Við erum öll Nelson Mandela

Dagur tvö í hvíld. Ennþá á náttsloppnum, enda tekið því rólega til að hvílast fyrir hátíðarnar. Sat í morgun og hlustaði á einn af tímunum sem ég missti af í teleseminar sem ég tek þátt í einu sinni í mánuði. Vegna anna hef ég misst af tveimur síðust tímunum. Sem betur fer, er hægt að nálgast efnið á netinu, fyrir þá sem misstu af.

Í gær hafði ég tíma til að hugsa smá yfir það sem síðasta ár, gaf mér af lífsreynslu. Það er ekki lítið. Árið hefur sennilega verið mitt áhrifaríkasta ár, frá upphafi. Það skemmtilega er að ég segi það á hverju ári, sem þýðir bara eitt, að með hverju árinu, fær ég fleiri spennandi verkefni en árið á undan.

Fyrir mér þýðir það, að ég leysi þau verkefni vel af hendi, sem mér eru færð á hverju ári. Það er ekki alltaf jafn auðvelt að sjá það í augnablikinu, hvort ákvörðun er rétt eða röng. Stundum vil einhver hluti af manni, ekki sleppa, á meðan einkennileg orka tekur yfir og maður hefur sagt, B, þegar maður ætlaði að segja A, en svo með tímanum getur maður séð, að B, var besta lausnin.

Árið hefur sett mig í ótrúlega margar hræðslutilfinningar. Þar sem ég hef þurft að taka ákvarðanir, með kvíðann í maganum og allar tilfinningar þandar eins og bogi. Ég hef upplifað að sitja með húðina spennta eins og boga, af kvíða fyrir því sem ég er að gera. Ég hef kastað mér út í verkefni, sem virka algerla út í kött. En ég hef fundið þessa “orku” taka yfir og ég kasta mér út í djúpu laugina, án þess að ég kunni að synda.

Stærsta verkefnið er að sjálfsögðu GRO Akademi. Ég var í góðri og vel launaðir vinnu, sem skólastjóri í listaskóla. Verkefni sem ég með tveimur öðrum settum á laggirnar fyrir 11 árum. En ég var ósátt við margt sem hafði þróast í gegnum árin. Það var í raun ekkert að neinu, en ég hafði þróast í aðra átt, heimurinn er að þróast í aðra átt og ef verkefnið ekki fylgir þróuninni, þá er verkefnið dauðadæmt. Svo var með listaskólann.

Gro, byrjaði með ólíkindum. Við höfum haft undirbúningsvinnu í tvö ár, með fundum og fleiri fundum, með yfirmönnum sveitarfélagsins í Lejre. Lengri saga, sem ég nenni ekki inn í og þið ábyggilega nennið ekki að lesa. En í ágúst, leigðum við lestarstöðina í Hvalsø/Lejre og erum enn á fullu að byggja upp. Ekki bara auðvelt, en mjög spennandi fyrir okkur að sjá drauminn rætast. Fókus er núna að vinna með ungt fólk sem þarf á hjálp að halda til að fara út í lífið og takast á við það. Við erum með Grafíska hönnun, myndlist/sköpun og hugleiðslu. Hugleiðslan er svo mikilvæg. Ég vil meina og það er í raun eitt af mínum hjartans málum, að hugleiðsla geti komið í staðin fyrir margt af þeim lyfjum, sem við troðum í þetta unga fólk. Hugleiðsla er leið að lífshamingju, einbeitingu, finna innri ró og svo margt annað.

Ég vil vera með til að nota hugleiðslu með því fólki, sem virkilega þarf á því að halda. Hugleiðsla er vel þekkt hjá mörgu fólki, en ekki því fólki sem virkilega þarf á þessu verkfæri að halda. Við tökum hugleiðslu inn sem daglegt verkfæri.

Við erum líka að opna lífrænt kaffihús, lífrænan matjurtargarð og litla verslun. Við erum með allavega uppákomur. Námskeið, fyrirlestra, fastar hugleiðslur á fullu tungli og fl. Stærðar verkefni, sem við fáum fleira og fleira fólk inn til að hjálpa okkur. Það verst hefur verið að við erum tvö sem höfum ekki unnið neitt með, að ráði í annarri launaðri vinnu, en erum þarna alla daga, við þénum enga peninga eins og er. Ferlega erfitt oft á tíðum, en við finnum að við erum að skapa eitthvað sem er stærra en við sjálf, þess vegna er bara ein leið, að halda út, halda út, halda út .

Einnig hef ég verið mikið á ferðalögum, sem hefur verið ótrúlega spennandi, en líka mikil vinna. Engin af ferðalögunum eru bara ævintýri, en vinna og aftur vinna. Ég hef kynnst ótrúlega mörgu dásamlegu fólki á þessum ferðalögum, það hefur opnað vitund mína fyrir nýjum heimi, sem gerir að ég verð betri og betri til að skilja heiminn og mannkyn.

Við í Gro fórum í vinnuferð til Íslands í maí, það var dásamlegt. Við vorum flesta dagana í mínum dásamlega heimabæ, Vík.

Vík klikkar aldrei.

Í vor var ég  í New York í 10 daga, vinna, gaman, vinna, gaman. Þaðan fór ég í hvíldarviku til vina minna sem búa á dásamlegum stað inni í skóginum í Massachusetts. Þaðan fór ég svo í dásamlegt ferðalag í Kanada. Ég ferðaðist frá stað til stað, með námskeið, um samvinnu á milli dýraríkisins og mannkyns. Þetta var ótrúlega spennandi og gefandi. Hitti alveg ótrúlega margt spennandi fólk, sem ég kem til með að bera í hjarta mínu alla tíð.

Í Nóvember fór ég til Póllands, gaman og stutt. Í nóvember fór ég líka til Ísrael, vann þar með kærum systrum, kynntist góðu fólki. Ég var líka í Palestínu, áhugavert og kynntist  öðru góðu fólki þar. Fer aftur á næsta ári, þriðja árið í röð sem ég verð á þessum slóðum. Ég kynnist þessum löndum betur í hvert sinn, sem gefur mikinn skilning á lífinu á þessum slóðum og þeim átökum sem eiga sér stað.

Í byrjun desember fór ég til Andalúsíu, þar sem ég vann annað verkefni með kærri vinkonu, fyrsta verkefnið okkar af mörgum. Við erum pantaðar þangað aftur í mars 2014.

Lífið hefur verið dans á rósum og þá meina ég dans á rósum, stundum, mjúkt, stundum þyrnar sem stinga.

Ég trúi því alla leið inn í mitt dýpsta, að við sem mannkyn verðum að vera með til að byggja nýjan heim. Við verðum að fylgja hjarta okkar og finna nýjar leiðir, fyrir framtíðina. Það þýðir hugrekki, það þýðir vilja,  það þýðir, að sjá sig stærri en maður heldur að maður sé, það þýðir að hugsa út yfir þann kassa sem við erum vön, það þýðir að rétta höndina í áttina, að hvert öðru til að lyfta lífinu saman sem eitt, í áttina að því góða.

Það er engin sem gerir þetta fyrir okkur, en okkur er hjálpað, við þurfum bara að taka á móti þessari hjálp og vera með í því að skapa betri heim.

Ég hef oft verið skelfingu lostin, vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið, því ég er öryggisfíkill, en ég hef orðið að fylgja orkunni, því, hvað er raunveruleiki:  húsið mitt, bíllinn, minn, peningar???? Nei, ég veit, það er ekki eitthvað sem ég trúi, en ég veit, að allt það er bara ímyndun, raunveruleikinn er stærri, raunveruleikinn er dýpri, raunveruleikinn er ljósið sem við öll skiljum, hlýjan um hjartað þegar við sjáum eitthvað fallegt gerast í lífinu og við fáum tár í augun, sem við ekki alltaf skiljum. Það er samkenndin fyrir öllu lífi, samkenndin fyrir móður jörð. Það er meira virði, en vasi, mynd, bíll eða hús.

Við verðum öll klökk yfir öllu því sem Nelson Mandela gerði fyrir okkur, en við gleymum, að við erum öll Nelson Mandela, við erum ekki eitthvað sem bara fær ljósið inn frá öðrum, við erum líka þau sem eru með ljósið, sem við getum valið að streymi út til heimsins, til  að skapa þann heim sem er bestur fyrir heildina.

Hvað dreymir þig um?

Hvernig getur þú látið drauminn rætast?

Þetta er svona einfalt!!

Það er ekki eitthvað sem ég segi, ég hef lifað það, ég hef gert það, ég lifi drauminn minn núna, hvort sem það á tímum er gott eða slæmt, ég er í flæði, þar sem allt sem ég gat ímyndað mér að gæti gerst í lífi mínu er að gerast.

Það koma óvæntir hlutir inn, sem ég ekki alltaf er jafn ánægð með, en það er til að styrkja mig og gefa nýja vídd í verkefnin. Seinna, get ég alltaf séð styrkinn í því.

Það koma líka óvæntir hlutir inn, sem lyfta mér í hæðstu hæðir og ég þar sem ég er í þróuninni, hefði aldrei getað óskað mér þess, vegna þess að ég hafði ekki vitund til að óska þess.

Næsta ár, verður jafn, ef ekki meira af einhverju til að leysa. Ég er á leiðinni til Ástralíu í janúar, verð þar í nokkrar vikur. Við eigum engan pening, en ég veit að þetta er mikilvægt, eitthvað sem ég þarf að gera (sem betur fer á ég góðan mann, reyndar þann besta, sem skilur), þess vegna fer ég.

Ég er á leiðinni til Argentínu, í júní,  líka mikilvægt verkefni, Kanada, nokkur námskeið og margir aðrir staðir sem ég er að fara til í 2014. Ég veit ekki alltaf hvers vegna, en ég veit að þannig er það bara. Ég hef séð á öllu “þannig er það bara” að það var mikilvægt að fylgja því, á einn eða annan hátt.

Einu sinni skrifaði ég:  Each time a human being strives towards the beautiful or the good, in the form of a painting, a sculpture, a song, a silence, politics, a thought, new ideas - or a wish - for oneself, one’s family, for one’s town, for one’s country, for Mother Earth or for the Universe, this human being becomes equal to the Angels of God’s Hand.

Núna lifi ég þessar hugsanir sem ég einu sinni skrifaði.

Hvað dreymir þig um, viltu deila því með okkur og sjá svo hvernig það þróaðist í lok 2014.

Ég elska lífið, ég elska það sem ég mæti, kannski ekki allta í augnablikinu, en alltaf á eftir, því einungis þannig get ég orðið meistari í lífinu.

Hafið falleg jól elsku fólk og sendi Blessun til dýrann

img_2321.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir góð orð.

Guðjón E. Hreinberg, 22.12.2013 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband