Það er gott að nördast í myndlistinni !

Sunnudagur til sælu, svo sannarlega ! Er ein heima, Gunni og Sól fóru á epla plantekruna að taka til. Ég hafði þörf fyrir að slappa af, og vera með sjálfri mér. Opnuninn í gær gekk mjög vel, það komu yfir 200 gestir . Meðal annars kom Magnea sem var með mér í Mynd og hand. Hún var í heimsókn í Svíþjóð og ákvað að skella sér yfir, það var alveg frábært ! Það var gaman að hitta alla Íslendingana, og tala líka á íslensku. Ég seldi verkið mitt, og get þar með látið drauminn rætast og keypt mér góða myndavél og samt átt pening eftir !! Opnuninn var frá 13.00 til 17.00. Margir fóru út að borða, en ég Gunni, Elena og Siggi fórum heim og elduðum okkur dýrindis mat. Flest okkar eru grænmetirætur og þar af leiðandi vildum við heldur borða heima því að það er mjög sjaldan hægt að fá góðan grænmetismat á veitingahúsum, Gunni er besti kokkur í heimi þannig að við vorum ansi örugg á að við fengjum góðan mat hérna heima.

Fyrir rúmum tveim árum ákvað ég að taka pásu í myndlistinni.  Ég hafði í nokkur ár haft svo mikið að gera að ég hafði hvorki tíma fyrir fjölskylduna mína eða sjálfa mig. Á sama tíma ofan í allt byrjuðum við (Morten, Lena og ég) með myndlistaskólann, sem var líka rosalega mikil vinna. Maður getur sagt að ég brann út. Ég fékk ógeð á myndlist og myndlistalífinu. Ég sagði mig úr öllu, sýningarstjóra verkefnum, sýningum, og myndlista hópum og hætti að fara á opnanir á hverju föstudagskvöldi. Ég fór svo að vinna við að finna harmomi/jafnvægi bæði í innra og ytra líf mínu. Ég fór að hugleiða, sem ég vil meina að hafi bjargað mér, ég hugleiði núna tvisvar á dag, á morgnana og á kvöldin . Ég hef samt notað mikinn tíma í myndlistarskólann, enda stækkar skólinn jafnt og þétt. Núna eru 6 kennarar, og við erum með biðlista inn í skólann. Ég finn að með þessum skóla bætum við lifsgæði hjá fullt af fólki, það er líka mikilvægt.  Árið 2005 var ég svo með sýningu í Kling og Bang á Íslandi, og það var bara svolítið gaman, en það fékk mig ekki til að vilja fara á fullt aftur í listalífið. Svo var mér boðið að vera með á þessari sýningu í Stalke.  Ég get sagt að við það að gera verkið sem ég sýndi fann ég gamla tilfinningu ”gleði við að skapa” sem var alveg yndislegt ! Þessi tilfinning hefur ekki verið þarna frá því fyrir 2001 ! Ég ætla samt aðeins að taka því rólega og sjá hvað gerist. Ég átti langt samtal við gallerístan í gær (sem er listsafnari og það var hann sem keypti verkið mitt) um það að vera listamaður, með stóru L eða nörd eins og ég er orðin. Þar að segja að vera listamaður til að gera list sköpunarinnar vegna eða að vera sölumaður(ég veit að auðvitað er þetta ekki svona ferkantað, en það hefur verið það fyrir mér, og þannig hljóðaði það í þessu samtali) ! Hann þekkir þennan heim inn og út, það var hann sem Ólafur Elíasson var hjá í byrjun ferilsins, áður en hann var stórstjarna. Það að vera listamaður með stóru L er markaðsetning, söluvara. Þetta var ég farinn að finna á sínum tíma (þó svo ég hafi alls ekki verið nálægt stórstjörnunum), og þá hvarf gleðin, og um leið eitthvað inni í mér. Ég hef svo síðustu tvö árin nördast hérna heima, með dýrin mín garðinn minn, sem ég get týnt mér í á sumrin, epla plantrekrunni okkar, lesið góðar bækur og síðast en ekki sístverið með fjölskyldunni minni.

Ég hef farið í sumarfrí síðustu tvö árin, til að fara í frí, ekki fengið alla fjölskylduna með og notað fríið til að fara annað hvort á milli sýningarstaða eða sjálf verið að sýna. Í gær fann ég samt smá kvíða í mér, því það er svo auðvelt að fara í svíng, finna þetta rúss, þegar manni er hrósað of mikið. Það er mjög mikilvægt að taka gleði og sorg með sama jafnvægi, þetta er allt hluti af því sama. Þetta hef ég mjög í huga mínum núna í dag, til að halda mér í ró.

Það er  mikilvægt að spyrja sjálfan sig : hvað er það  sem er mikilvægast í lífinu ! fyrir mig er það harmoni/jafnvægi og gleði. Þegar ég hef það , hef ég eitthvað að gefa af sjálfri mér til umhverfisins.

Það er skrítið að skrifa svona um sjálfan sig á netið, en fyrir mig er það hluti af því að taka sjálfa mig ekki of hátíðlega, og kannski er einhver sem getur þekkt eitthvað í því sem ég skrifa og deilt því með mér og öðrum. Við erum jú öll hluti af því sama, þegar upp er staðið.

Þegar Sól og Gunni koma heim ætlum við til Hróarskeldu í bíó og út að borða, það verður notalegt.

Þeir sem vilja sjá myndir frá opnuninni geta farið inn á  og séð myndir á http://www.barnaland.is/barn/20432

Einnig er hérna mynd af verkinu mínu frá sýningunni.


 

Ljós og friður héðan 

Billede 862

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Flott verk!!! Og mjög fín skrif. Það er  yndislegt að finna frið í sálinni.  

Ég er viss um að listamenn tapa heilmikilli gleði þegar þeir þurfa að hamast við að koma sér á framfæri, vera bisnissmenn meðfram því að skapa!

Ég hef undanfarið bent á myndlistarsýningar í Vikunni í dagskránni svokölluðu (Vikan fram undan) og er á póstlista SÍM. Það er betra en ekkert.

Guðríður Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 14:05

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég skil þig svo vel. Er einmitt að lifa bara og skapa þegar þannig liggur á mér og án þess að þurfa að selja sköpunina mína svo ég geti lifað. Ég lifi til að skapa,en skapa ekki til að lifa..þó svo að það væri auðvitað dásamlegt að geta áreynslulaust skapað og lifað samtímis. Er reyndar bara að taka mín fyrstu skref ..myndlist skúlptúr og social skulpture eu viðfangsefnin mín. Flott verkið þitt..ætla að kíkja betur á barnalandssíðunni og til hamingju með góðan árangur. Það segir þú satt þetta með að taka með sama jafnvægi því jákvæða og neikvæða. Það er jafnerfitt og orkufrekt að vera High....eins og að vera langt niðri. Harmony er orðið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 18:38

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gaman að heyra sannan listamann tala um list!  Þú hefur verið að gera ótrúlega hluti Steinunn...sá sýningu þína í Lejre 1998 og hún var ógleymanleg!

Það sem maður sér núna nálgast ekki neitt og er stolt af því! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 20:25

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 20:27

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...sennilega er ég orðin gömul í nútímamyndlist...að "horfa" á ekki neitt..."makes me want to cry"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 20:28

6 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til hamingju með sýninguna kæra Steina. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 11.3.2007 kl. 22:05

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir falleg orð anna, hitti ég þig þegar þú komst á þessa sýningu ? ljós til þín !

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 06:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband