Til að skilja átökin í Mið Austurlöndum verður maður að fara aftur í tímann og sjá hlutina frá sögulegu sjónarmiði og að skilja sitt innsta ÉG

humanity-300x203.pngAðalátökin í Miðausturlöndum eða Ísrael/Palestína er sennilega um hver hefur réttinn til að ráða yfir/búa í Jerúsalem. Bæði kristnir, gyðingar,og múslímar telja sig hafa réttinn.


Það er mikið fókuserað á það sem skilur að, í þessum þremur trúarbrögðum, og að það sé í raun ástæða þessa stríðs sem ríkir þarna á milli þeirra, en það hefur ábyggilega ekki verið hugsun Guðs að skapa þessar þrjú ”ólíku” trúarbrögð til að splitta fólk hvert frá öðru, en er sennileg það sem við manneskjur veljum að túlka hver trúarbrögð fyrir sig, sem er orsök þessara deilna.

Kristintrú, gyðingatrú og Íslam eiga öll upptök sín í miðausturlöndum. Kristintrú og gyðingatrú hafa rætur sínar í núverandi Ísrael. Gyðingar vilja meina að Guð hafi gefið þeim þetta land, kristnir meina að landið tilheyri þeim, af því að Jesús lifði og dó þar. Íslam hefur rætur sínar í Saudi Arabíu, en fluttist ma. til Palestínu, og þar á eftir yfirtóku múslímar Jerúsalem, og gerðu Jerúsalem að heilagri borg.

Í aldaraðir lifðu
múslímskir araber, gyðingar saman í friði , eða þar til kristnir frá Evrópu fyrirskipuðu heilagt stríð svo Palestína gæti aftur orðið kristið svæði. Í því stríði drápu kristnir þúsundir af bæði gyðingum og múslimum. Frá þeim tíma og þar til í dag hafa verið fjölda mörg stíð á milli þessara trúarbragða á þessu svæði. Deilan hefur ekki eingöngu verið trúarelgseðlis, en einnig um sögu, menningu og síðast en ekki síst völd.

Hvað þýðir það að vera trúaður ?

Trúarbrögð eru mikilvægur hluti mannkyns, bæði nú og áður, og þar af leiðandi mikilvægt að koma inn á það efni þegar hugað er að framtíð jarðar.

Að vera trúaður er það að trúa á Guð, eða eitthvað æðra en maður sjálfur.

Þessi þrjú stærstu trúarbrögð sem ég hef áður nefnt hafa margt sameiginlegt.
Bæði kristnir, gyðingar og múslímar trúa á að það sé einn Guð, og að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum, einnig að við sem mannfólk getum haft samtal við Guð. Þau er einnig sammála um að Guð skapaði fyrstu manneskjur á jörðinni (Adam og Evu) og að þeim var freistað af Satan þegar þau borðuðu af eplinu í Paradís.
Í kristinni trú og gyðingatrú eru Adam og Eva sköpuð í Paradísargarðinum, en í Íslam eru þau sköpuð á himninum, en á eftir sköpunina færð í Paradísargarðinn.

Abraham, kallaður Ibrahim í Íslamskri trú er afkomandi Adam og Evu. Abraham gegnir stóru hlutverki í öllum þremur trúarbrögðum. Bæði gyðingar og múslímar telja sig afkomendur Abraham. Abraham er fyrstur manna til að trúa á einn Guð. Árið 1800 fyrir okkar tímatal fær hann skilaboð frá Guði um að hann eigi eftir að verða ættfaðir mikils hóps mannkyns. Abraham á þó erfitt með að trúa því, þar sem eiginkona hans Sara, er orðin of öldruð til að fæða börn. Þar af leiðandi fær hann son sem fékk nafnið Ismael með Hagar sem er þræll hans. Ismael er sá sem grunnleggur Íslam. Til mikillar undrunar verður Sara eiginkona hans ófrísk og fæðir soninn Isak. Hann er sá sem grunnleggur gyðingdóminn

Það er hægt að vera trúaður á margan hátt.

Það eru þeir sem eru ofsatrúarfólk, sem lifa ortodoks eftir Biblíunni, Kóraninum eða Toraen. Ofsatrúarhópar finnast ekki eingöngu innan Íslam. Þeir finnast einnig innan gyðingatrúar og kristinnar trúar. Það eru þessi hópur sem við heyrum um í fjölmiðlum, því það eru þessir hópar sem hafa öfgafullar skoðanir sem þeir réttlæta í Guðs nafni.

Þar sem þessir öfgahópar lifa eftir sinni þýðingu/túlkun á trúnni, sem aðeins er hægt að túlka á þeirra hátt, gæti maður sagt að þeir lifi í gömlum hugsunarformum, sem heldur þeim fast í því, að það er aðeins hægt að trúa og lifa á einn hátt. Þegar maður þvermóðskulega stendur og heldur fast í eigin túlkun, og segir þær einu réttu, og ekki getur ekki á nokkurn hátt séð að aðrir getir haft aðra sýn á hlutunum, og sú sýn er jafn rétt fyrir þann aðila og mann sjálfan. Þá gerast átökin sem við sjáum í því trúarbragðastríði sem herjar á jörðinni.

Gyðingar meðal annars, halda krampakennt fast í gömul hugsanaform, sem t.d. að sjá sig sem Guðs útvalda fólk, og að Guð hafi gefið þeim Palestínu. Hérna meina ég að gyðingar hafi rangt fyrir sér. Ég trúi að allt mannkyn sé Guðs útvalda þjóð, öll móðir náttúra sé Guðs útvöldu börn. Gyðingar ættu að skoða stolt sitt á eigin þjóð, sem liggur í þeirri hugsun að halda að maður sé meiri en annar..
”Réttbrúaðir” gyðingar í Ísrael aðskilja sig frá okkur hinum hlutanum af mannkyninu, þegar þeir telja sig rétta eigendur af Ísrael Þeir óska ekki að vera hluti af hinum hlutanum af mannkyninu. Þessi hugsun getur ekki verið góð fyrir heildina, fyrir mannkynið, fyrir það guðdómlega. Það er að mínu mati löng leið að samruna mannkyns, hvort sem er gyðingar, múslima er kristnir, á ég þá við þá sem hugsa sig ”þá rétt trúuðu”. Það er að blanda saman bæði trúarbrögðum, og kynþáttum. Gifta sig yfir landamæri þess sem ekki eru við. . Þetta sjáum við í ríkari mæli nú en áður. Þetta veldur eldri kynslóðinni miklum harmi, en er að mínu mati leiðin fram að einu lífi, einu mannkyni, einni þjóð.

Min skoðun er sú að:


Stríðið í Mið -Austurlöndum er í dag tjáning fyrir aðskilnað, egoisma/sjálfselsku, efnishyggju ,valdabaráttu og græðgi sem fyllir líf alls mannkyns á jörðu.Þetta er það sem ógnar heimsfriðnum á jörðinni. En það er ekki eingöngu stríðið í Mið -Austurlöndum, einnig stórríki eins og Bandaríkin, Kína og Rússland, sem spila á strengi valdsins, friðarumræðu, vopnasalar, og ekki síst, olíuáhuga á þessum svæðum.

Leiðtogamenn í heiminum hafa reynt að vinna að friði á þessum svæðum. En það er hægt að mínu mati að setja spurningarmerki við ástæðuna á bak við það sem þeir eru að gera, margir vilja tryggja sér aðgang að olíusvæðunum og að koma í veg fyrir að öll þessi svæði séu yfirráðasvæði múslima, sem vestræn þjóðfélög sjá sem hryðjuverkamenn.

Það er greinilegt að olían frá Mið-Austurlöndum hefur mikil áhrif á líf okkar vesturlanda. Ef það eru sprengingar og óeirðir á þessum svæðum, þá hækkar olíuverðið hjá okkur. Þar af leiðandi erum við mjög háð öllu því sem gerist á þessum svæðum, hvort sem við viljum það eða ekki. Olían hefur óhugguleg völd í okkar heimi, og daglega lífi. Það er í Mið - Austurlöndum sem mest hráolía finnst í heiminum í dag.

Hormuzstræde er mikilvægt svæði á þessum svæðum, Þar sigla i gegn fjórðungur af allri olíu á jörðinni. Hormuzstræde er strætið sem tengir saman Persiska flóanní suðvestur og Omanbugten sem liggur að Arabíska Hafsins.

Í dag eiga olíufurstarnir og fjölskyldur þeirra alla þessa olíu, og eru þar af leiðandi óhuggulega ríkir. Ef olían væri í eigu landanna sjálfra og fólksins væri hægt að nota þá peninga sem koma í stað olíunnar til að byggja upp og þróa landið til ánægju fyrir íbúa þessara landa. Peningarnir gætu þjónað mörgum, í stað fárra.

Ef Mið -Austurlönd ynnu sjálfir hráolíuna í heimalandinu sínu, í staðin fyrir að senda hráolíuna til vestrænna ríkja til að fá hana unna, myndi það skapa meiri efnahagslegan vöxt í heimalandi þeirra, það myndi skapa þúsundir atvinnumöguleika, sem myndi verða til þess að atvinnuleysi myndi minnka og velferð aukast.Þetta gæti orðið til þess að heilbrigðiskerfið yrði betra svo fátækir jafnt sem ríkir fengi þá læknisþjónustu sem þeim ber. Einnig myndi þessi efnahagslegi vöxtur gefa fleyrum möguleika á menntun, og menntun er eins og við vitum máttur, og besta leiðin inn í framtíðina.

Við erum öll hluti af þessu á einn eða annan hátt, við erum öll hluti af mannkyninu, og þar af leiðandi vil ég meina að við höfum ábyrgð á því sem gerist hvar sem er í heiminum, við höfum ábyrgð á því að heimurinn verði betri á morgun en hann er í dag. Okkur ber skilda til að byggja brú á milli fólks, án hugsunar um kynþátt, trúarbrögð, eða þjóðerni. Við skulum sjá möguleika í staðin fyrir ekki möguleika. Við skulum sjá að það hversu ólík við erum, sem styrk, en ekki veikleika.

Við skulum taka það besta frá fortíðinni, inn í nútímann, til að nota og byggja upp framtíðinni.

Ég sé kærleikan og skilningin sem eina vopnið! 

Við skulum ekki bara tala um frið, við skulum bretta upp ermarnar og skapa frið, svo það verði friður. Friður næst ekki í stríði. Friður næst með að tala saman, með virðingu, og svo að finna lausn með skilningi fyrir hinu ólíka og fyrirgefningu á fortíðinni. Fyrirgefning er það að skilja. Skoðanaskiptin/dialog verður að vera í Kærleikanum, og virðingu fyrir hverjum og einum. Verknaðurinn framkvæmist í Kærleika til allra og alls og fyrir það heila.Bara á þann hátt vinnum við stríðin, í gegnum hjarta fólksins og Kærleikurinn mun vinna mannkynið.


Til að breyta heiminum, þurfum við að skilja okkur sjálf!

Hugarformin hafa ógurlega mikil áhrif á því hvernig við lifum lífinu okkar, hvernig við hugsum, skiljum, finnum og gerum hlutina. Það er viljinn í hugsuninni sem stjórnar tilfinningunum okkar í ákveðnar brautir og skapar svoleiðis hvernig við bregðumst við, við allar aðstæður. Í praksis er mjög erfitt að aðskilja tilfinningar og hugsanir. Því þær virka í mjög nánum tengslum hver við aðra. En það er munur á þeim. Hugsunin færir viljann inn á ákveðna braut, það er þess vegna sem orka fylgir hugsun.
Við höfum bæði ómeðvituð hugarform, og meðvituð hugarform. Þær ómeðvituðu eru m.a. þau hugarform á bak við uppeldi, trú, samfélag og þess háttar.

Sem sagt hugsanakrafturinn hefur mikinn kraft. Ef við hugsum neikvætt, höfum við áhrif á umhverfi okkar á neikvæðan hátt. Við höfum, geri ég ráð fyrir, öll upplifað hvernig neikvæðni getur smitað frá sér. Ef við erum í herbergi með manneskju sem er neikvæð, finnum við fljótlega hve mikil áhrif það getur haft á okkur.Við finnum líka að ef við erum með jákvæðu fólki hvernig það getur smitað til allra um kring.

Lifum við eftir boðskap Guðs um náungakærleika, eða lifum lifum við í efnishyggju hugsanaformi, þar sem við höfum nóg með okkur sjálf ?

Hræðsla, þunglyndi, neikvæðni, sjálfselska og hatur, sé ég sem efnishyggjuhugsanaform. Hugsanaform sem eru réttlætt í Guðs og efnishyggjunnar nafni. Hugsanaform sem við sem einstaklingar og við sem mannkyn höfum byggt upp kynslóð eftir kynslóð. Við sjáum núna að þetta eru þau hugsanaform sem geta orðið til þess að hvorki við sem mannkyn, né Jörðin sem pláneta getur lifað mikið lengur.

Er mögulegt að vinna á og breyta þessum hugsunarformum.

 

Þannig að hræðsla verði frelsi, þunglyndi verði gleði, neikvæðni verði jákvæðni, sjálfselska verði að óeigingirni og hatur verði að Kærleika. Já, það veit ég að er hægt ! Það er hægt að eyða gömlu hugsunarformi, sem heldur fólki föstu í ákveðnum munstrum, munstrum hvernig við bregðumst við og hugsum.


Hvernig?

Ef við viljum leysa upp gömul hugsunarform þá er hægt að gera það á mjög einfaldan hátt. Í hverju hugsunarformi er og hefur einhveratíma verið jákvæðni, sem gerir að þarna finnst ljós, Sjáðu þetta ljós skínandi og fagurt. Sjáðu ljósið vaxa og verða bjartara í hugsunarforminu. Sjáðu ljósið vaxa þar til allt hugsunarformið er eingöngu Ljós. Einbeittu þér svo að hugsunarforminu. Sendu bjart og eins mikið Ljós á hugsunarformið, þar til það leysist upp í kærleikanum. Þegar þetta gamla hugsunarform er horfið, leyst upp í ljósi Kærleikans, myndast pláss fyrir nýjar hugsanir, hugsanir í Ljósinu, sköpuninni og frelsinu.

Við getum ákveðjið hvernig við viljum nota hugsanir okkar og tilfinningar!

Við getum ákveðið með sjálfum okkur að hugsa aðeins fallega um og til annarra.. Í hvert sinn sem sem neikvæð hugsun rekur inn nefið, höfum við vald til að afvísa henni. Við getum valið að elska náungan, og við getum sýnt það í umhyggju til þeirra sem verða á vegi okkar.Við getum valið að vera ekki sjálfselsk, og að vera heiðarleg, og afvísað efnishyggjuandanum.


Hvað er besta leiðin að mínu mati ?

Það fólk sem á heima í Mið -Austurlöndum og sérstaklega unga fólkið er meira og meira mótækileg fyrir nýjum hugsunarformum i staðin fyrir þau gömlu. Ný hugsunarform sem eru sköpuð í Kærleikans Ljósi og orku. Flestir sem búa þarna óska eftir friði á heimasvæðinu, og þau sjá að stríð er ekki leiðin sem leysir trúarbragðaádeiluna. Það er eitthvað sem reynslan og sagan hefur sýnt þeim .
Flestir á þessum svæðum hafa haft sorgina inni í hjartanu, fátækt í lífinu, missir af nánum ættingjum og vinum, afleyðingar af stríði kynslóð eftir kynslóð.

Í ljósi þess að við komum nær og nær hvert öðru, landamæri verða ósýnilegri, með þeirri tækni sem gerir okkur kleift að sjá og upplifa það sem gerist á öðrum stöðum i heiminum, eins og gerðist inni í eigin stofu.Sérstaklega er yngri kynslóðin opin fyrir þessum möguleikum. Þar af leiðandi eru þau opnari fyrir þeim möguleika að lífinu er hægt að lifa á margan ólíkan máta. Þau sjá í fjölmiðlum og á netinu að aðrar manneskjur hafa ólíka sýn á deilurnar á þeirra heimaslóðum, en stjórnmálamenn, og trúarleiðtogarar í heimalandi þeirra. Þetta opnar augu þeirra fyrir nýjum hugsunum, nýjum möguleikum, sem er eins og fræ sem sáð er og gefið möguleiki á nýju lífi. Þessi nýja kynslóð í Mið- Austurlöndum eru þar af leiðandi meira krítisk fyrir því sem þeim er sagt. Þau hafa meiri möguleika en eldri kynslóðir að sjá nýjar leiðir en áður voru hugsaðar.

Einnig eru fleiri sem vinna að sameiningu ólíkra trúarhópa með menningu og íþróttum. Til dæmis Middle East Peace Orchestra. Þar hefur Henrik Goldsmith tekist að fá tónlistafólk frá þessum þremur trúarhópum sem um er rætt til að spila saman.
Í heimi íþróttanna hefur verið safnað í baskebold lið. Þar sem hópur ísraela og palestínubúa spila saman í liði. Ég veit að þetta er ekki nóg til að skapa frið, það er greinilegt að það að finna áhugasvið þar sem þess konar samvinna er möguleg gefur jákvæða og nýja möguleika. Samvinna sem sameinar í staðin fyrir að sundra. Þess slag samvinna á örugglega eftir að breiða um sig eins og hringir í vatni, og þar af leiðandi vera með til að skapa frið í heiminum.

Fjöldi manns vinnur að því að skapa frið á milli þessara ríkja. Það er lögð mikil áhersla á að finna lausn á þessum deilum, svo mögulegt sé fyrir alla aðila að lifa saman í eins miklum friði og mögulegt. Ég hef verið nokkrum sinnum í Ísrael og Palestínu, ég hef séð fólk frá þessum lifa hvert við hliðina á öðru, án átaka. Ég á vini sem eru gyðingar, sem berjast fyrir rétti Palestínumanna. Ég á vini sem eru arabar, sem lifa með og eiga vini sem eru gyðingar.

Hvað gerum við?

Ég get líka séð, á því sem skrifað er hérna á facebook, koment og annað bara á mínum vegg, að reiðin og dónaskapurinn, er ekki bara þar sem eru stríðsátök, heldur skapar fólk það til að dreifa þvi á facebook, til sem flestra. Ef við sjáum þetta sem orku, sem hefur áhrif, þá er bara ein leið til að skapa frið í heiminum, að byrja á sjálfum sér. Finna sinn innri frið og með friði að skapa frið í kringum sig, til vina, fjölskyldu og facebook vina og áfram. Hættum að nærast á illskunni, það gefur henni bara orku til að eyðileggja.  

En það er ekki nóg að skapa frið hjá öðrum, við þurfum einnig hver og einn að vinna að því að verða betri manneskjur til að vera með til að gera skapa betri jörð fyrir okkur öll.
Við ættum hver og einn, daglega í samspili okkar við aðra, að sýna Kærleika, þar er ég ekki bara að meina kærleika til fjölskyldu okkar og vina. Ég er að tala um Kærleika sem nær lengra en til okkar nánasta og dýpra en það hversdagslega.

Kærleikurinn er djúpur, innilegur, óeigingjarn umhyggjusamur og sýnir skilning fyrir öllu lífi á jörðinni. Kærleikurinn er umhyggja fyrir öllum bræðrum okkar og systrum hvar sem er á jörðinni. Kærleikurinn nær einnig til allra dýra, plantna og inn til sjálfrar Móður Jarðar.

Kærleikurinn og óeigingirni er ekki eitthvað sem við förum út og kaupum. Hann/það finnst í okkur öllum. Við erum öll Guðdómleg, við höfum öll Guðs orku í okkur.

Við, ég og þú verðum sjálf að taka ábyrgð á hugsunum okkar, tilfinningum, því sem við gerum, og gerum ekki. Við verðum að upplifa okkur sem eina heild, og við verðum að hugsa og vera saman með hugsun um falleg samskipti okkar á milli. Þannig og bara þannig gerum við Jörðina að góðum stað að lifa á.

Ég hef með þessum skrifum mínum reynt að gefa mína mynd af ástandinu í Mið- Austurlöndum. Kannski líka einn af þeim möguleikum sem ég tel vera mögulega til að skapa frið á þessum svæðum. Þar á ég við hvernig maður getur eitt og skapa
hugsunarform.
Þessar deilur verða ekki leystar á stuttum tíma. Það þarf tíma til að eyða gömlum frosnum hugsunum. En ég er viss um að við öll getum verið með á þennan einfalda hátt til að skapa frið í heiminum.
Fyrir hvert neikvætt hugsunarform, sem er skipt út fyrir jákvæða hugsun. Í hvert sinn sem við sýnum skilning í staðin fyrir fordóma erum við skrefi nær friðsamlegri lausn á trúardeilunum...

 


Við erum öll Nelson Mandela

Dagur tvö í hvíld. Ennþá á náttsloppnum, enda tekið því rólega til að hvílast fyrir hátíðarnar. Sat í morgun og hlustaði á einn af tímunum sem ég missti af í teleseminar sem ég tek þátt í einu sinni í mánuði. Vegna anna hef ég misst af tveimur síðust tímunum. Sem betur fer, er hægt að nálgast efnið á netinu, fyrir þá sem misstu af.

Í gær hafði ég tíma til að hugsa smá yfir það sem síðasta ár, gaf mér af lífsreynslu. Það er ekki lítið. Árið hefur sennilega verið mitt áhrifaríkasta ár, frá upphafi. Það skemmtilega er að ég segi það á hverju ári, sem þýðir bara eitt, að með hverju árinu, fær ég fleiri spennandi verkefni en árið á undan.

Fyrir mér þýðir það, að ég leysi þau verkefni vel af hendi, sem mér eru færð á hverju ári. Það er ekki alltaf jafn auðvelt að sjá það í augnablikinu, hvort ákvörðun er rétt eða röng. Stundum vil einhver hluti af manni, ekki sleppa, á meðan einkennileg orka tekur yfir og maður hefur sagt, B, þegar maður ætlaði að segja A, en svo með tímanum getur maður séð, að B, var besta lausnin.

Árið hefur sett mig í ótrúlega margar hræðslutilfinningar. Þar sem ég hef þurft að taka ákvarðanir, með kvíðann í maganum og allar tilfinningar þandar eins og bogi. Ég hef upplifað að sitja með húðina spennta eins og boga, af kvíða fyrir því sem ég er að gera. Ég hef kastað mér út í verkefni, sem virka algerla út í kött. En ég hef fundið þessa “orku” taka yfir og ég kasta mér út í djúpu laugina, án þess að ég kunni að synda.

Stærsta verkefnið er að sjálfsögðu GRO Akademi. Ég var í góðri og vel launaðir vinnu, sem skólastjóri í listaskóla. Verkefni sem ég með tveimur öðrum settum á laggirnar fyrir 11 árum. En ég var ósátt við margt sem hafði þróast í gegnum árin. Það var í raun ekkert að neinu, en ég hafði þróast í aðra átt, heimurinn er að þróast í aðra átt og ef verkefnið ekki fylgir þróuninni, þá er verkefnið dauðadæmt. Svo var með listaskólann.

Gro, byrjaði með ólíkindum. Við höfum haft undirbúningsvinnu í tvö ár, með fundum og fleiri fundum, með yfirmönnum sveitarfélagsins í Lejre. Lengri saga, sem ég nenni ekki inn í og þið ábyggilega nennið ekki að lesa. En í ágúst, leigðum við lestarstöðina í Hvalsø/Lejre og erum enn á fullu að byggja upp. Ekki bara auðvelt, en mjög spennandi fyrir okkur að sjá drauminn rætast. Fókus er núna að vinna með ungt fólk sem þarf á hjálp að halda til að fara út í lífið og takast á við það. Við erum með Grafíska hönnun, myndlist/sköpun og hugleiðslu. Hugleiðslan er svo mikilvæg. Ég vil meina og það er í raun eitt af mínum hjartans málum, að hugleiðsla geti komið í staðin fyrir margt af þeim lyfjum, sem við troðum í þetta unga fólk. Hugleiðsla er leið að lífshamingju, einbeitingu, finna innri ró og svo margt annað.

Ég vil vera með til að nota hugleiðslu með því fólki, sem virkilega þarf á því að halda. Hugleiðsla er vel þekkt hjá mörgu fólki, en ekki því fólki sem virkilega þarf á þessu verkfæri að halda. Við tökum hugleiðslu inn sem daglegt verkfæri.

Við erum líka að opna lífrænt kaffihús, lífrænan matjurtargarð og litla verslun. Við erum með allavega uppákomur. Námskeið, fyrirlestra, fastar hugleiðslur á fullu tungli og fl. Stærðar verkefni, sem við fáum fleira og fleira fólk inn til að hjálpa okkur. Það verst hefur verið að við erum tvö sem höfum ekki unnið neitt með, að ráði í annarri launaðri vinnu, en erum þarna alla daga, við þénum enga peninga eins og er. Ferlega erfitt oft á tíðum, en við finnum að við erum að skapa eitthvað sem er stærra en við sjálf, þess vegna er bara ein leið, að halda út, halda út, halda út .

Einnig hef ég verið mikið á ferðalögum, sem hefur verið ótrúlega spennandi, en líka mikil vinna. Engin af ferðalögunum eru bara ævintýri, en vinna og aftur vinna. Ég hef kynnst ótrúlega mörgu dásamlegu fólki á þessum ferðalögum, það hefur opnað vitund mína fyrir nýjum heimi, sem gerir að ég verð betri og betri til að skilja heiminn og mannkyn.

Við í Gro fórum í vinnuferð til Íslands í maí, það var dásamlegt. Við vorum flesta dagana í mínum dásamlega heimabæ, Vík.

Vík klikkar aldrei.

Í vor var ég  í New York í 10 daga, vinna, gaman, vinna, gaman. Þaðan fór ég í hvíldarviku til vina minna sem búa á dásamlegum stað inni í skóginum í Massachusetts. Þaðan fór ég svo í dásamlegt ferðalag í Kanada. Ég ferðaðist frá stað til stað, með námskeið, um samvinnu á milli dýraríkisins og mannkyns. Þetta var ótrúlega spennandi og gefandi. Hitti alveg ótrúlega margt spennandi fólk, sem ég kem til með að bera í hjarta mínu alla tíð.

Í Nóvember fór ég til Póllands, gaman og stutt. Í nóvember fór ég líka til Ísrael, vann þar með kærum systrum, kynntist góðu fólki. Ég var líka í Palestínu, áhugavert og kynntist  öðru góðu fólki þar. Fer aftur á næsta ári, þriðja árið í röð sem ég verð á þessum slóðum. Ég kynnist þessum löndum betur í hvert sinn, sem gefur mikinn skilning á lífinu á þessum slóðum og þeim átökum sem eiga sér stað.

Í byrjun desember fór ég til Andalúsíu, þar sem ég vann annað verkefni með kærri vinkonu, fyrsta verkefnið okkar af mörgum. Við erum pantaðar þangað aftur í mars 2014.

Lífið hefur verið dans á rósum og þá meina ég dans á rósum, stundum, mjúkt, stundum þyrnar sem stinga.

Ég trúi því alla leið inn í mitt dýpsta, að við sem mannkyn verðum að vera með til að byggja nýjan heim. Við verðum að fylgja hjarta okkar og finna nýjar leiðir, fyrir framtíðina. Það þýðir hugrekki, það þýðir vilja,  það þýðir, að sjá sig stærri en maður heldur að maður sé, það þýðir að hugsa út yfir þann kassa sem við erum vön, það þýðir að rétta höndina í áttina, að hvert öðru til að lyfta lífinu saman sem eitt, í áttina að því góða.

Það er engin sem gerir þetta fyrir okkur, en okkur er hjálpað, við þurfum bara að taka á móti þessari hjálp og vera með í því að skapa betri heim.

Ég hef oft verið skelfingu lostin, vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið, því ég er öryggisfíkill, en ég hef orðið að fylgja orkunni, því, hvað er raunveruleiki:  húsið mitt, bíllinn, minn, peningar???? Nei, ég veit, það er ekki eitthvað sem ég trúi, en ég veit, að allt það er bara ímyndun, raunveruleikinn er stærri, raunveruleikinn er dýpri, raunveruleikinn er ljósið sem við öll skiljum, hlýjan um hjartað þegar við sjáum eitthvað fallegt gerast í lífinu og við fáum tár í augun, sem við ekki alltaf skiljum. Það er samkenndin fyrir öllu lífi, samkenndin fyrir móður jörð. Það er meira virði, en vasi, mynd, bíll eða hús.

Við verðum öll klökk yfir öllu því sem Nelson Mandela gerði fyrir okkur, en við gleymum, að við erum öll Nelson Mandela, við erum ekki eitthvað sem bara fær ljósið inn frá öðrum, við erum líka þau sem eru með ljósið, sem við getum valið að streymi út til heimsins, til  að skapa þann heim sem er bestur fyrir heildina.

Hvað dreymir þig um?

Hvernig getur þú látið drauminn rætast?

Þetta er svona einfalt!!

Það er ekki eitthvað sem ég segi, ég hef lifað það, ég hef gert það, ég lifi drauminn minn núna, hvort sem það á tímum er gott eða slæmt, ég er í flæði, þar sem allt sem ég gat ímyndað mér að gæti gerst í lífi mínu er að gerast.

Það koma óvæntir hlutir inn, sem ég ekki alltaf er jafn ánægð með, en það er til að styrkja mig og gefa nýja vídd í verkefnin. Seinna, get ég alltaf séð styrkinn í því.

Það koma líka óvæntir hlutir inn, sem lyfta mér í hæðstu hæðir og ég þar sem ég er í þróuninni, hefði aldrei getað óskað mér þess, vegna þess að ég hafði ekki vitund til að óska þess.

Næsta ár, verður jafn, ef ekki meira af einhverju til að leysa. Ég er á leiðinni til Ástralíu í janúar, verð þar í nokkrar vikur. Við eigum engan pening, en ég veit að þetta er mikilvægt, eitthvað sem ég þarf að gera (sem betur fer á ég góðan mann, reyndar þann besta, sem skilur), þess vegna fer ég.

Ég er á leiðinni til Argentínu, í júní,  líka mikilvægt verkefni, Kanada, nokkur námskeið og margir aðrir staðir sem ég er að fara til í 2014. Ég veit ekki alltaf hvers vegna, en ég veit að þannig er það bara. Ég hef séð á öllu “þannig er það bara” að það var mikilvægt að fylgja því, á einn eða annan hátt.

Einu sinni skrifaði ég:  Each time a human being strives towards the beautiful or the good, in the form of a painting, a sculpture, a song, a silence, politics, a thought, new ideas - or a wish - for oneself, one’s family, for one’s town, for one’s country, for Mother Earth or for the Universe, this human being becomes equal to the Angels of God’s Hand.

Núna lifi ég þessar hugsanir sem ég einu sinni skrifaði.

Hvað dreymir þig um, viltu deila því með okkur og sjá svo hvernig það þróaðist í lok 2014.

Ég elska lífið, ég elska það sem ég mæti, kannski ekki allta í augnablikinu, en alltaf á eftir, því einungis þannig get ég orðið meistari í lífinu.

Hafið falleg jól elsku fólk og sendi Blessun til dýrann

img_2321.jpg


Friðsamleg stund í Gro Akademi.

Hérna er bara ég, allir hinir eru farnir. En ég nýt þess að vera ein hérna og finna orkuna í húsinu.

IMG_2668

Á sama tíma eftir viku, verður opið hús í tilefni af menningarnótt í bænum.

Hef heyrt að margir séu á ferðinni á menningarnóttum, svo hérna verður örugglega fullt hús af skemmtilegu fólki.

Við bjóðum upp á sýningu hérna í skólanum með topp myndlistarmönnum, enda mjög flott rými með hátt til lofts. Næsta vika verður málað og málað, mest í hvítu, en notum þó aðra liti líka.

Hérna í Danmörku er fallegt haustveður, sólin ekki eins hátt á lofti og vanalega og skuggarnir orðnir langir. Ég elska þessa árstíð. Ávaxtatrén eru svo of troðin af ávöxtum, þetta árið, við getum á engan hátt notað, allar plómurnar og eplin sem eru að sliga trén í garðinum okkar. En eitthvað ætla ég að týna um helgina, til að sulta fyrir veturinn. Ég elska plómur og epli, á morgunmatinn minn.

Það er rólegt og það er notalegt. Eina sem er á hreyfingu hérna í húsinu, er húsfluga, sem vill vera í námunda við mig, það má hún að sjálfsögðu.

Margar hörmunar eru að gerast úti í heimi og það getur verið erfitt að fylgjast með og sjá hversu margt fólk hefur það erfitt og að við í raun getum gert svo lítið.

Ég veit að hugleiðsla virkar, svo í gegnum hugleiðslu, sendi ég kærleika og heilun til þeirra sem á þurfa að halda, vitandi að það hefur áhrif.

Ég er á leiðinni til Ísrael/Palestínu eftir 5 vikur. Þar ætla ég ásamt góðum vinum að vinna hugleiðslustarf, eins og ég gerði í fyrra. Það þýðir ekkert að gefast upp, þó hlutirnir gerist hægt. Það ansi mikil þróun í gangi þar á meðal fólksins, þar sem allavega samvinna er reynd á milli gyðinga og Palestínubúa. Ég fer meðal annars að hitta fólk sem er að vinna að þessum málum, til þess hlakka ég mikið til.

Ég er sátt og ánægð, en svolítið slöpp. Hefði getað málað, hérna, en hef einhvernvegin ekki krafta, enda sennilega með smá hitavellu ennþá.

Þegar það gerast svona miklar hörmungar úti í heimi, nýt ég þess að upplifa lítið, vera í augnablikinu og hafa ró til þess, án þess að þurfa að óttast neitt.

Í gær var svolítill merkisdagur hjá okkur hjónum. Fyrir fjórum árum, vorum við plötuð ansi harkalega af nánum vin, sem við treystum. Sem gerði það að við höfum í þessi 4 ár, borgað mjög háar upphæðir mánaðarlega, fyrir utan lögfræðireikninga og annarra upphæða sem fylgdu þessu máli.

Engin trúði að við gætum þetta. Bankinn vildi ekki hjálpa okkur, engin gat hjálpað okkur og við vorum hvött til að láta setja húsið á uppboð.

Við áttum mjög erfitt á þessum árum, mikil örvænting var hjá okkur báðum, sem hafði áhrif á allt í kringum okkur.

Við settumst niður saman, ákváðum að standa saman og komast í gegnum þetta, tvö, án hjálpar frá öðrum.

Í dag fjórum árum seinna, erum við búinn að borga allt, síðasta greiðslan var send í gær. Samband okkar hefur aldrei verið betra og við erum farinn í gang með nýtt verkefni., við tvö og þrír aðrir  Stærsta hjálpin í gegnum þessa krísu, var hugleiðsla og mikil vinna með Joyful Evolution. Sem er þerapíuform, sem ég nú hef lært, til að geta hjálpað öðrum. Við höfum bæði, Gunnar og ég, farið í gegnum þetta þerapíuform, til að vinna úr hræðslunni/óttanum fyrir að missa, óttanum við það óþekkta og svo ótrúlega margt annað gott og gagnlegt.

Þegar óttinn ekki ræður ríkjum, þá getur maður farið á vit nýrra ævintýra, eftir svona áfall og það höfum við gert

IMG_2779

Ég sagði upp skólastjórastarfi mínu, til að helga mig þessu nýja verkefni okkar.  Ég hef ekki misst trúna á samferðafólkið mitt, þó svo að nú viti ég að það er fólk þarna úti, sem svífst einskis til að afla sér peninga. En ég veit líka að það er fólk þarna úti, sem gjarnan vill lyfta ævintýrum saman.

Ég er þakklát fyrir þessa reynslu sem við fengum, sem gerir okkur sterkari saman en nokkur tímann áður, nógu sterk til að takast á við annað stórt og spennandi verkefni saman.

Við hefðum getað splundrað öllu og sett heimilið á uppboð, þegar engin trúði að við gætum komist í gegnum þetta. En við völdum að vinna mjög mikið í fjögur ár og klára þetta saman.

Ég er svo innilega sátt við þá ákvörðun.

Þess vegna sit ég hérna í Gro Akademi. Stórt hús á lestarstöðinni í bænum. Fullt af ótrúlegum möguleikum. Fólk laðast að verkefninu eins og flugur að hunangi, og vill vera með til að lyfta upp ævintýrinu með okkur. Við fáum alla þá aðstoð sem við þurfum.

IMG_1779Enn og aftur segi ég, lifðu drauminn. 

 


Ekki bara hinn, nágranninn,þingmaðurinn,sveitastjórinn, eða annar

IMG_2488
Múmín og ég settumst út og horfðum saman á sólina, fögur koma upp,  morgunstund i fallegri morgun birtu. Það er þó greinilegt að haustið er á leiðinni, morgunbirtan er ekki eins hátt á lofti. Ég átti dásamlega stund í hugleiðslu með móður jörð allt í kringum mig, með fuglasöng og flugu suði. Flugurnar eru á fullu í kringum öll blóm, áður en það er of seint. 

Ég finn ró í dag, sem ég hafði ekki í gær, var of þreytt eftir spennu undanfarinna vikna, enda hef ég verið á fríu frábæru flugi, með Gro Akademi, sem gengur framar öllum vonum. Hver dagur hefur verið ótrúlegur og erfitt hefur verið að fylgja með. En dagurinn í gær, var einskonar frídagur, sem ég hafði mikla þörf á og á morgun byrjar spennandi vika, með mörgum fundum og nemendurnir  koma á miðvikudaginn. 

Ég var að hugleiða í morgun um hvernig hlutunum er misskipt hérna á jörðinni. Sumir, eiga svo mikið af öllu, að það fólk þarf að geyma peninga, gull, skartgripi og annað í bankahólfum. Það verður aldrei mögulegt fyrir þetta fólk að nota alla þessa peninga, þó svo að þau verði 1000 ára. Annað fólk á ekkert og þá meina ég ekkert. 

Ég hef þá hugsun, að það sé nóg fyrir alla, ef öllu er skipt réttlátlega, þá gætu allir lifað við lífsins gæði. Sumir hugsa eflaust, en svona er þetta bara, en við höfum öll ábyrgð á að byggja upp nýjan heim.
 
Ég hef þá kenningu að svona verði þetta ekki alltaf. Byrjunin á breytingum er það bankahrun sem varð í heiminum og það er bara byrjunin. Það koma fleiri fjárhagsleg högg, þar til það verður meiri jöfnuður á milli fólks. Það verður hrun, eftir hrun, eftir hrun, þar til við lærum að deila jafnt á alla. Ég held nefnilega að náttúrulögin segi að það eigi að vera jafnvægi, það þarf að vera jöfnuður í sjálfri náttúrunni, milli dýra, milli plantna, milli okkar. Það er einfaldlega Alheimslög, annars hrynur það niður sem skapar ójafnvægi.
 
Á tímum risaeðlanna, var líka jafnvægi, þar sem voru risastórar plöntuætur, var alltaf risastór og sterk kjötæta, til að skapa jafnvægi. Við getum ekki haldið að við séum ekki hluti af þessu ferli. Við erum ekkert meira eða minna, en annað líf hérna á jörðinni. 

Ég hef líka verið að hugsa um, hvernig við getum breytt þeirri þróun sem er í flestum löndum. Atvinnuleysi verður meira og meira, fleiri og fleiri fara á einskonar sjúkrapeninga, eða eins og við köllum það í DK verða pensionistar/öryrkjar. 

Þessi kostnaður er óhuggulega mikill fyrir bæði ríki og sveitarfélög, ég veit það frá fyrstu hendi, hef verið að vinna í þessum geira í mörg ár. 
 
Margir af þeim sem eru öryrkjar, myndu elska að hafa einskonar "vinnu". Vera hluti af samfélaginu, þéna sína eigin peninga og gefa það sem í þeirra valdi er, til samfélagsins og fá laun eins og aðrir og sömu laun og aðrir. 

En það er ekki möguleiki, því kröfurnar á vinnumarkaðnum eru svo miklar og þessu fólki er ekki mögulegt að lifa upp til þeirra krafna. 

En ef við sem samfélag hugsuðum þessa hluti aðeins öðruvísi, þá er ég viss um að á atvinnumarkaðnum sé pláss fyrir alla þá sem á einhvern hátt geta verið með. Fyrir það fyrsta, gætu þeir peningar sem koma sem öryrkjabætur, farið inn í atvinnumarkaðinn. Þannig að í staðin fyrir að fólki er plantað út fyrir atvinnulífið, þá sé hægt að finna pláss fyrir alla, þar sem það fólk sem á einhvern hátt vill vera með, að það geti verið með. Að það séu skapaðar aðstæður fyrir alla! 

ég held að til þess að það skapist jafnvægi í heiminum og að við gefum pláss fyrir alla, þá þurfi að skoða launamisrétti og hjálpa því fólki sem gefst upp á vinnumarkaðnum, því við erum mismunandi. Við þurfum að vera meira kreativ og hugsa þetta allt upp á nýtt. Í Danmörku fara fleiri og fleiri á atvinnuleysisbætur og verða öryrkjar, vegna þess að álagið á einhvern hátt, er of mikið. 

Ég get séð fyrir mér, hversu einfalt þetta í raun og veru gæti verið, ef allt væri stokkað upp, upp á nýtt, allt væri hugsað upp á nýtt. En það þarf sennilega algert heimshrun til að svo geti orðið. Vonandi gerist eitthvað sem gerir að það þarf að endurhugsa allan struktur í heiminum, því ég get séð að þessi þróun sem við erum í, gengur aldrei aldrei, aldrei upp.
 
En ég trúi og finn að miklar breytingar eru framundan og VIÐ erum breytingarnar, það ert ég og þú sem erum breytingarnar, við erum ríkið, borgin, landið, mannkyn. Ekki bara hinn, nágranninn,þingmaðurinn,sveitastjórinn, eða annar, það ert þú og ég. Jæja svona voru mínar hugsanir í morgun og nú. Hafið fagran dag elsku fólk.

Viltu læra á einfaldan hátt að hugleiða, án þess að þurfa að fara út frá heimilinu þínu?

img_0649.jpgKæru vinir og aðrir

Síðasta vetur var ég með hugleiðsluæfingar á skype. Ég er núna að leggja plön fyrir verkefni vetrarins og ég hef áhuga á að halda áfram með hugleiðslukennslu á skype fyrir íslendinga. 
 

Hugleiðsla er áhrifarík leið til að forðast streitu,veita þér innri frið,hjálpa þér að taka ákvarðanir í lífinu,tengjast þínu innra sjálfi, slaka á og finna hugarró.

Viltu hitta aðra, sem líka vilja læra að hugleiða, á einfaldan hátt, án þess að þurfa að fara að heiman?

Það eina sem þú þarft til að geta verið með, er löngunin til að fá ró á hugann, löngun til að læra að hugleiða með öðrum, kynnast og hugleiða með fólki frá ólíkum stöðum, hafa tölvu og nettengingu.

Þá er þetta tilboð eitthvað fyrir þig.

Síðasta fimmtudag i hverjum mánuði kl. 19:00 á íslenskum tíma,  er ég með hóphugleiðslu á skype.

Kennslan felst í því að hugleiða saman, eftir hugleiðsluna tölum við saman um þá upplifun sem hver og einn hefur haft og spyrjum þeirra spurninga sem kunna að koma upp, sem ég svo svara eftir bestu getur.

Ég hef margra ára reynslu af að hugleiða, hef bæði tekið ólík námskeið og menntun í því að hugleiða í Danmörku og annarsstaðar í heiminum. Kjarnin og skilningurinn í því sem ég hef lært er : því einfaldara, því árangursríkara. 

Það er að mínu mati ekki hægt að lesa sig til um að  læra að hugleiða, heldur kemur kunnáttan með því að hugleiða og spurningarnar koma í takt með reynslunni. Þetta er sú leið sem ég vel að nota til kennslunnar.

Ef þú þekkir einhvern sem þú heldur að hefði áhuga á að vera með, máttu gjarnan senda þessi skilaboð áfram.

Ég hlakka til að heyra frá þér.

Með kærri kveðu.

Hvert skiptið kostar 1000 kr. íslenskar

steinunnhelga@gmail.com

Endilega sendið þetta áfram til þeirra sem gætu haft áhuga.
 
Ef næg þátttaka er, byrja ég fimmtudaginn 26 september kl. 19:00 á íslenskum tíma. 

Ég hlakka mikið til að hitta ykkur og tengjast á innri og ytri plönum.



Frelsi

img_0649.jpgÞað er langt síðan ég hef skrifað, eða verið í þeim pælingum að skrifa, en nú er tími til þess að deila hugsunum mínum, með öðrum og líka að deila hugsunum mínum með mér.

Það er nefnilega svo skrítið að þegar ég er að skrifa, þá er eins og ég sé að tala við sjálfa mig, í gegnum hendurnar, það flæðir orðaflæði að ofan í gegnum fingurna mína.

Ég hef átt ansi annasamt vor og sumar. Hef verið á miklum ferðalögum í útlöndum, með námskeið og annarri vinnu. Ég var í og í kringum New York í 10 daga, fór svo til Massachusetts og var hjá vinum mínum þar í viku hvíld eftir vinnuna í NY og til að undirbúa mig fyrir verkefnin í Kanada. Ég var svo á ferðalagi í viku um Kanada, með nokkur námskeið.

Allt þetta var algerlega dásamlegt, en líka mikið álag. Það sem var athyglisvert, var að allar áhyggjur um mataræði, að borða rétt eða rangt, var bara ekki þar. Á öllum þeim stöðum sem ég var, var einstaklega holt, lífrænt og gott fæði, sem gerði að ég gat verið á toppnum alla daga, gaf mér alla þá orku sem ég þurfti á að halda. Andlega og líkamlega var ég í himnaríki, ekkert sem truflaði mig, ekkert sem kom mér úr jafnvægi, ekkert sem freistaði mín.

Ég kom heim til Danmerkur og tilfinningaálag tók við. Að stoppa á listaskólanum, eftir 11 ár sem skólastjóri, tók á hugann og tilfinningarnar. Hver kveðjuveislan á eftir annarri, með miklum og óhollum mat og drykkjavörum, sem ég tók þátt í, enda er mikilvægt fyrir mig, að vera með, í þessari kveðju við kennara og nemendur.

Við höfum einnig verið á fullu að byggja upp nýja skólaverkefnið okkar, Gro Akademi og lífræna kaffihúsið okkar, Gro cafe, hér í bænum, mikið álag, mikil vinna. Ég hef vegna allra þessara verkefna ekki alltaf verið meðvituð um það sem ég er að borða, sem fyrir mér, stundum hefur skapað ótta, enda búinn í mörg ár að vigta og mæla allt sem ég set ofan í mig. Það hefur verið mín öryggisleið í mörg ár, ég gat alltaf borðað án meðvitundar, bara ef það var leyfilegt á listanum, ég fitanið ekki, það var málið.

En nú er ég komin í sumarfrí og hef þessa dagana, komist í jafnvægi aftur, bæði andlegt og líka líkamlegt.

Ég væri að ljúga ef ég segði að allt væri núna sæla og ég hefði fulla stjórn á því sem ég hugsa, borða og geri. Það er langt frá sannleikanum, en ég er nær miðjulínunni, en ég hef oft verið áður.

Ég hef uppgötvað þann stað sem sannleikurinn liggur fyrir mér núna, eða þar til ég uppgötva nýjan sannleka, það er stórt skref og eins og ég sé það, erfiðasta skrefið af öllum skrefum. Það er miðjan, línan, að vera línudansarinn í mínu lífi, á milli, allra öfga.

Til að útskýra þetta nánar, þá get ég sagt að ég hef oft átt erfitt með að fara andlegu leiðina, í venjulegu lífi. Ég hef oft hugsað með sjálfri mér, að það væri miklu auðveldara að lífa í Ashram í Indlandi, eða að lifa með öllum þeim í sambýli, sem hugsa eins og ég, ekki satt?

Það væri miklu auðveldara, heldur en að lifa á báðum stöðum, þar sem alla tíð er eitthvað sem getur freistað manni út af brautinni.

Ég sé það sama með matarhegðun. Það væri miklu betra og auðveldara að lifa eftir algerlega settum reglum, það sem ég vigta og mæli allt sem ég borða, svo mín hugsun, hefur ekkert að segja, allt undir control, ekkert sem ég þarf að óttast. Eins og barn, sem alltaf er haldið á og lærir aldrei að ganga, en meiðir sig þar að leiðandi aldrei.

Eða, vera í hömlulausu áti, alla daga. Ég hef eingöngu séð, þessar tvær leiðir, í báðum málefnum. Andlegu leiðina og matarleiðina.

En inn í hugann er að koma inn ný hugsun, línudansarinn! Það er erfiðasta leiðin, je minn eini, það er svo sannarlega ekki auðveld leið. Að læra að ganga á línu,á milli beggja öfga, sem hafa verið lífsförunautar mínir alla tíð.

Ég finn að hluti af  minni lífsbraut, er að kenna og miðla, því sem ég hef upplifað sjálf, því sem ég skil, út frá mér, því sem ég sé, í því lífi sem ég lifi.

Til að geta miðlað því, þá verð ég að vera á línunni, ég verð að læra að lifa það að vera andleg og mæta því sem ég mæti, til að verða sterkari og meðvitraðri sem manneskja. Ég verð að skilja lífið, ekki bara andlegu hliðina, hana skil ég og elska, en mannlegu hliðina, að flytja andann í efnið, það er það sem þetta snýst um hjá mér í mínu andlega lífi.

Það væri svo auðvelt að vera andleg alla daga, lifandi í hugleiðslu og bæn alla daga, en það er ekki sú leið sem mér er ætluð í þessu lífi. Mín leið er að lifa andlega, í lífinu, með öllum öðrum, línudansari.

Það sama á við um matarlífið. Ef ég aldrei læri að lifa sem línudansari, er ég aldrei herra yfir mínu lífi, ég lifi í reglum, eða óreglum, stjórnað af einhverju öðru, en því æðsta í mér.

Þetta hefur verið einhver sá erfiðasti lærdómur hjá mér, en ég trúi því algerlega að mér takist þetta verkefni, ekki með reglum sem ég set mér, ekki með því að ég þurfi að vera þetta og þetta þung, en með því að vinna með mér en ekki á móti mér. Að mér takist að læra, hvað er gott fyrir mig að borða, hvað þarfnast líkaminn, hvað þarfnast hugurinn, línudans. Erfiðasta verkefnið mitt í þessu lífi held ég. Ég vona að sjálfsögðu mér takist þetta fljótt, en ég er líka opinn fyrir tímanum, sem þetta tekur, ef ekki í dag, þá morgun, ef ekki á morgun, þá hinn daginn......mér tekst það!

Ég gæti, slepp,  tekið upp reglurnar og farið niður í kjörþyngd á stuttum tíma, en, ég finn það svo djúpt inni í mér, að það yrði bara tímabundið, því ég verð sem manneskja í jafnvægi á öllum plönum, að skapa jafnvægi í frelsi, ekki í fjötrum.

img_0651.jpg


Can we meet problems of our own subconscious which is from our family or colleagues?

Can we meet problems of our own subconscious which is from our family or colleagues?

Yes we can, but they are now a part of yourself and therefore you create the same loving contacts to these parts of the subconscious as others.

If we can, how can we solve this problem?

To start with, we never see it as a problem but as an opportunity to have loving cooperation  with these parts of a ourselves throughout our development, which is also a part of the Earth's development. So these parts are a beautiful part of ourselves, that  we, with joy and Love, will be happy to be in contact with, now and always.

Blessuð dýrin enn og aftur

unknown-1_1197625.jpg
 
“One day a man was walking along the beach when he noticed
a boy picking something up and gently throwing it into the ocean.
Approaching the boy, he asked, ‘What are you doing?’
The youth replied, ‘Throwing starfish back into the ocean.
The surf is up and the tide is going out. If I don’t throw them back, they’ll die.’
‘ Son,’ the man said, ‘don’t you realize there are miles and miles of beach and hundreds of starfish?
You can’t make a difference!’
After listening politely, the boy bent down, picked up another starfish,
and threw it back into the surf. Then, smiling at the man, he said…‘I made a difference for that one.’”
unknown-2.jpg
 unknown.jpg
 
 
 

Blessuð dýrin

Je minn eini, það var erfitt að vakna í morgun, en dröslaðist loksins á fætur, enda kennsla í Gró framundan. Ekkert vekur mig þó eins vel og kaffið sem ég veit að bíður mín í eldhúsinu og upphitað eldhúsið af brenniofninum sem er á fullu að hita allt í húsinu sem hann nær til.

Hundanir tjúllast á hverjum morgni þegar ég hreyfi stóru tánna uppi í rúmi, algerlega óþolandi vani hjá þessum annars illa upp öldu hundum. Vil taka það fram að þeir haga sér eingöngu illa hjá mér, ég hef einhver óþekku áhrif á á þá, enda engin uppalandi, hvorki fyrir börn né dýr.

Sé heiminn of mikið sem leikrit og á oft erfitt með að taka hluti of alvarlega, þegar að þessum blessuðu dýrum kemur, vil bara elska þau og gefa þeim kærleika, sumir myndu segja að einmitt með því að ala þá upp, gæfi ég þeim kærleik, en ég sé einhvernveginn alla hunda í heiminum, eins og einn hund, þannig að það þarf að vera litfagurt, ólíkt á öllum stöðum.

Margir hundar eru ferlega vel upp aldir, gera allt sem húsbóndinn segir þeim, mér finnst það svolítið soglegt, dettur alltaf í hug, kúgaður einstaklingur, sem fær ekki að hafa sjálfstæða hugsun, en er stjórnað til hins minnsta. Hvar er plássið til að taka eigin ákvarðanir og finna sína eigin nýju hugsun, það er ekkert pláss fyrir það. En ef við höldum okkur við þá hugsun mína að allir hundar á jörðinni séu einn hundur, með eina sál og eina undirmeðvitund, sá kemur sú reynsla inn með mínum hundum, þeir taka fullt af eigin ákvörðunum, eru elskaðir skilyrðislaust, þrátt fyrir alla vitleysuna og átökin sem kennir okkur hér á bæ og stóra alheimshundinum.

Það versta sem við gerum að mínu mati sem mannkyn gagnvart dýrunum, er að taka frá þeim möguleikann á að þroskast og læra á meðan þau eru hérna, það eru mörg húsdýr sem verða fyrir því.

Verkssmiðjudýr, eins og ég vil kalla þessar elskur, missa algerlega af þeirri upplifun að hafa möguleika á að þroskast, fá aldrei að taka eigin ákvarðanir eða fá aðra upplifun en vonda. En nóg um það, ætla að hitta vin minn frá hinum hnettinum eftir smá stund.

Góðan föstudag heimur

Ég hef svo verið að furða mig á þessu við hinn og þennan og haldið að ég væri bara ekki í lagi.

img_2026.jpgMargt gerist í þessu lífi sem eykur skilnings manns á manni sjálfum. Eins og fram hefur komið hef ég  í langan tíma verð  í mikilli innri vinnu. Það er ekkert alltaf voða gaman, tvo skref fram og eitt afturábak.

 Ég hef nú í næstum því eitt ár, verið á einhverjum einkennilegum stað, með skilning minn á líkama mínum. Ég hef verið að læra að skilja hans tungumál og að hafa falleg og jákvæð samskipti við hann.

 Þetta hefur gengið upp og niður, stundum ferlega vel og ég hef svifið á skýjunum og í önnur skipti bara niður á við og ég verið á barmi örvæntingar.

Ég sem manneskja sem hef stjórn á flestu í kringum mig, stunda andlega vinnu og aðra spennandi vinnu og ég get ekki einu sinni verið í eðlilegu sambandi við líkama minn, þvílíkt pirrandi.

En ég verð að segja að þetta er svo hollt og þetta er í raun og veru þar sem flest mannkyn stendur í einn eða annan hátt. Bæði það sem varðar peninga eða mataræði og hömluleysi á margan annan hátt. Við höfum litla sem enga stjórn á þessum málum.

Í gær skildi ég svo allt í einu, á öðru plani en venjulega hvernig stendur á þessu, hvað er það sem veldur því að ég hreinlega hef engin tök á þessu, á milli þess sem ég hef tök á þessu.

En aðdragandinn er sá að ég sem mörg ykkar vita, hef verið í alla veganna fráhaldi og aðhaldi og ofáti og búlumínu og mallamíu og ommulíu frá því ég man eftir mér.

Ég hef verið eins og harmonikka alla tíð, upp og niður og líf mitt hefur verið mjög upptekið af þessu. En ég geri mér líka grein fyrir að ég er margt annað en þetta, en þetta er svona rennibraut með hinu öllu skemmtilegu, eða miður skemmtilegu.

Ég hef stundað daglega hugleiðslu í mörg ár, mikla andlega vinnu og verið í  þerapí. Ég hef í 9 ár verið í þerapí, sem kallað er Joyful Evolution. Þetta er vinna þar sem er unnið að því að skapa fallegt samband á milli þin, hið meðvitaða ég og undirmeðvitundarinnar. Ég hef sjálf tekið námið sem leiðbeinandi og svo eftir það unnið í tvö ár sem leiðbeinandi í þessari tækni svo ég þekki þessa vinnu mjög vel.

Svo gerðist það fyrir rúmlega ári síðan,  að ég hætti í öllu aðhaldi og fór að reyna meðvitað að vinna með líkamanum og mínu innra. Þetta hefur eins og fyrr er sagt verið upp og niður ferðalag. Ég hef skilið að það eru hlutar í mínu innra sem hafa hver sínar þarfir og hef eftir bestu getur unnið að því að skapa fallegt samband á milli mín og þeirra allra.

Undanfarið hef ég þó verið á mjög skrítnum stað, þar sem ég hef haft tilfinninguna, að vita ekki hvað er mikið eða hvað er lítið. Hvað er lítill matur og hvað er mikill matur. Sama á við um peninga, hvað er mikill peningur og hvað er lítill peningur, þetta hefur allt í einu verið mjög abstrakt fyrir mér, ég hreinlega hef ekki fattað hugtakið mikið eða lítið. Áður var þetta bara þannig að svona var þatta bara, svona gerum við þetta bara, án mikillar hugsunar á bak við ákvörðunina.

Ég hef svo verið að furða mig á þessu við hinn og þennan og haldið að ég væri bara ekki í lagi.

Í gær er ég svo enn einu sinni að segja frá þessu og í því að ég er að klára að segja frá þessum vanmætti, þá skil ég hvað er vandamálið, ef vandamál skildi kalla, því að í raun er ég komin á dásamlegan stað, þegar ég skil af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru.

Ég hef í svo mörg ár verið að vinna með undirmeðvitundina á Kærleiksríkan hátt. Verið að vinna með, þann sem stjórnar, , þann sem er reiður , þann sem upplifir sig misskilinn, þann sem er einmanna, þann sem er sorgmæddur, frekjuna, eyðsluklónna, ofætuna, ekki ætuna og svo mætti lengi telja.

Í gær skildi ég allt í einu að það var ekki neinn frá undirmeðvitundinni sem tók yfir og var að ráðskast með hvorki mat né peninga. Þessir partar í mér sem hafa verið meistarar í þessum málum og hafa stjórnað yfir höfuðið á mér, eru nú að vinna með mér en ekki á móti eða ekki á bak við skjöldinn. Þannig að nú er það hin meðvitaða ég, sem þarf að læra að taka við og vinna með líkamanum en ekki á móti, þar sem einhver partur frá undirmeðvitundinni bara stjórnar með harðri hendi, eins og hefur gerst alla tíð.

Ástæðan fyrir að þetta svæði (hvað er mikið eða lítið af hverju sem er, hvað er að eiga mikið, eða eiga lítið, hvað er að kaupa mikið, eða kaupa lítið)) er svo óþekkt fyrir mér nú orðið, er að þetta er óþekkt fyrir hina meðvituðu ég.

Núna verða margir eflaust mjög undrandi, en þannig er að Harvard háskólinn gerði fyrir nokkrum árum rannsókn á hversu mikið við stjórnumst frá undirmeðvitundinni og það kom fram, að í kringum 98% af öllum ákvörðum sem við tökum, eru ákvarðanir sem við tökum frá undirmeðvitundinni. Sem segir okkur, hversu lítið við í raun og verum erum herrar í eigin meðvitaða húsi.

Undirmeðvitundinn er hluti af okkur, eins og sálin, á því leikur engin vafi, en við erum í litlu eða engu meðvituðu sambandi við undirmeðvitundina.

Það sem ég hef svo séð er að í gegnum alla þessa vinnu með undirmeðvitundina, er undirmeðvitundinn búinn að sleppa tökum á peningamálum og matarmálum, sem þýðir að ég hið meðvitaða ég, verð að fara að taka ábyrgð á mínum peningamálum og matarmálum, með samvinnu við líkamann og þeirri visku sem er í betra sambandi við hið æðra og ytra umhverfi, en undirmeðvitundinn er.

Undirmeðvitundinn er dásamleg orka, sem ég mæli fullkomlega með að læra að vinna með, því þaðan kemur líka mikil viska og mikil þekking, en þetta þarf allt að vera í samvinnu við hið meðvitaða ég, ekki ómeðvitað eins og oftast er.

Hver þekki ekki þegar maður allt í einu, verður ösku reiður og lætur ýmislegt flakka og kannski meira, svo þegar reiðin hverfur og maður situr hissa og spyr sjálfan sig hvaðan þetta hafi eiginlega komið. Eða ef maður er sjúklega vatnshræddur, lofthræddur eða eitthvað álíka, en veit í raun og veru ekki af hverju,  gettu : undirmeðvitundinn.

Það að skilja af hverju ég allt í einu er er eins og barn að læra að ganga, með mat og peninga, er þvílík gjöf, sem ég hef verið að vinna að í mörg ár, en ég vissi aldrei hvernig útkoman mynd verða, eða hvernig það myndi vera að upplifa það, fyrr en ég gær…


Hugleiðslur eru besta leiðin til að skilja sjálfan sig og lífið.

Hugleiðslur eru besta leiðin til að skilja sjálfan sig og lífið.

Ég hafði alveg dásamlega hugleiðslu í morgun, þar sem ég fékk skilning á svo mörgu, bæði með sjálfa mig og einnig með lífið á Jörðinni.

Ég hef í mörg, mörg ár haft höfuðið uppi í skýjunum, eins og stundum er sagt, þegar jarðtenging er lítil eða engin. Við erum ansi mörg, sem höfum ekki mikla tenginu við mannkyn, eða önnur náttúruríki, en erum upptekinn að þróa og styrkja, sjálfsmynd okkar, eða huga, til að verða klókari og klárari í vinnu og annarsstaðar./hinn fullkomni einstaklingur.

Það er líka krafist þess af samfélaginu, að þú sért fljótur að hugsa, fljótur að gera og klár og keik.

Þar af leiðandi eru eins og við vitum, margir sem falla út og geta ekki fylgt með í þessu hörku flóði. Við setum þau oft í greiningarkassa, til að afsaka okkur sjálf, fyrir ekki að skoða samfundið eins og það er og til að mögulega gera einhverjar beitingar á því sem er og þangað sem við erum að fara.

Ekki nóg með að við hendum þeim frá sem ekki geta hlaupið nógu hratt, hugsað nógu hratt eða vera nógu gott, út frá einhverju stöðluðu mati, sem engin veit hver hefur sett yfir hausinn á okkur sem mannkyn.

Ekki nóg með að við hendum fólki af vagninum, sem ekki geta, eða vilja vera með, þá erum við sjálf ekki heil í því sem við erum að gera. Við tökum ekki allan pakkann með í hlaupið, við tökum bara þann hluta sem við á sem auðveldastan hátt getum haft með, án þess að þurfa að nota tíma til sjálfsrannsóknar, sem við höfum ekki tíma til, nema ef vera kynni að við verðum svo heppin að brotna undan álaginu, sem krefur okkur að stoppa og skoða og skilja.

Allt einhvernvegin mjög fólkið, en þó ekki.

Ef ég tek sjálfa mig sem dæmi, þá hef ég eins og ég hef sagt, hugleitt í mörg ár og það er mín sterkasta hlið, að hafa höfuðið í skýjunum.

Undanfarið hef ég verið að reyna að tengjast líkama mínum, til að vinna með honum, en ekki á móti. Ég hef skrifað áður um þessa baráttu, svo ég ætla ekki inn í það hérna. En í morgun í hugleiðslunni minni, sá ég þetta allt í stærra samhengi.

Þetta er ekki bara ég og líkami minn í þerapíu, þetta er allt hluti af stærra samhengi.

Ég get upplifað það sama, á því hvernig við umgöngumst Móður Jörð. Við elskum hana þar sem hún er falleg, en viljum sem minnst vita af henni þar sem hún er ljót!  Við einbeitum okkur meira að því ytra, en að því innra.  Við tökum og tökum, það sem okkur vantar, án þess að gefa til baka, nema þar sem okkur hentar sjálfum.

Ég get séð hvernig við sem manneskjur, hugsum meira um hið ytra útlit, en við hugsum um, hvernig líkamanum líður, við tengjum í raun ekki saman, hvernig líkamanum líður og hvernig okkur líður, við hlustum ekki á líkamann.

Flestir láta sig litlu varða, hvað það er sem sett er í líkamann, bara ef hann heldur sér grönnum. Við borðum gervisykur, í allavega fæðutegundum, við smyrjum okkur í allavegana krem, sem eru full af eiturefnum og ég tala nú ekki um, búið að gera allavega tilraunir á litlu bræðrum okkar og systrum í dýraríkinu. Þetta hugsa allt of fáir um, þegar verið er að smyrja á líkamann hinum og þessum andlitskremum og bodykremum.

Ég get séð fyrir mér, hvernig orka er í þessum kremum, sem búið er að þróa í gegnum þjáningu þessa litlu lífa á tilraunastofum um allan heim. Sem betur fer er búið að banna svona tilraunir í Evrópu, núna nýverið.

En ef við skoðum stærri myndina, þá gerum við það sama við móður jörð, við hendum allavegana rusli og eiturefnum í hana, við skoðum ekki hvað er best fyrir Jörðina, við skoðum hvað okkur hentar. Það er ekki jafnvægi á milli hugar og líkama.

Þegar ég skoða hvernig er í mörgum Arabaríkjum, Indlandi og öðrum stöðum, þá er allt fljótandi í rusli á götum úti, í náttúrunni, engin tenging við móður jörð, það er bara tekið og tekið og allt er um trúna, föðurinn. Það er lifað í trúnni á föðurinn, án þess að hafa neina tengingu við Móður Náttúru, dýraríkið, plönturíkið eða steinaríkið. Þetta er sem sagt alger tenging upp, þar að segja, með höfuðið í skýjunum. Annað sem ég velti fyrir mé, er að við segjum við jarðarfarir, Af jörðu ertu kominn. Að jörðu skaltu aftur verða. Það sem gerist í þessu ferli, er að öll þau eiturefni sem við höfum bæði smurt á okkur, sett ofan í okkur og annað, blandast móður Jörð, í rotnunarferlinu. Allt er eitt, hvort sem við sjáum það með berum augum, eða skiljum það sem koncept. Lausnin er að mínu mati heldur ekki að við látum brenna líkamann, neineinei, eiturefnin fara bara í andrúmsloftið og blandast svo á þann háttinn inn í Móður Jörð.

Svo skoða ég frumbyggja í Ástralíu, Indíána, sem eru enn í tengingu við sinn uppruna. Þá sem aðhyllast shamanisme, þar sem alger tenging er í Móðurina, öll náttúruríkin, þau eru með fæturna grafnar í jörðina,

Mín hugsun er, að á báðum þessum stöðum, þar sem maður er með höfuðið í skýjunum, eða fæturna grafnar í Jörðinni, þá þarf að tengja það hæsta því lægsta, Andinn þarf að mæta efninu.

Í hugleiðslunni minni í morgun, upplifði ég að við sem mannkyn erum öll meira og minna á sama stað, við þurfum að tengja því hærra, því lægra og við þurfum að tengja því lægra, við það hærra.

Þetta er hægara sagt en gert, en fyrsta skrefið er að skilja þetta lögmál, til að geta farið í gang. Ég varð í raun mjög glöð að fá þennan skilning, því nú skil ég hvað verkefnið er hjá mér. Þetta er ekki bara ég ein að reyna að skapa tengingu og samvinnu við líkamann minn, þegar þetta er séð í stærra samhengi, þá er mannkyn að tengja sig bæði við föðurinn og við móðurina og ég og þú erum bæði hluti af mannkyni. Þegar ég fer í gang og skrifa þessa hugsanir mínar niður, þá verða fleiri og fleiri sem skilja og vera, ég sendi frá mér hugsanir, sem hafa áhrif á aðra.

Ég er svo þakklát fyrir þennan skilning, því nú skil ég hvers vegna og hvert við erum að fara ég og líkami minn, hollusta, lífrænt, og Kærleikur.

Steina


Likaminn fór í sjokk

Fyrir ári síðan, fór ég í æðahnútaaðgerð. Það er fullt af fólki sem fer í svona aðgerð og heldur ekki í fyrsta sinn sem ég geri það.

Í þetta sinn, var þetta algerlega hræðilegt. Það voru skorin ca. 50 göt á fæturnar á mér, bæði að framan og aftan.

Líkaminn fór í sjokk.

Ég sá fyrir ekki löngu síðan, viðtal við skurðlæknir hérna í Danmörku um það hvað gerist í líkamanum, þegar hann er skorin. Það var mjög áhugavert.

Eitt af því sem situr eftir hjá mér, eftir þetta viðtal er að þegar líkaminn er skorinn upp, eða einhver aðgerð er gerð á líkamanum, þá fer líkaminn í sjokk. Líkaminn gerir engan greinarmun á því hvort það sé skorið í líkamann, eða hvort það er eitthvað dýr sem ræðst á hann eða eitthvað annað sem meiðir hann, það myndast einfaldlega sjokk, yfir ofbeldinu á líkamann.

Þetta hefur sett margar hugsanir af stað hjá mér um samband mitt við líkama minn.

Ég er vel meðvituð um að líkaminn minn hefur ekki haft það besta líf sem hugsast getur, ég hef ekki verið góð við hann, stærstan hluta af þeim tíma sem við höfum verið saman, líkaminn og ég.

Hvað er það sem við gerum líkamanum, þegar við setjum hann í fráhald, aðhald, svelt, ofát, uppköst, líkamsrækt, sem ekki passar fyrir líkamann, hlaup, sem ekki passa fyrir líkamann, eða eitthvað annað sem við þvingum hann til?

Hlustum við einhverntíma á hvað það er í raun og veru sem líkaminn þarfnast ?

Ég hef gert allt það sem upp talið hér á undan, en innst inni hef ég vitað að líkaminn minn hefur það ekki gott með neitt af þessu.

Minn líkami, elskar að vera úti, að ganga, elskar að synda, elskar að gera yoga, elskar að gera rólegar hreyfingar, til dæmis garðvinnu, dansa eða þar sem jafnvægi og samvinna er á milli líkama og sálar.

Ég hef eins og margir aðrir, fylgt fjöldanum og gert það sem er sagt, að sé gott, til að grennast og halda líkamanum grönnum, en ég hef alltaf fundið fyrir einhverri mótstöðu gagnvart því, en aldrei hlustað, fyrr en núna.

Það er ár síðan ég fór í þessa aðgerð og ég hef verið bólgin og aum, í liðunum, húðinni og vöðvunum síðan eftir aðgerðina.

Þegar ég valdi að byrja upp á nýtt og hætta að vinna á móti líkamanum, en læra að vinna með líkamanum. Hætta að hlusta á hvað hinn og þessi segir að sé best fyrir líkamann, en í staðin að hlusta á líkamann og heyra frá honum, hvað sé best fyrir hann, hefur margt fallegt gerst.

Meðan annars hef ég undanfarið einfaldlega hlustað á líkamann og ég hef notað smá tíma á hverjum degi og heilað líkama minn. Ég hef sent Ljós og Kærleika á hverjum degi inn í likamann. Ég hef farið í ”göngutúra” þar sem ég finn, hverju sinni, hversu langt ég vil ganga, hversu hratt og hversu oft, allt eftir líkamans þörfum.

Þessi einfalda breyting hefur heldur betur hjálpað. Það hefur tekið tíma og ég hef oft efast um að þetta gangi upp, en núna síðustu daga, hef ég séð að bólgan er að minnka, og ég er farinn að eiga auðveldara með að hreyfa hnén. Annað sem er aukalega gott, er að líkaminn er farinn að léttast, ekki á megrun, en á Kærleika sem kemur frá mér til hans. Líkaminn hefur sína eigin þyngd, þar sem honum líður best, það er engin vikt sem getur mælt það, heldur kemur fram vellíðan, sem ekki er um að villast, því þurfum við að trúa og treysta.

Eftir að ég heyrði þetta viðtal við skurðlæknirinn, þá gerði ég mér ennþá betur grein fyrir að líkaminn lifir sínu eigin lífi og er í raun í minni þjónustu.

Það sem sker í hjartað þegar ég hugsa um það, er hvernig ég hef borgað þessa þjónustu sem hann hefur veitt mér, með harðri hendi, með boðum og bönnum á allan hugsanlegan máta og það versta er, með hatri, hann hefur aldrei gert nógu vel, nógu mikið eða nógu lítið. Fer maður svona með þann sem þjónar manni á allan hugsanlega máta, NEI.

Ég hef í gegnum þessa heilun, komist í snertingu við líkamann sem hefur fengið margar hugsanir fram, ekki bara góðar, en mest af öllu hjálplegar.

Ég geri mér nú grein fyrir því að til að skapa fullkomið jafnvægi milli mín og líkama míns, þá þarf ég að læra að hlusta á hvað hann þarf til að hafa það best.

Í morgun fékk ég þessi skilaboð frá líkama mínum:

Engin líkami, hefur sömu þarfir, þar af leiðandi eru megrunarkúrar, sem passa fyrir einn líkama, ekkert endilega góðir fyrir annan líkama. Engin líkami, er bara fallegur eða ljótur í sjálfu sér, það er það sem skín frá líkamanum, sem gerir hann að fallegum orkufullum líkama, eða orkulausum líkama.

Það sem er gott fyrir líkamann á ákveðnum tímum, er kannski ekki gott fyrir líkamann á öðrum tímum, allt eftir því við hverjar aðstæður líkaminn er hverju sinni.

Það er mikilvægt að hlusta á líkamann, hverjar þarfir líkaminn hefur hverju sinni.

Það er ekki mögulegt að skapa fagran líkama í jafnvægi, með hörku og reglum, það er eingöngu hægt með samvinnu við líkamann og Kærleika.

Ljósið kemur innan frá og út í gegnum líkamann.

Kærleikur og Ljós
Steina

Ég fékk hjálp frá englum.

Ég skrifaði þessa færslu á facebook prófílinn minn í gær, bæti smá við hérna.

Í kvöld á meðan ég var að slappast og horfa á sjónvarpið og slappast meira, kom minning til mín sem vildi láta muna sig, ég hef ekki hugsað þessa minningu í ótrúlega mörg ár, en einhverra hluta vegna kom hún upp aftur og aftur og ég ákvað að deila henni hér, hvers vegna veit ég ekki, en sú hugsun kom og ég fylgi henni.

Þegar ég var eitthvað í kringum 16 ára aldurinn, bjó ég tímabundið alein í Breiðholtinu, nánar tiltekið í Seljahverfinu. Ég hafði vin í heimsókn og við sátum lengi og spjölluðum heima hjá mér, eitthvað fram eftir nóttu. Hann bjó í Fellunum, stóru gráu blokkunum, sem ég man ekki hvað heita.

Ég ákvað að labba með honum heim til hans, til að halda áfram að spjalla, sem ég og gerði. Það var engin á ferli, ekki einu sinni bílar. Ég gekk með honum að dyrunum að innganginum heima hjá honum og kvöddumst við þar.

Ég gekk svo í áttina heim, og er næstum því komin að bensínstöðinni sem er rétt við Breiðholtsbrautina, nánar tiltekið á eyjunni á milli Þessara gráu háu bygginganna og Breiðholtsbrautar.

Ég sé svo mann sem stendur í skýlinu, það er kveikt á ljósum, í skýlinu og þess vegna sé ég hann greinilega, ég sé stóran og mikinn mann í stórri úlpu með hettu, standandi með hendur í vösum, með mjög stóran maga. Það var einkennilegt að sjá mann standa þarna, á mannlausu svæðinu, enginn annar á ferli, kannski að bíða eftir bráð. Ég sá hann, hann sá mig og hann sá að ég sá hann. Ég man að ég varð pínu óörugg, pínulítið hrædd, en gekk þó áfram, því ég þurfti að fara fram hjá honum til að komast heim til mín,. Þá fór maðurinn að ganga til móts við mig, ég varð hrædd og sneri við.

Ég fór í áttina að innganginum, þar sem vinur minn bjó. Ég sá að maðurinn nú hljóp, svo ég hljóp líka. Ég kom inn í innganginn, og mig minnir að það hafi verið dyrasímar og ég hringdi á þá alla, en ég man það ekki alveg hvað gerðist. Ég komst allavega enhvernveginn inn.

Ég man að ég hljóp tröppur og heyrði hann mása á eftir mér, alltaf, ég hringdi á hverja dyrabjölluna á fætur annarri, kallaði á hjálp og bankaði á dyr, engin opnaði fyrir mér.

Ég vissi ekki á hvaða hæð vinur minn bjó, eða hvað dyrabjalla var heima hjá honum, svo ég gat ekki fundið hvar hann bjó. Maðurinn var alltaf á hælunum á mér og ég heyrði másið og lætin í honum.

Ég var orðin algerlega örvæntingarfull og uppgefinn og var upp á einhverri hæð, engin opnaði eða svaraði bönkunum mínum eða hringinum, eða hrópum. Ég heyrði svo að maðurinn var alveg að koma að mér, ég stóð í lyftuskotinu, alveg þétt að lyftudyrunum í von um að hann hlypi framhjá mér, eða eitthvað.

Í því að maðurinn kemur fyrir hornið, alveg við mig, opnast lyftudyrnar og út kemur vinur minn, ég hef aldrei upplifað eins mikinn léttir á minni ævi, eins og þegar ég sá hann. Ég heyrði strax að maðurinn lét sig hverfa og hurðin skelltist að baki honum.

 Ég hafði stoppað á hæðinni þar sem vinur minn átti heima, alveg við dyrnar á íbúðinni hans.

Vinur minn sagði svo við mig, að hann fyrir algera "tilviljun" hafi kíkt út um gluggann og séð hvað gerðist, svo hann flýtti sér niður til að reyna að hjálpa mér.

Ég hafði svo fyrir "tilviljun" gefist upp á hæðinni hans og hann kom út akkúrat á rétta augnablikinu, þegar hann kom út um lyftudyrnar. Hann var líka í sjokki, fór inn og fór í allt of lítinn rauðan leðurjakka af litlu systur sinni og fylgdi mér svo heim.

Ég held ég hafi aldrei séð þennan vin minn eftir þennan atburð. Enda gerðust margir aðrir hlutir í lífi mínu eftir þetta sem gerðu að ég hef í raun ekki munað þessa minningu í öll þessi ár.

Þegar ég kom heim í íbúðina sem ég bjó í, var ég alein og ég man að ég hristist og skalf. Ég fékk mér vatna að drekka, settist við rúmið mitt, með glasið og misst það á náttborðið, sem var með glerplötu, ég varð alveg miður mín yfir að hafa eyðilagt glerplötuna, og fyllti það í raun meira heldur en þessi atburður með manninn á Breiðholtsbrautinni.

 Ég held að það hafi í raun verið að því að það var auðveldara fyrir mig að vinna úr því með glerplötuna, hitt var of mikill ótti fyrir mig til að takast á við og skilja.

Ég hef verið að hugsa um þetta frá því í gær, eftir að ég skrifaði þetta og ég sé að þessi ótti hefur sett sín spor. Ég er mjög hrædd að vera ein á kvöldin og á nóttunni, í borgum, sérstaklega í Reykjavík, myndi aldrei nokkur tíma gera það. Sama er í öðrum borgum, ef það eru auð svæði. Ég fæ líka hroll við að hugsa um Reykjavík, á nóttunni, í kulda og dimmu, þegar það er ekki snjór, það er fyrir mér agalega óhuggulegt. Enda var þetta um vetur, í kulda og dimmu, með engan snjó. Ég hef aldrei tengt þessa hluti sama áður. 

Þegar ég skoða þessa minningu, þá kemur tvennt upp í hugann minn: það hefur svo sannarlega verið haldið verndarhendi yfir mér, ekki af mannfólkinu sem bjó í íbúðunum sem ég bankaði hjá og hrópaði eftir hjálp, en af þeim sem passa mig á hinum innri plönum, Englunum mínum, það eru of margar "tilviljanir" sem gerast þessa nótt, til að geta kallað það tilviljanir.
Ég er þakklát fyrir Englana mína.


Hver er það sem talar, hver er það sem vill?

Hver er það sem talar, hver er það sem vill?

Það er ekki alltaf auðvelt að finna út úr því. Ég upplifi tímann núna, eins og tvö skref fram og eitt skref til baka, ég hef undanfarið verið í skrefinu afturábak. Það er á engan hátt auðvelt, því ég finn gamla hræðslu koma upp, hræðsluna við að verða 120 kíló aftur. Þessi hræðsla er eins og veggur sem hellist í andlitið á mér.

Ég er nú á þessari skrifandi augnabliki mjög upptekinn af þessu ferli og upptekinn af að hlusta á hvað líkaminn vill og hvað hungrið vill. Hver er hungrið og hvaðan kemur það, það er eitt af því sem ég er að reyna að finna út úr.

Ég geri mér fulla grein fyrir því sem meðvituð ”ég” eftir 50 ára misnotkun á mat og ofbeldi á líkamanum, lagast ekki með því að ég eingöngu ákveð það, ég vildi óska að þetta væri svona auðvelt. Ég hef mjög sterkan vilja, engin vafi um það, en það er ekki viljinn sem á að ráða ferðinni að þessu sinni, það er kærleikurinn og samvinnan við líkamann.

Þegar ég er í þessu hræðsluferli, þá gleymi ég að hlusta og gleymi allri samvinnu, hugurinn ferð að leita að alla vegana megrunaraðferðum sem ég hef verið í áður og sem hafa virkað, í smá tíma, það eru þau tímabil, þar sem viljinn ræður og ég þekki af reynslunni að það er ekki langvarandi tímabil.

Ég var í göngutúr í gær með vinkonu minni og hundunum okkar, við ræddum þessi mál. Ég talaði upphátt um þennan ótta, en þegar ég hafði sagt þetta hátt, þá minnkaði þessi innri spenna og ég gat farið að skoða hvað í raun væri að gerast.Ég held akkúrat að það sé mikilvægt að tala upphátt um þær hugsanir og þær tilfinningar sem koma upp, alls ekki að geyma þær í sjálfri sér.

Í hugleiðslunni minni í morgun, þá notaði ég langan tíma í heilun á líkama mínum og innri samræðu við líkama minn. Ég hef ekki gert þetta í nokkurn tíma, aðallega vegna anna, en ég sé að þessi samvinna þarf að vera dagleg samvinna, daglegur Kærleikur.

Ég hlustaði á líkamann í morgun, hann var ánægður með hversu hollan mat ég borðaði, en ég borðaði of mikið magn. Þá kom upp áhyggjuhugsun hjá mér : en ef ég borða minna, verð ég svöng og þá fer ég í alla vegana drasl!!!

En þá kom tvennt upp: Líkaminn þarf eingöng örfáa daga til að venja sig við minna magn, það er ekki aðalmálið, á meðan þú ert í Kærleiksríku sambandi við hann. Það er munur á hvaða orku þú notar og hvaða hugsun er á baki því sem þú gerir gagnvart líkamanum. Annað sem kom upp og ég þarf að skoða nánar næstu daga var: hvaðan kemur hungrið, hver er hungraður, hvað er hungrið. Allt þetta þarf ég að skoða næstu daga.

Ég vil benda á ef þú vilt vera í sambandi við líkama þinn, þá er mín upplifun sú, að þú þarft að spyrja einfaldra spurninga og þú færð einföld svör.

Ég hef semsagt tvennt sem ég hef til að skoða á næstunni, það er óttinn, enn og aftur og það er hungrið.

Í raun er þetta ekki svo erfitt, það fer allt eftir því hvernig maður velur að skoða það. Þetta er eins og rannsóknarvinna, til að læra að þekkja sjálfan sig inn og út, það er í raun ekkert fallegra í þessum heimi. Hafið Blessaðan dag, þið öll

Steina


Villtu verða þinn besti vinur?

Viltu verða sá/sú sem stjórnar í lífi þínu?
Viltu verða sá sem er hljómsveitarstjóri í þinni eigin hljómsveit og fá hljómsveitina til að spila saman í einum takti ?
Er svo er, þá er Joyful Evolution kannski leiðin fyrir þig.

Joyful Evolution eða MDP (Multi Dimensional Psychology ) er einstök heimspeki-þarapíuaðferð sem leggur áherslu á vinnu með hin 3 sjálf: sál, meðvitaða vitund og undirmeðvitund.

Þessi sérstaka þroskaleið er opnun inní nýjan heim og færir okkur möguleika á að umbreyta gömlum munstrum og tilfinningaflækjum á undraverðan og skjótan hátt, sem hingað til hafa staðið í veginum fyrir því að þú gætir lifað lífinu í gleði og jafnvægi. Hér er tækifæri til að læra nýja leið og samtímis upplifa sjálfa þig sem eina samræmda heild.

Ég hef undanfarin 9 ár verið í Joyful Evolution þerapí. Ég hef einnig verið í þjálfun sem Joyful Evolution leiðbeinandi og jafnframt fengið andlega leiðsögn hjá Gordon Davidson í öll þessi ár fram til dagsins í dag. Gordon Davidson er höfundur bókarinnar Joyful Evolution Sjá: (www.joyfulevolution.net)

Síðustu tvö árin hef ég unnið með fjölda manns í þerapí , bæði einstaklinga og hópa sem Joyful Evolution leiðbeinandi, hér að neðan er hægt að lesa frá nokkrum af þeim sem ég hef unnið með.
Öll vinna fer fram á skype, sem gefur möguleika á landamæralausri Jörð, þar að segja engri fjarlægð.

Hver þerapíutími tekur ca. 60 mín og kostar 10.000 kr.
Ef þú hefur áhuga á að heyra meira, þá getur þú getur sent mér @mail: steinunnhelga@gmail.com
--------------------------------------------------------------
"Steina’s own soul evolution has led to her multifaceted expression as a visionary artist, a leader & spiritual warrior, a teacher and healer. She brings an artist’s creativity, love and humour to her activity as a spiritual guide.

In working with Steina you experience her deep love of nature and her vision of a great healing between the kingdoms of nature and humanity. You also find yourself supported by an intuitive and strong soul who creates a safe and loving space to help you explore your multidimensional self.
I heartily recommend Steina as a guide on your spiritual journey."
John Waters,
Director, Path Centre
Love & blessings, John
--------------------------------------------------------------
Ég hef verið í svokölluðum „sessionum“ hjá Steinunni Helgu í nokkur skipti.
Ég get mælt með Steinunni Helgu sem leiðbeinenda í slíkri vinnu. Hún hefur leitt mig inn í mjög djúpa vinnu sem hefur haft djúpstæð áhrif á líf mitt og verið stór partur af heilunarferli mínu á síðustu mánuðum.
Esther Helga Guðmundsdóttir MSc., matarfíknarráðgjafi, dáleiðslutæknir.
--------------------------------------------------------------
'Eg hef ávallt verið leitandi sál og hef komið víða við á leiðinni til andlegs þroska . 'Eg las bókina Joyful Evolution eftir Gordon Davidson og ég hámaði hana í mig. Hér var einhvað komið sem ég þarf akkurat núna inn í líf mitt . Margar aðferðir hef ég notast við til að verða að betri manneskju og sumar hafa virkað og sumar ekki . 'Eg hafði verið lengi með ýmis hegðunarmynstur sem vildu ekki lagast sama hvað ég var búin að reyna að gera , ekkert virkaði alltaf koma það til baka. Eftir námskeið fór´ég að vinna í Multidimensional Psychology
Og á einhver undraverðan hátt mér til mikillar furðu smellvirkaði hún . Það var töfrum líkast . Hegðunarmynstur og stíflur sem hafa verið um langan tíma breyttust og losnuðu . Þessi aðferð er svo einföld og hún virkar vel að ég er enn að undrast yfir því. Og þvílík gleði sem fylgir þessari vinnu . 'Eg er þakklát að hafa fengið að kynnast Steinunni og held áfram í þessari vinnu með henni .- Hulda Leifsdóttir
--------------------------------------------------------------
Steinunn has been guiding me in the Joyful Evolution method over a few sessions now, and it is a remarkable journey of self-discovery, awareness and transformation. Even over a distance, and through the electronic medium, Steinunn creates a loving, nurturing space within which I feel at once safe, embraced and fully supported as I take the necessary steps towards wholeness. Steinunn is a highly intuitive facilitator, able to pierce through to the essence of my experiences and help me to gain insights with amazing clarity. Building a loving relationship with my subconscious self is revealing, rewarding and truly joyful! This is a process of deep change. I am learning more about my life-long patterns with each session, and creating a new symphony for my life, in concert with my subconscious and superconscious Selves. Having Steinunn guide and accompany me on this journey is a wonderful gift, and one for which I am very grateful. She is really an incredible healer in her own right - I highly recommend her to anyone who is seeking to make a transformational shift within themselves and their lives.


KA Jerúsalem
--------------------------------------------------------------
Jeg deltog på et kursus, Joyful Evolution, med Gordon Davidson for 1 1/2 år siden. Vi var en gruppe, som fortsatte med månedlige møder, hvor vi arbejder ud fra Gordons bog, Joyful Evolution, med hjælp fra Steina, som kommer og guider os ind imellem.
Nu har jeg haft 3 sessioner hos Steina, som foregår over skype en gang om måneden.
At opbygge en bevidsthed, begynde at have kontakt med de 3 bevidstheder og være i dialog med mit indre barn, har tilføjet ekstra dimensioner til mit liv. Gjort mit liv mere enkelt, fordi jeg nu ved, hvordan jeg håndterer min underbevidsthed og det lykkedes for mig oftere, end jeg kunne have håbet. For mig er disse sessioner en rejse til og gennem universer, som åbner sig for mig, og giver mig en mere levende, forstående og inspirerende opfattelse af mig selv og mine omgivelser. Jeg mærker også at disse sessioner fortsætter med at arbejde i og med mig og skaber et andet forhold til mig selv og mine omgivelser, som indeholder meget mere glæde.
Steina tilbød mig healing i en af sessionerne. Det var en meget forunderlig oplevelse, hvor jeg røngenfotograferede hele min krop under healingen. Efter den oplevelse er sanserne omkring min krop og strømmen af energierne intensiveret, meget levende og vibrerende.

Þýðing:
Ég tók þátt í námskeiði, hjá Grodon Davidson um Joyfu Evolution Evolution, fyrir 1 1/2 ári síðan. Við vorum hópur sem héldum áfram með mánaðarlega fundi þar sem við lesum bókina Joyful Evolution saman. Steina kemur reglulega og hittir hópinn þar sem hún leiðbeinir okkur.
Nú hef ég haft þrjár þerapímeðferðir með Steinu, sem fer fram á Skype einu sinni í mánuði.
Til að byggja upp skilning, byrja að hafa samband við hin þrjú sjálf, meðvitund, undirmeðvitund og hið æðra “ég” og að vera í sambandi við mitt innra barn, hefur bætt auka víddum inn í líf mitt. Það hefur ert líf mitt auðveldara því að nú veit ég hvernig ég höndla undirmeðvitundina mína, mér tekst það oftar en ég hefði þorað að vona. Fyrir mig, eru þessar þerapí meðferðir ferð til og í gegnum alheimsins, sem opnast hefur fyrir mér og gefur mér meira lifandi, hvetjandi og skilningsríkari mynd af sjálfri mér og umhverfi mínu. Mér finnst líka að eftir að við höfum unnið saman, þá heldur innri vinnan áfram að vinna í mér og skapar sýn og tilfinningu til sjálfrar mín og umhverfi mitt, sem gefur mun meiri gleði.
Steina bauð mér heilun í einum þerapítímanum. Það var mjög skrítin reynsla þar sem ég upplifði að ég sá líkama minn í gegnum rönken augu á meðan á heiluninni stóð.. Eftir þá reynslu er skynfærin í líkama mínum skarpari/næmari og orkuflæðið hefur aukist,og er nú mjög lifandi og orkumikil.

--------------------------------------------------------------
Jeg har det rigtig godt med vores sessioner.
Det som betyder mest er nok kontakten til det indre barn. Jeg havde aldrig forventet at det er så kraftfuld. Hun er fuld ag glade og energi og livslyst, så det smitter på mig, når jeg kontakter hende.
Men også mødet med mester DK har haft indflydelse på mig. Specielt når jeg er bekymret elle bange. Jeg har fortalt dig, at jeg søgte kontakt til ham når jeg skulle gå over broen - og jeg har højdeskræk. Når jeg havde bedt om at møde hans energi, følte jeg mig indhyllet i lys, og det blev meget nemmere.

Þýðing
Mér finnst mjög gott að vera í þessari vinnu hjá Steinunni.
Það sem mestu máli skiptir er að ég nú hef gott samband við mitt innra barnið. Ég bjóst aldrei að það yrði svo öflugt. Hún er full AF hamingju, orku og lífshamingju, svo það hefur jákvæð áhrif á mig þegar ég samband við hana.
En einnig eftir að ég fékk tengingu við meistara DK, það hefur haft mikil áhrif á mig. Sérstaklega þegar ég hef áhyggjur eða er hrædd. Ég sagði þér frá þegar ég var að fara yfir brúnna og ég hef svo mikla lofthræðslu, þá tengdi ég mig við Meistara DK. Þegar ég hafði beðið um að ég gæti tengst orkunni hans og ég fann að ég var böðuð í Ljósi, þá varð allt auðveldara


Óttinn

Maður lærir svo lengi sem maður lifir og þannig upplifi ég tímann sem ég er í núna.

Ég hef í svolítinn tíma verið að undirbúa mig undir að taka tíma í vetrarfríinu mínu til að vinna að úthreinsun fyrir líkama minn.

Ég hef hlakkað til, einhversstaðar, en samt verið að skoða mjög vandlega allar hugsanir sem gætu komið, um það hvort ég væri að fara í leyni megrun.

Ég veit að ég get talið mér trú um einn hlut, en svo er einhver hluti af mér að planleggja eitthvað allt annað.
Þannig að það hefur verið mjög mikilvægt að skoða hverja þá hugsun, sem kom upp og skoða hvaðan hún kemur og hvers vegna.

Ég fann þó ekkert hættulegt sem kom upp hjá mér, svo ég hef verið í þessu undirbúningsferli í nokkrar vikur.

Ég byrjaði á að reyna að taka út sykur, en hef þó verið pínu sætusjúk seinnipart dags, en ekkert hættulegt.

Var þó ekki alveg sátt við það, vegna þess að ég þekki þetta munstur, frá því í gamla daga.

Ég ákvað svo að fara í innra rannsókarferðalag í mitt innra og skoða, hvað væri að gerast, hvers vegna ég hoppaði í sætuskálina af og til, algerlega óvænt.

Ég komst að mjög áhugaverðum kjarna í mér, sem var skelfingu lostinn við að skína, skelfingu lostinn yfir því sem gerðist ef maður væri of sýnilegur. Ég veit nefnilega að þegar það er ekki jafnvægi á milli líkama og sálar hjá mér, þá loka ég fyrir ljósið sem skín frá mér og dreg mig inn í mig sjálfa.

Ég vann svo með þessa hræddu hlið í mér, sem var svo hrædd við að skína. Hvað þýðir það að skína, hvað getur gerst fyrir mig, ef ég skín, hvað hefur gerst hjá þeim sem hafa skinið mest, sem hafa haft þetta skínandi ljós.

Hvernig getum ég og þessi hræddi hluti í mér, fundið janfvægi saman og látið hræðsluna verða að andstæðu sinni, hugrekki.

Nelson Mandela sagði eitt sinn:

Okkar dýpsti ótti er ekki að við séum vanmáttug.
Okkar dýpsti ótti er að við erum óendanlega máttug.
Það er ljósið innra með okkur ekki myrkrið sem við hræðumst mest.Við spyrjum sjálf okkur hvað á ég með að vera frábær, yndisfögur, hæfileikarík og mikilfengleg manneskja.
Enn í raun hvað átt þú með að vera það ekki?

Þú ert barn Guðs.

Það þjónar ekki heiminum að gera lítið úr sjálfum sér.

Það er ekkert uppljómað við það að gera lítið úr sjálfum sér til þess að annað fólk verði ekki óöruggt í kringum þig.

Við fæddumst til að staðfesta dýrð guðs innra með okkur, það er ekki bara í sumum okkar, heldur í hverju einasta mannsbarni.Og þegar við leyfum ljósinu okkar að skína, gefum við öðrum, ómeðvitað, leyfi til að gera slíkt hið sama.Um leið og við erum frjáls undan eigin ótta mun nærvera okkar ósjálfrátt frelsa aðra.

Þessi rannsókn á hræðslunni var mjög góð og gerðist fyrir viku. Hugrekkið er komið og orkan flæðir. Engin sætuþörf hefur verið þessa viku.

Í nótt, daginn fyrir hreinsunarvikuna, dreymdi mig draum, sem var mjög lifandi þegar ég vaknaði. Ég var ekki viss um hvort mig hefði dreymt þetta, eða hvort þetta hefði gerst í vökutilstandi. En nú veit ég að mig dreymdi þetta, vegna þess að ég man hvorki það sem gerðist fyrir eða á eftir.
Það kom hendi á móti mér, í blárri skyrtu með gullúr á hendinni. Hendin hélt á skyrdollu. Sagt var við mig háum og ákveðnum rómi: Þú þolir þetta ekki!

Ég veit að þetta var frá mínu innra, með mjög ákveðin skilaboð til mín. Ég þarf ekkert að hreinsa líkamann, en ég þarf að taka þau matvæli út, sem líkaminn minn þolir ekki og það eru mjólkurvörur.

Ég hef stundum fengið þá hugsun, að ég þoli ekki mjólkurvörur, vegna þess að það myndast oft mikið slím í hálsinum á mér þegar ég fæ mér skyr í morgunmatinn minn, en ég elska skyr og osta, svo ég hef haldið þessari innri hugsun úti, þar til nú.

Þessi skilaboð komu frá líkamanum og vegna þess að ég hef verið að vinna að því að tengjast líkama mínum núna í nokkurn tíma, þá get ég ekki lokað eyrunum, þegar skilaboðin eru svona skýr, þó svo að þetta sé ekki alveg það sem mig langar að heyra hihi.

Mikið er ég þakklát, þegar ég upplifi að það sem er svo einfalt, er svona áhrifaríkt.

Viltu á einfaldan hátt læra að hugleiða, án þess að þurfa að fara út frá heimilinu þínu?

Viltu á einfaldan hátt læra að hugleiða, án þess að þurfa að fara út frá heimilinu þínu?

Hugleiðsla er áhrifarík leið til að forðast streitu,veita þér innri frið,hjálpa þér að taka ákvarðanir í lífinu,tengjast þínu innra sjálfi, slaka á og finna hugarró.

Viltu hitta aðra, sem líka vilja læra að hugleiða, á einfaldan hátt, án þess að þurfa að fara að heiman?

Það eina sem þú þarft til að geta verið með, er löngunin til að fá ró á hugann, löngun til að læra að hugleiða með öðrum, kynnast og hugleiða með fólki frá ólíkum stöðum, hafa tölvu og nettengingu.

Þá er þetta tilboð eitthvað fyrir þig.

Síðasta fimmtudag i hverjum mánuði kl. 20:00 á íslenskum tíma,  er ég með hóphugleiðslu á skype.

Kennslan felst í því að hugleiða saman, eftir hugleiðsluna tölum við saman um þá upplifun sem hver og einn hefur haft og spyrjum þeirra spurninga sem kunna að koma upp, sem ég svo svara eftir bestu getur.

Ég hef margra ára reynslu af að hugleiða, hef bæði tekið ólík námskeið og menntun í því að hugleiða í Danmörku og annarsstaðar. Kjarninn og skilningurinn í því sem ég hef lært er : því einfaldara, því árangursríkara. 

Það er að mínu mati ekki hægt að lesa sig til um hugleiðslukunnáttu, heldur kemur kunnáttan með því að hugleiða og spurningarnar koma í takt með reynslunni. Þetta er sú leið sem ég vel að nota til kennslunnar.

Ef þú þekkir einhvern sem þú heldur að hefði áhuga á að vera með, máttu gjarnan senda þessi skilaboð áfram.

Ég hlakka til að heyra frá þér.

Með kærri kveðu.

Steinunn Helga.

Hvert skiptið kostar 1000 kr. íslenskar

steinunnhelga@gmail.com


Hvað hefur árið gefið mér af upplifunum og reynslu

steinaÉg er hugsi í dag, þar sem ég dunda mér við eitt og annað og velti fyrir mér liðnu ári.

 

Þetta hefur verið mjög afdrifaríkt ár í alla staði. Hef sennilega aldrei haft svona afdrifarík ár á allri minni æfi.

 

Á sama tíma í fyrra, hugsaði ég nokkurn veginn það sama, en árið á undan hafði líka verið afdrifaríkt, miða við þá reynslu sem ég hafði þá.

Hvert ár hefur gefið mér meiri og nýja og ótrúlega reynslu.

 

Núna líður mér eins og ég sé í þurrkara, eftir að hafa verið í þvottavél allt árið, með nýjum og nýjum þvotti í allavega sápum og allavega litum þvotti.

 

Á sama tíma fyrir ári, sat ég og hlakkaði til áramótanna, því ég hafði ákveðið að vera ein á gamlárskvöld og hugleiða inn í nýja árið, sem ég svo gerði.

 

Ég átti dásamleg áramót og stefni á önnur nokkurnveginn eins.

 

Á sama tíma í fyrra var ég í fráhaldi, sem ég kalla það, eða ég viktaði og mældi allan matinn minn og borðaði eftir fyrirfram ákveðnum reglum. Ég hafði það fínt með það, á þeim tíma.

 

Í byrjun janúar fór ég til Ítalíu, til In Citta’della Pieve i Umbria. Þar var ég var með kærum vinum frá heiminum í viku  og við unnum undir leiðsögn Gordon Davidson við að þjálfa okkur til að _mg_7737.jpgvinna sem guide i Joyful Evolution tækni. Við höfðum undanfarið ár hist vikulega á gotoowebinar, einskonar netkennslu. Þetta var svo vika, þar sem við unnum mjög djúpt saman.

 

Við snjóuðum inni, sem var alveg með ólíkindum. Eftir mikla baráttu þar em við börðumst í gegnum snjóinn frá setrinu út á þjóðveginn og þar með leigubíl og svo lest í 6 klukkutíma, sem vanalega tekur 40 mín. komumst við til Róm.

_mg_7769_1185264.jpg

 

Í Róm, festist ég í lyftu með góðu fólki, um miðja nótt, lyftan hrundi frá fjórðu hæð og niður í kjallara. Engin kom til skaða sem betur fer. En eftir ævintýralega björgun, þurftum við að fara með allar töskur upp á 9 hæð, þar sem íbúðin var, sem við fengum lánaða, upp á allra hæstu hæð í heimi, að mér fannst um miðja nótt í Róm.

 

Við dvöldum nokkra góða daga í Róm, en komumst heilu á höldnu heim hver til síns heimalands.

 

Í mars fór ég til Íslands, yfir stutta helgi, var með námskeið í hugleiðslu. Það kom svo mikið að góðu fólki. Ferðin var stutt og áhrifamikil.

_mg_1737.jpg

 

Í maí, fermdist Sólin mín, elsku yngsta barnið mitt. Við héldum 80 manna veislu hérna í garðinum okkar, með góðum vinum og ættingjum héðan og frá Íslandi.

 

Það var sól og dásamlegt veður, þó það væri snemma vors. Hún var fermd með bestu vinkonu sinni og einum dreng sem býr hérna rétt hjá. Nágrannar okkar, tóku sig saman og planlögðu mótspil við limousine og þyrlur, sem keyra fermingarbörnin heim frá kirkju, og skreyttu hjólbörur, með fallegum blöðum og keyrðu þær heim í veislurnar sínar.

 

Daginn eftir dásamlega veislu með söng, músík, góðum mat og góðum gestum flaug ég til Los Angeles._mg_2200.jpg

 

Ég var viku á ráðstefnu með fólki frá heiminum, þar sem unnin var andleg vinna og bundin andleg bönd á milli hvers og eins.

 

Það var gaman að upplifa og vera þarna. Við dvöldum á hæðum yfir borginni á stað sem heitir Loyola Marymount University. Einnig fórum við aðeins um í borginni og kringum borgina, ég sá með eigin augum Hollywoodmerkið wawww það var gaman.

Eftir viku dvöl þar fór Sólrún og Lisbeth vinkonur mínar og ég með Theresa heim til Theresa. En hún á heima

í Mariposa. Það var ca 5 tíma ævintýraleg keyrsla frá LA._mg_2363.jpg

Við vinkonurnar héldum dagsnámskeið í nýja setrinu hjá Georg og Theresa, það gekk vel og var undurljúft.

Við dvöldum þar í dásamlegu yfirlæti í ca viku, með útisundlaug og náttúru sem ég hef aldrei upplifað áður.við heimsóttum líka Yosemite National Park sem var engu líkt, sáum Móður náttúru í þvílíkri fegurð og töfrum. Við sáum líka úlf og björn og fullt af öðrum dýrum, sem var gaman gaman

Eftir dásamlega daga með Theresa fórum við vinkonurnar til San Francicso og dvöldum þar smá, dásamleg borg alveg hreint._mg_3233.jpg

 

Ég fór svo og heimsótti vini mína í San Rafael og dvaldi þar í nokkra daga. Ég átti yndislega daga með þeim, þar sem við meðal annars skoðuðum Muir Woods Nationar Mounment, mörg þúsund ára tré sem vorum með ólíkindum stór.Hérna er hægt aå lesa nánara um þegar ég var rænd

Eftir ævintýralega ferð og 3 vikna dvöl í USA  tók ég þáttí útskrift hjá Sigga syni mínum, frá Konunglegu Listaakademíunni, sem var stór stund fyrir hann og okkur öll.

 

Í byrjun sumars, giftu Sigyn dóttir mín og Albert sig. Þar komu líka margir gestir, margir komu alla leið frá Íslandi til að halda upp á daginn með þeim. Fullt af gestum, fallegt kirkjubrúðkaup með dásamlegum söngvum sungið af Sólrúnu Bragadóttur. Sigyn mín í svo fallegum kjól og svo falleg í alla staði.

 

Ég hef aldrei áður upplifað það í kirkjubrúðkaupum að kirkjugestir klappi eftir að sungið er.

Brúðkaupið var ansi magnað, þar sem fortíð, nútíð og framtíð mættust. _mg_5409.jpg

 

Eftir brúðkaupið fórum Gunni, Sól og ég til Íslands, sem var fermingagjöf til Sólar. Hún mátti bjóða bestu vinkonu sinni, Andrea, með. Að sjálfsögðu héldum við auka fermingarveislu á Íslandi, fyrir nána ættingja og vini okkar sem þekkja Sól. Það komu hátt í 100 manns, sem var bara algerlega dásamlegt að upplifa. Fermingarveislan var haldin í húsinu sem Sigrún systir og Jón eiga í Kópavogi og þökk sé svona góðri systur að leggja húsið sitt fyrir nöfnu sína. Við fengum dásamlega hjálp frá Hafliða og Dússu með láni á hinu og þessu og hjálpandi hönd við að smyrja og annað sem þarf að gera fyrir svona stóra veislu.

Eftir þvílíkt dásamlegan dag, með svo dásamlegum ættingjum og vinum, fórum við í ferðalagið stóra. Fengum lánaðan jeppa frá Einari og felliskýli frá Ingunni og Ara, það gat ekkert klikkað. Það klikkaði heldur ekkert. Ferðin var í alla staði, svo dásamleg, með stoppi hér og þar hjá vinum og ættingjum og á fallegum ógleymanlegum töfrastöðum. _mg_7443.jpg

Víkin mín, var alltaf jafn dásamleg, mikið elska ég þennan bæ, sem er svo stór hluti af mér, blóðið mitt er blandað Víkurorkunni, sem gerir að ég hef það hvergi betra en í gömlu æskuorkunni minni. Sjá nánari áfallaútskýringu á ferðinni og hvernig ég missti hræðilega mikið af peningum,

Eftir dásamlega ferð, fórum við heim til Danmerkur, södd og sæl og full af minningum sem við höfðum skapaða saman sem fjölskylda.

 

Í ágúst fór ég aðra ferð til Íslands. Ferðin var vinnuferð, eða námskeið, einn dagur með hugleiðslukennslu og svo helgarnámskeið á Sólheimum, þar sem Sólrún Bragadóttir, Stefano og ég vorum með námskeið, sem við kölluðum” the three of life”  Bæði námskeiðin gengu algerlega dásamlega. Ég var 10 daga á Íslandi og notaði hluta af tíma mínum til að hitta vini og ættingja. Einnig var ég nokkra daga í Víkinni minni, á Strönd, það var bara toppurinn.

 

Í september fór ég með námskeið til Noregs. Þetta var námskeið í að vinna með náttúruríkjunum sem er að sjálfsögðu blandað með að vinna með þá innri vinnu sem ég hef verið að læra undanfarin ár. Námskeiðið var haldið á dásamlegri eyju fyrir utan Drammen. Yndisleg upplifun, sem hefði aldrei gengið svona vel, ef Sissa hefði ekki skapað þessar dásamlegu aðstæður.

 

Í desember lá svo leiðin til Ísrael og Palestínu. Þetta var hugleiðsluvinna, mikið unnið og mikið ferðast um svæðin. Ferðin hafði mikil og djúp áhrif á mig og er ég ennþá að vinna úr öllum þeim upplifunum sem ég meðtók. 18089_10151149924733314_1922867472_n.jpg

Landið fallegt og hrikalegt, mikil þjáning þar sem heil þjóð er í fangelsi. Ég var við Dauðahafið og lét mig fljóta, næstum því til Jórdan, ég hugleiddi á fjallinu við Galilei, þar sem Jesús hélt fjallræðuna, ég hugleiddi í hellinum þar sem hann hugleiddi nóttina fyrir fjallræðuna, ég sá og upplifið alla þessa sögu á öllum víddum, ég upplifði líka þær hörmungar sem fólk lifir við í dag, á þessu svæði, þar sem ég var á svæðinu á meðan haldið var vopnahlé, eftir mikil átök á milli Ísrael og Palestínu.

Ég veit að þetta verður ekki mín síðasta ferð á þetta svæði, er strax farinn að plana ferð þangað á næsta ári.

 

Ég kom heim eftir þessa ferð, búinn á sál og líkama og reyndi að vera með til að skapa jól með fjölskyldunni minni. 29343_10151149926403314_2033149436_n.jpg

Ég veit að eftir þetta ár, verður aldrei neitt eins og áður. Ég fór í gegnum eldhreinsun á síðasta ári, á svo mörgum plönum. Nýtt tímabil er komið, þar sem ég kem til með að lifa lífi, sem er og verður öðruvísi en áður. Hluti af mér, vil það gamla, það sem ég þekkti, þar sem ekkert óvænt gerist hjá mér, en sá tími er búinn.

 

Ég sagði upp vinnunni minni, sem skólastjóri í Listaskólanum Rammen, þar sem ég hef verið síðastliðin 10 ár, það öryggi fjarlægði ég líka.

 

Ég vinn með fleiri og fleiri  sem guid, sem er sú aðferð sem ég hef sjálf verið leidd áfram á Gordon Davidson síðustu 9 árin, em hefur gert það að þessi nýji heimur er komin, sem er svo öðruvísi en ég nokkurtíma hefði getað ímyndað mér að ég ætti eftir að upplifa.

 

Með þeirri innri vinnu sem ég hef gert, hafa allir þeir möguleikar sem eru mögulegir ,opnað sig fyrir mig. Ég vil gjarnan hjálpa öðrum að láta flæðið streyma, án alls þess sem stoppar að við þorum og viljum. Það er hlutir þeirra verkefna sem ég ætla að taka mér fyrir hendur á næsta ári.

 

Ég byrjaði fyrir nokkrum mánuðum að bjóða upp á hugleiðslu kennslu á skype. Það hefur verið ný og spennandi leið fyrir mig og fleiri og fleiri vilja vera með.

 

Næsta ár bíður líka upp á annað nýtt verkefni sem við hjónin erum að vinna að ásamt nokkrum góðum vinum hérna í Danmörku.

Það kemur seinna, en það er mikill undirbúningur í gangi hjá okkur með það.

 

Næsta ár, verða fleiri ferðalög framundan hjá mér. Það sem ég veit er að  í maí ætlum við sem erum að vinna að þessu nýja verkefni sem ég sagði ykkur frá, að fara til Víkur, á Íslandi og halda vinnuhelgi í fjölskylduhúsinu ”Strönd”. Í maí fer ég til til New York á ráðstefnu, í júní fer ég til Kanada með námskeið. Einnig eru plön um ferð til Los Angeles í mai. Í ágúst er svo annað námskeið á Sólheimum með ”the three of life”. Margt annað er í planleggingu, sem kemur í ljós._mg_1578.jpg

 

Það eru margar hugsanir sem koma upp við þessa talningu, ótrúlega skrítnar hugsanir sem flestum finnst sennilega ekki passa með.

 

En það er það sem hefur fyllt mest hjá mér yfir allt árið. Það er matur, jebúddamía, það er svo skrítið, að hugsa um það, að matur skuli vera svona mikið atriði í svona ævintýrum.

 

Matur, já, ég hafði verið í fráhaldi í 4 ár, eins og ég kom að í byrjun þess sem ég skrifaði. Í fráhaldi þar sem ég hafði viktað allt sem ég hef borðað í 4 ár. Fyrir þann tíma, borðaði ég óhemju mikið og meira mikið, sem gerði að ég þurfti mikinn stuðning til að finna nýja leið með mataræðið. Þá hjálp fékk ég, en hef svo verið allt árið að finna jafnvægi og leið til að vinna í ap gera matarvenjur mínar sem eðlilegan straum að orku, að borða meðvitað, þar sem ég sjálf, meðvituð ég, stjórnar, í samvinnu með líkamanum, en ekki að aðrir, stjórni og ráði, hvað er best fyrir mig og líkama minn. Ég er að læra að passa mig, alla, með öllum þeim kærleika sem ég hef.

Ég trúi að það að vinna með sitt innra, þá opnar maður fyrir leiðum og skilningi sem maður vissi ekki að maður hafði.

 

Að þora að brjóta upp munstur og upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi en áður, brýtur upp önnur munstur, vanamunstur sem er hluti þess að borða, kaupa, borða ekki, rífast, rífast meira, gráta, gráta meira og svo framvegis. Það þarf stundum að nota mikla krafta til að breyta því sem maður en vanur, ég veit allt um það. En þegar maður upplifir það sama aftur og aftur og aftur og aftur, þá er lítill möguleiki á að mæta einhverju óvæntu sem er með til að víkka út sjóndeildarhringinn og jafnvel að mæta hlutum sem stundum virðast óyfirstíganlegir, eins og ég hef gert á flestum þeim ferðum sem ég hef farið í á liðnu ári, en ég hef mætt þeim, tekist á við það og verið ríkari af reynslu á eftir og ég þakka svo sannarlega fyrir það.

 

Sú besta gjöf sem ég hef gefið mér í gegnum árin, er að hafa farið í þessa meðferð (þerapíu) fyrir 9 árum. Það hefur gert að ég hef þorað að taka sjénsa, taka áhættur, mætt nýju og nýju og meira nýju. Ég hef lært að sjá heiminn frá mörgum hliðum og líka á haus  og ég er ennþá lifandi, sit ennþá á yndislega heimilinu mínu, 27 desember 2012 og hef lifað þetta allt af.

 

Maturinn er ennþá yndislegur, en hann fyllir ekki allt. Ég er kannski 5 til 6 kílóum þyngri en ég var fyrir ári, en ég vil heldur vera það og vera frjáls til að velja til og frá eftir því hvernig aðstæðurnar eru hverju sinni.

 

Í kvöld ætlum við að borða rauðrófusúpu með rauðrófum frá garðinum mínum, sem tekið var upp í morgun, 27 desember og brauð með sem ég hef bakað úr allavega korni sem ég átti í skápunum. Allt lífrænt og allt hollt.

 

Ég tek á móti lífinu og því sem það lætur mig mæta með áhuga og reyni að leysa þau verkefni sem ég mæti hverju sinni á eins góðan hátt og ég get. Ég hef oft getað gert betur en ég hef gert, en það er allt í lagi, ég geri bara betur næst.

Hamingja til ykkar allra elsku fólk.

img_2375.jpg


Hugleiðslunámskeið

Kæra fólk! Margir hafa haft samband við mig með þá ósk að læra að hugleiða. Ég hef haldið nokkur námskeið sem er að sjálfsögðu mjög gott, ennnn, það þarf oftar en það. til að fá leiðbeiningu bæði til að komast inn í rútínu hugleiðslunnar og einnig til að fá hjálp til að halda orkunni í lengri tíma. Ég hef ákveðið að bjóða upp á hugleiðslukennslu á skype einu sini í mánuði. Kennslan er fyrir hópa,
þannig að fleyri en einn geti verið með, í því er líka lærdómur, sem felst í að deila hvert með öðru og einnig spurningar sem koma upp að lokinni hugleiðslu, sem gagnast öllum.

Gott og gagnlegt væri fyrir mig ef þið sem hafið áhuga sendið mér skilaboð til steinunnhelga@gmail.com sem fyrst. einhverjar spurningar gætu komið upp sem ég et svarað hverjum og einum. þú mátt endilega deila þessu á vegginn þinn svo sem flestir sjái þetta. Með kærri kveðju inn í fagra helgi.
 
Það kostar 1000 ísl. að fyrir hvert sinn. 

Finna hamingjukjarnan, sem alltaf er þarna, þrátt fyrir allt sem gerist!

_mg_1685.jpgÞað er fallegur dagur í dag, smá dropar  af og til, himininn voldugur með alla vegana litum og sólin sem kemur af og til og skín á okkur.

Ég fór í góðan túr með henni Dimmu minni, sem er byrjunin á röskum göngutúrum sem ég ætla að byrja á til að komast í ”aðeins” betra form, en bara aðeins.

Ég ætlaði að segja ykkur aðra sögu um ferðalaga óhöppin mín, ef það er hægt að kalla það það. En ég hef lent í einhverju óhappi í öllum þeim ferðum sem ég hef farið í það sem af er árinu.

Ég sagði ykkur frá heimferðinni frá USA,  í síðustu færsu, sem var ótrúleg og líka ótrúlega lærdómsrík.

Núna ætla ég að segja ykkur aðra sögu, sem gerðist á leiðinni til Íslands núna í júlí.

Við ákváðum, Gunni og ég að gefa Sigrúnu Sól, ferðalag með bestu vinkonu sinni til Íslands. Auðvitað færum við með og keyrðum hringinn í kringum landið. Allt mjög spennandi. Við héldum mikla fermingarveislu hérna, daginn sem hún var fermd í litlu kirkjunni hérna í götunni. Hún var fermd með Andrea bestu vinkonu ( sem var boðið með til Íslands) og David sem á heima hérna fyrir neðan. Dásamlegur dagur, veisla í garðinum með 80 gestum, sólskin og fallegt. Ekkert nema allt frábært um það að segja.

Við ætluðum líka að halda fermingarveislu á Íslandi, enda margir sem standa okkur nær sem höfðu ekki möguleika á að koma hingað og fagna Sólinni okkar.

Gunni fór fyrstur til Íslands, til að undirbúa veisluna. Sól, Andrea og ég áttum pantað flug 12. Júlí kl. 00:10.

Við vorum á góðum tíma. Bitten mamma hennar Andreu keyrði okkur  á flugvöllinn og við allar, að sjálfsögðu svakalega spenntar.

Við áttum flug með Iceland Express. Við vorum á vellinum löngu fyrir kl. 10:00 svo við töldum okkur vera með góðan tíma til að kíkja í búðir á flugvelinum, það vildu stelpurnar helst.

Ég fer í röð og fæ leyfi til að tjékka inn, þó svo að við séum svona tímanlega. Maðurinn við afgreiðsluna, fann okkur ekki í tölvunni, hann leitaði og leitaði, horfði svo á mig og sagði: þið eruð sólarhring of seinar, flugið fór eftir miðnætti, núna þann 12 ágúst.

Ég trúði honum ekki, fór í panik og langaði að gubba yfir hann, þetta bara gat ekki verið satt!!!!

Ég spurði hvort það væri einhver leið fyrir okkur að breyta miðunum, en nei því miður. Hann sagði: þetta er því miður alltaf að gerast fyrir fólk sem flýgur á þessum tíma með Iceland Express, og þeir gera ekkert við því. Þú getur kvartað, en af fenginni reynslu, kemur ekkert út úr því.

Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð, stelpurnar sitjandi þarna, miður sín, Sól grátandi, Andrea, sagðist eiga 1000 dkkr. hún gæti kannski keypt miða fyrir okkur :o)

Ég hafði fyrir ”tilviljun” kíkt á netbanka reikninginn okkar um morguninn og sá þá að það voru komnir óvæntir peningar inn, 25.000 danskar krónur.  Svo ég vissi að ég hefði möguleika á að kaupa farmiða fyrir okkur allar til Íslands.

Ég hringdi í Gunna, sem var eins og áður sagði, á Íslandi og sagði honum hörmungarnar, við ákváðum strax að hann myndi kíkja á internetið og finnaog kaupa farmiða fyrir okkur heim.

Ég beið þarna á meðan hann og Ingunn systir hans voru að skoða möguleikana. Stelpurnar reyndu að gera eins gott úr þessu og mögulegt var.

Ég hringdi í Sigyn elstu dóttur mína og bað um að fá gistingu fyrir okkur hjá þeim um nóttina, vitandi að ekkert flug væri á leiðinni til Íslands fyrr en um morguninn. Það var ekkert mál, þó svo að húsið væri fullt af gestum eftir brúðkaupið þeirra helgina áður. Sigyn á heima rétt hjá flugvellinum, en við búum uppi í sveit, svo ég myndi aldrei ná morgunflugi ef við færum heim að sofa.

Fólkið á flugvellinum, sem hafði verið að afgreiða mig, og aðrir sem voru komnir til, til að aðstoða mig, vorkenndu okkur alveg ferlega, og sögðu sögur af öðrum óheilla krákum sem gerðu svona misstök með svona skrítna flugtíma. Af hverju ekki 23:55, það væru miklu auðveldara að skilja það??? Flugmiðinn var líka skrítinn, ætla svo sem ekkert að fara út í það, en þetta verður síðasta flug með þessu fyrirtæki, eftir allar sögurnar af hinum sem lentu í því sama. Varð hugsað um, hversu mikið fyrirtækið græðir á þessu, ef fólk er á stand by í flugi, þá selja þeir sætin tvisvar. Ég vissi sem sagt að ég gerði misstök, ég hefði ekkert í höndunum til að kvarta, en mér leið eins og ég hefði verið plötuð.

En Gunni og Ingunn fundu flug fyrir okkur daginn eftir, þrír miðar aðra leiðina frá DK til IS, á 12.000 dk, sem er um 250.000 íslenskar, við keyptum miðana.

Við fórum heim til Sigyn og Albert, ég með gubbuna í hálsinum og verki í maganum, yfir öllum þessum peningum, vegna þessara misstaka minna.

Við vöknuðum snemma daginn eftir, eða kl. 5 um morguninn. Ég hafði þó ekkert sofið, vegna gubbunnar í hálsinum og verkjanna í maganum.

Við vorum komin á flugvöllinn kl. 6 um morguninn og allt gekk að óskum. Miðarnir með Icelander, gott að koma þar inn. Fengum okkur góðan morgunverð og ákveðnar í að njóta peninganna út í ystu æsar.

Í fluginu var ég að hugsa þetta allt saman, ennþá illt yfir öllum þessum peningum. Ég ákvað að hugleiða, til að koma ró á hugann. Ég komst fljótlega inn í góða orku og náði algerlega að slaka á. Þarna geri ég mér grein fyrir að þetta var mjög gott fyrir mig og reynsluríkt. Ég er ansi mikill aurapúki, eða aðhaldssöm og á erfitt með þegar eitt er of miklu. Það að við fengum þessa peninga akkúrat þarna daginn áður og meiri pening en við höfðum þörf fyrir, þar að segja, við fengum helmingi meira, en flugmiðarnir kostuðu okkur, svo að í raun kom þetta ekki illa á okkur neinsstaðar.

Ég gerði mér grein fyrir þessu, það var lærdómur í þessu sem var nauðsynlegur. Annað sem ég svo upplifði og sem var lærdómurinn, var hvernig hefði ég brugðist við ef þetta hefði verið Gunni sem gerði þessi mistök, uppsss, það var eins og klútur í andlitið. Ég sá fyrir mér hvernig viðbrögð mín hefðu orðið og ég skammaðist mín. Ég hefði gjörsamlega klikkast og hann hefði sko fengið að heyra það.

Þetta var gott fyrir mig að sjá, en líka vont. Gunni hafði tekið þessu öllu með stakri ró.

Ég fékk líka annað út úr þessu, sem ég var glöð og þakklát fyrir, það var að ég valdi að kaupa nýja miða, þrátt fyrir að það hefði kostað svona mikið. Því ég hugsaði,  að ef við förum ekki, munum ég sjá eftir því alla tíð og fá illt í magann yfir að hafa ekki lifað fermingarferðina saman, þetta eru BARA peningar. Þegar ég verð komin yfir þetta, þá er þetta ennþá ein góð saga að segja öðrum :o) Sem ég geri nú._mg_7475.jpg

Það komu margir í fermingarveisluna, ættingjar og vinir sem þekkja Sól, við buðum vinum sem þekkja hana, annars hefðu verið of margir og erfitt að velja.

Það komu um 100 manns og dagurinn var frábær. Það var dásamlegt að hitta allt þetta fólk og gaman fyrir ættingja sem hafa kannski aldrei hitt Sól að hitta hana.

Það var dekrað við okkur á alla kanta á Íslandi. Við fengum lánað húsið hennar Sigrúnar systur, fengum lánaðan bílinn hans Einsa bróður Gunna og fellihýsið hennar Ingunnar systur hans Gunna. Ferðin var dásamleg í alla staði og ég ég þakklát fyrir ALLAR þessar upplifanir. Ég sé að í raun þarf ég að finna hamingjuna inni í mér, sem er þar alltaf þrátt fyrir allar ytri aðstæður, það eru bara ytri aðstæður. Ljós og friður til alls lífs!_mg_7479.jpg


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband