ég þvældist í víddum á opnuninni ...

_mg_2646.jpg

Langþráður laugardagur. Var að koma heim af opnuninni á sýningunni . Það var bara alveg rosalega gaman, enda var ég búinn að ákveða það.

Það kom fullt af fólki, ekki margir sem ég þekkti en þó samt. Gamlir nemendur sem ég kenndi fyrir 10 árum síðan listasögu komu, það var mjög gaman að hitta þau öll.
 

Ég hafði farið með þeim í ferðalag til Berlínar á sínum tíma og rifjuðum við upp þá frábæru ferð. Það var gaman að hitta þessa gömlu nemendur. Einnig kom Steina frænka mín með Áslaugu vinkonu sinni alla leið frá Kaupmannahöfn. Það var gaman að þær komu. Við ákváðum að stofna lítin saumaklúbb fljótlega með okkur þremur og tveim öðrum íslenskum konum. Það var gott að fá einn fjölskyldumeðlim á opnunina. 

_mg_2667_663362.jpgGunni komst ekki. hann er að elda mat í veislu hérna í Lejre aldrei þessu vant. Sólin mín litla fór fyrsta daginn sinn í skóla í Roskilde sem heitir Senekunst og er það leiklistarskóli fyrir börn. Siggi var á einhverju skólamóti og Sigyn sem á veitingastað kemst jú aldrei um helgar.
Ennn það var margt gott fólk og það var gaman að deila með fólki því sem maður gerir og brennur fyrir . 

Við vorum að sjálfsögðu látin segja frá verkunum okkar og þeim pælingum sem við höfðum. Ég sagði frá þeirri þróun sem hefur verið frá því í byrjun.
Það byrjaði með myndinni sem ég fékk um mig sem tekin var þegar ég var tólf ára. “ Dagur í lífi Steinunnar”. Ég teiknaði og teiknaði mig í gegnum þær upplifanir sem komu hjá mér við að skoða og skoða hvert augnablik sem kom í myndinni og hverja hugsun sem ég mundi eftir að komu í hugann minn sem barn, bara tólf ára. _mg_2680.jpg

Ég hugsaði mig inn í myndina, inn í teikninguna sem barn og sem fullorðin.
Ég hugsaði um fortíð, nútíð og framtíð sem kannski er allt á sama augnablikinu, erum við nú og erum við þá. Ég var bæði ég þá og ég nú. Ég sagði frá pælingum um víddir. Hvað eru margar víddir. Við erum í vídd, en ég held að það séu þúsundir vídda. Við förum í aðrar víddir þegar við hugleiðum, þegar okkur dreymir, þegar við hugsum. Eru þær upplifanir meira raunverulegar en þær upplifanir að standa hér og nú í þessum líkamlega heimi, þar sem allt hefur, að við höldum fast form, en það er bara blekking, þvi allt er bara fljótandi orka , bæði við, veggurinn, gólfið.

Það sem við sjáum og þreifum á, er það raunverulegt ? Er það raunverulegt þegar við horfum ekki á það ?

Hverfur það ef við horfum ekki á það ? 

Ég sagði frá vísindamönnunum hérna í Danmörku sem eru að rannsaka víddir, þeir halda að það séu allavega 10 víddir, en ég er nú viss um að þær eru fleiri. Ég talaði um augað, og hversu augað sem skynjunarfæri væri takmarkað. Ef það væri betur þróað hvað við gætum þá ekki séð. _mg_2673.jpg

Ég sagði út frá því söguna um landkönnuðina sem komu inn að landi og sáu ættbálk sem aldrei höfðu séð hvítar manneskjur og aldrei séð skip. Það sem var svo merkileg  var að  ættbálkurinn sá ekki landkönnuðina og ekki skipið. Það var einn af þeim sem sá og það var töframaður ættbálksins. Hann þurfti svo að hjálpa hinum til að fókusera þar til þeir sáu.

Hvað getum við séð ef við fókuserum og viljum sá lengra, dýpra innar....
Þetta og sennilega margt fleira sagði ég gestunum frá.

Ég sýndi með vinum mínum John og Metta. Þau hafa verið vinir okkar Gunna í mörg ár og við höfum oft unnið hin og þessi listaverkefni saman. Þau búa svo hérna rétt hjá okkur og við erum í miklu sambandi við þau.

Við vorum öll þrjú sammála að það hafi verið mikið álag á okkur öllum saman við undirbúning sýningarinnar með öllu öðru sem við erum að gera í lífinu. Við vorum þó sátt og ánægð með árangurinn og viljum gjarnan stefna að fleiri sýningum saman á næstu árum. Kannski Ísland og kannski Þýskaland það mun tíminn leiða í ljós.._mg_2651.jpg

Ég set inn nokkrar myndir af verkinu mínu. Ekki besta kvalitet, en það kemur seinna.

Mér líður vel  þessa dagana. Ég hef nú viku til að koma heimilinu í stand eftir tímabil sem hefur ekki verið hægt að sinna einu eða neinu hvorki Gunni né ég.

Gunni  tók býflugurnar um síðustu helgi og var stunginn all hrottalega af þeim. Hann var allur bólgin á báðum fótunum og hér og þar allsstaðar voru stungur hinna brjáluðu. En það er nú skiljanlegt þær eru búnar að vera allt sumarið að safna og safna hunangi og svo  kemur einhver bölli og tekur það allt og heldur barasta að það sé í lagi, en nei nei nei þær berjast fyrir sínu blessaðar.

Ég spurði Gunna hvort hann hafi ekki fókuserað inn á býflugnadýfuna (sem ég meina að sé sálin ) og beðið um leifi og lofað að sjá þeim fyrir fæðuforða fyrir veturinn í staðinn.
Hann sagði jú, það held ég að sé bara bull, þá hefðu þær alveg látið hann í friði. Hehe . Þetta gengur vonandi betur hjá honum næst. Hann fékk smá hunang sem þau mæðginin eru mjög spennt að jumma í sig á köldum vetrarkvöldum.

Núna ætla ég að taka smá til, drekka teð mitt og svo kíkja á ykkur kæru manneskjur.

_mg_2690.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Til hamingju með sýninguna þína.  Frábært að þetta er loksins í höfn.

Knús til þín og stungna kallsins þíns

Dísa Dóra, 6.9.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Kristborg Ingibergsdóttir

Innilega til hamingju elsku Steinunn mín. Vertu svo góð við Gunna og kysstu á bágtið :o) Knús til ykkar allra.

Kristborg Ingibergsdóttir, 6.9.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með sýninguna þína

Kær kveðja héðan úr Köben

Guðrún Þorleifs, 7.9.2008 kl. 01:32

4 identicon

Sæl Steina mín.

Skemmtileg grein um sýninguna og allt vafstrið í kringum hana.............af hverju ekki Ísland næst.

Ég tek eftir einni mynd sérstaklega það er stúlkan sem eru umvafin hringjum(Víddum).

Eftir stendur góð færsla til okkar sem fylgjumst með þér.

 Kærar kveðjur til ykkar allra.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 02:44

5 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með syninguna!

Sennilega hefði gengið betur ef GunniPalli hefði dílað við býflugurnar

www.zordis.com, 7.9.2008 kl. 11:34

6 identicon

Elsku Steina.

Enn og aftur bara svo dugleg og skapandi. Til hamingju með sýninguna þína. Ég sakna þess oft að sjá ekki verkin þín og hitta ykkur Gunna ekki neitt. Þú og þið eruð oft í huga mér. Ég var svo heppin að álpast inná síðuna þína og orð þín fá mig oft til að hugsa um mig og mína, svo góð áminning um hvað maður á og ber að þakka fyrir. Sólin ykkar er bara svo falleg enda eru sólir svo yndislegar. Ég á líka yndislegustu sól í heimi. Ég skoða stundum mynd sem við eigum af þeim saman á Ránargötunni þegar Gunni Palli kom í heimsókn. Knús á ykkur öll. Billi biður örugglega að heilsa ykkur

Kristín Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 11:51

7 identicon

Hjartanlega til hamingju með sýninguna. Ég hefði glöð vilja koma en í staðin endaði ég á annari opnun.

Ragga (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 11:56

8 identicon

Gaman að sjá myndirnar, ég komst því miður ekki. Ég hrífst af myndinni með stúlkunni sem er umvafinn dökkum hringjum, lengst til vinstri.

gangi þér vel með þetta.

jóna björg (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 12:42

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með sýninguna, mér sýnist þetta vera rosalega smart sett upp,og skemmtileg sýning.   Sýningasalurinn er líka frábær, hann er bara, ekkert sem truflar það sem á að skoða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 14:16

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk fyrir þetta. Verst er að komast ekki á sýninguna, sem hefði nú ekki verið lítið gaman.

Pælingar þínar um víddirnar falla mjög í mitt kram, ég les mikið um þessa  hluti og nýjustu rannsóknir á þeim. Það sem er að koma í ljós við rannsóknir er ævintýralegra en við héldum og kollvarpar öllum fyrri hugmyndum okkar um hlutina. Ef þú rekst á eitthvað skemmtilegt í skammtafræðunum, endilega sendu mér link!

Vona að allt gangi áfram vel hjá ykkur. Knús til þín og kokksins.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.9.2008 kl. 14:59

11 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þú ert alltaf best elsku vinkona...hamingjuóskir úr Hafnarfirðinum... ætla að athuga þetta með skypið....ást.

Guðni Már Henningsson, 7.9.2008 kl. 15:30

12 Smámynd: Sólveig Kristín Gunnarsdóttir

Til hamingju med sýninguna thína. Mig langadi mikid ad koma, en gat thad thví midur ekkii. Kem kannski seinna. Fallegar myndir. kær kvedja frá Frederikssund.

Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 18:52

13 identicon

Sæl Steina mín.

Ég var að klukka þig.

Ekki reið.

Heyrumst.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 01:15

14 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Til hamingju með sýninguna. Kær kveðja frá Ísafirði

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 8.9.2008 kl. 08:04

15 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hjartanlega til hamingju með sýninguna Steina.

Ég er viss á þessu með víddirnar. því  ég hef sjálf orðið fyrir undarlegum atvikum. Dreymt drauma um merkilega hluti sem koma fram.  T.d. einn draum um að mér var sagt frá dauða ungrar frænku minnar, Þetta var löng atburðaráð í draumnum. Svo þegar ég opnaði augun, endurtók draumurinn sig í raunveruleikanum, allt var eins, í minnstu smáatriðum.


Ég er líka oft eins og leidd að týndum hlutum sem margir eru búnir að leita að. Ég geng kannski langa leið beint að hlutnum sem hefur kannski grafist í jörð, vegna einhverrra orsaka. Pota puttunum ofan í jörðina og dreg upp hlutinn.

Svo þegar ég var ung stúlka 26 ára gömul,  var ég ein heima og var að teikna, þá fannst mér allt í einu eins og eitthvað stórkostlegt væri í aðsigi.
Ég leit upp og sá þá að öll stofan var böðuð í hvítgulu ljósi, semóendanlegur  kærleikur stafaði frá.
Og ég skynjaði, en heyrði ekki með eyrum mínum þessi orð. 'Vertu ekki hrædd, því ég elska þig'
Ég upplfði eilífðina í þessu ástandi og missti allt tímaskyn. Mér fannst ég vera stödd í Paradís.
Þegar þessi stund var yfirstaðin, þá grét ég af gleði. Síðan þá, hugsa ég alltaf  með sjálfri mér, ef mér líður eitthvað illa. 'Ég þarf ekki að vera hrædd við neitt, því ljósið sagði að það elskaði mig og það er alltaf hjá mér'

Kærleikur til þín

Guðný Svava

Svava frá Strandbergi , 8.9.2008 kl. 21:57

16 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Til hamingju með sýninguna þína Steina mín. Mikið hefði nú verið gaman að vera stödd þarna. (segi ég sem aldrei fer á myndlistasýningar og er ekkert sérlega inní list..) Mér hefði þótt gaman að hlusta á þig og samgleðjast þér!

Mikið skil ég flugurnar vel að stinga Gunna! Ég hefði gert hið sama! Ef einhver ætlaði að rífa af mér laun fyrir erfiðisvinnu sumarsins þá hefði nú ekkert dugað að biðja neitt um leyfi né senda einhverjar hugsanir! Ég hefði nú stungið samt!!!

Annars verð ég að játa að mér þykja býflugur hreinlega ógeðslegar! Hunangsflugurnar feitlögnu með sínar breiðu gulu og svörtu rendur finnast mér fallegar enda stinga þær ekki nema í vörn. En geitungarnir, a.m.k þessir hér á Íslandi ærast hreint síðla sumars og elta mann og annan með broddinn að vopni og mig hryllir við þeim. Það eina sem fær mig til að hlaupa, það eru geitungar. Oj, bara.

Annars fáum við líklega bráðum hvolpa. Það varð slys hjá Urtu okkar, hundur nokkur braust inn, opnaði dyrnar bara sisona og ...tjah... bara bauð sér á hana, og hún var á lóðaríi. Svo að nú bíðum við með öndina í hálsinum eftir að sjá hvort eitthvað óafturkræft hefur skeð. Okkur var sagt að hægt væri að fara með hana í sprautu sem gefin er eftirá en það er mikil hætta á aukaverkunum s.s legbólgum og þ.h., jafnvel sem enda með dauða og mér finnst það of mikill séns fyrir tíkarskottið mitt.

Jæja, Guðbless og njótið haustsins.

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.9.2008 kl. 23:39

17 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæru bloggvinir. takk fyrir öll fínu kommentin.

kristín mín kæra ! mikið að gaman að heyra frá þér eftir öll þessi ár. gaman væri að hittast einhverntíma aftur með snúllurnar okkar. kærleikur til þín og ykkar.

kæra guðný ! ég skal svo sannarlega senda þér ef ég finn rekst á eitthvað um þetta og sömuleiðis mátt þú senda til mín ef þú finnur eitthvað spennandi um þetta.

kærleikur til þín

þórarinn, rrrrrrr! en ekki meira reið kíki á þetta klukk :O)

Kæra Guðný, takk fyrir að deila þessari yndislegu frásögn hérna á síðunni minni. Mikið hefur þetta verið stórkostleg upplifun að vera í þessum Alheimskærleika sem við öll erum hluti af, en fæstir skynja.

kærleikur til þín

Ylfan mín. auðvitað eru þær brjálaðar blessaðar vespurnar, þær eru að drepast úr stressi því þær skynja að endalokin eru að nálgast. þær eru svona líka hérna í dk í ágúst sept. og okt. en ég hef gert það að ég fókusera inn og einbeiti mér við að kommunukera við þær með telepatí og hvort sem þú trúir því eða ekki þá virkar það.

það verður yndislegt að koma í heimsókn til þín næsta sumar með 10 til 15 hvolpa.

knús elsku frænka

Kærleikur til ykkar allra frá mér á fallegum þriðjudagsmorgni

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 06:13

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Frábærlega spennandi sýning og themað bara gegt flott eins og unglingurinn ég segi. Hefði sko viljað vera og sjá og heyra..þú ættir endiega að koma með svona verk hingað heim og tala um víddir og tengingar og vísindi. Ég er einmitt með eina sögu í ráðhúsinu núna sem fjallar um flakk á milli vídda. Fyrir mér er það raunveruleiki og alltaf gaman að pæla í þessu öllu. Sérstaklega með fólki sem skynjar vel eins og þú gerir.

Innilegar hamingjuóskir og ég sendi huglægt knús á býflugur án hunangs

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.9.2008 kl. 09:34

19 Smámynd: Hulla Dan

Til hamingju með sýningna þína, ekki komst ég vegna anna en geri nú fastlega ráð fyrir að eigi eftir að verða fleiri sýningar hjá þér.

knús á þig

Hulla Dan, 10.9.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband