Ég lærði svo mikið á þessum átökum, skildi það ekki á því augnabliki, en í flugvélinni

_mg_3795.jpgLangt er síðan síðast, en ég hef verið að velta því fyrir mér í sumarfríinu mínu, hvort ég ætti ekki að byrja aftur að blogga smá.

Undanfarin ár hefur verið svo annasöm, að ég hef hreinlega ekki haft tíma til að setjast niður og skrifa lengri pistla, en bara nokkrar setningar á facebook.

En núna er tíminn kannski komin, til að setja hugsanir mínar á blað, með von um að einhver finni samsvörun, eða tengingu við það sem ég skrifa.

Margt hefur gerst í sumar, sem hefur heldur betur hrist upp í mér, sem hefur verið vont á meðan á því stóð, en eftir á að hyggja hefur kennt mér þá lexíu sem mér er nauðsynleg.

Ég hef velt því fyrir mér hvar ég eigi að byrja, því af mörgu er að taka.

Ætla að taka eitt dæmið sem lengst er síðan að gerðist og fékk mig heldur betur til að missa fótfestu um stund. En eins og allt sem tekur á, þá lærði ég mikið á þessu fótfestufalli!

Ég er oftast flót að finna leiðir, þegar ég virðist á blindgötu, engin útgönguleið sjáanleg, ég er fljót að hugsa nýtt og sjá bestu möguleikana í því nýja, án þess að það valdi mér hugarangri.

En þarna féllust mér hendur!

Í mai fór ég til Kaliforníu í nokkrar vikur, algerlega frábær ferð. Var í raun alveg hissa á hversu falleg hún er og mikil náttúra þarna. Ég var rúmlega viku í Los Angeles á ráðstefnu sem var mjög gaman. Þar hittumst við um 100 manneskjur frá öllum heiminum og hugleiddum og unnum saman fyrir betri heimi, fyrir allt lifandi á jörðu.(þarf lengri útskýringu ef ég ætla nánar útí það sem við gerum)

Eftir dásamlega daga þarna, fórum við með vinkonu okkar, henni Theresa til Mariposa sem liggur í fjöllunum fyrir utan San Francisco. Við erum: Sólrún Braga, kær vinkona og Lisbeth Moberg kær vinkona. Við dvöldum þarna í nokkra daga, héldum námskeið sem gekk mjög vel. Georg og Theresa eru að opna þarna andlega miðstöð sem verður mjög fallegt og spennandi verkefni hjá þeim hjónum.

Þetta var algerlega dásamlegur tími sem við áttum þarna saman. Eftir það skelltum við okkur til San Francisco og þar nutum við okkar vel í þessari fallegu borg. Ég fór svo nokkra daga til vina minna sem eiga heima í San Rafael og naut gestrisni þeirra fram í fingurgóma. Það sem einkenndi þessar heimsóknir svona eftir á að hyggja var hversu fallega þau bjuggu öll sömul og hversu umhverfið var alveg dásamlegt og húsin þeirra falleg.

En það var nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um, þó svo að það sé mikilvægt fyrir mig að fram komi hversu dásamlegan tíma ég hafði haft áður en skelfingin skall yfir mig hehehe. Ég hef held ég aldrei verið eins mikið í hverju augnabliki, hvert augnablik sem þessar vikur.

En heim skildi haldið og ég byrjaði á að tala rútu frá San Rafael sem tók einhvern tíma. Ég átti flug frá SFO i San Francisco.

Þegar ég kem inn á flugvöllinn byrjaði ég á því að fara í vitlausa röð. Ég var þar í einhvern tíma, áður en ég gerði mér grein fyrir misstökum mínum. Ég var með stóra ferðatösku (ljósbleik með hvítum doppum :o) bakpoka og stóran innkaupapoka. Ég fer úr röðinni og geng dálitla leið, þar til ég finn réttu röðina. Þar fer ég aftur í langa röð. Þegar röðin kom svo loksins að mér, var ég beðin um passann minn. Ég fer í bakpokann minn og ætla að finna veskið mitt, en viti menn, þrátt fyrir að bakpokinn hafi verið renndur og vel lokaður, þá var veskið horfið.

Ég trúi ekki mínum eigin augum, og sný öllu við í töskunni, en ekkert veski. Í veskinu var passinn minn, peningar, og kreditkort. Bæði vinnu vísa kortið og mitt masterkortið. Ég verð algjörlega skelfingu lostin, ég geri mér grein fyrir því, að þó ég sé með flugmiðana, þá kemst ég ekkert án þess að hafa passann minn. _mg_3227.jpg

Mér er vísað á stað þar sem ég get hringt í lögguna til að láta gera skýrslu. Ég fer þangað, algerlega utan við mig. Hringi og er beðin að bíða þar til það verður komið. Á meðan ég bíð, sem er um það bil kukkutími, þá sendi ég Gunna skilaboð um að loka kortinu. Ég stend svo og naga neglur við símann í klukkutíma. Á meðan ég stóð og allt keyrði í höfðinu á mér, kom ung stúlka til mín og sagði : vá hvað þú ert í flottri peysu, það gladdi mig í þrjár sekúndur, en raunveruleikinn var of þrúgandi til að ég gæti dvalið í þessu hrósi. Aftur kom ung stúlka til mín og hrósaði peysunni minni, ég dvaldi í því hrósi bara smá stund :o)

Ég hafði talað við Gunna í Danmörku (þar sem var mið nótt) nokkrum sinnum, þar sem ég var algjörlega niðurbrotinn. Loksins kom löggan, ég gaf skýrslu og löggan sem var voða ljúfur hringdi í rútuna sem ég hafði komið í frá SR,  til að tjékka hvort veskið væri þar, svo var ekki. Hann gat svo ekkert gert fyrir mig og ég fór á röltið. Ég fór og tjékkaði á flugmiðunum mínum, sem ég var búinn að missa af. Ég lét breyta þeim til um kvöldið, ef ske kynni að ég fyndi passann minn. Gunni hringdi til Íslands til að finna símanúmer hjá konsúlati frá Íslandi í San Francisco, en það var föstudagur og allt lokað. Ég gekk þarna sem sé í 9 klukkutíma, án þess að vita hvað ég ætti að gera.

Ég gekk og gekk, á milli Pontíusar og Pílatusar, með allan farangurinn minn í eftirdragi. Af og til í sambandi við vini mína í San Rafael, Gunna og svo á facebook. Það hélt mér í gangi að heyra frá fólki. En fannst ég þó vera algerlega, Palli einn í heiminum. Ég var með hraðan hjartslátt, tárin í augunum og vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Ég trúði þessu heldur ekki. Gordon og Corinne (vinirnir frá San Rafael) ætluðu að ná í mig seinna um kvöldið, þegar þau væru búinn á ráðstefnu. En það yrði mjög seint vegna umferðar sem er á föstudagskvöldum.

Ég ráfaði um og fyrir einhverja tilviljun,(sem auðvitað er ekki tilviljun) er ég á terminal 1, langt frá öllu. Það er engin þar inni nema ég. Ég sit á bekk, með allan farangurinn minn í kringum mig. Ég hafði ekkert drukkið eða borðað frá því um morguninn og það var að koma kvöld.

Ég hringi í Gunna og ég hringi í Corinne. Corinne segir mér að athuga hvort einhver geti gefið mér 20 dollara fyrir rútunni til þeirra. (Hún hafði hringt í rútufyrirtækið áður til að athuga hvort þau gætu borgað fyrir mig ferð til þeirra með þeirra korti, eða þegar ég kæmi til þeirra, en nei það var ekki hægt) Ég segist ætla að athuga það, en einhverra hluta vegna segist ég ætla að bíða aðeins , eftir hverju vissi ég ekki þá !

Ég kemst aðeins til meðvitundar og fer að rölta um, ég sé svo úti í horni í þessum sal, glugga, ég rölti í áttina að glugganum og sé að það er löggu skilti. Þetta er svolítið eins og falið úti í horni, en ég hugsa með mér að kannski geti þeir gefið mér pening. Ég labba að, ég sé að það er enginn þarna inni, en ég labba alveg að glugganum. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, þegar ég sé fyrir framan mig innan við gluggann, veskið mitt opið!! Ég labba alveg að, banka á alla glugga og dyr og hrópa á elsku hjartans veskið mitt, sem ég hef aldrei haft svona sterkar tilfinningar til. Hét því meira að segja að eiga það alla mína æfi :o)

Loksins kemur ein lögga út, og verður mjög ánægður að ég er svona ánægð. Hann spyr mig hvort eitthvað vanti í veskið, en allt var í nema peningar. Hann spyr mig hvort mig vanti peninga til að kaupa mat á leiðinni heim, ég sagði svo vera, hann opnaði veskið sitt og gaf mér 40 dollara. Ég hefði getað kysst hann, en bað alla engla að passa hann og fjölskyldu hans. Ég hljóp yfir á þann stað sem ég vissi að flugið ætti að fara, hringdi í leiðinni í alla þá sem höfðu verið líflínan mín á meðan á þessari helför gekk.

Ég tjékkaði mig inn og komst í flug kl um 24 að kvöldi.  Ég kom til Los Angeles kl um 1 um nótt. Ég dróst þarna um miðja nótt að einhverjum termín 2 að mig minnir, langt útí bossanóa.

Þar beið ég með konu frá Mexíkó til kl. 7 um morguninn. Þar sem við sátum og gengum um til skiptis og pössuðum töskurnar hjá hver annarri.

Klukkan 7 er byrjað að tjékka inn, ég var fyrst í röðinni. Þegar ég sýni miðann minn, segir daman, þú átt ekkert flug, ,,,,,,,,,,,,uppsss, ég fór aftur í panik. Ég hafði jú misst af fluginu mínu og þar af leiðandi misst af báðum flugum. Hún finnur eina konu sem fer að aðstoða mig. Ég segist nú ekki skilja af hverju ég hafi komist hingað, frá San Francisco en komist ekki frá Los Angeles til Toronto???

Hún sagði að ég hefði fengið miðann gefins, fólkið hefði vorkennt mér. Nú voru góð ráð dýr. Hún sagði að fyrir það fyrsta væru engin laus sæti þennan dag og ef ég fengi miða myndi það kosta mig minnst 500 dollara. Ég fór algjörlega niður í kjallara. Hún ætlaði að hringja í höfðustöðvarnar í San Francisco og fá fyrri bókunarnúmer, þar sem ég væri ekki í kerfinu þeirra lengur. Á meðan hún hrindi, bað ég og bað um hjálp, ég setti ljós, kærleika og engla yfir þær sem töluðu saman, og bað um að mér yrði hjálpað.

Hún gaf mér svo símann og ég talaði við konuna frá SF. Sagðist vilja heim og ég sagði henni alla sólarsöguna. Kortið lokað, enga peninga sniff sniff. Hún bað um að fá að tala við hina konuna aftur. Ég gaf henni tólið, hugleiddi kærleika og ljósi á þessar konur sem höfðu örlög mín í höndum sínum, sú sem var góð við mig í símanum og sú sem afgreiddi mig,  var pirruð.

Eftir smá stund kveðjast þær og hún fer að prenta og prenta. Ég spyr hvað sé í gangi. Hérna eru miðarnir þínir, með flugi kl. 10:00! Nú ég var alveg hissa, hvernig stendur á því, hvað með að borga?? Hún: hún sagði mér að gefa þér farið . Ég fékk sem sagt gefins miða frá SF til LA og frá LA til Toronto. Ég fékk besta sæti í fluginu og gat loksins sofið í flugvélinni til Toronto!

Ég komst sem sagt heim til Danmerkur á 39 tímum og þvílík píslarganga. Ég hef sjaldan upplifað að vera svona hjálparlaus.

Í fuginu frá Toronto, lá ég með lokuð augun og hugsaði þennan atburð, ég velti þessu fyrir mér fram og til baka. Ég skildi ekki af hverju ég þyrfti að lenda í svona og ég bölvaði og var súr við máttarvöldin að leifa mér ekki bara njóta ferðarinnar án þess að lenda í einhverju leiðinlegu.

Allt í einu í miðju bölvinu, kemur yfir mig ró og það streymir hlýja í gegnum mig, ég heyri innri rödd segja: þette kennir þér að treysta, alltaf. Þér verður alltaf hjálpað, mundu að stóla á það._mg_4083.jpg

Ég fór svo aftur yfir atburðarrásina. Ég hafði allan tíman á tilfinningunni að það væru tvenn öfl í gangi. Ein öfl sem vildu mér mér ekki vel. Þau öfl gætu hafa fengið mig til að ferðast aldrei aftur, vera bara heima í garðinum mínum, þar sem er ró og friður og ekki hætta á neinu stórvægilegu.  Ég er heimakona, ég elska garðinn minn, dýrin mín, sjónvarpið mitt, bækurnar mínar, og síðast en ekki minnst fjölskylduna mína. Hin öflin vísuðu mér leið, leiðbeindu og studdu mig alla leið. Ég var hreinlega leidd að veskinu mínu, ég hafði það á tilfinningunni að þetta væri eins og ratleikur, en þó meðvituð ég, var ekki alveg að trúa því, enda pirruð og örvæntingarfull. Ég hafði þó meðvitund næga til að biðja um hjálp frá innri plönum,  með flug og ég fékk gefins flug, hversu mikla meiri sönnun þarf til að trúa á innri hjálp.Þegar ég keypti flugmiðana, þá fafði það verið þannig að ég átti að millilenda í Toronto í 17 tíma, þessir 17 tímar fóru í að læra að treysta, ég náði mínu eigin flugi frá Toronto til Danmerkur, ótrúlegt en satt.

Ég efast aldrei í daglega lífinu, það er líka auðvelt og átakalaust að trúa á góðum tímum og með daglegri hugleiðslu er ég alltaf í þessari orku. En undir öllu þessu álagi, var erfitt að trúa á að mér væri hjálpað, áður en ég sá og fann hjálpina. En ég var svo lánsöm að fá þessa reynslu og upplifa það að vera hjálpað eins og kraftaverk ætti sér stað. Að finna veskið, eftir 9 klukkutíma, á einhverjum fjar terminal, að fá gefins pening til að kaupa mat, af ókunnugum manni, að fá gefins flug heim, ef þetta fær mann ekki til að trúa á hjálpina næst, hvað þá? Ennn það þurftir meira til að fá mig til að opna augun fyrir að áföll séu til að læra af þeim, en ekki bara myrku öflin að meiða og eyðileggja fyrir mér.

Þetta sumar hefur verið eitt það áhrifa ríkasta og átakamesta sumar sem ég hef upplifað. Ég hef haft stórkostlegar upplifanir, en ég hef haft mikla erfiðleika, sem hafa kennt mér ótrúlega mikið. Næstu átök koma í næstu færslu, þau átök kostuðu mig svooooo marga peninga, að ég fór næstum því að gubba......Ljós í sinni og líkama

_mg_3302.jpg

 


Um skapandi hugsun í pólitík og almennri hugsun

Fyrir tæpu ári síðan var ég beðin um að skrifa grein um ástandið á Íslandi í internationalt/alþjóðlegt  netfréttablað. Ég hef aldrei birt það hérna á blogginu, en hef þó haft það á facebook. Í morgun fékk ég þá hugmynd að setja það líka inn hérna. Bloggið er líka gott, því má ekki gleyma. 

Ljós og Kærleikur til alls

Steinunn Helga Sigurdardóttir

Denmark/Iceland

In Iceland, my home country, the crisis has been and is extremely violent. The population has experienced a natural catastrophe, which has a huge influence on the farmers in the southern part of the country, and not least on their domestic animals.

As we recall, Eyjafjallajökul has been active for a longer period, and ash, lava and soil have destroyed the fields and the environs on the entire southern part of the country. Nobody yet knows the extent of the damage this has caused for the agriculture in this area.

The other crisis is the wrecked Icelandic economy, which happened with a bang about 2 years ago. The impact on the country’s economy of the fraud and greediness of a few people was so catastrophic that it will take generations to rebuild the economy of the country again.

It has been interesting for me to follow this process as a person from outside, who nevertheless feels so involved in the country. It was as if the population woke up from a longer dream in fairy-tale-land, where everything was possible just moments before, but now no longer.

The population woke up in the middle of a nightmare, and the nightmare continues. For months, hundreds of people gathered outside the Parliament building every Saturday; equipped with pots, pans and wooden spoons and with beating hearts and fear of loss, they tapped a sound together in the hope that the politicians would wake up and do their part in saving what could be saved.

What differed from what I have seen before, elsewhere, was that most of them were artists, people who had lived a bit away from the rest. They were their own masters and you can definitely say that politics did not play a big role in their lives.

My own background is the artistic milieu in Iceland, and therefore I know the space well in which you are totally distanced from politics, but where any expression related to life, death, politics, aesthetics and the human condition happens in artistic ways.   

But now it seemed the time had come, the time for something new, the time to be a part of the community and pass on new ideas, which could be used to build something different from before.

After a while, in the cold of winter, with mittens, winter coats and  icy faces outside the parliament building, armed with pots and pans and the will to change for the whole and for oneself, they succeeded in getting the old government out, the government which was part of catastrophe descending on the whole country. And they succeeded in getting a new government, which could put the pieces together and attempt to reconstruct what was left, in the ruins.

It became a great victory for the green parties in Iceland.

But the story did not end with ‘everybody living happily forever after’. The problem was/is big and reconstruction will take a long- long time.  

On the 29th of May 2010 municipal elections were held in Iceland and this did not happen quietly.

 In Reykjavik a new party saw the light of day, The Best Party.    

Following a period where the citizens of Reykjavik had been exceedingly dissatisfied with the old system, because of the wrecked economy and corruption among other things, The Best Party won with a majority of 34.7 % of the votes in the local elections and thus became the biggest party in Reykjavik.  Jon Gnarr Kristinsson, the new mayor in town, has on his CV: stand-up comedian, actor and radio-host – and now mayor!

The Best Party differs a lot from what we have seen before. Most of the other members are artists and therefore in contact with new ideas, which is very obvious in the goals of the party.

It started as a JOKE,

with an idea,

with love for one’s town,

with love for one’s country.

That joke became serious when the citizens, very unexpectedly, turned their hopeful faces towards The Best Party. It was a desperate action to take such a radical decision, to give your vote to something so fundamentally different, but it was also a decision that the old had to go to make space for the new.

It was not because the party promised the earth, it was because it touched something in the population, which it was ready to receive, in desperation.

The mission of The Best Party is among other things to eliminate fear and anger from society and to create a platform which facilitates a different kind of dialogue!

They have decided always to be helpful and accommodating and always to strive to find positive solutions in all cases.

They work very consciously from the creative thought and from positive energy, to be optimistic rather than pessimistic.

They strive to see possibilities rather than limitations!

The Best Party takes responsibility for the whole and includes nature.

I would like to give an example of this. In the Danish newspaper Politiken Jon Gnarr says: ‘We have exceptional possibilities to create something truly unique, because we are placed close to the edge of the wilderness, which is not easy to find in Europe. And which, due to rapid climate changes, becomes more and more exposed at this time. Because of the changes, icebergs from Greenland come to Iceland more often, and with them also polar bears. Last year three polar bears arrived in this way, and as the law dictates, they were shot and killed with a riffle. I think that is sad. Next time a polar bear arrives in Iceland, we are going to receive it in a very friendly way. We will attempt to find the resources and the technology to catch it alive and to have some kind of facility in the zoo, where it can live.’

He comes up with more fine ideas about constructing an area in the landscape, where polar bears can live in peace and quiet, and Iceland is big enough for that!

From what goes on in Iceland I can see the creative energy all over, it assists in lifting the consciousness of the population from the level of greed to the level of ideas and in that way to create new possibilities to live in a different way.

Suddenly when everything collapses it becomes possible to think in new ways. That is what it takes.

With its 300.000 inhabitants living on the island, Iceland is a small country. Iceland is known for its fantastic nature and for its artists.

It is not only Jón Gnarr, the new mayor of Reykjavik, who has been visible in national and international politics. It is also Björk who is world famous for her music.

Björk is now on a mission to save the natural resources in her country, Iceland, from investors, who she suspects, will exploit the financial crisis in Reykjavik.

For a longer time I have been following the development going on in Iceland, and I am convinced that if it goes the right way and the population uses the resources at its disposal, something quite unique will emerge from which other countries can learn a lot.

It is extraordinary that in such a small country as Iceland, where we live consciously next to our neighbours, elves, trolls and lives from the inner dimensions, and where more than half of the population is innovative and creative, that exactly there the biggest catastrophe happens, that the whole country collapses and that the possibility to create something new materialises.

It will be exciting to follow what happens in the near future. It is obvious that all Icelanders are forced to wake up and to act, and it is interesting that the artists are doing it first. They take responsibility for the country because of their love for it and because of the creative energy they live in.

The creative energy has always been present everywhere in Iceland, and the link between nature, the nature elements and the human being has always been strong. For centuries we have cooperated with devas and elves, but now the time has come to think on a larger scale to influence the whole world, because what happens in Iceland has the attention of the whole world.

It is my hope that the hard time my people are experiencing will contribute to creating something which will be of use to everybody, in small and in bigger ways anywhere in the world.

Each time a human being strives towards the beautiful or the good, in the form of a painting, a sculpture, a song, a silence, politics, a thought, new ideas - or a wish - for oneself, one’s family, for one’s town, for one’s country, for Mother Earth or for the Universe, this human being becomes equal to the Angels of God’s Hand.  


Hafði Einstein ADHD

Vorið er loksins að koma hérna í Danmörku og smá léttist lundin sem betur fer, fyrir mig og umhverfi mitt. Núna væri tildæmis tilvalið að hengja út þvott, en ég nenni því eiginlega ekki, vil heldur nota tímann hérna á laugardegi og blogga smá. Það er svo langt síðan síðast. Ég hef oft viljað setjast niður og skrifa, en hef haft svo mikið að gera, bæði í vinnunni minni  og öðru.

Það er mikið að gera í vinnunni, sem er bara gott, því að á meðan missi ég ekki tíma sem væri erfitt fyrir þá sem hafa sitt viðurværi af kennslu í listaskólanum.

Á tímabili leit þetta mjög illa út, sveitarfélögin eru að spara og spara og það þýddi að þeir vildu ekki borga fyrir skólagöngu sumra sem höfðu verið hjá okkur lengi. En núna er eins og eitthvað sé að birta til, sem er okkur öllum, nemendum og kennurum í hag.

Ég sé þróun í heiminum sem vekur hjá mér bæði ugg og undrun.

Haft var samband við mig vegna hóps af ungu fólki sem þurfti að skaffa skólapláss, þetta voru á milli 20 og 30 nemendur og öll voru frá einu sveitarfélagi. Við vorum beðin að taka að okkur kennslu þessa unga fólks. Öll voru þau með greininguna ADHD.

Ég upplifi mjög mikla fjölgun á ungu fólki með greininguna ADHD og ég finn að einhver innri áhugi hjá mér er vaknaður fyrir þessum hópi einstaklinga.

Einhversstaðar stendur um ADHD: ”ADHD er skammstöfun fyrir  Attention deficit hyperactivity disorder/ ofvirkni, truflanir á athygli, virkni og hvatvísi. ADHD truflar daglega starfsemi einstaklingsins á mörgum sviðum og getur einnig haft neikvæð áhrif á félagsleg tengsl þeirra og sjálfsvirðingu” og margt margt fleyra er að finna um þessa greiningu.

Ég skil að sjálfsögðu vel létti foreldra þegar greining fæst hjá barninu þeirra eftir oft áralanga baráttu fyrir aðstoð og skilning umhverfisins á barninu. Skilning bæði frá skólakerfi og öðrum sem í kringum barnið eru.

En ég get ekki annað en velt fyrir mér þeirri spurningu, að eitthvað sé mikið að í öllu þessu dæmi. Fyrir mér er eitthvað sem ekki passar og það er þess vegna sem ég undanfarið hef haft miklar vangaveltur um þessi mál!

Við höfum í raun ótrúlegan fjölda af börnum í heiminum sem eru á lyfjum og þar af leiðandi eru þau ekki fullkomlega þau sjálf, sem gerir að þau missa úr ákveðna þróun í þeirra eigin þroska og vakningu sem manneskja.

Ég get ekki varist þeirri hugsun að ef þróuninn heldur svona áfram, þá eigum við ekki bjarta framtíð sem mannkyn hérna á jörðu.

Ég hugsa þess vegna með sjálfri mér, er önnur leið? Er eina leiðin til að barnið geti passað inn í samfélagið að gefa því lyf/rítalín, svo það sé á einhvern hátt ekki það sjálft, en þannig að við sem samfélag eigum auðveldara með að láta það passa inn í þá ramma sem við höfum búið til, sem eru þeir rammar sem við öll eigum að lifa eftir og passa inn í hversu ólík sem við erum og hversu ólíkar sem okkar þarfir eru.

Er það barnið sem er til vandræða, eða er það samfélagið sem er til vandræða?

Ég þekki marga með greininguna ADHD, bæði fullorðna og börn. Þeir sem ég þekki, sem eru fullorðnir hafa ekki fengið lyf í sínum uppvexti, en lifað í þjóðfélagi sem var ekki eins og þjóðfélagið er í dag. Það voru minni barnaheimili, það voru oft minni samfélög, það var meiri nærvera á milli fólks, það voru minni skólar, það voru færri í bekkjum, það var pláss fyrir að vera sá sem maður var, hvernig sem maður var. Þetta fólk lifir allt ágætis lífi eins og annað fólk.  Það hefur fundið sínar eigin leiðir til að takast á við þá kaos sem er í heiminum í dag og í kringum þau. Þó þekki ég dæmi þar sem fullorðnir með ADHD fá rítalín, hreinlega til þess að geta lifað eftir þeim kröfum, kössum og formum sem samfélagið hefur í dag, þó með sorg yfir að geta ekki passað inn "eins og aðrir" .Mjög margt af þessu fólki er skapandi í sínu lífi sem er þeirra leið til að halda einbeitingu á einhverju. Það að skapa getur verið fyrir marga leið til að halda sér í sér.

Kröfurnar frá samfélaginu til bæði foreldra og barna voru ekki eins og kröfurnar eru í dag.

Ég las um daginn mjög áhugaverða grein um rannsókn sem gerð var við University of Michigan and Eckerd College

 Þessi rannsókn sýndi fram á að þeir sem voru með greininguna ADHD reyndust hafa mun meiri sköpunargáfu en sá hópur sem ekki voru með greininguna ADHD.

Að lesa þessa grein gladdi mig mjög, því þessu hef ég verið að halda fram á fundi eftir fundi með yfirmönnum sérskóla hérna í DK.

Þeir sem eru með greininguna ADHD eru mjög ”viðkvæmir”  orð sem ég ekki er alveg sátt við. Við gætum kannski notað íslenska orðið að þetta séu mjög "næmir" einstaklingar. Danska orðið er sensitiv og á ensku sensitive ! Það að sansa mjög sterkt/upplifa mjög sterkt.

Sem myndlistamaður, kennari og manneskja er þetta fyrir mér mikill kostur, mannkostir sem svo einkennilega er orðið stórt vandamál sem þarf að gefa lyf við.

Eitt sem einnig hefur vakið athygli mína eru rannsóknir sem gerðar voru í Hollandi að mig minnir. Þar kom fram að börn með greininguna ADHD sem fengu útvalin mat án sykurs og ýmissa annarra óhollra efna voru á stuttum tíma án ADHD einkenna. Þetta segir bara það sem ég hef haldið fram, þessi börn eru of næm/sensitiv fyrir þeirri óhollustu sem oft á tíðum eru í matvælum. Sem er bara en ein sönnunin fyrir því að þarna eru á ferðinni einstaklingar sem eru á einhvern hátt á hærri/fínni eða annarri tíðni en margir aðrir og eru þar af leiðandi viðkvæmari fyrir þeim hávaða og úrgangi sem við vitum að er að kaffæra okkur og Jörðina okkar.

Af hverju er þetta svona? Jú við höfum ekki pláss og við höfum ekki tíma, fyrir það sem er öðruvísi, við höfum ekki pláss og tíma til að sitja aðeins lengur með hverjum og einum sem þarf á aðeins meiri hjálp að halda til að geta haldið einbeitingunni að verkefnum sem vekja ekki áhuga. Við höfum ekki möguleika á að einstaklingar getir setið aðeins afsíðis svo umhverfishljóð ekki trufli þá einbeitingu sem þarf.

Ég veit að málin eru misjöfn, en er ekki komin tími til að við stoppum aðeins og hugsum okkar gang í þessum málum. Hvað kostar það samfélagið þegar svona margir einstaklingar fá ritalín, eða aðrar pillur.

Hvað kostar það samfélagið þegar foreldrar ekki ráða við verkefnið einir og sem oft á tíðum  kostar þau  vinnutap og stundum langtímaveikindi.

 Við skulum heldur ekki gleyma að mjög oft enda þessi börn í vondum málum, eiturlyfjum, og glæpum. Hvað kostar það samfélagið og okkur sem mannkyn að missa þessi börn.

Væri ekki betra að byrgja brunninn áður en barnið er dottið í hann?

Væri ekki ráð að breyta kennsluháttum hjá þessum börnum, einbeita sér að því sem þau geta, en ekki því sem þau geta ekki. Hvað með að setja metnað í listsköpun, hugmyndasköpun og fleira sem nú er vitað að gerir þau sterkari til að vaxa sem manneskjur.

Ég veit og hef séð daglega í mínu starfi sem skólastjóri í myndlistarskóla að þegar nemendurnir ráða við þau verkefni sem lögð eru fyrir þau, gerast kraftaverk. Þegar þau finna að þau eru sterk og skapandi í sínu eigin orkuflæði þá gerast kraftaverk.

Ég er ekki að tala um eitt og eitt dæmi frá skólanum mínum, nei ég er að tala um hvern og einn einasta af þeim nemendum sem við höfum.

Við þurfum með þau börn sem á stuðningi þurfa að halda, að finna aðra leið, leið sem er skapandi og getur breist og þróast út frá þeim þörfum sem hvert barn hefur. Jú ég veit að það kemur til með að kosta, en ég held að þegar allar hliðar málsins eru skoðaðar þá kostar þetta ekki meira en sú leið sem er valin núna.

Þetta gerir kröfur til kennara að vera sjálfir opnir og skapandi og það hlýtur að vera verkefni sem allir metnaðarfullir kennarar vilja taka þátt í.

Ég get ekki annað en hugsað um, hverjir eru það sem græða á því formi sem við höfum í dag, og eins og ég sé það, þá eru það lyfjaframleiðendur og þeir sem eru á þeirra vegum.

Stundum í þessum hugsunum mínum fyllist ég sorg yfir öllum þeim einstaklingum sem við missum, vegna þess að við orkum þau ekki. Við orkum ekki að þurfa að takast á við það sem er krefjandi, við orkum ekki að takast á við það sem krefur meira en það venjulega. Það er í raun orðið svo slæmt að við orkum ekki sorgina, við viljum líka setja lyf á hana til að þurfa ekki að takast á við það fólk sem er í sorg og þar af leiðandi er þeim boðið lyf við sorginni.

Alla tíð í mankynssögunni hafa verið litríkar manneskjur sem hafa brotið ramma samtíðar sinnar. Persónur sem hafa hugsað út fyrir þá ramma sem fyrir voru, sem hafa verið brjálaðir, skrítnir furðufuglar að samtímans mati.  Þetta fólk fékk ekki lyf, en var með til að skapa söguna og setja sitt spor á þróun mannkyns. Þetta fólk hafði það ekki alltaf auðvelt, en var mjög mikilvægt fyrir þróun á hinum ýmsu sviðum. Mér dettur í hug, Einstein, Vincent Van Gogh, H.C. Andersen, Beethoven og fleiri og fleiri.

 

Það eru núna tímar sparaðar í heiminum, það veit ég héðan frá Danmörku og því sem ég heyri og les frá Íslandi. En er ekki tími til þess einmitt núna að skoða hvað er það að spara, hvar er í raun stærsti kostnaðurinn. Hvað kosta lyf í dag fyrir samfélagið ? Er til önnur leið sem er með til að hjálpa einstaklingnum til að verða heill í sér, sem er betri en lyfjaleiðin, fangelsisvist, glæpir, eiturlyf, einelti.

Er hægt að þjálfa upp einbeitingu hjá börnum með ADHD ?

Ef svo er Hvernig?

það er hægt, ég trúi og veit að það er hægt að þjálfa upp einbeitingarkunnáttu.

Hvað gerist ekki þegar við erum að skapa, eftir okkar eigin vilja og hugmynd, er það ekki einbeiting. Hvað ef sköpun væri sett efst á kennsluskránna hjá börnum með ADHD eða aðrir sem eiga við svipuð vandamál að stríða, sem gerir að einbeiting er erfið?

Hvað með einfaldar hugleiðsluæfingar, þær veit ég að hjálpa mikið við að halda og þjálfa einbeitingu?

Gerum okkur nú þann greiða að setja spurningarmerki við þá þróun sem er í dag og skoðum aðrar leiðir, hugsum samfélagið upp á nýtt, fyrir okkur og börnin okkar.

Kærleikur til ykkar kæra fólk! 

 

 

 

 

 


Ég óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og Blessunar á nýju ár.

Megin Kærleikurinn vera í hjarta ykkar til gleði fyrir þá sem verimg_6267.jpgða á vegi ykkar á komandi ári.

Hugrenningar um jólin sem börnum á öllum aldri hlakkar til af einni eða annarri ástæðu.

Jólin eru oftast gleðitími. Gleðitími þar sem við notum af og til, eitt lítið augnablik til að senda litla hugsun til frænda, frænku og vina hér og þar í heiminum.

Við skrifum jólakort til Siffa eða Sólborgu eða einhvers annars og á því augnabliki sem við sitjum og einbeitum okkur að því að skrifa, gerast svoítið yndislegt, við sendum Kærleiksorku til viðkomandi hvort sem við gerum það meðvitað eða ómeðvitað.

Við gerum jólagjafir til Margrétar, Boga Péturs og Guðna Már, eða einhvers annars og á því augnabliki sem við gerum það, þá streymir Kærleikur á innri svið, inn til þeirra sem við erum að kaupa eða gera jólagjöf til.

Kærleikurinn er Kristur,Buddha, Allah eða hvað við veljum að nefna þessa Alheimsorku.

Við sendum Kærleika um leið og við erum að sýsla með gjafirnar til vina og ættingja, við sendum KærleiksLjósið frá hjarta til hjarta til hjarta. Þannig gerist það sem er svo fallegt hér á jörðu, það gerist á innri plönum, en við upplifum það sem vellíðan og gleði hér á Jörðu í desembermánuði.

Það streymir Kærleikur frá hjarta til hjarta um allan heim sem tengir okkur hvert við annað, einn Kærleiksorkustraumur.

Ekki fá allir hugsun, eða gjöf, eða jólakort frá vini eða bróður, en allir fá hlut af þessari orku á sit orkusvið og fá þar af leiðandi hluta af öllum þeim Kærleik sem við, ég, þú, Sigrún systir, Dússa vinkona og hver sem er í heiminum sendir til annars, með smá hugsun sem er send um leið og sýslað er við gjöf eða kort.

Sjaldan streymir meiri Kærleiksorka um jörðina en í Jólamánuðinum.

Þessi mánuður er dásamlegur á svo mörgum sviðum, þó svo að sorgin sé þar líka og vonleysið eins og í öðrum mánuðum ársin, en sorgin og gleðin haldast alltaf í hendur, eitt getur ekki án annars verið í lífinu.

Þegar við erum svona lánsöm að vera umvafinn Kærleika hvors annars er mikilvægt að við munum öll eftir litlu bræðrum okkar og systrum frá náttúruríkjunum, sem fórna sér fyrir okkur á þessum jólatíma sem og öðrum tímum.

Flest okkar njóta afurða þeirra á einn eða annan hátt. Meðal annars maturinn okkar, fötin okkar og húsgögnin. Gleðin sem þau gefa okkur í samskiptum okkar við þau. Ber þá að nefna undurfegurð náttúrunnar sem við njótum í því landi sem við búum í, eða ferðalögum okkar til annar landa. Ekki má gleyma gleðinni við að njóta samveru við dýrin eða bara að horfa á þau í þeirra lífi.

 Mig langar að bjóða þér með mér í smá ferðalag!

 Lokaðu aðeins augunum, bara smá stund: Sjáðu Jörðina fyrir þér í huganum þínum, sjáðu Jörðina fyrir þér með öllu því lífi sem er á Jörðinni. Renndu huganum yfir fjöll og dali, vötn og skýin fallegu á himninum sem er í öllum regnbogans litum, allt það sem heldur jörðinni saman og í jafnvægi og gerir hana mögulega til að lifa á , elska á, upplifa á og vera á.

Sjáðu nú trén, grasið, blómin, runnana og gróður hafsins, allt það sem gefur okkur súrefni til að geta lifað á Móður Jörð.

Einbeitum okkur svo að dýraríkinu með allri þeirri fegurð sem þar er. Við sjáum dýrin á sléttunum, við sjáum dýrin í hafinu, við sjáum fugla himinns, við sjáum heimilisdýrin í fangi eiganda sinna umvafinn Kærleika á báða vegu, við sjáum húsdýrin okkar, beljur, hesta, kindur, grísi og hænur sem við hugsum ekki í einingum, í matvörum eða peningum heldur sjáum við sem lifandi verur sem hafa jafnan rétt til Móður Jarðar, Lífsins og við höfum.

Við sjáum gleðina og sorgina sem þau gefa okkur í þeim samskiptum sem við höfum með þeim, sem er með til að þroska okkur sem einstaklinga og gefa okkur fæði og klæði í lífinu. Ekkert að því er sjálfsagt eða sjálfgefið.

Nú sjáum við nýja mynd innra með okkur.

Við sjáum Jörðina, en engin dýr, hafið er þögult, sléttan er hljóð, ekkert tíst frá himninum, engin dýr að gæla við eða gefa hlýju til þeirra sem á þurfa að halda!

Hvað þýðir það fyrir okkur ?

Ekkert kjöt, engin mjólk, engin föt, engin skordýr til að frjóvga trén og blómin, en það er ekki allt sem þau gera fyrir okkur, ef við hugsum um allt hitt sem við fáum frá þessum litlu bræðrum okkar og systrum.

Getum við sem manneskjur lifað án dýranna og plantnanna hérna á Móður Jörð ?

Hugsum svo aðra hugsun inn í hugann: Jörðin eins og áður með öllu því lifandi sem er, nema mannkyninu ! Það myndi sennilega ganga mikið betur að viðhalda lífi á Jörð án okkar.

En eitt getur ekki án annars verið, svoleiðs held ég að lögmálið sé. En það er umhugsunarvert að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar, hver þarf á hverjum að halda hérna á Jörðinni.

Sú hugsun ætti að fá okkur til að sýna náttúruríkjunum bæði þakklæti og virðingu fyrir þá hjálp og Líf sem þau gefa okkur svo við höfum möguleika á að þróast og lifa hérna á Jörðinni.

Við verðum að vera til staðar fyrir hvorrt annað í virðingu og kærleika. En spurningin er hvort við getum gert betur en við höfum gert áður?

Við höfum tækifæri til að gera smá mun, smá hjálp fyrir þessa litlu bræður okkar og systur.

Það er í raun það sama og við gerum þegar við sendum smá kveðju til vinar, eða sendum einhverjum jólakort, eða bara póstkort eða þess vegan tölvupóst.

Þegar við njótum máltíðar, það getur verið kjöt eða fiskur, grænmeti eða kannski vatn eða bara eitthvað annað, lokum við augunum í augnablik.

Út frá hjarta okkar sendum við smá hugsun til þess, sem hafur fórnað sér fyrir okkur svo við getum notið þessarar máltíð og að lifað hér á jörð.

Við sendum litla hugsun sem er,

"Þakka þér fyrir að fórna þér fyrir mig"!

 Kærleikur og Gleði héðan frá Lejre.

Steina 

_mg_6337.jpg


Hugleiðsla



Ég var niðursokkinn í djúpri hugleiðslu og vissi að ég hafði náð skýrri og fullkominnni einbeitingu i meðvitundinni, þegar þessi hugsun læddist inn í huga minn

 "Ég veit að ég er á þessu stigi, en samt er ég bæði heyrnarlaus og blindur og get ekkert séð eða heyrt."

 Það leið smá stund,svo heyrði ég heyrði þetta gamansama svar

 "Ef þú værir hljóður værir þú fær um að sjá og heyra."

 

Roberto Assagioli (ítalskur sálfræðingur, 1888-1974)

 
Svona einfalt getur það verið!

Eftir að hafa heyrt marga vini mína tala um hversu mikið þeim langi að geta hugleitt og slakað á, og jafnframt orðið vitni að því að óskin heldur áfram að vera ósk, sá ég að þarna get ég hjálpað til.

Ég get leitt þig/ykkur í gegnum hugleiðslu með einfaldri tækni, í umhverfi sem þú/þið þekkir og með þeim vinum og vandamönnum sem þú sjálf/sjálfur kýst að vera með.

Hugleiðsla er áhrifarík leið til að forðast streitu.

Hugleiðsla er heilun.

Hugleiðsla er skapandi og getur verið með til að hjálpa þér að velja þær leiðir sem oft getur verið erfitt að fá auga á í þeim ákvörðunum sem við stöndum fyrir í lífinu.

Hugleiðsla er leið að innri kyrrð

Hugleiðsla er leið til að komast að kjarna lífsins.

Hugleiðsla gerir þér kleift að einbeita þér að tilgangi lífs þíns.

Hugleiðsla er leið til að velja.

Þannig gæti ég haldið áfram og áfram….

Eitt ber þó að vita að allt þetta gerist ekki um leið og byrjað er, en eitt leiðir af öðru og með reglulegri ástundun hugleiðslunnar er aðeins ein leið og það er leiðin að hamingjuríku lífi.

Það er mikilvægt fyrir mig, að eftir okkar fyrsta fund hafir þú fundið löngunina til að halda áfram.

Ég veit að við lærum mest á því að prófa okkur áfram, þess vegna kem ég til með að leggja áherslu á æfingar og að tala um það sem við upplifum og við í sameiningu setjum orð á það sem gerist. (Þar held maður læri mest að skilja, með því að upplifa og deila því sem maður upplifir með hvert öðru.)

Þannig vil ég meina að maður læri best að skilja, við að upplifa og deila því sem maður upplifir með hvort öðru.

Minn skilningur er sá, að því einfaldara, því árangursríkara.


Hver er ég

Ég heiti Steinunn Helga og er Sigurðardóttir. Ég er fædd 1960. Ég bjó allan minn uppvöxt í Vík í Mýrdal. Ég hef þó búið á Höfn í Hornafirði, Hafnarfirði, Reykjavík og svo dvaldist tímabundið í Vestmannaheyjum.

1993 fluttist ég með fjölskyldu minni til Danmerkur. Við bjuggum í Kaupmannahöfn í 3 ár og eftir það hef ég búið í litlum bær rétt utan við Hróaskeldu sem heitir Lejre.

Hugleiðsla hefur verið daglegur hluti af lífi mínu í 9 ár.

Frá árinu 2003 til ársins 2005 stundaði ég nám við Esoterisk Skole Skandinavien. Þar lærði ég hugleiðslu, esoteriska heimsspeki, esoteriska trúarbragðarfræði, esoteriska samfélagsfræði og esoteriska sálfræði.

Ég nota hugleiðsluna til margra hluta, bæði sem leið til að þroska mig sem manneskju, en líka til að gefa mér hugmyndir af allavega verkefnum og ákvörðunum sem ég stend frammi fyrir í lífinu.

Sem dæmi get ég sagt ykkur að ég sem myndlistamaður nota hugleiðsluna sem leið til að skapa og finna leiðir í list þróun (minni.

Ég nota hugleiðslu til að hjálpa mér til að skapa minn starfsferil. Ég ásamt tveimur vinum mínum stofnuðum Myndlistarskólann Rammen í Køge árið 2002. Hugleiðslan var áhrifavaldur allra ákvarðanataka og þróunar á skólanum.

Árið 2009 stofnuðum vinkona mín og ég annan myndlistarskóla “Skolen for kreativitet og visdom” þar sem allar ákvaðanir og öll þróun var planlögð út frá sameiginlegum hugleiðslum.

Ég þekki þessa leið í eigin starfi og veit þess vegna hvernig hugleiðslan er með til at skerpa framtíðarsýn og finna bestu úrlausnina sem henta hverju verkefni. Ég upplifi hugleiðslu eins og  samtal við sjálfið, þar sem allt er mögulegt og upplýsingarbrunnurinn er óendanlegur, bara ef maður kann að nálgast það.

Á erfiðum stundum í lífinu, nota ég hugleiðslu til að taka sem skynsamastar ákvarðanir. Við upplifum alltof oft að við missum sjónar á hinu besta þegar okkur er stjórnað af tilfinningunum.

Ef þetta vekur áhuga þinn endilega hafðu samband við mig.

Endilega sendu þetta áfram til þeirra sem gætu haft gagn og gott af þessu námskeiði


steinunnhelga@gmail.com

Hver vil læra hugleiðslu !

Kæru vinkonur og vinir!

Ég er að þreifa fyrir mér með nýja hluti. Ég finn að nýir tímar eru á leiðinni hjá mér og fylgi ég þeirri tilfinningu eftir.

Ég hef margra ára reynslu í að hugeiða og það liggur einhvernvegin ljóst fyrir mér að sú leið er ein af þeim vegum sem mér ber að fara.

Ég hef mikinn áhuga á að kenna og hjálpa fólki að læra að hugleiða, sérstaklega þeim sem enga eða litla reynslu hafa, en finna löngun til að fara þessa leið til betra lífs.

Hugleiðsla er leið að betra lífi, það er eitthvað sem allir vita, en mín reynsla er sú að það er erfitt að finna stað til að fá hjálp til að byrja án þess að það sé svo fyrirferðamikið.

Mér dettur í hug að mögulegt sé að safna smá hópum saman 10 til 20 kannski færri eða fleiri!

Það væri hægt að hittast í heimahúsum eða annarsstaðar, ég er opinn fyrir öllu. Ég mun velja að kenna það sem hentar hverjum hóp. Sumir vilja hugleiða um Kærleikann, aðrir vilja fá samband við skabandi orku, aðrir vilja fá þögn í hugann. Ég get að sjálfsögðu ekki kennt allt þetta á einum degi en ég mun reyna að sinna þeirri þörf sem verður og byggja námskeiðið upp eftir því.

Flestir hafa þörf fyrir að læra sjálfsþekkingar hugleiðsluna "hver er ég". en þegar ég veit hvaða þörf er, þá mun ég vinna prógram.

Það sem ég þarf er í raun peningur fyrir farmiða til Íslands til að halda námskeið fyrir þá sem óska og gott væri ef það væri eitthvað meira í baukinn.

mér finnst þó mikilvægt að allir hafi möguleika á að koma og þess vegna er kannski betra að þetta sé stærri hópur eða nokkrir hópar svo ég geti haft þetta eins ódýrt og hægt er og jafnvel þeir sem engan pening hafa hafi samt möguleika á að koma.

Er þetta eitthvað sem þið mynduð hjálpa mér með, engin pressa en bón :o)
Látið mig endilega heyra hvað ykkur finnst um þetta, með hugmyndir að hvernig hægt væri að gera þetta eða annað.

Kærleikur til ykkar allra
Steina

Endilega sendið þetta áfram til þeirra sem mögulega hafa áhuga

Hafið samband við :steinunnhelga@gmail.com


Fyrirgefningin

_mg_7914.jpg

Hnútar í tilverunni geta verið óþægilegir ef maður ekki notar augnablik hér og þar til að leysa þá.

Það getur verið misjafnlega erfitt að leysa óþægindahnúta, vegna misjafna orsaka þeirra. Ég hef nokkra óþægindahnúta sem ég á eftir að leysa til að lífið fái að flæða án þess að þær tilfinninga blokkerinar sem myndast við þessa hnúta stoppi eðlilegt flæði  í lífinu.

Einn hnútur hefur þó verið erfiðari en margir aðrir, ekki allir aðrir, en margir.

Ekki það að þessi hnútur sé eitthvað verri en aðrir sem ég haf verið með til að hnýta um ævina, en vegna þess að ég veit ekki hvers vegna sá óþægindahnútur kom, gerir hann erfiðari fyrir mig að leysa.

Það gerðist bara einn daginn, eða yfir langan tíma, ég veit það ekki.

Ég hef aldrei fengið skýringu á því sem gerðist, svo það hefur ekki verið mögulegt fyrir mig að leysa þennan hnút, að ég hef haldið þar til nú.

En ég geri mér grein fyrir því núna eftir miklar vangaveltur í nokkurn tíma, að það þarf ekki tvo til að leysa hnút, ég get alveg gert það ein, án þess að báðir aðilar séu með í þeim ferli.

Ég vil segja ykkur frá aðdraganda þessa óþægindahnúts, eða svo vel sem ég nú get, því eins og ég skrifaði áður, þá veit ég ekki hvað gerðist.

Fyrir nokkrum árum, sennilega sirka 13 árum átti ég mjög nána vinkonu, sem ég var mikið með og þótti óskaplega vænt um. Við áttum margar góðar stundir og ég held ég hafi aldrei hlegið eins mikið með neinum eins og henni. Við höfðum sama húmor og margt annað gerði það að við náðum  svo vel saman.

Við eignuðumst börn á sama tíma, sem hefði getað  verið til að færa okkur nær hvor annarri, en þetta eitthvað gerðist!

Við fórum til Þýskalands saman með börnin okkar, við tvær og litlu börnin okkar, með lest, kerrur og bakpoka. Við vorum saman eina helgi ásamt öðru fólki, og það var gaman. En þetta eitthvað gerðist, sem ég aldrei hef fengið skýringu á!

Á leiðinni heim frá Þýskalandi sagði hún ekki orð við mig.

Hún hringdi í mig nokkrum dögum seinna og bað mig að senda til hennar bók sem ég hafði lánað hjá henni.

Eitthvað gerðist sem ég fékk aldrei skýringu á og hún vinkona mín hvarf !

Eftir sat þessi hnútur í maganum sem var svo óþægilegur í mörg ár.

Ef ég hugsaði til hennar fann ég hnútinn í maganum og óþægindi yfir því að ekki vita.

Sagði ég eitthvað vitlaust, særði ég hana, var ég heimsk og allar þær hugsanir sem manni dettur í hug komu í hugann aftur og aftur til að skilja orsök.

Það var erfitt fyrir mig að útskýra fyrir öðrum sem þekktu okkur, hvað hafði gerst, því ég hreinlega vissi það ekki.

Ég reyndi í langan, langan tíma að skilja hvernig þessi hlutur sem ég hlýt að hafa sagt eða gert, gat verið svo alvarlegur að hún valdi að loka á vinskap okkar, í staðin fyrir að reyna að ræða það sem gerðist og finna leið til að halda vinskapnum áfram.

En þetta var sú leið sem hún valdi og þar af leiðandi hlýtur það sem ég gerði eða sagði að hafa verið stórt og ósættanlegt. 

Þessi hnútur nagaði mig og minnti á sig alltaf af og til í öll þessi ár, sennilega vegna þess að mér fannst ég of vanmáttug til að leysa hann ein, fannst við þurfa að gera það tvær.

Fyrir  nokkrum vikum, sá ég að hún var á facebook og ég ákvað að athuga hvort hún vildi tengjast aftur og ég addaði henni.

En hún hafði ekki fyrirgefið mér.

Mér leið ekki vel í nokkra daga og hugsaði mikið um hvernig ég gæti leyst þennan óþægindahnút svo ég gæti sleppt þessu .

Eftir einhvern tíma þar sem þetta hafði legið á huga mínum, gerði ég mér svo grein fyrir að hnúturinn í mér er eingöngu minn hnútur og hefur í raun ekkert með hana að gera.

Ég ein get gert eitthvað í þessum hnút !

Hún valdi að hverfa úr lífi mínu án útskýringar á því hvers vegna og það var hennar val !

Ef það val hefur verið með til að byggja upp óöryggi, reiði, særindi, vanmátt og fullt af öðrum tilfinningum í mér, eru það eingöngu mínar tilfinningar mitt vandamál sem hafa í raun ekkert með hana að gera og eingöngu ég verð að taka ábyrgð á.

Ég saknaði hennar, en allar hinar tilfinningarnar voru neikvæðar sem ég ein hef ábyrgð á og ég ein get losað í burtu úr mér.

Þannig að í raun allt ósköp einfalt og það er FYRIRGEFNING.

Ég þarf bara að fyrirgefa og sleppa. Hún þarf ekkert að vera með í því. Hún þarf ekki að fyrirgefa mér, en ég vil fyrirgefa henni.

Hennar reiði til mín, er hennar ábyrgð og mín sorg og reiði til hennar er mín ábyrgð.

Núna er hnúturinn farinn, það þarf svo lítið til !

Við erum svo oft upptekinn af því hvað aðrir gera og segja í öllum mögulegum og ómögulegum málum. Erum reið við allt og alla og notum ótrúlegan tíma í þess háttar neikvæðni.  En þetta er val hvers og eins. Sumir velja að nota tímann í reiði út í heiminn, en það er þeirra mál. Það að ég hafi notað 13 ár í að halda þessum tilfinningum opnum í mér, er mitt mál og mitt að gera eitthvað við.

Þetta er í raun er svo auðvelt allt saman!

Það þarf að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að vera ekki fullkomin, að segja stundum hluti sem ekki eru góðir og gera vitleysur, bara það að vera manneskja. Um leið og við getum fyrirgefið sjálfum okkur, getum við fyrirgefið öðrum.  Ég er tilbúinn að fyrirgefa sjálfri mér, hvað svo sem ég hef gert eða sagt sem varð þess valdandi að hún hvarf.  Ég er líka tilbúinn að fyrirgefa henni að hafa verið svo reið út í mig að fyrir hana var þetta eina lausnin!

Núna er þessi hnútur farinn, og það er léttir, þar til ég finn annan óþægindahnút til að leysa.

Munurinn er núna sá að ég veit að ég get gert þetta ein, án hins aðilans. Ég þarf bara að fyrirgefa mér, ég er ekki fullkominn, en ég er eins fullkominn og ég get verið hér og nú. Ég eins og allir aðrir geri alltaf það besta sem ég get, þannig er það bara !

Þeir árekstrar sem ég lendi í á lífsleiðinni eru með til að gera mig að betri manneskju ef ég vel að læra eitthvað á því og ef ég vel fyrirgefninguna og Kærleikann fram yfir reiðina og hatrið.


Ég finn mikla þörf fyrir að benda á hana vinkonu mína Ragnhildur Vigfúsdóttir sem bíður krafta sína til stjórnlagaþings hún hefur Auðkennisnúmer: 8089

48912_1428838067_4147817_n.jpgÞað er ekki oft sem ég blogga. Margar ástæður eru fyrir því en aðallega er nú tímaleysi  ástæðan fyrir fjarveru minni á bloggheimi.

Þó kem ég alltaf inn af og til, sérstaklega ef mér liggur eitthvað á hjarta og ef eitthvað er sem ég gjarna vil deila með öðrum og finnst koma öðrum við.

Núna er ástæðan sú að framundan eru stjórnlagaþingskosningar.

Ég á ekki heima á Íslandi og hef ekki gert í mörg ár. Ég fylgist þó vel með öllu sem er að gerast ”heima” og er mjög umhugað um land mitt og þjóð.

Ég frétti að það væru yfir 500 manns að bjóða krafta sína inn á stjórnlagaþingið, það er að mínu mati alveg frábært hversu mikill áhugi það er fyrir að vera með til að hjálpa landinu úr þeirri baráttu sem er og koma með nýjar hugmyndir af stjórnarskrá.

 

Mörg dæmi eru um að þjóðir velji þessa leið til dæmis mótaði slíkt þing stjórnarskrá Bandaríkjanna árið 1776, þar sátu 55 fulltrúar allra fylkja Bandaríkjanna. Í Þýskalandi var sett á fót stjórnlagaþing sem samþykkti nýja stjórnarskrá fyrir Þýskaland árið 1949.  Einnig í Suður-Afríku starfaði slíkt þing við að móta nýja stjórnarskrá eftir að aðskilnaðarstefnan leið undir lok. í Austurríki kom einnig tillaga að nýrri stjórnarskrá en þar voru þær tillögur sem stjórnlagaþingið kom fram til ekki samþykktar. Í Noregi árið 1814 og svo ég ekki sleppi heimalandinu mínu á þessari stundu Danmörk 1849.

 

Eitt er þó sem gæti reynst erfitt þegar svona margir bjóða sig fram eins og núna gerist á Íslandi, það er hvernig er hægt að vita hverjir eru hæfir í þessi störf. Það hlýtur að valda áhyggjum hjá mörgum kjósendum, því hvert atkvæði er sem ég áður hef sagt, mjög mikilvægt.

 

Ég er ekki mikið í flokkapólitík, þó svo ég láti mig málið varða. Það sem skiptir máli fyrir mig er nefnilega fólkið sjálft sem er að vinna fyrir okkur, hversu trúverðugt það er og hvar liggja þeirra höfuðáherslur. Hvernig sjá þau heiminn skrúfaðan saman og svo það allra allra mikilvægasta ekki hvað þau segja, en hvernig þau lifa og gera. Orð eru svo oft hljóm eitt, það vitum við öll og alltof oft höfum við upplifað það hjá stjórnmálamönnum sem við kjósum og treystum.

 

Það er hægt að sjá svo margt þegar skoðað er lítið. Það er því mjög mikilvægt að við vöndum vel atkvæðið okkur og skoðum vel hvern vil viljum í þetta embætti til að verja hagsmuni okkar sem þjóð.

Hvað er mikilvægara fyrir hverja þjóð en það fólk sem á að semja nýja stjórnarskrá!

 

Stjórnarkrá er þjóðin, hvað hún stendur fyrir í heild sinni. Ef ég skoða út frá sjálfri mér hvern ég myndi velja í þetta sæti, þá er það manneskja sem ég get treyst, manneskja sem hefur lífsreynslu, sem hefur lifað sársauka, gleði, upplifað heiminn, þar að segja víðsýni en man þó eftir rótum sínum, Berst fyrir þeim sem minna mega sín, ekki bara í eigin húsi, eigin garði, eigin bæ og eigin landi, en líka út fyrir það, til þeirra sem þurfa aðstoð langt frá til að eiga möguleika á einhverri framtíð, það gæti líka flokkast undir víðsýni. Þessi manneskja þarf líka að hafa bein í nefinu, þar að segja hafa kjark, standa fast á sínu, en vera tilbúinn að flytja skoðun sína ef annað betra kemur í staðin.

 

Það eru ekki litlar kröfur sem ég hef og kannski hugsar einhver ” engin getur uppfyllt allt þetta” !

 

En ég vil segja ykkur sögu sem gæti verið með til að sýna að það er til fólk sem inniber allt þetta og ábyggilega ekki bara ein manneskja, en margir. Ég vil segja ykkur frá einni sem ég veit alveg djúpt inn í hjarta mínu að hún hefur alla þessa eiginleika og ég vil reyna eftir minni bestu getu að útskýra hvers vegna án þess þó að fara í of mikil smáatriði sem ekki gerir neinum gott.

 

Ég ólst upp í Vík í Mýrdal. Þar átti ég mína bestu vinkonu sem ég elskaði mjög mikið og varði öllum mínum stundum með. Hún er kölluð Dússa en heitir réttu nafni Ragnhildur !

 

Dússa var ekki eins og flestir aðrir, þá meina ég ekki að hún hafi verið skrítin eða eitthvað svoleiðis, hún var bara ekki eins og meðalmaðurinn. Það er ekkert að því að vera meðalmaðurinn en hún skar sig bara úr hópnum! Ég held að það hafi ekki alltaf verið auðvelt fyrir hana, þó svo að við höfum aldrei talað um það. Ég held að hún hafi oft haft það erfitt og hennar heitasta ósk hafi kannski verið sú að vera eins og allir aðrir. En hún var bara öðruvísi og það sást í svo mörgu.

 

Hún hafði tildæmis strax sem barn svo sterkan vilja að mörgum þótti nóg um, sem barn var hún sterk, of sterk fyrir marga, hún var tilfinningarík, of tilfinningarík fyrir marga, hún hafði sterkar skoðanir, of sterkar  skoðanir fyrir marga, hún var ekki meðalmanneskja, sem var erfitt fyrir marga. Hún var alltaf sú sem hún var, án þess að reyna að vera neitt annað.

 

Allt það sem ég hef talið upp er eitthvað sem við öll vitum að eru kostir sem allir gjarna vilja hafa, en jafnframt er okkur ljóst að stærsti hópurinn nýtur ekki þessara mannkosta. En við sem manneskjur eigum oft erfitt með þá sem skera sig úr hópnum þó svo að um mannkosti sé að ræða.

 

Hún hafði sem barn mikla pólitíska réttlætiskennd, get ég alveg leyft mér að fullyrða! Bara ef ég hugsa um barbi dúkku leikina okkar, þetta var alltaf há pólitískt sem er ansi skondið að hugsa um núna sem fullorðin.

 

Þegar ég hugsa um Dússu sem barn fæ ég þörf fyrir, sem fullorðin að faðma hana og þakka henni fyrir hver hún er og hver hún þorði að vera, því það hefur verið mér veganesti í gegnum mitt líf. 

 

Við fórum ólíkar leiðir í lífinu. Ég fór brekkurnar upp og niður, valdi erfiðu leiðina. Hún fór aðra leið, ekki af því að það hafi verið auðveldari leið en það voru önnur hlutverk sem biðu hennar en mín. Hún þurfti að fá annan lærdóm og lífsreynslu en ég þurfti.

 

Hún man eftir rótum sínum og vinum. Þar gæti ég skrifað margar blaðsíður því það eru svo mörg atvik sem koma upp í huga minn þar sem hún hefur staðið við hliðina á mér  og öðrum eins og klettur þegar ég hef verið í ólgusjó og fundist heimurinn vera að hrynja í kringum mig. ALLTAF hefur hún komið og stutt mig og stundum bara verið, sem var einmitt það sem ég þurfti mest á að halda á þeirri stundu.

 

Á rólyndistímum þegar lífið hefur verið ljúft og án stórra átaka erum við ekki svo mikið í sambandi, en í hvert sinn sem ég hef haft það erfitt, er hún komin. Þetta er að mínu mati ómetanlegir mannkostir.

 

Ég vil svo taka það fram að ég er ekki dugleg á þessu sviði, þetta er eitthvað sem ég vildi óska þegar ég lít til baka að ég hefði í mér sem manneskja, en þetta liggur bara ekki í mér sem einn af mínum kostum, eins og það gerir hjá henni, þetta er eitthvað sem ég þarf að læra og setja sem markmið, ef mér finnst þess þörf.

Ég nefni líka í upptalningunni: víðsýni og út yfir landsteinana.

 

Dússa hefur búið og verið á svo mörgum stöðum í heiminum ! Hún hefur þekkingu á rótum sínum og hún hefur þekkingu á öðrum menningarhópum, sem er mjög mikilvægur kostur þegar skoða á svo mikilvæga hluti sem stjórnarskrá. Að taka það besta úr fortíðinni og blanda  því með nútíðinni og framtíðinni er það sem gera þarf til að breyta og endurgera stjórnarskrá, þar tel ég hana vera fullkominn fulltrúi minn.

 

Hún man eftir bræðrum sínum og systrum um allan heim ! Þar vil ég segja ykkur alveg yndislegt dæmi, sem er dæmi um að skoða hvernig sá aðili er og lifir, sem þú kýst.

Þessi saga kemur örugglega annars aldrei fram til kjósanda, en ég vil að hún komi fram, því hún segir svo mikið.

Dússa og Hafliði giftu sig fyrir nokkrum árum. Þau höfðu verið saman í mörg ár, en þarna fannst þeim tími til komin að játast hvert öðru.

Við fengum að sjálfsögðu boðskort þar sem okkur var boðið til að gleðjast með þeim á þessum tímamótum. Í boðskortinu stóð að þau í staðin fyrir að fá gjafir vildu að lagður yrði peningur inn á bankareikning til ABC barna um allan heim. Ég hef oft hugsað um þetta og með mikilli virðingu og í raun þakklæti yfir að það skuli vera til svona fólk sem hugsar meira um þá sem ekkert eiga en sjálfan sig. Hugsið ykkur hvernig heimurinn væri ef fleiri hugsuðu og framkvæmdu í þessum anda.  

 

Ég undra mig svo oft yfir þegar ég er að skanna prófílinn hennar á facebook, hún er alltaf að vasast í öllum mögulegum góðgerðarstarfsemi.  Hvernig hefur hún tíma og orku til þess alls ?

Hún er í fullri  ábyrgðarmikilli vinnu, hún á tvær yndislegar dætur, hún er á allavega námskeiðum til að endurmennta sig og víkka sjóndeildarhringinn, hver er drifkrafturinn, hvert er stefnt.

En eins og allir vita sem þekkja mig, trúi ég að það sé meining með öllu sem við gerum, öllu sem við hugsum og það er alltaf eitthvað sem við erum að vinna að, þó við séum ekki alltaf meðvituð um hvað það er. 

Ég hef þá kenningu að allt frá barnsaldri hefur Dússu beðið verkefni sem nú er að fæðast og ef mín tilfinning er rétt, er þetta bara byrjunin á löngum ferli hennar innan pólitíkur og ég vona svo innilega að sú tilfinning reynst rétt, því hún hefur að mínu mati fyrir þá nýju framtíð sem við erum á leið inn í allt það til að bera til að gera góða hluti fyrir þjóðina.

Vinur vina sinna!

Mig langar að lokum að segja ykkur frá skemmtilegum hlut sem gerðist í ágúst. Ég hélt upp á 50 ára afmælið mitt með miklum stæl.  Mamma og pabbi og nokkrir aðrir komu frá Íslandi til að gleðjast með mér. Dússa hafði sagt mér að hún kæmist ekki því hún var á ferðalagi með fjölskyldunni í Grikkandi. Ég skildi það svo sem mjög vel og var ekkert að spá mikið í þetta.

Daginn sem veislan var, lá ég með Sigyn dóttur minni uppi í herbergi og hún var að mála mig og plokka augnabrýr. Sé ég svo skugga af einhverjum koma upp tröppurnar og svo allt í einu standa tvær manneskjur í dyrunum, þar voru Dússa og Hafliði sem komu sem leynigestir til mín til að gleðjast með mér  þennan dag. Mér varð svo um, að hjartað hætti næstum því að stoppa. Ég átti á engan hátt von á að þau kæmu, því þau voru í Grikklandi. En þau völdu að koma við á leið sinni heim og hitta mig og vera með mér og mínum á þessum degi.

Hún var eins og alltaf, hrókur alls fagnaðar í veislunni, hún hélt þá fallegustu ræðu sem ég gat hugsað mér, á skandinavísku, svo allir gætu verið með í því sem hún sagði, henni tókst að fá alla til að til sperra eyrun með sögum frá barnæsku minni og skemmtilegum uppákomum, sem hún man, en ég ekki. Hún var tenging mín inn í fortíðina og deildi henni með mér og mínum, í nútíðinni. 

Ég sé fyrir mér hvernig hún getur notað það allt inni í framtíðina hún vinur minn Dússa sem ég vona svo innilega að þið treystið fyrir atkvæði ykkar til Stjórnlagaþings MUNA : 8089 Ragnhildur Vigfúsdóttir

 


Oftast elska ég tímann mest þegar hann er liðinn


img_0191.jpgSumum finnst það snemmt, en Sól og mér finnst tími til komin að safna könglum og huga að hinum árlega jólaundirbúningi. Á kvöldin þegar við göngum með hundana, Sólin mín og ég þá ræðum við allt milli himins og jarðar. Það er svo notalegt og það er þá sem ég finn fjölskylduhljóminn sem er mér svo mikilvægur í því annasama lifi sem ég nú lifi.

Á þessum tíma, tíminn milli hausts og jóla er tíminn sem maður safnar ýmsu fyrir jólaskraut, sem fæst sem gjöf frá móður jörð. Á göngutúrunum týnum við litla og ósköp venjulega köngla, en á einum sérstökum stað eru tré með risastórum könglum, þangað förum við reglulega til að sjá hvort tréð ekki vil gefa okkur einn eða tvo í söfnunina til skrautsins. Við finnum allavega lauf, við finnum ber sem við þurrkum, við finnum hnetur og ýmislegt annað skemmtilegt í skrautið.

Við týnum líka epli og það er nú svolítið leyndarmál með þessi epli sem eru bestu eplin sem ég fæ. Ekki það að okkur vanti epli við erum með eplaplantekru með yfir 100 eplatrjám og líka eplatré í garðinum okkar. En þessi epli eru sérstaklega góð, kannski af því að við stelum þeim, veit ekki. En þessi epli eru í garðinum hjá Anne,  á miðjum akri í gönguleiðinni okkar sem liggur vel falið í trjám og óróleika gróðri.

Anne er ekki heima, hefur ekki verið heima í tvö ár, svo við læðumst inn í garðinn hennar og týnum epli í vasana, það er gaman.

En aftur að jólunum, sem svo margir verða gáttaðir og stundum hneysklaðir og líka pirraðir yfir að maður skuli voga sér að finna tilhlökkun alltof snemma, að mati hvers ?

Ég á oft erfitt með að skilja það, að manni skuli ekki leyfilegt að hlakka fyrr en á einhverjum ákveðnum tíma sem er réttara en annar tími. Jólin sem eru eins notaleg og þau nú eru.

Við ræðum í göngutúrnum um hvaða gjafir við eigum að kaupa og á hverju ári viljum við búa il jólagjafirnar, þó svo að aldrei verði að því. Við erum búinn að kaupa efni í jólakort, sem við planleggjum að gera sjálf. Við tölum um hvaða mat við ætlum að gera, hvar við ætlum að vera og með hverjum. Ekkert að þessu er alltaf eins, reyndar aldrei það sama því við gerum alltaf eitthvað nýtt hvert ár og borðum aldrei sama jólamat ár eftir ár.

Þessi augnablik með Sól í uppbyggingu á jákvæðum sameiginlegum planleggingum er tími sem ég elska áður en hann fer, það gerist ekki oft, því oftast elska ég tímann mest þegar hann er liðinn.

Við höfum þó á hverju ári eina hefð, og það er sama hefð og milljónir manna um allan heim hafa og það er að fá okkur alvöru lifandi jólatré !img_0118.jpg

Á hverju ár í mörg mörg mörg ár höfum við verið með lifandi jólatré og það hefur verið svo mikilvægt fyrir mig. Kannski af því að þegar ég var lítil var gervitré heima hjá mér, eða hvað veit ég. En minn metnaður hefur verið að það ætti að vera lifandi tré heima hjá mér.

Í fyrra læddust að mér einhver einkennileg ónot yfir þessu með lifandi jólatré. Ég spurði Gunna hvort við ættum ekki að kaupa gervitré, ekki að tala um og ég lét það liggja.

Ég hef hugsað og hlustað á þessa tilfinningu sem kom í fyrra í hugann minn. Ég skoðaði hvað það í raun var sem gerði að ég fékk ónot, svolítið lík þeim ónotum og þegar maður er að versla í matinn og skoðar í kjötborðið og sér fullt af ódýru kjöti af hinum og þessum dýrum og maður er svo að velja eitthvað að þessu með samviskubit í hálsinum yfir að vera á því augnabliki að styðja dýraofbeldi, það var einhvernvegin svona sem mér leið. Mér varð hugsað til allra þeirra trjáa sem verða að láta lífið fyrir viku eða fjórtán daga með alla vega bulli hengt á sig til að gera þetta skemmtilegt, fyrir mig, fyrir okkur.

Ég sagði fyrr lifandi jólatré, en er þetta ekki deyjandi jólatré sem við höfum standandi í stofunni okkar, sem verður hent út um leið og hlutverki þess er lokið. Grenitré sem ættu að verða margra ára úti í náttúrunni og þjóna því hlutverki sem þau nú gera að anda inn og anda út og hreinsa andrúmsloft jarðar. Drekka allt það vatn sem rignir niður og gerir vatn að flóði sem síðan verður að náttúruhamförum ef engin eru trén til að taka á móti magninu.

Það eru verksmiðjujólatré, sem lifa stutt, bara til eins gagns, að standa í stofu einhvers í nokkra daga til að viðkomandi hafi jólin í hjartanu og húsinu. Það er eitthvað svo rangt við þetta sem ég held að við hver og einn ættum að hugsa aðeins um, ekki bara gera eins og við alltaf höfum gert og vera hugsunarlaus, en gera okkur grein fyrir því að þetta val hefur ábyrgð. Við erum ekki að tala um eitt tré, í stofuna mína, við erum að tala um milljónir af trjám sem eru höggvin niður fyrir jólin. Við getum alveg lifað án “lifandi jólatrés” en við getum ekki lifað á matar og þar koma önnur lögmál þegar við stöndum við kjötborðið eða grænmetisborið að við veljum þó það sem er að hinu betra. Að við kaupum kjöt af dýri sem hefur haft það gott á meðan það lifði. Ég held að það sé svo mikilvægt að við verðum meðvitaðri um þau völ sem við tökum í lífinu, hvar sem er í lífinu. img_0090.jpg

En og aftur, ég hlakka til jólanna með ýmsu jólasýsli og kertaljósum og jólabíómyndum sem við horfum á, á hverju ári og höfum gert í mörg mörg ár og bara á jólunum jólaspenninginn og jólabaksturinn og jólakalandarinn sem er árlegur viðburður í Danmörku, göngutúrum í skóginum, með te og jólapiparkökum keyptum hjá bakaranum, fjölskyldukvöldum, vinakvöldum, spenningi hjá öllum sem hlakka til jólafrísins og jólagjafanna og þess að hitta fólk, vini og ættingja yfir góðum mat og gleði yfir hátíð sem finnst alveg langt inn í magann.

Ég hlakka til þess jákvæða sem oftast gerist þegar fólki hlakkar til og síðast en ekki síst að velja gervijólatré með Gunna og Sól sem er nú samþykkt.

Tíminn er nú svo skemmtilegur og afstæður . Sem dæmi get ég nefnt að á sama tíma og við söfnum jólaskrauti, týni ég rósir í garðinum mínum, næ í gulrætur, tómata, maís, agúrkur og fleiri dásemdir úr garðinum mínum. Vínberinn eru ekki alveg orðin þroskuð, kannski eftir nokkra daga og um helgina þarf að slá gras. Svona getur nú lífið verið skemmtilegt.

img_0140.jpg


Hvað þýðir það að missa 45 kíló, er það að finna sjálfan sig falinn undir skinni

46025_423838813369_674983369_4998594_3076912_n.jpgÓsköp geta nú sunnudagar verið notalegir þegar verkefnin koma í hægum skrefum, án þess að þeim sé pressað hundruðum saman á svona heilagan frídag. Ég hef haft notalegan dag, það sem af er. Hlusta núna á stóra bróður, son minn hjálpa litlu systur, dóttur minni í stærðfræði niðri í eldhúsi. Ég hlusta líka á rigninguna vökva garðinn minn, við opinn glugga uppi í stofu. Ég sjálf sit undir teppi í náttbuxum og ullarpeysu með Lappa mér við hlið sem sefur rólega og vonast sennilega til að ég taki mig saman á hverri stundu og fari í göngu með Dimmalimm og hann sjálfan. Hann verður að bíða í smá stund á meðan ég skrifa það sem mér liggur á hjarta, og vonast að sjálfsögðu til að einhver þarna úti sem les það, hafi einmitt í dag á sínum sunnudegi setið örvæntingarfull eða örvæntingarfullur yfir því hvernig lífið er, að engin sé von, og svona verði þetta bara að vera.

Ég vil deila smá hluta af sögu minni fyrir þig, sem situr þarna úti og finnst allt vera vonlaust, og engin leið til hjálpar.

Þetta byrjaði allt 27 ágúst 2008. Það byrjaði ekki allt þann dag, en ég tók lífið í mínar eigin hendur, tilfinningar mínar í eigni hendur og hugsanir mínar í eigin hendur, til að komast úr þeim fjötrum sem ég sjálf hafði byggt í kringum í gegnum árin.img_0088.jpg

Þetta byrjaði kannski ekki alveg þar, kannski byrjaði það í raun þegar ég fór að vinna að því að ég sjálfið tæki yfirráðin, skrítið, en þó kannski ekki. En þannig var að ég í mörg ár lét tilfinningar mínar ráða ferðinni, ég ætti kannski að byrja á byrjuninni þó svo að frásögnin verði aðeins lengri.

Þetta byrjar allt þegar ég var barn, nánar tiltekið í kringum fermingu, þegar ég ákveð að svelta mig í viku fyrir ferminguna til að vera þokkaleg á fermingardaginn, það var kannski vika eða fjórtán dagar, man það ekki. Nema ég gerði það og gat það, enda mjög sterk stelpa. Á fermingardaginn borðaði ég svo allt sem hugurinn hafði þráð þá fjórtán daga sem ég hafði svelt mig og meira til. Eins og var í þá daga í fermingarveislum voru kökur á borðstólnum, og ég var óstöðvandi í langan langan tíma.

Það var þarna sem ég held að þetta hafi byrjað, átröskun eins og það heitir svo flott á okkar máli. Næstu árin voru upptúrar og niður túrar, en allt var um það að borða og svelta sig. Það liðu mörg ár þar sem allt, þegar ég hugsa til baka var um þessa tvo hluti, megrun og ofát.

35955_458728405791_563855791_6878900_2584234_s_1021682.jpg

Ég var ekki alltaf feit, enda alltaf að passa mig og passa mig ekki. Mikil orka fór í þetta og mikil vanlíðan. Á tímabili þegar ég var í mínu fyrra hjónabandi  fór ég þá leið að láta víra saman á mér munninn, þarna ofbíður sennilega sumum, en aðrir þekka þá tilfinningu sem fær mann til að taka svona ákvörðun.

Ég eignaðist börn, eitt  þegar ég var18 ára og eitt þegar ég var 24 ára. Ég fitnaði og varð örvæntingarfull yfir því og þegar ég hugsa um þennan tíma, man ég í raun mest eftir megrunarkúrunum og hversu þung ég var hvert sinn, ég man ekki hversu þung börnin mín voru, en ég man hversu þung ég sjálf var. 36960_404910473313_660128313_4536980_4933232_n_1021683.jpg

1987 skildi ég og fyrri maðurinn minn og ég grenntist mikið, þvílík sæla að grennast af vanlíðan, það hafði ég aldrei prófað áður, og naut þeirrar tilfinningar.

Mér fór svo að líða betur og fór í framhaldsnám, nám sem mig hafði alltaf dreymt um og það var hrein lukka fyrir mig, nema ég varð örvæntingarfull yfir því að ég fór að fitna aftur.

Þá byrjaði ég að æla matnum, það hafði ég aldrei gert áður, en þetta erfiða skólatímabil stóð yfir í 4 ár, allt námið ældi ég daginn út og daginn inn. Svo erfitt svo erfitt svo erfitt. En þetta var þvílík þráhyggja að ég gat ekki hætt. Ég fitnaði þó síðasta árið í skólanum, mikið þrátt fyrir að næstum allt sem fór inn í magann minn, var látið fara út aftur sömu leið.

Með nýjum yndislegum manni fluttum við með börn og bú til útlanda, það var nýtt tímabil, sem var gott fyrir mig. Ennþá fer öll líðan í minningunni eftir því hversu þung ég var, og gleðin var að ég grenntist mikið. Ég fór að hjóla mikið og hætti að borða nammi og kökur. Ég varð grönn og fín á þessum tíma. Þó gerðist það sem alltaf gerist, blessuð þráhyggjan fór yfir í annað form, þó svo ég hætti að borða sykur, þá drakk ég áfengi og varð kaupsjúk. Ég keypti og keypti föt á sjálfa mig. Ég fór í búðir til að máta föt og kaupa föt á mig. Fannst mér líða vel, því allt var um það að vera grönn og það var ég.

Við fluttum í sveit, hérna í nýja landinu, eftir þrjú ár í borginni. Yndislegt, með kisur, hunda, kanínur , páfagauka og hænur, gat ekki verið betra. Ég varð ófrísk daginn sem við fluttum í gamla húsið okkar. Ég varð í raun skelfingu lostinn. Hamingjusöm að sjálfsögðu en líka skelfingu lostinn ég vissi sem var að ég myndi fitna, og ég gerði það. Ég bætti á mig 30 kílóum. Ég borðaði ennþá ekki sykur,en ég borðaði hunang í stórum stíl og mikinn mat. img_0332_1.jpg

Ég fæddi yndislega Sól, augasteinn allra og auðveld eins og draumur. Ég var heima með hana í tvö ár. Vann aðeins við kennslu og var með  nokkrar myndlistasýningar, hún var bara alltaf með mér, Sólargeislinn minn stillti.

En það kom tími á þessum tíma sem ég missti stjórn á öllu, ég byrjaði í reiði að borða allt sem hugsast gat, og ég ældi því jafn óðum. Stundum ældi ég svo mörgum sinnum á dag, að ég hef ekki tölu á því. Ég hélt hreinlega að ég væri að deyja, þetta var svo hræðilegt, en ég skammaðist mín of mikið fyrir það sem ég gerði til að ég gæti sagt þetta nokkrum manni, eða leitað mér hjálpar. En eitt kvöld sagði ég manninum mínum frá þessu það var þegar ég hélt að ég myndi ekki lifa þetta af.

Ég bað hann um að hjálpa mér, en hvernig gat hann það, að sjálfsögðu gat hann það ekki, hjálpin varð að koma frá mér sjálfri.

Til að bæta ofan á þetta allt, þá drakk ég mikið áfengi á þessum tíma. Mikið af verkefnum með öðrum listamönnum sem gerði að ég byrjaði að drekka meira en gott var. Ég naut þess líka að vinna á vinnustofunni til seint um nætur, þá tæmdust margar flöskur.

Ég var semsagt kominn inn í hræðilegan vítahring, þar sem tilfinningar mínar réðu öllu. Ég sjálf var eins og viljalaust verkfæri í höndum þeirra. Ég get eiginlega kallað þetta þráhyggju sem stöðugt kallar á það sem hún vil, og “ég “ get ekki stjórnað henni. Þráhyggjan er tilfinning sem réð ríkjum í öllu mínu lífi á þessum tíma.img_0321.jpg

En þegar mér fannst öll von úti var ég var leidd af einhverjum æðri höndum að fólki sem stundaðu hugleiðslu. Ég var ekki mikið fyrir það í byrjun, en mín innri rödd sem loksins heyrðist þegar örvæntingin var mest, eftir áralanga bið, bið eftir að heyrast og að hennar tími kæmi.

Hún sagði mér að þetta væri leiðin að öðru lífi.

 

Ég byrjaði að hugleiða, bæði með öðrum og ein. Ég heyrði innri röddina mína á hverjum degi í hugleiðslu og utan, sem hjálpaði mér að finna mína innri ró. Það fór að birta í kringum mig, og ég hætti að þurfa að æla því sem ég borðaði, þráhyggjan fyrir því að æla öllu, hvarf.

Árið 2003 gerðist svo það, að líkaminn minn fékk hreinlega ofnæmi fyrir áfengi, ég þurfti ekki annað en að þefa af áfengum drykkjum, til að fá höfuðverk. Þetta var svo erfitt fyrir mig, því öll samskipti mín við aðra voru tengd áfengi, bara að kíkja yfir til nágranna krafðist þess að fá sér bjór eða vín.

Þarna kom grár tími fyrir mig , með miklu sykuráti, því líkaminn vildi þann sykur sem hann var vanur að fá og kílóin héldu áfram að koma og koma.

Það leið þó ekki svo langur tími frá því ég hætti áfengi, að hugur minn varð svolítið skírari en áður og innri röddin heyrðist og skildist betur og oftar og ekki síst ég hafði styrk til að fylgja hennar ráðum.

Ég hélt þó áfram að borða sykur og mikinn mat og hafði gefist upp á þeirri hugsun að ég ætti eftir að grennast.

Það liðu ár, og ég bætti á mig hægt og rólega, ég var sorgmædd yfir því, en hafði sætt mig við að svona væri það bara. Ég var glöð yfir því sem hugleiðslan gaf mér og ég lifði í raun img_0859.jpghamingjusömu innar lífi.

Líkaminn minn var hægt og rólega að gefast upp, en ég lifði sem áður er sagt, ríku innra lífi, sem ég taldi að væri nóg fyrir mig. Ég var hvort sem er að eldast og mikilvægast var að sætta sig við það sem var og taka því með jafnaðargeði. Ég var komin með gigt í mjaðmir, fingur og hné. Ég var komin á lyf vegna þess að skjaldkirtillin var of hægur, en svona var það að eldast hugsaði ég, og lifði mínu rólaga innra lífi og var oftast sátt.

Ég átti erfitt með allt sem var líkamlegt, en ég var skörp eins og örn í höfðinu, og það var þaðan sem ég lifði.

Í ágúst 2008 sá ég mynd af vinkonu minni á netinu, og var furðu lostinn hversu vel hún leit út, glæsileg sem drottning hugsaði ég með mér, með smá öfund í hjartanu. img_0847.jpg

Ég hugsaði það í nokkra daga, beið smá með að hafa samband og spyrja hana hvaða töfraformúla það var sem hún fékk, sem hafði gert hana svona flotta sem hún var.

Mín innri rödd sagði mér að þarna væri hjálpin.....ég beið samt smá...

En svo einn daginn þegar ég hafði fundið fram vissuna fyrir því að ég vildi lifa, ekki bara innra lífi en líka ytra lífi og ég væri tilbúinn. Sendi ég henni bréf og spurði frétta!

Þetta var það besta sem gat gerst fyrir mig, ég fór í gegnum þetta prógramm daginn eftir, GSA prógrammið með hjálp og stuðningi vinkonu minnar frá fortíðinni, tókst mér að lifna við og verða heil.

 Í dag eru tvö ár síðan og 2 dagar og ég hef misst 45 kíló. Ég er lifandi frá toppi til tá og ég er heil.

Ég skrifa heil, en það er alltaf ennnn, ekki satt.

Ég hef tekið við völdin á eigin lífi með því að vigta og mæla það sem líkami minn þarf að fá þrisvar á dag. Ég borða ekki sykur, hveiti og sterkju. Ég er sú sem stjórna, ekki þráhyggjan sem hefur ráðið ríkjum í áraraðir. En það er ekki þar með sagt að þráhyggja sé farinn, hún er og verður hluti af mér sennilega alltaf  sem betur fer og þess vagna verð ég að vera meðvituð hvern einasta dag .

Stundum kemur hún og vil fá útrás í kaupæði og ég hef stundum látið undan, en það er eins og hún vaxi bara og vaxi við það að ég gefi eftir svo ég stramma upp og læt hana vita að það sé ég sem ráði en ekki hún.

Undanfarið hef ég tekið eftir að hún er að læðast inn og reynir að plata mig, en ég er búinn að fatta kellu !!

Hún “þráhyggjan” er byrjuð að þráhyggjast á facebook í tíma og ótíma og sörva á alla mögulega veru frá einu í annað á netinu. Ég veit og er að taka á því en jafnframt að skilja, um hvað þetta er allt saman.

Ég vil líka deila því með ykkur og gaman væri að heyra ykkar álit á því?

Ég skoða matarfíkn, og sé að maturinn og sykurinn eru með til að deyfa alla okkar skynjun og gerir það að verkum að við erum ekki meðvituð á fullan hátt en á einhvern hátt meðvitundarlaus.

Áfengisfíkn er eins, við látum stjórnast af þeirri nautn sem gefur að vera meðvitundarlaus, við erum ekki okkar eigin herrar, en áfengið ræður ríkjum, ekki bara hjá okkur en allri fjölskyldunni.

Reykingarfíkn, er sú sama, reykingar stjórna rytma dagsins og stjórnar líka meiru en margir vilja viðurkenna. Fjárhag, geði, og tíma.

Spilafíkn er sama þráhyggja og það sem á undan er talið, er líka með til að eyðileggja heilu fjölskyldurnar, eyðileggja líf margra.

Eiturlyfjafíkn er allt það sem á undan er talið hvorki meira né minna.

Kaupfíkn er það sama og hitt og þráhyggjan ræður ríkjum í lífi þeirra sem þjást að þessari fíkn

Spilafíkn kemur á sama bás, og allt það sem er á undan.

Facebook, FarmVilla og fleira nettengt er svo það sem ég er að takast á við núna. Ég get hangið andlaus og meðvitundarlaus á netinu, án nokkurs formáls annars er þess að vera meðvitundarlaus og aðhafast ekkert sem er meira uppbyggjandi en þetta.

Allt það sem ég hef talið upp, er til þess að gera okkur fráhverf heiminum, náunganum, fjölskyldu okkar að vera til staðar full meðvitundar og sýna Kærleika til umhverfis okkar. Allt þetta er deyfilyf til að vera ekki í lífinu. Allt þetta er með til að gera heiminn verri en hann er, vegna þess að meðan við erum í neyslu, erum við ekki til staðar fyrir okkar kæru, erum ekki til staðar fyrir okkur sjálf, erum ekki lifandi í lífinu í kringum okkur, við lifum í gegnum eitthvað annað, sem ekki er raunverulegt.

Ég er á því að facebook er líka gott, en í hófi.

Ég er líka á því að það að vera í fráhaldi á einn og annan hátt, getur líka gefið “ frú þráhyggju" möguleika á að fá yfirráðin, allt er um það að verða grannur, verða eitt og annað, það er jafn óholt fyrir hvern og einn  og mjög fjölskylduskemmandi. Eins og að vera í neyslu. Þetta er í raun allt um það að vera í jafnvægi, og lifa í jafnvægi með sjálfri sér og öllum öðrum. Í hvert sinn sem við finnum að við verðum “húkt” á einhverju, verðum við að skoða hvað það er, hvað það gerir okkur, hvað það gerir þeim sem er í kringum okkur, hvort það gerir okkur gott í raun og hvort það geri gott fyrir heildina

 

Ég er líka á því að þráhyggja er góð, en með okkar stjórn, að við stjórnum því hvert við beinum þráhyggjunni. Það getur verið eftir betra lífi, ríku andlegu lífi, heilbrygði, Kærleika, náttúru, og ýmsu öðru sem er uppbyggjandi fyrir heildina og þig. Þráhyggja er dásamlegu drifkraftur ef við notum hann rétt.

Í dag, elska ég sjálfa mig, ég veit að það er nauðsynlegt til að ég geti elskað aðra, sem svo elska sjálfa sig til að geta elskað aðra og svo koll af kolli. Við sem mannkyn, verðum að sjá hlutina út frá stærra samhengi, þá strax verðum við hluti hvert af öðru og förum svo að elska náunga okkar eins og sjálfa okkur. Förum frá því sem við erum að gera í dag, eða elska okkur sjálf, eins og náunga okkar, þannig er heimurinn í dag og þess vegna er allt eins og það er í heiminum. Þetta er ekki um það að vera mjór, þetta er í raun allt um Kærleika.

Það er þar sem við tökum við völdin á eigin lífi, eigin tilfinningu, eigin hugsunum !

Ég ætla að birta myndir, sem alltaf segja svo mikið. Myndir sem eru teknar fyrir og eftir. Ég hef aldrei gert þetta áður, finn til í maganum við að birta myndir af mér sem teknar þegar ég var svona veik, (í neislu) en ef þetta er með til að hjálpa, þó ekki væri nema einum, er það þess virði.

Megi Kærleikur og Ljós skína á Líf ykkar allra og munið, það er til leið. Ef þið þekkið einhvern sem þið vitið að hefur þörf fyrir þessi orð, endilega sendið þetta til viðkomandi með mínu samþykki og mínum Kærleika.

_mg_4227.jpg


Ný hugsun með nýrri kynslóð

Ég bind vonir við þessa nýju kynslóð, þau verði betri til að upplifa sig sem hluta hvert af öðru þrátt fyrir mismun á kynþáttum, landamærum, tungumáli, kynjum, stéttaskiptingu eða trúarbrögðum!

 

Sólin mín litla sem er 13 ára er dæmi um það hvernig við getum mæst saman um það sem við höfum sameiginlegt í staðin fyrir að vera óvinir um það sem gæti skilið okkur hvert frá öðru vegna ólíkra þátta hvert í öðru.

 

Þegar Sól var lítil ca 3 ára var hún á barnaheimili, reyndar barnaheimili sem ég hef bloggað um áður, en það er önnur saga.

 

Á þessu barnaheimili átti hún tvær bestu vinkonur, Nina Radzioch og Rachel Langford. Sól sjálf heitir Sigrún Sól Gunnarsdóttir Gunnarsson.

Þær voru óaðskiljanlegar þó svo að Nína væri 4  ára, Sól 3 ára og Rachel 2 ára.

 

Eftir einhvern tíma flutti Rachel á bóndabæ á Fjóni, en vinskapurinn hélt áfram.

Við keyrðum stelpurnar fram og til baka eins oft og kostur var. Svo byrjuðu þær að nota skype og gátu spjallað saman allar þrjár eins og þær langaði. Núna fara þær einar með lest og eru um helgar heima hjá hvor annarri þegar möguleiki gefst.

 

Allt þetta er ósköp sjálfsagt, en það sem er svo skemmtilegt er að Sól kemur frá Íslandi, Nína frá Þýskalandi og Rachel er frá Engjandi, allar aldar upp í Danmörku.

Sól kemur frá heimili þar sem daglega er töluð íslenska, heima hjá Nínu er töluð þýska og heima hjá Rachel er töluð enska

 

Svo er það sem er svo markvert og gefur mér von um framtíðina hjá okkur mannkyni þar sem erfitt virðist vera fyrir þjóðir og nágranna að samþykkja að við höfum hver okkar trú og það eru margar leiðir til að vera manneskja.

 

Rachel er frá mjög trúaðri fjölskyldu þar sem þau eru aktiv í hvítasunnukirkjunni, biðja borðbænir og undirbúa sig fyrir kristniboðastarf í Afríku.

 

Sól trúir á álfa, tröll, engja og endurholdgun og kemur frá heimili þar sem stunduð er hugleiðsla og englar, álfar, og líf á öðrum víddum er eins sjálfsagður hlutur og að drekka vatn.

 

Nína trúir ekki á Guð og hún kemur frá heimili þar sem náungakærleikurinn er þvílíkur að ég hef sjaldan kynnst öðru eins, en fjölskyldan trúir ekki á Guð, eða það sem við köllum Guð.

 

Þrátt fyrir þetta, eru þessar stelpur svo nánar og á milli þeirri ríkir Kærleikur sem er yfir allt annað hafið.

Það gefur mér von um að heimurinn geti mæst, á því sem við eigum sameiginlegt.

 

img_0928.jpg


þegar ekkert er á leiðinni, er gott

img_0586.jpgÉg elska svona morgna, einstaka fluga suðar hér og þar í eldhúsinu, eldhúsklukkan segir tik, tak, tik, tak  og sofandi hundar liggja við fæturna mínar, annars bara húsaþögn.

Svona byrjar dagurinn minn í dag, og lofar góðu. Inni í herbergi sefur Sól með Rachel vinkonu sinni frá Fjóni, sem verður hérna fram á fimmtudag.

Mér finnst ekkert betra  en þegar ég get bara verið og er ekki á leiðinni neitt og ekkert er að gerast í dag eða á morgun. Ég get bara verið að dúllast í garðinum mínum, spjallað við dýrin mín og látið eins og svona getur allt verið að eilífu!

Ég er heldur ekki á leiðinni neitt, ekki í dag og ekki á morgun. Á fimmtudaginn fáum við vini í mati og það eru plön þessarar viku, það er bara alveg frábært.

Ég veit þó að ef ég lifði alltaf svona væri ég ansi þunglynd og leið á lífinu.

Af og til, en þessi þögn  bara alveg frábær. Núna mjálmar kisa og vil komast inn, en hún getur bara beðið, hún er heldur ekkert að fara neitt, eða liggur eitthvað á, nei nei, svo er nú það.

Ég held ég máli borðfætur í dag, og hreinsi smá arfa í blómabeðunum mínum. Fæ mér morgunmat á eftir, svo við tækifæri hádegismat, svo kemur Gunni heim og við eldum kvöldmat.

Kannski undirbúum við eldhúsið fyrir að setja flísar upp fyrir ofan eldavélina og eldhúsvaskinn. Ég veit þó að Gunni vil miklu heldur týna hindber, eða einhver önnur ber, eða taka til í matjurtargarðinum, eða bara eitthvað annað sem gerir að hann getur verð úti í garði, en við sjáum bara til.

Sól og vinkonan Rachel, eru voða fínar saman, eru vinkonur frá því þær voru á barnaheimili saman. Rachel flutti til Fjónar fyrir nokkrum árum, en þær hafa alltaf haldið sambandi. Þær sitja sennilega og horfa á musik video í dag, sápuóperuþætti. Kannski baka þær, fara í göngutúr með hundana, klappa kisunum, hlæja og eru kátar, en eitt veit ég sambandið við mig verður ekkert og það er bara notalegt. 

Ég elska svona daga þar sem ekkert gerist, og ekkert er planlagt fyrir utan það sem mér dettur í hug hér og þar.......

 

 


Ég vildi að við hefðum tilfinningareynslubanka sem allir hefðu aðgang að

Kæru vinir íslenskir og íslenskir !img_0642.jpg

 

Núna er sumarfrí og ég er strax farinn að kvíða fyrir að fara að vinna aftur, þó svo að ég upplifi að ég ekki sé í sumarfríi ennþá. Það er samt mánuður þar til að ég fer að vinna aftur og ég geri mér fulla grein fyrir að ég á að að njóta þess að hafa fríi og njóta þess að bara vera.

 

Ég geri það líka, ég nýt þess að vera, drekk te gert úr jurtum í garðinum mínum. Ég hlusta á ljúfa músík, ég sest á vinnustofuna mína og vinn smá, ég fæ gesti af og til, nýt þess að spjalla um allt og ekkert, en undir öllu þessu kvíði ég fyrir því að fara að vinna þann 11 ágúst.

 

Ég hef aldrei upplifað þetta áður, ég hef elskað vinnuna mína, elska að kenna og byggja upp aðstæður fyrir fólk til að skapa og gera myndlist. Skólinn er nú að byrja sitt 9 ár, og hvert ár hefur verið spennandi, með nýja möguleika og ný verkefni, en ég hef notið þess.

 

Hvað hefur gerst sem fær mig til að fá illt í magann þegar ég hugsa um vinnuna ?

 

Kannski er það að ég opnaði nýjan skóla í fyrrahaust með vinkonu minni, skóla fyrir börn og fullorðna. ”skolen for kreativitet og visdom” .

 

Kannski var það of mikið og hefur gert það að verkum að ég misst alla löngun, varð of hengd upp í vinnu, já það er möguleiki.

 

En ef ég hugsa dýpra þá var það ekki bara það ! Ef allt hefði verið gott í listaskólanum, hefði þetta gengið upp, verið erfitt, en ekkert of erfitt.

 img_0744.jpg

Það sem var erfiðast, var örvæntingin í lok skólans, örvæntingin hjá foreldrum, kennurum og nemendum. Örvæntingin yfir því að sveitafélögin eru að spara, og spara mikið. Það er sparað þar sem er hægt að spara, og hver skilur það ekki?

 

Ég veit að allir þurfa að vera með í að spara.

Þar sem ég finn svo til, er að í þessum sparnaði er frelsi tekið frá einstaklingum, frelsi yfir að ráða yfir sínu eigin lífi.

 

Nemendur sem ég hef haft í mörg ár, fá allt í einu neitun um að halda áfram að mennta sig ! Þeir fá ekki sjálfir að vera með í að skapa sitt eigið líf, ákvörðun er tekin yfir höfuðið á einstaklingum, án þess að þeir hafi möguleika á að gera eða segja neitt. Þetta hefur verið erfitt.

 

Örvæntingin hefur verið erfið hjá þessum einstaklingum og ekki síður foreldrum, sem sitja tíma eftir tíma fyrir utan skrifstofudyr borgarstjóra til að reyna að fá viðtal, hringja mörgum sinnum á dag til að biðja um stuðning, sem ég í raun get ekki gert. Ég get skrifað bréf til sveitafélagsins, sem ég hef gert, en ekkert annað.

 

Ég veit að það þarf að spara, en ég hugsa með sjálfri mér, það hlýtur að vera hægt að spara annarsstaðar. Því ég veit sem er, að í þeirri hugsun lúrir minn ótti við þau áhrif sem þetta hefur á skólann minn ! þetta þýðir að kennarar þurfa að finna aðrar leiðir til að lifa, þéna pening, þetta er keðjuverkun, sem ég hef erfitt með að skoða án tilfinninga, það gerir vinnuna og ákvarðanir erfiða.

 

Viðbrögð kennara, eru erfið, brjálæðið sem kemur upp, þegar hver og einn sér sínu ógnað, það er erfitt. Þú sérð hlið á þeim sem þú hélt að þú þekktir vel og best, en þegar lífi og starfi fólks er ógnað, þá eru viðbrögð óumflýjanleg, hvað er hægt að gera annað en að reyna að hamra út það sem hægt að hamra út af peningum, og það kostar fundi, loforð um að finna lausnir, sem ég veit ekki hvort ég get.

 

Ég veit að ég á að njóta þess að hvíla mig, og vera í sumarfríi, en lífi margra er ógnað og ábyrgðin er stór, hver ákvörðun er mikilvæg og hefur áhrif á einhvern !

 

Ég vildi stundum óska að tilfinningarnar væru ekki svona yfirráðandi, en þó er í tilfinningu hlutir sem er mikilvæg öllum sem vinna með annað fólk, eða fyrir annað fólk, og það er tilfinningin, ”ég er þú og þú ert ég”, og ég vil gera allt fyrir mig til að bjarga mínu lífi/þínu lífi og það er það sem ég geri og þess vegna get ég ekki bara farið í sumarfrí og geymt vinnuna þar til í ágúst, heldur er að reyna að finna lausnir til að allir komi sem best út úr þessu.img_0685.jpg

 

Stundum vildi ég óska að fleiri deildu hugsunum sínum um hvernig hver ákvörðun í hverju fyrirtæki, hjá hverjum yfirmanni hefur áhrif á þann sem hefur ábyrgð, þar væri reynslubanki fyrir alla !

 

Við deildum hugsunum, og sýndum að við erum manneskjur með tilfinningar, við hjálpum hvert öðru, og við deilum hvert öðru með hverju öðru. Allt er gegnsætt, allir hafa aðgang að hver öðrum, það væri gott fyrir mig núna…….  og alla aðra sem finna tilveruna vagla undir fótum sér vegna ákvarðanna sem eru teknar af öðrum um aðra.....


Einu sinni var lítil sæt skotta

Hún hét Steinunn Helga ! Brotabrot af fortíðinni hennar sérst hérna !!

 


þegar lífið er

1332.jpgÉg sakna þess að hafa ekki tíma til að blogga, eða gera fleiri video . Ég hef því miður barasta ekki tíma þessa dagana eða réttara sagt síðasta ár.

Undanfarinn vetur hefur verið ótrúlega annasamur með báða skólanna. Ég hef haft einn dag frí á viku sem hefur líka verið upptekinn, því allt sem ég náði ekki aðra daga setti ég  á þann dag.

Eins og gerist þegar mikið er að gera þá bitnar það á vinum og vandamönnum. Ég hef hreinlega ekki verið í sambandi við aðra en þá sem ég vinn með, eða er í hugleiðslu grúppum með.  Ég sakna samskipta við bloggheim, ég sakna samskipta við vini mína og vandamenn.  Ég vona þó að það verði betra næsta vetur. Ég er hætt að kenna í öðrum skólanum, eða barnagrúppunum. Ég verð í listaskólanum og mér var boðið að kenna unglingum í Lejre myndlist einu sinni í viku, ég sagði já við því. Ég kem einnig til með að vera með námskeið fyrir ófrískar konur í hugleiðslu og myndlist. Svo er að sjá hvort álagið verði minna.

Það er bráðum skólalok hjá listaskólanum SJÁ allir á fullu að vinna lokaverkefnið, vorsýningu skólans Það er mikið að gera og mikið gaman.img_0532.jpgimg_0547.jpg

Við erum með fókus á proces, eða þróun verksins, en ekki útkomuna, mjög gaman.

Þann 20 maí, varð ég 50 ára, átti ljúfan dag með mínum nánustu.

Ég var vakin snemma með afmælissöng, marensköku og góðu kaffi og ekki má gleyma gjöfunum. Svo kom fólk svona  eitt af öðru, þeir sem mundu eftir því að ég átti afmæli. Ég hafði ekki boðið í neina veislu þann dag. Ég held upp á afmælið 21 ágúst með vinum og vandamönnum í garðinum mínum.

Daginn eftir afmælið mitt  fór ég til  Ítalíu. Ég var þar í viku uppi í fjöllunum með kærum vinum, frá hinum ýmsu stöðum í heiminum. Við hittumst einu sinni á ári og hugleiðum saman. Núna hugleiddum við fyrir Kærleikanum, til sjálfsins, nágrannans, mannkyns. _mg_3033_999761.jpg

Þetta var algjörlega yndislegt og gaf innri ró og frið að nota svona mikinn_mg_3036.jpg tíma til að íhuga og fókusera á það sem er svo mikilvægt.

Tengdafaðir minn lést á meðan ég var þarna.  Það var ekki auðvelt að vera ekki með sínum nánustu á þeirri stundu. En þar sem ég veit og er meðvituð um að við lifum í mörgum víddum, var ég með þeim öllum og honum, þó að ég í líkamlegu ástandi væri ekki með þeim eða honum._mg_3048.jpg

Lífið heldur áfram, með minningar sem eru með til að skapa framtíðina og gera  hana að því sem hún verður. Í dag var hugmyndin að matarklúbburinn kæmi til okkar að borða, en vegna forfalla var því frestað. Ég var bara smá feginn því. Í staðin vorum við í garðinum og plöntuðum blómum og fl.  

Eftir smá tíma, fer ég í sumarfrí, daginn eftir förum við á Þýska eyju  “Hiddenzee” . Við dveljum þar með vinkonum okkar og börnum. Ég hlakka mikið til. Ég ætla að taka með mér krimmabækur og konublöð og lesa og lesa, án þess að hugsa.

img_0542.jpgÁðan þegar við vorum að elda fór Sól að tala við pabba sinn um heimsmeistarakeppnina í fótbolta !!! Hún sagði okkur að í kvöld keppa Englendingar og Ameríkanar, huuuhummmm, pabbi ssgði Sól: eigum við að horfa á þetta saman. Skil ekkert í því að litla skottan mín hafi sagt þetta, eða hafi áhuga á þessu. Ég tek mig þó saman og horfi með og reyni að fylgjast með eins og ég get. Ég hef bara engan áhuga á fótbolta, en ég ætla að þykjast.

Kærleikur og Ljós til ykkar allra


Margir hafa beðið um hugleiðsu, hérna kemur mjög einföld morgunhugsun


önnur tilraun á samtali við heiminn !


Ákvað að tala í staðin fyrir að skrifa

Kæru vinir, ákvað að prufa nýtt form með bloggið mitt.

Skrítið og gaman.

Kærleikur og Ljós til ykkar frá Lejresteinu


Það liggur ótti yfir mannkyninu

img_0218.jpgÉg á fullt í fangi með að halda gleðinni á lofti þessa dagana, en ég geri allt sem ég get til að sjá það jákvæði í því sem gerist í kringum mig.  Síðustu vikur hafa verið erfiðar, á öllum vígstöðvum.

 Ég upplifi eins og það sé ráðist að mér frá öllum áttum !

Ennn ég gerði páskaskreytingu í dag sem situr fallega hérna á borðinu hjá mér og gleður augað,, Múminn minn liggur við hliðina á mér og passar upp að allt sé eins og það á að vera og ég  ákvað að blogga um gleðina, og hlakka ég líka til að sjá mynd í sjónvarpinu í kvöld sem heitir “menn sem hata konur “ sem sagt margt að gleðjast yfir.

Sólin skín, það er notalegt að hlusta á útvarpið í bakrunninum, Gunni sýslar með fræin sem hann setur vandfærnilega eitt og eitt í einu í fallega brúna mold.

Sigyn og Albert og blessuð börn  Lilja og Aron, eru búinn að fá fína íbúð inni í Kaupmannahöfn, eftir mikil erfiði undanfarið.

Lífið heldur áfram, einn dag í einu, með því sem fylgir, gleði, gleði, gleði og allt  fer eftir því hvernig ég tek því sem fyrir ber.

Ég finn að það er svo auðvelt að verða óttanum að bráð, svona höfum við það sennilega mörg.

Óttinn heldur manni föngnum, þannig að ómögulegt er að sjá út yfir hann.

Hvernig getum við hver fyrir sig komist í gegnum hann og sjálf valið hvaða tilfinning er allsráðandi hverju sinni?

Eru það ekki hvers og eins réttindi að bjóða inn þeirri tilfinningu sem passar hverju sinni?

Er ein tilfinning ekki meira velkomin en önnur, eða eru kannski allar tilfinningar  velkomnar, og þær fá það pláss sem þær velja.

Eða höfum við ekkert um það að segja og erum kannski bara þrælar þeirra tilfinninga sem halda okkur til baka á móti því sem er gott fyrir okkur. Loka fyrir það að við getum séð fyrir endann á henni og þar af leiðandi sitjum föst og þorum hvorki afturábak eða áfram. img_0217.jpg

Ef við bara gætum séð glimt af því sem bíður okkur, gæti það gert að við slöppuðum aðeins af og létum flæða með straumnum, í staðinn fyrir að róa og róa á móti straumnum sem gerir hverja upplifum margfalt erfiðari en ella.

Ég geri mér grein fyrir þessum hlutum þegar mér líður vel og er í jafnvægi, þá get ég oftast sagt viturlega hluti, eins og orka fylgir hugsun, þar að segja það sem þú hugsar gerist, eða allt það erfiða sem við lifum, er það besta sem fyrir okkur getur gerst, það er með til að þroska okkur og hjálpa, einnig segi ég oft, sá sem er versti óvinur þinn, er þinn besti vinur, hann hjálpar þér í þroska og og og svona get ég lengi haldið áfram.

Það sem ég stundum gæti hugsað mér er að geta lifað og vitað og skilið þetta á meðan á átökunum stendur ! Það er sko ekki alltaf auðvelt, ég heyri það í höfðinu á mér, en kemst ekki út þeim hugsunum sem keyra rúnt í höfðinu á mér aftur og aftur og halda mér fanginni í óttatilfinningunni !

En í dag, þegar tilfinningin var að taka yfirráðin, ákvað ég í bílnum á mótorveginum, að þetta vildi ég ekki.

Ég setti sólgleraugun upp, hækkaði á útvarpinu, söng hástöfum með Kim Larsen, fór í búð keypti páskaskraut og páskaliljur, kom heim, gerði skreytingu og ákvað að blogga um gleðina.

Gleðin er þarna alltaf, hvernig sem okkur líður við getum kallað á hana og beðið hana að koma.

Gleðin getur verið í formi minningar sem við höfum, eitthvað gott sem við getum ákveðið að hugsa um sem við vitum að gerir okkur glöð. Þetta er að sjálfsögðu æfing, en er hægt, mér tókst það í dag og núna ætla ég að fara inn á vinnustofuna mína og muna að það er bara ég sem hef ábyrgð á því hvernig mér líður, allt sem gerist í kringum mig eru atburðir sem ekki “þurfa” að breyta neinu fyrir mig, ég vel í dag að láta gleðina ráða ríkjum hvað sem gerist í dag og á morgun og ef mér tekst þetta í dag eru meiri líkur á að mér takist þetta líka á morgun.

Orka fylgir hugsun, það er rétt og ef ég hugsa jákvætt gerist jákvætt en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir hvað er það besta fyrir okkur! Stundum þurfum við að sleppa gömlu, til að það sé pláss fyrir eitthvað nýtt, það ber að hafa í huga.

Gleðilega páska elsku fólk

img_0221.jpg


betrumbætt minnig með hjálp hins innra

_mg_4841.jpgVið vorum þarna í herberginu ég og hún. Við heyrðum að hann kom að dyrunum og reyndi að opna hurðina. Við höfðum læst hurðinni. Við kúrðum okkur hver að annarri og sáum hræðsluna í augum hinnar. Óttinn færði okkur inn í skáp og geymdi okkur þar, þar til hann gafst upp og fór í rúm konunnar sinnar.

Við læddumst að glugganum og hjálpuðum hver annarri út um gluggann. Það var ekki erfitt að komast út, því glugginn var á jarðhæð og það var eiginlega bara auðvelt, við hefðum átt að gera það miklu fyrr um kvöldið hugsaði ég með mér

Það var sumarnótt og þess vegna var bjart úti og fuglarnir sungu í nætursumarsólinni.

Við héldumst í hendur og hlupum eins og fæturnir gátu borið okkur út í hellir. Í hellinum voru fjárhús sem ég vissi að geymdi hið raunverulega líf þegar ég þurftir á að halda eins og núna. Við náðum að súrheysturninum, móðar og másandi, settumst aðeins niður til að kasta mæðinni.

Ég elska lykt af súrheyi og andaði því að mér með lokuð augun og reyndi kannski líka að gleyma hljóðinu af hurðarhnúanum sem snerist til að komast inn.

Nú vildi hún halda áfram og sagði mér það án orða. Við stóðum upp og gengum dýpra inn í hellirinn. Við gengum þar sem við bara við vissum að hægt væri að ganga inn. Það var ekki svo sýnilegt en þegar maður vissi það eins og við gerðum, þá var það sýnilegt. Þetta var leynistaðurinn okkar, staður sem við földum okkur þegar við urðum hræddar.

Í fyrstu var bara dimmt þarna inni, en augun vöndust dimmunni og þá var auðvelt að fylgja stígnum upp tröppurnar til hennar sem ég vissi að alltaf var þar fyrir mig, þegar ég þurfti þess með.

Hún sat þarna svo góðleg og brosti til okkar þegar hún sá að við komum og að við vorum hræddar og vissum ekki hvert skildi haldið og hvað væri best að gera.

Við lögðumst á heyið sem var við fætur hennar, ég með hönd undir kinn, hin á bakið með báðar hendurnar eins og púða undir höfuðið sitt.

Við sögðum ekkert í dágóða stund en hugsuðum hver sitt. Ég sá að hin lokaði augunum og andardráttur hennar var reglulegur eins og þegar er sofið er.

Hún svaf.

Ég leit upp á konuna og spurði : hvað gerum við núna, við getum ekki bara verið hérna alla tíð, eða hvað ?

Hún brosti til mín og sagði: vinur minn í fortíðinni, framtíðinni og nútíðinni. það sem gerðist í kvöld var veganesti fyrir þig, hana og hann sem stóð við dyrnar. Þessi reynsla á eftir að gefa þér skilning á því sem þú mætir á ferð þinni um lífið.

Ég varð eiginlega hálf hissa á þessu svari, því ég átti sennilega von á einhverju öðru svari.

Ég: en við getum ekki bara látið eins og ekkert hafi gerst, farið til baka á bæinn og bara haldið áfram vistinni.

Hún: Þið hafið alltaf val, hvað passar ykkur best á hverjum tíma, en það val sem þið takið verður að vera skoðað út frá stærra samhengi.

Hvað er best fyrir heildina. Hvað er best fyrir allt, en ekki bara einn.

Ég varð hugsi og var ekki alveg viss um að ég skildi það sem hún sagði. Ég var hugsi í langan tíma.

Best fyrir heildina, meinar hún alla á bænum, alla fjölskylduna okkar með, eða alla í heiminum ?

Ef hún meinti alla í heiminum, hvernig var mögulegt að það sem við ákváðum að gera, hérna á miðjum sandi, hefði áhrif á fleiri en okkur, sem við komu.

Hún brosti til mín og sagði, er erfitt að skilja þetta ?

Ég kinkaði kolli.

Hún sagði mér að loka augunum og fara með henni í smá ferð sem hún vildi sýna mér.  

Hún tók mig í höndina og ég fann eins og allur líkaminn væri í appelsínbaði. Ég var dofin um allt í hinu ytra, en skörp í huganum. Það var eins og ég flygi inn í annan heim.

Skyndilega vorum við yfir bóndabænum og áður en ég gat hugsað eitt orð vorum við á svefnherbergisgólfinu hjá bóndanum. Hann svaf eins og lítið barn við hliðina á konunni sinni sem var miklu yngri.

Hann var gamall fannst mér, en ekki eins óhuggulegur og mér hafði fundist hann þegar ég var inni í læstu herberginu og hurðarhúninn hreyfðist.

Það var skrítið að standa þarna og sjá hann svona varnarlausann, ég sá líka meira sem gerði mig undrandi: það var eins og ég sæi lífi hans bregða fyrir. Ég sá þetta eins og bíómynd renna fyrir augunum mínum.

Ég sá  hann sem barn með öðrum börnum, ég sá hann í gleði, ég sá hann í sorg, ég sá hann með öðrum, ég sá hann sem hluta af öðrum. Ég sá foreldra hans, bræður og systur. Ég sá hann sem ungan mann, með framtíðardrauma, ég sá hann elska og vera elskaður, ég sá hann með börnunum sínum, í faðmi konu sinnar, ég sá líka brostna drauma, sorg, erfiði. Ég sá manneskju sem var eins og allar manneskjur, með allar tilfinningar og allar þrár , með alla græðgi, með alla fíkn, með alla gleði og aðrar manneskjur.

Allt í einu var eins og ég fengi meiri pressu af appelsínusafanum. Ég kom eins og dýpra inn í þessa mynd sem ég hafði séð. Ég sá bak við bíómyndina. Ég sá tengingu frá honum til mín, ég sá okkur eins og í einu Ljósi.

Ég sá hvernig þessi lífsreynsla færði mér aukin skilning á hræðslu barnsins við hinn fullorða, ég skildi óttann, ég skildi, því ég hafði upplifað. Ég sá eitthvað svo skrítið, ég sá eins og þakklæti frá mér til reynslunnar sem ég sá að kæmi til með að hjálpa mér á Lífsleiðinni. Ég sá og skildi á sama andartakinu það sem hún hafði sagt. Ég fann í þessu draumaástandi að ég bar engan ótta, ekkert var að óttast, ég bar enga reiði, það var ekkert að reiðast yfir, ég bar skilning sem ég hafði ekki haft áður og í gegnum huga minn kom hugsunin: vonandi hef ég þennan skilning þegar ég kem til baka.

Ég sá líka að það sem þú gerir öðrum, gerir þú mér, ég er þú !

Ég naut tilfinningarinnar, ég vildi ekki til baka. Það var eins og ég væri í að skilja allt.

Ég fann að ég sveif eins og á skýi sem allt í einu fer að hristast og skjálfa og ég dett af skýinu og ég heyri hrópað, vaknaðu Steina við þurfum að fara til baka.

Ég leit upp alveg undrandi á Rósu og gerði mér þá grein fyrir að ég var komin til baka í líkamann minn. Ég lá svolitla stund og safnaði hugsunum mínum saman til að reyna að halda í eins mikið og mér var mögulegt af því sem ég hafði fengið að skilningi.

_mg_7758.jpg

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband