Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
páfagaukapeningaleysisgleðibanki í októbersólinni
12.10.2008 | 14:02
Allt er eins og vanalega ! Ljósið skín innan frá og út en núna er tíminn til að lifa það.
Ég geri allt eins og áður, nema ég hugsa um hverja vöru sem ég ætla að kaupa.
Ég hugsa ekki um það sem mig langar að eignast af alla vega vörum.
Engan Iphone í jólagjöf !
Við saumum gjafir til stúlkna okkar í Afríku og Tælandi.
Við gerum garðinn fallegan fyrir næsta sumar.
Engin ferð í haustfríinu.
Við ætlum í ZOO og við ætlum að vera saman í fallegu haustinu hérna.
Plönum engin ferðalög næsta sumar, en garðurinn er fallegur, og Lappi verður ánægður.
Við misstum enga peninga, við áttum heldur ekki neina peninga.
Við fórum í yndislegt matarboð hjá vinum okkar í gærkvöldi, það var svo ljúft. Við erum þrenn hjón hérna í bænum sem borðum alltaf saman einu sinni í mánuði. Allt var eins ljúft eins og í gamla daga.
Við löbbuðum heim eftir matarboðið í smá rigningarúða, það var ljúft og fallegt og ró yfir okkur.
Við drukkum morgunkaffið okkar í rúminu í morgun. Við spjölluðum um gærkvöldið, við spjölluðum um vini okkar og ættingja á Íslandi, við sendum líka hlýjan hug heim til Íslands.
Við spjölluðum um hvað við ætluðum okkur að gera í dag.
Ég fór inn í hug hugleiðslunnar
Sól og Gunni fóru á eplaplantekruna að týna síðustu eplin.
Ég kom til baka frá hinum innra heimi og sópaði, vaskaði upp, hlustaði á músík , gaf dýrunum, labbaði í garðinum.
Ég settist í sófann og skrifaði Gordon bréf. Ég fékk mér hádegismat og skoðaði fréttir innanlands og erlendis. Ég skoðaði fréttir um Obama, og mér hlýnaði um hjartað.
Ég gekk aðeins út í garð aftur, og ákvað svo að fara í bað. Ég fór í baðið, og það var ósköp stutt, en vellíðan við að vera hrein .
Ég fór aftur á netið og horfði á fréttir frá ríkissjónvarpinu heima. Ég fékk mér vatnssopa.
Settist svo hérna niður og ákvað að setja smá niður inn á bloggið. Múmín er hérna á stólarminum við hliðina á mér, á borðinu stendur fallegur blómvöndur með appelsínugulum og dökk rauðum blómum í bláum vasa með vatni frá krananum okkar.
Það er gott vatnið í Lejre.
Klukkan í eldhúsinu tifar tikk takk og það eru tvær flugur alltaf að setjast á höndina á mér á meðan ég er að skrifa. Ég sé líka þegar ég kíki upp frá tölvunni og horfi út um gluggann að það eru fullt af flugum og sólin skín inn um gluggann.
Það er í raun ótrúlegt að það skuli vera svona mikil sól í október. Það er meira en sól, það er svo milt veðrið. Ég er nú þakklát fyrir það.
Ég heyri svo margt, og ég get valið að verða hrædd og fara í panik, en í raun eru þetta bara tölur sem ég heyri sem svífa óraunverulega í loftinu, þær ná ekki alveg inn í mig. Því lífið er í raun um eitthvað mikið meira og dýpra. Ég ætla eins lengi og ég get að vera í núinu og taka því sem koma skal, ekki að vera í sorginni og hræðslunni fyrirfram.
Ég held að þetta bæði getir verið og verði verra.
Það er svo mikið að lifa upp til, þegar margir peningar eru, en núna er bara að vera.
Stundum þegar ég er að hugsa um lífið, upplifi ég það eins og leikrit. Kannski svona spuna sem við improviserum. Það koma upp fullt af óvæntum hlutum sem við á besta veg reynum að leysa og leysa eins vel og við getum. Fyrir utan sviðið eru áhorfendur sem fylgjast með og skoða hversu vel okkur tekst og ef ekki tekst vel, þá æfum við atriðið aftur og aftur og aftur.
Það eru í raun að mínu mati engir erfiðleikar í lífinu, en fullt af möguleikum til að verða betri manneskja.
Allt er í raun eftir því hvernig við veljum að sjá það.
Páfagaukarnir mínir eru úti í sólinni í búrinu sínu, þeir eru svo glaðir ...
Kærleikur heim og Kærleikur til alls Alheims.
ég megi flytja birtu þangað sem myrkt er
30.9.2008 | 14:47
Ég og Lappi fórum í göngutúr í morgun í dembandi rigningu. Það var gott, ég var í stuttum buxum með rauða regnhlíf með hvítum doppum. Lappi var eins og alltaf svartur og hvítur.
Við mættum einum hundi sem var með svo stóra grein í munninum, greinin var stærri en hann. Við mættum líka manninum sem var með honum, hann hafði bláa regnhlíf.
Við sáum líka fugl með langa og flotta vængi, eins og svifflugvél, hann var flottur og mig grunar að hann hafi vitað það, því hann flaug aftur og aftur í kringum okkur.
Annars er þetta ekki það sem ég vildi segja Ég vil segja ykkur að á laugardaginn er besti dagur heimsins, dagur sem allir ættu að taka þátt í og sýna þakklæti sitt til bræðra okkar og systra ! Það er dagur dýranna
Til minningar um hinn mikla mann og verndarengil dýranna Frans frá Assisi .
Dýraverndunarsamtök um heim allan halda þennan dag heilagan og
hátíðlegan !
Þetta eru tímamót sem við ættum aðeins að staldra við og hugsa Við ættum að hugsa um það sem við gerum fyrir þau elsku hjartans dýrin og hvað þau gera fyrir okkur.
Er jöfnuður á sem við getum verið stolt af.
Sýnum við þeim þann Kærleika og þakklæti sem þeim ber.
Einu sinni talaði ég við konu um dýrin og það að þeim er fórnað fyrir okkur ! Hún leit á mig og sagði, en Steina dýrin fórna sér fyrir okkur og það fannst henni sjálfsagt.
Það fannst mér skrítið, þetta er að mínu mati ekki fórn, þetta er rányrkja, og oftar en oft ill meðferð sem rekin er áfram af græðgi í auð sem fengin er á kostnað þeirra.
Stundum skammast ég mín fyrir hvernig við mannkyn látum stjórnast af stundargræðgi, án hugsunar um að við erum öll eitt, tengd hvert öðru. Líka dýrunum og gróðrinum, og vatninu og loftinu.
Ég hugsa líka um, að án okkar myndi dýraríkið og plönturíkið geta lifað í sinni eigin tilveru hérna á jörðinni en án dýraríkisins og plönturíkisins gætum við á engan hátt lifað hérna á jörðinni.
þannig að hver er háður hverjum.
Hver hefur allt sitt undir hverjum, og hvernig þökkum við fyrir það.
Ég skrifaði um daginn, um það að þakka fyrir sig, um það að þegar við neitum matar, að við sendum smá þökk í huganum til þess sem hefur látið lífið fyrir þessa máltíð. Það kostar okkur ekkert, en gerir okkur meðvituð og hversu dýrmæt þessi fæða er, hversu mikil fórn liggur í hverjum bita, það er líf , sína tilveru, sem hefur yfirgefið þessa jörð svo við getum neitt þess.
Það væri mikið gert fyrir dýra og plönturíkið ef við á degi dýranna tökum upp þann sið að segja Takk ! Kannski gætum við stofnað samtök sem segja Takk, fyrir til dýra, plantan og vatnsins og loftsins!
Eða hvað ?
Í morgun heyrði ég viðtal við rithöfund sem er að gefa út bók. Ég man ekki hvað bókin heitir , eða hvað rithöfundurinn heitir. En hún sagði svolítið merkilegt sem fékk mig til að hlusta.
Hún hafði á meðan hún skrifaði bókina notað mikinn tíma til rannsókna, rannsókna á sögu þrælahalds í Danmörku. Hún skoðaði hvernig fólk varð mjög auðugt á þrælahaldi, þrælahaldið var ekki hérna í Danmörku en í fjarlægum löndum sem voru í eigu Danmörku.
Í þessu þrælahaldi varð sem samt ákveðin hópur óhuggulega ríkur. Það var aldrei talað um það eða skrifað í þeim bréfum sem hún las frá þeim tíma. Sennilega vegna þess að þetta talaði maður ekki um. Fjarlægðin gerði það líka, að þetta snerti fólk ekki, þau fengu bara sína peninga.
Enn það sem ég hjó eftir var að hún líkti þessi við hvernig við förum með dýrin sem við borðum. Rányrkja á dýrum, þar sem stórbændur troða eins mörgum hænsnum, svínum, beljum, refum og og og, á eins lítið pláss og mögulegt til að geta framleitt eins mikið og mögulegt og eins ódýrt og mögulegt. Hver vinnur og hver tapar ! Við kaupum þetta ódýrt, og hann gerir þetta eins ódýrt og mögulegt. Það er bara blessað dýrið sem er fléttað inn í þessa gróðahugsun og fær ekkert fyrir það sem það fórnar.
Við segum alltaf, jú en við verðum að fá kjöt, já ég veit að margir þurfa kjöt, en við borðum orðið of mikið kjöt og við borðum hvaða kjöt sem er, án þess að hugsa um hvaðan kjötið kemur og hvernig það hefur verið framleitt. Við horfum í veskið . Og í staðin fyrir að kaupa aðeins dýrara kjöt af dýri sem hefur fengið gott líf, þá veljum við oftast að kaupa mikið kjöt fyrir sem minnstan pening. Þessi hugsun er sú hugsun sem við ættum að skoða og endurskoða.
Við borðum fimm sinnum meira kjöt á hvert mannsbarn en við gerðum í kringum 1950. Þessi mikla aukning er talin halda áfram að aukast á næstu árum. Þessi aukning hefur ekki bara áhrif á dýrin og þeirra líf eða heilsuna okkar, Þetta hefur líka mikil áhrif á loftslagsbreytingarnar á jörðinni. Það vita sennilega ekki margir, en út frá rannsóknum hjá Fod and Agriculture Organization,red eru dýraframleiðendur ábyrgir fyrir18 % af co2 í andrúmsloftinu. Annað sem er svo ömurlegt er að við HENDUM 10 til 12 % af þeim matvörum sem við kaupum. Þetta er engin virðing fyrir því sem lifir. Og þegar við hugsum það aðeins lengra, þá getum við flutt það yfir á okkur sjálf.
Við höfum enga virðingu fyrir því sem lifir, við höfum enga virðingu fyrir okkur. Því við erum öll hluti hvert að öðru. Það er ekki bara ég sem segi það, það er vísindalega sannað, og hana nú !
Ég ætla nú ekki að fara út í einhverja upptalningu á þessum málum, en það passaði bara inn í það sem ég var að skrifa og er að mínu mati til umhugsunar um það hvert við viljum láta þessi mál þróast, og eins og ég skrifa það erum við sem ráðum því það erum við sem veljum það sem við kaupum og hvað við veljum að styrkja m aurunum okkar.
Ég vona að sem flest ykkar verði með hugann við laugardaginn og sameinist okkur í TAKK
Til heiðurs Frans frá Assisi set ég þessa bæn inn til okkar allra
Bæn heilags Frans frá Assisi
að ég megi flytja kærleika þangað sem hatur er
að ég megi flytja anda fyrirgefningar þangað sem ranglæti er
að ég megi flytja samhug þangað sem sundrung
er að ég megi flytja sannleika þangað sem villa er
að ég megi flytja trú þangað sem efi er
að ég megi flytja von þangað sem örvænting er
að ég megi flytja birtu þangað sem myrkt er
að ég megi flytja gleði þangað sem hryggð er
Drottinn, veittu að ég megi fremur leitast við að hugga en að vera huggaður
að skilja fremur en að vera skilinn
að elska fremur en að vera elskaður.
Því með því að gleyma sjálfum mér, auðnast mér að finna.
Með því að fyrirgefa öðlast ég fyrirgefningu.
Með því að deyja vakna ég til eilífs lífs.
Amen
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
KLUKK KLUKK
21.9.2008 | 08:18
Ég var Klukkuð !! Fyrst af Þórarinn, ég lét sem ég sæi það ekki og vonaðist til að hann tæki eftir því, það tókst
Svo var ég klukkuð að Kalla Tomm. Ég hafði ekki tekið eftir því að hann klukkaði mig, það hefur verið mikið að gera alla vikuna og ég hef ekkert komið inn á bloggið.
En kæri Kalli lét mig ekki sleppa svona auðveldlega, svo hérna kemur útkoman.
Kærleikur til ykkar allra á fallegum sunnudegi.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina.
Kópavogshæli. Ég vann þar í mörg ár og fannst það alveg frábært. Svo kom nýtt tímabil í lífi mínu og það var líka frábært.
Myndlistamaður. Er það enn
Lejregårdsbørnehave. Bóndabæjarbarnaheimili þar sem ég sá meira og minna um dýrin og var líka að passa litla stúlku með fötlun á heilanum sinum, sem gerði að hún þurfti á hjálp að halda í daglega lífinu . Sól var líka á þessu barnaheimili
Kunstskolen Rammen. þar er ég núna og hef verið í 7 ár, frábær vinna
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Dead Man. Skrifuð og leikstýrð af Jim Jarmusch 1995. Leikarar Johnny Depp, Gary Farmer, Billy Bob Thornton, Iggy Pop, Crispin Glover, John Hurt, Michael Wincott, Lance Henriksen og Robert Mitchum Frábær mynd eins og allar hans myndir
Dargeløberen. Er ný búinn að kaupa hana og er enn hrifinn. Elskaði bókina .
Breaking the waves. Lars von Trier. Frábær leikstjóri. Mjög umdeildur en ég hef alltaf hrifist af honum vegna þeirra öfga sem eru í myndunum hans. Hann fer alltaf alla leið og er alltaf að prufa grensur bæði okkar og sínar eigin.
Dancing in the dark .Lars von Trier
Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Vík í Mýrdal. Ég ólst upp í Vík
Reykjavík
Kaupmannahöfn
Lejre (best, ég bý þarna núna)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Planet Earth
Klovn
Animal planet
Talent
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum.
Barcelona
París
New York
Washington
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg.
Engin
ég fer meira svona á hinar og þessar heimasíður, en ekkert fast.
Fernt sem ég held uppá matarkyns.
Ávextir
Te (ég veit að það er drykkur)
Hveitikímkex
Sojapönnukökur með yogurt og ávöxtum
Grænmetisréttir, allavega.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft.
Þá ætla ég að nefna höfunda, því ég les oft bækur eftir þessa höfunda og get blaðað í þeim aftur og aftur.
Geoffrey Hodson
Paulo Coelho
Helle Helle. Danskur rithöfundur sem er bara frábær.
Og síðast en ekki síst elsku Vigdís Grímsdóttir
Og mangir fleiri!
Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka.
Guðni Már
Gunni Palli
Jóna Ingibjörg
Katrín Snæhólm
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna.
Þar sem ég er núna, inni í eldhúsi með heimilishljóðin í bakgrunninum. Gunni að sýsla við eldavélina, Sól að gera sig klára fyrir daginn, Lappi liggjandi við fæturna mínar og þvottavélin malar undir, ummmm. Ekkert dásamlegra
Fjallalauginni (undir Eyjafjöllum)
Ströndinni í Vík í Mýrdal. Þar ólst ég upp og elskaði ströndina.
Hugleiðsluvíddinni. (fer þangað á eftir þegar Sól og Gunni eru farinn á eplaplantekruna)
Fíkn
13.9.2008 | 19:32
Yndislegur dagur hjá mér. Ég byrjaði daginn á að fara á kynningarmessu á öllum menntunar tilboðum fyrir ungt fólk sem hefur einhver vandamál ! Það var alveg ofsalega mikið að skoða og ég kom heim með tíu kíló af bæklingum dvdíum og öllu mögulegu til að fara með í skólann og skoða nánar.
Þegar ég kom heim komu Sól og Gunni á næstum sama tíma. Gunni hafði fylgt Sól og Cesilia til Hóraskeldu þar sem þær eru í leiklistarskóla fyrir börn.
Við fórum að vinna í garðinum í alveg frábæru veðri. Allt var gert fínt og flott.
Við fórum svo inn og ég og Sól fengum okkur indælan kvöldverð en Gunni fór út á lífið í Kaupmannahöfn.
Núna sitjum við Sól hérna inni í stofu í sófanum, drekkum te og erum að horfa á sjónvarpið.
Við erum báðar miklar tekellingar .
Það er ýmislegt að gerast inni í kollinum mínum þessa dagana eins og svo oft áður. En það sem er að gerast inni í höfðinu á mér hefur áhrif á alla mína líðan, og vekur mér vellíðan sem ég hef ekki fundið fyrir í mörg mörg ár.
Þannig er að ég eins og milljónir annarra hef einkennilegt samspil með mat. Ég hef alla tíð bæði hatað og elskað mat. Við Gunni erum bæði mikið matarfólk og vitum fátt skemmtilegra og huggulegra en að borða góðan mat.
Ég hef alla tíð haft svona samband við bæði kroppinn minn og matinn, sambandið þar hefur ekki verið eðlilegt.
Fyrir ferminguna mína svelti ég mig í viku til tíu daga, viss um að ég væri offitusjúklingur. Sem ég get ekki annað en brosað yfir í dag. því ég var allt annað en það, ég var falleg og hraustleg.
En ég hafði sjálfsmynd sem var mjög óraunveruleg og var bara í höfðinu á mér.
Alla tíð eftir þetta var ég eins og harmonikka rokkaði upp og niður í kílóum og hélt mér niðri með allavega sjúklegum ráðum. Ég ældi matnum, drakk kúkate, borðaði megrunarkaramellur, hörbelive, allavega hitt og þetta og hina og þessa kúra. Þessa sögu þekkja margir sem hafa brenglað samband við mat.
En vandamálið var að ég náði aldrei að halda neinu við, allt fór alltaf í sama farið aftur.
Ég hef svo undanfarin ár notað mikla orku við að vinna að mínu innra með hugleiðslu og í þerapí hjá honum Gordon mínum frábæra, sem hringir í mig einu sinni í mánuði frá Kaliforníu og við vinnum saman í cirka tvo tíma með mitt innra og þau vandamáls sem hafa komið upp síðan siðast. Einnig fær ég verkefni sem ég vinn að eins og einskonar heimavinnu. Þetta hefur verið mér alveg stórkostleg hjálp til að fá innra jafnvægi og vera meðvituð um það sem lífið mitt er um, hver ég er á innri og ytri plönum og margt margt fleira.
Ég hef þó fundið fyrir undanfarið ár að til að ná þeim árangri sem ég vil bæði í hugleiðslu og í öllum þeim andlegu verkefnum sem eru mér mikilvæg og sem meðmanneskja allra sem ég hef samskipti við, yrði ég að vinna að mínum líkamlegu málum. Ég yrði að einbeita mér að því að sameina huga minn líkamanum, ekki vera bara höfuð og upp ,heldur heil, eitt með öllu því sem ég er. Líkami minn er það verkfæri sem ég hef í þessu lífi og mér ber að vinna með honum en ekki á móti.
Vandamálið var að ég hafði erfitt með að finna það sem hentaði og þar af leiðandi gerðist ekki mikið að mér fannst. En þar sem ég trúi því að mér sé hjálpað á þá braut sem er góð fyrir mig þegar ég er tilbúinn og beið ég á einhvern hátt eftir skilaboðum, tákni um að eitthvað væri það rétta hjá mér.
Ég fékk svo skilaboð frá gamalli vinkonu minni henni Bobbu inn á bloggið mitt. Smá kveðja eftir 22 ár. Við fórum að skrifa smá hvor til annarrar . Ég tók eftir að hún var næstum óþekkjanleg því í gamla daga var Bobba alltaf stór og mikil kona, en núna var hún einhvernvegin svo lítil og svo kvenleg að ég átti erfitt með að sameina þá nýju þeirri gömlu.
Ég las þó á milli línanna að hún var á einhverju sérfæði og það hafði hjálpað henni að forma sig í annað mót. Ég beið nokkurn tíma með að spyrja, því ég vissi innst inni að þá væri ekki aftur snúið.
En ég spurði og það leið ekki vika þar til vorum farnar að tala saman á skypinu. Núna eru 18 dagar síðan ég byrjaði á þessu fæði og mér líður svo svo vel. Ég finn einhvernvegin mikinn léttir yfir að ég er að gera mér gott. Ég er að gera mig að betra verkfæri fyrir framtíðina.
Það sem var erfiðast fyrir mig við þessa ákvörðun var : nú verð ég ennþá meira öðruvísi en aðrir. Ég drekk ekki áfengi, ég borða bara fisk og hvítt kjöt, ég fer aldrei út að skemmta mér og núna yrði ég á algjöru sérfæði.
Ég vorkenndi mér yfir að ætla að taka þessa ákvörðun. En núna sé ég að ég er að gera mér lífið léttara og auðveldara en áður.
Það sem er öðruvísi en áður, er að ég hef enga tilfinningu fyrir að ég sé í megrun, enda er ég ekki í megrun. Ég hef sjaldan borðað eins mikið og ég geri núna, bara öðruvísi blöndu af mat og hlutföllin eru ólík því sem ég hef gert áður. Maturinn er alveg frábær ! Nýr lífstíll.
Ég finn líka annað sem ég ekki hef upplifað áður, það er að ég er svo tilbúinn að breyta til,. Þar held ég að spili inn öll sú vinna sem ég hef gert með Gordon undanfarin ár..
Ég hef verið að lesa mig til um þessi mál á hinum og þessum heimasíðum og mér varð ljóst að sú mynd sem ég og margir, margir aðrir hafa af þeim sem ekki geta stjórnað mataræðinu er algjörlega röng !!!
Ég las einhversstaðar á einhverri síðunni að það væri vísindalega sannað að þeir sem eiga við matarfíkn eða einhverja átröskun, alkaholismi og spilafíkn að stríða eru með einhvern auka gen í sér, sem sé ástæða þessa vandamáls. Þetta fannst mér mjög áhugavert og opnaði það augu mín fyrir svo mörgu og einhver léttir gerðist inni í mér.
Ekki þannig að nú er ég með einhvern sjúkdóm, leggst upp í sófa og bara vorkennt mér, nei, nú veit ég hvað það er sem ég á að takast á við og um leið og það varð ljóst var allt auðveldara.
Eins og ég hugsa þarf þetta líka að hanga saman út frá því andlega sem ég trúi og mín kenning er sú að þeir sem erfa þetta gen ger að til að takast á við fíkn í hvaða formi sem er.
Fíkn geta verið margir hlutir og til að komast á hærra vitundarstig þurfum við að vinna með fíknina og ein leið til að vera viss um að við tökumst nú á við þetta stig í þróuninni er að láta það erfast. Því er hreinlega plantað í þann sem þarf að vinna á fíkninni, engin leið í kringum það.
Ég held að það sé mikilvægt þegar maður ákveður að vinna á ákveðinni fíkn að flytja fíknina ekki yfir á eitthvað annað.
Til dæmis, ég vinn á matarfíkninni og fer að kaupa mér fullt af fötum, óeðlilega mikið af fötum.
Maður hættir að drekka en borðar mjög mikið af nammi eða stundar mjög mikið kynlíf eða eitthvað annað.
Ég þarf nefnilega að vinna á FÍKN sem í þessu tilfelli bitnar á líkama mínum, en gæti alveg eins bitnað á peningaveskinu mínu. Fíknin er sú sem ég þarf að ráða yfir, þarf að vinna á og það verður spennandi ferðalag.
Ef ég sé fíknina sem lifandi form sem svífur frá einu til annars til að lifa,. Ef unnið er á einu sem er kaupfíkn svífur hún yfir á fíknina að borða. Ég vinn á því, þá svífur hún yfir á annað sem er veikleiki. Fíknin er nefnilega lifandi og ekki ég, hún er sjálfstætt lifandi form sem ég þarf að taka og vera herra yfir í Kærleikanum.
Ekki dæma hana og hata en elska hana eins og hvern annað hluta af mér sem hjálpar mér í þeirri þróun sem ég er í.
Ég hef fíkn, en ég er ekki þessi fíkn.
Ég gæti sennilega haldið þessum vangaveltum áfram í alla nótt en núna byrjar bíómynd sem við Sólin ætlum að horfa á saman.
Set inn myndir frá sófanum okkar , Sól, Lappi og tebollinn minn.
Kærleikur til ykkar allra
það má ekki gleyma því að vera boðberi lífsins
9.9.2008 | 09:51
Ég held svei mér þá að ég sé með þeim leiðinlegustu manneskjum í heiminum.
Ég elska að gera ekki neitt, að fara ekki neitt, að vera bara heima með Lappa lús og hinum óargadýrunum. Ég hef oft haft áhyggjur af þessu, en núna sé ég og hef oftast sætt mig við, að svona er þetta bara.
Vanalega á haustin förum við fjölskyldan í ferðalag til útlanda, en ekki núna. Ferðin okkar til Washington í sumar kostaði mikið. Sólin litla fór til Íslands í sumarbúðir í sumar, það kostaði líka mikið. Við fórum bæði til Íslands, ég síðastliðið vor til Sigrúnar systir í Bolungavík í fermingarveislu, Sólin litla fór að sjálfsögðu með. Gunni fór í sumar að hitta fólkið sitt.
Við höfum sem sagt ekki efni á einn einni ferðinni og ég er bara svo feginn !!
Í staðin nýt ég danska haustsins sem er svo fallegt með sterku samspili ljós og skugga sem skapast þegar sólin lækkar á lofti.
Ég er inni í fríviku frá vinnunni minni. Ég vinn sem sagt tvær vikur og er svo í fríi eina viku. Svo er ég í fríi alla mánudaga. ÉG veit að þetta er lúxus, en þetta er líka val. Ég þéna þar af leiðandi ekki eins mikið og ég gæti, en ég hef tíma til að sinna öðru en vinnunni minni. Vinnan mín er að sjálfsögðu mjög spennandi en vinnan mín er ekki það sem lífið mitt snýst um.
Frívikuna mína nota ég mikið til að hugsa, lesa og vinna myndlist þegar það brennur við.
Að sjálfsögðu nota ég líka meiri tíma í hugleiðslur á þessum frídögum en ég geri annars aðra daga. Ég fer líka í lengri göngutúra með Lappa töffara og það finnst honum ekki leiðinlegt.
Við vorum að koma úr einum slíkum áðan. Við hittum þrjá hunda, tveir sem vildu ekki leika við hann enda gamlir og þreyttir. Þeir eru á svipuðum aldri og Iðunn okkar var. Ég man eftir þeim sem hvolpum, þegar Iðunn var hvolpur.
Svo hittum við einn hressan og sprækan sem var skrítinn eins og Lappi. Þolir ekki hunda í bandi og hundaeigendur sem halda krampakenndu taki í hundana sína.
Svo við hundaeigendurnir vorum sammála um að leifa þeim að leika sér.
Þeir léku sér ekki lengi en pínu. Við gengum áfram meðfram Lejreá og hittum ekki neinn, nema dádýr fugla og íslensku hestana sem við heilsum alltaf á íslensku og stundum fáum við leifi til að þefa af feldinum þeirra sem gefur myndir af landinu okkar. Ef þið skilduð ekki vita það þá er Lappi 75 % íslenskur hundur.
Lappi er alveg frábær hundur. Hann er hlýðin með eindæmum, ekki vegna þess að hann er svona vel upp alin, nei af Guðsnáð vil hann gera allt svo að við séum ánægð með hann. Þannig að við getum haft hann lausan í göngutúr án þess að hann hlaupi í burtu og þegar við köllum á hann kemur hann um leið. Ef við hefðum verið algjörir hundæðissjúklingar þá gæti hann beðið stilltur og prúður fyrir utan hvað sem er án þess að vera bundin og beðið eftir okkur.
En við erum ekki svona týpur og erum þess vegna bara ánægð með að hann sé svona í sínu guðlega eðli.
Við mættum líka hóp af eldra fólki sem gengu með skíðastafi ? Skrítið, en það var svolítið flott að sjá þau úr fjarlægð því allir vorum með eitthvað rautt í fötunum sínum.
Núna erum við sem sagt komin heim og sitjum úti í sólinni , ég með kaffið mitt og Lappi liggur undir borðinu.
Í dag ætla ég að gera plan fyrir fund sem verður hérna á sunnudaginn hjá the one earth group og senda það út til stjórnirnar.
Ætla líka bara að vera.
Í gærkvöldi gerðist svolítið fallegt sem mig langar að segja ykkur frá. Ég var að koma frá fundi í Kaupmannahöfn. Ég var að keyra á götu á Amager þegar ég sé lítinn fugl liggja á götunni og vera að baksa eitthvað mjög hjálparlaus. Ég parkeraði bílnum og hljóp út sem betur fer áður en einhver kom á bíl og keyrði á greyið.
Ég tók fuglinn upp og hann gat greinilega ekki flogið.
Ég inn í bíl með fuglinn og keyrði með hann heim. Hélt á honum með annarri hendi og stýrði með hinni.
Sem betur fer var hann alveg rólegur alla leiðina heim en það tekur mig ca 45 mín að keyra heim.
Þegar heim kom var Gunni vakandi og við kíktum á fuglinn saman. Hann var ekki vængbrotin, og það virtist ekkert vera að honum.
Ég ákvað að prufa að fara út með hann og sjá hvað gerðist. Hann sat sem fastast á hendinni á mér. Ég prufaði varlega að hrista hann af mér og tæla hann upp i tré.
En nei hann sat sem fastast. Ég rölti aðeins um og spjallaði við hann og sýndi honum þessi nýju heimkynni. Hann horfði með athygli á þennan nýja heim. Ég reyndi áfram að lokka hann á flug en þá gekk hann bara upp á öxlina á mér og var þar í langan tíma.Set hérna fyrir neðan tvær myndir sem Gunni tók af fuglinum í lófanum mínum áður en hann fór að rannsaka nýjar slóðir
Þetta var ansi óraunverulegt en mér fannst þetta vera fallegt. Að lokum flaug hann upp í tré og ég stóð svolitla stund og einbeitti mér að honum.
Varð mér þá ljóst að þetta var boðberi frá dýraríkinu. Boðberi um að það sé mikilvægt að ég haldi fólkus á það sem mér er svo mikilvægt í þessu lífi og því má ég ekkigleyma.
Að ég er þeirra boðberi ...........
Kærleikur til ykkar allra.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.9.2008 kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
þettar eitt tímabil er yfirstaðið, hefst annað.....
1.9.2008 | 13:28
Kæru vinir og bloggvinir !
Ég er ekkert dugleg að blogga þessar vikurnar, en ég veit að það er allt í lagi, þið eruð svo dugleg að skrifa öll fyrir hvert annað.
Ég vildi bara kyssa á ykkur smá kveðju.
Ég set inn mynd sem ég tók i gærkvöldi sem segir allt um hvernig mér líður.
Sólarlag í Rågeleje.
Stresstíma er að ljúka og á laugardaginn hefst nýtt tímabil sem lofar meiri ró, allavega í smá tíma, allavega í viku.
Kærleikur í netheim
Brúðkaup í grænu...
21.8.2008 | 14:36
Er núna heima með Sól og við erum báðar dauð þreyttar. Við vorum í brúðkaupi í gær hjá nágrönnum okkar. Gunni eldaði matinn og var með til að spila brúðarvalsinn , ég var ljósmyndari og Sól var brúðarmey.
Þessir nágranna búa í kolleftífi, þar að segja það eru 5 fjölskyldur sem búa í sama húsinu. Þau eru reyndar með hver sína íbúð en deila eldhúsi og ýmsu öðru saman. Þetta er gamall fjögurra lengja bóndabær. Þetta fólk er alveg yndislegt og erum við í mjög góðu sambandi við þau öll.
Ég vaknaði klukkan 7 og sá út um svefnherbergisgluggann fröken yndislegu brjáluðu sem ég hef sagt ykkur frá áður, vera úti hjá nágrönnunum að gera blómavendi. Hún er semsagt líka nágranni bara ekki á þessari hlið. Ég fór niður í eldhús og gerði gott kaffi handa henni og trítlaði yfir til hennar. Hún var á fullu að hjálpa og varð þakklát kaffinu. Set inn mynd af henni.
Allt byrjaði kl eitt með drykk og halló ! Ég var fyrst með klukkan tvö þegar það var leikhússýning í boði brúðarparsins hérna rétt hjá. Öllum bæjarbúum var boðið og það voru alveg rosalega margir ! Leiksýningin var alveg mögnuð. Brúðguminn er leikari og þar að leiðandi passaði þetta vel inn í heildarmyndina
Ég dreif mig svo heim með Sól þar sem við fórum í bað og í festfötinn. Sólin í síðan fallega gula kjólinn sem hún hafði daginn áður stytt og lagað svo hún gæti passað í hann. Hún var falleg og yndisleg.
Við drifum okkur yfir hérna við hliðina. Ósköp notalegt því það liggur lítill stígur frá okkar garði yfir til þeirra.. Fyrst var matur fyrir gestina sem eins og ég sagði áður Gunni gerði hérna í okkar eldhúsi og hljóp með yfir í veisluna í mörgum ferðum.. Hérna er mynd af Gunna mínum í axsjón hérna heima.
Maturinn var alveg frábær og á meðan fólk borðaði var hljómsveit að spila (sinfóníuhljómsveit) Mjög fallegt.
Klukkan átta mínútur yfir átta var giftingin. Sú sem gifti þau var stjórnmálakona í SF. Athöfnin var mjög falleg og þau voru falleg bæði tvö. Kvöldsólin skein svo fallega í garðinum á meðan.
Gunni ásamt tveim öðrum bæjarbúum spiluðu valsinn þegar brúðarmeyjan kom inn í garðinn.
Það var fullt af brúðarmeyjum og einn brúðarsveinn. Dætur Christian (hann sem gifti sig) voru að sjálfsögðu brúðarmeyjar. Önnur þeirra er ein af bestu vinkonum hennar Sólar. Svo voru tvö önnur sem búa í kolleftífinu og svo tvö sem ég þekkti ekki.
Eftir afhöfnina voru ræður til brúðhjónanna, klipptur sokkur hjá brúðgumanum., brúðhjónin kysstust uppi á borði og undir borði. Eftir ræðu brúðgaumagns fór ég aðeins yfir að hringja í Bobbu á Íslandi sem er bloggvinkona mín og gömul vinkona frá Hornafirði. Við hittumst nýlega aftur á blogginu. Höfum annars ekki verið í sambanadi í 22 ár. Sólin litla kom með og var þreytt. Ég var sjálf alveg búinn enda nota ég alltaf mikla orku að vera með mörgu fólki. Það er ekki mín sterkast hlið.
Ég og Sól ákváðum bara að skríða í bólið. Gunni fór í ný hrein föt og skellti sér í veisluna og ég og Sól sofnuðum við yndislega músík frá veislunni sem var notalegt.
Gunni fór svo í morgun snemma af stað á einhverja ráðstefnu, og ef ég á að vera hreinskilin veit ég ekki hvar. En hann kemur heim annað kvöld.
Ég og Sól ákváðum að hún yrði heima í dag og við myndum taka afslöppunardag. Við höfum legið undir sæng í stofunni og horft á hverja teiknimyndina eftir aðra.
DAUÐÞREYTTAR !!!
Á morgun fer ég í vinnuna og annað kvöld fer ég á fund sem ég hlakka til að fara á. Þetta er undirbúningsfundur fyrir Skandinavíska ráðstefnu sem á að halda næsta ár. Þetta er fólk sem vinnur að betri heimi frá innri sviðum.Það er ein manneskja frá hverri grúppu sem hafa tilmelt sig sem mætir annað kvöld.
Á laugardaginn byrja ég daginn á að fara í fertugsafmæli hjá nágrannakonunni minni á hinni hliðinni (við höfum nágranna frá þremur hliðum). Hún heitir Annetta. Hún bíður öllum konunum sem búa hérna í kring í morgun/hádegismat. Ég get bara verið þar í klukkutíma því ég og Gunni förum svo í brúðkaup hjá Bente og Benny klukkan eitt í Sólrød.
Það er einn kennarinn í skólanum að gifta sig eftir 25 ára sambúð. Þetta verður heljarinnar brúðkaup mjög hefðbundið og með stórri veislu og herlegheitum.
Ég opna sýningu 6 september, ég veit ekki hvenær ég get klárað að vinna þau verk sem ég er að gera, en það er nú lúxusvandamál ekki satt, því lífið er fallegt!
Ég set inn nokkrar myndir frá gærdeginum
Jæja kæru bloggvinir ætla að kúra með Sól undir sæng og horfa á Madagaskar
Kærleikur á netheim !
ég átti mér draum, sem ég lifi núna.
17.8.2008 | 14:58
Þegar ég var lítil átti ég mér draum um að lifa fallegu lífi. Ég vissi samt ekki hvað það var að lifa fallegu lífi en einhvernvegin inni í litla höfðinu mínu var mynd í einskonar móðu hvernig það ætti að vera.
Draumurinn var að vinna við að teikna, ég vissi jú ekki hvað það var að vera myndlistarmaður. Ég vildi líka vera dýralæknir. Sá draumur hvarf þó þegar ég upplifði að stór hluti af starfi dýralæknis er að aflífa dýr og svo varð ég vitni að því þegar hestar voru geldir og það situr enn á nethimnunni hjá mér.
En ég vildi eiga dýr, kannski verða bóndi. En bændur þurfa að verða praktískir og láta frá sér í slátrun og þess háttar, þannig að ég hætti líka við það fljótlega. En ég vildi eiga dýr og teikna myndir. Þetta var draumur sem var geymdur þarna einhversstaðar og kom ekkert sérstaklega oft upp.
Ómeðvitað vann ég mig hægt og rólega að þessum draum, án þess þó að vera svo mikið meðvituð um það. Ég fór fullt af krókaleiðum upp brattar brekkur, yfir og undir sjóinn og straumharðar ár. Ég datt oft á leiðinni, rúllaði langt niður í dal og byrjaði allt upp á nýtt. En ég var heldur ekki svo meðvituð um það, ég gerði bara það sem gera þurfti.
Í dag segir fólk við mig hversu heppinn ég er að lifa svona fallegu lífi ! Já það er rétt, ég er mjög heppinn að lifa svona fallegu lífi,
það erum við öll.
Því við lifum öll fallegu lífi.
Það er nefnilega þannig að flest gerist í höfðinu á okkur og þaðan getum við valið hvernig lífi við lifum. Þá er ég ekki að tala um hversu stórt hús við búum í eða hversu stóran bíl við eigum. Nei ég er að tala um hvernig við veljum að sjá það líf sem við lifum. Við getum nefnilega valið hvernig við sjáum þá hluti sem gerast í kringum okkur. Við getum valið þegar við erum að sligast af áhyggjum yfir peningum eða einhverju öðru að fara út í garð og njóta þeirrar fegurðar sem er þar. Ilma af blómunum og vera þakklát fyrir þá dýrð sem er í kringum okkur.
Við getum horft á börnin okkar og verið þakklát fyrir þau augnablik sem við höfum með þeim. Ég er ekki að segja að við eigum að loka augunum fyrir þeim erfiðleikum sem koma, en ég er að segja að við getum valið hvernig við sjáum þessa erfiðleika. Við getum valið að sjá þá sem möguleika til að komast áfram í þroska og verða betri manneskjur. Það er allt spurning um val.
Þegar við byrjum að rífast við kallinn eða kerluna, þar liggur stórt val. Vil ég eyðileggja daginn með rifrildi?
Ekki bara eyðileggja daginn fyrir mig, líka fyrir alla sem eru í kringum mig. Ég þarf ekki að vera sammála öllu sem hann eða hún segir eða gerir en það er hægt að ræða hlutina á margan hátt og án þess að meiða sjálfan sig og aðra í kringum sig.
Það er líka hægt að velja hvernig við bregðumst við þegar það kemur rukkun frá skattinum ! Í staðin fyrir að flippa út og láta öllum illum látum, getum við séð þetta sem möguleika á að vinna á þeirri tilfinningu sem kemur aftur og aftur þegar þessi bansetti reikningur kemur á hverju ári. Takast á við þetta, betur í ár en á síðasta ári.
Við getum valið hvernig við bregðumst við þegar við lesum hitt og þetta blogg ! Við getum ælt reiði og hörmungum yfir bloggheim, eða séð og viðurkennt að það eru jafn margir sannleikar og við erum mörg.
Við getum valið að lesa yfir öðrum hversu mikilir fábjánar þeir eru að trúa hinu og þessu, eða trúa ekki hinu og þessu, eða við getum séð hlutina frá hærra vitundarstigi og séð að við veljum hver okkar leið og sú leið sem hver og einn velur er rétt fyrir þann aðila.
Ég lifi fallegu lífi, já en ég eins og allir aðrir á við fullt af vandamálum að stríða sem ég vel að takast á við á eins jákvæðan hátt og mér er mögulegt. Það er oft svo erfitt að ég er alveg að kafna en mér tekst betur og betur að vinna á þeim andlega þunga sem fylgir því að láta áhyggjur ráða ríkjum í huganum.
Ég vel eins og mér er mögulegt að fókusera á það sem gengur vel. Það sem er fallegt í kringum mig. Ég loka ekki augunum fyrir því sem þarf líka að takast á við og er kannski eins fallegt og hitt en ég læt það bara ekki fylla líf mitt..
Stundum gerist það að átök í einhverri af þeim grúppum sem ég er að vinna í eru alveg að sliga mig og ég hef SVO miklar áhyggjur fyrir krísufundi sem eiga að vera. Þetta getur eyðilagt daga fyrir mér. En núna er ég að verða ansi sjóuð.
Ég veit að það besta sem ég get gert og eina sem ég get gert er að segja það sem mér finnst. Segja minn sannleika og á þann hátt gefa það sem ég get í þá grúppu sem við á. Þetta á líka við vinnustað og yfirmenn mína. Minn sannleikur er kannski ekki sá eini rétti og þá er kúnstin að vera opin fyrir nýjungum á þeim lausnum sem aðrir koma með.
Þetta hefur verið svo mikill léttir fyrir mig að finna þessa einföldu lausn.
Áður var ég alltaf að reina að finna meðalveginn og átti erfitt með að finna hvað mér fannst best, því mér finnst oft svo margt rétt, allt eftir því hvernig maður sér hlutina. Ef ég er í þeirri aðstöðu þá segi ég bara: "Ég get ekki svarað því núna hvað mér finnst, ég þarf að hugsa um það" !
Núna er ég að reyna að gefa líkamanum mínum jákvæða athygli. Það hef ég ekki verið dugleg við. Ég hef lifað stressuðu lífi oft á tíðum og ég hef ekki gefið líkamanum þá athygli sem er nauðsynleg. Það er ekki svo gott, en svona hefur það verið. Núna vil ég gera mitt besta fyrir hann sem hefur lánað mér sig á meðan ég er á jörðinni í þessu lífi.
Núna er tíminn fyrir hann. Ég er farinn að labba mikið. Alla síðustu viku labbaði ég ca 5 kílómetra á dag, til og frá vinnu. Svo er auðvitað göngutúr með hundinn og mikið labb í vinnunni. Ég er svo ánægð með þessa göngutúra. Á föstudagskvöldið varð ég svo veik og var veik þar til í morgun sunnudag. Ég held hreinlega að þetta hafi verið viðbrögð hans blessaðs við allt það eiturefni sem streymdi frá vöðvunum og liðunum við alla þessa hreyfingu!
En ég hef valið að mér finnst yndislegt að ganga !!!
Það gerir lífið svo miklu einfaldara að að sjá lífið með þeirri sorg og gleði sem lífinu fylgir með jákvæðum augum.
Já ég átti mér draum þegar ég var lítil og ég lifi hann núna. Ég lifi drauminn með öllu því sem fylgir því að lifa, gleði, hræðslu, máttleysi, reiði, brjálæði, hrifningu þakklæti.........
Set inn myndir með þessari færslu sem ég tók áðan af daglega lífinu okkar.Þetta hljóðfæri sem er þarna á gólfinu er gjöf frá Christian nágranna okkar til Gunna. Gunni á að spila á það brúðarvalsinn á miðvikudaginn við brúðkaupið hjá Christian og Inge !
Kærleikur til alls lífs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Talent 2008...
16.8.2008 | 12:27
Núna er byrjað enn eitt talent show hérna í Danmörku sem ég og Sólin mín komum til með að fylgjast með í vetur. Set inn litlu Mæju sem söng í gær, hvað skildi hún hafa verið í sínu fyrra lífi?
Ég er veik núna svo ég skrifa ekki meira en ÞETTA........