Í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði, OHM !

mountaintop

Hvað var sagt og hvað var gert ! Allt var skapað í ímyndun, allt er til í ímyndun, Allt er þetta eins og leikvöllur andans, til að æfa sig á hinu og þessu. Við þurfum að prufa svo margt, til að ná sem lengst. Við förum frá hinu minnsta til hins stærsta,, Við förum svo aftur frá hinu stærsta til hins minnsta. Við skoðum, og kíkjum, og þefum og snertum og smökkum, á öllu, sem er ekkert. Við erum alltaf á leiðinni eitthvað, en þó ekki á leiðinni neitt. Við þurfum að ræða hitt og þetta, vita hitt og þetta, sem er þó eingöngu hugarleikvimmi, til að læra og þróa okkar æðra. Við fæðumst með hinum og þessum og öðrum og hinum og þessum á öðrum tímum. Við hjálpum hvert öðrum með að slípa kanta hver í öðrum, við slípum og slípum en upp koma fleiri kantar, sem þarf að slípa næst og næst og næst, Við viljum svo margt, við þurfum svo margt, eiga og eiga, kunna og kunna, þekkja og þekkja karíer, með sér og öðrum, allt er þetta fyrir egóið sem þarf að finna fram til tómsins, ná upp á hæsta tind, einmanna, ekkert, niður til hinna, einmanna einn, ekkert Leitum að upphafinu, OHM, eins og blóm sem snýr höfði eftir sólu hvar sem sólin er, hvorki meira né minna bara leitin að sólinni !

Hugurinn ber mig alla leið. Það er oft ekkert gaman að vera ég, eða hver sem er. Það er oftast best að vera svífandi vera yfir æskubænum mínum. Eitt með alheiminum. Finna sig eitt með öllu.Eitt með vatninu, Eitt með fjallinu. Eitt með blóminu, Eitt með dýrinu. Eitt með hinu Guðlega. Skilur sig ekki sem sig , en sem allt, í öllu. Er þetta það að hafa Guð í sér ? Er enn svífandi yfir æskubænum mínum, Það er dimmt yfir öllu, aðeins ég er eins og svífandi gullorka, svíf með vindinum. Sé ströndina fyllist sorg. Var æskan hamingjusöm, eða var æskan ekki hamingjusöm, var æskan kannski bið eftir að finna sig seinna, til að geta verið annar og einn, annar með öðrum, sá sem skilur, sá sem fyrirgefur, sá sem finnur Guð sinn og er eitt með honum og öllu hinu. Árin líða í leitinni, sorginni, að tilheyra engum, en þó tilheyra öllum. Lifa í lífinu, í annarri mynd en hugði. Horfði til himins með barnsaugunum, kalt á fingrunum, vettlingar með götum, sogið og sogið ísinn í ullinni, nú er ullin köld og hörð. Horfði frá himni til hafs, sé lönd og leið, veit af lífi í fjarlægum löndum, á fjarlægum plánetum, Karlinn í tunglinu er vinur minn. Þarna er Noregur, þarna er Danmörk, þarna fer ég og verð fullorðin, þegar ég finn Guð minn. Við verðum saman ég og Guð, lærum tungur, höldumst í hendur, hann leiðir mig þar sem verkefnin bíða, þar sem komu minnar er beðið, þegar ég verð stór, og kona, og mamma og allt hitt, þegar ég hef prufað hitt og þetta, og finnst allt annað orðið ekkert, þá veit Guð og hin innri ég að tími minn er komin til að hjálpa bræðrum mínum og systrum, þegar ég verð stór, stærri, stærst, lítil, minni minnst......  
 
Bless á fimmtudagskvöldi 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þetta er frábær pistill og ef ég hef skilið hann rétt, þá trúi ég á það sama og þú.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 19:58

2 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Steina, Steina! ~Nú þykir mér mín kona vera komna á flug, - með ÖLLU SEM HÚN ER ~

Vilborg Eggertsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:05

3 Smámynd: www.zordis.com

Fallegt leiksvið og einlægur leikari.  Svo þýð og ljúf er hlúir að því sem var, heldur í von og sér von, sér líf hefur trú.

 

www.zordis.com, 17.1.2008 kl. 20:05

4 identicon

Fallegt :)

. (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:21

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

knús til þín ...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.1.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Blessi þig Steina mín

Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 20:45

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Sammála nafna mínum. Love you Steina og svo er ég að koma uppí.

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.1.2008 kl. 21:25

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er með tár í augunum.Guð blessi þig.

Solla Guðjóns, 18.1.2008 kl. 02:45

9 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Næst verðurðu að sveima yfir Bolungarvík, þá get ég vinkað þér ;)

Knús á föstudegi, Ylfafrænka!

(falleg lesning)

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.1.2008 kl. 08:15

10 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Já hún er falleg...dálítið lík þér..:)

Guðni Már Henningsson, 18.1.2008 kl. 13:03

11 identicon

Steina mín,komdu sæl.

En hvað þessi frábæri pistill þinn hitti mig í dag.því í dag var einn  MAGNAÐSTI dagur lífs míns í MÓTLÆTI,en fékk svo eina litla frétt sem gladdi mig og jafnvægis stillti daginn og nú er ég töluvert rólegri.Um leið og ég skrifa þetta sé ég enn BETUR hversu MAGNAÐUR þessi PISTILL ÞINN ER. þAKKA ÞÉR KÆRLEGA.

 Góður Guð blessi þig. Amen.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 03:05

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Knús frá mér.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 18:39

13 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Fylgi þér alveg í þessum fína pistli :)

Hólmgeir Karlsson, 20.1.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband