Sophocles: Wisdom is the supreme part of happiness.

 

Föstudagur til friðar ! Frí vikan mín er að verða búinn !

Átti yndislegan dag í gær. Þegar ég var búinn að koma Sólinni í skólann fór ég í göngutúr með hundanna. Ég gekk niður að Lejreá, það var ekki svo mikið vatn í henni eins og hefur verið, en allt var að spretta upp úr moldinni. Við förum alltaf á sumrin niður að þessari ár og hundar,kisur og börn leika sér í ánni.20060831142947_0

 

Eftir göngutúrinn fór ég með lestinni til Kaupmannahafnar . Ég hafði mælt mér mót með Sigga syni mínum (sem býr í KBH) í gallerí Nordlys. Sá þar alveg frábæra sýningu með Finni Arnar. Mjög flott sýning. Gaman var að spjalla við þær stöllur Steinu frænku og Bryndísi sem reka þetta gallerí og teiknistofu.

Þarna kom Siggi og saman fórum við og gengum í gegnum bæinn. Við keyptum okkur pizzu og fórum svo í stúdíóið hans Sigga. Ég fékk fiðring í magann að koma þarna inn eins og alltaf þegar ég heimsæki hann.

Minningarnar koma upp, lyktin og hljóðin af fullt af fólki sem málar, skapar, og sprautar.

Það er ekki svo langt síðan ég var sjálf í námi í bæði Dusseldorf og í Mynd og hand, en samt er eins og það séu hundrað ár síðan

Ég sagði við Sigga að ég fylltist alltaf pínu öfund þegar ég kæmi til hans í skólann, því þetta hefðu verið mín bestu ár að læra og taka á móti alla daga. Að vera í púlsinum ! Svo taka árin við sem maður þarf að standa á eingin fótum, en svona er jú þróuninn í lífinu.

Hann sýndi mér það sem hann var að gera, sem mömmu fannst náttúrulega rosa flott, en gátum sammt líka rætt þetta á faglegu nótunum.

Við settum inn á bloggið mitt tvö frábær myndbönd sem ég hvet fólk að sjá ! Þau eru svo lífsgefandi bæði.

Á eftir þetta innlit í DDKK fórum við í Marmarakirkjuna og hugleiddum í tæpan klukkutíma. Það var yndislegt.

Eftir það löbbuðum við í gegnum bæinn til Hovedbanegaarden, bærinn iðaði af lífi og vori ! Ég tók lestina heim. Það er ca 800 metrar frá lestarstöðinni og heim til mín, og á leiðinni heim á túninu mætti ég Gunna, Sól, Lappa, Iðunni og Múmin (einni af kisunni okkar) Þau höfðu ákveðið að taka á móti mér. Við gengum svo í rólegheitum heim, klæddum okkur upp og fórum á frábæra tónleika í skólanum hérna. Þetta voru tónleikar með bekknum hennar Sólar. Þau spiluðu frumsamið, og við foreldrar vorum auðvitað með tár í augum og áttum ekki orð yfir snillingunum okkar.

 
Svona getur lífið líka verið gott og fallegt. Ljós frá Lejre til ykkar allra !20060719084147_1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Kvitt fyrir innlitið. Verð í Köben í vor :)

Bragi Einarsson, 16.3.2007 kl. 12:39

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vertu velkominn,

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 12:42

3 Smámynd: Margrét M

greinilega yndislegur dagur með syninum ..

Margrét M, 16.3.2007 kl. 15:40

4 Smámynd: www.zordis.com

Ég finn lyktina af færslunni þinni.  Dk svo ég tala nú ekki um kbh eru eitt af mínum uppáhalds .....  Sól í sinni

www.zordis.com, 16.3.2007 kl. 21:22

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

By the way, styrkjandi að vita af þér Eigðu alltaf góða daga!

Vilborg Eggertsdóttir, 17.3.2007 kl. 14:08

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 17.3.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband