Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Blessun

Einu sinni var falleg hefð á mörgum heimilum, kannski er tími til komin að taka þá hefð upp aftur.
Blessun matarins : Haltu hægri hendi yfir matnum og vinstri hendi lyftirðu upp með lófann fram á við. Segðu frá hjartanu á meðan þú lætur Kærleika og Ljós streyma yfir matinn þinn.
Lát þessa fæðu gefa þá næringu sem þarf til að öðlast andlega vöknun
20061106152011_2.jpg

Nýjar hugsanir, nýjir möguleikar

hbvc.jpgVið sitjum hérna gömlu hjónin og gónum hver í sína tölvuna. Sólin okkar gerir sig klára í verslunarferð með klúbbnum sínum.

Ég hugsa mikið þessa dagana, er sennilega að undirbúa mig undir meiri vinnu og minni tíma til að flakka á facebook og bloggi. Ekki það að ég hafi verið mikið að blogga. Ég hef verið að finna gamla vini og fjölskyldumeðlimi á facebook og tengst böndum þar aftur við fortíðina mína.
Nú verð ég að taka mig saman og einbeita mér að því sem framundan er, sem er ansi margt og viðamikið.

Það er svolítið svo spennandi að gerast, smá af því ætla ég að deila með ykkur hérna.
Eitt af því sem mér finnst mest spennandi , er að  ég ætla að opna nýjan skóla !
Ég og vinkona mín, Ulrikka erum að undirbúa það verkefni núna. Skólin er hugsaður fyrir börn frá 4 til 6 ára og börn frá 10 til ca 14 ára.

Ég er ánægð með vinnuna mína, en stundum gerast hlutir sem maður verður að fylgja. Þannig var að Ulrikka bauð mér og Sól í leikhús (Sól og Cesilia dóttir Ulrikku eru bestu vinkonur) Sem sagt Þær buðu okkur mæðgum á mjög skemmtilegt leikrit inni í Kaupmannahöfn. Á leiðinni heim í lestinni vorum við að spjalla um listir. Ulrikka er rithöfundur og var ný búinn að senda inn handrit og vorum við að tala um það og einnig að hana langaði að taka tíma til að fara að vinna að einhverju skapandi úti i samfélaginu. Hún er líka art terapist og sá það sem möguleika.

En til að komast aftur að þræðinum þá vorum við þarna í miklum samræðum, þessum samræðum fylgdi ákveðin orka sem á einhvern hátt tók yfir og streymdi yfir okkur nýjum hugmyndum sem á einhvern hátt tóku yfirhöndina. hbx.jpg

Þegar við lentum í Lejre, þar sem við búum, vorum við einhvernvegin hissa á því sem hafði streymt yfir okkur og ákváðum að hittast sem fyrst og ræða þessi mál nánar.

Við hittumst að viku liðinni og vorum ennþá mjög spenntar fyrir hugmyndinni og byggðum áfram á því sem við höfðum rætt.

Núna er hugmyndin komin lengra og við stefnum á því að opna næsta haust. Nú fer ég í gang að semja um húsnæði hérna í bænum sem ég hef áður lánað fyrir hin ýmsu projekt.

Við ætlum að skipta þessum skóla í tvo helminga til að byrja með !

Annar er fyrir stærri börnin:
Þar höfum við hugsað okkur að byrja með laugardagskennslu, þar sem lögð verður áheyrsla á myndlist, tónlist, leiklist, þjóðsögn, heimsspeki og hugleiðslu. Allt í einum pakka.

Svo ætlum við að einbeita okkur að barnaheimilunum og bjóða upp á kennslu fyrir  börn í kringum 4 til 6 ára. Þar sem við annað hvort förum á barnaheimilin, eða fáum hluta af hóp frá barnaheimilunum til okkar. Þar verður lögð áheyrsla á sköpun, túlkun og sköpun hugans. Smá hugleiðsla verður einnig sett þar inn.

steina_34_ara.jpg

Það er staðreynd að það að hugleiðsla tengir viðkomandi við hærri energi sem er mikilvægt í allri sköpun. Einnig er hugleiðsla góð leið til að þróa einbeitingu hjá öllum bæði börnum og eldra fólki.

Ég veit að það verður mikið að vera bæði í þessu verkefni og skólastjóri í myndlistarskólanum, ennnn spennandi.

Það sem ég hef verið upptekinn af í mörg ár er að skólar almennt eru byggðir upp á rangan hátt. Það eru að mínu mati rangar áheyrslur á það sem nemendur eiga að kunna og er grundvöllur að geta/kunna, til að komast í áframhaldandi nám.

Bæði ég og allavega tvö af börnunum mínum eru með það sem ég myndi kalla skapandi gáfur. Við getum hugsað mjög abstrakt, í myndum og hugmyndum. Þessar gáfur eru ekki þær gáfur sem koma þér áfram í skólakerfinu, þó svo að þessar gáfur séu í raun þær sem ég meina að geti bjargað heiminum frá því ástandi sem heimurinn er í, í dag. 

gift.jpg

Þessar gáfur geta skapað nýjar hugmyndir í þjóðfélaginu. Þessar gáfur geta hugsað allt upp á nýtt og séð nýja möguleika í öllu.

Ég er ekki með þessu að segja að hinar gáfurnar, séu ekki nauðsynlegar, en saman geta þessar gáfur gert kraftaverk.

Einn heilahelmingurinn getur ekki á hins verið.

Ég held að einmitt núna þegar allt virðist vera að hrynja í kringum okkur sé tíminn til að fanga þær hugmyndir sem eru sendar til okkar frá hinu æðra.

Við þurfum að vera opin fyrir því sem kemur til okkar og móta nýja möguleika fyrir það þjóðfélag sem við búum í. Við höfum öll ábyrgð á því að skapa nýtt, skapa lífið í kringum okkur. Það hefur í raun aldrei verið eins mikil þörf á nýrri hugsun eins og í dag.

Núna er komið kvöld. Náði ekki að ljúka þessari færslu að ýmsum ástæðum. Það var sumaklúbbur hjá mér í kvöld með íslenskum komum, ósköp notalegt.

Ég bíð góðar nætur kæru bræður og systur.

Set til gamans inn gamlar myndir úr fjölskyldualbúminu. Var að uppgötva skannara á prentaranum. sigrun_3_ara.jpg


ég má ekki vera að því

ég næ ekkert að blogga orðið, ég er mikið að hugsa og það tekur tíma. Varð þó hugsað til lífs sem var mér samferða um tíma. Þetta líf elskaði börn, dýr, fólk en ekki öll dýr, hún þoldi ekki hunda.

Set inn smá brot af sögu hennar og kveð að sinni !

Kærleiksljós

uuy.jpg9876.jpg_khj.jpgcvutgva.jpgfdh.jpgjssaeaef.jpgkhj.jpgkjjhu.jpgwijr.jpg


veturinn hýmir undir súð og bíður færis

Nú er ég komin heim ! Búinn að fara einn dag í vinnuna og komin aftur heim.

Ég kom heim úr vinnunni, fór í gallann minn frá 66%Norður, húfu vettlinga og stóra góða hlýja kuldaskó. Tók svo Lappa minn í göngutúr í snjókomu. Við röltum þetta í rólegheitum með snjóflyksurnar í andlitið og létum þreytu dagsins berjast burtu með veðrinu. Við komum heim, ég fór í náttbuxur sem passa vel við veðrið fyrir utan og gerði mér te. Fór svo að dúlla á tölvuna. Ég hef ekkert verið dugleg að blogga, enda verið á Íslandi í nokkurn tíma. Ég heimsótti marga, í hópum. Hitti þennan hóp og svo hinn. Marga náði ég ekki að hitta sem mig langaði en svona er þetta alltaf.

Núna sitjum við Sól í sitthvorri tölvunni við kertaljós í stofunni og ferðumst hver um sinn heiminn. Lappi liggur á dýnunni sinni hérna í stofunni

Ég finn einhvern þúngapúka vilja læða sér inn hjá mér, en er ekki alveg á því að hleypa honum að. Finn áhyggjur fólks í kringum mig, líka hérna í Danmörku. Finn líka að ef ég leyfi áhyggjunum að komast að hjá mér, gætu þær fyllt allt á augnabliki.

Einhvernvegin er maður svo mikill öryggisfíkill að allt óöryggi gerir mann óöruggan um tilveru sína. En ég finn líka ákveðin létti vegna þess sem er að hverfa, til að gera pláss fyrir nýju.
Það vita það flestir að þessu gat ekki haldið áfram, er fáum hollt. Við hérna í Lejrekotinu höfum ekki verið rík, en höfum haft nóg. Það var orðið þannig að ef ég sá peysu eða annað sem mig langaði í, gat ég keypt án þess að hugsa mig um.

Það einfaldlega klæðir mig ekki ! Ég er sátt við að þurfa að fara aftur þangað í lífinu mínu, að ég þarf að velta fyrir mér hverri krónu og finna leið að einfaldara lífi. Mörgum finnst líf mitt ansi einfalt fyrir, en ég veit að meiri einfaldleiki klæðir mig og flesta.

Set inn nokkrar myndir frá Landinu mínu fagra og læt þetta duga að sinni !
Kærleikur og Ljós á ykkur öll
_mg_4156.jpg_mg_4150.jpg_mg_4187.jpg_mg_4197.jpg_mg_4291.jpgimg_4088.jpgimg_4093.jpgimg_4105.jpg


Komin heim!

Elsku vinir mínir ! Núna er ég komin heim í Lejre. Ljúft að liggja í sófanum með Gunna mínum og finna heimilislyktina og heyra heimilishljóðin.

Suma vildi ég hitta, en náði því ekki, en það kemur bara seinna !

En svona er nú það.

Kærleiksknús til ykkar allra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband