We all work with one infinite power.

 

Sigrún Sól komst loksins heim, hún kom heim í gær. Ulla kom og náði í mig, og við keyrðum svo saman til Kisserup og náðum í Sól. Það var mikill snjór, og mjög fáir bílar á ferðinni, mest gröfur. Við höfðum það svo huggulegt í gærkvöldi ég og Sól, með heitum vöfflum, og lestur góðra bóka. Sól er að lesa, biblíuna, sem er endurskrifuð (einu sinni ennGrin) af Johannes Möllehave. Hann er prestur, heimspekingur og rithöfundur. Þessi  biblía er yndislega myndskreytt, og barnavænleg. Ég vil taka það fram að ég hef aldrei sjálf lesið biblíuna, enda fékk ég aldrei svona bók eins og Sól á, sem er á allan hátt aðgengilegri fyrir börn. Við lágum svo lengi upp í bóli í morgun, með hunda og kisur.Billede 523

Það er víst bannað á flestum heimilum að hafa dýr uppi í rúmi, en það er ekki bannað hérna. Við njótum þessa morgunstunda. Við sjáum dýrin eins og bræður okkar og systur, sem er mjög mikilvægt að við gefum eins mikinn kærleika og okkur er mögulegt. Ég veit að það má túlka á margan hátt, t.d. að kærleikurinn sé að þeir viti sitt rétta pláss í samanburði við okkur manneskjuna, það er eflaust líka rétt. það eru nefnilega svo margir sannleikar í lífinu. En fyrir okkur er það að þau eru hluti af okkar heimilislífi, eða eins og mögulegt er. Auðvitað gerum við okkur grein fyrr að þetta eru dýr en ekki manneskjur, en við erum mjög meðvitum um þá ábyrgð sem við höfum tekið okkur þegar við fengum dýrin.  Ábyrgðin er að veita þeim allan þann kærleika sem okkur er mögulegt á meðan þau lifa. Annað sem er mjög mikilvægt og margir gleyma það er að þegar maður fær sér dýr, þá hefur það fyrir mér verið þar til dýrið deyr að eðlilegum orsökum. Ég hef oft verið með ketti sem ég hreinlega hef ekki getað vanið af að pissa og kúka inni, og það hefur verið alveg ferlegt. En þó svo hugsunin hafi komið að láta bara lóga kettinum, því það er eitthvað að honum, hef ég ekki getað fengið mig til þess. Þetta hefur líka alltaf lagast að lokum. Við áttum þó Þrúði í mörg ár ( þar til það var keyrt yfir hana) sem alltaf skeit inni á veturna. Hún skeit mest á rafmagnsleiðslu. Þetta var ekki gaman, en þegar það kom vor og hún fór að vera úti, gleymdi maður þessu öllu.  Við erum þó ekkert alveg heilög hérna, við höfum í mörg ár verið með hænur og kanínur Gunni hefur slátrað í frystirinn. En hugsuninn þar var að það var bara borðað kjöt af dýrum sem hafa haft gott líf. Og okkar dýr höfðu haft gott líf. Gunni og Sól borða kjöt, en ég og Siggi höfum verið grænmetisætur. Núna erum við ekki með neinar hænur, vegna fugla inflúensunnar og kanínurnar eru stroknar. Okkur langar þó í hænur og kanínur aftur.20stór060121153124_1

Ef þið hafið áhuga á dýraverndun og hvernig maður getur hjálpað, þá hvet ég ykkur til að kíkja á heimasíðuna okkar deavekingdom.dk. Okkar markmið er að hjálpa dýrunum í þeirra þróun, sem oft er þyrnum stráð, bæði hjá villtum dýrum og husdýrunum.Skoðun okkar er sú að við getum á mjög einfaldan hátt hjálpað. Bara að kíkja á heimasíðuna.

Jæja best að fara að koma sér í gang á fallegum sunnudegi.

Ljós og kærleikur til ykkar steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband