þegar ekkert er á leiðinni, er gott

img_0586.jpgÉg elska svona morgna, einstaka fluga suðar hér og þar í eldhúsinu, eldhúsklukkan segir tik, tak, tik, tak  og sofandi hundar liggja við fæturna mínar, annars bara húsaþögn.

Svona byrjar dagurinn minn í dag, og lofar góðu. Inni í herbergi sefur Sól með Rachel vinkonu sinni frá Fjóni, sem verður hérna fram á fimmtudag.

Mér finnst ekkert betra  en þegar ég get bara verið og er ekki á leiðinni neitt og ekkert er að gerast í dag eða á morgun. Ég get bara verið að dúllast í garðinum mínum, spjallað við dýrin mín og látið eins og svona getur allt verið að eilífu!

Ég er heldur ekki á leiðinni neitt, ekki í dag og ekki á morgun. Á fimmtudaginn fáum við vini í mati og það eru plön þessarar viku, það er bara alveg frábært.

Ég veit þó að ef ég lifði alltaf svona væri ég ansi þunglynd og leið á lífinu.

Af og til, en þessi þögn  bara alveg frábær. Núna mjálmar kisa og vil komast inn, en hún getur bara beðið, hún er heldur ekkert að fara neitt, eða liggur eitthvað á, nei nei, svo er nú það.

Ég held ég máli borðfætur í dag, og hreinsi smá arfa í blómabeðunum mínum. Fæ mér morgunmat á eftir, svo við tækifæri hádegismat, svo kemur Gunni heim og við eldum kvöldmat.

Kannski undirbúum við eldhúsið fyrir að setja flísar upp fyrir ofan eldavélina og eldhúsvaskinn. Ég veit þó að Gunni vil miklu heldur týna hindber, eða einhver önnur ber, eða taka til í matjurtargarðinum, eða bara eitthvað annað sem gerir að hann getur verð úti í garði, en við sjáum bara til.

Sól og vinkonan Rachel, eru voða fínar saman, eru vinkonur frá því þær voru á barnaheimili saman. Rachel flutti til Fjónar fyrir nokkrum árum, en þær hafa alltaf haldið sambandi. Þær sitja sennilega og horfa á musik video í dag, sápuóperuþætti. Kannski baka þær, fara í göngutúr með hundana, klappa kisunum, hlæja og eru kátar, en eitt veit ég sambandið við mig verður ekkert og það er bara notalegt. 

Ég elska svona daga þar sem ekkert gerist, og ekkert er planlagt fyrir utan það sem mér dettur í hug hér og þar.......

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Falleg færsla.

Svona dagar eru einmitt "góðu dagarnir" ef fólk kann bara að meta þá.

Marta B Helgadóttir, 27.7.2010 kl. 12:18

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ sem sagt, virðist vera að gefa þér frelsi til að lifa í NÚINU ~

ástarkv. til þín kæra Steina

Vilborg Eggertsdóttir, 27.7.2010 kl. 19:33

3 Smámynd: Karl Tómasson

Ég elska einnig svona daga mín kæra Steina.

Bestu kveðjur úr Mosó frá okkur öllum.

Við verðum að hittast öll við fyrsta tækifæri.

Kalli Tomm.

Karl Tómasson, 28.7.2010 kl. 00:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær eins og alltaf Steina mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband