Hver er það sem talar, hver er það sem vill?

Hver er það sem talar, hver er það sem vill?

Það er ekki alltaf auðvelt að finna út úr því. Ég upplifi tímann núna, eins og tvö skref fram og eitt skref til baka, ég hef undanfarið verið í skrefinu afturábak. Það er á engan hátt auðvelt, því ég finn gamla hræðslu koma upp, hræðsluna við að verða 120 kíló aftur. Þessi hræðsla er eins og veggur sem hellist í andlitið á mér.

Ég er nú á þessari skrifandi augnabliki mjög upptekinn af þessu ferli og upptekinn af að hlusta á hvað líkaminn vill og hvað hungrið vill. Hver er hungrið og hvaðan kemur það, það er eitt af því sem ég er að reyna að finna út úr.

Ég geri mér fulla grein fyrir því sem meðvituð ”ég” eftir 50 ára misnotkun á mat og ofbeldi á líkamanum, lagast ekki með því að ég eingöngu ákveð það, ég vildi óska að þetta væri svona auðvelt. Ég hef mjög sterkan vilja, engin vafi um það, en það er ekki viljinn sem á að ráða ferðinni að þessu sinni, það er kærleikurinn og samvinnan við líkamann.

Þegar ég er í þessu hræðsluferli, þá gleymi ég að hlusta og gleymi allri samvinnu, hugurinn ferð að leita að alla vegana megrunaraðferðum sem ég hef verið í áður og sem hafa virkað, í smá tíma, það eru þau tímabil, þar sem viljinn ræður og ég þekki af reynslunni að það er ekki langvarandi tímabil.

Ég var í göngutúr í gær með vinkonu minni og hundunum okkar, við ræddum þessi mál. Ég talaði upphátt um þennan ótta, en þegar ég hafði sagt þetta hátt, þá minnkaði þessi innri spenna og ég gat farið að skoða hvað í raun væri að gerast.Ég held akkúrat að það sé mikilvægt að tala upphátt um þær hugsanir og þær tilfinningar sem koma upp, alls ekki að geyma þær í sjálfri sér.

Í hugleiðslunni minni í morgun, þá notaði ég langan tíma í heilun á líkama mínum og innri samræðu við líkama minn. Ég hef ekki gert þetta í nokkurn tíma, aðallega vegna anna, en ég sé að þessi samvinna þarf að vera dagleg samvinna, daglegur Kærleikur.

Ég hlustaði á líkamann í morgun, hann var ánægður með hversu hollan mat ég borðaði, en ég borðaði of mikið magn. Þá kom upp áhyggjuhugsun hjá mér : en ef ég borða minna, verð ég svöng og þá fer ég í alla vegana drasl!!!

En þá kom tvennt upp: Líkaminn þarf eingöng örfáa daga til að venja sig við minna magn, það er ekki aðalmálið, á meðan þú ert í Kærleiksríku sambandi við hann. Það er munur á hvaða orku þú notar og hvaða hugsun er á baki því sem þú gerir gagnvart líkamanum. Annað sem kom upp og ég þarf að skoða nánar næstu daga var: hvaðan kemur hungrið, hver er hungraður, hvað er hungrið. Allt þetta þarf ég að skoða næstu daga.

Ég vil benda á ef þú vilt vera í sambandi við líkama þinn, þá er mín upplifun sú, að þú þarft að spyrja einfaldra spurninga og þú færð einföld svör.

Ég hef semsagt tvennt sem ég hef til að skoða á næstunni, það er óttinn, enn og aftur og það er hungrið.

Í raun er þetta ekki svo erfitt, það fer allt eftir því hvernig maður velur að skoða það. Þetta er eins og rannsóknarvinna, til að læra að þekkja sjálfan sig inn og út, það er í raun ekkert fallegra í þessum heimi. Hafið Blessaðan dag, þið öll

Steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ráðið er að hlusta á Lennon. Hann vissi hvað hann söng!

http://www.youtube.com/watch?v=h9UTCnMjml0

Skógverji (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 11:23

2 identicon

Ég er einn af þeim sem get ekki fitnað. Sama hvernig ég treð í mig Ég hef oft velt því fyrir mér hvað verði um alla orkuna. Ekki fer hún beint í klósettið svo mikið er víst. Þar sem ég hef absurdhúmor sagði stundum að ég væri alveg til í að millifæra nokkur kg á mig af fitureikningi einhvers annars. Og viti menn. Orð eru til alls fyrst! Haldiði að ég lesi ekki í blöðunum að akkúrat öfugt ferli var notað til að grenna einhverja góða konu út í heimi. Það var sem sagt dælt smá gorgerlum - já skítafrumum- úr svona mjónu eins og mér í þessa hlussu, sem fór smá saman að færast úr þungavigt. Ég las þetta bara í blöðunum, en trúi þessu alveg.

http://www.youtube.com/watch?v=wklSXNPtiPA

Sveitalubbinn (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband