Að VERA.....

 

 
Vaknaði kl 6 eins og vanalega. Hugleiddi til kl 7. Gerði mér te, vakti Sólina sem var syfjuð.Billede 1080

Hundarnir fóru út að pissa og ég henti matnum þeirra út á grasið þannig að næsta klukkutímann væru þeir að leita að matnum. Góð aðferð til að aktivera þá. Sólin fór í skólann glöð og hress. Sól skein á himninum á nöfnu sína þegar hún hjólaði út úr innkeyrslunni. Ég rölti aðeins um garðinn og bauð góðan daginn til dagsins. Ég tók lestina til Hróarskeldu og þaðan fór ég á fund í ge. Þetta var góður fundur um ýmis framtíðar plön um skólann. Eftir fundinn fór ég á smá markað á torginu í ge. Allt fullt af lífi gleði og blómum. Ég fór í dýraverslun og keypti nýjan fugl , svo sá gamli þyrfti ekki að vera aleinn.Billede 1090

 

 

Hugur minn reikar til Rönnu vinkonu minnar sem missti pabba sinn fyrir tveim dögum og á hún því um sárt að binda þessa dagana.

Dauðinn ætti eiginlega að vera fallegasta augnablikið!

 Þegar fólk hefur átt góða æfi með fullt af lífsreynslu til að taka með sér á þann stað sem förinni er heitið. En því miður erum við ennþá svo mikið í tilfinningum okkar og efniskenndinni að við skiljum ekki alveg að þessu er ekki lokið, þó því sé lokið hérna á þessari jörðu í nú.

Það er alltaf erfitt að vera í burtu þegar vinir og ættingjar deyja eða þeir sem eru nákomnir vinum okkar falla frá.

Það eru margir sem hafa fallið frá á Íslandi sem við höfum ekki haft möguleika á að fylgja til grafar, og það er alltaf jafn leiðinlegt að vera fjarri þeim sem eiga um sárt að binda. En auðvitað erum við með í huganum eins og okkur er mögulegt.

Það er svo skrítið að þó að við reynum að vera með í þeirri sorg sem er á Íslandi þegar einhver fellur frá, er eins og maður innst inni skilji ekki alveg hvað hefur gerst. Þegar maður kemur svo  heim, kannski viku, ári eða hálfu ári seinna .þá kemur sjokkið. Sorgin er eiginlega tekinn út löngu seinna, þegar aðrir eru að komast yfir það.

 Það hefur verið mjög erfitt að vera ekki með ástvinum í sorgarprocessinum, og því sem á eftir kemur healingsprocessinum.

Það á einnig við þegar við höfum lent í áföllum hérna í Danmörku. þá hefur maður greinilega fundið fyrir hversu mikilvæg fjölskyldan er /var áður en við fluttum hingað. Þó svo að maður eigi góða vini sem allt vilja fyrir mann gera, er það einhvernveginn öðruvísi. En með tímanum hafa okkar fjölskyldubönd, þar að segja okkar Gunna og barnanna styrkst mikið á því að vera langt frá ættingjum okkar.Þetta þekkja örugglega allir þeir sem búið hafa erlendis.

Það er nú svona þegar maður eldist þá fer fólk í kringum mann að falla frá. Þetta er hluti af lífinu sem  gerir það að verkum að athyglin skerpist hjá manni svo maður verður meira meðvitaður um að maður er ekki ódauðlegur, og þar af leiðandi verður hver mínútna sem maður er hérna jörðinni mikilvæg.

Fyrir mig er mikilvægt að Vera, í margskonar merkingu. Vera fyrir mig Vera fyrir fjölskylduna mína og aðra sem fylgja mér í augnablik eða lengur.

 Vera fyrir allt sem lifir, á þann hátt sem mér er möguleg.  

Ljós til ykkar á netheimi lát ljós ykkar skína til þeirra sem þið mætið líka í augnablikBillede 938

 

 

 

As we grow up, we learn that even the one person that wasn't supposed
to ever let you down probably will. You will have your heart broken probably
more than once and it's harder every time. You'll break hearts too, so remember
how it felt when yours was broken. You'll fight with your best friend.
You'll blame a new love for things an old one did. You'll cry because time
is passing too fast, and you'll eventually lose someone you love.
So take too many pictures, laugh too much, and love like you've never
been hurt because every sixty seconds you spend upset
is a minute of happiness you'll never get back.
Don't be afraid that your life will end, be afraid that it will never begin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Yndislegt að lesa.  Takk

SigrúnSveitó, 28.3.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Margrét M

lestrarkvitt ,megirðu eiga góðan dag áfram .

Margrét M, 28.3.2007 kl. 14:59

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

yes yes

ljós 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.3.2007 kl. 16:39

4 identicon

Knús frá Íslandi :)

Ylfa frænka (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 17:29

5 Smámynd: www.zordis.com

Þekki tilfinninguna og fjarlægðina og að upplifa sorgina löngu á eftir hinum eða vera stödd einhversstaðar og fá útrás á tilfinningum sem eru eins og stórfljót sem erfitt er að stöðva.

Við verðum að finna upphafið og byrja að lifa lífinu okkar fyrir þá sem eru með okkur og hjá okkur í lífinu.  Við lifum, lærum og deyjum.  Njótum þess því þetta er svo stutt! 

www.zordis.com, 28.3.2007 kl. 19:52

6 Smámynd: halkatla

alltaf jafn fallegar færslurnar hér 

kærar kveðjur frá mér 

halkatla, 28.3.2007 kl. 19:59

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Yndislegt að kíkja í kaffisopa til þín ... fallegar færslurnar þínar!

Guðríður Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 20:08

8 Smámynd: Ólafur fannberg

alltaf jafn yndisleg

Ólafur fannberg, 28.3.2007 kl. 22:33

9 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Takk fyrir að láta ljósið þitt skína svo skært, svo gott að vita af þér, finnst ég ekki vera lengur ein í fjallgöngunni.

Vilborg Eggertsdóttir, 29.3.2007 kl. 01:32

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gaman að lesa, gott að líta inn, lifa í ljósi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 11:29

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Skinsamleg og fallleg skrifin þín

Solla Guðjóns, 30.3.2007 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband