók einhvern tíma. Ég átti flug frá SFO i San Francisco.
Þegar ég kem inn á flugvöllinn byrjaði ég á því að fara í vitlausa röð. Ég var þar í einhvern tíma, áður en ég gerði mér grein fyrir misstökum mínum. Ég var með stóra ferðatösku (ljósbleik með hvítum doppum :o) bakpoka og stóran innkaupapoka. Ég fer úr röðinni og geng dálitla leið, þar til ég finn réttu röðina. Þar fer ég aftur í langa röð. Þegar röðin kom svo loksins að mér, var ég beðin um passann minn. Ég fer í bakpokann minn og ætla að finna veskið mitt, en viti menn, þrátt fyrir að bakpokinn hafi verið renndur og vel lokaður, þá var veskið horfið.
Ég trúi ekki mínum eigin augum, og sný öllu við í töskunni, en ekkert veski. Í veskinu var passinn minn, peningar, og kreditkort. Bæði vinnu vísa kortið og mitt masterkortið. Ég verð algjörlega skelfingu lostin, ég geri mér grein fyrir því, að þó ég sé með flugmiðana, þá kemst ég ekkert án þess að hafa passann minn.
Mér er vísað á stað þar sem ég get hringt í lögguna til að láta gera skýrslu. Ég fer þangað, algerlega utan við mig. Hringi og er beðin að bíða þar til það verður komið. Á meðan ég bíð, sem er um það bil kukkutími, þá sendi ég Gunna skilaboð um að loka kortinu. Ég stend svo og naga neglur við símann í klukkutíma. Á meðan ég stóð og allt keyrði í höfðinu á mér, kom ung stúlka til mín og sagði : vá hvað þú ert í flottri peysu, það gladdi mig í þrjár sekúndur, en raunveruleikinn var of þrúgandi til að ég gæti dvalið í þessu hrósi. Aftur kom ung stúlka til mín og hrósaði peysunni minni, ég dvaldi í því hrósi bara smá stund :o)
Ég hafði talað við Gunna í Danmörku (þar sem var mið nótt) nokkrum sinnum, þar sem ég var algjörlega niðurbrotinn. Loksins kom löggan, ég gaf skýrslu og löggan sem var voða ljúfur hringdi í rútuna sem ég hafði komið í frá SR, til að tjékka hvort veskið væri þar, svo var ekki. Hann gat svo ekkert gert fyrir mig og ég fór á röltið. Ég fór og tjékkaði á flugmiðunum mínum, sem ég var búinn að missa af. Ég lét breyta þeim til um kvöldið, ef ske kynni að ég fyndi passann minn. Gunni hringdi til Íslands til að finna símanúmer hjá konsúlati frá Íslandi í San Francisco, en það var föstudagur og allt lokað. Ég gekk þarna sem sé í 9 klukkutíma, án þess að vita hvað ég ætti að gera.
Ég gekk og gekk, á milli Pontíusar og Pílatusar, með allan farangurinn minn í eftirdragi. Af og til í sambandi við vini mína í San Rafael, Gunna og svo á facebook. Það hélt mér í gangi að heyra frá fólki. En fannst ég þó vera algerlega, Palli einn í heiminum. Ég var með hraðan hjartslátt, tárin í augunum og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég trúði þessu heldur ekki. Gordon og Corinne (vinirnir frá San Rafael) ætluðu að ná í mig seinna um kvöldið, þegar þau væru búinn á ráðstefnu. En það yrði mjög seint vegna umferðar sem er á föstudagskvöldum.
Ég ráfaði um og fyrir einhverja tilviljun,(sem auðvitað er ekki tilviljun) er ég á terminal 1, langt frá öllu. Það er engin þar inni nema ég. Ég sit á bekk, með allan farangurinn minn í kringum mig. Ég hafði ekkert drukkið eða borðað frá því um morguninn og það var að koma kvöld.
Ég hringi í Gunna og ég hringi í Corinne. Corinne segir mér að athuga hvort einhver geti gefið mér 20 dollara fyrir rútunni til þeirra. (Hún hafði hringt í rútufyrirtækið áður til að athuga hvort þau gætu borgað fyrir mig ferð til þeirra með þeirra korti, eða þegar ég kæmi til þeirra, en nei það var ekki hægt) Ég segist ætla að athuga það, en einhverra hluta vegna segist ég ætla að bíða aðeins , eftir hverju vissi ég ekki þá !
Ég kemst aðeins til meðvitundar og fer að rölta um, ég sé svo úti í horni í þessum sal, glugga, ég rölti í áttina að glugganum og sé að það er löggu skilti. Þetta er svolítið eins og falið úti í horni, en ég hugsa með mér að kannski geti þeir gefið mér pening. Ég labba að, ég sé að það er enginn þarna inni, en ég labba alveg að glugganum. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, þegar ég sé fyrir framan mig innan við gluggann, veskið mitt opið!! Ég labba alveg að, banka á alla glugga og dyr og hrópa á elsku hjartans veskið mitt, sem ég hef aldrei haft svona sterkar tilfinningar til. Hét því meira að segja að eiga það alla mína æfi :o)
Loksins kemur ein lögga út, og verður mjög ánægður að ég er svona ánægð. Hann spyr mig hvort eitthvað vanti í veskið, en allt var í nema peningar. Hann spyr mig hvort mig vanti peninga til að kaupa mat á leiðinni heim, ég sagði svo vera, hann opnaði veskið sitt og gaf mér 40 dollara. Ég hefði getað kysst hann, en bað alla engla að passa hann og fjölskyldu hans. Ég hljóp yfir á þann stað sem ég vissi að flugið ætti að fara, hringdi í leiðinni í alla þá sem höfðu verið líflínan mín á meðan á þessari helför gekk.
Ég tjékkaði mig inn og komst í flug kl um 24 að kvöldi. Ég kom til Los Angeles kl um 1 um nótt. Ég dróst þarna um miðja nótt að einhverjum termín 2 að mig minnir, langt útí bossanóa.
Þar beið ég með konu frá Mexíkó til kl. 7 um morguninn. Þar sem við sátum og gengum um til skiptis og pössuðum töskurnar hjá hver annarri.
Klukkan 7 er byrjað að tjékka inn, ég var fyrst í röðinni. Þegar ég sýni miðann minn, segir daman, þú átt ekkert flug, ,,,,,,,,,,,,uppsss, ég fór aftur í panik. Ég hafði jú misst af fluginu mínu og þar af leiðandi misst af báðum flugum. Hún finnur eina konu sem fer að aðstoða mig. Ég segist nú ekki skilja af hverju ég hafi komist hingað, frá San Francisco en komist ekki frá Los Angeles til Toronto???
Hún sagði að ég hefði fengið miðann gefins, fólkið hefði vorkennt mér. Nú voru góð ráð dýr. Hún sagði að fyrir það fyrsta væru engin laus sæti þennan dag og ef ég fengi miða myndi það kosta mig minnst 500 dollara. Ég fór algjörlega niður í kjallara. Hún ætlaði að hringja í höfðustöðvarnar í San Francisco og fá fyrri bókunarnúmer, þar sem ég væri ekki í kerfinu þeirra lengur. Á meðan hún hrindi, bað ég og bað um hjálp, ég setti ljós, kærleika og engla yfir þær sem töluðu saman, og bað um að mér yrði hjálpað.
Hún gaf mér svo símann og ég talaði við konuna frá SF. Sagðist vilja heim og ég sagði henni alla sólarsöguna. Kortið lokað, enga peninga sniff sniff. Hún bað um að fá að tala við hina konuna aftur. Ég gaf henni tólið, hugleiddi kærleika og ljósi á þessar konur sem höfðu örlög mín í höndum sínum, sú sem var góð við mig í símanum og sú sem afgreiddi mig, var pirruð.
Eftir smá stund kveðjast þær og hún fer að prenta og prenta. Ég spyr hvað sé í gangi. Hérna eru miðarnir þínir, með flugi kl. 10:00! Nú ég var alveg hissa, hvernig stendur á því, hvað með að borga?? Hún: hún sagði mér að gefa þér farið . Ég fékk sem sagt gefins miða frá SF til LA og frá LA til Toronto. Ég fékk besta sæti í fluginu og gat loksins sofið í flugvélinni til Toronto!
Ég komst sem sagt heim til Danmerkur á 39 tímum og þvílík píslarganga. Ég hef sjaldan upplifað að vera svona hjálparlaus.
Í fuginu frá Toronto, lá ég með lokuð augun og hugsaði þennan atburð, ég velti þessu fyrir mér fram og til baka. Ég skildi ekki af hverju ég þyrfti að lenda í svona og ég bölvaði og var súr við máttarvöldin að leifa mér ekki bara njóta ferðarinnar án þess að lenda í einhverju leiðinlegu.
Allt í einu í miðju bölvinu, kemur yfir mig ró og það streymir hlýja í gegnum mig, ég heyri innri rödd segja: þette kennir þér að treysta, alltaf. Þér verður alltaf hjálpað, mundu að stóla á það.
Ég fór svo aftur yfir atburðarrásina. Ég hafði allan tíman á tilfinningunni að það væru tvenn öfl í gangi. Ein öfl sem vildu mér mér ekki vel. Þau öfl gætu hafa fengið mig til að ferðast aldrei aftur, vera bara heima í garðinum mínum, þar sem er ró og friður og ekki hætta á neinu stórvægilegu. Ég er heimakona, ég elska garðinn minn, dýrin mín, sjónvarpið mitt, bækurnar mínar, og síðast en ekki minnst fjölskylduna mína. Hin öflin vísuðu mér leið, leiðbeindu og studdu mig alla leið. Ég var hreinlega leidd að veskinu mínu, ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri eins og ratleikur, en þó meðvituð ég, var ekki alveg að trúa því, enda pirruð og örvæntingarfull. Ég hafði þó meðvitund næga til að biðja um hjálp frá innri plönum, með flug og ég fékk gefins flug, hversu mikla meiri sönnun þarf til að trúa á innri hjálp.Þegar ég keypti flugmiðana, þá fafði það verið þannig að ég átti að millilenda í Toronto í 17 tíma, þessir 17 tímar fóru í að læra að treysta, ég náði mínu eigin flugi frá Toronto til Danmerkur, ótrúlegt en satt.
Ég efast aldrei í daglega lífinu, það er líka auðvelt og átakalaust að trúa á góðum tímum og með daglegri hugleiðslu er ég alltaf í þessari orku. En undir öllu þessu álagi, var erfitt að trúa á að mér væri hjálpað, áður en ég sá og fann hjálpina. En ég var svo lánsöm að fá þessa reynslu og upplifa það að vera hjálpað eins og kraftaverk ætti sér stað. Að finna veskið, eftir 9 klukkutíma, á einhverjum fjar terminal, að fá gefins pening til að kaupa mat, af ókunnugum manni, að fá gefins flug heim, ef þetta fær mann ekki til að trúa á hjálpina næst, hvað þá? Ennn það þurftir meira til að fá mig til að opna augun fyrir að áföll séu til að læra af þeim, en ekki bara myrku öflin að meiða og eyðileggja fyrir mér.
Þetta sumar hefur verið eitt það áhrifa ríkasta og átakamesta sumar sem ég hef upplifað. Ég hef haft stórkostlegar upplifanir, en ég hef haft mikla erfiðleika, sem hafa kennt mér ótrúlega mikið. Næstu átök koma í næstu færslu, þau átök kostuðu mig svooooo marga peninga, að ég fór næstum því að gubba......Ljós í sinni og líkama
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ný hugsun með nýrri kynslóð
30.7.2010 | 23:22
Ég bind vonir við þessa nýju kynslóð, þau verði betri til að upplifa sig sem hluta hvert af öðru þrátt fyrir mismun á kynþáttum, landamærum, tungumáli, kynjum, stéttaskiptingu eða trúarbrögðum!
Sólin mín litla sem er 13 ára er dæmi um það hvernig við getum mæst saman um það sem við höfum sameiginlegt í staðin fyrir að vera óvinir um það sem gæti skilið okkur hvert frá öðru vegna ólíkra þátta hvert í öðru.
Þegar Sól var lítil ca 3 ára var hún á barnaheimili, reyndar barnaheimili sem ég hef bloggað um áður, en það er önnur saga.
Á þessu barnaheimili átti hún tvær bestu vinkonur, Nina Radzioch og Rachel Langford. Sól sjálf heitir Sigrún Sól Gunnarsdóttir Gunnarsson.
Þær voru óaðskiljanlegar þó svo að Nína væri 4 ára, Sól 3 ára og Rachel 2 ára.
Eftir einhvern tíma flutti Rachel á bóndabæ á Fjóni, en vinskapurinn hélt áfram.
Við keyrðum stelpurnar fram og til baka eins oft og kostur var. Svo byrjuðu þær að nota skype og gátu spjallað saman allar þrjár eins og þær langaði. Núna fara þær einar með lest og eru um helgar heima hjá hvor annarri þegar möguleiki gefst.
Allt þetta er ósköp sjálfsagt, en það sem er svo skemmtilegt er að Sól kemur frá Íslandi, Nína frá Þýskalandi og Rachel er frá Engjandi, allar aldar upp í Danmörku.
Sól kemur frá heimili þar sem daglega er töluð íslenska, heima hjá Nínu er töluð þýska og heima hjá Rachel er töluð enska
Svo er það sem er svo markvert og gefur mér von um framtíðina hjá okkur mannkyni þar sem erfitt virðist vera fyrir þjóðir og nágranna að samþykkja að við höfum hver okkar trú og það eru margar leiðir til að vera manneskja.
Rachel er frá mjög trúaðri fjölskyldu þar sem þau eru aktiv í hvítasunnukirkjunni, biðja borðbænir og undirbúa sig fyrir kristniboðastarf í Afríku.
Sól trúir á álfa, tröll, engja og endurholdgun og kemur frá heimili þar sem stunduð er hugleiðsla og englar, álfar, og líf á öðrum víddum er eins sjálfsagður hlutur og að drekka vatn.
Nína trúir ekki á Guð og hún kemur frá heimili þar sem náungakærleikurinn er þvílíkur að ég hef sjaldan kynnst öðru eins, en fjölskyldan trúir ekki á Guð, eða það sem við köllum Guð.
Þrátt fyrir þetta, eru þessar stelpur svo nánar og á milli þeirri ríkir Kærleikur sem er yfir allt annað hafið.
Það gefur mér von um að heimurinn geti mæst, á því sem við eigum sameiginlegt.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þegar lífið er
12.6.2010 | 17:52
Ég sakna þess að hafa ekki tíma til að blogga, eða gera fleiri video . Ég hef því miður barasta ekki tíma þessa dagana eða réttara sagt síðasta ár.
Undanfarinn vetur hefur verið ótrúlega annasamur með báða skólanna. Ég hef haft einn dag frí á viku sem hefur líka verið upptekinn, því allt sem ég náði ekki aðra daga setti ég á þann dag.
Eins og gerist þegar mikið er að gera þá bitnar það á vinum og vandamönnum. Ég hef hreinlega ekki verið í sambandi við aðra en þá sem ég vinn með, eða er í hugleiðslu grúppum með. Ég sakna samskipta við bloggheim, ég sakna samskipta við vini mína og vandamenn. Ég vona þó að það verði betra næsta vetur. Ég er hætt að kenna í öðrum skólanum, eða barnagrúppunum. Ég verð í listaskólanum og mér var boðið að kenna unglingum í Lejre myndlist einu sinni í viku, ég sagði já við því. Ég kem einnig til með að vera með námskeið fyrir ófrískar konur í hugleiðslu og myndlist. Svo er að sjá hvort álagið verði minna.
Það er bráðum skólalok hjá listaskólanum SJÁ allir á fullu að vinna lokaverkefnið, vorsýningu skólans Það er mikið að gera og mikið gaman.
Við erum með fókus á proces, eða þróun verksins, en ekki útkomuna, mjög gaman.
Þann 20 maí, varð ég 50 ára, átti ljúfan dag með mínum nánustu.
Ég var vakin snemma með afmælissöng, marensköku og góðu kaffi og ekki má gleyma gjöfunum. Svo kom fólk svona eitt af öðru, þeir sem mundu eftir því að ég átti afmæli. Ég hafði ekki boðið í neina veislu þann dag. Ég held upp á afmælið 21 ágúst með vinum og vandamönnum í garðinum mínum.
Daginn eftir afmælið mitt fór ég til Ítalíu. Ég var þar í viku uppi í fjöllunum með kærum vinum, frá hinum ýmsu stöðum í heiminum. Við hittumst einu sinni á ári og hugleiðum saman. Núna hugleiddum við fyrir Kærleikanum, til sjálfsins, nágrannans, mannkyns.
Þetta var algjörlega yndislegt og gaf innri ró og frið að nota svona mikinn tíma til að íhuga og fókusera á það sem er svo mikilvægt.
Tengdafaðir minn lést á meðan ég var þarna. Það var ekki auðvelt að vera ekki með sínum nánustu á þeirri stundu. En þar sem ég veit og er meðvituð um að við lifum í mörgum víddum, var ég með þeim öllum og honum, þó að ég í líkamlegu ástandi væri ekki með þeim eða honum.
Lífið heldur áfram, með minningar sem eru með til að skapa framtíðina og gera hana að því sem hún verður. Í dag var hugmyndin að matarklúbburinn kæmi til okkar að borða, en vegna forfalla var því frestað. Ég var bara smá feginn því. Í staðin vorum við í garðinum og plöntuðum blómum og fl.
Eftir smá tíma, fer ég í sumarfrí, daginn eftir förum við á Þýska eyju Hiddenzee . Við dveljum þar með vinkonum okkar og börnum. Ég hlakka mikið til. Ég ætla að taka með mér krimmabækur og konublöð og lesa og lesa, án þess að hugsa.
Áðan þegar við vorum að elda fór Sól að tala við pabba sinn um heimsmeistarakeppnina í fótbolta !!! Hún sagði okkur að í kvöld keppa Englendingar og Ameríkanar, huuuhummmm, pabbi ssgði Sól: eigum við að horfa á þetta saman. Skil ekkert í því að litla skottan mín hafi sagt þetta, eða hafi áhuga á þessu. Ég tek mig þó saman og horfi með og reyni að fylgjast með eins og ég get. Ég hef bara engan áhuga á fótbolta, en ég ætla að þykjast.
Kærleikur og Ljós til ykkar allra
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)