mætum öðrum þar sem þeir eru !

252201711_6c1efae194

 

 

Allt er svo rólegt í dag ! Við erum ein heima með dýrunum, ég og Gunnar.  Ulla og Claudia vinir okkar komu í mat í gærkvöldi og dóttir þeirra Nína er vinkona Sólar, svo Sól fór heim með þeim og svaf þar í nótt!

Við nennum ekki miklu, höfum borðað góðan mat, fengið okkur kaffi og köku, sem ég og Sól bökuðum saman í gær. Við hugleiddum saman og erum svo bara að dúlla okkur.

Við förum til Svíþjóðar á miðvikudag. Förum fyrst í pippiland, (vorum þar fyrir 3 árum og fannst frábært) og verðum þar í tvo daga. Hittum svo hugleiðslugrúppuna í Smálöndum. Við höfum öll saman leigt risastórt hús inni í skóginum 3 metra frá vatni sem hægt er að synda í. Þarna ætlum við að vera saman fimm daga.  Við ætlum að sjálfsögðu að hugleiða saman eins oft og við getum. Ég ætla að kaupa striga, akrýlliti og allt sem þarf til að mála, við ætlum nefnilega inn í skóginn að mála og reyna að sansa álfa. Við ætlum að fara í leiki saman sjá bíómyndir sem eru tengdar okkar áhugaefni. Við förum að borða á frábærum stað þar sem allt er lífrænt ræktað og staðurinn er mjög andlega upp byggður sjá:.Hillesgarden

Ég og Gunni ætlum líka að týna bláber í sænska skóginum og við heyrðum líka að það væru komir sveppir (kantaellur). Þannig að þetta verður vonandi alveg dásamlegt.

Ég gæti svo sem hugsað mér að skrifa um margt og mikið, en eins og er akkúrat núna hugsa ég upp og niður, út og suður.

Ég vil skrifa um allt.

En það sem ég hugsa um núna, er að dæma !l_62bc2ec8eb90a32656f5d1411da1ad87

Já ætli ég spái ekki aðeins í það. Við erum öll svo dugleg  að dæma, og þegar ég skrifa um þetta er ég kannski að dæma okkur fyrir að dæma, þetta er ekki alveg auðvelt. En eitt er kannski að dæma annað að hafa skoðun, eða hvað?

Það er að mínu mati mikilvægt að hafa skoðun, en það er svo auðvelt að detta í það frá sinni skoðun að dæma aðra sem gera og hugsa öðruvísi. Ég hef verið að lesa hin og þessi blogg undanfarið og oft verð ég ansi leið yfir hversu tóninn er hörkulegur og fólk er fljótt að fella dóm yfir einu og öðru, ég segi ekki að ég sé hótinu skárri en það væri svo gott ef maður væri duglegri að hugsa sig aðeins um áður en hamarinn fellur.

Það eru nefnilega svo margir sannleikar, og svo margar hliðar á hverju máli. Við höfum hver okkar sannleika og okkar hátt á að sjá lífið, sem er svo ólíkt hjá hinum og þessum. Ef ég tek trúmál, sem eru oft  í brennidepli. Það er fólk sem er mjög heittrúað og það stendur með ritninguna og að því sem þeim finnst sannleikan í hendinni, og því miður heyri ég og les oft fordæmingu yfir þeim sem ekki hugsa alveg eins þeir. Í kristinni trú er aðalatriðið  að mínu mati eða það sem ég hef lesið og heyrt: Kærleikurinn til alls Lífs. Það sem stendur upp úr, en því miður er það ekki það sem oftast skín í gegn. Kannski þegar allt leikur í lyndi, en sjaldan þegar á reynir. Það er að mínu mati vöntun á víðsýni ekki bara í kristinni trú, en í öllum trúarbrögðum.

Ef við öll værum meira opin fyrir hvert öðru og hvað hver og einn hefur valið sem sína leið til Guðs, væri kannski ekki þatta hatur á milli trúarbragða. Það er ótrúlegt að stærsta stríðið í heiminum sé á milli þeirra sem trúa á sannleikann, sinn sannleika, en hata hina sem hafa hinn sannleikann. Er kannski ekki þegar upp er staðið; þeir sem eru hvað mest fordómafullir gagnvart þeim sem hafa aðra sýn á hvað er trú, hvað er Guð, hvaða leið er best til Guðsríkis þeir sem skapa trúnni og Hinu Æðra hvað mestum vandræðum í að sameina okkur bræður og systur á Jörðinni. Eru ekki þeir sem er hvað mest öfgafullir í trúnni þeir sem fæla bræður og systur í burtu frá hinu Guðlega.

m_cae8ceb5959aad3a9935a6dffe4a65b3

Ég hef alla tíð frá því ég var barn verið trúuð, en hef ekki getað fundið mig í þeim öfgum sem oft vilja verða, og þeirri hugsun : við hin trúuðu og svo  hinir ! Því fyrir mér hangir það ekki saman, því fyrir mér er ekki  við og þið, heldur bara VIÐ.  Við erum öll eitt ! Og ef ég hjálpa ekki bróður mínum eða systur þar sem þörf er á þá hjálpa ég ekki sjálfri mér. Hvort sem bróðir minn eða systir er Kristinn, Islam, Gyðingur Buddisti Djöfladýrkandi, dýr eða hvað sem er....

Það er allt um Kærleikan, ekki bara Kærleikan til ákveðins trúarhóps, heldur til Alls Lífs ! Það er lika annað sem ég finn að hefur áhrif á mig það er þegar við lifum í orðinu sem trúuð, en ekki í því hvernig við erum og hugsum. Það er svo auðvelt að slá um sig með stórum orðum um Guð og það Heilaga. En það er erfiðara að lifa það.  Þá vil ég meina að það sé mikilvægara að lifa það en að segja það. Því það hverning við lifum og erum við samferðafólk okkar hvort sem eru manneskjur eða dýr  er miklu áhrifameira en upphrópanir og tilvitnanir í Bókina sönnu.

Við ættum að mér finnst að vera meðvituð um allt það sem við eigum sameiginlegt með hvert öðru en ekki það sem við eigum ekki sameiginlegt !grandmotherandchild

Ég hef tekið eftir að það eru ekki mörg trúarbrögð sem setja dýrin hátt. Það undrar mig, því í mínum sannleika eru þau jafn mikið börn Guðs og við, bara ekki komin eins langt. En vonandi verður breyting á um leið og heimurinn verður betri og við öll saman erum duglegri að skrifa og hugsa fallega um okkur og alla hina.

Um leið og ég skrifa þessi orð set ég inn frétt  um hunda, besti vinur mannsins ! Hundar og kettir notaðir lifandi sem beita fyrir hákarla. Meðferð okkar á dýrum hefur sennilega ekki verið hroðalegri í sögu mannkyns, en þá er bara ein leið UPP !

Ég er hérna ekki að dæma (vonandi) en hafa skoðun (held ég )

Alheimsljós til ykkar allra

 

STRAY dogs are being skewered on hooks and dragged behind boats as live shark bait The cruel practice takes place on French-controlled Reunion Island in the Indian Ocean A six-month-old labrador pup was recently found ALIVE with a huge double hook through its snout051019_dogs_sharks

and another through a leg The pup was found in a coastal creek and is thought to have somehow freed itself from a fishing line.But other dogs and kittens have been chomped up and swallowed by sharks.

http://news.nationalgeographic.com/news/2005/10/1019_051019_dogs_sharks.html


I Like to note that before i created this petiton i did some research on this because when i first read this news report i couldnt belive it so i did some research and i got some feedback from a local in the area who has confirmed that this has happened in that island.

http://www.snopes.com/critters/crusader/sharkbait.asp i also like to post this link it says that this is a hoax but yet it says right in here that it has happened and that some fishermen have used this practise to catch sharks

 

157023025

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eins og talað út úr mínu hjarta Steina mín.

Þessi yndilegi guli litur á síðunni þinni gerir mér gott...ég sat bara og andaði honum inn lengi lengi áður en ég las færsluna þína. 

Hefði áhuga á að heyra meira um þetta að álfast í skóginum með liti og pensla...ég er nefninlega að gera með sjálfri mér mjög merkilegt prógramm í skóginum með plöntum og trjám og alls konar verundum sem þar búa.

Eigið góðar stundir saman fjölskyldan....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 16:31

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Úff - þetta get ég ekki horft á!!!!

Nú kýs ég að vera strútur.....

......allir eru góðir við hverja lifandi veru.........

Kveðja úr strútalandi - Vona að þið eigið góða ferð til Svíþjóðar

Hrönn Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: halkatla

þetta virkar alveg æðislegt þarna í skóginum rosalega kúl og verður ábyggilega ekkert smá gaman

eitt sem ég hef að segja um dómhörkuna, það er að mér finnst þú ekki dæma aðra á nokkurn hátt þó að þú skrifir um þetta og veltir málinu fyrir þér. Að ætlast til þess að enginn dæmi neinn er einsog að skipa fólki að hætta að anda, fordómar og að fella dóma er einfaldlega hluti af lífinu. Þegar fólk er að blogga og velta fyrir sér þá er það að sjálfsögðu bara að tjá eitthvað raunverulegt frá eigin hjarta, og er stndum jafnvel að reyna að réttlæta eigin skoðanir,  kannski ekki að dæma aðra neitt eins mikið og þú kannski heldur. Svo er annað atriði í þessu og það er að það eru ákveðnir aðilar hér í bloggheimum sem fara um bloggin og eru með vandlætingarsvipuna á lofti en undir því yfirskini að þeir séu ekki að dæma! En þeir fárast þó mjög yfir skoðunum annarra og dómharkan og óumburðarlyndið skín í gegn. Það er merki þess að þeir sjái ekki bjálkann í eigin auga, aðeins flísina í augum annarra. Mér finnst þetta ekkert vandamál í sjálfu sér og ergi mig aldrei á því að aðrir hafi aðrar skoðanir en ég, og þetta fólk má alveg koma og fárast í mér, ég tel mig ekki vera að dæma þó að ég segi að þetta sé líka til staðar, ekki síður en dómharkan.

halkatla, 28.7.2007 kl. 16:49

4 Smámynd: halkatla

en eitt sem mér finnst alltaf best við þitt blogg Steina, og það sem gerir það í raun eitt það besta í bloggheimum öllum - sorrí ef aðrir eru ekki sammála hehumm - en það er það hvernig þú segir hreint út "það borgar sig að miskunna og sýna kærleika og frið við allar lifandi verur" - maður kemur alltaf jafn sáttur héðan út, það er ekki verið að fara neinn milliveg Það er svo satt að virðing fyrir dýrum er hvergi nærri nóg, þannig er bara hið mannlega eðli. ég held að trúarbrögðin muni aldrei fyrirstilla það, en þó eru til trúarhópar sem virkilega vita að það borgar sig alltaf að miskunna dýrum og það er hægt að draga fram ansi margar klausur úr Biblíunni sem sýna þetta svart á hvítu. Þeir sem vilja trúa öðru geta hinsvegar fundið eitthvað annað til að túlka sér í hag, og þannig gengur þetta víst bara lon og don.

halkatla, 28.7.2007 kl. 17:01

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fyrir mér er líka það að sundurgreina og aðskilja partur af því að dæma. Að trúa því að við séum ekki að gera sjálfum okkur mein með því að gera örðum mein..að við séum ekki að dæma okkur sjálf með því að dæma aðra. Held að það komi með hugarfarsbreytingunni að okkur finnist ekki lengur eðlilegt og það vera partur af mannlegu lífi að fordæma og dæma...

Meðan við trúum því að öðruvísi geti það ekki verið festum við okkur enn frekar í hugmyndakerfi sem þjónar okkur ekki. Hins vegar hrösum við öll um mistökin okkar reglulega..en þá er bara að standa upp og gera betur næst.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 17:28

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæra Katrín takk fyrir falleg komment ! ef þú hefur áhuga á álfum og þess hátta ætturðu að skoa bækur eftir Geofferey Hodson !! dásamleg skrif og mikil innsýn !

Kæra Hrönn þú ert frábær !!!

 Kæra Anne Karen, ég er að sjálfsögðu ,mjög sammála þér og það sem þú upplifir um dómarana sem flakka um með vandlætingarsvip er örugglega rétt hjá þér ! Fyrir mér er svo mikilvægt hvernig hlutirnir eru sagðir, hvar sá sem skrifar færslu setur sig, skiftir ótrúlega miklu máli, því eins og sagt er" sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum ". auðvitað er erfitt að ekki dæma þegar sögð er skoðun á fullt af hlutum, enda kem ég inn á það í færslunni,.en við megum aldrei gleyma að allir gera sitt besta í lífinu, það fer allt eftir því hvar fólk er og hvernig lífsýn þess og verðmæti eru. við höfum öll svo ólíkar áheyrslur á hlutunum, og þar liggja okkar verðmæti. það er mjög mikilvægt að við látum heyrast þegar við sjáum ranglæti, en það er mikilvægt að hugsa um hvernig það er sagt til að það hreinlega hafi árangur og áhrif á þá sem um ræðir en ekki öfug áhrif og setji í gang neikvæð öfl "reiði" sem er engum til bóta.

Kaæra anna takk fyrir frábær komment, þú er dásamleg !

Alheimsfriður til ykkar allra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 17:34

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Kæra Katrín , eins og talað frá mínu hjarta ! við föllum og stöndum upp aftur og aftur. það mikilvægasta er að mínu mati að senda út jákvæða orku í staðin fyrir neikvæða. en það er að sjálfsögðu ekki alltaf auðvelt þegar fjallað er um mál sem liggja manni þungt á hjarta. vonandi breiðist kærleikurinn og meðvitundinn um þetta eina líf út eins og hringir í vatni frá manni til manns. en það er mikilvægt að setja orð á þessa hluti og segja það hátt, því að í því liggur líka orka sem færist út til fólks og hefur áhrif.

Ljós til þín í Englandinu

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.7.2007 kl. 17:44

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Elsku Steina.  Takk fyrir yndislegan pistil.  Svo satt og svo rétt, að mínu mati.  Það virðist svo oft sem auðveldara sé að sjá flísina í auga náungans en bjálkann í sínu eigin...  Það sem ég get gert er að auðsýna kærleika og umburðarlyndi, og gefa gott frá mér. Það skilar árangri.

Ljós&kærleikur til þín, mín kæra

SigrúnSveitó, 28.7.2007 kl. 18:34

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er bara segja þetta í góðu:

Við manneskjur trúum á allt sem er hvíslað í heya okkar þótt það hafi gengið frá manni til mans í fleiri hundruð ár. Við fæddumst og það var hvíslað í eyra okkar "sannleikurinn" 

 

"Sannur múslímatrúi" fæðist og það var hvíslað í eyra hans sannleikurinn.

"Sannur kristinn" fæðist og það er hvíslað í eyra hans sannleikurinn.  

Ég trúi á Guð og ég elska hann... en ég hata hvíslið.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.7.2007 kl. 19:29

10 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Elska skrifin þín.

Manninn þinn. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 28.7.2007 kl. 22:22

11 Smámynd: Karl Tómasson

Ég rambaði inn á síðu þína fyrir nokkrum vikum og heillaðist á sömu stundu af skrifum þínum. Síðan hef ég alltaf lesið þinn texta og skrif.  

Áfram með smjörið ljósið mitt. Þetta er bara gefandi og fallegt sem frá þér kemur.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó. 

Karl Tómasson, 29.7.2007 kl. 03:11

12 Smámynd: www.zordis.com

Gott að lesa og góðar spekuleringar.  Kærleikurinn er leikur sem við eigum að tileinka okkur áfram veginn.  Með kærleik getum við gert heiminn svo miklu betri, með brosinu og fallegri framkomu.  Við erum allt of stutt á þessari kringlu til að láta neikvæðni stjórna okkur. 

Það er hollt að vera á öndverðum meiði og sá er dæmir horfir bara í eigin barm, er ekki fær að setja sig í spor annara og finna takt andans er svífur yfir hausamótum beggja.

Hver manneskja er heill heimur út af fyrir sig, hvert blóm litur í regnboganum og hvert dýr stoð eins manneskja.  Þegar við höldumst í hendur höfum við styrk af hvort öðru.  Við erum eins á ólíkan hátt

Kærleikur á sólríkum sunnudegi .....

www.zordis.com, 29.7.2007 kl. 09:00

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

kæri kalli sumir hlutir eru bara,,, ég verð alltaf glöð þegar ég les skilaboð frá þér, það er gjöf til mín

kæra jóna, að sjálfsögðu eruð þið velkomin, það væri frábært fyrir stelpurnar að hittast, og okkur.

þú spyrð hvort ég fái til baka, ég fæ fullt frá hugleiðslunum sem er gjöf til mín  frá Almættinu, sem ég reyni svo eftir besta megni að láta streyma frá mér hér á blogginu og í þeim listaverkum sem ég geri og í daglega lífinu. það er mikilvægt að senda til baka það Ljós sem maður fær, Guð er ekki fyrir mér trúarbrögð, en Kærleikur sem er í okkur öllum, og þar að leiðandi getum við öll tekið þátt í að senda Guðlega orku til hvors annars. Það að vita og heyra að það sem ég skrifa les fólk og það fær eitthvað út úr því er fyrir mig orka til að skrifa áfram .

lífið er oftast dásamlegt ! þegar það er ekki dásamlegt þá koma möguleikar sem við sláumst við og reynum að læra af. (smá útúrdúr !

Sólin skín úti, er að baka bollur og Steina frænka mín og sólborg dóttir hennar eru að koma í heimsókn frá KBH.

Alheimsljós og friður til ykkar ! 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.7.2007 kl. 10:32

14 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Góða ferð jóna, og fjölskylda !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.7.2007 kl. 10:34

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi eins og Katrín, þetta er eins og skrifað út úr mínu hjarta.  Við þurfum að sýna meira umburðarlyndi gagnvart öðrum.  Og dýrin eru líka börn Guðs, hvað er Guð ? ljós og kærleikur, brot úr okkur sjálfum og öllum hinum, dropi í hafinu, ljósbrot á himni.

Við sköpum okkur lífsins veg, það er okkar að ráða hvort hann verður þyrnum stráður eða hamingjuríkur.  Við ein getum breytt þannig að við getum lifað sátt við okkur sjálf og aðra.  Þetta er sannleikur sem ekki verður umflúin.  Sendi þér líka ljós og kærleika Steina mín, eins og þú gefur okkur öllum hinum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2007 kl. 11:32

16 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góður pistill hjá þér Steina mín og vert umhugsunarefni. Gott að koma hingað til þín

Góða ferð í ævintýrin sem bíða ykkar handan við sundið  

Kært bloggvinaknús frá Als

Guðrún Þorleifs, 29.7.2007 kl. 17:40

17 Smámynd: Solla Guðjóns

Góður pistill og komment litlu við að bæta.Er sama sinnis og allir sem hér skrifa:Auðvelt??? Stundum,stundum ekki.

Solla Guðjóns, 31.7.2007 kl. 02:11

18 Smámynd: Lúðvík Bjarnason

Ég segi bara góða ferð! Þessi ferð hljómar alveg rosalega vel og sérstaklega að vera út í skógi og mála... ég er ekki góður að mála en ég væri samt til að upplifa eitthvað svona :)

Lúðvík Bjarnason, 31.7.2007 kl. 17:46

19 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hafðu góðar þakkir fyrir nærandi skrif, Steina. Af hverju eru ekki fleiri eins og þú? Góða ferð til Svíþjóðar!  &

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.8.2007 kl. 23:16

20 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Oj!!!! Þetta er hryllilegt! Ég sé hana Urtu mína í anda með þennan viðbjóðslega öngul í gegn um trýnið!!! Þessi hundur minnir mig á hana. Ég bara trúi þessu ekki! Mér er bókstaflega óglatt af þessu!!!

Við dæmum of hart. Það er rétt. Og gerum það flest. Meðvitað eða ekki. Þetta er bara element í mannskepnunni sem ekki hefur þroskast frá okkur. Við verðum að taka okkur á.

Ég er marg búin að reyna að skrifa kveðju í gestabókina á barnalandi en hún er alltaf gerð upptæk af stjórnendum vefsins. Alltí einu fattaði ég af hverju. Ég sá nefnilega mynd af mér hjá þér og skrifaði í kommentið: Hver er þessi feita kona þarna??? (dómharka í eigin garð ;o) og það flokkast líklega sem móðgandi skrif. Þeir eru með svona síu í kommentakerfinu hjá sér þannig að ef orðin: Ljótur, feitur, ógeðslegur og þessháttar eru meðal efnis, þá eru þau ekki leyfð!!!!

Takk fyrir smsið á meðan þú varst í Sverige. Vonandi hafið þið haft það gott. OG TIL HAMINGJU MEÐ AÐ SYGIN SÉ BÚIN AÐ KAUPA HÚS!!!!!

Ylfa Mist Helgadóttir, 8.8.2007 kl. 14:23

21 Smámynd: www.zordis.com

Staldraði við hjá þér og er sátt! 

www.zordis.com, 9.8.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband