rigning

rain-2.jpgÓsköp er ég eitthvað löt að blogga, er alltaf inni á fésbókinni að skrifa smátt og ekkert. En ég á heima hérna líka og góða vini hér sem ég vil ekki missa.

Allt er gott héðan að frétta.

Haustið er að koma, það finnur maður mest á rigningum og rigningum og aftur rigningum.

Mér er svosem alveg sama, finnst bara notalegt að vera inni og heyra rigninguna lemja á hitt og þetta úti í garði.

Ég er feginn að vera ekki fugl í rigningunni, því það er kannski þungt á vængjunum þegar droparnir eru að reyna að smjúga inn að holdinu. Það er þó þannig að fjaðrir hrinda frá sér vatni, þannig að droparnir slást við fjaðrirnar, eða þannig.

Ég vildi heldur ekki vera ormur eða skordýr með þessa risa dropa sem eru stærri en þau sjálf og koma alveg eins og sprengjudropaæði hver á eftir öðrum og gera svo mikinn usla í skordýraheiminum.

Nei, það er þó gott að hafa þak yfir höfðið sitt og skjótast inn þegar rignir. Maður getur líka skotist inn í regnkápuna ef rignir og maður finnur löngun hjá sér að vera úti.rain_forest_tropic_725114.jpg

Líka undir regnhlífina ef maður vill vera á peysunni eða kjólnum úti fyrir.

Líka inn í bílinn eða eitthvað annað ef maður vill hvorki hafa regnhlíf eða regnkápu og er kannski með voða fínt hár á höfðinu.

Þó svo að fyrir mér sé rigningin ekkert þægilegust, þá held ég að á sléttum Afríku komi til með að vanta vatn á næstu tímum.Þess vagna ætla ég ekkert að vera að óska mér rigningarleysis en að vera þakklát fyrir að sem kemur, hvað sem það er því ekki deyjum við hérna í Danmörku af vatnsskorti, nei nei sei sei

Blessuð séu dýrin okkar sem deila Móður Jörð með okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Mér finnst rigningin svo yndisleg og á mína uppáhalds rigningu, helst zéttan úda og mistur! Já, rigningin er gód!

Á mínu svaedi fognum vid rigningunni ...

www.zordis.com, 11.11.2008 kl. 18:46

2 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér finnst það sama og zordísi þettur mildur úði og dularfullt mistur er meiriháttar.

Svava frá Strandbergi , 11.11.2008 kl. 19:53

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Kær kveðja til þín.

Þröstur Unnar, 11.11.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Góð pæling um rigningu. maður þarf ekki alltaf að vera að kvarta :o) Knús til þín elskan.

Kristborg Ingibergsdóttir, 11.11.2008 kl. 21:55

5 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góða rigninga daga

Kær kveðja fré Als 

Guðrún Þorleifs, 11.11.2008 kl. 22:14

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Faðm til þín í regninu

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.11.2008 kl. 23:22

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kærleiksdropar til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 12.11.2008 kl. 11:16

8 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 12.11.2008 kl. 14:47

9 Smámynd: Karl Tómasson

Sumir vilja engu deila, bara drottna. Þú ert svolítið þessi drottnunartýpa Steina.

Ha ha ha, var hann ekki rosalega góður þessi?

Bestu kveðjur úr sliddunni í Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 12.11.2008 kl. 17:54

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Jú, jú þetta er allt gott svona í blautt bland....kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 12.11.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband