Hafið fallegasta dag í heimi !

Foto 103

Fimmtudagamorgun. Sólin litla ný farinn í skólann. Ég ætla bara að skrifa smá morgunkveðju. Í dag sit ég við tölvuna í allan dag og skrifa og skrifa. Umsóknir, grein sem þarf að klára og síðasta hönd á heimasíðuna góðu fyrir The One Earth Group.
Sólin skín hérna úti og hundarnir mínar þefa úti á bletti eftir matnum sínum. Hendi honum alltaf út á allt tún svo þeir geti notað nebbann sinn.
Í gær var ég allan daginn í Kaupmannahöfn. Sigyn stóra stelpan mín fór með. Það var góður dagur.Var genginn upp á hné þegar ég kom heim.
Keypti mér tvær bækur , eina sem mig hefur langað í lengi. Kóraninn aðra sem ég sá þarna og kallaði á mig, Jerúsalem. Það er um sögu Ísrael, og þau átök sem hafa verið þar. Núna er bara að vona að ég fái smá tíma til að lesa á næstunni. Sé ekki alveg fram á það, en maður má alltaf vona.
Jæja, ætla að fara í gang með allt það sem bíður. Hafið fallegan dag, og næstu daga.
AlheimsLjós til ykkar allra,

Núið
Hefurðu nokkurn tíma reynt, gert, hugsað eða fundið eitthvað fyrir utan Núið? Eða heldurðu að þú eigir það eftir? Getur eitthvað gerst eða verið utan þess? Svarið liggur í augum uppi, eða hvað?
 
   Ekkert hefur nokkurn tíma gerst í fortíðinni; það gerist í Núinu. Ekkert mun nokkurn tíma gerast í framtíðinni; það mun gerast í Núinu.
   Það sem þið hugsið ykkur sem fortíð er aðeins minningar um liðið Nú, minningar sem setið hafa eftir í huganum. Þegar þið minnist hins liðna, þá kallið þið þessar minningar fram – og það gerið þið núna.
 
   Framtíðin er ávallt hugsmíð eða hugarburður, ímyndað Nú. Þegar framtíðin rennur upp, þá gerist það núna. Þegar þið hugsið um hana, þá gerið þið það líka núna.
   Fortíð og framtíð eiga sér því augljóslega enga sjálfstæða tilvist. Rétt eins og tunglið er myrkvað og gerir ekki annað en endurvarpa skini sólar, þannig eru fortíð og framtíð aðeins dauft endurskin af birtu, mætti og veruleik hins eilífa andartaks. Veruleiki þeirra er ,,fenginn að láni” frá Núinu.
 
   Mergur þessa máls verður ekki skilinn með huganum. Á þeirri stundu þegar þetta rennur upp fyrir ykkur, eiga sér stað umskipti í vitundinni, frá huga til Vitundar, frá tíma til núvistar. Allt í einu finnið þið fyrir öllu sem lifandi, einhverju sem Verandin geislar frá sér.
 
  Eckhart Tolle 

hérna kíki ég á ykkur í morgunnaugun !! og segi hafið fallegasta dag í heimi !! 

Foto 157


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Eigðu góðan dag líka, ljúfust

Hrönn Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 08:26

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Að virða fyrir sér falllegu saklausu Sólina þína er góð byrjun á deginum hjá mér.

Meðan ég las gerði ég mér grein fyrir núinu.

Eigðu góðan dag líka, ljúfust

Solla Guðjóns, 1.11.2007 kl. 09:39

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir elsku besti vinur...gaman að sjáSólina og ekki síður að horfast í augu við þig..lífið gengur ágætlega hérna heima...gamli maðurinn ánægður með flest...og er að finna hamingjuna.... elska þig..

Guðni Már Henningsson, 1.11.2007 kl. 09:43

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

Mikil pæling þarna, með tímann og núið :) Nú getur maður bara ekkert annað en haft góðan dag :D

Alfreð Símonarson, 1.11.2007 kl. 11:11

5 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 1.11.2007 kl. 11:48

6 identicon

Eigðu bestasta dag þú sjálf!

knús... 

jóna björg (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 11:52

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var í kaupmannahöfn í gær!
Hafðu það gott sjálf... flottar myndir af myndalegu fólki.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.11.2007 kl. 13:04

8 Smámynd: Dísa Dóra

Svo satt þetta með núið.  Ég er Búddisti og þar er mikil áhersla einmitt lögð á að það eina sem við eigum er núið og við eigum því að nýta það til hins ýtrasta.  Þú getur ekki breytt fortíðinni en getur stjórnað henni að því leiti að ákveða að hún hafi jákvæð áhrif á núið - þú getur þó haft áhrif á framtíðína, með þvi sem þú gerir í núinu   Því er um að gera að hafa ávalt í huga að nýta núið til jákvæðra hluta.

 Eigðu góðan dag

Dísa Dóra, 1.11.2007 kl. 15:27

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já núið er það sem skiptir máli.  Takk fyrir yndislegan pistil eins og venjulega Steina mín.  Málið er að læra að lifa með því sem maður hefur, snúa því sér til góðs sem manni finnst ekki vera nógu gott, og taka því sem til manns kemur með æðruleysi. Þá getur eiginlega ekkert farið úrskeiðis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2007 kl. 19:38

10 Smámynd: halkatla

takk fyrir það - hafðu yndislegt kvöld

halkatla, 1.11.2007 kl. 19:47

11 identicon

Takk fyrir fallegt og gott blogg kæra frænka, vakti mig alla vega til umhugsunar !

Kveðja úr Ameríkuhreppi

Sólborg Halla (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:15

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Held upp á NÚIÐ og Eckhard Tolle!  áhugaverður pistill.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.11.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband